Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.12.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.12.1916, Blaðsíða 4
214 LÖGRJETTA Við gengum nú eftir afarlöngum og djúpum göngum, sem lágu í ótal bugöum fram í aöra skotgrafalínuna, en hún er 800 metrum fyrir aftan þá fremstu. Göngin voru vel gerS og botninn trjálagSur. En vegalengdin var þreytandi. Alt í einu sá jeg, er viS fórum fyrir horn í göngunum, þá sem á undan okkur voru stökkva upp úr þeim, þjóta á harSa hlaupi yf- ir opiö svæði og hverfa þar aftur niö- ur. ViS, sem á eftir vorum, ætluðum aS hlaupa á eftir hinum. En rjett í þvi heyröum við eins og tvö þung högg, hvert á eftir ööru, og svo titr- aSi loftiö sem snöggvast af skotum, sem hleypt haföi veriö af okkar meg- in. Við þetta námum viö staðar sem snöggvast, en þutum svo á eftir hin- um. Þar komum viö niöur í eina af hinum djúpu gröfum eöa jaröhúsum af nýjustu gerð. ÞaS eru neöanjarð ar-bæir, lýstir af rafljósum, meS í- búðarherbergjum, geymsluherbergj- um, talsíma- og ritsímastövum, — 10 metra undir yfirboröi jaröar. Þar niöri er hvaö eina, sem til þarf aö taka. Foringjarnir hafa þar niöri falleg herbergi, meö skrifboröum og bókaskápum og myndum á veggjum. Úr þessum jaröhúsum hafa ÞjóS- verjar oft gert óvinaliöinu óþægileg- ar skráveifur. Þegar Bretar höfðu dægrum saman sent stórskotajelin yf- ir skotgrafir Þjóöverja og hugsuSu sjer, aö nú hlyti alt, sem þar heföi lífsanda dregiö, að vera dautt og grafið, svo aö hættulaust væri fyrir fctgöngulið þeirra aS taka grafirnar meö áhlaupi, þá kom þaS oft fyrir, aö Bretar fengu dynjandi skothríö á eftir sjer, er þeir voru komnir yfir skotgrafirnar, frá vjelbyssum Þjóö- verja, er geymdar höföu verið niöri i jaröhúsunum. Þrátt fyrir umrótið af jörðinni við skothríðarnar, höföu Þjóöverjar meS einhverjum útbúnaöi trygt sjer þaö, aö ná lofti niöur í jarS- húsin. VeSriS var enn drungalegt og ilt sýni, svo að ekki var hægt aS vænta neinna sjerlegra viðburða á vigvell- ir.um þennan dag, segir höf., og því hjelt hann til baka sama veg og hann haföi komið, ásamt foringjanum, sem flutt haföi hann fram í skotgrafirn- ar. Hann segir, aö hermennirnir í skotgröfunum taki heimsækjendum mjög vel, líti á þá eins og brjef aS heiman. Foringjarnir, sem hann átti tal viö, voru engan veginn, segir hann, soknir niður í umhugsun um hermenskuna eingöngu. Þeir töluSu um alls konar málefni, bókmentir og listir o. s. frv. Þeir, sem koma í heimsókn til víg- slöðvanna og vilja fá aö skoöa sig þar um, veröa aö gefa skriflega yfir- lýsingu um, aS þeir eöa erfingjar þeirra geri enga kröfu til bóta, þótt slys vilji til. Svo er þaö að minsta kosti þarna á þýsku herstöövunum, segir höf. Samt eru foringjar þeir, sem taka að sjer aS fylgja gestum á vígstöðvunum, mjög varkárir. Eftir að greinarhöf. og förunautur hans komu úr skotgröfunum, fóru þeir gegnum skógana hjá Rancourt. Þar voru holur eftir granata í vegunum, sumstaðar þjettar. Foringinn hafSi orS á því, aö sjer væri illa viö aö fara um þetta svæði; þaö væri ekki hættu- laust. Samt uröu engin slys aö því. I útjaSri skógarins stigu þeir af vagn- inum, er þeir höfðu fundið gott skjól handa honum, og gengu inn í þorp- iö. ÞaS var skotiö til grunna og rauk enn úr rústunum. Stór búgarður þar í grendinni var einnig í rústum. Viö stóöum kyrrir um stund og lituðumst um, segir greinarhöf. Hátt í lofti fyr- ir ofan okkur sveif þýsk flugvjel, al- veg eins og ránfugl til aö sjá, með þöndum vængjum. FerSinni var heitiö til nokkurra stórskotavjela, sem duldar voru þar í grendinni. JörSin, sem þeir gengu yfir, var mjög rifin af skotum, og yfir holunum, þar sem granatarnir höföu sprungiö, var enn gulgrænn brennisteinsglampi. Komu þeir svo til skotvjelanna. Þær voru í lægö og þaktar visnum trjágreinum. Mennirnir, sem hjá þeim voru, höföu ekkert afdrep og var staöa þeirra hættuleg. En skamt frá þeim voru gryfjur, sem múrsteinn hafði verið brendur í, og þar áttu þeir dálítið jaröhús. Undanfarandi dægur haföi skotum óvinanna veriS beint á þess- ar stöSvar, og ekkert dægur haföi liöið svo, aö ekki fjellu þar menn. Einkum höfSu skothríöarnar að næt- urlagi veriS hættulegar. Samt voru bæSi foringjarnir og liSsmennirnir þarna viS skotvjelarnar hinir róleg- ustu. Það þótti ekki nema sjálfsagt, aö menn fjellu og skotvopnin eyöi legöust. Öll áherslan var lögS á aö sýna, hvaS tekist hefði aS verja og hvernig þaS hefði tekist. Um þaS kunnu bæSi foringjarnir og liösmenn þeirra margar skringilegar sögur, sem þeim þótti gaman að segja frá. Höf. segir, aö sjer hafi jafnan virst þaS, er hann hafi komiS til víg- vallanna, aS versti óvinurinn, sem þeir eigi þar viS að stríöa, sje leiö- indin. Alt sje þar kærkomið, sem stytti stundirnar, svo sem brjef, blöS, bækur, heimsóknir, og síöast en ekki sist — tóbak. Þess vegna gera for- ingjarnir sjer far um aS halda uppi líkamsæfingum og leikum, þegar ekki er annaö aö gera. ASgeröaleysiö er allra verst. Þá geta leiSindin náð tök- um á mönnum. Einn af foringjunum, sem greinar- höf. átti tal viö, segöi honum frá her- rjetti, sem hann heföi átt sæti í yfir i Champagnehjeraöi. MeSal a,nnara var dæmdur þar fótgönguliösmaöur, sem fariS haföi burt úr skotgröf um nótt og náöst hafði síðan í eftir nokkra daga langt bak viö herlínuna. MaSurinn hafði veriö duglegur her- maöur og var alls óhræddur, er hann mætti fyrir rjettinum, þótt honum væri þaö vel ljóst, aö þung hegning liggur viö því, aö vikja í leyfisleysi burt frá herdeild sinni. En hann af- sakaði sig meS engu öðru en því, aö hann heföi mátt til a bregða sjer burtu til þess aö fá aö sjá eitthvað nýtt. Hann haföi ekki þolað við fyrir leiðindum. Svo fjekk hann 6 ára betrunarhús, en hegninguna á hann reyndar ekki að taka út fyr en eftir stríöiö. „En þaö veit guö, aö jeg skildi hann vel,“ sagöi foringinn. Og komiS hefur þaö fyrir, aö ó- vinirnir taka höndum saman til þess að skemta sjer. Á Champagnevíg- stöðvunum uröu skotgrafir Frakka og ÞjóSverja á nokkrum stööum svo nálægar hvor annari, aö ekki voru milli þeirra nema fáir metrar. ÞjóS- verjar sáu til Frakka, er þeir voru aö vinna í skotgröf sinni og eins Frakkar til ÞjóSverja. En hvorugum kom samt til hugar að kasta rekun- um og grípa byssur í staöinn. Þeir fóru, þvert á móti, aö sendast á brjef- um og blöðum, og skiftust á mat og tóbaki og ýmsu fleira, og var þetta þó stranglega bannað. En það stytti stundirnar og var því mjög freist- andi. Og loks fór svo, aö þeir fóru aö bjóöa hvorir öSrum heim á víxl, þegar foringjarnir fóru langt í burtu, til þess aö skoSa grafirnar hvorir hjá öðrum. Þetta voru æfintýri, sem um var talandi, og engum leiöindum yfir aö kvarta meöan á þeim stóö. Foringinn, sem greinarhöf. átti tal viö, sagöist sjálfur vera brotlegur aö því leyti, aS hann heföi gengiö fram hjá þessu, þótt hann vissi af því, og ekkert látist veröa var viö það. Og sögu sagöi hann greinarhöf. um þess- ar heimsóknir eftir einum af kunn- ingjum sinum, sem var foringi í stór- skotaliöinu.Hann haföi um tíma feng- iö þaö hlutverk aö gera mælingar frammi í skotgröfunum, sem næstar lágu skotgröfum Frakka. Honum var fótgönguliöiö óviökomandi, og þegar hann hafði setið þar um hríð viö verk sitt afskiftalaus, skeyttu liös- mennirnir í skotgröfunum ekkert um nærveru hans. Hann heyröi þá aö þeir fóru aö masa viö Frakka hinu meg- in, og Frakkar buöu þeim aS koma yfir um. Þrír menn klifruöu þá upp úr skotgröfinni og hlupu yfir um, og var auðheyrt, aS vel var tekið á móti þeim í skotgröfinni hjá Frökkum. Eftir nokkra stund komu tveir af þeim aftur, báöir kendir og meö lúk- urnar fullar af vindlingum. Þegar þeir komu heim til sín aftur, litu þeir viö og kölluSu yfir að frönsku gröf- inni: „Karl, Karl, hvaö er orðiö af þjer!“ Enginn svaraöi. Karl var ró- legur hinu megin, og þaö leit út fyrir að þeir væru orönir hræddir um aö fjelagi þeirra mundi heldur kjósa fangavist hjá Frökkum en framhalds- strit fyrir fööurlandiS. Svo kölluöu þeir enn af öllum kröftum: „Karl, Karl!“ Og er ekkert svar kom hinu megin frá, klifruöu þeir aftur upp úr gröfinni og ætluöu aö sækja fjelaga sinn. En áður til þess kæmi, komu Frakkar upp úr gröf sinni hinu meg- in rambandi meö Karl á milli sín. Þeir vildu ekki aö hann fengi óþæg- indi fyrir heimsóknina. MeSan viö vorum viS stórskota- vjelarnar hjá Rancourt, segir grein- arhöf., kom skipun um aS hlaSa þær. ÞaS er gert meö vjelakrafti, en geng- ur eins ljettilega, þótt granatinn, sem lyft er upp í byssuhlaupiS, sje mörg hundruö pund, aS hagræða honum þar eins og velriS væri aö stinga vindilstubb í hylki. ViS stóSum beint aftur undan vjelinni, er skotinu var hleypt af, því þaS er sagt, að ef menn standi í rjettri línu aftur frá vjelinni, eigi þeir aö geta sjeS gran- atinn, er hann þýtur út í loftið. En viS sáum ekkert, og jeg er hræddur um aS þetta sje ekki annaS en tilbún- ingur hermannanna, til þess aS leika á okkur hina. ÞaS, sem viö heyrðum, er skotið reið af, var eins og gríSar- stórum tappa væri kipt upp úr flösku, og síðan þyturinn í loftinu, er gran- atinn þaut á stað. Ekkert svarskot kom hinu megin frá meöan viS biS- um þarna. Foringi frá skotvjelunum fylgdi okkur áleiSis til Rancourt. ÞaS var hár maöur og sterklegur, meS gler- augu, og haföi járnkrossband í netslu á barminum. Hann hafði veriS meö í stríSinu frá upphafi. En hann kvaSst hafa verið aö búa sig á staS yfir til Ameríku, þegar þaö byrj- aði. Hann hafði veriS ráöinn pró- fessor við Columbíu-háskólann í New-York. Slíkir menn eru margir meSal foringja í þýska hernum. Þar eru prófessorar, doktorar, fram- kvæmdastjórar, jarSeigendur, bóksal- ar, leikarar og kaupmenn. Kemur þaö oft skrítilega fyrir, er framkvæmda- stjóri í heimskunnu firma, frægur prófessor í listasögu eöa eigandi heimskunnrar bókaverslunar er á- varpaöur þarna hr. Iautinant eöa hr. kafteinn. En einmitt margir slíkir menn eru nú lautinantar eSa kaftein- ar í þýska hernum. Eftirmæli. W/iT------- 2. septy'f. á. andaðist hjer í Reykja- vík, aö heimili sínu, GuSrún Á- mundadóttir, móðir Ámunda kaup- manns Árnasonar og þeirra systkina. Ámundi faöir hennar var merkur og gildur bóndi. Hann bjó aS Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Hann var sonur GuSmundar Björnssonar bónda á Syöra-Langholti, og Guörúnar Á- mujndadóttur „smiSs“, systur Hall- dórs prófasts á Melstað, er var „snillimaöur sem faðir hans“, segir Jón Espólin. GuöríSur hjet kona Á- munda bónda, Guömundsdóttir, Lofts- sonar, Freysteinssonar. Höfðu þeir feðgar allir þrír búiS aö Sandlæk, hver eftir annan, og GuSmundur keypt jörðina, er seldar voru jarðir Skálholtsstóls um 1800. Freysteinn afi hans var sonur Rögnvalds bónda á Auösholti í Biskupstungum. HöfSu þeir langfeögar búið þar mann fram af manni svo aS rekja má frá því um siöaskiftin á 16. öld, að því er Hannes fróði Þorsteinsson segir. Er þaö góö og gild bændaætt. Af henni var og Illugi „smiöur“, nafnkunnur maður austur þar og kynsæll. Þau Sandlækjar systkin, börn Á- munda og GuSríðar, voru átta, er upp komust, og er það nú oröinn mikill ættbogi. GuSrún heitin var elst þeirra systkina, fædd 29. apr. 1839. Hún var um tvítugt, er móðir hennar andaöist. Var hún eftir þaö fyrir framan hjá fööur sínum, þar til er hún fór sjálf aö búa á hálfu Syöra- Langholti í Hrunamannahrepp og giftist Árna Eyjólfssyni frá Minni- Völlum á Landi haustiö 1864. Bjuggu þau þar síðan, meöan hann liföi, 34 ár, og hún 2 ár eftir þaö meö börn- um sínum, en fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1900 og dvaldi hjer þaö sem eftir var æfinnar. GuSrún var sköruleg kona, vel aS sjer og fyrirmannleg, stórhuga og kappsöm, iðjukona hin mesta, ráö- deildarsöm og hagvirk, hvers er hún tók höndum til; enda áttu þau syst- kin hagvirkni og búmannskosti aö sækja í báðar ættir. Þeirra kosta naut hún þó varla til hálfs, því aö mestan hluta æfinnar var svo farið heilsu hennar, að hún tók ekki á heilli sjer. Þó var jafnan snyrtilegur myndar- bragur á heimili hennar og gott var aö koma aS Langholti. Þau hjón voru hvort ööru gestrisnara, þótt ekki væru þau annars skaplík, hann gleði- maöur, ljettur í lund og manna skemtilegastur, hún alvörugefin og viökvæm og örlynd. En hún átti einn- ig aðra kosti, sem raunirnar gátu al- drei bugað nje borið á skugga: Hún var guörækin trúkona alla sína daga Rafnainsujeler. Ssiinapsálil. Ef þjer þurfið aS byggja rafstöö fyrir: Kaupstað, Sveitaheimili, Versl- unarhús, Skólabyggingar eSa Hreyfimyndahús, enn fremur til ljósa á Gufuskip eða Mótorbáta, þá leitiö upplýsinga öllu því viðvíkjandi hjá mjer, áöur en þjer festiö kaup annarstaðar. Jeg hef bein sambönd við Ameríku, þar sem vjelarnar eru smíðaðar,, og enga milliiiði milli mín og verksmiðjanna. Skrifiö í tíma, áSur en alt farrúm aö vestan í vor gengur upp. Öllum fyrirspurnum svarað tafarlaust. S. Kjartansson. Pósthólf 383. Reykjavík. (Fiskstrigi) ogf Ullarballar fyrir kaupmenn, kaupfjelög og útgerðarmenn. Leitið yður upplýsinga um verðið, áður en þjer festið kaup annarstaðar, hjá T. Bjarnason. Sírni 513. Box 157. Síinn. Tbjarnason. KRONE |nAGERÖL er best Söðlasmíða- og aktýja-vinnustofa Grettisgötu 44 A. TekiS á móti pöntunum á reiötýgj- um og aktýgjum og fl. tilheyrandi. ASgerSir fljótt og vel af hendi leystar. EGGERT KRISTJÁNSSON. og ástrík móðir og eiginkona. Sjaldn- ar en hana langaSi gaf hún sjer tóm til aö lesa sjer til skemtunar, en varla leiö svo dagur, aS minsta kosti a efri árunum, aö hún læsi ekki eitt- hvaS gott eða ljeti lesa fyrir sig. Hún átti marga þunga stund um dag- ana, en það var eins og altaf birti yfir æfinni og í huga hennar eftir því sem á leið. Og bjartast er ef til vill yfir banasænginni, þar sem hún kveður börnin sín öll meS fullri rænu og glaöri trú og sofnar síðan blítt og rótt í örmum yngri dóttur sinnar, sem hún unni mest allra manna og aldrei haföi viS hana skiliö. Af 10 börnum hennar eru nú 4 á lífi og öll í Rvík: Ámundi kaupmað- ur á Hverfisgötu 37; GuSríSur, versl- nnarkona á Klapparstíg 20; Tryggvi, trjesmiöur á Njálsgötu 9 og GuSrún, er jafnan var með móSur sinni, nú í húsi Ámunda bróöur síns. M. íV. ^ jc.it Bæjarstjórnir — Byggingarncfndir! UM SKIPULAG BÆJA eftir GUÐM. HANNESSON. Omissandi bók fyrir bæjarstjórnir, bygginganefndir og framtakssama bæjarbúa. Fæst lijá ritara Háskólans (kl. 1-2 og 4-5). Verð kr. 2,50. Ekki seld í bókaverslunum. Eg-g-ert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Schannongi Monument-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. Köbenliavn. = Katalog gratis. -: PrentsmiSjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.