Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.12.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.12.1916, Blaðsíða 3
Skrautpappír í kössum, mikið úrval. Bðkauersliin 5isl. Eymissonar. valdi? Þannig lít jeg á þaö mál. Þeir hafa þó einmitt meira vald á verslun og sigling NorSmanna en okkar af því hún samkvæmt afstöSu þeirra fer meira gegnum greipar þeirra. Þó aS við sjeum fámennari og fátækari en NorSmenn, þá er þaS ekki neinn mælikvarði fyrir aSstöSu okkar gagnvart Bretum í þessu tilliti, held- ux eingöngu lega landsins og versl- unarsamgöngur. Lagaboð þau, sem Bretar hafa gefið út, eru ekki strang- ari i garS okkar en Norömanna. Eft- ir mælikvarða þeim, sem ráöherra notar, ættu Færeyingar vegna fá- tæktar og fámennis að vera ver staddir í þessu tilliti en við; þeir eru það líka samkvæmt legu eyjanna. En þó hafa þeir engin valdboð með sölu til Bretlands í líkingu við okkar sátt- mála, og fara því fullum feröum til rúanmerkur með fisk sinn og vörur og hvert skipið af öðru kemur þaðan hlaðið af saltfiski hingað, sem þeir svo selja á 120 kr. skipp. u p p ú r s t a f 1 a n u m. Að nálgast vörur frá Ameríku tel- ur hann nær ómögulegt vegna þess að til þess vanti skipastól. Hvernig fá aðrir vörur frá Ameríku, sem ekki hafa skip sjálfir, og hvernig fáum við steinoliu þaðan o. s. frv.? Auðvitað með því að taka skip á leigu eins og aðrir, og við getum fengið skip til að flytja okkar vörur, ef við borgum svipað og hinir. Við leigjum skip undir kolin frá Bretlandi, með fisk- inn til Spánar og Italíu og saltið það- an aftur, og er það þó lengri vegur en til Ameríku. Ráðherra ætti því af ' þessu að sjá að einhver ráð yrðu til að fá skip til að sækja aðrar nauð- synjar þangað en steinolíu. Skiljan- legra hefði verið, ef ráðherra hefði kvartað yfir hárri leigu á skipum til Ameríkuflutninga, því það gat hann með fylstu rökum og tekið sem dæmi leiguskip landstjórnarinnar, en auð- vitað mun svo há leiga vera nær eins dæmi, sem betur fer. Stærilæti og ekkert annað telur hann það að jeg minnist á brjefið um verslun milli ís- lands og Bretlands d. 5. jan. 1915; en jeg er svona gerður, að mjer finst það betra og verðmætara það brjef en samningur hans. Að jeg skýri skakt frá verslunar- umsetningu Norðmanna til Bretlands síðastliðinn vetur og vor er röng á- lyktun hjá ráðherra, um það hef jeg öruggar skýrslur og bestu heimildir frá Norðmönnum sjálfum. En hitt er satt, að jeg hef sett hvallýsið, sem Bretar keyptu af Norðmönnum, of lágt, þar sem jeg tel það eftir ágisk- un c. 400 kr. fatið, en eftir skýrslum, sem nú eru fram komnar, hefur það selst á r ú m a r 500 kr. og minkar það því ekki umsetninguna. Hann kvartar um að alt sje „klau- sulerað" og telur upp alt mögulegt þessu máli til sönnunar. Þetta er satt, en þetta er sama og Bretar gerðu við vörur til annara þjóða og erum við því ekki harðar leiknir en þær. En þrátt fyrir allar „klausulur", þá er að mínu áliti s ú „k 1 a u s u 1 a n“ verst, sem ráðherra hefur sjálfur sett með samn- ingnum. (Framh.) Frjettir. Jarðarför Þórhalls biskups Bjarnar- sonar fer fram á morgun, fimtud. 21. þ. m., og hefst með húskveðju í Lauf- ási, sem byrjar kl. 11 Embættaskipanir. Jón Helgason prófessor er nú settur biskup, en í kennaraembætti hans við háskólann er settur Sig. Sivertsen dócent og sjera Tryggvi Þórhallsson á Hesti settur dócent í stað Sig. Sivertsen. Botnía kom hingað frá útlöndum og Austfjörðum 14. þ. m. og með henni þingmennirnir 10, sem vantaði þegar þing yar sett. Auk þeirra marg- ir Austfirðingar, sem flestir fóru til baka aftur með skipinu á mánud. Frá útlöndum komu Björn Gíslason á Ás- gautsst., Páll Jónsson yfirdómslögm., Jón Ólafsson skipstj. o. fl. Einn þing- mannanna, Jón á Hvanná, var veikur af mislingum, er hann kom, en er nú albata. Höfðu mislingar gengið á í'ljótsdalshjeraði þegar hann fór það- an. Galdraloftur Jóh. Sigurjónssonar hefur verið leikinn hjer tvö kvöld að undanförnu og troöfult hús i bæði skiftin. — Leikritið fæst hjer hjá bók- öh m. Striðid. Síðustu frjettir. Helstu frjettirnar frá ófriðarþjóð- unum síðustu vikuna eru þær, að rík- iskanslari Þjóðverja, Bethmann-Hol- weg, hafi skýrt frá því í þýska þing- inu, að miðveldin hafi boðið banda- mönnum frið og stungið upp á, að fariö yröi að ræða friðarskilmálana þegar í stað. Þessi fregn kom hingað fyrst í skeytum frá 12. og 13. þ. xn. Næsta fregn, frá 14. þ. m., segir, að bandamenn neiti tilboði Þjóðverja, en vilji að friðartilboðin verði birt og siðan rædd, ef Þjóðverjar óski þess. Síöari fregnir segja, að Rússar hafi þverneitað tilboðum Þjóðverja, og nýjustu fregnirnar eru þær, að engar líkur sjeu til þess að friður komist á. Þó er það hins vegar víst, að hjá öll- um ófriðarþjóðunum er það almenn- asta óskin, að stríðinu fari nú að linna, og spor í þá áttina er þetta þó, að uppástungur hafa lcomið fram um það frá öðrum málsaðila, og það ein- rnitt nú, er sá málsaðilinn hefur unn- ið töluvert á í Rúmeníu. Það er nú sagt, að orsökin til stjórnarskiftanna í Englandi sje mis- klíð milli þeirra Asquits og Lloyd Georges innan hermálanefndarinnar, sem þeir voru báðir i, ásamt 5 mönn- um öðrum. Vildi Lloyd Georges bola þeim Asquit, Balfour o. fl. burt úr nefndinni og krafðist jafnframt að nefndin fengi fullkomið einræði í hernaðarmálum, að öðrum kosti segði hann af sjer hermálaráðherra- stöðunni. Er auðsjeð að þeim hefur borið eitthvað meira en lítið á milli út af hermálunum, og kaus þá As- quith heldur að fara frá sjálfur. í Rússlandi eru orðin stjórnarskifti, Stúrmer er farinn frá, en M. Trep- hoff, fyrv. samgöngumálaráðherra, tekinn við. Það er sagt að Joffre muni að lík- indum láta af herstjórn hjá Frökk- um, en ástæður fyrir því ekki greind- ar. Sagt er að Frakkar hafi unnið töluvert á lijá Verdun síðustu vik- una, norðvestan við borgina, hjá Douaumont. En í Rúmeníu er enn framsókn af hálfu miðveldanna og Búlgara. Ein skeytafregin segir, að manntjón Rúmena sje orðið 300 þús. Annarstaðar frá vígstöðvunuin eru engar frjettir sagðar. Alþiag. I. Eins og getið var um í síðasta blaöi var alþingi sett 11. þ. m., en þar sem þá voru 10 þingmenn ó- komnir, var fundi þegar frestað. 15. þ. m. voru þingmenn allir komnir, og var þá þingsetningarfundi haldið áfram. Kom þá fyrst til athugunar rannsókn kjÖrbrjefa, og höfðu kom- ið fram kærur yfir kosningum í Ár- nessýslu, Eyjafjarðarsýslu, Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Mýrasýslu. Voru sumar þessar kærur all alvar- legar, einkum úr Mýrasýslu, en þing- iö samþykti alt þegar í stað. Var þá gengiö til forsetakosningar í sameinuðu þingi, og hlaut Kristinn Daníelsson kosningu með 20 atkv. en Hannes Hafstein fjekk 18 atkv. Varð að þrítaka þá kosningu, því að við fyrstu kosningu hlaut Kr. Dan. 19 at- kvæði, H. H. 18 og 3 seðlar auðir, en við 2. og 3. kosningu fjekk Kr. Dan. 20 atkv. og H. H. 18 og tveir seðl- ar auðir. Varaforseti var kosinn Sig- urður Jónsson frá Ysta-Felli með 18 atkv. (H. Hafstein fjekk 7 atkv., Guðm. Björnsson 6, Guðjón Guð- laugsson 3, Jóh. Jóhannesson 1 og 5 seðlar auðir) og skrifarar með hlut- fallskosningu: Jóh. Jóhannesson og Þorlcifur Jónsson. í kjörbrjefanefnd voru kosnir Sk. Thoroddsen, Jóh. Jóhannesson.Magn. Torfason, Jón Magnússon, Ól. Briem. Til efri deildar voru kosnir: Egg- ert Pálsson, Guðm. ólafsson, Hall- dór Steinsen, Jóh. Jóhannesson, Karl i Einarsson, Kr. Daníelsson, Magnús Kristjánsson og Magnús Torfason. j Forseti neðri deildar var kosinn Ólafur Briem1 með 20 atkv. (5 seðlar auðir),i. varaforseti Benedikt Sveins- | son með 11 atkv. (Pjetur Jónsson fjekk 10 atkv. og 4 auðir seðlar), 2. varaforseti Hákon Kristófersson með 8 atkv. (Pjetúr Jónsson fjekk 5 og ii seðlar auðir). Skrifarar með hlut- fallskosningu: Gísli Sveinsson og Þorsteinn M. Jónsson. Forseti efri deildar kosinn Guðm. Björnson með 9 atkv. (5 seðlar auðir), 1. varaforseti Magnús Torfason með hlutkesti milli hans og Guðj. Guð- laugssonar, er báðir fengu 7 atkv. 2. varaforseti Guöj. Guðlaugsson með 7 atkv. (Karl Einarsson fjekk 6 atkv. og 1 seðill auður). Skrifarar tneð hlutfallskosningu Eggert Pálsson og Hjörtur Snorrason. St j órnarf rumvörp. Stjórnin lagöi að eins fyrir þingið þau bráðabirgðalög, er gefin hafa verið út síðan þingi 1915 var lokið, og eru þau þessi: 1. Um viðauka við lög nr. 10, 8. sept. 19x5, um heimild fyrir ráð- herra íslands til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum. 2. Um heimild fyrir ráðherra íslands til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905 og lögum 9. sept. I9I5- 3. Um heimild handa landstjórninni til tryggingar aðflutningum til landsins. 4. Um heimild handa ráðherra ís- lands til ákvörðunar sjerstaks tímareiknings. 5. Um þyngd á bakarabrauðum. 6. Um útflutningsgjald af söltuðu sauðakjöti. Þingmannafrumvörp. 1. Um breytingu og viðauka við lög um mæling á túnum og matjurta- görðum nr. 58, 3. nóv. 1915- Flm.: Sig. Sigurðsson. 2. Um niðurlagning Njarðvíkur- kirkju og sameining Keflavikur- og Njarðvíkursókna. Flm.: Kr. Dan. Nefndir. Samkvæmt 16. gr. þingskapanna voru þessar fastanefndir kosnar í fyrra dag: Fjárlaganefnd: Nd. Pjetur Jóns- son, Stefán Stefánsson, Einar Árna- son, Þorleifur Jónsson, Skúli Thor- oddsen. Ed. Hannes Hafstein, Magn- ús Torfason, Sig. Eggerz. Fjárveitinganefnd: Nd. Sig. Sig- urðsson, Matth. Ólafsson, Gísli Sveinsson, Björn Kristjánsson, Magn- ús Pjetursson og Jón Jónsson. Ed. Eggert Pálsson, Hjörtur Snorrason, Jóh. Jóhannesson, Karl Einarsson og Magnús Kristjánsson. Samgöngumálanefnd: Nd. Þórar- inn Jónsson, Björn Stefánsson, Ben. Sveinsson, Þorst. M. Jónsson, Magn- ús Pjetursson. Ed. Guðjón Guðlaugs- son, Sig. Eggerz, Halldór Steinsen, Kristinn Daníelsson, Guðm. Ólafsson. Landbúnaðarnefnd: Nd. St. Stef- ánsson, Einar Jónsson, Pjetur Þórð- arson, Jón Jónsson, Einar Árnason. Ed. Sigurður Jónsson, Eggert Páls- son, Hj. Snorrason. Sjávarútvegsnefnd: Nd. Bj. Stef- ánsson, Matth. Ólafsson, Pjetur Otte- sen, Sveinn Ólafsson og Jörundur Brynjólfsson. Ed. Kr. Daníelsson, Magnús Kristjánsson, Halldór Stein- sen. Mentamálanefnd: Nd. Einar Jóns- son, Gísli Sveinsson, Bjarni Jónsson, Magnús Guðmundsson, Sveinn Ólafs- son. Ed. Sig. Jónsson, Guðjón Guð- laugsson, Magnús Torfason. Allsherjarnefnd: Nd. Jón Magnús- son, Þór. Jónsson, Hákon Kristófers- son, Þorleifur Jónsson, Þorst. M. Jónsson. Ed. Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Karl Einarsson. Enn fremur kaus Nd. nefnd í samn- ingamálið við bretsku stjórnina: Gísli Sveinsson, Matth. Ólafsson, Pjetur Jónsson, Björn Kristjánsson, Benedikt Sveinsson, Magnús Guð- mudsson, Jörundur Brynjólfsson. Ýmislegt. Þingfundir hafa að eins verið haldnir á föstudag og mánudag, enginn fundur á laugardag og í gær. Flokkaskifting er nú talin þannig, uð 15 eru í Heimastjórnarflokki, 12 í Þversumflokki og 11 í nýmynduðum flokki, sem kvað eiga að nefnast Framsóknarflokkur, en virðist vera framhald Bændaflokksins gamla. Þó kvað 3 af þeim 11 ekki vera gengnir inn í flokkinn, en vera i kosninga- bandalagi við hann. Það eru þeir Jör. Brynj., M. Guðm. og M. Pjet. En i ílokknum eru: Sig. Jónsson, Einar Árnason, Sv. Ólafsson, Ól. Briem. Guðm. Ólafsson, J. Jónsson, Þorl. Jónsson, Þ. M. Jónsson. Langsum- mennirnir tveir, sem ekki eru komnir í bandalag við þenna nýja flokk, Ein. Arnórsson og Gísli Sveinsson, hafa veriö í kosningabandalagi við Heima- st j órnarf lokkinn. — Til tals hefur komið að mynda þriggja manna friðarstjórn, með ein- um ráðherra úr hverjum þeim flokki, [ sem hjer hafa verið nefndir-. Mun málaleitun um það hafa komið frá nýja flokknum og var einn maður úr hverjum flokki kosinn, er skyldu tal- ast við um þetta. Heimastjórnarflokk- urinn gerði kost á samvinnu til þessa, ef forsætisráðherrann yrði tekinn frá sjer, sem væri fjölmennasti flokkur- inn. En sömu kröfu hafa Þversum- menn gert, og á þessu stendur enn, íSvo að samkomulag er ekkert orðið og alt í óvissu um það, hvernig stjórn- innLverði fyrir komið. • Flestir utanþingsmenn munu vera á einu máli um það, að þingið hafi framið stórhneyksli með samþykt allra kosningakæranna án rannsókn- ar, þar sem um var að ræða megn afglöp, ekki síst í kærunni úr Mýra- sýslu. Eggert Pálsson lagði til að nefnd yrði sett til þess að rannsaka tvær kærurnar, úr Árnessýslu og Mýrasýslu, og Jón Magnússon og Þórarinn Jónsson töluðu emnig um, að í kærunum væru atriði, sem mjög væru varhugaverð, og beindi J. M. : sjerstaklega orðum sínum að Mýra- sýslukærunni. En samt var alt sam- þykt, Mýrasýslukæran með 27 atkv. gegn 13, og hinar allar með enn meira fylgi. Ætti úrskurðarvald um þetta ekki að vera hjá alþingi, heldur landsyfirdómi eða þá sjerstökum dómstóli. Að minsta kosti mun það flestra álit, að alþing hafi mjög mis- beitt valdi sínu í úrskurðun sumra kosningakæranna að þessu sinni. Jólagjafir. Lögrjetta flytur nú myndir af nokkrum snotrum en einföldum og ódýrum jólagjöfum, sem búa má til fyrirhafnarlítið á heimilinum sjálf- um. Fyrsta myndin sýnir borðdúk af nýrri gerð, sem komið gæti í stað- inn fyrir borðlengjurnar (löber)’, sem oft eru óhentugar, ýmist of lang- ar eða of stuttar. Dúkurinn getur ver- ið í þremur til fimm hlutum: spor- öskjulöguðum miðhluta og tveimur eða fjórum öði'um, hringmynduðum, eftir stærð og lögun borðsins. Dúk- urinn er saumaður með frönsku Amager-„bróderíi“ eða flatsaum í hvítt efni. Önnur mynd sýnir handpoka. Hann er gerður úr einni beinni silki- eöa kreplengju og saumað í hana eftir því sem myndin sýnir. Botninn er ryktur saman utan um hnapp, en i opinu eru beinhringir, sem snúrurn- ar leika i. Þriðja mynd er af sessu, gerðri úr silki og saumaðri með ensku „bró- deríi“. Fjórða mynd er af hattnálaöskjum. Þær eru saumaðar með krossaum í „bókmerkjastramma“ i fjórum hlut- um og síðan varpað saman utan um glas, sem fylt er trjeull og hvitt „tyll“ sett yfir. Fimta mynd sýnir tvo litla poka úr silki, með einhverju ilmefni í, til að hengja innan um föt. Sjötta mynd er af saumakörfu úr livítu eða gulu silki. í það er saumuð rönd eins og myndin sýnir. Það er síðan saumað utan um pappakassa, sem áður hefur verið gerður, klætt innan með bómull og silki og bundn- ar lykkjur við hornin. Sjöunda myndin er af silkivasa- klút sem saumaö er í eitthvað nafn og hringur utan um með ensku „bró- deríi“ eða flatsaum. K o n a. Við veginn. Kaflar úr ferðasögu. III. Áfram hjeldum við í storminum og rigningunni. Hestarnir voru ófúsir að fara á móti veðrinu og óþægir, og varð að keyra þá áfrarn harðýðgis- legar en við hefðum kosið. Það er varla unt aö ferðast á íslandi án þess aö fara of illa að þessum þolinmóðu og merkilegu skepnum, sem hafa nafn af flýtinum. En þegar dæma skal um hvernig Islendingar fara með hesta sína, má ekki gleyma því hvað þeir hafa orðið að bjóða sjálfum sjer, hversu mikla þreytu og vosbúð menn liafa oröið aö þola í þessum erfiðu aðdráttarferðum, sem hafa tekið svo mikið af orku manna og tíma, að landbúnaðinum liefur ekki getað far- iö fram þess vegna. Margra heilsa hefur lika bilað í þess konar ferða- lögum. Hvað mikið af orku hin erf- iðu ferðalög hafa gleypt, mun best sjást þegar.svo sem þrjátíu miljónum lcróna hefur verið varið i vegagerðir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.