Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.01.1917, Blaðsíða 4

Lögrétta - 10.01.1917, Blaðsíða 4
10 LOGRJETTA Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. II. KAFLI. Morguninn eftir komu þeir Skrje- tuski til Chigrin. Átti Jeremias fursti hús eitt í staðnum. Hvíldust þeir þar og hestar þeirra eftir hina löngu landferð frá Krím. Þeir höfSu ekki getaS fariö eftir ánum, vegna vaxtar sem í þeim var. Þá er Skrjetuski haföi hvílst nokkra stund, gekk hann á fund fyrverandi rikisfulltrúa, Za- kvilikovski; hann var vaskur her- maöur, trúnaöarmaöur og vinur furstans, enda þótt hann ekki væri í þjónustu hans. Skrjetuski vildi vita um hvort nokkur skipun heföi kom- ið frá furstanum, en hann hafði enga fyrirskipun sent, aðeins lagt svo fyrir, að ef Skrjetuski fengi góð svör hjá khaninum, þá skyldi hann fara í hægðum sínum það sem eftir var leiðarinnar, svo að menn og hestar uppgæfúst ekki. Khaninn hafði svar- að vel erindi furstans, er bað hann um aö refsa nokkrum Törturum, er herjað höfðu á land hans, enda þótt hann heföi sjálfur aö nokkru 'refsaö þeim. Lofaði khaninn að annast um að þeir fengju sín makleg málagjöld og senda erindreka sinn til þess. Hann hafði og sent furstanum hest af ágætis kyni og húfu af safala- skinni, til merkis um vináttu sína. Srjetuski, sem var mjög upp með sjer af því hversu góðar undirtektir erindi hans fjekk hjá khaninum, var mjög ánægöur yfir því, að mega hvíl- ast um stund í Chigrin. Aftur á móti voru ýmsir atburðir, sem orðið höfðu þar á staðnum þá dagana, er lágu Za- kvilikovski gamla þungt á hjarta. Þeir fóru inn í vínsöluhús eitt, hjet veitingamaðurinn þar Dopulo. Þó að þá væri árla morguns,voru þar fyrir margir aðalsmenn, er komið höfðu til staðarins, því aö markaðsdagur var. Einnig var þá rekinn margur fjenað- ur inn á torgið, sem var ætlaður handa hernum. Það var venja aðalsmanna þar í grendinni að gleöja sig hjá Dopulo. Þar komu og ýmsir af yfirvöldum staðarins, svo og margir flokkar manna. Lifðu þar sumir á örlæti drykkjubræöranna. Sátu menn þar við löng borð og voru í fjörugum samræðum, er þeir Skrjetuski komu inn. Var verið að tala um flótta Kmielnitskis, og virtust menn mjög órólegir yfir því. Settust þeir þar í eitt hornið. Spurði Skrjetuski fje- laga sinn þá að því, hvaða maður þessi Kmielnitski heföi verið, sem nú væri á allra vörum. „Nú, vitið þjer það ekki? Hann er háttsettur maður í hernum, eigandi Subotoff — og góðvinur minn,“ bætti hann við í hálfum hljóöum. „Viö höf- um lengi þekst og barist saman í margri orustunni, þar sem hann hef- ur unnið sjer ágætan orðstír. Jeg hygg að enginn sje sá í ríkishern- um, er standi honum á sporöi að her- mensku. Það er best að hafa ekki hátt um það, en víst er um það, að hann er stórhygginn maður og áhrifamikill. Kósakkar allir lúta honum og dá hann. Það er margt gott við hann, en hann er drotnunargjarn og óéirinn. Þegar hann reiöist, getur hann orðið hræöilegur.“ „Hvers vegna flýði hann frá Chi- girin?“ „Skærur hans við Tsahaplinski borgarstjóra, en það er engin ný- lunda og minst um það vert. Það var sagt að samdráttur hefði verið milli konu borgarstjóra og Kmielnitskis. Þau Kmielnitski elskuðust áður borg- arstjórinn fjekk hennar, en seint fyrn- ast fornar ástir og Kmielnitski hefndi sín þannig. Þetta er altalaö og getur satt verið, því kvenfólkið er fremur lauslátt. Jeg hugsa samt að annað búi á bak við og skal nú segja þjer af hverju jeg dreg þá ályktun. Hjer við Chigrin býr gamall Kósakkafor- ingi, Barbarasch að nafni, vinur minn. Hann hafði fengið brjef frá konungi vorum og voru Kósakkar í brjefum þeim hvattir til þess að snúast gegn aðlinum og lækka í honum drambið. Barabasch er friðsamur maður og vildi ekki koma illu á staö, ljet hann því ekki skjóta bólu upp af brjefun- um. Kmielnitski komst á snoðir um þetta, bauð Barahasch heim til miö- dagsverðar, en á meðan sendi hann menn sína heim til hans og náöu þeir brjefunum hjá húsfreyjunni. Nú gæti jeg best trúað að hann stofnaði til uppreisnar. Enginn veit hvert hann f!ýði.“ „Þetta er refur. Hann ljek laglega á mig,“ sagði Skrjetuski. „Hann sagði mjer rangt frá heiti sínu. Jeg rakst á hann í nótt og frelsaði hann úr snörunni.“ „Hvað segið þjer? Það getur ekki verið,“ sagði hinn og greip báðum höndum um höfuð sjer. „Þaö getur verið fyrst j>að var. Hann sagðist vera foringi hjá Zas- lovski og ætla til Kudak. Jeg trúði j)ví tæplega fyrst hann ekki fór eftir ánum.“ „Hann er kænn sem Odysseifur. En hvar hittuð þjer hann fyrst?“ „Við Omelnik, á hægri bakka Dnjeper. Hann hefur víst ætlað sjer til Sitsch.“ „Hann hefur ætlað sjer fram hjá Kudak. Nú skil jeg. Voru þeir marg- ir saman?“ „Nálægt fjörutíu. En fjelagar hans hittu hann heldur seint. Hann á það okkur að jaakka að menn borgarstjór- ans gerðu ekki út af við hann.“ „Bíðið þjer við. Menn borgarstjór- ans? Það er einkennilegt.“ „Kmielnitski sagði svo sjálfur.“ „Hvernig gat borgarstjórinn vitað hvar hann var að finna, jregar hjer voru allir að brjóta heilan um hvað af honum hefði orði?“ „Það veit jeg ekki. Getur verið að það hafi verið ræningjar, en hann logið hinu upp til þess að gera enn meira úr rangsleitni borgarstjóra." „Það skil jeg ekki. Vitið þjer að hetmaðurinn hefur fyrirskipað að taka Kmielnitski höndum?“ Schannongs Monument-Atelier, HÍ! 0. Farimagsg. 42. Köbenhavn. --- Katalog gratis. — Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir að fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aðrir ættu því að koma þangað. —- Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Hús til sölu á góöum stað í bænum. Getur verið verslunarstaður. — Upplýsingar á Hverfisgötu 65 a. lil kaups od ólor í næstu fardögum fæst jörðin Bakki í Ölfusi. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar. Tuístudilur skilkall. SHARPLES er einasta skilvindan í heiminum, sem skilur jafn vel, hvort sem henni er snúið hart eða hægt og sem hefir tvístuddan skilkall. Smurð einu sinni í mánuði (smyr sig automatiskt). Sjerlega hæg að halda hreinni. Engar skálar í skilkallinum o. s. frv. Kaupið SHARPLES eingöngu, hún er fram- tíðar skilvindan, sterkust, einföldust og best. — Sendið pantanir yðar þeg- !?■ ar í stað og fáið frekari upplýsingar. Þveginn skilkallinn * *** * skálalausi. jóhann Ólafsson & Co. Sími 584. einkasalar. Lækjarg. 6. Ásg. Q. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. (ásetluuarferðir) 1917. Frá Kaupmannahöfn og Leith til Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar er núverandi taxti (án afsláttar) -þ 50% og til annara hafna á áætlun -þ 75%. Frá íslandi til Leith og Kaupmannahafnar núverandi taxti (án af- sláttar) -j- 100%. Fargjald milli landa á fyrsta farrými 100 kr., en báðar leiðir 170 kr. Fargjald milli landa á öðru farrými 65 kr., en báðar leiðir 115 kr. Fargjald og flutningsgjald milli hafna á íslandi er taxti -þ 50%. Reykjavík 3. janúar 1917. Til kaups og ábuðar. Nokkrar góðar bújarðir í Árnes og Rangárvallasýslum fást til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Upplýsingar gefa Pjetur Mag-misson, yfirdómslógmaður, Rvík eða Gestur Einarsson, Hæli. Ef jjjer þurfið að byggja rafstöð fyrir^ Kaupstað, Sveitaheimili, Versl- unarhús, Skólabyggingar eða Hreyfimyndahús, enn fremur til ljósa á Gufuskip eða Mótorbáta, þá leitið upplýsinga öllu því viðvíkjandi hjá mjer, áður en þjer festið kaup annarstaðar Jeg hef bein sambönd við Ameríku, þar sem vjelarnar eru smíðaðar, og enga milliliði milli mín og verksmiðjanna. Skrifið í tíma, áður en alt farrúm að vestan í vor gengur upp. Öllum fyrirspurnum svarað tafarlaust. S. Kjartansson. Pósthólf 383. Reykjavík. ■ KRONE IjAfiERÖL er best. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.