Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.02.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.02.1917, Blaðsíða 2
3° lögrjetta LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, xiinst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. geta orSið svo sterkt, að það knýji hana fram. Það hefur komið fyrir með öðr- um þjóðum, að einstakir menn hafa reynt um hríð, í eigingirnis og hags- muna skyni að traðka þjóðarviljan- um, hafa virt lög og landsrjett að vettugi, ef til vill með fram i skjóli aðgerðalausrar lögreglu, ef til vill ekki — svo lengi að þjóðinni þótti örvænt að lagaverðirnir skökkuðu leikinn. Þá hefur það komið fyrir, að þjóðin hefur sjálf tekið í taumana, og sett sig yfir lögin, ef svo má að orði komast. Það er hugsanlegur möguleiki, e f einstakir menn vilja leika þann leik hjer á landi, vilja ekki beygja sig undir landslög og rjett, en halda á- fram að raka saman fje á slíkan hátt, og e f lögreglunni tekst ekki, af hverjum ástæðum sem það er, að hindra þá svívirðingu — það er hugs- anlegur möguleiki segi jeg, út frá því sem jeg veit að gerst hefur í öðrum löndum, að friðsamir og löghlýðnir borgarar, sem vilja ekki una því að búa í landi, þar sem lögin eru að vett- ugi virt, og sem vilja ekki líða ó- svífnum einstaklingum að græða fje á óheiðarlegan hátt, þjóðfjelaginu til smánar og skaða, að þeir taki beint í sinar hendur að framfylgja lögun- um. Að þjóðin, fulltrúar hins lög- hlýðna hluta hennar, góðir og grand- varir borgarar, taki hús á mönnum þessum, með fullri stillingu, helli nið- ur og hóti þeim aðgerðum áfram láti launsalarnir ekki af þessari svívirði- legu verslun og lagabrotum. Niðurlag. Það, sem nú var sagt síðast, er ekki nema möguleiki, sem vonandi er að ekki komi til og sem vitanlega á ekki að þurfa að koma til. Komi til þess, er það eingöngu af þeirri á- stæðu, að lagaverðirnir geta ekki at einhverjum ástæðum framfylgt lög- unum svo að fult gagn sje að. Og þá væri á slik örþrifaráð að líta sem hjálp, sem hinir löghlýðnu borgarar veittu yfirvöldunum, og sem meðal af þeirra manna hálfu, sem ekki þola svívirðinguna, til þess að vekja sof- andi samvisku fjöldans. En til þess á ekki að þurfa að koma. Og það er ekki að ástæðulausu að bannvinir og lagavinir eru ekki vonlausir um framtíðina í þessu efni. Er það fyrst og fremst sú trú að almenningsálitið sje að vakna og mönnum sje virkilega farið að of- bjóða aðfarirnar. Og því næst gera menn sjer vonir um öruggar ráðstafanir af hálfu stjórnar og lögreglu, ekki síður nú en áður, þar sem nú er forsætisráðherra eindeginn bannvinur og stjórnin í heild sinni talin hlynt röggsamlegri gæslu bannlaganna. Og í lögreglustj.- stöðu í Rvík situr nú sá maður, sem eins og fyrirrennari hans er sömu- leiðis kunnur bannvinur. Enda hefur hann i þingræðu sagt þessi orð: „Bannlögin eiga að lifa í þessu landi, ekki brotin, heldur óbrotin, og þá mun þeim fylgja gifta, sem verður máttugri en tískan, sem skipar nú of hátt sæti“ (Alþ.t. B. III., 966—67). Og þá er hjer með alvarlega skorað á lögreglu og stjórn að losa okkur undan fargi lögbrotanna. Og samúð allra þeirra, sem í sannleika eru og vilja vera löghlýðnir borgarar, fylgir sjerhverri slíkri eindreginniog drengi- legri viðleitni. En kröfurnar verða því háværari sem lengra líður, að gerðar sjeu á- kveðnar ráðstafanir,semárangur bera, af því ástandið er orðið verra en það hefur nokkru sinni verið. Og menn bíða óþreyjufullir eftir því að lög- reglan sýni að henni er ekki ófyrir- synju fengið í hendur sverð rjettvís- innar. Tryggvi Þórhallsson. r Islandsvinafjelagið danska eða „dansk-íslenska f jelagið" (Dansk- islansk Samfund), eins og það heitir rjettu nafni, dafnar vel og skifta nú meðlimir þess hundruðum í Dan- mörku, enda liggja þeir síst á liði sínu höfuðforkólfar þess fyrirtækis, Arne Möller prestur og Áge Meyer-Bene- diktsen rithöfundur, sem, eins og kunnugt er, báðir eru af íslensku bergi brotnir í móðurætt, hinn fyr- í- S. í. í. s. í. JLdalfimcliii" íþróttasambands íslands verður haldinn Siinnudaginn 22. apríl n. k. Staður og stund nánar auglýst síðar. Sendið ársskýrslur í tæka tíð. Stj órnin. FéðursílÆ í olíufötum kom nú með e.s. Ceres. Lysth&fendur snúi sjer til E. F. Xieví, Reykjavík. „PRAM'S vikublað, gefið út á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 15 tölublöð kosta 1 kr., sem borgist fyrirfram. Allir, sem á sumrin reka atvinnu á Siglufirði, ættu að kaupa blaðið. Útsölumaður í Reykjavík: Guðm. Davíðsson, Bókabúðinni. nefndi af Drumboddsstaðaættinni (dóttursonur Jóns umboðsmanns á Ármóti), en hinn síðarnefndi af Stafafellsættinni (dóttursonur hins þjóðkunna fræðimanns Boga Bene- diktssonar á Stafafelli). Bæði i ræðu og riti hafa þeir mörg undanfarin ár ótrauðlega starfað að því að kynna Dönum Island og íslendinga vorra tíma; mætti þar nefna ágæta og ýt- arlega ritgerð Á. M.-Benedictsens um það efni, er fyrir skemstu birtist í hinu ágæta málgagni danskra lýð- háskólamanna („Höjskolebladet") og fyrirtaks erindi, er Arne Möller flutti grundvallarlagadaginn í fyrra á Rys- linge-lýðháskóla, „Island og Dan- mark“, og prentað er í sjerst. ársriti, er nefnist „Ryslingebogen 1916“. Vona jeg við tækifæri að geta skýrt nánar frá efni þessa erindis hjer í blaðinu, svo að menn geti sjeð í hvaða anda þessir Islandsvinir starfa og hvað fyrir þeim vakir og fjelagi því, sem þeir hafa stofnað. Fjelag þetta heldur öðru hvoru fundi til fróðleiks, skemtunar og gagnkvæmrar kynningar í „Grundt- vigshus" í Kaupmannahöfn. Hafa þrír slíkir fundir verið haldnir á þessum vetri, fyrirlestrar fluttir um ísland og Islendinga, ljósmyndir sýndar, sögur lesnar upp eftir íslensk sagnaskáld og islensk sönglög við ís- lenska texta sungin. Hafa fundirnir verið vel sóttir og menn skemt sjer hið besta. Hinn 4. f. m. hjelt fjelagið fyrsta aðalfund sinn. Var þar skýrt frá framkvæmdum fjelagsins á liðnu ári og hvað í áformi væri á nýbyrjuðu ári. Eitt helsta nýmælið, sem þar var skýrt frá og þegar er komið í fram- kvæmd, er upplýsinga- og leiðbein- ingaskrifstofan, sem sagt var frá í síðasta tbl. Er hún hið þarfasta fyr- irtæki og ætti að geta orðið til mestu nytsemdar þeim Islendingum, körlum og konum, sem öllu ókunnugir koma til Kaupmannahafnar, hvort heldur er til að leita sjer atvinnu eða afla sjer mentunar. Spáir það ekki síst góðu um framtíð og þrif þessa fyrirtækis, hve heppilega hefur tekist til, er for- staða skrifstofu þessarar lenti í hönd- um jafnágætrar, þjóðrækinnar og mentaðrar konu og frú B j ö r g B 1 ö n d a 1 er að dómi allra, sem hana þekkja. Verður ekki nógsamlega brýnt fyrir íslendingum, sem öllu ó- kunnugir koma til Hafnar, að færa sjer þetta í nyt og þá ekki síður hitt, að þeir, sem hafa í hyggju að fara utan, eða aðstandendur þeirra, settu sig í samband við skrifstofu íslands- vinafjelagsins áður en þeir leggja á stað, heldur en að halda beint út í óvissuna, eigandi hvergi athvarf, er utan er komið. I sambandi við skrif- stofuna er áformað að koma á fót ís- lensku bókasafni til afnota fjelags- mönnum og öðrum, sem leika kynni hugur á að ná í íslenskar bækur og tímarit. Komið hefur til orða einhvern tima á næstunni að gefa út 10—15 arka rit um ísland á vorum tímum, svo og eins konar sýnisbók (antologi) ís- lenskra nútímabókmenta — í dönsk- um þýðingum. Loks mun fjelagið hafa í hyggju, ef kringumstæður leyfa, nú á þessu ári að fá einhvern mentaðan íslending hjeðan að heim- an til þess að flytja fyrirlestra um íslensk efni á dönskum lýðháskólum og víðar. Á fjárlögum Dana er nú meðal annars áætlaður 5000 króna styrkur árlega í 5 ár tilíslandsvinafje- lagsins danska. Verður í fæstum orðum ekki ann- að sagt, en að fjelag þetta fari vel og myndarlega á stað og er fylsta ástæða tii að vona og óska, að framhaldið verði ekki lakara en byrjunin. J. H. Veiting biskupsembættisins. Biskupsembættið er laust. Um langan aldur hefur veiting þessa embættis farið fyrir ofan garð prestastjettarinnar á Islandi. Sú var þó tíðin, að prestastjettin íslenska rjeði mestu um, hverjir færu með þetta veglegasta embætti íslensku kirkjunnar, er klerkarnir kusu bisk- upa sína. En sá kosningarrjettur prestanna varð erlenda valdinu að bráð eins og svo margt annað gamalt og gott í stjórnarfari voru verslegu sem and- legu. Síðan hefur veg þessa embættis far- ið síhnignandi og má heita, að það sje ekki nema svipur hjá sjón við það sem áður var; biskupinn nú orðið lít- ið annað en undirtylla í stjórnarráð- inu. Enn hefur hann þó með höndum eina grein hins forna biskupsvalds cg hana allþýðingarmikla. Samkvæmt erindisbrjefi biskupanna og góðu og gömlu lögmáli kirkjunn- ar á hann að hafa eftirlit með því, að presturinn kenni guðs orð hreint og ómengað eða rjetta og hreina lær- dóma kirkjunnar og sjálfur á hann auðvitað að ganga þar á undan með góðu eftirdæmi. Þegar í þessu sambandi er talað um rjetta og hreina lærdóma kirkj- unnar, er auðvitað átt við það, að kenningar prestanna um höfuðatriði kristindómsins sjeu samkvæmar kenn- ingum evangelisk-lútersku kirkjunnar eins og þær eru settar fram í játn- ingarritum hennar, sem bygð eru á heilagri ritningu og sem enn í dag eru hinn lagalegi grundvöllur hennar sem trúrækilegrar stofnunar. Samkvæmt stjórnarskránni er hin evangeiisk-lúterska kirkja þjóðkirkja íslands og á hið opinbera, löggjöf og stjórn landsins, að því leyti að vernda hana og styðja. Kirkjan á því heimt- ing á því að njóta þessa stuðnings og verndar ríkisins bæði í veraldlegum og andlegum málum. Meðan þessu lögmáli er ekki breytt, er það bein lagaskylda löggjafar og landstjórnar að gæta þess að því sje 1 ekki traðkað, og þjónar kirkjunnar flytji ekki aðrar kenningar um höfuð- atriði kristindómsins en þær, sem samkvæmar eru heilagri ritningu eins og hún er skilin 0g skýrð í hinum lög- giltu játningarritum þjóðkirkjunnar. Að lögum myndi það ekki orka tví- mælis, að sá maður gæti ekki tekið við eða haft á hendi prests og prje- dikunarembætti í þjóðkirkjunni, sem t. d. neitaði opinberlega þrenningar- lærdómnum, guðdómi Krists, frið- þægingu hans fyrir syndir mannanna og líkamlegri upprisu hans frá dauð- um, eins og þessi hugtök eru skilin og skýrð af kirkjunni, samkvæmt heil- agri ritningu, og síst mundi það þykja sæma biskupi þjóðkirkjunnar. Alt til síðustu ára hefur skipun biskupsembættisins ekki verið bundin neinum vandkvæðum að þessu leyti. Kenningar kirkjuunnar um höfuðat- riði kristindómsins hafa alt frá siða- bótartímunum ekki sætt opinberum andmælum af hálfu prestastjettarinn- ar, enda enginn ver'ulegur ágreining- ur um trúmálin meðal lærðra eða leikra hjer á landi. En nú horfir þessu töluvert öðru vísi við. Nú upp á síðkastið hefur verið haf- inn allsnarpur andróður gegn kenn- ingum þjóðkirkjunnar og það einkum af æðstu lærifeðrum hennar við há- skólann. Þessi nýja trúmálastefna telur sig i engu bundna við játningarrit kirkj- unnar, heldur að eins við skilning sinn og skoðanir á heilagri ritningu i það og það skiftið, skilning sem í einstök- um atriðum er þó ærið sundurleitur, svo að einn kennir þetta og annar hitt um sömu höfuðatriðin, alt eftir því hverjum tökum biblían nær á sann- færing þeirra og samvisku í þann og þann svipinn. Forvígismenn þessarar nýju trú- málastefnu telja sig samt sem áður eiga óskorað heimilisfang i þjóðkirkj- unni með öllum þeim hlunnindum og fríðendum, sem ríkið veitir henni, þótt þeir samkvæmt trúmálaskoðunum sin- um rífi og tæti sundur kenningar hennar um höfuðatriði kristindóms- ins. Að svo stöddu- verður ekkert með vissu um það sagt, hve mikið fylgi þessi stefna hefur meðal prestastjett- arinnar og safnaðanna. Sennilega er það enn ekki mjög alment. En hitt er víst, að þessi stefna stendur á algerlega öndverðum meið við þjóðkirkjuna og getur því að lög- um ekki átt heimting á þeim stuðningi og vernd, sem ríkið á að veita henni. Verði þetta fráhvarf frá kenning- um þjóðkirkjunnar alment meðal presta og safnaða, þá er sá kostur einn og sæmilegur fyrir hendi, að ríkið sleppi öllum afskiftum sínum, vernd og stuðningi af kirkjunni sem þjóð- kirkju og láti hana sigla sinn eigin sjó. En meðan sambandinu milli ríkis og kirkju er skipað eins og nú, þá er það bein lagaskylda ríkisins að hlýða þeim lögum, sem þar um gilda. Þótt ekkert sje út í það farið, hvor stefnan, hin nýja eða hin gamla, hafi rjettara fyrir sjer í deilumálunum þá getur það naumast komið til nokk- urra mála, að ríkið styðji þær jöfn- um höndum, bæði þá sem saman safna með þjóðkirkjunni og hina sem sund- urskilja. Úr þeirri skoðun verður hinn rnesti ójöfnuður gagnvart þjóðkirkj- unni, sem á heimting á óskiftu fylgi ríkisins, og ójöfnuður gagnvart hin- um einstöku meðlimum kirkjunnar. Eins og það er sjálfsagt og rjett- látt að hver maður megi þjóna guði sínum á þann hátt sem best á við trúarsannfæring hans, eins er það í mesta máta ranglátt að skylda hann til að styrkja þann trúrækilegan fje- lagsskap með fjárframlögum, sem honum er þvert um geð sökum trúar- sannfæringar hans. Það kemur óneit- anlega nokkuð mikið í bága við á- kvæði stjórnarskrárinnar um vernd og stuðning ríkisins við þjóðkirkjuna, ef biskupsembættið er veitt manni, sem vitanlega er andvígur kenningum hennar um höfuðatriði kristindóms- ins, og hart er það vissulega fyrir presta gömlu stefnunnar, sem sam- kvæmt sannfæring sinni og embættis- skyldu flytja kenningar hennar, að verða að sætta sig við slíkan yfir- mann. Naumast getur verið mikil von um æskilega samvinnu guðs ríki til uppbyggingar milli hans og presta- stjettarinnar. Hann fer sína leið í trú- málunum með ef til vill suma prest- ana í eftirdragi, hinir prestarnir sína og svo koma söfnuðurnir á þriðja leitinu í fleiri eða færri brotum, ein- tóm sundrung, eintómur glundroði, en alt undir nafni hinnar „rúmgóðu þjóðkirkju“ og með jöfnu tilkalli um stuðning og vernd ríkisins með öllum þeim hlunnindum og fírðendum, sem þjóðkirkjunni eru áskilin í stjórnar- skránni. Mjer kemur ekki til hugar að á- fellast menn nýju stefnunnar fyrir það, þótt þeir berjist í ræðu og riti | fyrir trúmálaskoðunum sínum, jeg virði þá milclu fremur fyrir það, eins og hina, sem gera það þjóðkirkjunnar megin, en það segir sig sjálft að slíkar deilur á vettvangi þ j ó ð kirkjunnar geta orðið til alls annars en að auka virðingu hennar, þar sem þeir, er eiga að vera samverkamenn og þjón- ar þjóðkirkjunnar rífa það einn nið- ur, sem annar byggir í sama lögskip- aða kirkjufjelaginu. Á slíkum fjelags- skap hljóta orð frelsarans að rætast fyr eða síðar: „Hvert það ríki, sem er sjálfu sjer sundurþykt, legst í auðn og hús fellur á hús.“ Auðvitað má segja, að ekki sje girt fyrir trúmáladeilur í þjóðkirkjunni, þótt biskupinn standi hennar megin, en við því verður ekki gert af land- stjórninni, en hún getur þvegið hend- ur sínar, ef hún að sínu leyti gætir í öllu rjettar kirkjunnar til verndar ríkisins og stuðnings samkvæmt fyr- irmælum stjórnarskrárinnar hvort að er í embættaveitingum eða öðrum af- skiftum hennar af þjóðkirkjunni með- an hún er í sambandi við ríkið. Á alt þetta verður veitingarvaldið að líta við veiting biskupsembættisins eins og nú er ástatt innan þjóðkirkj- unnar. Báðar stefnurnar bíða þess með eftirvænting hvernig biskupsembættið verður skipað að þessu sinni. Veitingarvaldið á óneitanlega hjer úr töluverðum vanda að ráða. Annars vegar er bein lagaskylda þess, að veita embættið þeim manni, sem það hefur fulla vissu um að fylgi góðu og gömlu lögmáli kirkjunnar, sje ákveðinn með eldri stefnunni; hins vegar verður það líka að líta á þá sundrung, sem nú er orðin innan þjóð- kirkjunnar út af trúmálunum, sem einnig er alvarlegt athugunarefni. Tvær leiðir eru fyrir höndum í þessu vandamáli. Önnur sú, að1 leita atkvæða prestastjettarinnar um skip- un embættisins. Að vísu er hún ekki lögskipuð, en enginn gæti með rjettu áfelt stjórnina fyrir þá ráðbreytni, og það þvi síður sem alþingi hefur rjett nýlega lögleitt það, að prestar kjósi vígslubiskupana og fyrir nokkr- um árum algert kjörfrelsi safnaðanna á prestum sínum. Ekkert líklegra en alþingi samþykki með orðinu, að prestar kjósi biskupa sína. Ef prestastjettin lætur sig þetta mál nokkru skifta ætti ekki að standa á henni, hún ætti meira að segja að fara þess á leit við veitingarvaldið, að hún fengi að láta í ljósi vilja sinn með almennri kosningu. Eitt mælir mjög mikið með því, að þessi að- ferð verði viðhöfð að þessu sinni. Þá fást hreinar línur milli trúmálastefn- anna, sem nú eru uppi, vissa fyrir því, hvor flokkurinn er fjölmennari meðal prestastjettarinnar. Af þeirri vissu væri mikið að græða fyrir lög- gjafarvaldið í afskiftum þess af mál- inu framvegis. Jeg verð að líta svo á, að stjórnin gerði báðum stefnunum þægt verk ef hún tæki þennan kost, helst ótilkvödd. Allir, sem bera hag kirkjunnar fyrir brjósti sjer, munu kunna henni þökk fyrir það. En þyki nú veitingarvaldinu samt sem áður þessi aðferð svo athuga- verð, að það ekki vilji hafa hana, þá er önnur leið og hún er sú, að fresta veiting embættisins til næsta alþingis 0g láta alþingi skera úr hvað því þætti tiltækilegast. Það er varla efa- mál, að þingið myndi samþykkja lög um biskupskosningu af hendi prest- anna. Til þess tíma gæti og fengist frekari vitneskja en nú er um afstöðu þjóðarinnar til þessa máls og gæti enginn lastað það. Eins og nú er ástatt, er hjer um all-alvarlegt mál að ræða, en að svo stöddu er engin ástæða til að væna hina nýju stjórn vora þess, að hún rasi fyrir ráð fram í þessu máli. Vigur 28. janúar 1917- Sigurðttr Stefánsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.