Lögrétta - 14.02.1917, Blaðsíða 3
LOURjETTA
3i
Innilegt þaklilœti
fyrir þá velvilá, sem mjer hefur
verið sýnd á fimtugs.afmœli
mínu í dag, bœði með kveðju-
skeytum og afmœlisgjöfum.
ÞÓR. B. ÞGRLÁKSSON.
Til Þór. B. Þorlákssonar
14. febr. 1917.
Þjer skal þakkir gjalda.
Þú hefur, góöi, fundiö
þaö sem aldir alda
allar hafa bundiö.
Óháö öllum þingum,
öllum tískumyndum,
öllum umbreytingum,
eru ljós á tindum.
Rímuö ljóö í litum
lista-snillings handa
bregöa upp blossa-vitum,
birta líf og anda.
Dirfö í snjöllum dráttum
dýra skýring veitir,
þaö í öllum áttum
útsýn hugans breytir.
Njóttu heilla handa
heiður og prýöi aö vinna!
Fyrir æföan anda
enn er nóg að finna.
Vinn þjer hærri vegi,
varpa upp fegri myndum.
Þaö, sem eldist eigi,
eru ljós á tindum.
G. M.
Striðið.
Síðustu frjettir.
Eftir seinustu frjettum að dæma
• viröist ekki ætla aö veröa úr ófriöi
milli Bandaríkjanna og Þýskalands.
Eitthvaö hefur verið skotið niður af
skipum Bandaríkjanna viö England,
en fregnskeytin segja, aö Þjóöverjar
hafi sent Bandaríkjastjórn tilboö um,
aö reynt verði að koma á samningum,
svo að ekki þurfi ófriöur úr að verða.
Allmikiö viröist vera um það, aö skip-
um sje sökt af þýskum kafbátum, en
allar fregnir um ákveðinn fjölda
þeirra munu enn sem komið er vera
óábyggilegar.- Milli Noröurlanda og
Englands er enn lítið um skipaferðir,
en síðustu skeytafregnir segja aö von
sje um að skipaferðir hefjist aftur
milli Norðurlanda og Ameríku.
Wilson forseti sendi hlutlausum
ríkjum úti um allan heim áskorun um,
aö þau færu að dæmi Bandarikjanna
og segðu slitið stjórnmálasambandi
við Þjóðverja út af yfirlýsingu þeirra
um að þeir mundu skjóta niður hvert
skip, sem í flutningum væri til Eng-
lands. En ríkin hjer í álfu neituðu að
veröa viö þeirri áskorun. Aftur á móti
segja fregnskeytin aö Kína og ríkin
í Suður-Ameríku hafi látið að óskum
Wilsons. Um tíma virtist svo sem ein-
hverjar viðsjár væru milli Hollands
og Þýskalands og var sagt að Þjóð-
verjar drægju saman her þar við
landamærin. En frekari fregnir hafa
ekki um það komið.
í Khöfn er ástandið erfitt. Fjöldi
skipa liggur þar fermdur og feröbú-
inn, en þau eru kyrsett vegna ófriðar-
ástandsins. Kauphöllin er nú samt
opnuð aftur, segja seinustu frjettir.
En leikhúsum og skemtistööum er
lokað í Khöfn kl. 10, veitingahúsum
kl. 11 og buðum kl. 6. í Noregi er sagt
að skólum sje lokað. Bæði Danmörk
og Noregur eru í kolavand
undir eins og viðskifti hefta
England. En Norðmenn hafa
Þma ekki fengið kol í Englanc
flutningabannið kæmi ekki til
Enska stjórnin bannaði sölu
eins og áöur hefur verið saj
vegna þess að hún taldi Noi
hafa brotið samninga við s
vörusolu til Þýskalands, og c
greitt ur þeim ágreiningi ei
heima fynr 1 Noregi hefur þett
ið stjórmnm ýnisum vandræðu
„Vísir“ segir þá fregn í dag
skeyti, aö Bandaríkin hafi
samningum við Þjóðverja, ner
ur væri kölluð ráðstöfun þeii
ótakmarkaðan kafbátahernað
segir og, að síðustu dagana kveði
minna en áöur aö kafbátahernaðinum.
Frá vígstöðvunum eru engar mark-
verðar frjettir sagðar.
Nýr landspítalasjóður.
Um aldir hafa íslendingar staðið
að baki öörum þjóðum í þvi að stofna
sjóði til þarflegra fyrirtækja eða í
guðsþakka skyni. Víst má segja, að
meðferð sumra eldri sjóða, sem til
eru, hafi ekki verið mjög örfandi fyr-
ir aðra til að verja fje sínu til sjóð-
stofnana, svo illa hefur sjóðanna ver-
io gætt, sumra hverra. Á seinni árum
er eins og sje að móta fyrir nýrri öld
í þessu, og ber þar mest á nafni Geirs
Zoega kaupmanns og konu hans frú
Helgu Jónsdóttur og Kristjáns Jóns-
sonar, læknis, og annara erfingja
hans.
Þegar Vífilsstaðahælið var bygt,
gáfu þau Zoega-hjónin 5600 kr. til
útbúnaðar 10 herbergja í húsinu.
Um sömu mundir, eöa nokkru síöar,
stofnuðu þau, ásamt öðrum erfingjum
Kristjáns sál. Jónssonar, Minningar-
sjóð Kristjáns Jónssonar með 10000
kr. stofnfje. Og nú fyrir fáum dögum
hefur gamli maðurinn (Geir Zoega),
enn komið færandi hendi, með 5555
kr. gjöf til sjóðstofnunar, 'og á að
verja fjenu til styrktar sjúklingum á
landspítalanum ófædda. Þetta fje er
kallað Gjöf frá vinum Kristjáns sál.
Jónssonar í Vesturheimi, og má því
ukö sanr.i s 'gja að nafni h ns e- vel
haldið á lofti bæöi hjer og vestra.
Kunnugir segja mjer að eitthvaö hafi
Geir Zoega verið riðinn við stofnun
þessa nýja sjóðs, fyrir tilhlutun hans
og milligöngu sje hann til orðinn og
hafi lent á þessum staö.
F y r s t a landspítalasjóðinn stofn-
aði Geir Zoega og frú Helga
Zoega með 2000 króna framlagi,
sem mig minnir að áöur hafi
verið getið um í einhverju blaði. Sá
sjóður er ætlaður til aö styrkja sjúk-
linga til spítalalegu, sem þurfa meiri
háttar skurðlækningu. Jeg veit ekki
hvort aðrir hafa tekið eftir því að frá
áðurnefndu skylduliði Geir kaup-
manns Zoega og erfingjum Kristjáns
sál. Jónssonar (og vinum) eru á þess-
um árum lagðar fram yfir 23 þús.
krónur til spítala hjer á landi; mjer
þykir þaö eftirtektarvert.
A t h u g a 11.
Frjettir.
Fimtugsafmæli á í dag Þór. B. Þor-
láksson málari. Til minningar um það
var honum færður að gjöf frá nokkr-
' um vinum hans silfurbikar með áletr-
un og í honum 1150 kr. í gulli. Bik-
arinn afhentu þeir honum Ól. Björns-
son ritstjóri, Ásgr. Jónsson málari,
Bernhöft tannlæknir, Jóh. Nordal ís-
hússtjóri og Þorst. Gíslason ritstj., og
flutti Ól. Bj. honum jafnframt kveðju
i nafni gefendanna. — Fjölda heilla-
óskaskeyta hafði Þ. B. Þ. einnig feng-
ið, er Lögr. leit inn til hans í dag, þar
á meðal kvæðið frá Guðm. Magnús-
syni, sem prentað er á öðrum stað
í blaðinu.
ófriðarráðstafanir. Landsstjórnin
hefur gert ýmsar ráðstafanir hjer
heima fyrir til þess að tryggja land-
ið gegn vandræðum þeim, sem stafa
af samgönguhindrununum. „Bisp“ er
stöðugt í flutningaferðum milli New
York og Rvikur, hefur þegar nýlega
flutt hingað einn farm af vörum að
vestan og er nú á leiðinni með ann-
an, kornvörur, kaffi og sykur. í næstu
ferð er ráðgert að hann taki steinolíu-
farm, sem stjórnin hefur keypt vestra.
Þá á og landstjórnin von á vörum að
vestan með Kveldúlfsskipunum tveim-
ur, sem frá er sagt á öðrum stað í
blaðinu. Mest af þessum landsjóðs-
vörum er nú hjer í Rvík, en þó nokk-
uð geymt á Norðurlandi og á Aust-
fjörðum. Um 4000 smál. af kolum á
landsstjórnin fyrirliggjandi, ætlaðar
millilandaskipunum. Af ntaís hefur
hún pantað mikið til þess að hafa til
taks, ef fóðurskortur skyldi verða, og
gerir nú einnig ráð fyrir, að nota
mætti hann til brauðgeröar, ef á þyrfti
að halda. Hún hefur nú að undan-
förnu verið að safna skýrslum um
vörubirgðir úti um land og áskorun
hefur hún sent til búnaðarfjelaganna
um að vinna sem mest að aukinni
matjurtarækt í landinu.
Tíð og aflabrögð. Tíðin er nú hin
besta um alt land og aflabrögð góð
hjer sunnanlands og eins vestan-
lands.
Kaupgjald trjesmiða hjer í bænum
er ákveðið frá 15. þ. m. 80 au. um
kl.t. við húsasmíði og útivinnu, en 70
au. fyrir fasta vinnu á vinnustofum.
Stephan G. Stephansson skáld kem-
ur heim hingað í vor, þiggur boðið
hjeðan, sem áður hefur verið frá sagt.
— Samskotin til þess að kosta ferð
hans ganga mjög vel.
Hagstofan. Georg Ólafsson kand.
polit. hefur sagt upp stöðu sinni þar.
Hjónaband. Nýgift eru hjer i bæn-
um Herluf Clausen kaupm. og frk.
Lára Siggeirsdóttir kaupm. Torfason-
ar.
Illugastaðakolin. Hjer í blaðinu
hefur áður verið sagt frá ferð þriggja
Akureyringa í haust, sem leið, til þess
að íhuga mókolalög í Illugastaðafjalli
i Fnjóskadal. Einn þeirra, Jakob H.
Líndal, hefur lýst kolunum í „ísl.“ 8.
des. og eru teknir hjer kaflar úr þeirri
grein:
„Kolalag þetta kemur í ljós í gili
ofan vert i svo nefndum Illugastaða-
hnjúk. Liggur lagið því nær lárjett
inn í fjalliö. Er það þykkast næst
botni gilsins, um 22 þuml., en þynn-
ist svo eftir því sem nær dregur
barminum, uns það hverfur með öllu,
er eftir eru ca. 50 faðmar út úr gilinu.
Undirlag kolanna eru gráleitar
sand- og leirmyndanir margar áln.
að þykt, en yfir laginu er fyrst um
al. þykkur dökkleitur sandsteinn,
(steinbrandur) tekur þá við móberg
nokkrar álnir og svo stuðlabergsbelti
mikið og fagurt.
Aðalefni kolalagsins er tvens kon-
ar: Trjástofnaleifar (surtarbrandur)
mismunandi að stærð. Stærsti stofn-
inn er vlð hittum var rúm Jú alin
að breidd. En milli stofnanna er
mókolamyndun, sem brotnar
upp í flísum, er höggvið er til. Lítur
þetta út fyrir að vera ummyndaður
svörður, breyttur orðinn undan fargi
fjallsins og þúsunda ára aldri. Auk
þessa eru í kolalagið leirrákir hjer og
þar, eru flestar mjög þunnar en geta
sumstaðar orðið Jú þuml. að þykt.
Sjeu þessi lög dregin frá allri þykt
kolanna mun tæpast meira eftir en
18—20 þuml. hrein kol. En lega lags-
ins gefur bendingu um, að það muni
þykna, er lengra kemur inn í fjallið,
en verulega mun það því að eins
niuna, að alllangt sje grafið.
Sökum tímaskorts varð ekki graf-
ið nema tæpar 2 al. inn í kolalagið,
en glögg merki sáust þó þess, hve kol-
ir. voru samfeldari og harðari inst en
utan til. Má af því marka að þau muni
batna er lengra dregur inn. Eðlis-
þyngd kolanna reyndist mjer um 1,5.
Ætti þá að þurfa að grafa um 1,2—1,4
fermetra að flatarmáli kolalagsins til
þess að ná í kolatonnið, en gera
mætti ráð fyrir nokkru meiru vegna
þess, sem óhjákvæmilega mundi
ganga úr við grÖftinn. Aðstaðan við
gröftinn virðist góð. Auðunnin jarð-
myndun til beggja hliða við lagið, svo
sennilega mætti vinna alt með hand-
verkfærum.
Kolalagið liggur uppundir fjalls-
brún, er allbratt ofan í Fnjóskadal,
en þó ekki verra en svo, að við
fórum með klyfjahest alla leið. Mundi
akfæri þar ofan á fönn. Afstaðan
því ekki ókleif Fnjóskdælum. Fyrir
Akureyringa er þá Vaðlaheiði eftir.
En aðra leið telja margir líklegri.
Væri þá farið með kolin upp á brún-
ina upp undan námunni; er það bratt
að vísu en ekki langt, og svo yfir
fjallið, ofan í Garðsárdal utanverð-
an. Er það langbeinasta og stysta leið-
in. En hversu tiltækileg hún er, verður
ekki sagt með vissu fyr en snjóa legg-
ur og nánari athugun er gerð ....
Jeg hef borið kolin saman við
vanaleg steinkol og góðan svörð (úr
Kjarnagröfum). Hef jeg notað til þess
lítinn ofn, sem einnig er ætlaður til
eldunar ....
Samkvæmt þessari reynslu virðist
þá hitamagn Illugastaða-mókolanna
vera um 70 pct. af hitamagni stein-
kola og rúml. helmingi meira en í góð-
um sverði.
Jeg hafði í eitt skifti Tjörneskolin
einnig til samanburðar. Get jeg ekki
gert mun á þeim og Illugastaðakolun-
um, enda mjög líka að útliti ....
Góð mókol eru talin nálgast ljeleg
steinkol að hitagildi, en 1 kgr. af
steinkolum er metið að geta framleitt
8000 hitaeiningar en 1 kgr. mókol
5700 hitaeiningar. Mókolamyndanir
fínnast á ýmsum stöðum erlendis; í
Englandi, Danmörku, Svíþjóð, en
einna mestar ÍÞýskalandi.Þar eru þau
brotin í stórum stíl og notuð einkum
til iðnaðar og í járnbrautum. Um
1900 taldist svo til, að ca. 9% af allri
kolaframleiðslu i Evrópu væri mókol.
Það er því langt frá, að vera nokkuð
sjerkennilegt fyrir ísland ,þótt tekið
væri að brjóta hjer mókol til elds-
neytis. Hver menningar-þjóð með
jafnmiklum mókolalögum og ísland
eflaust á, mundi telja sjer skylt að
rannsaka þau til hlýtar, brjóta þau
síðan og nota þau á sem hagfeldastan
hátt.
Rausnargjöf. Tr. Gunnarsson fyrv.
bankastjóri hefur nýlega gefið
Sjúkrasamlags Rvíkur 300 kr. og
Landspítalasjóðnum 325 kr.
Háskólinn. Guðfræðiprófi luku þar
i dag: Eiríkur Albertsson með I. eink
123JÚ st., Halldór Gunnlaugsson með
l. eink. 106yí st., Jakob Einarsson
með II. betri eink. 95^ st., Ragnar
F. Kvaran með I. eink. 123 Jú st., Sig-
urgeir Sigurðsson með II. betri eink.
92 st., Sigurjón Jónsson með II. betri
eink. 72RÍ st.
Verkefni í skriflega prófinu: í
Gamlatestamentisfræðum skýring á
kaflanum Amos. III, 1—11. I Nýja-
testamentisfræðum :Lýsing og saman-
burður á guðsríkiskenningu Jesú i
samstofna guðspjöllunum og kenning-
unni um eilífa lífið i 4. guðspjallinu.
í samstæðilegri guðfræði fyrirgefning
syndanna samkv.Nýjatestamentinu og
hinni kirkjulegu kenningu.
í kirkjusögu saga þýsku siðbótar-
innar á tímabilinu frá 1521 til 1530.
Prjedikunartextarnir voru: Mark.
7,24—27; Lúk. 5,41—42; Mark. 1,14
—15; Jóh. 14,1—3; Mark. 12,41—42;
Mark. 8,36—37.
Fyrri hluta læknaprófs hafa tekið
Árni Vilhjálmsson með ág. eink, 75
st., og Snorri Halldórsson með 1.
eink., 68 st.
Siglufjarðarbl. nýja, „Fram“, er nú
komið suður hingað, og fer vel á
stað. Auglýsing um það er á öðrum
stað hjer í blaðinu.
Grein sjera Sig. Stefánssonar lætur
Lögr. koma fram, enda þótt hún sje
orðin á eftir tímanum, þar sem bisk-
upsembættið er nú veitt, svo að stjórn-
in getur ekki tekið tillit til greinar-
innar að þessu sinni. Sú ósk frá prest-
um landsins, að fá að kjósa biskup, er
mjög eðlileg. En margur er þeirrar
trúar, að valið hefði lent á þeim
manni, sem nú hefur hlotið embættið,
þótt kosið hefði verið.
Skipaferðir. Ekki er enn greitt úr
því, hvað verða muni um skipaferðir
milli Khafnar og íslands. „Gullfoss“
og „ísland“ eru þar enn kyr. „Botn-
ía“ fór hjeðan í gær áleiðis til Aust-
fjarða og bíður á Seyðisfirði nánari
ráðstafana frá fjelagsstjórninni. Ekk-
ert er afgert enn milli stjórnarinnar
hjer og Sam.fjel. um ferðir skipa þess
hjeðan vestur um haf, en viðtal um
það mun halda áfram. „Flóra“ er á
ferð, nýk. frá Noregi, fyrir norð-
an land. — Skip hafa farið hjeðan
með fisk til Englands síðan hafn-
bann Þjóðverja hófst, og eins hefur
nýlega komið hingað frá Englandi
skipið „Expedit" til h.f. „Kol og salt“
og fer nú hjeðan til Norðurlands á
morgun. En þessi skip eru vátrygð i
Englandi og farmar þeirra. — „Bisp“
er væntanl. hingað frá Ameríku ein-
hvern af næstu dögum og sömul. skip
þeirra Nathan og Olsens, sem frá var
sagt í síðasta tbl., og er Hallgr. Bene-
diktsson kaupm. sameigandi þeirra að
skipinu. Einnig hefur landstjórnin
leigt 2 skip, sem h.f. Kveldúlfur hef-
ur keypt vestra, annað 400, hitt 500
smál. og eiga þau að koma hingað í
þessum mánuði með matvörur og syk-
ur.
Kaupgjald verkmanna hjer í bæn-
um er nú ákveðið með samningi milli
verkm.fjel. Dagsbrúnar og vinnuveit-
enda 60 aur. um tímann, 65 au. í
eftirvinnu frá kl. 6 til 9 að kvöldi og
1 kr. um tímann að nóttu og á sunnu-
dögum.
Mannalát. Nýlega er dáinn hjer í
bænum Þorsteinn S. Manberg, áður
skósmiður, síðar kaupmaður. — 4. þ.
m. andaðist Björn Olsen kaupm. á
Patreksfirði.
Dáinn er á Eyrarbakka 12. þ. m.
Ólafur Guðmundsson söðlasmiður. —
Nýlátinn er Jón hrcppstj. Jónsson frá
Ólafsvík, —• andaðist hjá fóstursyni
sínum sjera Sveini Guðmundssyni í
Árnesi.
Trúlofuð eru Ása Guðmundsdóttir,
yngri dóttir Guðm. Guðmundssonar
læknis í Stykkishólmi, og capt. New-
combe Wright lögfræðingur í Hudd-
ersfield í Englandi.
Biskupsembættið. 8. þ. m. var Jón
prófessor Helgason skipaður biskup.
Ráðgert er að Valdimar Briem vígslu-
biskup vígi hann á næstk. vori.
Lausn frá prestsskap hefur sjera
Kjartan Kjartansson á Stað í Grunna-
vík fengið sökum heilsubrests frá
næstu fardögum.
Laust prestakall. Snæfell í Öræfum
er augl. laust. Heimatekjur kr. 107.46.
Veitist frá næstu fardögum.
Fyrirspurnir þessar hafa verið
sendar Lögrjettu: „Er apotekaranum
heimilt að afhenda nokkur vínföng
úr apotekinu án þess að hafa í hönd-
um lyfseðil frá löggiltum lækni? Og
á hann ekki að sanna, hvernig alt það
vín er notað, sem hann fær fyrir
milligöngu umsjónarmanns áfengis-
kaupa?“
Báðum spurningunum svarast neit-
andi.
Svar til E. H. Kvaran.
í „Lögrjettu" 48. tbl. ritar Einar
Hj. Kvaran um ferð sína hjer norðan
lands, og gefur alllanga lýsingu á
umræðufundi, sem haldinn var um
„mótþróann gegn rannsókn dular-
fullra fyrirbrigða“. En ekki er sag-
an nema hálfsögð, þegar einn segir
frá. Þar sem jeg var annar málsað-
ilinn, þykir mjer óviðfeldið að fara
að dæma sljálfur um það, hvor hefur
borið sigur úr býtum i þeirri viður-
eign, — tel það smekkleysu hjá E.
Kv. að gera það. En að dæma eftir
því, hvernig áheyrendur tóku á móti
ræðunum okkar og eftir því sem
margir hlutlausir Akureyringar hafa
síðan látið í ljósi, hefur álit Einars
sem rökrjetts ræðumanns ekki vaxið
stórum við umræðurnar okkar.
Einar gefur afar-einhliða skýringu
í grein sinni um andmæli mín, að jeg
hafi sagt, að þeir framliðnu menn,
sem Matteusarguðspjall segir að hafi
birst mörgum í Jerúsalem eftur upp-
risu Krists, hafi verið „sálarlausir
likamir". Slikt hefur mjer aldrei
komið til hugar, og er það algerður
uppspuni hjá Einari. Hann sagði að
það væru „andar“, en jeg las versið
úr Matteusarguðspjalli sem sýnir, að
það hafi ekki verið „andar“, heldur
menn með holdi og blóði (Matt. 27,
52, ný þýðing). Margt annað í grein
hans er eftir þessu.
Andmæli mín gegn andatrúnni voru
aðallega bygð á bókum og ritum
nafnkendra „andatrúarmanna", sem
jeg vitnaði í. Jeg tilgreindi blaðsíðu-
tal o. s. frv. og las orðrjett úr þeim.
Alls las jeg upp átján kafla úr rit-
um A. R. Wallace, R. D. Owen,
Stainton Moses, Judge Edmonds, Mr.
Massey, Dr. Theobald, Mrs. Wood
hull, T. Lake Harris o. fl., máli mínu
til stuðnings (sbr. yfirlýsingu fund-
arstjórans í „íslendingi“, 2. árg., 35.
tbl.).
Einar gat ekki svarað neinu af
þessu. Hann var, að dómi margra
manna, í mesta ráðaleysi. Hann hik-
aði og stamaði og loksins fann hann
upp á því, að gefa í skyn, að jeg
vildi sanna að framliðin börn
hans væru djöflar!! Þetta dró
hann af þeim ummælum mínum, rök-
studdum af ritum andatrúarmanna
svo sem A. R. Wallace, Judge Ed-
monds, R. D. Owen og T. Lake
Harris, um að andarnir, sem gerðu
vart við sig, væru illir andar, en
e k k i hinir framliðnu. Með öðrum
orðum: Staðhæfing mín, um að það
væru e k k i framliðnir menn heldur
illir andar, þýðir, samkvæmt rök-
leiðslu Einars, að framliðnir
menn sjeu djöflar!!
Þetta er ljóst dæmi þess, hve sorg-
lega Einar Kv. skortir þekking á
frumkenningum rökfræðinnar. Skyn-
samir menn gerast ekki áhangendur
andatrúarinnar.meðanforkólfar henn-
ar geta ekki svarað betur fyrir sig
en þetta.
Arthur Gook.
Lögr. hefur sýnt hr. Einari FI.
Kvaran þessa grein og boðið honum
að hnýta svari aftan við hana. Hefur
hann skrifað svarið, og kemur það í
næsta blaði.