Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.03.1917, Blaðsíða 4

Lögrétta - 28.03.1917, Blaðsíða 4
56 LÖGRJETTA ' “‘-7 '■} ~y ■ v ^ s' -< : - '■'<?•'' 5 i3 03 S5'§ >2 z™ Z KRONE LAGERÖL best. Landhelgisvörmii í Crardssjó. Þeir, sem vildu taka hana að sjer á timabilinu frá ii. maí næstkom- andi, yfir vorið og sumarið, geri svo vel að senda tilboð um, fyrir hve mikið á mánuði þeir vilja gera það, til Eiríks Þorsteinssonar kaupmanns í Gerðum fyrir 14. apríl n. k. um, en enskur herforingi, M a j 0 r P e a c o c k, sem sjálfur var viS- staddur málareksturinn, hratt þess- um staölausa áburöi meö ítarlegri grein í blaöinu Madras Times. Langfráleitust eru þó ummæli sr. Öfeigs um Mrs. Besant, þvi eng- inn fótur er fyrir þeim, nema ef vera skyldi sá, aö hún skildi við mann sinn fyrir mörgum árum, og getur þaö varla heitiö nein mannorösskemd, jafnvel þótt hann væri prestur. Þar sem hann segir, að hún hafi verið „sökuö um hneykslanlega sambúö viö ýmsa menn“, þá hefur, mjer vitan- lega, enginn oröiö til þess á prenti, nema Mr. Gook á Akureyri, og þaö í bíaöi sem hann gefur út hjer á ís- landi, en jeg leyfi mjer aö efast um það, að hann þyrði aö halda sliku fram opinberlega á Englandi, þar sem Mrs. Besant er virt og elskuð af öll- um mönnum, sem nokkuð þekkja til hennar. Rit hennar bera ljósastan vottinn um siöferöisskoðanir hennar, og að hún brjóti ekki sjálf í bág við þær meö „hneykslanlegri sambúö við ýmsa menn“, má meðal annars ráða af því, aö menn og konur af besta tægi flykkjast þúsundum saman að f}-rirlestrum hennar, en það mundi fráleitt eiga sjer stað, ef slíkur blett- ur væri á mannorði hennar. Englend- ingar eru yfirleitt svo vandir að virð- ingu sinni, aö þeir mundu ekki leyfa konum sínum, systrum og dætrum aö sitja við fætur þeirrar manneskju, sem hefði slíkt óorð á sjer. Þá skal jeg leyfa mjer aö benda á það, að W. S t e a d ritstjóri, sem var alkunnur aö prúömensku 0g vandlætingu, batt vinfengi sitt viö Annie Besant og mintist hennar jafnan með aðdáun og viröingu í tímariti sínu „Review of Reviews". Og að lokum vil jeg skír- skota til enska prestsins alkunna, Mr. Campbels, sem fjekk hana til að fiytja erindi í kirkju sinni i Lund- únaborg, og leiddi hana fram fyrir söfnuðinn með þessum orðum: „Þegar jeg leiði Mrs. Besant fram fyrir söfnuð minn í City Temle með nokkrum orðum, þá er það ekki í þeim tilgangi, að slá henni neina gull- hamra; en jeg finn mjer skylt gagn- vart sjálfum oss, aö láta þess getið, að vjer viðurkennum Mrs. Besant sem einn af helstu siðferöisfrömuðum vorr- ar aldar........ Hún leitar sann- leikans í 0g undir öllum trúarjátning- um. Hún útskúfar engum. Af því að þekking hennar og lífsreynsla er svo djúp og víðtæk, hefur hún unnið sjer álit og viðurkenningu sem m i k i 1 i andlegur leiötogi og læri- m e i s t a r i, og því er það, að vjer bjóðum hana velkomna hjer í City lemple í kvöld.“ — Þetta ætla jeg að nægi, til að sýna álit bestu manna erlendis á Mrs. Be- sant, og finst mjer það þyngra á metunum en órökstuddar ásakanir, sem menn leyfa sjer að sletta fram hjer á íslandi til að sverta mannorð hennar, af því að þeir þykjast örugg- it um, að þeir verði ekki látnir sæta lagaábyrgð fyrir. Slík vopn eru ekki sigurvænleg, heldur þvert á móti, og býst jeg við að sr. Ófeigur og aðrir komist að raun um það að lokum, ef þeir halda áfram slíkum persónp- legum árásum. Jeg finn ekki ástæðu til að fara frekar út í þetta mál að sinni, en læt Sigurð Kr. Pjetursson, þýðanda bókarinnar „Lífstiginn“, sem gerð hefur verið að umtalsefni í áminstum fyrirlestri, um að svara á- deilum og misskilningi prestsins að öðru leyti. Jón Jónsson Aðils dócent. Formaður Reykjavíkurstúku Guðspekisfj#lagsins. Ferð til Jökuls. Eftir Guðmund Hjaltason. VI. Sandur Vestur á Sandi var jeg 3 daga. Bjó þar hjá Valdimar kaupmanni. Var þar einnig gott að vera. — Þorpið er á hraunlendi, einkum syðst; sandur ekki svo mikill. Og sunnan og vestan við þorpið er mikið hraun, sumstað- ar grösugt, en sumstaðar mjög úfiö, einkum við sjóinn. Á Sandi og í Keflavík eru nú um 450 manns og um 20 kýr, og sjávar- gagn mikið. Heldur fátt um sauðfje þar eins og í Ólafsvík, en þó eitt- hvaö, og á öðrum stööum við jökul er talsvert af því. Góð fjárbeit víða í fjöllum þar, en graslendið er ekki mikið. Sjómenn þar voru að leita að fjöru- maöki og sandsíli til beitu. En verða annars, og jeg held þeir í Ólafsvík líka, að sækja krækling langar leiðir. Ekki að eins inn í Eyrarsveit, heldur til Stykkishólms, stöku sinnum inn í Dagverðarnes, vestan við Hvamms- fjörð. Er mikið haft fyrir lífinu við jök- ul, þótt oftast sje aflasamt. Sjósókn örðug og hættuleg, líkt og á Suður- nesjum, en þó heldur verri, vegna núsvinda. Bátar sýndust mjer held- ur litlir, enda hefur trjáviður lengi verið þar dýr, eins og önnur útlend vara. En nú er samt verslunin að smá- batna. Er kostnaðarsamt að versla þarna vestra, vegna hafnslæmsku og [ annars. Margbreyttur var þar fjörugróð- inn og fagur; þóttist jeg sjá þar þangplöntur, sem jeg hef ekki ann- arstaðar sjeð. En sárt fann jeg þar til fáfræði minnar. Að líta yfir þetta fiölskrúöuga fjörugróðurríki finst mjer eins og að líta í Suöurlanda- málin, sem maður rjett skilur ein- stöku orð í, en hitt alt er eins og hulinn fegurðarheimur fyrir manni. Meöal fleiri góöra manna hitti jeg hjer gamlan sjógarp frá Akranesi, Árna Magnússon. Var hann lengi for- maður hjá Hallgrími Jónssyni al- þingismanni. Árni þessi var mesti dugnaðarmaður til sjós og lands og vildu allir hjá honum róa. Enda var hann líka besti drengur og gáfumað- ur. Svo mikill er áhugi hans, að hann hefur róið 2 ár eftir að hann varð blindu, og brimhljóðið þykir honum eins ánægjulegt eins og fossavinum fossahljómurinn. Sjer til skemtunar er hann að yrkja og heyrði jeg sumt af því, fult af góðum hugsunum. Eft- ir hann eru góðar formannavísur í „Ægi“. Kenslukonu Ingveldi Sigmunds- dóttur hitti jeg á skólanum. Er hún á- hugasöm, og sýndi mjer dálítið safn af íslenskum, fremur fásjeðum sjó- dýrum. Sonur Árna kennir þar, og er efnismaður. VII. Ingjaldshóll. Kirkjustaöur þessi stendur á hæð rjett austan við Sand og Keflavík. Er þaðan fallegt aö sjá upp til jök- ulsins og undirfjalla hans, er í þeim fallegur foss. Eins mikið að sjá inn og yfrum Breiðafjörð og út um hraunin vestast á Nesinu. Mjög fallegur nýr ljósahjálmur er í kirkjunni, og annar gamall fremur laglegur. Þar er og góð altarismynd, og eitthvað einkennilegur prjedikun- arstóll, minnir mig. Svo fór jeg aftur til Ólafsvíkur. Kom þar aftur til sr. Guðm. og til kaupmannanna Proppe og Hreggviðs. Skemtileg heimili. Eins til læknisins, og gatst mjer vel að honum. Líka hitti jeg Sigurbjörn hómópata, hafði hann fundið áður nefndan fásjeðan jafna 1914. Er fróður um plöntur. Heimili Guðmundar er bæði fallegt og alúðlegt. Móðir hans allfróð, og þótti mjer ánægja að tala við hana. Konan, dóttir sjera Þorkels sem var á Reynivöllum, gerir og sitt til að gera hið fámenna heimili skemtilegt. Fáment er það, en alt af fult af að- komandi, margur þarf prest að finna. VIII. Brimilsvellir. Svo fór jeg til Brimilsvalla. Bjarni hreppstjóri fylgdi mjer þangað, og bjó jeg hjá honum og syni hans. Góð- ur bær og þægilegt myndarheimili. Þar eru um 9 býli, og sá jeg þar mörg skip í fjöru, enda er róið þaðan. Þar sá jeg merkilegt grjót, sem Bjarni sýndi mjer. Það var þar í veggjum og i fjörunni. Það var rauðbleikt á lit, smákornótt, nokkuð hart. — Dr. Þor- valdur getur um grjót í gili nálægt Máfahlíð: „Þar eru í hlíðinni upp af bænum stórkostleg lög af hnullunga- grjóti og stuölabergi; nokkru innar er liparit og stórgert granófýr í Rauðaskriðugili." (Ferðabók III., s. 32). Jeg held að Brimilsvallagrjótið sje einhver liparitkendur granófýr. Granófýr er líkur graníti. En granít geta menn sjeð bæði í varða Jóns Sigurðssonar í Rvíkur kirkjugarði, og eins í súlunum við íslandsbanka- dyrnar. Hver veit annars hvað steinaríki landsins hefur að geyma af gagni og fegurð? Matthias kveður um Dr. Hjaltalín: „Gull þjer skein i fornu fjalli, fólginn auður í jörðu snauðri, undramagn úr ám og lindum, eðalsteinar í foldarbeini.“ Hver veit nú nema Hjaltlín hafi þarna sjeð rjettara en margir ætla? Best er að gá vel að grjótinu í öll- um giljum. Þau grafa sig æ dýpra og dýpra, þau afhjúpa nýjan og nýj- an jarðveg smátt og smátt. Jarð- lögin eru eins og bók með ótal blöðum. En ár og lækir opna bókina blað fyrir blað. Eggert Ciaeðsen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—ix og 4—5. Talsími 16. Prentsmijan Rún. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. VIII. KAFLI. Skrjetuski kom til Chigrin og hitti þar Zakvilikovski gamla; var hann þá í mikilli geðshræringu og orðinn mjög óþolinmóður yfir því að ekki kom sendiboði frá furstanum, því að frjettirnar frá Sitsch urölu ávalt í- skyggilegri. Það var ekki framar vafi á þvi, að Kmielnitski ætlaði sjer að hefja uppreisn og heimta hin fornu riettindi Kósakka. Það var sannfrjett að Kmielinitski hafði farið suður á Krím og leitað liðveislu til khansins. Hafði hann orðið vel við! liðsbóninni, og var hans von til Sitsch á hverri stundu. Horfurnar voru alvarlegar, bæöi vegna liðveislu Tartara og hins, að Kósakkar flyktust hvaðanæfa til Sitsch. Aðalsmenn flýðu til borganna. Sagt var að bjóða ætti út öllu her- litSi suðurfylkjanna. Ukraine skiftist, helmingur hennar fylgdi uppreisnar- mönnum. Útlitið var slæmt, en eng- um datt þó í hug, að ógnir þær myndu á dynja, sem reynd varð á. Þeir Zakvilikovski og Barabasch liöfðu fyrir löngu sjeðí, að hætta mikil var fyrir höndum. Kmielnitski hafði skrifað hinum síðarnefnda og hvorki sparað hótanir nje litilsviröingu. Kvaðst hann þar bráðlega sækja fram með lið sitt og þá gera hann að1 svína- hirði, því að hann kynni ekkert til herstjórnar. „Og hann skrifar mjer þannig, sem hef gengið honum í föðúr stað og kent honum hernaðarlistina,“ sagði Barabasch, utan við sig af gremju. „Það er borgarastyrjöld, sem nú vofir yfir,“ sagði Zakvilikovski, „og hún er allra styrjalda ógurlegust." „Jeg sje,“ mælti Skrjetuski, „að tíminn er nú dýrmætur og jeg verð að halda hjeðan sem fyrst. Verð jeg því að' biðja yður að afhenda mjer eins fljótt og hægt er brjef þau er jeg á að bera frá yður til Sitsch.“ „Jeg afhendi yður brjef til yfir- mannanna þar og Barabasch skrifar ættingja sínum, er hann á þar. Jeg býst reyndar við, að þetta verði um seinan. Furstinn ætti helst nú þegar að safna eins miklu liði og hægt væri.“ „Sendið þá undir eins til furstans og látiö' segja honum það, en jeg verð að halda áfram og reka erindi það: er mjer var falið.“ „En það verð jeg að' segja, að ferð sú er ekki hættulaus, því að þjer far- iö bemt inn í gin drekans. Þjer getið samt óhultur haldiö' til Kudak, Gro- deitski er gamall hermaður og get- ur ráðlagt yður hvaö þjer eigið a'ð gera, þegar þangað er komið1'. Jeg fer sjálfur á fund furstans; vil jeg helst berjast undir merkjum hans, eigi á annað borð fyrir mjer að liggja, að standa í styrjöldum nú í elli minni. Þjer fái'ð' bát skipaðan mönnum, er flytur yður til Kudak.“ Skrjetuski hjelt heim og fór að búast til ferðar. Á meðan leit hann út um gluggann og sá hann þá menn tvo er leiddust og stefndu þeir til knæpu Dopulos’, voru það þeir Zag- loba og Bohun. Hann varð forviða að sjá Bohun í Chigrin, og skildi ekki vinskap þeirra Zagloba. Hann kallaði á Renzían og kom hann þegar. „Heyröu Renzían, flýttu þjer til knæpunnar þarna, þar finnur þú digr- an aðalsmann með ör á enni, segðu honum, að< hjer sje maður, sem óski eftir að tala við hann undir eins, um mikilsvert málefni. Þú mátt ekki segja ltonttm nafn mitt, þótt hann spyrji ttm það.“ Renzían fór þegar og kom að vörmtt spori aftur nteð Zagloba. „Veriði þjer velkominn," sagði Skrjetuski við Zagloba. „Þekkið þjer mig?“ „Þekki jeg yður; jeg held nú það. Mjer er hún svo minnisstæð, viðúr- eign ykkar Tschaplinski. Jeg fór einu sinni þannig að, til þess, að losna úr fangelsi í Stambul. Hvernig líður Longinusi?" „Honum líöur ágætlega. Hann baö mig að bera yður kveðju sína.“ „Hann er ntjög rikur af fje en ekki viti. Þó hann losi af bolnum þessi þrjú höfuð, og sjeu þau lík hans eig- in, geta þau ekki talist nteira en hálft annað1. En ntikill skelfingar hiti er þetta, og það i marz. fungan límist alveg föst við górninn." „Jeg hef ágætan mjöð, má jeg ekki bjóða yður eitt glas? „Sá er heimskingi, er hafnar góöú boöi. Bartskerinn hefur ráðlagt mjer aö drekka töluvert, til þess að kefja niður þunglyndið. Nú er Tschaplinski bættur að venja kornttr sínar til Dopu- los, hann er hálfdauður af hræðslu og forðast alla Kósakkaforingja. En jeg held fjelagskap við þá. Þetta er ágætur mjööur. Hvaðan er hann?“ „Frá Lubni. Eru margir Kósakk- foringjar hjer?“ „Jeg held nú það, það er sannarlega nóg af þeim og hann Bohun, uppá- haldið þeirra, er einnig hjer. Hann hefur verið vinur minn síðan jeg drakk hann fyrir borð og lofaði að gera hann aö kjörsyni mínum. Allur þessi lýður er nú að slæpast hjer t borginni, og er óráðinn í því, hverj- um ltann á að fylgja. Það er mjer að þakka, að þeir eru ekki orðnir menn Kmielnitski." „Hvernig þá?“ „Þannig, að þegar við drekkum saman, þá áminni jeg þá um að vera trúir þegnar, jeg treyst því líka, að kongurinn launi mjer eftir verðskuld- un minni, annars má sá gamli hætta lífi og blóði fyrir ríkið.“ „Hvað hefst Bohun að hjer?“ „Hann? Hann leggur hlustirnar við öllum frjettum frá Sitsch, því er hann kominn hingað. Jeg hygg hann væri fyrir löngu genginn í lið með Kmiel- nitski, ef það væri ekki af sjerstök- um ástæðum. í gær varð' hann blind- fullur og þá skaut hann því að mjer, að hann væri ástfanginn í stórættaðri stúlku og ætlaði a'ð kvongast henni. Jeg býst við, að honum þyki það1 ekki heppilegt, að ganga í bóndaliöið rjett fyrir brúðkaupið. Þaö er þess vegna sem hann girnist svo mjög ættar- skjaldmerki mitt, er hann fær við ættleiðsluna. Mikill blessaður drykk- ur er þetta," „Það gleður mig, a'S' yður fellur hann, fáið yður í glasið aftur." „Þakka yðúr fyrir. Jeg hef aldrei bragðað betri mjöð.“ „Hann hefur víst ekki sagt nafn stúlkunnar ?“ „Mjer er alveg sama um hvað húu heitir. í æsku var jeg ekki sjerstak- lega fríður. En sjáið lautina í enni mjer. Geldingar í kvennabúri pash- ans í Galata geröu hana.“ „En þjer sögðuð um daginn, að íTún væri eftir ræningjakúlu." „Nú, sagði jeg þaö!? En það var líka satt, því að allir Tyrkir eru ræn- ingjar." Zakvilikovski kom nú inn og mælti: „Bátarnir eru tilbúnir, jeg hef valið áreiðanlega menn með' yður. Hjerna eru brjefin, farið í herrans nafni.“ „Hvert ætlið þjer?“ spurði Zag- loba. „Suðúr í Kudak." „Þar verður víst heitt." Skrjetuski heyrði ekki spádóm þennan, því hann hafði gengið út til manna sinna. „Á bak og niður a'ö1 ánni. Leiðið hestana x bátinn og bíðið mín.“ Skrjetuski sneri síðan inn. Zakvili- kovski helti miði í glas handa sjer og bað Skrjetuski vel fara. „Og hamingjusama heimkomu," bætti Zagloba vi'ðL ,,Jeg býst við að ferðin gangi fljótt, því að vöxtur er í ánni,“ sagði Za- kvilikovski. „Drekkum eitt glas enn,“ sagði Skrjetuski. Þeir settust niður og Zakvilikov- ski sagði frá ýmsum æskuæfintýrum sínum og ljet í ljósi hrygð sína yfir hinni yfirvofandi borgarastyrjöld. Það var komið sólarlag og hringt var til aftansöngs. Þeir gengu út, Skrjetuski í hina rómönsku og Za- kvilikovski í hina grísku kirkju, en Zagloba fór rakleitt á knæpuna. Það var orðið aldimt, þegar þeir hittust aftur niður við ána, 0g voru menn Skrjetuskis altilbúnir. Skrje- tuski kvaddi þá með virktum. Árarn- ar voru lagðar út, og bátarnir hurfu úr augsýn. Skrjetuski vafði að sjer kápuna og lagðist niður á hálmbing og sofnaði þegar, en hann hafði ekki sem hæg- asta draurna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.