Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.04.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.04.1917, Blaðsíða 2
68 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi, og auk þess aukablöð viS og viS, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. y.50 árg. á íslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. söm, aö hún bærir varla nokkurn tíma á sjer, svo feimin, að hún er alt af í felum. En hvenær sem ís- lenskur stjórnmálamaSur þarf aS þurka forina af fótunum á sjer, þá er þjóöarviljinn tekinn fram og not- aöur sem skóþurka. Og hve nær sem einhver leiötoganna fyrirveröur sig fyrir það sem hann er að gera, þá er þjóðarviljinn notaður sem skjól- garður og skriöiö á bak viö hann. Og hvenær sem röksemdaþrot verða i opinberum umræðum, þá er þjóðar- viljinn geröur aö hæstarjetti og vitn- aö í hann. Mjer mundi eigi endast kvöldiö, ef jeg ætti að telja og tjá, til hve margvislegrar notkunar grey- ið er haft. En meðal margs annars er hann sá asni, sem allir okkar póli- tísku frelsarar ætla að halda innreið sína á í Jerúsalem (þ. e. ráöherra- höllina). Þaö vantar svo sem ekki, aö hann er í heiðri hafður hjer á landi og honum sungið lof af mörgum munnum. En samt sem áöur finst mjer þetta fremur aumleg tilvera. Það mundi leiða mig alt of langt frá aöalefninu, aö fara hjer út í langar rannsóknir um þetta efni. Það væri mikið mál, ef það væri rætt og rannsakað til hlítar, hvenær þau skil- yröi eru fyrir hendi, að þjóðarvilji geti myndast, og eins hitt, á hvaöa svæðum hann á aö ráða, ef hann er til, og á hvaða svæöum hann ekki má ráða. Jeg ætla mjer hjer aö eins að kasta fram þeirri spurningu, á hvern hátt muni gerlegast að upp- götva þjóöarviljann, hinn s a n n a vilja þjóðarinnar í hverju sem er. Því aö sá þjóðarvilji, sem stjórnmála- m<_nnirnir okkar eru alt af að elta á röndum, — hann er venjulega ekkert annaö en hugarburður, ekkert ann- að en þokubólstrar og skýstrókar, sem eru horfnir sjónum áður en varir. Jeg veit að það er almenn skoð- un, aö vilji þjóðarinnar komi skýrast fram við almennar, leynilegar at- kvæöagreiöslur. En jeg er í talsverð- um vafa í því efni. Tökum nú til dæmis þetta áfengismál. íslendingar og forfeður þeirra hafa neytt áfeng- is frá því er sögur fyrst hefjast af þeim. Þeir hafa ekki alt af neytt þess í jafnríkum mæli, síðustu ára- tugina t. d. talsvert minna en áður gerðist. En alt fram til bannaldar munu flest heimili á landinu hafa keypt meira eða minna af víni. Og eftir að bannöld hófst, kvað þaö ekki veia eins dæmi, að menn hafi vætt á sjer varirnar. 1 þessu virtist óneitan- lega sýna sig nokkurn veginn eindreg- inn þjóðarvilji. Og jeg verö aö játa, að mjer virðist aö atkvæðagreiðsl- an haustið 1908, þar sem 60 stóðu á móti 40, taki ekki algerlega af skarið. Efasemdirnar aukast þvert á móti, þegar þess er gætt, hvernig sú at- kvæðagreiðsla var undirbúin. Öðrum megin stóð langöflugasta f jelag lands- ins, sem árum saman hafði barist fyr- ir sinum málstað með óbifanlegri stefnufestu og einsýnu ofstæki, fjelag, sem styrkt var af almannafje, og hafði þar að auki við að styðjast alla þá ósjálfráðu lotningu, sem múgurinn jafnan sýnir þeim, sem gera sig að talsmönnum siðgæðis og manndygð- ar. En hinum megin stóð — alls eng- inn! Það er og verður andbanning- um til eilífrar minkunar, hvað and- varalausir og rænulausir þeir voru, einmitt þegar mest lá við, að þeir ljetu eitthvað til sín taka. Jeg get ekki sjeð,að þeir hafi neina aðra afsökun en þá, að einmitt þetta ár, 1908, geys- uðu hamslausar pólitískar æsingar hjer á landi, og hefur það sjálfsagt dregið huga margra manna frá bann- málinu. En afleiðingin varð sú, að aldrei hefur almenningur orðið fyrir jafneinhliða áhrifum í neinu máli eins og við þetta tækifæri. Og þó marð- ist ekki stærri meiri hluti með bann- inu en þetta, 60 atkvæði gegn 40. Það vill líka svo vel til, að bann- mönnum hefur gefist tækifæri til að sýna, hvað mikið traust þeir hafa í raun og veru á þjóðarviljanum í þessu máli. Á alþingi 1909 kom fram sú tillga, að bera skyldi bannlögin eins og þau voru afgreidd frá þinginu undir atkvæði almennings. En þá máttu bannmenn ekki heyra á slíkt minst, þjóðarviljinn hafði gert skyldu sina og nú þurfti ekki frekar á honum Tvær nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. • Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð ób. kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil: Vinnan Kostar óbundinn kr. 3,00. Bækurnar fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfusar Eymundssonar. að halda. Þjóðin hefði þó að eins ver- ið spurð um það eitt, hvort hún væri hlynt eða mótfallin banninu. En aldrei um hitt, hvernig hún hugsaði sjer að bannhugmyndin skyldi fram- kvæmd að lögum, nje hve nær það ætti að gerast. Hjer var því alt í lausu lofti, og þess vegna brýn ástæða til þess að leita til þjóðarinnar aftur, ekki síst fyrir þá, sem sifeldlega voru með þjóðarviljann á vörunum. En nærri því var nú ekki komandi við bannmenn. Og vegna hvers ekki ? Vegna þess að þeir þorðu ekki að treysta því, að þjóð- arviljinn væri sín megin. Þeir höfðu líka talsverða ástæðu til þess að fara varlega að því, að leggja mál sitt aftur undir dóm þjóðarinn- ar. í æsingahríðinni á undan atkvæða- greiðslunni höfðu þeir beitt margs konar fortölum við þjóðina, og er ekki ofsagt, að sumar stað'hæfingar þeirra voru ekki vegnar á gullvog sannleikans. Jeg skal hjer að eins minnast á eitt atriði. Þeir voru geysi- margorðir um bannlöggjöfina í nokkrum ríkjum í Norður-Ameríku og hjeldu endalausar hrókaræður um alla þá blessun sem af henni hefði leitt, — aukna velmegun, betra heilsu- far o. s. frv. En hitt láðist þeim að segja satt frá, hvernig þeirri bann- löggjöf væri varið. Þeir ljetu ýmist í veðri vaka, eða fullyrtu berum orð- um, að í Bandaríkjunum í Ameríku væri algert aðflutningsbann, alveg samskonar bann og þeir vildu fá lög- leitt hjer á landi. Og auðvitað hafði þetta hin mestu áhrif á okkar ístöðu- lausu þjóð, sem oft og tíðum virðist eiga svo sárbágt með að hugsa sjálf sín eigin mál, og varpar þá allri sinni áhyggju upp á „reynslu manna í öðr- um löndum." En staðhæfing- ar templara um bannlög- gjöfina amerísku er hel- ber uppspuni! í bannríkjunum þar leyfist hverjum sem vill, að flytja inn áfengi til eigin nota, það er að eins vínsalan, sem er bönnuð. Templ- urum er ekki til neins að halda á- fram að kaldhamra sín gömlu ósann- indi um þetta atriði, því að það má sýna og sanna hvenær sem er, að þar hafa þeir farið með rangt mál frá upphafi og sjálfsagt vísvitandi. En skyldi nú ekki einstaka bannmanni geta farið að skiljast, að það er eng- in furðá, þótt óvenjulega nærgöngul nauðungarlög, sem hafa verið knúð fram með ofríki og ósannindum, njóti eigi sem mestrar virðingar og vinsældar hjá þjóðinni? — En hvað segja nú annars templar- ar um að fara að dæmum bannríkj- anna í Ameríku og banna vínsölu, en leyfa prívatmönnum að flytja inn vín eftir eigin vild? Þeir haf hálofað svo þá bannlöggjöf, að maður á bágt með að hugsa sjer, að þeir geti liaft á móti, að hún yrði líka reynd hjer. Eða ætla þeir að jeta ofan í sig alt sem þeir hafa sagt um banndýrðina í Am- eríku, ef það mál kynni að koma á dagskrá hjer á landi? Þegar kom á þing 1909 var heldur en ekki völlur á templurum. Þessi 60%, sem þeir höfðu krækt sjer í með misjöfnum meðulum, töldu þeir nú vera alla þjóðina, og nú þóttust þeir hafa ráS mótstöðumannanna í hendi sjer. Þeir settust því við að semja lagafrumvarp, sem áreiðan- lega er eitt hið furðulegasta skjal, sem nokkru sinni hefur legið fyrir alþingi, og er þá langt til jafnað. Við þetta tækifæri hef jeg ekki tíma til að minnast á fleiri en tvö atriði frumvarpsins, en það ætti líka að nægja til þess að sýna, hvílíkt mann- vit og mannúð var hjer aö starfi. Hver sá sem uppvís yrði að því, að hafa flutt inn áfengi, átti í fyrsta sinn að sæta 300—5000 kr. sektum. Brot í annað sinn varðaði ekki minna en 8 mánaöa fangelsi. Brot i þriðja sinn varðaði betrunarhúsvinnu. Þegar þessi lagagrein er samin, er vín drukkið um þvert og endilangt ísland, eins og gert hefur verið frá landnámtíð. Að frátöldum æstustu templurum, kom tæpast nokkrum lif- andi manni til hugar, að nokkur ó- svinna væri að því, nema það væri gert í óhófi, —■ hvað þá heldur að það væri glæpsamlegt atferli. Sjálfir bannmennirnir hafa hlotið aS vita, að jafnvel yfirgnæfandi meiri hluti af þessum 60%, sem greitt höfðu atkvæði með þeim, voru að þvi leyti af alveg sama sauðahúsi sem aðrir landsmenn. Með öðrum oröum: sam- kvæmt rjettarmeðvitund þjóSarinnar var vínið leyfileg og sjálfsögð versl- unarvara, eins og alt af hafði verið, óviðjafnanlegt hressingarlyf og jafn- vel nauðsynjavara í samkvæmum og á mannamótum. Og svo ætla templ- arar að vinna bug á þessum óvini sem á svo rík og gömul hugtök í huga þjóðarinnar, blátt áfram með því, aS stinga hverjuum manni inn í betrunarhúsiö, sem flytur inn einn pennadropa af öli eða rauövíni ? Getur nú hugsast meiri fólska og ofstæki í málafylgi heldur en þetta ? ESa munu auöfundnir löggjafar, sem síður kunni tök á mannlegu’ eðli, en þeir sem fjallað hafa um þetta frumvarp? Annað merkis-ákvæði frumvarps- ins mælti svo fyrir, aö ef embættis- maður vanrækti að hefja rannsókn út af bannlagabrotum, skyldi hann sek- ur, svo sem sjálfur hefði hann fram- iö brotið. Nú gat brotiö varSað betr- unarhússvinnu, og átti þá embættis- maðurinn auövitaö að sæta sömu hegningu. En svo er bætt viS í 2. málsgrein sömu greinar, að ef em- bættismaöur geri sig oftar en einu sinni brotlegan um slíka vanrækslu, skuli hann missa embættiö. Með öðr- um oröum: fyrst má dæma manninn í betrunarhúsið, þaðan er honum ætl- að aö fara aftur inn í sitt fyrra em- bætti, eins og ekkert hefSi í skorist, — en embættið missir hann svo, ef hann veröur aftur brotlegur! Að slíkri lögspeki þarf væntanlega ekki að eyða orðum. Hjer haldast vits- munir og drenglyndi svo fast í hend- ur, að maður gefst upp viS að gera nokkrar athugasemdir. Auövitaö lagfæröi Alþingi frum- varpið að svo miklu leyti sem hægt var að lagfæra slíka smíð, og gekk frá því á þann hátt, sem öllum er kunnugt. En áður en jeg lýk máli mínu, verð jeg þó að minnast á eitt atriði, sem að minni hyggju bregö- ur skinandi björtu ljósi yfir sálar- ástand bannmanna og sýnir, aS bann- hugmyndin hefur heltekið svo hug þeirra, að hún ‘ hefur nálega svift þá bæði sjón og ábyrgöartilfinning á öðrum sviðum. Á þinginu 1909 var auðvitað talað um, aö bæta þyrfti landssjóði upp þann tekjumissi, sem bannið bakaöi honum. En formæl- andi bannmanna, Björn Jónsson, lýsti því yfir, að engin vandkvæði mundu verða á því, bannmenn hefðu hugs- aö málið og „leiðin virðist furðu greið“. Með þetta munu menn svo hafa gert sig ánægða í svipinn, en á þinginu 1911 stóö Björn Jónsson sem ráöherra og hafði þá ekki gert neinar ráðstafanir til þess að fylla upp í það stóra skarð, sem hann og hans menn höfðu höggiö í tekjur lands- sjóös. Bannið var fengiö og þar með var öllu borgið! En ætli að menn viti nokkurt dæmi um ískyggilegra háttalag en bannflokkurinn og ráð- herra hans sýndu í þessu máli? Hjer sýnist skeytingarleysiö um hagsmuni landsins vera komið á svo hátt stig, að lengra verði ekki komist. „En alt má bjóSa Islendingum", eins og einn bannmaSurinn sagði nýlega. Og loks voru íslendingum boðin farmgjalds- lögin, sem alþingi samþykti í vand- ræðum sínum, til þess aS bæta lands- sjóði upp vínfangatollinn, þótt flestir væru harðóánægðir meS þau lög og sjeu það enn þá. í blaöauppþoti þvi, sem nokkrir bannmenn hafa veriö aS reyna aS koma af staS hjer í Reykjavík síð- ustu vikurnar, hafa þeir enn á ný hamað sig undir merki þjóöarviljans. Enn sem fyr ætla mennirnir sjer þá dul, aö telja sjálfum sjer og öðrum trú um, að öll þjóöin eða yfirgnæf- andi meiri hluti hennar sje einn harö- snúinn bannflokkur. Og þó vita þeir, að jafnvel bannvilji sumra bannlaga- féðranna, þeirra er á alþingi sátu 1909, hefur eigi reynst traustari en svo, aö þeir hafa gerst bersyndugir um brot á sínum eigin lögum, — eöa þá notaö sjer smuguna, sem upphaflega var höfö í lögunum handa auðugum mönnum, til þess aö fylla sinn eigin kjallara meö víni. Satt að segja er til mikils mælst, aS almenningur beri djúpa lotningu fyrir lögum, sem ekki eru í meira heiðri liöfð af sjálfum höfundunum. Enda ætti sú raun, sem þegar er fengin, að bera hverjum heil- skygnum manni ólygið vitni. Lögin hafa verið brotin, margbrotin, þver- brotin kringum allar landsins strend- ur.Og hjer er ekki aðræðaummyrkra- syndir eða launbrot,—heldur brot,sem framin eru þjóðsýnilega, í glaöa sól- skini og í fullu trausti þess, að það sjeu að eins örfáir menn, sáralítill minni hluti þjóðarinnar, sem hafi nokkra tilhneigingu til þess aö hreyfa hönd eða fót lögunum til varnar. í raun og veru hafa bannlögin aldrei gengið í gildi hjer á landi. Og þó vildi bannmönnum þaö óvenjulega happ til, að heimsstyrjöldin skall á einmitt um þær mundir, sem þeir áttu að fara að beita lögum sínum. En jafnvel sjálf siglingateppan hefur ekki getað hjálpað banninu við! Og hvað mun þá verða eftir ófriöinn? Mjer og mörgum öörum er það , hiö mesta forvitnismál, hvaS lengi bannmenn muni geta haldið áfram að þverskallast bæði móti skynsamlegum röksemdum og óyggjandi staðreynd- um. Enn þá virðist svo, sem engan bilbug sje á þeim að finna. En þeir munu sanna, að þeim tjáir lítið að skammast í blöSunum og hafa í heit- ingum. Og ekki mundi hitt gefast betur, þótt þeim móti öllum likum gæti tekist að herða á hegningará- kvæðum laganna. Hafi bæði yfirvöld- um og almenningi verið óljúft að beita þeim eins og þau eru nú, hvern- ig mun þá fara, ef þau eru gerð strangari og ranglátari ? Bannmenn ættu að kunna fótum sínum svo for- ráð, að þeir gerðu engar tilraunir í þá átt. Því ástandi, sem bannlögin hafa skapað hjer á landi, má lýsa með tveimur orðum. En þau orð eru: ófrelsi og svik! Heill og heið- ur þjóöarinnar liggur við, að slíkt hneyksli geti eigi haldist í mörg ár enn. Jón Trausti. Þegar einhver afburðamaður kem- ur fram meöal þjóSanna — það er sama á hvaða sviði þaö er — fylgir honum að öllum jafnaði hatur og tor- trygni, öfund og ofsóknir samtíðar- manna, einkum á meðan hann er að ná hámarki frægðar sinnar. Það er þó venjulega ekki alþýðan, sem snýst á þá sveifina, heldur þeir, sem lærð- ir kallast, einkum þeir, sem starfa í sama verkahring og afburðamaSur- inn, og aðrir þeir, sem finna sig hverfa og aB engu verða viö hliö hins sanna mikilmennis, en sækjast hins vegar eftir yfirborSsljóma og athygli fjöldans. ViS könnumst allir við og hugsum til þess með viðbjóSi, hvílíkum austri af fúlmannlegum skömmum hefurver- ið steypt yfir fremstu stjórnmála- menn vora og verk þeirra, er mörg hafa síðar orSið þjóðinni allri til heilla, að þau hafa veriö lítils virt og sauri orpin af mótstöðumönnunum, og okkur dylst ekki, a’ð ástæðan er aS eins öfund og græðgi i þau sæti, sem þeir skipa, er fyrir ofsóknunum verða. — Eins er, þegar einhver vinnur sjer frægð og frama í ríki skáldskapar og bókmenta. Jafnskjótt og aðdáun fjöldans beinist að hon- um, rísa upp hinir og aðrir, sem sjá að hann er ósjálfrátt aö vaxa þeim yfir höfuð. Er þá ráö þeirra jafnan a'S ráSast á verk hans og rífa niður fyrir allar hellur og reyna að afla sjer fylgisveina í þeim árásum. Hitt skeyta þeir minna um, að vinna þau verk, sem afli þeim sjálfum orðstírs og sannrar sæmdar. Þetta hefur ljóslega komið fram í árásum þeim á Jón Trausta, sem sum blöðin hafa flutt nú hvað eftir ann- aö og sumar eru svo ruddalegar og ósvifnislegar að furðu gegnir. Má þar til nefna grein Sveitakarls í „ísafold". Líklega hefur aldrei neitt verið prent- að á íslandi, sem jafn-átakanlega hef- ur oröið til svívirðingar höfundi gieinarinnar og blaðinu, sem flutti hana, eins og einmitt sorpgrein þessi. Jón Trausti ólst upp í fátækt. ótal hindranir og örSugleika hefur hann átt við að etja, en hann hefur aldrei skort dugnaö og staSfestu og hann hefur haft afbragðs gáfur. Nú er enginn skáldsagnahöfundur þjóðinni yfirleitt jafn kær, og enginn, sem vinnur íslenskum sagnaskáldskap jafn mikiS álit í útlöndum sem hann. Ef jeg hefði haft allar sögur Jóns Trausta viS hendina núna sem stend- ur og haft góðan tíma, hefði jeg rit- aS um þær allar, hverja sögu út af fyrir sig, frá sjónarmiSi okkar al- þýöumanna, sem lesum og dæmum um þær án hlutdrægni. En það er sannfæring mín, að skynsamir al- þýðumenn, sem lesa bækur að jafn- aði, sjeu ekki síður færir um að sjá kosti og lesti bóka og dæma um þær heldur en lærdómsmennirnir yfirleitt. Einkum eru það skáldsögur, sem grópa sig í huga og hjörtu alþýö- unnar, eru umræðuefni hennar og að- alnautnin á vetrum. Er það því ekki svo óeölilegt, þó þær sjeu ljósar skilningi hennar og athugun. En þetta efni verð jeg aS geyma mjer til næsta veturs, og biðja þá Lögrjettu fyrir nokkrar línur um það. Engar bækur eru nú lesnar eins mikiS um alt ísland og sögur Jóns Trausta. Margir eiga þær allar, og allir hlakka jafnan til nýrrar bókar frá honum. Flestir hafa það sama um sögur hans að segja, aS þær sjeu ágætar. í þeim fær tnaöur gullfal- legar mannlýsingar, ljómandi náttúru- lýsingar, alvöru og lifsspeki, fjör og gáska, fjölda spakmæla og göfugar hugsanir, og svo alla útúrdúrana, sem verið er að fjargviðrast út af. Svo munu þeir kalla þaS, þegar ýms fróð- leiksatriði eru tekin inn í söguna i heildar- eða yfirlitsformi. Slíkt vilja hinir háu herrar alls ekki hafa í sög- unum, eða þá láta það gægjast fram smátt og smátt gegnum samtal manna. Það er hinn sannsögulegi fróðleik- ur í sögum J. Tr., sem meðfram gerir þær svo mjög vinsælar. Lesandanum þykir það góður fengur að kynnast ítarlega staðháttum og landslagi, þar sem sögurnar gerast, og ekki síður ef um sögulegan fróðleik er að ræSa, hvort sem heldur er fyrir sveitina, sem tengd er við söguna, eða landið alt á hinum ýmsu tímum, og mjer finst að það sje alt eins viðkunnan- legt að þaS komi í heild frá höfund- arins eigin brjósti, t. d. í upphafi ein- stakra kapítula eða þátta, eins og þó það komi á slitringi frá mörgum sögupersónum. Sögur J. Tr. munu og verða mikiS þýddar á útlend tungu- mál og munu slík fróSleiksatriði verða vel þegin af mörgum útlendum lesendum. Það er varla sannmæli um íslensku þjóöina, aS hún telji eftir styrk þann, er skáld og aðrir listamenn fá úr landssjóði. Það eru ekki nema fá- einir þröngsýnir og lítilsigldir aum- ingjar, sem telja þann styrk ómak- legan, og hvað J. Tr. viðvíkur, mun fáum þykja skáldalaun hans of há. Það eru auðvitaö ekki margir, sem gert hafa árásir á Jón Trausta. En þrátt fyrir það hefur þaö vakið mikla gremju meðal okkar út í frá, og það er svo fjarri því, aS ritsmíöar árásarmanna rýri J. Tr. eða bækur hans að nokkru leyti í augum okkar, aS þær stuðla þvert á móti aS því,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.