Lögrétta - 18.04.1917, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
69
Líf og dauði
eftir Einar H. Kvaran.
Fæst hjá bóksölum.
Aðalútsala í Bankastræti 11.
Þór. B. Þorláksson.
0, Farimagsg. 42.
Köbenhavn 0.
— Katalog tilsendes gratis. —
Tapad.
VoriS 1915 var sent frá Kolkuósi
viS Skagafjörð poki með sængurföt-
um og koffort meiS1 bókum og fatn-
aði( merkt: Jóhann Hjörleifsson pr.
Stykkishólm. Á koffortinu stóS enn-
frernur: Pr. H. G. — Með því að
farangur þessi hefur aldrei komið
fram, eru það vinsamleg tilmæli mín,
að hver sá, sem um hann kann að
vita, geri viðvart, annaðhvort mjer,
eða á Brekkustíg 14, Rvík.
Jóhann Hjörleifsson
frá Hofsstööum í Miklaholtshreppi.
að gera okkur hann enn kærari en
áður, og veit að mjer er ó-
hætt að færa honum hugheilar
þakkir fyrir þær mörgu ánægju-
stundir, sem hvert heimili hefur not-
ið af bókum hans. Óskandi væri að
hann sendi okkur eitthvað nýtt til
að lesa og skemta okkur við næsta
vetur.
Matth. Jockumsson hefur mótmælt
lastgreinunum um J. Tr. Við alþýðu-
menn tökum undir það með honum,
og tökum það fram, að við sjáum
af hvaða hvötum þær greinar eru
sprotnar.
20. mars 1917.
Valdimar Benidiktsson,
frá Syðri-Ey.
Frá Færeyjum.
Deila út af verslunarmálum.
Lögr. hefur nú fengið nánari fregn-
ir en áður um deilurnar í Færeyjum,
milli Sjálfstjórnarflokksins og amt-
mannsins, sem drepið var í síðasta
blaði.
Þegar samgönguteppan hófst í vet-
ur, sáu Færeyingar fram á megn
vandræði með aðflutninga til eyjanna.
Þeir vissu þá, að til stóð aið Eirnsk,-
fjel. íslands keypti nýtt skip, og líka
hitt, að landsstjórnin hjer hafði feng-
ið heimild alþingis til skipakaupa.
Fóru Færeyingar fyrst fram á það
1 haust, sem leið, að gerast hlut-
hafar í Eimsk.fjel. íslands til kaupa
á nýju skipi. Hafði Patursson lög-
þingismaður í Kirkjubæ beðið G.
Björnson, alþingismann, að leita hóf-
anna við fjelagið. En stjórn þess svar-
aði málaleitun þeirri á þá leið, að
nýja skipið mundi, sem stæði, naum-
ast anna meiru en flutningum til ís-
lands.
Patursson símaði svo aftur til G.
B. fyrirspurn um þetta 22. febr. í
vetur fyrir hönd „bráðabyrgðar-
stjórnar Færeyska eimskipafjelags-
Uls“; spurðist þar fyrir um, hvort
samvinna væri hugsanleg n
°g færeyska eimsk.fjel., ef Fa
ar legðu fram fje í kaup á ein
svo hvað liði skipakaup
an Sstjórnarinnar. Fyrirsp. fi
Um Þetta svaraði stjórn ísl. Eir
svo, að hún ggeti ekkert um þe
3 Svo stnddu, meðan alt væri
T<h'- ^VOrt stcT fjelagsins næi
p^U Ve^na ófriðarins, og sí:
• atursson þetta svar, og s
að landsstjórnin hefði ekke
keypt enn, en leigt skip til A.
ferða. Ráðlagði honum að
stjórn Eimskipafjel. og stjór
mu, segja þarfir Færeyinga 0
nieð uppástungur.
Líæst fær landlæknir ske
atursson 10. mars. Segir í
H.
F.
Bvcrgur.
Trjesmíðaverksmiðja og timburverslun Hafnarfjarðar
Flygfenring1 & Go.
Talsími 5 og 3
tekur að sjer smíðar á hurðum, gluggum, listum allskonar, húsgögnum og
öðrum smíðisgripum.
Selur enn fremur alls konar timbur til húsabygginga.
Innan skamms á fjelagið von á stórum timburfarmi frá Halmstad.
Sambandsþing
TT. M. F. í.
verður haldið í Reykjavik 14. júní n, k.
Hjúkrunarkona.
Biskupstungna- og Hrunamannahreppar ætla að taka hjúkrunarkonu
frá næstu fardögum 1917. — Lysthafendur snúi sjer til oddvita nefndra
hreppa og sýni meðmæli sín.
Gott kaup i bodi.
Eiríkur Þ. Stefánsson. Kjartan Magnússon
Sjálfstjórnarflokkurinn sje á fundi
í Þórshöfn; amtmaðurinn neiti að
kalla lögþingið saman; ijú mánaðar
vöruforði sje til í eyjunum; þeir hafi
símað stjórnarráðinu og vænti lið-
sinnis hans. Landlæknir svarar þessu
skeyti aftur svo, að landsstjórnin sje
sjer samdóma um, að liðsinna beri
Færeyingum í þessu máli eftir megni
og stjórnarráðið muni gera sitt ítr-
asta til þess. Helst þyrftu Færeyingar
að senda hingað skútu meö umboðs-
mann. En stjórnarráðið svaraði mála-
leituninni, sem til þess kom, með svo-
hljóðandi skeyti 12. mars: „Eins og
stendur er mjög örðugt um aðdrætti
og vöruskortur hjer. Ef „Gullfoss"
og „Lagarfoss“ losna, má vera, að
hægt sje að flytja eitthvað fyrir Fær-
eyinga. Fyr en fyrst í maí má ekki
búast við að hægt sje að miðla Fær-
eyingum kornvöru hjeðan. Hvernig
hugsið þjer útvegunum hagað, ef
hægt væri? Það þarf yfirleitt að
kaupa vörur í Ameríku með mánaðar-
fresti. Kaupið þið vörurnar sjálfir,
eða látið þið umboðsmenn gera það?
Landsstjórnin hefur hjer notað mest
firmað Johnson & Kaaber. Nú er
flutningsgjald milli Ameríku og Is-
lands 150 kr. fyrir smálest og þar
yfir. Hvernig mundu vörurnar kom-
ast hjeðan? Þarf eflaust samþykki
Breta til slíkra flutninga.“
25. mars fjekk landlæknir enn
skeyti frá Patursson, er segir að lög-
þingið verði sett næsta miðvikudag,
Sjálfstjórnarflokkurinn beri fram
frumvarp um vörukaup á íslandi og
sje nauðsynlegt fyrir framgang máls-
ins, að hann fái símskeyti þaðan
um, að hægt sje að fá vörur handa
Færeyingum frá Ameríku til is-
lenskra hafnar. Landlæknir svaraði
aftur 26. mars með svohlj. skeyti:
„Hef fundið forsætisráðherra. Þið
verðið sjálfir að leita leyfis Englend-
inga til umræddra flutninga, með að-
stoð danska sendiherrans í London og
enska ræðismannsins í Þórshöfn, þvi
okkar innflutningur er fastbundinn
skilyrði við Englendinga, að ekki sje
útflutt aftur. Leitið þessa leyfis af
ölíu kappi. Að því fengnu vill stjórn-
in hjer gagna ykkur af fremsta megni.
Fylstu líkur til að þess verði
kostur. Alt veltur á því, að þið fáið
leyfi Englendinga, en þið verðið að
leita þess sjálfir. Geriö strax aðvart,
ef það fæst. Óska góðs gengis.“
28. mars kvaddi amtmaður lögþing-
ið saman. Eji nokkru áður haföi verið
sent út til undirskrifta í eyjunum bón-
arbrjef til Breta um samgönguleyfið.
Hafði amtmaður og vörunefndin, sem
átti að sjá eyjunum fyrir matvöru-
forða á stríðstímanum, mótmælt und-
irskriftunum og ráðið mönnum frá að
éiga nokkurn þátt í þeim. En samt
hafði fjöldi manna skrifað undir. Út
af því kappi, sem þannig var orðið
um máliö, kvaddi amtmaður þingið
saman, en hafSi áður neitaö um það.
Á þinginu bar Patursson og hans
flokkur (hann er formaður Sjálf-
stjórnarflokksins) fram tillögu um
vörukaup í sambandi við íslendinga,
samkvæmt því, sem sagt hefur verið
hjer á undan. Vildu þeir senda um-
boðsmann til Reykjavíkur með þessi
erindi og leita svo leyfis Breta um
óhindraða vöruflutninga hjeðan til
Færeyja. Ennfremur vildu þeir senda
hingað tvo verslunarfróða menn til
þess að ráðgast um samvinnu við ís-
lendinga um verslun og skipagöngur.
Segja þeir í tillöguskjali sínu til
þingsins, að danska stjórnin hafi áöur
ráðið því til þess, að leita samvinnu
við íslensku stjórnina í þessu máli.
En anitmannsflokkurinn feldi allar
tillögur þeirra Paturssons og lög-
þingshaldið varS ekki til annars en að
amtmaður og vörunefndin fengu þar
traustsyfirlýsingu og þeim var falið,
eins og áður, að ráða fram úr versl-
unarvandræðunum. Segir í samþykt
þingsins, út af undirskriftaávarpinu
til Breta, að það vilji leggja áherslu
á, að það veröi að vera ófrávíkjanleg
meginregla, að allar málaleitanir frá
Færeyjum til stjórna annara ríkja
verði að ganga í gegnum hendur hlut-
aðeigandi danskra yfirvalda, og að
það hvetji alla til þess að forðast að
blanda sjer i þær ráðstafanir um að-
flutning nauðsynjavara, sem stjórnin
hafi með höndum eða vÖrunefndin i
samráði við amtmanninn. Næsta grein
í þingssamþyktinni er þakkaryfirlýs-
ing til dönsku stjórnarinnar fyrir
gerðir hennar Færeyjum viðvíkj-
andi á stríðstímanum, og var það
eina greinin í samþyktinni, sem Sjálf-
stjórnarflokkurinn greiddi atkvæði á-
samt hinum. Þar næst er samþykt á
gerðum amtmanns og vörunefndar og
traustsyfirlýsing til þeirra. En sam-
þyktinni í heild gátu amtmaður og
vörunefndarmennirnir því að eins
komið fram, að þeir greiddu henni
sjálfir atkvæði. Ella hefðu hinir orð-
iö ofan á og amtmaður og vörunefnd
fengið vantraustsyfirlýsingu. Paturs-
son segir því, að þeir sitji nú ekki
við stjórn sem valdir af lögþinginu
heldur af sjálfum sjer.
Úr vöruvandræöunum í Færeyjum
rættist töluvert, í bráðina að minsta
kosti, með ferð „íslands" þangað ný-
lega. Það flutti til eyjanna 700 tonn,
að sögn.
Þetta, sem hjer hefur verið sagt,
er að mestu tekið eftir prentaðri frá-
sögn í bæklingi („Lögtingistiðindi"),
sem hr. Patursson hefur gefiö út um
aukaþinghaldið í Færeyjum 1917.
Nánari upplýsingar um símskeyta-
skifti hans við G. Björnson landlækni
eru fengnar hjá hinum síðarnefnda.
Stríðið.
Síðustu frjettir.
Eftirtektaverðustu símfrjettirnar
frá síðástl. viku eru í skeyti, sem
„Vísir“ flutti 14. þ. m., en þær segja
að Lloyd George hafi daginn áður
sagt, að hinn þráði friður væri nú
að líkindum í nánd, og jafnframt seg-
ir þar, að hann hafi skýrt frá ýmsum
undraverðum hlutum. Ekki hefur þó
í siðari frjettum verið nánar skýrt
frá, hver ummæli hans hafi verið.
En trúlegast er, að friðarummælin
eigi rót sína í því, sem nú er að ger-
ast í Rússlandi. í skeyti frá 12. þ.
m. segir, að þar sje hver höndin upp
á móti annari og miklir örðugleikar
á framhaldi ófriðarins vegna ósam-
komulags milli aðalflokkanna. Og enn
segir í skeyti til „Vísis“ frá 16. þ.
m. að miðveldin haldi áfram friðar-
umleitunurn, einkum við. Rússa, og
lýsi yfir, að þau ætli sjer ekki að
krefjast landauka. Líkindi eru til, a'ð
friðarhorfurnar sjeu að aukast, vegna
þess, hve tviskiftar eru skoðanir for-
kólfa rússnesku byltingarinar á fram-
haldi ófriðarins.
Jafnframt segja þó skeytafregn-
irnar frá blóðugum orustum á vestur-
vígstöðvunum. Bretar hafa sótt fram
hjá Arras og þar fyrir noröian, á
svæðinu milli Arras og Loos. Fregn
frá- 11. þ. m. sagði, að þeir hefsðu
hjá Arras tekið 11 þús. fanga. Sið-
ari fregnir segja, að barist sje ákaft
á allri herlínunni norðan frá Loos
og suð'ur að Aisne-ánni, en hún fell-
ur í gegnum herlinuna austur frá
Soissons, en norðvestur frá Rheims.
Þar fyrir sunnan er Champagne-hjer-
aðið, og er einnig barist þar. Hafa
Þjóðverjar að undanförnu sótt þar
á, en nú segir, að Frakkar sjeu að
hefja þar gagnsókn. Yfir höfuð fær-
ist bandamannaherinn áfram á svæð’-
inu frá Loos til Aisne, einkum norð-
antil nú að síðustu.
Brasilía, Argentína og Bolivía hafa
sagt slitið stjórnmálasambandi við
Þýskaland og í Brasilíu hafa verið
tekin skip Þjóðverja, sem legið hafa
þar í höfnum. Roosevelt fyrv. forseti
kvaS væntanlegur vestan um haf með
hersveit til liðveislu bandamönnum
á vestur-herstöðvunum. Skeyti íMrg,-
bl. frá 16. þ. m. segir að stærsta her-
gagnaverksmiðja Bandaríkjanna hafi
verið sprengd í loft upp og mörg
hundruð manna hafi beö'ið! þar bana.
Frá Rússlandi.
Um byltinguna í Rússlandi koma
margar fregnir og sundurleitar í út-
lendum blöðum, og dómarnir um til-
drög hennar og framtíðarhorfur í
sambandi við heimsstríðiið' eru ýmis-
legir. Sumir forsprakkar byltingar-
innar vilja frið. Aðrir vilja halda
stríðinu áfram. Báðar þessar skoð'anir
eiga fulltrúa í hinni nýju stjórn. Ka-
dettaforinginn Miljukoff, sem er ut-
anríkisráðiherra, virðist bandamanna-
vinur, standa í sambandi við sendi-
herra Breta í Petrograd og vilja fram-
hald striðsins. En verkmanna- og
jafnaðarmanna-foringinn Korensky,
sem er dómsmálaráðherra, virðist frá
upphafi byltingarinnar hafa hugsað
sjer aði henni fylgdi friður út á við.
Áður hefur verið sagt frá þingkos-
inni nefnd, sem gekst fyrir bylting-
unni. En við hlið henni var jafnfranit
önnur nefnd, er forkólfar verkmanna
og jafnaðarmanna skipuðu, og segja
síðari fregnir, að hún hafi ráðið engu
síður en þingnefndin. Og þegar frá
líður, virðist áhrifanna þaðan gæta
meir og meir. Krafan um, að' Rúss-
land verði lýðiveldi í stað keisara-
dæmis, er án efa úr þeirri átt runn-
in. Og þessi nefnd kvað hafa ráðlð
því, að yfirherstjórnin var ekki feng-
in Nikulási stórfursta. Um leiö' og
keisarinn afsalaði sjer völdum, skrif-
aöi hann undir útnefningu hans til yf-
irhershöfðiingja alls hersins, án efa að
tilhlutun þeirra manna í nýju stjórn-
inni, sem vildu leggja áherslu á, að
halda ófriðnum áfram mað' sem mestu
afli. Og símskeytin fluttu þær fregn-
ir, a'ð Nikulás stórfursti væri aftur
tekinn við yfirherstjórninni. En þetta
stóð ekki nema nokkra daga. Þá var
yfirherstjórnin aftur tekin af honum,
að sögn eftir beinni kröfu verkmanna-
og jafnaðarmanna-nefndarinnar, seni
áður er nefnd. í samræmi við þessar
blaðafregnir er skeytið, sem sagt er
frá hjer á undan, um ósamkomulag
milli forsprakka byltingarinnar hern-
aðinum viðvíkjandi. En höfuðatriðið,
sem alt hlýtur að velta á í stríöinu
nú, er án efa það, hvort Rússar gera
frið eða ekki. Um það hlýtur nú
kepnin a’ð vera mest, milli banda-
manna og miðveldanna, enda sýna
líka síðustu skeytin, að miðveldin
sækja á til þess að lað'a Rússa til fri'St-
ar. En bandamenn magna sem mest
sókn sína á vestur-herstöðvunum, án
efa með fram og ekki síst til þess
að örva Rússa til framhalds ófriðn-
um.
Orkesturshljómleikar
P. 0. Bernburgs.
Á miðvikudagskvöldið 4. þ. m. voru
haldnir í Nýja Bió hljómleikar, sem
hjer mega heita sjaldheyrðir. Herra
P. O. Bernburg fiðlari, sem hefur ver-
ið hljómleikalífinu hjer i bænum mjög
gagnsamur, hafði efnt til orkesturs-
hljómleika. I orkestursliðinu voru,auk
orkestursstjórans, 7 manns; hafði hr.
Bernburg m. a. fengið hr. Theódór
Árnason til þess að tvískipa fiðlu-
röddina. Hin hljóðfærin voru 1 djúp-
bassafiðla (violone), 2 lúðrar, 1
hamraspil (píanó), 1 stofuorgan, og
auk þess var maöur nieð nokkur sjálf-
hljómandi hljóðfæri. Þetta er vita-
skuld allófullkomið orkestur, þó
hamraspilið og organiö bættu nokk-
urn veginn úr því. Einkum var til-
finnanlegt hve strokhljóðfærin voru
fá. Engin bassafiðla (violoncello),
engin altafiðla (viola). Bar mest á
þessu í „Potpourri af Elverhöj“. Þó
verður því að tjalda, sem til er, og
vonandi er þessi litla hljóðfærasveit
vísir til reglulegs orkesturs.
Viðfangsefnin voru flest ljettvæg,
og er engin ástæða til að finna að
því. Enginn verður smiður við fyrsta
högg, og sjálfsagt að byrja á því,
sem auðveldast er. En eigi er því að
leyna, að „Potpourri af Elverhöj"
fjell áheyrendum einna best í geð,
svo óhætt mun hljóöfærasveitinni að
glíma við fleiri góðlög.
Annars fóru lögin vel úr höndum.
Stjórnaði hr. Bernburg af mikilli
rögg, og yfirleitt var leikið hviklega,
nákvæmlega og af góöum hreinleika.
Virtist hr. Bernburg hafa æft lið sitt
vel og röggsamlega, og á hann mikl-
ar þakkir skilið fyrir þetta skemti-
lega kvöld, og hinir allir. En borðið
tekur, nú er að halda áfram. Eigi má
þessi góða byrjun falla niður og verða
að engu. Jafnstór bær og Reykjavík,
getur ekki verið án reglulegs orkest-
urs.
Holger Wiehe.
Frjettiar.
Tíðin. Um miö'ja síðastl viku dró
úr stórviðrinu, sem verið hafði um
páskana og var gott veður á fimtud.
En á föstud. kom aftur norðanganð-
um með miklu frosti og stóð yfir til
mánud.kvölds. I gær gott veður, en
austanhríð í dag. Is hefur sjest nærri
landi, en að eins hröngl. — Afli er
sagður góður austanfjalls, og botn-
vörpungarnir afla vel.
Jarðarför Magnúsar landshöfðingja
Stephensen fór fram síðastl. laugar-
dag að viðstöddu miklu fjölmenni.
Húskveðju hjelt sjera Bjarni Jóns-
son, en sjera Jóhann Þorkelsson tal-
aði i kirkjunni. Líkkistan var borin út
af heimili hins látna af bæjarstjórn-
armönnum ; yfrdómendurnir og skrif-
stofustjórar stjórnarráðsins báru inn
í kirkjuna, en þingmenn út úr henni.
Tr. Gunnarsson, fyrv. bankastjóri,
hefur legið veikur undanfarna daga.
25 ára embættisafmæli átti K1 Jóns-
son fyrv. landritari siöastl. föstudag,
13. þ. m. Varð sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu 1892. Hefur hann verið
duglegur embættismaður og kann illa
við sig í aðgerðaleysinu nú, eftir að
hann slepti landritarastörfunum.
Sagnfræði og ættfræði hefur hann áð-
ur lagt stund á í tómstundum sínum
og munu því rannsóknir í þeim grein-
um nú vera aðalstarf hans.
Frá Hvanneyri. Halldór Vilhjálms-
son skólastjóri hefur í vor kent 10
ár við Hvanneyrarskóla. Til minn-
ingar um það færðu kennarar og
námssveinar þar honum nýlega vand-
að gullúr, og eldri nemendur hans í
Borgarfjarðarhjeraði bættu við gull-
keðju, en söngnemendur skólans
færðu honum taktstokk með gull-
skildi.