Lögrétta - 23.05.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 25.
Reykjavík, 23. maí 1917.
XII. árg.
Innilegt þakklæti mitt og minna vottast öllum þeim sem heiðruðu
minningu mannsins míns sáluga, bæði við jarðarförina og á annan
hátt.
Ferjubakka 14. maí 19x7.
Sesselja Fjeldsted.
Adalfundur
h.f. „Lögrjettu“ verður haldinn á afgreiðslustofu blað-
sins, Bankastræti 11, laugardaginn 2. júní kl. S1 [2 síðd.
STJÓRNIN.
innlendar og erlendar, pappí'r og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Bókatferslun Siaiúsar Ivmundssanar.
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Stríðið.
Friður án landvinninga.
Áður hefur veriö skýrt frá því hjer
í blaðinu, að rússnesku lýðveldis-
flokkarnir, sem tekiö hafa ráöin meir
og meir í sínar hendur eftir bylting-
una, hafi lýst yfir, að þeir vildu
vinna að friði á þeim grundvelli, að
engin af hernaöarþjóðunum gerði
kröfur til landvinninga af annari.
Þessar yfirlýsingar hafa komið frá
fulltrúasamkomu hermanna og verk-
manna í Petrógrad, en sú sam-
koma er eins konar þing, sem
stöðugt heldur fundi og hefur
tekið til sinna þarfa höll eina í
borginni. Á þetta þing hafa verka-
mannafjelög og jafnaðarmannafjelög
til og frá um landiS sent fulltrúa, og
meðal liðsmannanna i hernum hafa
veriS mynduð umfangsmikil samtök,
svo að þeir senda einnig fulltrúa á
þetta þing, sem kosnir eru eftir á-
kveSnum reglum.
Kjarninn i lýöveldisflokkunum
rússnesku eru eigi aö eins jafnaSar-
menn og verkamenn, heldur eiga þeir
einnig mikil ítök í bændastjettinni.
JafnaSarmannaflokkurinn er þar tví-
skiftur, eins og í Þýskalandi. For-
ingi meiri hlutans er Tscheidse, og
hefur hann staöiö mjög framarlega i
allri þeirri hreyfingu, sem nú á sjer
staö í Rússlandi. Hann og hans flokk-
ur fylgir hinni svo kölluöu hóflegu
jafnaðarstefnu og fer mjög í sömu
átt og Scheidemannsflokkurinn í
Þýskalandi. Hinu megin eru hinir
róttæku jafnaðarmenn, sem fylgja
fram sömu kenningu og klofnings-
flokkurinn í Þýskalandi. Þessir rót-
tæku jafnaðarmenn heimta ákafast
friö, í báSum löndunum. En svo er
í sambandi viö jafnaSarmennina nú
verkamanna- og bænda-flokkur sá,
sem Kerenski dómsmálaráSherra er
foringi fyrir. Hann hefur á stefnuskrá
sinni meSal annars skiftingu jarS-
eignanna í Rússlandi milli bændanna,
heimtar a'ð teknar sjeu jaröir þær, sem
keisarinn', klaustrin og furstarnir
hafa áSur haft umráö yfir, og þeim
skift upp. Þetta er aSaláhugamálið
meöal rússnesku bændanna, og
bráöabirgöastjórnin lýsti því snemma
yfir, aö hún setti sig ekki á móti
þessu, en ljeti þingiö urn aS gera
út um þaS mál, þegar þaö kæmi sam-
an.
Þessi flokkasamsteypa viröist nú
Iiafa yfirtökin i Rússlandi, og af
henni hefur veriö stofnaö til full-
truasamkomu þeirrar í Petrograd,
seni sagt er frá hjer á undan. Af-
staöan til friöargerSar var rædd þar
mikiö um miðjan apríl. Tscheidze
hjelt því fram, aö allar stjórnir ófriö-
arþjóðanna gæfu yfirlýsingu um, aö
þær hugsuSu ekki til laiidvinninga,
og á þeim grundvelli vildi hann þegar
í staö fá friö. Hann sagSi, aö þetta
þing yrði aö halda fast fram þeirri
kröfu, og hún hlyti aö leiöa til friö-
ar- SíSan var borin fram til umræðu
og samþykt löng skýring á afstöðu
þessa verkmanna- og hermanna-þings
til ófriöarmálanna og stóöu umræður
um hana svo dögum skifti. í henni
segir aö byltingamennirnir rússnesku
vilji halda áfram aö vinna aö því, að
friSur náist á þeim grundvelli, aö
þjóSirnar sjeu frjálsar og meðal
þeirra riki bróðerni og jafnrjetti. Yf-
irlýsingar frá öllum stjórnum um
það, að þær hugsi ekki um landvinn-
inga, muni vera kraftmesta meSalið
til þess að binda enda á stríöið meö
þeim skilyrðum. En meðan þetta sje
að komast í kring og meöan stríðs-
ástandið haldist, þá játi hinir rúss-
nesku lýöveldismenn, aö þaö geti ver-
iö skaðlegt fyrir frelsiö og framtíðar-
hugsjónirnar aö herlínan sje veikt,
e’S'a dregið úr mótstöSuaflinu þar.
Því skori verkmanna- og hermanna-
þingið á alla lýöveldismenn Rúss-
lands, að þeir geri alt, sem í þeirra
valdi standi hervörnunum til efling-
ar, bæði á herlínunni sjálfri og í verk-
smiöjunum, sem aö baki hennar sjeu.
Þetta sje, eins og sakir standi, nauö-
synlegt til þess aS hin mikla bylting
sigri.
Kerenski sagöi, aö þaö, sem mest
væri um vert í rússnesku byltingunni,
væri, aö lýðveldisflokkarnir hefSu
fengiS tækifæri til þess aö beita sjer
þar, og framkoma þeirra hefði breytt
takmarki hernaðarins. Plugsjónir
þeirra væru frjáls og vinsamleg við-
skifti milli þjóöanna í framtíöinni.
En nú stæöi sjerstaklega á. Lýöveld-
isflokkarnir rússnesku heföu varpaö
frá sjer allri hugsun um landvinn-
inga. En meöan sama yfirlýsingin
kærni ekki fram hinumegin herlín-
urinar, yrSu Rússar aS vera á verði,
til þess að verja hið fengna frelsi.
Á verkmanna- og hermanna-þing-
inu var einnig samþykt ályktun um
afstöðu lýSveldisflokkanna til bráöa-
birgðastjórnarinnar. Þar var skorað
á þá alla, að halda fast saman um
verkmanna- og hermanna-ráðiö-, og
lýst yfir nauðsyn á því, að það starf-
aði stööugt og beitti áhrifum sínum
á bráðabirgðastjórnina þannig, aö hún
yrði aö vinna sem öflugast gegn öll-
um þeim kröftum, sem stríddu á móti
stefnu stjórnarbyltingarinnar, og aö
. hún yröi aö stuðla aö eflingu lýö-
veldishugsjónanna í landinu, svo aö
þær næöú til allra svæða þjóölífsins,
og aö hún yröi að vinna aö því, að
allsherjarfriður kæmist á, án land-
vinninga og skaðabótakrafa, en að til
grundvallar fyrir friðinum yröi þaö
lagt, aö ibúar allra landa hefðu skil-
yrði til frjálsra þjóðlegra framfara.
Bráöabirgöastjórnin rússneska hef-
ur orðið aö taka aS sjer meir og meir
í framkomu sinni út á við þessa
stefnuskrá lýðveldisflokkanna, sem
hjer hefur verið lýst. Hún hefur gef-
iö út yfirlýsingu um það, og stjórn
Austurríkis- og Ungverjalands hefur
lýst yfir, aö hún væri þeirri yfirlýs-
ingu samþykk. Visaði hún til yfirlýs-
ar frá sjer, er þegar hefði komið
fram 31. mars og færi fram á hiö
sama. Hún endurtók þaöy að hún
vildi lifa í friði og vinskap viö hina
rússnesku þjóö'. Þetta var um miöjan
apríl.
Síðan hefur veriö stöðugt þóf um
friöargerð milli Rússa og miðveld-
anna, en ekkert hefur orðiö útgert
um þaS mál. Vopnahlje hefur ekki
verið samiö opinberlega, en í reynd-
inni hefur þar veri'ð vopnahlje. Bráða-
birgðastj. hefur verið umsköpuð eftir
þörfum lýðveldisflokkanna og þeir
viröast öllu ráöa. Miljukoff, sem hjelt
fram þeim kröfum, sem Rússar höfðu
gert í bandamannasambandinu, aö
Rússar fengju að ófriönum loknum
Konstantínópel og að nokkru eöa öllu
leyti yfirráö landanna viö sund-
in frá Svartahafi til Miöjaröar-
hafs, er nú farinn úr stjórninni,
og þessari kröfu er nú með öllu
hafnaö af ráðandi mönnum meö-
a< Rússa sjálfra. Með þessu telur Ker-
enski aö markmiöi hernaöarins sje
breytt. Þaö er ekki framar landvinn-
ingar eða aukning valdsvæðis Rúss-
lands út á viö, heldur umsköpun þjóð-
lífsins heima fyrir. En lýðveldismenn-
irnir rússnesku krefjast sömu mark-
miðsbreytingþ af mótstöðumönnun-
um, og líka af bandamönnum sínum,
en það samkomulag er ekki fengið,
og fyrirstaðan mun engu síðúr vera
hjá bandamönnum Rússa aö vestan-
veröu, Englendingum og Frökkum,
en hjá Þjóðverjum. Lloyd George
vill ekki láta Tyrki halda þeim lönd-
urn, sem þeir höfðu fyrir stríðið, og
Frakkar gera kröfu til að fá Elsass
og Lothringen. Bandaríkjastjórn hjelt
fram líkum sáttaboðum og lýðveldis-
mennirnir rússnesku nú, þegar hún
var að reyna að stilla til friðar um
síðastl. áramót, en nú stendur hún
öðru megin í ófriðnum. í Þýskalandi
er deilt um málið. Sheidemann jafn-
aðarntannaforingi hefur alt af haldið
fram í þinginu þeim skilningi á stríö'-
inu, að það væri varnarstríö frá Þjóö-
verja hálfu, en ekki stríð til land-
vinninga, og með þeim skilningi hafa
þýskir jafnaðarmenn stutt stjórnina
til heraðarins. Þó sagði hann, er Pól-
land og Eystrasaltslöndin voru tekin
af Rússum, að þeim yröi ekki skilað
aftur undir rússneskt einveldi. En nú
er ekki um slíkt að ræða framar, og
um Pólland virðast nú allir sammála,
að það skuli vera sjerstakt ríki aö ó-
friðnum loknum. íhaldsflokkarnir í
Þýskalandi hafa aftur á móti alt af
krafist landvinninga með stríðinu.
Þeir vilja skila aftur því, sem þeir
halda nú af Frakklandi og fá aftur
nýlendur þær, sem af þeim hafa ver-
iö teknar í öðrum heimsálfum, en
þeir hafa viljaö hafa hönd í bagga
um stjórn Belgíu framvegis. Um fyr-
irætlanirnar austur á bóginnhafaverið
uppi ýmsar skoðanir, en líklegt þó,
að miöveldin og Rússland gætu, eins
og nú standa sakir, komiö sjer saman
um skilnaðarlínurnar sín í milli. En
erfiðara viðfangs mun vera að gera
út um framtíð Balkanlandanna, land-
anna kringum botn Miðjarðarhafsins
og meöfram samgönguleiðunum frá
Miöjarðarhafi til Svartahafs. Þar
mætast framtíðarhagsmunir allra
höfuðþjóðanna í Norðurálfunni, sem í
ófriðnum eiga, þannig, að miklum erf-
iðleikum er bundið úr þeim að greiða.
í Þýskalandi hefur stjórnin nú á
stríðstímanum hallast meir og meir
að frjálslyndu flokkunum, en fjar-
lægst íhaldsflokkana. Þetta hefur
smátt og smátt komið fram í yfir-
lýsingum kanslarans í þýska þing-
inu, en berast í framkomu stjórnar-
innar nýlega í deilunni milli frjáls-
lynda flokksins og junkaraflokksins
í prússneska þinginu, því þar tók
stjórnin fasta afstöðu gegn junkara-
flokknum og boðaði algerða stjórn-
arbreyting að ófriðnum loknum, með
almennum kosningarrjetti, sem er
gerlireyting frá því sem áðúr var. En
ekki hefur þó kanslarinn viljað kasta
sjer alveg í arma frjálslyndu flokk-
anna, heldur hefur hann tekið ein-
hvern milliveg milli þeirra og hinna.
Má sjá það í símskeytum hingað síð-
ustu vikuna, að í þinginu hefur orð-
ið rimma milli hans og Scheide-
manns út af fyrirspurn, sem beint var
til kanslarans um friðarskilyriði frá
Þjóðverja hálfu. Hefur Scheidemann
haldið þar fram friði án landvinn-
inga og viljaö fá yfirlýsing stjórnar-
innar um, að hún fjellist á þetta. En
í svarræðu sinni vildi kanslarinn
hvorki fallast a kröfur íhaldsmanna
um landvinninga, nje heldur kröfur
jafnaöarmanna um hið gagnstæða,
segja símskeytafregnirnar. En hann
kvað'st vilja komast aö friöarsamning-
um við Russa. í opinb. tilkynningum
ensku stjórnarinnar hingað er skýrt
frá þessu á þá leiíS', að kanslarinn
hafi ekki viljað birta firðarskilyrði
I’jóðverja, en sagt, að vera mætti að
Rússar semdu sjerfrið, ef þeir liættu
aö hugsa um landvinninga. Þó segir
þar, aö kanslarinn hafi sagt, að sjer
og yfirhershöföingjum Þjóðverja
kæmi saman um, hver friðarskilyrðin
ættu að vera. Er sá skilningur lagður
í ræðu lians í ensku fregnunum, að
hann ætlist til aö Rússar geri sjer-
frið og Þjóðverjar geti síðan farið
sínu fram án allra skuldbindinga. í
simfregnunum segir, að jafnaðar-
mennirnir í þýska þinginu hafi ógn-
aö meö stjórnarbylting og talað um
lýðveldisstofnun. Lítil likindi munu
þó vera fyrir því, að til þess komi.
Að minsta kosti sagði sænski jafn-
aðarmannaforinginn Branting skoð-
anabræðrum sínum í Rússland i vor,
er hann dvaldi um tíma í Petrograd,
aö þeir skyldu engar vonir gera sjer
um byltingu í Þýskalandi. Því færi
fjarri, að nokkurt útlit væri fyrir
hana. Er þó Branting bandamanna-
vinur og fór meö þeirra erindi í
för sinni til Rússlands, en málunum
hlýtur hann að vera mjög kunnugur
og ástandinu öllu. Hafa þýskir jafn-
aðarmenn ámælt honurn harölega fyr-
ir framkomu hans í Rússlandi, en
Frakkar og Englendingar lofað hana.
Síðustu símskeytafregnirnar eru yf-
ir höfuð ekki friðvænlegar. Ein, frá
21. þ. m., hefur þaö eftir Henderson,
verkmannaforingjanum enska, sem
sæti á i herrá'ðinu, að hann telji enga
von um frið, því aö „Þjóðverjar sjeu
enn ekki afhuga því, að kúga undir
sig allan heiminn." Önnur, frá 18. þ.
m., segir, að hermanna- og verk-
manna-ráðið í Petrograd vilji nú aft-
ur setja herinn í hreyfingu á víg-
stöðvunum. Og i opinb. tilk. ensktt
segir, að þaö telji nú frið ekki hugs-
anlegan nema að sigri fengnum. Lik-
lega standa þær fregnir i sambandi
við umræðurnar i þýska þinginu, sem
getið er um hjer á undan, á þann hátt,
aö einhver slík hreyfing hafi orðiö
þar, er lýðveldismennirnir rússnesku
heyrðu, að kanslarinn vildi ekki full-
komlega aðhyllast skoðánir þeirra.
í nýju rússnesku stjórninni er Ker-
enski orðinn hermálaráðherra, og æúi
það fremur aö benda til friðarvilja
þar en ófriðar, enda er þa!ð líka sagt
í símfregnunum, að 6 jafnaðarmenn
hafi tekið sæti í ráðaneytinu, en með
því skilyrði, að Rússar legðu alt kapp
á aö fá bandamenn til friðar án land-
vinninga og skaðabótakrafa.
Ein fregnin segir, að fyrirspurn
hafi verið borin upp um það í enska
þinginu, hver væri tilgangur banda-
rnanna með hernaðinum, og hafi
stjórnin svarað þvi svo, að hann væri
hinn sami sem að undanförnu. í op-
inberu tilkynningunum ensku segir,
að Robert Cecil lávarður hafi i neðri
málstofu þingsins útlistað sko'ðanir
ensku stjórnarinnar á kröfunum um
frið án landvinninga. Hafi hann sagt
þar, að óhugsandi væri, að Arabía,
Armenía, Sýrland og Gyðingaland
yrðu nokkru sinni framar látin undir
yfirráð Tyrkja. Sömuleiðis hefði
hann sagt það um Austur-Afríku, að
hún yrði ekki látin aftur undir yfir-
ráð Þjóðverja. Enska stjórnin gæti
ekki heldur sagt neitt við því, a'ð ítal-
ir heimtuðu hjeruö sín af Austuríki,
og auövitaö þyrfti ekki um það aö
tala, að Þjóöverjar hjeldu Elsass og
Lothringen. Allir væru sammála um
það, að Pólland yrði sjerstakt ríki.
Enska stjórnin mundi ennfremur setja
þau skilyrði fyrir friöi, að Belgia,
Norður-Frakkland og Serbía fengju
skaðabætur.
En þessar yfirlýsingar enskustjórn-
arinnar eru tvímælalaus neitun á
stefnuskrá rússneska verkmanna- og
hermanna-ráðsins í ófriðarmálunum,
og þá um leið á stefnuskrá rússnesku
stjórnarinnar, þar sem það á svo mik-
inn þátt í henni.
Hindenburg um stríðið.
Nafnkunnur spánskur blaðamaö-
ur átti viðtal við Hindenburg
hershöfðingja, skömmu eftir aö
Bandaríkin sögðu Þjóðverjum stríð
á hendur, og segir frá viðtalinu í
„Deutsche Reichsseit." 12. apríl. Fyrst
spyr hann, hver áhrif Hindenburg
áliti að friðslit Bandaríkjanna muni
hafa á ófriðinn.
„Þau ein, sem við höfum bú-
ist við og sjeð fyrir,“ svarar
Hindenburg. „Það er augljóst, að
jafnmikilvæg ákvörðun og hinn hlífð-
arlausi neð'ansjávarhernaður er, hafi
ekki verið afráðin án þess að gera
sjer mjög nákvæma grein fyrir öll-
um hugsanlegum afleiðingum, og þá
að sjálfsögðu þeim, að Bandaríkin
segðu okkur stríð á hendur. Úr því
viö afrjeðum aö beita neðansjávar-
hernaði takmarkalaust þrátt fyrir
það þó viðbúið væri að það leiddi til
ófriöar við Bandaríkin, þá hefur
okkur auðvitað ekki vaxið sú hætta
í augum. — Mjer er það fullljóst, að
fjármunalega er það hagur fyrir
fjandmenn vora, en í þessum ófriði
hefur það komið i ljós, sem annars
er ekki venjan, að með peningum ein-
um veröur ekki hernaður rekinn, að
þeir eru ekki það sem mestu máli
skiftir. Englendingum kemur það
sjálfsagt vel, að fá fje að láni frá
Ameriku, en ekki ljettir þaö þá
skuldabyrði, sem nú hvílir á þeim.“
— „En hvað haldið þjer þá um
vopn og skotfæri frá Bandaríkjun-
um?“
— „Ameríkublöðin fullyrða, að
bandamenn fái engu minni vopn og
skotfæri að vestan, þó Bandaríkin
lendi í ófriðnum. Undanfarið hafa
þau látiö bandamönnum svo mikið í
tje af hergögnum að naumast mun
hætta á því, að þau geti á það bætt.
Jafnframt hafa þau i hyggju aö koma
á fót j/2—2 milj. her. Aö þau geti
vígbúið slíkan her að öllu leyti og
jafnframt selt bandamönnum hergögn
eftir sem áður, virðist ekki geta kom-
ið til mála. Til þess að koma sliku
i verk, yrðu Bandaríkin að auka stór-
um framleiðsluna á hergögnum, en
til þess þarf all-langan tíma. Fyrst
um sinn er ekki mikil hætta á því,
að Bandaríkin geti lagt óvinum okk-
ar til hergögn eð.a vistir, fram yfir
það sem verið hefur.“
—- „En heldur þá yðar hágöfgi,
að þýska hafnbanninu og neðansjáv-
arhernaðinum geti engin hætta stafað
af Bandarikjaflotanum?“
„Áreiðanlega engin. Úr því enski
flotinn, með aöstoð frakkneska, í-
talska, rússneska og japanska flot-
ans, hefur ekki getað reist rönd við
kafbátahernaðinum, þá getur heldur