Lögrétta

Issue

Lögrétta - 23.05.1917, Page 2

Lögrétta - 23.05.1917, Page 2
90 LöGRTETTA f Þrjár nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,00. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á íslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. ekki Bandaríkjaflotinn gert það. Bandamenn hafa alls ekkert nýtilegt vopn gegn kafbátunum. Hafnbannið veröur áhrifameira meö degi hverj- um. Ef Ameríkumenn auka flutning- ana á sjó, fer áhættan sívaxandi fyrir þá. Því fleiri skip sem sigla þess fleirum sökkva kafbátarnir." — „En hver áhrif haldið þjer aö liðsauki frá Bandaríkjunum geti haft á Noröurálfuófriöinn?" — „Þó Bandaríkin geri alt, sem í þeirra valdi stendur, og þó að banda- menn styöji þau sem frekast þeir geta, t. d. sendi þeim herforingja til aö æfa liöiö, þá þarf tæpast aö búast viö því, að fyr en í fyrsta lagi aö ári liðnu verði unt að flytja her frá Ameríku sem nokkru veruiegu nem- ur.“ — „En að ári liönu, yðar há- göfgi —?“ — „Já, haldið þjer aö víð bíðum aögerðalausir svo lengi sem fjand- mönnum voru þóknast? Á þessu ári segja bandamenn að ófriðnum skuli lokið. Hvað okkur snertir, þá er það svo, að viö erum við öllu búnir. Aust- ur-vígstöðvarnar eru nú svo ram- byggilegar og svo vel liðaöar, að jafnvel þó Brusiloff eða hans nótar vildu við engu hlifast og leggja mis- kunnarlaust líf hermanna sinna í söl- urnar, þá heföu þeir einskis sigurs að vænta. — Við höfum ekki búist við neinni stjórnarbyltingu á Rúss- landi. Austur-vígstöövarnar voru fulltryggar, þó hún hefði ekki komið fyrir, en hitt getur ekki dulist, jafn- vel bjartsýnustu bandamönnum, að hún er okkur til mikils hagnaöar, enda þora þeir ekki nú orðið að bera á móti því. I fyrra þurftum við á úr- valaliði okkar að halda, til þess að verjast áhlaupum Brusiloffs, og þá urðu vestur-vígstöðvarnar að bjargast af eigin rammleik og með litlu liöi. Þrátt fyrir þetta bar árás Frakka og Englendinga engan árangur. Nú er alt öðru vísi ástatt. Vestur-vígstöðvarnar eru nú svo styrkar, að þeim er engin hætta búin, hversu sem á þær er ráð- ist. Á öllum vígstöðvununr erum við nú algerlega óhultir og höfum nú meira og æfðara varaliði úr að spila til þess að mæta áhlaupum hvar sem vera skal en nokkru sinni fyr í ófriðn- um.“ — „Býst þá yðar hágöfgi við að verða búinn að ganga milli bols og höfuös á bandamönnum að ári liðnu ?“ — „Við spádóma fæst jeg ekki. Jeg læt þá góðu herra, bandamenn- ina, um þá. Þjer getið og tæpast bú- ist við þvi, að jeg fari að skýra yður frá fyrirætlunum mínum. En varist þjer að líta á nokkuð út af fyrir sig, sem bera kann við á einhverjum víg- stöðvum, hvort heldur sem er á landi, sjó eða í loftinu, því alt slíkt er að eins einn liður í margbreyttum sam- hangandi fyrirætlunum. Her og floti starfa í samvinnu sem ein heild. Jeg get sagt yður að nú, eftir að eins tveggja mánaða kafbátahernað, hefur það komið í ljós, að við höfum reikn- að rjett. Sú leið, sem við höfum valið, eftir vandlega athugun á öllum þeim hættum, sem henni kynnu að fylgja, flytur okkur að takmarkinu." — „Yðar hágöfgi heldur þá, að þegar Ameríkumenn eru vígbúnir, þá verði ástæðurnar í Norðurálfunni þveröfugar við það, sem þeir bjugg- ust við, og að þeir verði þá að aka seglum eftir því?“ — „Þeirri spurningu get jeg ekki svarað. Það liggur fyrir utan minn verkahring. Jeg hef haft annað að gera en að kynna mjer almennings- álit og ýmisleg stjórnmálastraum- hvörf, sem leitt hafa Bandaríkin út í ófriðinn. Hvað mig sjálfan snertir, þá skil jeg ekki að alþýðan í Banda- ríkjunum geti verið sannfærð um að það sje nauðsynlegt eða hyggilegt að eiga í ófriði við okkur. Hvatir Wil- sons og vina hans eru mjer full- ljósar. Stjórnmálamenn og auðkýf- ingar Ameríku hafa lagt út í óálit- legt fyrirtæki. Ef þeir eiga nú ekki að tapa lánum sinum, þá eiga þeir einskis annars kost en að leggja alt í sölurnar fyrir bandamenn og reyna að bjarga þeim. Nú er eftir að vita hversu þetta blessast, og hvort al- menningur í Bandaríkjunum verður svo herskár, er til lengdar lætur. Við höfum ekkert augnablik gert lítið úr þeim hættum, sem yfir okkur vofa, og hinu alvarlega útliti. En Ameríka hefur gengið í lið með fjandmönn- um okkar og hefur útrýmt öllum efa og öllu hiki. Við stöndum einir í heim- inum með bandamönnum okkar, með augun opin en algerlega rólegir. Við höfum tekið tillit til alls, sem fyrir getur komið. Eftir bestu samvisku, og með bestu þekkingu, sem menn yfirleitt hafa, höfum við valið þá leið, sem liggur til sigurs og friðar. í byrj- un ófriðarins sagði jeg að alt væri undir skapstillingu og taugum manna komið, að þetta rjeði úrslitum ófrið- arins. Jeg stend enn við þetta. Jeg treysti skapstillingu og taugastyrk þýsku þjóðarinnar, hugsa um mitt starf og horfi geiglaust fram á síð- ustu úrslitaorustuna. Jeg veit, að þýska þjóðin bregst hvorki keisara símim nje hcrforingjum.“ Lloyd George um stríðið. Þess var getið fyrir nokkru hjer í blaðinu, eftir símfregnum, að Lloyd Georges hefði boðað í ræðu, að frið- ur væri í nánd. En nánari skýringar fylgdu ekki símfregnunum. Nú er ræðan komin hingað í útlendum blöð- j um. Hún var haldin í samkomusal Ameríkumanna í Lundúnum 12. apríl I og voru ensku ráðherrarnir og sendi- | herrar bandaþjóðanna í stríðinu á- samt fleirum þar gestir þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna talaði fyrst um þátt-töku þeirra í ófriðnum, en síðan átók Lloyd George til máls. Hann lagði fyrst aðaláherslu á þá kenningu, að núverandi stríð væri barátta fyrir frelsi, og sagði, að þátt- taka Bandaríkjanna í ófriðnum nú væri sönnun fyrir því, að sú kenning. væri rjett. Stríðið væri háð gegn her- valdinu, hvar sem væri í heiminum. Þetta hefði verið rauði þráðurinn í hinni löngu ræðu Wilsons forseta, þegar hann hvatti til þess í senati Bandaríkjanna að friði yrði slitið við Þýskaland. Kvaðst hann ekki lá stjórn Bandaríkjanna það, þótt hún hefði verið all-lengi að átta sig á því, hvert væri eðli þessa stríðs, sem nú geys- aði um Norðurálfuna. Flest af stór- stríðum fyrri tíma hefðu verið háð til landvinninga, og því væri það ekki óeðlilegt, að menn hefðu framan af hugsað svo vestan hafs, að sami væri hugurinn enn undir niðri, þótt ann- að væri látið í veðri vaka; það væru kongarnir, sem enn væru á ferðinni á líkan hátt og áður. En það, að Bandaríkin væru nú komin inn í ó- friðinn, sagði hann að fyllilega sýndi, að hjer væri ekki um þess konar stríð að ræða, heldur um stórvægilega bar- áttu fyrir frelsi mannkynsins.—Hann kvaðst hafa hugsað all-mikið um það, hvers vegna Þjóðverjar hefðu á þriðja ári ófriðarins ögrað Banda- ríkjunum út í hann á móti sjer. Því þeir hefðu gert það að fullkomlega yfirlögðu ráði. Menn væru að segja að þýska stjórnin hefði haldið ýmsum hliðum hins borgaralega lífs þar vestra þannig háttað, að óhugsanlegt væri að Bandaríkin legðu út í strið. En hann kvaðst enga trú hafa á þeirri skýringu. Svarið væri aftur á móti gefið af sjálfum Hindenburg í ummælum, sem blöðin væru nú að hafa eftir honum. Hans skoðun væri sú, að kafbátarnir þýsku gætu verið búnir að gera út af við England áö- ur en Bandaríkin væru viðbúin til nokkurs gagns í ófriðnum. Hann segði, að næstu 12 mánuðirnir færu í það hjá Bandaríkjunum, að búa sig út. En „hann þekkir ekki Bandarík- in“, sagði Lloyd George. Svo segði hann, að þegar Bandaríkin loks eft- ir 12 mánuði væru tilbúin, þá hefðu þau engin skip til þess að flytja á her sinn til vígvallanna í Evrópu. Þetta er hans hugsun og þýsku stjórnarinn- ar, sagði Lloyd George. En þótt þau hafi nú reiknað þarna rangt, sagði hann, þá er ekki skynsamlegt af okk- ur að líta svo á, að þau hafi ekki haft nokkra ástæðu til að hugsa svona. Og því verða nú bandamenn, og þá eink- um Englendingar og Ameríkumenn, að hafa allan hug á því, að láta þetta ekki reynast rjett reiknað, „láta fara um þetta eins og Hindenburgslínuna á Frakklandi, sem við nú þegar höf- um rofið“. — Vegurinn til sigurs og vissan fyrir sigri liggur í einu orði, og það orð er; skip! „Jeg sje líka,“ sagði hann, „að Bandaríkjastjórninni er þetta ljóst, því jeg heyri sagt, að hún hafi gert ráðstafanir til bygg- ingar 1000 skipa til flutninga yfir Atlantshafið, og eigi hvert þeirra að bera 3000 tonn.“ Þá sneri ræðumaður máli sínu að þeim mistökum, sem bandamönnum hefðu orðið á í stríðinu og dró ekki dul á, að þau væru mörg. „En með öllum mistökunum erum við (þ. e. Englendingar) hægt og hægt komn- ir þangað, sem við nú stöndum,“ sagði hann. „Við erum seinir til en þraut- segr. Við erum vanir því, að gera allar hugsanlegar vitleysur meðan við beitum öngulinn, en samt höfúm við oft á endanum veitt vel.“ Og eins ætlaðist hann til að færi í þetta sinn, en sagði að mistök þeirra ættu að verða Bandaríkjamönnum til við- vörunar. Kvað það gleðja sig, að nú væru menn að koma vestan um haf til þess að kynna sjer hernaðarstarf- ið, eins og það væri nú rekið í Eng- landi. En fyrir utan þann styrk, sem hann bjóst við' frá Bandaríkjunum í hernaðinum, sagðist hann telja það mjög mikils vert, að þau ættu að eiga þátt í friðargerðinni, þegar að henni kæmi. Þar ætti að gera út um framtíð þjóðanna um marga mannsaldra, og óheppilegt hefði það verið, ef jafn áhrifamikið veldi og Bandaríkin væru hefði ekki getað neytt sín þar, en nú hefðu þau með þátttöku sinni í stríðinu skapað sjer rjett til þess. Þá fór hann að tala um friðarhorf- urnar, en ummæli hans um það efni eru rnjög óákveðin. Hann sagði, að lýðveldismennirnir vildu alstaðar frið, og svo var að heyra sem hann ætlaðist til að þeirra hugsun sigraði. Hann kvaðst sjá friðinn nálgast, ekki frið með endalausum undirbúningi til ófriðar, heldur verulegan frið. Hann sagði, að undarlegir atburðir mundu gerast, og þeir mundu gerast bráðlega. Stríðið mundi, ef til vildi, hætta áður langt um liði. En hann ljet ekki uppi,á hvern hátt hann hjeldi að það mundi hætta, eða á hverju hann bygði þau ummæli, að það mundi hætta bráðlega. Hann talaði um, að verið væri að eyðileggja vald Tyrkja er hvílt hefði að undan- förnu eins og skuggi yfir bestu lönd- um NorðUrálfunnar, að Rússland væri að kasta af sjer margra alda ánauð- aroki og að Wilson forseti væri orðinn bandamaður í baráttunni fyrir frels- inu. Þetta alt væri dagroði hins nýja tíma. Unnnæli hans til stuðnings friðar- vonunum voru ekki ákveðnari en þetta. En í sambandi við ummæli Wilsons forseta í Bandaríkjaþinginu síðastl. vetur um það, að fyrir sjer vekti að friður kæmist á án sigurs nokkurs af ófriðaraðilunum, og svo þeirra yfirlýsinga, sem fram voru komnar í Rússlandi um frið án land- vinninga, voru þessi orð Lloyd Geor- ges þýdd svo af ýmsum, sem þau miðuðu í sömu áttina, því ekki mætti búast við varanlegum friði svo fram- arlega sem einhver af ófriðarþjóð- unum yrði að lokum talin sigruð og með hana farið í friðargerðinni sam- kvæmt því. Lloyd George gæti vart hugsað sjer varanlegan frið á þann hátt. En áður hefur hann margsagt, að friður yrði ekki saminn fyr en að prússneska hervaldið væri brotið á bak aftur, og kallað það skilyrði fyrir varanlegum friði, svo að það virðist mjög óljóst, hvað hann eigi við með ummælunum hjer á undan, þótt friðarvinir reyndu að teygja þau sínum vilja i hag. Kosningalagabreytingar á Englandi og ísrsku málin. í síðustu opinb. tilk. ensku stjórn- arinnar segir svo frá: „í neðri deild þingsins var rætt um frumvarp til endurbóta kosningalaganna og er þar aðal-uppástungan sú, að veita öllum mönnum, sem komnir eru yfir 21 árs aldur, kosningarrjett. Skilyrðin eru þau, að þeir hafi haft sex mán- aða vist eða starfrækslu í kjördæm- nu. Enginn kjósandi má fara með fleiri en 2 atkvæði. Enn fremur er gert ráð fyrir kosningarrjetti fyrir konur, sem komnar eru yfir þrítugt og hafa þegar atkvæðarjett við hjer- aðakosningar, en því atriði er skotið til atkvæða þingsins. Forsætisráðherra sendi foringjum íra brjef og skýrði þeim þar frá því hvernig stjórnin hefði hugsað sjer að leiða írsku málin til lykta. Heima- stjórnarlögin skulu þegar ganga í gildi fyrir 26 hjeruð til 5 ára. Ráðu- neyti skal sett á fót í írlandi, það hefur vald til gjöf ná einnig til þeirra hjeraða sem undanskilin eru, og einnig að ræða einkafrumvörp. Fjármálunum verður ráðið til lykta svo að allir megi vel við una. Rá'ðáneytið hefur tillögu- rjett um það, að heimastjórnarlögin nái einnig yfir undanskildu hjeruðin. Ef þessar tillögur stjórnarinnar þykja óaðgengilegar, þá hvetur forsætisráð- herra foringja Ira til þess a!ð kalla saman þjóðfund á írlandi og koma fram með tillögur til samkomulags.. Foringi sambandsmanna skrifaði að flokkur sinn mundi leggja uppástung- ur stjórnarinnar fyrir fund sambands- manna. Og andinn í brjefi hans var yfir höfuð góður og friðsamlegur. Redmond svaraði fyrir heimastjórnar- menn, að flokkurinn væri því ósam- þykkur að írlandi væri skift, jafnvel um stund, en fjellist á hina uppá- stunguna um þjóðfund. Síðustu frjettir. Ýmsar helstu fregnirnar, sem sím- skeytin hafa flutt, eru sagðar hjer á undan. Frá bardögum er sagt á vest- ur-vígstöðvunum, frá Isonzo og í Makedoníu. Hjá Isonzo er sagt að harðar orustur hafi verið og að Aust- urríkismenn sendi þangað hjálparlið. Sjóorusta var nýlega í Adríahafi, milli Austuríkismanna og Itala, en ' virðist áhrifalítil. Ensk herskip og ’ flugvjelar hafa gert árás á ^ebrúgge og skemt þar höfnina. Þýskir kaf- bátar hafa sökt 3 kornflutningaskip- um sænskum og sagður kur mikill út af því í Svíþjóð. — I Kanada kvað standa til, að þar verði lögleidd her- skylda. — Petain hershöfðingi hefur verið gerður að yfirforingja alls Frakkahers. Jellicoe aðmíráll hefur verið gerður yfirforingi enska flota- ráðsins, og Sir E. Geddes hefur geng- ið inn í enska ráðuneytið sem um- sjónarmaður verslunarflotans. Deilur eru nú milli Breta og Þjóð- verja út af því, að spítalaskipum hafi verið sökt af Þjóðverjum á leið milli Englands og Frakklands. Segja Bret- ar sögur af því til ásökunar Þjóð- verjum, en Þjóðverjar halda því hins vegar fram, að Bretar hafi látið her- flutningaskip ganga undir merkjum spítalaskipa, og eru stöðugt einhverj- ar slíkar þrætur uppi milli þeirra. Eimskipafjelag Islands. Lagarfoss kominn í fyrsta sinn til höfuðstaðarins. Það hlýtur að vera hverjum íslend- ingi hinn mesti gleðiviðburður, að nú höfum við fylt skarðið stóra, sem varð er „Goðáfoss“ strandaði í vet- ur. „Lagarfoss“ er nú kominn í hans stað. En hjer má ekki nema staðar. Hafi nokkur íslendingur verið í vafa um, hvílíkt nauðsynjafyrirtæki Eimskipafjelag íslands er fyrir þetta land, þá hlýtur sá vafi að hverfa með öllu, þegar menn athuga, hvað gerst hefur á þessum síðustu tímum. Englendingar hafa nú sett þá aðal- reglu, að hver þjóð megi að eins flytja til sin vörur á sínum eigin skipum. Þetta gera þeir auðvitað fyrst 0g fremst til þess að' þær þjóðir, t. d. Norðmenn, sem hafa meiri skipastól en þeir þurfa handa sjálfum sjer, verði annaðhvort að láta skipin liggja arðlaus eða sigla fyrir ófriðarþjóð- iinar. Frá þessu hafa fengist nokkr- ar undanþágur nú til að byrja með. En alveg er óvíst, hvort framhald Hvernig standa þá þær þjóðir að vígi, sem engin skip eiga til þess að flytja til sín nauðsynjarnar ? Það getur hver sagt sjer sjálfur. íslendingar hefðu verið slík þjóð, ef Eimskipafjelag Islands hefði ekki verið stofnað, og þjóðin fylkt sjer utan um það, svo sem hún hefur gert. En fjelagið er enn þá alt of fjelitið. Skip þess eru of fá. Nú er ekki í önnur hús að venda en til Ameríku um matvöru til landsins, og þegar menn athuga verslunarskýrsl- urnar, þá munu menn sjá, að þó bæði skip fjelagsins sjeu höfð í stöðugum ferðum milli Reykjavíkur og Amer- íku, án þess að þau sjeu tafin til nokk- urra strandferða, þá gætu þau ekki gert meira en að flytja til landsins rjett að eins hina allra nauðsynleg- ustu matvöru, til þess að landsmenn þurfi ekki að þola hungur. Þetta ættu þau að geta gert. En þau geta heldur ekki meira. Okkur vantar alt, sem þarf til framleiðslu, bæði til lands og sjávar. Og með hverju eigum við að borga matvöruna, ef fram- leiðslan hættir ? Það er því lífsnauðsyn fyrir land þetta að efla Eimskipafjelagið tafar- laust svo mjög, að það geti annast þá flutninga til landsins, sem þurfa til þess að við getum náð að okkur svo mikilli matvöru, að við deyjum ekki úr hungri, og að við getum haldið uppi að minsta kosti svo mikrlli fram- leiðslu, að við getum borgað þá mat- vöru. Þetta er lágmarkið. En eins og fyr er sagt, vantar mikið á að þessu lágmarki sje náð, og það' er okkur til lítils sóma. Því hjer er andvara- leysi og fyrirhyggjuleysi uni að kenna, en alls ekki getuleysi. Lesend- ur Lögrjettu muna eftir „Hvöt til allra Islendinga", sem Hannes Blön- dal orti í vetur út af skipakaupum Eimskipafjelagsins. Þar stendur með- al annars: „Vjer eigum mátt, ef viljann vantar ekki og vitið til að hugsa og skilja rjett. En bresti framkvæmd bökum vjer oss hnekki og byrði þá, sem verður ekki ljett.“ Þetta er rjett hjá skáldinu Við höfum alveg nægilegt fje til þess að kaupa fyrir svo mikið af hlutum í Eimskipafjelaginu, að það verði fært um að auka skipastól sinn svo að dugi. Mjög fáir landsmenn hafa lii.ig- að til lagt svo mikið til hlutafjár fje- lagsins að þá munaði um það. Á hinn bóginn er það mjög heillavæn- legt fyrir fjelagið, hversu a'menn hluttakan hefur verið. Það gerir fje- lagið að alþjóðarfyrirtæki. En menn verða að opna betur pyngjur sínar til hlutakaupa í fjelaginu. Nú er einnig svo komið, að fyrir- sjáanlegt er, að fyrirtækið getur gef- ið góða vöxtu, þó það hafi orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni þegar það misti „Goðafoss“, þó það hafi haft tiltölulega mjög lág flutningsgjöld og þar með haldið niðri flutningsgjaldi annara skipa, og þó það hafi lagt talsvert í sölurnar til hagræðis fyrir landsmenn, eins og t. d. nú, er það hefur látið „Lagarfoss" fara nokkurs konar strandferð norður fyrir land. Til þeirrar ferðar hefur „Lagarfoss“ þurft að eyða 15 dýrmætum dögum. Ef leigskip landsstjórnarinnar „Es- condito" hefði verið látið fara þá ferð, mundi hún hafa kostað lands- sjóð um 60 — sextíu — þúsund krón- ur, samkvæmt leigumálanum á því skipi, þegar kolin eru talin með. En styrkurinn úr landssjóði til Eimskipa- fjelagsins er fyrir alt þetta ár einar 40 þús. kr. Ef menn vilja nú íhuga þetta, þá munu þeir fljótt sjá hversu mörg hundruö þúsund krónur mundu þess að láta írska lög- verður á þvi. *• ■r

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.