Lögrétta - 23.05.1917, Side 4
92
LÖGRJETTA
Dvergfur.
Trjesmíðaverksmiöja og timburverslun Hafnarfjarðar
Flyg'enring’ & Co.
Talsími 5 og 3
tekur að sjer smíðar á hurðum, gluggum, listum allskonar, húsgögnum og
öðrum smíðisgripum.
Selur enn fremur alls konar timbur til húsabygginga.
Innan skamms á fjelagið von á stórum timburfarmi frá Halmstad.
Aðalfundur
Búnaðarfjelags ísiands 1917.
Hann var haldinn í IðnaSarmanna-
húsinu í Reykjavik laugardaginn 12.
maí.
Forseti mintist látinna fjelags-
manna, þeirra er höfSu staöið í sjer-
staklegu sambandi viS búnaöarfjelag-
ið: Ásgeirs Torfasonar efnafræðings
(d. 6. sept. f. á.), sem lengi hafSi
veriS í samvinnu viS fjelagiS og sein-
ustu árin í stjórnarnefnd þess, Þór-
halls biskups Bjarnarsonar (d. 15. des.
f. á.), sem hafði veriS einn af helstu
hvatamönnum þess aS fjelagiö var
stofnaS, veriS forseti þess í 6 ár
(1901—-1907), og öll árin frá þvi aS
þaS var stofnaS veriS í stjórn þess
og fulltrúi þess á búnaöarþingi og
jafnan átt mikinn og góSan þátt í
störfum þess. Skömmu áSur en hann
ljetst, hafSi hann stofnað sjóS til
minningar um Björn son sinn, sem
dó 13. júlí í fyrra, er hann var viS
búnaöarnám í Noregi. SjóSurinn er
falinn stjórn búnaSarfjelagsins og á
aS verja vöxtum hans til aS styrkja
unga íslendinga til náms viS búnaS-
arháskóla NorSmanna, — Geirs kaup-
manns Zoega (d. 25. mars þ. á.), sem
hafSi í mörg ár veriS i stjórn Bún-
aöarfjelags SuSuramtsins, áSur en
þaS snerist upp í BúnaSarfjelag ís-
lands, og Magnúsar Stephensens
landshöfSingja, heiöursforseta fje-
lagsins (d. 3. apríl þ. á.). Fundar-
menn tóku undir þaS meS því aS
standa upp.
Forseti las upp reikning fjelagsins
1916 og yfirlit yfir eignir þess um
lok þess árs. Reikningurinn var þeg-
ar yfirskoöaSur, og höfSu yfirskoö-
unarmenn engar athugasemdir gert
viS hann. Eignir fjelagsins um árs-
lok 1916 voru kr. 80148,23, en um
árslok 1915 höfSu þær veriö kr.
78268,91. Eignaauki á árinu var kr.
í879,32. AS vísu fóru gjöldin 1916
dálitiS fram úr áætlun, því aö dýr-
tíSin kom að nokkru fram viS bún-
aöarfjelagið eins og aðra, en tekjurn-
ar fóru líka aS mun fram yfir áætl-
un, svo aS eignaauki varS ekki minni
en til var ætlast og þó rúmlega það.
Þá var gefin skýrsla sú, sem lög
fjelagsins mæla fyrir um, um störf
fjelagsins. Fer sú skýrsla hjer á eftir.
Jaröræktarfyrirtæki, sem
fjelagiS haföi afskifti af áriS sem
leiS, voru þessi:
Miklavatnsmýraráveitan. Til henn-
ar greiddi fjelagiö á árinu kr. 2380,05.
ÞaS var síSasta afborgun af þeim
6000 kr. styrk, sem fjelagiö haföi
heitið til hennar í öndverSu. Endur-
bót sú á því verki, sem getiS var um
í ársfundarskýrslunni í fyrra aö til
stæöi, var framkvæmd að mestu í
fyrra, eftir forsögn Jóns landsverk-
fræöings Þorlákssonar. Búist er viö
aS þar muni mega veita á í vor.
Til annara vatnsveitinga var veitt-
ur 962 kr. styrkur, nálægt fimtungi
kostnaöar viS þær. ÞaS voru 172 kr.
til Hraunshólmastíflu í Laxá í SuSur-
Þingeyjarsýslu, 100 kr. til áveitu á
Hriflu og i Holtakoti í sömu sýslu,
530 kr. og 160 kr. til áveitu á Efri
og SySri Steinsmýri í Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Til varnar viS vatnságangi voru
veittar 300 kr. ÞaS var styrkur til
stíflugerSar í Landeyjum (Fíflholts-
fljót).
Til undirbúnings áveitutilranna
voru greiddar kr. 439,40, þar af á
Hólum í Hjaltadal kr. 349,40 og á
Miklavatnsmýri 90 kr. SíSar hefur
veriS samið við GuSmund bónda
Báröarson í Bæ í Flrútafiröi um á-
veitutilraunir þar. Um áveitutilraun-
ina í MiSey 1916 er nú komin skýrsla.
Fyrir gróSurrannsóknir á Mikla-
vatnsmýri voru greiddar kr. 60,40.
Dr. Helgi Jónsson framkvæmdi J>á
rannsókn án borgunar fyrir verk sitt.
Það sem greitt var var aS eins út-
lagSur kostnaSur. Samskonar rann-
sókn þarf aö gera í sumar á SkeiS-
unum, því 1 ráSi er aS byrjaö verði
nú í sumar aS vinna aS áveitunni þar.
Til samgírðinga, annara en girS-
inga fyrir kynbótagripi, var variö
aö eins kr. 118.47. ÞaS voru eftir"
stöövar af styrkjum, sem lofaS hafði
veriS fyrir árslok 1914. SíSan hefur
engum slíkum styrk veriö lofaS.
Til jarðyrkjunámsskeiða var var-
ið 540 kr.: í Einarnesi, hjá Páli kenn-
ara Jónssyni, 240 kr.; hjá BúnaSar-
sambandi SuSurlands 120 kr., hjá
BúnaSarsambandi Borgarfjarðar 180
kr. Styrkurinn var, eins og áður, 40
kr. fyrir hvern nemanda, sem naut
kenslu í 6 vikur og kennarinn gat
vottaö um aS loknu námi, aö hann
væri vel fær um aö fara meS plóg
og herfi. Eitt slíkt námsskeiS er í
ráSi, aS bætist viö í vor, hjá Jóhanni
bónda Eyjólfssyni í Brautarholti.
Um gróSrarstööina í Reykjavík og
sýnistöSvarnar nægir aS vísa til
skýslunnar, sem út er komin í Bún-
aðarritinu. Þess skal getið, aö af fje
því, sem gróSrarstööin er talin fyrir,
gengu til sýnistöðvanna 300 kr. og
til garöyrkjukenslunnar 839 kr. AS
þeirri kenslu er nú á hverju ári miklu
meiri aösókn, en hægt er aö fullnægja,
og er þaö illa fariö, aö þurfa að vísa
nemendum frá. Til gróSrarstöSvar-
innar sjálfrar gengu 2617 kr. Er þaS
nokkuS fram yfir áætlun — alt hækk-
ar í verði — en tekjurnar af henni
fóru líka 670 kr. yfir áætlun. — Ein-
ar Helgason garSyrkjumaSur hefur,
eins og áSur, útvegað mönnum fræ
og áburö frá útlöndum. Sumar teg-
undir, sem um hefur veriS beSiS',
hafa Jió ekki fengist, t. d. kalísalt.
Um leiöbeiningarferöir SigurSar
SigurSssonar búfræSings til mælinga
fyrir áveitum o. fl. vísaö til ársskýrslu
hans í Búnaðarritinu.
Þá er rjett aS minnast hjer á sand-
græSsluna, þó afskifti búnaSarfjelags-
ins af henni sje á annan veg en hin-
um jarðræktarfyrirtækjunum, sem
nefnd hafa veriS, þar sem búnaðarfje-
lagið veitir ekki fje til hennar, heldur
hefur aS eins — undir yfirumsjón
landsstjórnarinar — til meSferöar til-
tekna fjárhæö, sem veitt er úr lands-
sjóði til sandgræSslu og varnar gegn
sandfoki. Stjórnarnefnd búnaðarfje-
lagsins hefur faliS Einari Helgasyni
umsjón sandgræSslunnar. Býst jeg
við, að BúnaSarritið muni sxSar flytja
skýrslu um hana. Þess skal hjer að
eins getiS, aö aðalverkið var, eins og
áður, unniS á Reykjum á SkeiSum,
en auk Jxess nokkuð í Landsveit,
Kaldárholti, Bolungavík og víðar.
Þetta ár er í ráSi, að unnið verði á
Reykjum, á Mjósundi í Flóa, á
Landi, á ReySarvatni, í Kaldárholti,
í Meöallandi og víðar. Árið 1916 og
1917 var minna fje veitt í fjárlögun-
um til sandgræSslu en áSur, sjálfsagt
af því, aö búist hefur veriö við, að
engin ný svæði yröi tekin til girö-
ingar Jxau árin, vegna Jiess að girð-
ingarefni yrði afardýrt eða ófáanlegt,
eins og reyndist. En ekki verður hjá
því komist, að hækka aftur framlag-
ið til sandgræðslunnar. Vegna áveitu-
fyrirtækjanna fyrirhuguöu bráðliggur
á að hefta sandfokiS á Reykjum,
vegna Skeiöaáveitunnar, á Mjósundi,
vegna Miklavatnsmýraráveitunnar, og
í Einarshafnar og Óseyrarnesslandi,
vegna Flóa-áveitunnar. í fyrra vetur
skemdi sjávarflóö sjógarðinn fyrir
sapdsvæðinu, er siðast var nefnt, og
þar með sandgærðsluna, sem þar var
byrjuö. Á alþingi í vetur fjekst fyrir
milligöngu búnaSarfjelagsins fram-
lag úr landssjóSi, helmingur kostnað-
ar, alt aS 7000 kr., til að endurbyggja
garSinn, en ætlast var til að eigendur
landsins, Eyrarbakkahreppur og Ein-
arshafnarverslun, sem sótt höfðu uiu
styrk þennan, legðu fram hinn helm-
inginn. Þar sem fjárveitingarvaldiö
varö svo vel og fljótt viö þessari
nauðsyn, er þess vænst, að landeig-
endur láti ekki sinn hlut eftir liggja
og bregöi nú fljótt viö meö aö koma
upp garöinum. Ekkert er hægt að
gera við sandgræösluna þarna fyr en
garðurinn er kominn í lag. Verkið á
að framkvæma undir eftirliti lands-
stjórnarinnar.
Búfjárrækt. Til hennar voru
helstu fjárveitingar þær sem nú skulu
taldar:
Nautgripafjelög 30 fengu alls 4807
kr. styrk; var styrkurinn, eins og vant
er, 1 kr. 50 au. fyrir hverja kú fje-
lagsmanna, sem fullnægjandi skýrsla
er gefin um. Páll kennari Zóphónías-
son vann í fyrra vetur fyrir búnaöar-
fjelagið úr skýrslum nautgripafjelag-
anna, og er nú árangurinn af starfi
hans kominn í Búnaöarritinu. I vet-
ur hefur Páll unniö aö því fyrir fje-
lagiö, aö rekja ættir bestu kúnna, og
er búist viö, aö þær ættartölur verði
prentaðar á sínum tíma.
Til eftirlitsmannakenslunnar gengu
600 kr. Skýrsla um hana er í árs-
skýrslu Siguröar Sigurðssonar bú-
fræðings i Búnaöarritinu. Þar er einn-
ig sagt frá ýmsu fleiru búfjárrækt-
inni viökomandi nánara en hjer er
gert.
Til nautgripagirðingar í Þykkva-
bænum var veittur 163 kr. styrkur,
þriðjungur kostnaðar.
Til stóöhestakaupa var veittur
styrkur 2 hrossaræktarfjelögum,
Vestur-Eyjafjallahrepps 100 kr. og
Gaulverjabæjarhrepps 183 kr. 33 au.,
þriöjungur verös, meö venjulegum
skilyrðum.
Til giröinga fyrir kynbótahross var
Hrossaræktunar f j elagi V estur-Ey j a-
fjallahrepps veittur 300 kr. styrkur
og Eyrarbakkahreppi 350 kr., þriðj-
ungur kostnaðar, með sörnu skilyrSum
og vant er.
Til hjeraðssýningar á hrossum fyr-
ir Árness, Rangárvalla og V.-Skafta-
fells sýslur (i Þjórsártúni) voru veitt-
ar 450 kr., og fyrir Borgarfjaröar og
Mýra sýslur 200 kr., gegn Jxriðjungs-
tillagi anarsstaðar aö. — í sumar er
í ráöi aö hrossasýningar verði haldn-
ar í Húnavatns og Skagafjarðar sýsl-
um.
Til sauðfjárkynbótabúa 5 var veitt-
ur 750 kr. styrkur (á Grímsstööum
á Mýrum, SveinsstöSum í Húna-
vatnssýslu, Leifsstööum í Eyjafirði,
Ytra-Lóni í N.-Þingeyjarsýslu og
Rangá í N.-Múlasýslu).
Til hrútasýninga var veittur alls
895 kr. styrkur, gegn öðru eins til-
lagi annarsstaöar að (í V.-Skaftafells,
Rangárvalla og Árness sýslum 450
kr., í Þingeyjarsýslu 180 kr., í Gull-
bringusýslu 30 kr.). í Jxeirri upphæS
felast 235 kr., sem Búnaðarsambandi
Austurlands haföi verið heitiö til
sýningar á sínu svæði árin 1914 og
1915, en kom ekki til greiðslu fyrri
en 1916. ■— Jón H. Þorbergsson var
fyrir hönd búnaðarfjelagsins viö sýn-
ingarnar syðra, og er um þær skýrsla
hans í Búnaðarritinu, en Hallgrímur
Þorbergsson í Þingeyjarsýslu. Næsta
haust er ákveðiö aö haldnar verði
hrútasýningar í Múlasýslum og Aust-
ur-Skaftafellssýslu, og búist við að
þær verSi lika í Eyjafjarðar og
Skagafjarðarsýslum. Jón H. Þor-
bergsson verður til leiðbeiningar á
sýningum eystra, en Hallgrímur Þor-
bergsson nyrðra ef til kemur.
. NiSurl.
Takið eftir!
l»ýdingariM.iMð nýmaeli.
Lífsábyrgðarfjelagið „CARENTIA“
hefur nú ákveöið, aö aöalumboðsmaður Jxess hjer á landi, geti eftir-
leiSis gefið út bráðabirgöa-lífsábyrgðarskírteini, sem að öllu sje jafngild
hinum reglulegu lífsábyrgðarskírteinum fjelagsins, sem út eru gefin á
aöalskrifstofu þess í Kaupmannahöfn.
Þetta er afarþýöingarmikiö nýmæli, því aö í staö' þess, aö þurfa aö
b í ð a eftir því, að úrskuröaS veröi i Kaupmannahöfn, hvort umsækj-
endur fái sig liftrygða eð:a ekki, geta menn nú fengið gott og gilt
lífsábyrgöarskirteini strax þegar læknisskoðun hefur farið frarn, og
landlæknir, G. Björnson, — sem er yfirlæknir fjelagsins hjer á landi —
hefur úrskurðaö, hvort umsækjandi er tækur til lífsábyrgðar. En hingað
til hefur ekkert lífsábyrgðarfjelag trúaö í s 1 e n s k u m lækni fyrir því
starfi. Og ekkert annað' lífsábyrgðarfjelag býöur þessi mikilsverðu
hlunnindi. —
Aðalumboösmaður á íslandi:
Ó. G. EYJÓLFSSON, Reykjavík.
tí
H
H
H
Ö
Ö
í"
&
H
H
a
H
fc
H
O
H
H
O
70 ^
03
o
o
CZ>
cg
z
fcl
o
8
8
m
o
8
ep
>
w
a
8
KRONE IjAflERÖL
er best.
Skritstoia
er opin í LÆKJARGÖTU 6B (inngangur gegnum portið til
vinstri).
Tilgangur fjelagsins er, sarnkv. 4. gr. fjelagslaganna aö „vinna að því,
að lögin um aðflutningsbann á áfengi verði sem fyrst afnumin, svo Og
einnig aö öðru leyti að vinna á móti hvei'ju Jxví, er hnekkir persónu-
frelsi manna og almennuiu mannrjettindum.“
Þeir sem óska eftir aö styðja þennan fjelagsskap meö því aö gerast
meölimir, eða á annan hátt, eru beönir að snxia sjer til skrifstofunnar,
sem er opin frá klukkan 4—7 e. nx.
Fjelagsmenn ákveða sjálfir árstil-lÖg sín.
MONIIMEIIi-ílTEUER
0, Farimagsg. 42.
Köbenhavn 0.
— Katalog tilsendes gratis. —
Umboð fyrir Schannong hefur
Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5.
Reykjavík.
Legsteinar
frá hf. Johs. Grönseth & Co. eru
viðurkendir bestir.
Einkaumboð fyrir ísland:
Gunhild Thorsteinsson,
Suðurgötu 5. Reykjavík.
(Á virkum dögum til viðtals á af-
greiðslu e.s. Ingólfs).
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Ausíurstræti I, Reykjavík,
selja:
Vefnaðarvörur. — Smávörur.
Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði.
Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt.
Prjónavörur.
Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla.
Smurningsolíu.
Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð.
Pöntunum utan af landi svarað um hæl.
PrentsmiÖjan Rún.