Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.05.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.05.1917, Blaðsíða 2
94 LÖGRTETTA . LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst óo blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. sern er á pappír, þó að ekki heföi staðiö á handriti. Þeim 600 krónum, sem verja mátti til aS styrkja útgáf- una, var variS til nýrrar útgáfu af skýrslunum um fóSur og mjólk, sem Ingimundur Guömundsson samdi, en voru nú uppgengnar og lá á aS gefa út aftur. — Geta má þess, aS i vetur gaf fjelagiö út ritling um matjurta- rækt eftir Einar Helgason í því skyni, aS hvetja menn til aö auka hjá sjer garöræktina í vor. Var ritlingnum útbýtt ókeypis, 8000 eintökum, og var ætlast til aS hann kæmi á hvert býli og auk þess allmikiS í kaupstaSina og sjóþorpin. Fjelagatal. Nýir fjelagar áriö sem leiö voru 120. ÞaS sem af er þessu ári hafa bætst viö 102. Er nú fje- lagatalan hátt á 15. hundraSi. Þá fóru fram kosningar. Úti var kjörtími fulltrúanna Eggerts Briems, bónda í ViSey, og GuSmundar Helga- sonar, búnaöarfjelagsforseta, vara- fulltrúans Halldórs Vilhjálmssonar, skólastj., yfirskoSunarmanna Bjarnar Bjarnarsonar hreppstjóra og Magnús- ar Einarssonar dýral. og úrskurSar- mannanna Eiríks Briems prófes- sors og Kristjáns Jónssonar háyfir- dómara. Voru þeir allir endurkosnir til 4 ára. Fulltrúi til 2 ára, í staS Þórhalls biskups Bjarnarsonar, var kosinn Jón H. Þorbergsson fjárrækt- armaSur. Þá var rætt um búnaöarmál. Jón H. Þorbergsson flutti inngangs- ræöu, um innflutning sauöfjár til kyn- blöndunar, og bar upp þessa tillögu: „Fundurinn óskar að búnaðarþing- ið' mæli með því við landsstjórnina, aS leyft verði að flytja inn Border- Leicester-fje, til þess aö tilraunir verSi gerðar meS það, bæði til blöndunar til sláturfjár og til viShalds því hjer á landi.“ Um tillöguna urðu langar umræð- ur, milli Magnúsar dýralæknis Einar- sonar annars vegar og frummælanda og Páls kennara Zóphóníassonar hins vegar. Tillagan var samþykt meö 13:3 atkv. Vigfús bóndi Guðmundsson flutti þessa tillögu, sem hann óskaö'i að fundurinn beindi til búnaðarþings: „Fundurinn lýsir yfir því, að hann er því mótfallinn, að ákveöið sje há- marksverð á landbúnaðarafurðum, eins og nú hefur veriö gert fyrir framleiöendum sjálfum." Tillagan samþykt með 9:3 atkv. Sami fundarmaður bar fram þessa tillögu: „Fundurinn felur búnaðarþinginu að ræöa málið um styrkveitingu úr landssjóSi til búnaðarfjelaga og skora á alþingi að styrkja fjelögin fram- vegis.“ Tillagan samþykt meS 9 samhljóöi atkv. Loks bar Páll kenuari Jónsson upp þessa tillögu: „Fundurinn óskar aS búnaðarþing taki til athugunar, hvort ekki megi á einhvern hátt bæta úr hinum til- finnanlega skorti landsmanna á hent- ugum og fljótvirkum jarSyrkjuverk- færum.“ Tillagan var samþykt meö 9 sam- hljóSa atkv. Samgöngutæki nútímans Og innlend framleiðsla. Á þessum tímum horfir lífið ekki neitt glæsilega við, fyrir þeim þjóð- um, sem þurfa að sækja nauðsynj- ar sínar til annara landa. Vertu sjálf- um þjer nægur er málsháttur, sem yfirstandandi tímar sanna. Hvenær á sú hamingja að falla í skaut þjóð vorri, að hún læri að nýta öfl lands- ins og gæði? — Ef þessir reynslu- timar ekki geta orðið sá skóli, sem nægir til að eyða síðasta hikinu, þá veit jeg ekki hvað getur hrist af oss mókið. Sem afskektri eylandsþjóð er oss nauðsynlegt að eiga skip til flutninga milli lands vors og annara landa, og til strandferða kringum landið. þetta er það, sem þegar er viðurkent, og að nokkru leyti komið í framkvæmd. En nútíðarkröfum samsvarandi tæki til að nota innnytjar landsins rífast menn um, hvort borgi sig að eign- ast. það eru alls ekki glæsileg tákn tímanna, berandi vott um þröngsýni og kjarkleysi þjóðarinnar, og einnig vantrú á eigin mátt, að aðalformæl- andi nútíðar samgöngubóta innan- lands skuli hafa fallið við kosning- ar til alþingis, og nú vera kominn úr þjónustu landsins. Ósamlyndi í hvers konar mynd hefur lengi háð framförum á þessu landi. En hvernig geta menn nú ef- ast um nauðsynina á fullnægjandi innanlandssamgöngum eftir reynslu þá, sem nú er fengin fyrir fallvelti þess að reiða sig á annara landa framleiðsiu, jafnvel þótt skip væru nóg til. Ef Flóa- og Skeiða áveitan væri nú komin í fratnkvæmd, búið að leggja járnbraut austur yfir Suð- urlandsundirlendið frá Reykjavík, eft- ir henni gengu rafmagnsbrautir knúð- ar afli úr Sogsfossunum frá aflstöð, sem einnig gæti miðlað rafmagni til annara þarfa Reykjavíkur og nær- liggjandi bæja og bygða, þá þyrfti ekki að óttast matvælaskort í þeim bæjum, sem nytu þar af. þá gæti Reykjavík fengið daglega og oft á dag að sumarlagi eins mikið og hún gæti drukkið af nýmjólk, skyr, osta, smjör, kálfskjöt, nautakjöt og kart öflur, ræktaðar á sandsvæðum með sjónum, t. d. í kringum Eyrarbakka. Ef sú framfarastjórn, sem tók við völdum, þegar innlenda stjórnin var sett hjer fyrst á fót, 1903, sæti enn þá að völdum, væri þetta líklega alt komið i framkvæmd. Skuldugir vær- um við þá að vísu, líklega að með- altali eins og önnur lönd voru skuld- ug fyrir stríðið. En mikil blessun fylgdi þeim skuldum. það má fram- leiða margbreytt matvæli á landi voru í stórum stíl, bæði með gras- rækt, kvikfjárrækt og garðrækt. Víða við hveri mætti reka garð- rækt í stórum stíl, til mikils á góða, og með áveitum má gera grasræktina óbrigðula. En með þeim innanlandssamgöngum, sem við höf- um nú við að búa, verður hvorki gras, kvikfjárræktarafurðir nje garða- matur fært úr stað svo neinu nemi. Eins og eðlilegt er, liggja oft bestu áveitu- og grasræktar-svæðin fjarri bestu beitarsvæðunum og garðrækt- arsvæðunin fjarri bestu markaðs- svæðunum fyrir þær afurðir. Mörg er einnig sú framleiðsla af kvikfjár- rækt, sem ekki er auðið að færa á markað nema með góðum nútíðar- samgöngum. þær raddir ættu því sem fyrst að þagna, sem mæla á móti því, að oss sje þörf á og auð- I ið að koma á fót hjá oss nútíðar- i samgöngubótum innan lands. ísland hefur svo margvíslega mögu- leika að bjóða, og þjóðin er ekki enn þá orðin svo fjölmenn, að hún geti ekki framleitt í landinu mikið til fullnægjandi matvælafnrða handa sjer, ef hún aflaði sjer nauðsynlegra áhalda til að hagnýta sjer möguleika þess. það er þá fyrst járnbrautin um stærstu ræktunarsvæðin, auðvit- að fyrir ratmagnslestir. það er tví- mælalausf höfuðframtíðar-mál þess- arar þjóðar, að nota, sem mest hún getur, rafurmagn framleitt með foss- afli. Ef nokkur dugur væri í þjóð- inni, ætti hún ekki að linna látum í blöðunum og á þingmálafundum í því, að knýja þingið og stjórnina til að gangast fyrir því hið fyrsta að auðið er, að koma upp afistövð- um við hentuga fossa til rafurmagns- framleiðslu, bæði til þess að knýja rahnagnslestir, þar sem slíkra sam- göngubóta er þörf, og til að full- nægja eldiviðar og ljósmetisþörf land- sins; til áburðarvinslu og framleiðslu iðnaðar. þessu jafnframt þarf að koma í framkvæmd áveitum. Stór- áveitufyrirtækjum með jökulvatni eins og Flóaáveitan og Skeiðaáveit- an, einnnig garðræktunarfyrirtækjum í stórum stíl, einkum fram með sjó, þar sem hentugt er jarðlag, t. d. sandur, og auðvelt að afla þara til áburðar; einnig kringum hveri og laugar, þar sem er volgur harðlend- is-jarðvegur eða sandur. Ef til vill mætt koma á slíkum fyrirtækjum þegar í sumar, einkum á söndum við sjóinn, þar sem jarðvegurinn þarf lítinn undirbúning. Mætti ef til vill afla töluverðs forða af karöflum með því móti, ef hægt væri að út- vega útsæði. Flyíja síðan uppsker- una landveg með bílum, eða þá sjó- veg, eftir því sem hentaði betur. Ætti stjórn landsins að athuga þetta. Ef til vill væri tilvinnandi að verja einni eimskips mánaðarleigu í þetta. Er ekki hugsanlegt að nokkru af fje því, sem landstjórnin ver til að ná í korn frá útlöndum, væri eins vel eða betur varið til að efla framleiðslu innan lands. Ekki sje jeg mögnleika til þess fyrir alþýðu manna að lifa á þ’essu dýra korni. Með kjötmeti, fiskmeti og mjóikur- mat’ þurfum við garðamat; hefðum við gnægð af þessu, gætum við lif- að góðu lífi. Eins og rm stendur eru samgöng- urnar innan lands því til fyrirstöðu að við getum eins vel og ella hjálp að okkur sjálfir. En meðan þannig standa sakir mætti reyna að hjálpa sjer með bílum, en einnig þá þarf að útvega sem hentugasta fvrir kring- um stæður vorar. það ríður ekki mest á því fyrir oss að þeir sjeu hraðskreiðir, en að þeir sjeu sterk- ir, endingargóðir, láti vel að stjórn og geti flutt töluvert mikinn þunga, vegna ójafnanna á vegunum, ónýtu brúnna, krókanna og mishæðanna verða þeir að vera litlir, en þeir geta komið að miklum notum, ef þeir að öðru leyti væru sniðrir eft- ir þörfum vorum. Ætti að styrkja sveitafjeiög og einstaka menn til að útvega sjer þau flutningatæki, þar sem flutningaþörfin er mest. Til eru senniiega í heiminum nú bílar af þeirra gerð, sem oss væri hentug, og er það hlutverk umboðsmann- anna að leita eftir þeim gerðum. Eins mætti fá bílaverksrniðjur til að smíða bíla, sem sjerstaklega væru lagaðir eftir þörfum okkar og ástæð- um, ef töluvert mikið væri keypt. það er eins og hjer þyki það best við eiga að binda fyrir augun og áipast áfram blindandí, ekki fylgja ákvörðun, sem bygð væri á vand- legri íhugun og miðaðiað vissu tak- marki. því fálmi þurfum viö að hætta. Hversu góða atvinnu sem íslenskur verkaiýður fær hjá erlend- um mönnum, sem stunda síldveið- ar eða aðrar fiskiveiðar hjer við land, og þótt meiri hluti þjóðarinnar gæti lifað um tíma af þeirri atvinnu, þá verður þó farsælla að stunda eigin atvinnugrein, jafnvel þótt um stund virðist sem sú atvinna gefi minni arð. það er æfinlega vissast að vera sinnar eigin gæfu smiður. Með því eina móti getur þjóðin hagnýtt möguleika landsins, að hún hafi í höndum fullkomin nútíðar áhöld, bæði til reksturs framleiðsunnar og til flutninga. það, sem aðallega þarf tii að koma slíku í framkvæmd, eru peningar, og þar af leiðandi láns- traust. Eftir öllum líkum mætti fá nóg fje til jafnauðsærra ávinningsfyrir- tækja bæði utan lands og innan, ef einhuga fylgi væri hjá þjóðinni við framkvæmd þeirra, og yfirmenn hennar væru sammála um nytsemi þeirra og möguleika til að bera arð, Vantrú á arðsemi og notagildi slíkra fyrirtækja er ekkert annað en vantrú framtíö landsins og þjóð- arinnar. það er eindregið skoðun mín, að slík fyrirtæki beri landinu sjálfu að kosta, en að ekki sje verið að sníkja eftir því að útlend auðfjelög komi hjer á fót þess konar þjóð- nytja-fyrirtækjum og fái þar með í höndur möguleika til að hampa fjör- eggi þjóðarinnar, og hneppa hana í auðvaldsbönd. Hjer vantar helst viljann, og full- þroskaðan skilning, ekki máttinn. Aflstöðvar við hentuga fossa, reknar fyrir landsfje, til að framleiða raf- magn, og fullnægja með því öllum þeim þörfum, sem kol og gufa eru notuð til að fullnægja í öðrum lönd- um. Stór jarðræktarfyrirtæki bæði rekin fyrir almannafje og af ein- stökum mönnum, sem þá fyrst geta boriö sig, þegar samgöngurnar eru komnar í fullnægjandi horf. Járn- brautar- og iðnaðar-fyrirtæki, með öðrum orðum aðal-viðreisnar og framtíðar-velferðarmál þjóðarinnar, Þrjár nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Yerð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,00. Guðm. Finnbogason, dr. ptiil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. eru þau mál, sem vérða eiga aðal- umræðumálin og skifta þjóðinni í flokka í næstu framtíð, ef hún ekki, eins og búast má við af fyrri reynslu, getur unnið að þeim sammála. Um- ræður um lítisvarðandi mál, eða þá útrædd og vel afgreidd mál, eins og bannlögin, mega ekki, meðan þetta er ógert, fylla blöðin og eyða tíma þingsins. Alvara, og einhuga vilji til viðreisnar, rjettur skilningur á því, hvað til þess útheimtist, fórn- andi kjarkur og framsýni til að full- nægja þörfum þjóðarinnar með framleiðslu landsins eru undirstöðu- atriði þess manngildis, sem leiðandi menn þjóðarinnar þurfa að vera gæddir. þá er heldur von til þess að við „kúrum ekki mikið lengur á þessari möl og allir til ónýtis dauðir.“ 25. apr. 1917. Indriði Guðmundsson. Stríðið. Síðustu frjettir. Símskeytafregnirnar frá síöustu viku segja frá bardögum á vestur-víg- stöhvunum, á ítölsku vígstöSvunum og í Makedoníu. Á Carsó-sljettunni er sagt aö ítalir hafi sótt fram og tekið' 9000 fanga, en önnur fregnin segir.aSAusturríkismenn hafi ígagná- | hlaupi tekiS 4600 fanga. Annars vir5- ! ist lítt skera úr í bardögunum nú sem stepdur. Ef til vill nokkur framsókn á vestur-vígstöövunum bandamanna megin, en síöustu blaöafregnum ber ekki vel saman um viöureignina þar. í opinberu tilkynningunum ensku frá 25. þ. m. segir, að mikill her sje kom- inn til aSalorustustöðvanna þýsku a8 vestanveröu frá Rússlandi og Rú- meníu og muni Þjóðverjar hafa haft þar 90 herdeildir frá 9. þ. m., Þar segir einnig, að þótt sókn banda- manna hafi nú um hríð ekki verið eins áberandi og áður, sjáist eng- in merki þess, að hún sje aö linast. Hins vegar telja Þjóöverjar vestur- vígstöðvarnar óvinnandi, og engin likindi til þess að úrslit ófriðarins gerist þar. Þeir ætla kafbátahernað- inum að gera úrslitin, og i því skyni er honum látlaust haldið áfram. Er nú alt orðiö svo öfugt og umsnúið frá því, sem áður var, að Englend- ingar tala um að sigra Þjóðverja á landi, en Þjóðverjar tala um að sigra Englendinga á sjó. Skeyti í Mrg.bl. frá 26. þ. m. segir, að guðfræðingadeildir háskólanna í Lundi 0g Uppsölum í Svíþjóð skori á hlutlausa kristna menn, að fá ófrið- arþjóðirnar til að ræða frið. Nokkrar líkur sjeu til þess að friðarfundur verði haldinn. í opinberum tilk. ensku frá 25. þ. m. er sagt, að Robert Cecil lávarður hafi í enska þinginu sagt, að hernaðartilgangur Breta væri hinn sami og hjá Rússum, að ná þeim friði, er trygði þjóðfrelsi og alþjóðavináttu, en að því væri alls ekki stefnt, að koma á heimsríki grundvölluðu á hervaldi. Þar segir og, að rætt hafi verið um það í öllum höfuðborgum bandamanna, hvað Rússastjórn ætti við með kröfunni um frið án land- vinninga og skaðabóta, og hafi mönn- um yfirleitt komið saman utn, að ]>að væri óhugsandi að þeir ættu við það, að eigi yrði skilað aftur löndum, sem ranglega hefðu verið unnin í fyrri styrjöldum, eða Þjóðverjar leystir undan þvi, að greiða skaðabætur fyrir ]>au lönd, er þeir hafa farið herskildi um. — En eigi að gerast upp reikn- ingar fyrri styrjalda, þá er spurn- ing um það, hvað langt skuli farið aftur í tímann; og eigi aílir að fara að skila því nú, sem ranglega er feng- ið í fyrri styrjöldum, ])á yrði úr því algerð umbylting á takmörkum landa og þjóða, því að ef öll stórveldin færu að klippa af sjer skæklana, eftir þeim reglum, þá yrðu þau kotríki á eftir. Fyrstu hersveitirnar frá Banda- ríkjunum eru nú komnar til vígvall- anna á Frakklandi. Rooseveit er þar þó ekki með sjálfboðaliðsveit sína, sem áður hefur verið frá sagt. Nú er sagt, að Wilson forseti hafi ekki vilj- að, aö hún væri fráskilin ríkishern- um og talið það glundroða á herút- búnaðinum. En honum virðist haldið fram í Bandaríkjunum af miklu kappi. í Senatinu voru friðslitin sam- þykt með 82 atkv. gegn 6, og í full- trúaþinginu, eða neðri málstofunni, með 373 atkv. gegn 50. Friðarvinir ljetu allmikið á sjer bera, þegar þing- ið kom saman til að ræða um friðar- slitin snemma i apríl, en síðan er ekki getið um neina misklíð út af ófriðn- um þar vestra. í einu fregnskeytinu hingað er sagt, að her sá, sem kominn sje frá Bandaríkjunum til Norðurálf- unnar, sje að tölu 22 þúsundir land- hers og 2600 sjóliðs. Foringi Banda- ríkjahersins heitir Pershing. Wilson gerir ráð fyrir, að Bandaríkin hafi til búna miljón manna til að senda á vígvellina fyrir næsta haust. Forsætisráðherra Ungverja, Tisza greifi, er farinn frá völdum, en við tekinn í hans stað Joseph erkihertogi. Petain hershöfðingi kvað vera gerður yfirforingi alls bandamannahersins á vestur-vígstöðvunum. í opinb. tilk. ensku frá 25. þ. m. segir, að neðri málstofa enska þings- ins hafi ekki viljað fallast á uppá- stungur Lloyd Georges í írska mál- inu, en allir flokkar hafi verið sam- mála um, aö írskur þjóöfundur, skip- aður öllum stjettum landsins, yrði haldinn til að hugleiða, hvernig írska málið mætti verða til lykta leitt. Frjettir. Tíðin hefur verið góð undanfarna viku, vætusamt nokkuð og besta gróðrarveður. Skipferðir. 23. þ. m. kom hingað vöruflutn.skip Andr. Guðmundssonar, Edína, með salt og síldartunnur, eftir 4 daga ferð frá Skotlandi. — Sama dag komu tvö seglskip frá útl., ann- að meö vörur til Jóns Björnssonar & Co. í Borgarnesi, en hitt með salt- farni til Haddens í Hafnarfirði. — 26. þ. m. kom danska skonnortan Hermod frá Kaupmannahöfn með matvörur til Páls kaupmanns Gísla- sonar, þar á meðal talsvert af smjör- líki. Hún er að stærð 300 smál. og fór frá Khöfn 1. maí. — Lagarfoss fór hjeðan vestur um haf 25. þ. m. Bisp kom að vestan í gær með olíu- farm. — ísland kvað fyrir nokkru vera lagt á stað frá New-York og Escondito fór frá Halifax síðastl. laugard. I gær kom seglskip til h.f. Ægis frá Miðjarðarhafi. — Ceres er komin til Fleetwood. Skip strandar. 24. þ. m. vildi þaö slys til, að seglskipið Shelton Abbey, sem var á leið hingað með salt og tunnur til Kveldúlfsfjelagsins, strand- aði suður í Grindavík, lenti þar upp á sker, í þoku, um 30 faðma frá landi. Sipstjóri björgunarskipsins Geir fór suður að strandstaðnum 26. ]>. m. ísl. skonnortu sökt við Færeyjar. 25. þ. m. fengu þeir O. Johnson &

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.