Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 13.06.1917, Side 2

Lögrétta - 13.06.1917, Side 2
102 LÖGRJETTA Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,00. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7.00 og kr. 11.00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. H.f. Eimskipafjelag íslands. Ameríkuferdir þessar verða farnar, svo framarlega er engar hindranir koma í veginn: GULLFOSS fer væntanlega frá Reykjavík nálægt 20. júní, og frá New-York um 22. júlí. LAGARFOSS fer væntanlega frá Reykjavík um 28. júlí, og frá New- York um 1. september. Frá fimtudegi 7. júní meðtökum vjer plásspantanir, en aðeins skriflega. Reykjavík 4. júní 1917. H.f. Eimskipafjelag íslands. . LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á tslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. undir merkjum hennar.*) Væri hjer um mikilvæga siðbót að ræða, ættu áhrif hennar að vera tekin að koma í ljós, í vaxandi trúarlífi og áhuga á eilífðarmálunum. Kirkjurnar ættu alment að vera betur sóttar hjá boðberum hennar í prestastjettinni en hjá prestum gömlu stefnunnar, og kristileg safnaðarstarfsemi meiri og víðtækari. En fremur lítið mun ennþá bera á þessum áhrifum. það mun vera svo um þá stefnu, bæði á þýskalandi og annarstaðar, að hún er mest á orði hjá hinum lærðu guðfræðingum, en hefur enn átt lít- ið erindi til fólksins alment. þegar á þetta er litið, virðist sú fullyrðing nokkuð hæpin, að hún fullnægi betur andlegum þörfum kristins safnaðar en gamla stefnan. En laði hún alment ekki hjörtu mannanna betur að Jesú Kristi en gamla stefn- an, þá eru horlur hennar minni en af er látið, af loftungum hennar. það er ekki eingöngu kenning Jesú Krists, svo háleit og guðdóm- leg sem hún er, sem veitir manns- hjartanu frið og huggun og dregur það nær guði, þar er persóna frels■ arans, krossfesta og aftur upprisna frelsarans, syndugum manni ekki síður dýrmætasta trúarhnossið. það er kross Jesú Krists, sem hefur verið og verður sterkasta aflið til að draga hjarta mannsins úr eymd- ardjúpi syndarinnar upp í faðm guðs fyrirgefandi náðar. Maðurinn getur ekki verið án æðsta-prestsins, sem framber hina miklu friðþægingar- fórn fyrir syndir hans. Krossinn á Golgata er einasta hælið hans, þegar guð gerir lífsreikning hans upp í samvisku hans, og hann finnur sárast til syndar sinnar og sektar við guð, og þá tilfinning fá vísindin aldrei skafið út úr manns- hjartanu, þótt þau striki krossinn út úr fagnaðarerindinu, eða skjóti fagnaðarerindi krossins í fagnaðar- erindinu sem mest til hliðar. »Guð var í Kristi og friðþægði heiminn við sjálfan sig“ hljómar í gegn um alt fagnaðareríndið í N. T. Að vísu fær mannleg skynsemi aldrei til fulls ráðið „gátu krossins* eða leyndardóm friðþægingarinnar ogþess vegna hefur þessi trúargrein hneyskl- að svo marga fyr og síðar. En mannshjartað hneykslastekki á henni, það finnar, að það þarf orð hins krossfesta og uppristna frelsara til að geta komist í andlegt lífssam- fjelag við guð sem friðþægðan föður. Kærleikurinn, sem gekk í dauðann fyrir mennina en var þó sterkari en dauðinn og hefur með hinni algildu fórn sinni friðþægt oss við guð, er sundurkrömdu mannshjartanu hin mesta og guðdómlegasta huggunar- grein. Vísindin geta hrist höfuðið yfír hinni „ljótu blóðkenning" ,en húnhef- ur verið,er og verður fagnaðarerindið sem er kraftur guðs til sáluhjálpar hverjum þeim, sem trúir; syndar- inn hlustar á þennan fagnaðarboð- skap, og finnur í honum fyrir trúna þann frið, sem yfirgengur allan skilning. Friðurinn við vísindin á kostnað trúarinnar er ekki friður við biblí- * Þegar jeg hafðí lokið greinarstúf þess- um, barst mjer í hendur þýðingarbyrjun á bók Harnachs, sem jeg hef áðurgetiðum í trúmálagreinum mínum. í inngangi þessarar þýðingar eftir biskup vorn segir, að bók Harnacks sje »stórfeld vörn fyrir fagnaðarboðskap Jesú«. Ætli það hefði hneyskl að nokkurn, sem eitthvað þekkir til þessarar bókar, þótt biskupinn hefði bætt við þessi ummæli sín: »eins og Harnach skilur hann og skýrir.« Það mun lengstum orka ærins tvímælis, hvort hið guðssonar-lausa, friðþægingar- Iausa og upprisulausa fagnaðarerindi Har- nachs er sami fagnaðarboðskapurinn, sem Jesús og postular hans fluttu heiminum. Titill þýðingarinnar: »Hvað er kristin- dómur?«, minnir á spurningu Pilatusar gamla: »Hvað er sannleikur?* en ekki er það nákvæm þýðing á titli bókar Har- nacks, miklu nær frummáiinu: »Kjarni kristindómsins«. Annars er liklegt, að bókin verði gagnrýnd seinna meir. una, ekki friður fyrir hjarta manns- ins. Jesús Kristur, hinn krossfesti og upprisni frelsari og friðþægjari mannkynsins, fær einn samið þann frið, frið við guð. Sigurður Stefánsson. Dómar um skáldsögur. Það virSist vera nokkrum erfiöleik- um bundið nú á dögum, aS fást við atS rita skáldsögur á íslenska tungu. Vandfýsnin er mikil, útásetningarn- ar margar og ritdómarnir hver öðrum andstæðir. Svo er um dómana um sögur þeirra Jóns Trausta og GuS- mundar á Sandi. Þjóðinni er það þó fyrir löngur orSiö kunnugt, að þeir nafnar eru báðir skáld, og þeir eru báSir þjóSinni kærir fyrir rit sín. Samt eru báSir skammaðir. En hafa þeir unniö til þess? Mjer er næst að halda, aS nöfn þeirra fyrn- ist seint, og eru þeir báðir snillingar í því sem þeir hafa best sagt. En þaS er eins og nú sje aS falla helj- ar þung alda yfir Jón Trausta, svo dynja nú útásetningarnar yfir verk hans. Árni nokkur Jakobsson reiS þar einna fyrstur á vaöið. Ýmislegt hafSi vi5 rök að styðjast t hinum langa ritdómi hans. En hvað varð svo úr honum í heild? Það voru tómar útá- setningar, ekkert minst á það, sem Jón Trausti hefur best gert. En hvað liggur mönnum á hjarta, þegar þeir leggja á stað með slíkt? Jeg hjelt að sjera Matth. Joch. hefði kveðið draug- inn niður fyrir Á. J. með stuttri blaða- grein. En þá rísa aðrir upp. Sumir kenna um öfund yfir þeim krónum, sem Jón Trausti fær úr landssjóði. En þjóðinni er sómi að þvi að hafa styrkt þann efnilega mann og látið honum líða vel. Því ber heldur ekki að neita, að hann hefur líka fengið mikið lof fyrir ritverk sín, og tala þó sögur hans sjálfar skýrast máli höfundarins, þegar flett er upp í þeim bestu köflunum. í ritdómi sínum um „Dúnu Kvar- an“ í ísaf. getur Sigurður Sigurðs- son ekki stilt sig um að sletta til Guð- mundar Magnússonar, segir að þeir G. Kamban og hann sendi frá sjer hvert ritsmíðið eftir annað skrifað á „golfrönsku — þ. e. stíllausu hrogna- máli.“ — Það var eins og mjer hefði verið rekið utan undir, þegar jeg sá þetta. Mjer fanst þetta ekki eiga við um ritmensku G. M. (Jóns Trausta). Jeg fór að velta því fyrir mjer, hvort þetta ætti að eiga við allar sögurnar hans, eða við einstaka kafla í þeim, eða þá við einstök orð, þar sem hon- um hefði eitthvað yfirsjest. Jeg er ómentaður sjómaður, hálf- gerður útlagi. Samt hef jeg samið nokkrar smásögur, en finn það vel, að jeg stend illa að vígi í saman- burði viS jafnmikinn rithöfund og Jón Trausti er. Jeg hef aldrei til þess ætlast, að fá mikið lof fyrir verk min, og sanngjörnum aðfinslum tek jeg með þökkum hjá þeim, sem á þau hafa minst. Eitt er þaö þó, sem jeg á bágt með að átta mig á, og það er, hve ólíkir ritdómarnir eru,t. d. hjá þeim prófessor Á. H. Bjarnason og dr. Valtý Guðmundssyni. Hefur dr. V. G. áður minst hlýlega á sögur eftir „Val“, bæði „Dagrúnir" og „Ut- an frá sjó“. En nú virðist annað hljóð komið í strokkinn, er hann finnur að „Brotum“. Prófessor Á. H. B. segir í „Iðunni": „Þessi maður (Valur) virðist mjer hafa eitthvað verulegt til brunns að bera. Raunar eru „Dag- rúnir“ nokkuð lausalopalegar og bera á sjer ótvíræð merki byrjunarstigsins. En í „Brotum“ er öllu betur þjappað saman og eiginlega hver sagan annari betri .... Það er nokkuð dimt yfir sögum þessum og í þeim kennir al- vöru lífsins. Lítur helst út fyrir að Valur ætli að verða málsvari olboga- barna þjóðlífsins. Haldi hann bara á- fram, eins og hann er byrjaður, í fullu trausti þess, að einhvern tíma, áður langt um líður, muni hann geta skrifað eitthvað stórvægilegt og satt, þótt það ef til vill verði beiskt á bragðið. Því að eins verður þjóðar- böl og mannúðarleysi bætt, að því sje brugðið upp í sem átakanlegustum myndum, sem menn eiga bágt með að gleyma ....“ En dr. V. G. segir í Eimr. um „Brot“: „.... Eru sög- urnar yfirleitt tilkomulitlar og sýna eingöngu skuggahliðina, víl og vol- æði, og þó ekki svo átakanlega, að von sje um nokkur áhrif. Væri og ekki síður þörf á að skrifa eitthvað, sem miðaði til að lyfta mönnum upp úr smásálarskapnum og telja hug og kjark í þjóðina .... Kennir hjer tals- vert meiri hroðvirkni en í fyrstu sög- um „Vals“, jafnvel í sjálfu málinu ....“ Svo ólíkir eru dómar þessara tveggja ritdómara. Og það er eftir þessu ekki vinsælt verk i augum dr. V. G. að skrifa um olbogabörn ísl. þjóðarinnar og baráttu þeirra og stríð. Samt eiga lítilmagnarnir hjer heima á íslandi sína lifsþrá og sögu, sem jeg er í efa um að dr. V. G. þekki, en alvöruleysi og gleiðgosa- skapur held jeg að bæti þjóðlíf okkar ekkert, þó því væri brugðið upp í skáldsögu. Teódór Friðriksson (Valur). Frá höfuðborg bílanna. Það er Detroit, Mich., U. S. A. Jeg hjelt að það mundu þykja frjettir á Fróni að heyra lítið eitt frá Detroit, þeirri borg, sem fram- leiðir 75 af hundr. af allri bílamergð Ameríku. Þessa daga, þ. e. um mánaðamót jan. og febr. 1917, er haldið bílamót hjer, eða bíla-sýning, þar sem allar mögulegar bílagerðir eru sýndar, bíl- ar knúðir áfram með benzíni, vín- anda (alkohóli) og rafurmagni. Um margbreytni bílanna má gera sjer ofurlitla hugmynd þegar þess er gætt, að verð þeirra er milli 300 dala 0g 15,000 dala, eða í íslenskum pen- ingum: mo kr. og 55,500 kr. Síð- asta upphæðin mun þykja nokkuð há, jafnvel handa íslenskum miljónamær- ingum — sem jeg hef heyrt að hepn- ast hafi að framleiða eitthvað af á þessum byltingatímum. Um það, hve mikið hefur verið framleitt af bílum í Detroit síðan 1910, getur verið vert að vita það, sem hjer fer á eftir: Ár. Bílafjöldi. Verð í kr. 1910 .... 114,000 .... 480,000,000 1911 .... 130,000 .... 540,000,000 1912 .... 150,000 .... 610,000,000 1913 .... 283,000 .... 769,600,000 1915 .... 45S,ooo .... 1,239,500,000 1916 .... 950,000 .... 2,220,000,000 Árið 1916 framleiddi Detroit meir en 3000 bíla á dag eða með 8 stunda vinnutima um 400 á klukkustund, 66 á hverri mínútu, eða ríflega einn bil á hverri sekúndu. Og það er ekki laust við,að Detroit- menn segi: „Miklir menn erum við, Hrólfur minn“, eða eitthvað því líkt. Útflutningur nemur ekki helmingi af því, sem framleitt er. Megnið er handa Bandaríkjunum, og það er eng- inn efi á því, að bilaverksmiðjurnar framvegis hafa afar-haldgóðan mark- að handa afurðum sínum um mörg ár enn. Bílar breyta svo mjög kjör- um Ameríkubóndans, að í því felst besta tryggingin fyrir framtíðar- starfsemi bílaverksmiðjanna. Ódýrari bílarnir eru líka að verða besta fram- leiðslan. Ford með sína ljettu og ó- dýru bíla er sá, sem græðir mest, af því hann festi augu á þörfum fjöld- ans. Ford-fjelagið græðir meira en 4 miljónir á dag í hreinan ágóða, en borgar þó betra kaup en nokkur ann- ar bílframleiðandi gerir. 1910 var meðalverð bíla 1140 dalir, 1916 gekk meðalverð bila niður í 631 dal — af því mjög mikið meira var framleitt af ódýrari bílum. Sumir hafa spáð dauða fyrir bila- framleiðslu hjer eftir stríðið, en bíla- verksmiðjurnar sýna ekki miklar lík- ur til dauða fyrir það, enda þótt stríðið hætti. Eitthvað minna mun verða útflutt til Evrópu, en sríðið hefur farið svo illa með hestana, að bíllinn verður sökum þess án alls efa víða velkominn jafnvel í Evrópu eftir stríðið. Og svo má heldur ekki gleyma, að amerísku bændurnir eru mjög alment efnaðir orðnir vegna þeirrar geysi-verðhækkunar, sem stríðið hefur sett á allar afurðir þeirra. Þeir munu því halda áfram að kaupa bíla framvegis, 0g síðasta árið markar í raun rjettri nýtt tíma- bil í bílasölu hjer: bændur eru farn- ir að verða bílaeigendur meir alment en nokkurn tima fyr. Og eftirspurnin eftir ódýru bílunum er að verða framleiðslunni yfirsterkari. Ford t. d. er um 500,000 bílum á eftir pöntun- um. D. Ö s 11 u n d. Stríðid. Síðustu frjettir. Símskeytin segja frá bardögum á vestur-vígstöðvunum og ítölsku víg- stöðvunum. Virðist svo sem sótt sje á báðumegin frá á víxl á báðum þess- um stöðvum, af bandamönnum á ein- um staðnum, en af miðveldunum á öðrum, og skeytin segja frá, að báðu- megin sjeu svo og svo margir fangar teknir. Á vestur-vígstöðvunum hafa Englendingar sótt á norður í Fland- ern, hjá Messines, sem er suður frá Ypres, góðan kipp norðan við landa- mæri Belgíu. Segir í opinb. tilk. ensku frá ákaflegum sprengingum þar, — að Bretar hafi undir hæ'ð einni, sem Þjóðverjar hafi haft vígstöðvar á, komið fyrir 600 smálestum af sterk- asta sprengiefni, og sprengt alla hæð- ina upp. Þetta var 7. þ. m. Ein fregn- in segir, að drunurnar af sprenging- unum hafi heyrst um alt Suður-Eng- land. Segir i ensku fregnunum, að þetta sje svar til keisarans, er sagt hafi í símskeyti til drotningar sinnar, að vorsókn Breta að vestanverðu mundi nú vera lokið. — Suður á víg- stöðvum Frakka er aftur á móti sagt frá sókn af hálfu Þjóðverja, milli Soissons og Reims, hjá Craonne, sem er all-langt í norðaustur frá Soissons. — Frá ítölsku vígstöðvunum er sagt, að Austurríkismenn hafi á 3 dögum tekið til fanga 10 þús. ítali, en áður voru það ítalir, sem sóttu þarna fram, enda var nýlega sagt frá því, að Aust- urríkismenn hefðu stefnt nýju li'ði til ítölsku vígstöðvanna. Mikið þjark hefur verið um friðar- fundarhald jafnaðarmanna í Stokk- hólmi. Það þykir hart méðal friðar- vina, að forsætisráðherra Frakka, Ri- bot, hefur neitað frönskum jafnaðar- mönnum um vegabrjef til þess að sækja fundinn. Hann sagði, er hann skýrði frá þeirri neitun í þinginu, l. þ. m., að enginn einstakur stjórnmála- flokkur gæti tekið að sjer að semja frið. Það væri stjórnarinnar verk, og hún bæri ábyrgð á þeirri truflun, sem þáð hefði valdið í alniennings- álitinu, ef einstakir menn færu að tala eða semja við óvinina um frið. Frakkland hefði þörf fyrir alla krafta sína þetta loka-tímabil stríðsins, sem eftir væri. Friður yrði ekki saminn án sigtirs. —• Jafnaðarmennirnir sem hefðu ætlað til Stokkhólms, gætu fengi'ð vegabrjef til Petrograd og tal- að þar við skoðanabræður sína í Rússlandi. í síðustu útl. blöðum má. sjá, að ræðunni hefur verið tekiði mjög vel af mörgum i þinginu, en að hún hefur mætt mikilli mótstöðu hjá öðrum. Urðu jafnvel ryskingar út af henni, er stungi’ð var upp á, að henni yrði slegið upp á götunum, eins og tíska er þar um þingræður, sem þykja miklu skifta. Forsætisráðherrann tal- ar i ræðunni um ákafan róður fyrir friði, og vítir har'ðlega þá hreyfingu. En auðsjeð er að sú hreyfing stend- ur í sambandi við afstöðu Rússlands til ófriðarins nú, því forsætisráðherr- ann lýsir því yfir, að hann ætli að birta opinberlega öll skjöl, sem snerti samninga milli frönsku og rússnesku stjórnarinnar, segir að fregnir, sem á gangi sjeu um innihald þeirra, sjeu falskar, svo sem það, að til sje leyni- samningur um það, áð Frakkland og Rússland skuli standa saman bæði í sókn og vörn út á við. Enskir jafnaðarmenn taka ekki heldur þátt í Stokkhólmsfundinum. í opinb. tilk. ensku segir, áð1 verk- mannaflokkurinn í Englandi hafi á- kveðið að taka ekki þátt í friðarfund- inum í Stokkhólmi, en senda nefnd manna til Petrograd. Hjá forsætis- ráðherranum franska virtist þó vega- brjefa-afhending til Petrograd eiga að vera því skilyrði bundin, áð1 ekk- ert yrði af Stokkhólmsfundinum. Hann sagði, að vegabrjefin fengjust, er Frakkar ættu það ekki á hættu, að hitta fyrir á leiðiftni, í Stokkhólmi, móti vilja sínum, útsendara frá fjandmönnunum. Hann benti á sænska jafnaðarmanna-foringjann Branting til milligöngu, sem er bandamannavinur. En það eru rúss- neskir jafnaðarmenn, sem hafa ráðið því, að þessi umræddi fundur er hald- inn í Stokkhólmi, og vel má vera að sko’ðanabræður þeirra í Þýskalandi hafi verið í samráði með þeim, er fundarstaðurinn var valinn þarna. Kepnin er nú mjög mikil um það milli bandamanna og miðveldanna, hvernig afstáðá Rússa verði framveg- is til ófriðarins. En þar stendur nú svo á, að enginn getur, hvorki stjórn- in nje nokkur annar, svarað fyrir Rússlands hönd, svo ábyggilegt sje. Skeytafregnirnar hingað segja, að hershöfðingi Þjóðverja á austurvíg- stöðvunum hafi í loftskeyti sent Rúss- um áskorun um að fara að ræða um sjerfrið. Eitt skeytið segir að ráð her- manna og verkmanna hafi svaráð neitandi, en annað skeyti segir að rússneska stjórnin hafi gert það. Svo hefur Wilson Bandaríkjaforseti, seg- ir önnur fregn, sent Rússum langt á- varp og hvatt þá i því til þess að halda ófriðnum áftam. Tveir franskir þingmenn, sem dvalið höfðu mánað-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.