Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 18.07.1917, Síða 1

Lögrétta - 18.07.1917, Síða 1
Nr. 34. Reykjavík, 18. júlí 1917. XII. árg. Myndin er frá Stokkhólmi, tekin er uppþotin voru þar ekki alls fyrir löngu. Um io þúsundir manna hafa safnast saman úti fyrir þinghús- inu á laugardagskvöldi, til þess aö láta í ljósi óánægju meS ástandiö. Alt gekk þar meö fylstu ró, og þingmenn töluöu til múgsins ofan frá svölum þinghússins. A8 lokum voru sungnir jafnaöannannasöngvar. Bækur, innlendar og erlendar, pappí'r og alls- konar ritföng, kaupa allir í Blkaverslun Sigidsar ivmundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Par eru fötin saumuð flest. Par eru fataefnin best. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaöur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Meiri garðrækt og betri áburðarhirðing. Allir, sem komnir eru tií vits og ára, ættu nokkurnveginn aö geta gert sjer hugmynd um, hversu voöalegt böl og hörmungar hin ógurlega heimsstyrjöld leiöir yfir þjóöir þær, sem þátt taka i henni, í manndrápum, hungri, eigna missi og margs konar eyöileggingu. Viö Islendingar höfum ekki neitt af manndrápum styrjaldar- innar aö segja, en samt munu allir vera samdóma um þaö, að af striö- inu sje okkur hinn mesti háski búinn vegna dýrtíöar, siglingateppu og sam- gönguleysis. Flest lönd Evrópu eru okkur aö miklu leyti lokuö, aö því er flutninga til landsins snertir, vegna kafbátahernaöarins, útflutningsbanns og annara ákvæöa, er hernaöarþjóð- irnar hafa sett. Ennfremur eru Banda- ríkin nú komin í stríöiö, og hafa lýst yfir útflutningsbanni á ýmsum vör- um. Þaö er ekki mikið á því aö byggja, þótt menn sjeu að spá því, að stríð þetta muni bráöum vera á enda; slíkar spár hafa einlægt átt sjer stað, síðan stríðið byrjaði, en þær hafa því miður ekki viljaö ræt- ast, og hafa ekki gert annað en að draga menn á tálar, og gert menn að eins skeytingarlausari með það að út- búa 0g hertýgja sig móti sultarvoða þeim, sem viö ef til vill þá og þegar getum átt von á, aö berji að dyrum hjá okkur. Við megum því ekki vera óviðbúnir; viö verðum að búa okkur undir aö taka á móti, ef voöa þennan bæri að höndum, og er þaö meö því, aö framleiða svo mikið af vöru þeirri, sem gæti komið i stað kornmatarins, aö okkur væri enginn háski búinn, þótt aö flutningsteppa yröi, eöa þótt matvara yröi svo dýr, að almenning- ur gæti ekki keypt hana, eins og alt útlit er fyrir, haldi stríðinu áfram og kornvara haldi eins áfram aö stíga i veröi og hún hefur stigið siðan stríðið byrjaöi, þar sem ódýrustu mat- vörutegundirnar eru komnar i 60 kr. tunnan, eins og meðal áburöarhestur fjekst keyptur fyrir stríðið, en dýr- ustu tegundirnar uppundir 100 kr. tunnan, sem var meöal kýrverö fyrir stríðið, þá er ómögulegt að segja annað, en aö verö á kornvöru sje orðið afarhátt, og getur alls ekki hjá þvt farið, aö mörgum einyrkjanunt, sem mikilli ómegð hefur fyrir aö sjá, en Htla eða enga framleiðslu hefur, verði alsendis ómögulegt aö kaupa kornvöru með þessu verði til forsorg- unar fyrir sig Og sína í neitt svip- uðum stíl eins og áður hefur veriö, þótt hún flyttist. Vara sú, sem hjá okkur gæti kom- ið í stað kornmatarins.og íöng reynsla er fengin fyrir, að má rækta hjer með góöum árangri, eru kartöflur og fleiri matjurtir. Þetta hefur líka at- vinnumálaráðherrann látið sjer ttm- hugað um aö kæmist i framkvæmd, þar sem stjórnarráðið hefur nú lagt fyrir sýslumenn landsins aö skora á hreppsnefndirnar, að þær eftir megni, tryggi hreppsbúum, hver í sínum hreppi, útsæði, meö því aö útvega þeim kartöflur til útsæöis, þar sem þær fást innan sveitar eöa utan. Einn- ig hefur Búnaðarfjelag íslands gefið út smárit um matjurtarækt, sem hef- ur verið útbýtt ókeypis. Þótt segja rnegi, aö þessi vakning hafi komið heldur seint, þar sem menn á síöast- liðnu hausti ekki hafa búið sig nógu vel út með útsæöi, þá er nú auðvitað sjálfsagt, aö taka á því sem til er. Áburð þann, sem þarf til þess að rækta þessa væntanlega auknu garða meö, verða menn aðallega aö neyöast til að taka af þeim áburði, sem ætl- aöur hefur verið túnunum, og verö- ur það svo aö vera þetta áriö, en lengur getur þaö ómögulegá gengiö, því að á næsta hausti, haldi stríöið áfram, þurfum viö beinlínis og verö- um að vera svo útbúnir meö útsæöi, að' við sjeurn viðbúnir því versta, að því er aflutning kornvöru til lands- ins snertir; við veröum meö öðrum orðum aö vera viöbúnir því, aö reka matjurtaræktina, sjerstaklega kar- töfluræktina, í langtum stærri stíl en áöur hefur verið. En til þess aö reka garðrækt í stórum stíl, með góðum árangri, þurfum við mikinn og góð- an áburð; og eins og hver heilvita- maður getur sjeð, megum við ekkí fyrir nokkurn mun minka þann á- burð, sem viö höfum verið vanir að ætla túnunum, því tökum við af á- burðinum frá túnunum okkar lengur en næsta ár, leiðir af því búpenings- fækkun, eöa ef til vill búpenings- felli, og sjá allir hvaöa rothögg það er fyrir þjóðina á þessum alvarlegu og hættulegu tímum. Þaö er því á- reiðanlegt, aö úr því aö túnin hjá okkur hefur hingað til vantað áburö, að minsta kosti hjá meiri hlutanum af bændum, þá muni okkur vanta áburð til svo stórkostlega aukinnar matjurtaræktunar, að okkur nægöi til lífsviðurhalds, ásamt með fiski, kjöti, feiti og mjólk, og öðrum þeim efn- um, sem landið framleiöir. Þaö er því, eins og allir geta sjeö, áburður- inn, — fæöa matjurtanna, — sem er hyrningarsteinninn undir lífsfram- drætti okkar fslendinga, aö því er framleiðslu landafurða snertir. Er ]?ví augljóst, aö þaö er lífsskilyrði fyrir þjóöina á þessum tímum, ag auka áburöinn sem mest. En hvernig er áburðarhirðingin hjá okkur, íslensku bændunum? Það mun vera ómögulegt, aö segja ann- aö en að hún sje í mjög slærnu á- standi hjá meirihluta bænda. Hvað hirðingu áburðarins undán nautgripunum snertir, þá mun hún hjá meiri hlutanum vera þannig, aö fjósflórarnir eru hafðir ólagarheldir, mykjan, sem inniheldur tæplega ýú af frjóefnum þeim, sem eru í áburöi kýrinnar, eftir reikningi búfróðra manna, er borin út á klakann í ólag- arheld hailgstæði, oft á sljettan völl, svo allur haugvökvi eöa mykjulögur rennur frá eða sígur niöur i völlinn, svo að í haugnum verður lítið annað eftir en frjóefnasnautt hrat. Þvaginu, sem inniheldur rúmlega % hluta af frjóefnum áburöarins undan kúnni, er ausið út á klakann, og sumstaöar að eins út fyrir fjósdyrnar, og mun það viöa gera lítið betur en að bæta upp þau efni, sem tapast úr mykj- unni í ólagarheldu haugstæðunum, í staðinn fyrir að hafa flórana lagar- helda og safna þvaginu i lagarhelda safnþró, og mykjunni sjer, í lagar- helt haughús eða lagarhelt haug- stæði, eða þá þurka alt þvagiö upp með rnold, mómylsnu, mosa eða öðr- um uppþurkandi efnum, og láta svo alt sarnan með mykjunni i haughúsið eða haugstæðið. Að því er byggingu safnþróa snertir, viröist þaö alls ekki vera ókleifur kostnaður að byggja safnþró og kaupa sement til að se- menta hana, svo lagarheld sje. Vigfús Guðmundsson fyrverandi bóndi í Haga segist, í ritgerð sinni i Búnaðarritinum hafa bygt safnþró 16 fet á lengd, 5 )4 fet á breidd og 6 fet á dýpt, og til þess að sementa hana, svo að hún hafi orðið alveg lagarheld, hafi hann þurft rúmlega ýú tunnu af Portlandssementi. Hann segir, að gryfjan hafi fylst af þvag- inu úr 8 gripum á 6—7 mánuðum. Sementsblöndunina segist hann hafa haft þannig, aö 1 hluta af sementi hafi hann blandað móti 5 hlutum af sandi í holurnar, sem grjótflisar voru vel feldar í áður, en í húðina utanyfir hafi hann blandað 1 hluta af sementi móti 3 hlutum af sandi. Eftir þessu aö dæma, ætti því ekki aö fara meira í safnþró fyrir meðalfjós, af sementi, en ýú tunna, þótt úr henni væri ekki ausið nema einu sinni á ári, sje safn- þróin hlaðin úr nokkuð stóru grjóti. Auðvitað er sement, eins og allar aðrar vörur, orðið ákaflega dýrt, eftir því sem jeg hef komist næst, upp undir 40 krónur tunnan. En þeim bónda, sem efnahagslega er um megn að leggja fram 20 krónur fyrir se- mentið í safnþróna og byggja hana, og spara sjer með því stórmikil korn- matarkaup, þeim hinum sama verður það áreiöanlega um megn, að kaupa fleiri tunnur af kornmat á ári með því afarháa verði, sem nú er á honum, þar sem kornmatartunnan er nú kom- in á 60—100 kr., og hækkar að lík- indum meira, ef stríðið stendur leng- ur. Að því er geymslustað fyrir fjós- hauginn snertir, þá mun verða ráð- legast fyrir bændur alment, eins og nú standa sakir, að hlaða í kringum haugstæðið úr nýristum streng, og hafa leir eða deiglumó í milli lag- anna, og halda því áfram, þar til komið er um 20 þumlunga frá grund- velli. Hafa skal garðinn í kringum haugstæöið ij4 alin á hæð. Botninn skal síðan gera lagarheldan með því aö leggja 10 þumlunga þykt lag af leir eða deiglumó á hann, og stein- svo yfir, uieð þykkum stein- um. — Geti menn, eða vilji ekki, koma sjer upp sementuðum safnþróm fyrir þvagið, annað hvort vegna þess að þeir álíta haganlegra, að þurka alt þvagið upp með uppþurkandi efn- um, eða þá vegna þess að sement verði ófáanlegt, t. d. ef algert aðflutn- ingsbann hjeldi áfram, þá yrðu menn að hafa haugstæðin talsvert stærri. Torfi sál. frá Ólafsdal telur, að til þess að þerra ársþvagið undan einni kú þurfi, 5,57 ten.metra (180 teningsfet) af mold sje hún ekki vel þur. Sá bóndi,; sem áður hefur látið þvag kúnna sinna fara forgörðum, en tæki svo upp á því, að þerra það alt upp með mold, og brúkaði 5,57 ten.m. (180 ten.fet) til þess að þerra upp þvagið undan kúnni, fengi því 180 teningsfetum stærri mykjuhaug undan hverri kú en áður. Gerum nú ráð fyrir, að meðal kerruhlass sje um 0,4019 ten.m. (13 teningsfet), þá yrði áburðaraukinn á hverja kú tæplega 14 kerruhlöss. Sje nú gert ráð fyrir — eins og Benedikt Kristjánsson fyrrum skólastjóri á Eiðum telur hæfilegan áburð i kartöflugarða, þar sem mold- in sje ekki mjög frjóefnasnauð, — aö 3 kerruhlöss þurfi á arann, (um 28 ferhyrningsfaðma), ætti sá áburð- ar auki, sem bóndinn fengi á hverja kú, að duga til þess að teðja kálgarð, sem væri 4% arar (um 130 ferfaðm- ar) að stærð, og ætti sá kálgarður að gefa af sjer, að minsta kosti þar sem góð skilyrði væru fyrir kartöflu- rækt, og með góðri hirðingu, um 13 tunnur. Jeg hef reynslu fyrir mjer í því, að sjeu borin 3 kerruhlöss á arann (28 ferfaðma) og sje þeim áburði dreift jafnt yfir það svæði, þá er það svo mikill áburður, að hvergi er hægt, á því svæði, sem áburðinum hefur verið dreift yfir, að stíga niður fæti, nema að stíga í áburð, og mun ó- víða, sem jeg til þekki, vera borinn svo mikill áburður í garða, en samt dettur mjer ekki í hug, að halda því fram, að ónauðsynlegt sje að bera svona mikið í garðana, heldur þvert á móti, tel jeg það nauðsynlegt, því eftir því ætti að fást meiri eftirtekj- an. Geri maður nú ráð fyrir því, að 2 tunnur af kartöflum sjeu eins góðar og drjúgar til matar í bú að leggja, og 1 tunna af rúgmjöli, sem gömul venja var, og mun það vera óhætt, sjerstaklega þegar tekið er tillit til þess, hve ljúffengur og i alla staði velviöeigandi matur kartöflur eru með öllum soðnum eða steiktum fiski eða kjöti, þá þurfa 6)4 tunnu af rúg- mjöli móti 13 tunnum af kartöflum. Nú er rúgmjölstunnan, og eins hveiti- tunnan af ódýrasta hveitinu, á rúmar 60 kr. eða um 61—62 kr. Kostar þá þessi 6)4 tunna af kornmat, eða það, sem þarf til matar af kornvöru á móti 13 tunnum af kartöflum, um 400 krónur. Bóndi sá, sem býr á jörð, sem hef- ur heldur góð skilyrði til kartöflu- ræktunar, og hefur 3 kýr, sem mun vera nálægt því meðalkúabú hjer á landi, og drýgir áburðinn undan þeim um 16,7 ten.metra (540 ten.fet), og ber áburöarauka þennan í kálgarð, sem væri að stærð tæpir 14 arar (390 ferfaðmar), setur niður í hann kart- öflur og hirðir hann vel í bærilegu tiðarfari, ætti því að geta fengið 39 tunnur af kartöflum, sem væru hon- um jafngóðar og drjúgar í bú að leggja eins og 19)4 tunna af korn- vöru, sem kostuðu bóndann um 1200 krónur, segi og skrifa tólf hundruð krónur, og munu kosta mikið meira, ef stríðið stendur lengur, eða rjettara sagt munu, eftir því sem reynslan hef- ur sýnt, stöðugt fara hækkandi eftir því sem stríðið stendur lengur. Eins og menn munu sjá, geri jeg hjer ráð fyrir að kartöflutunnan muni fást upp úr 10 ferföðmum, eða fimm fjórtándu hlutum ara, og eru mýmörg dæmi hjer á landi til þess, aö sú upp- skera hefur fengist, og enda meiri, enda segi jeg, aö þar sem góð skil- yröi eru til kartöfluræktunar megi fá þessa uppskeru með því, að svona vel sje borið í garðana og þeir vel hirtir. Þar sem lakari skilyrði eru til kart- öfluræktunar fá menn skiljanlega minni uppskeru; en þótt menn færi nú tölur þessar niður um helming, þegar tekið er meðaltal yfir alt land- ið hvað kartöfluuppskeruna snertir, þá get jeg ekki skilið í öðru en hver skynbær maður sjái, að sú upphæð margborgar fyrirhöfnina, auk þess sem hin afarmikla nauðsyn á að framleiða kartöflur og auðvitað allan mat í landinu, eins og nú áhorfist, gerir það að verkum, að ekki er hægt að meta þær framkvæmdir til pen- inga. Áður, meðan útlendu matvælin voru fremur ódýr og við höfðum nóg- ar samgöngur við önnur lönd, og þar af leiðandi gátum fengið þaðan mat- væli þau, sem við þurftum, var ekki eins afarnauðsynlegt fyrir lífsfram- drátt okkar að hirða vel áburðinn, enda er óhætt að segja það, að mikill meiri hluti íslenskra bænda hefur sannarlega látið eins og vind um eyr- un þjóta alt, sem ritað hefur verið urn áburðarhirðinguna, að minsta kosti sýna verkin það, Jiar sem mjer er kunnugt um, og eins annarstaðar, eftir þvi sem búfræðisritin segja. En nú á þessum voðatímum, þegar líf þjóðarinnar getur verið undir því komið að nóg sje til af efnum þess- um, er alt öðru og alvarlegra máli að gegna, þá finst mjer að það sje eins nauðsynlegt, og i fylsta máta sama eðlis, að stjórnarráðið hafi eftirlit með því að áburðarefnin sjeu ekki lát- in fara forgörðum í landinu, — að minsta kosti ekki eins stórkostlega og gert hefur verið, — eins og að hafa eftirlit með vörubirgðum landsmanna. Þar sem að bændur yfirleitt hafa ver- ið jafn daufir og framkvæmdasljóvir með áburðarhirðinguna, eins og verk- in hafa sýnt.þá er það' mitt álit,að hjer megi ekki við svo búið lengur standa. Það er því mín sannfæring og skoð- un, að hjer verði það opinbera, eða stjórnarráðið, að taka í taumana og hafa eftirlit með áburðarhirðingu i landinu, og hugsa jeg mjer fram- kvæmd á því þannig: Að stjórnarráðið skipaði einn mann í hverjum hreppi á landinu, sem hefði eftirlit með þessu og fullveldi til að skipa fyrir um áburðarhirðingu í hreppnum, eftir reglum, sem stjórn- arráðið semdi, sem auðvitað yrðu að vera sniðnar við hæfi og getu bænda nú á þessum tímum. Þar sem það væri áríðandi trúnaðarstarf, sem þess- ir menn hefðu á höndum, þá finst mjer sjálfsagt að þeir ynnu eið að því, að þeir ræktu þetta starf sitt trúlega og samviskusamlega, og gerðu öllum hlutaðeigendum rjett. Auðvitað yrðu þessir menn að fá sanngjarna þóknun fyrir starf sitt. Menn þessir yrðu svo árlega að gefa stjórnarráð- inu skýrslu um það. Einnig ætti stjórnarráðið að láta fram fara leitun eftir mó, með' þar til gerðum verkfærum á þeim jörðum, sem mór hefur ekki áður fundist á, og ætti svo að banna með lögum að brenna sauðataði á þeim jörðum, sem mór væri eða fyndist á, nægilegur til eldiviðar handa ábúendum þeirra. Mjer sýnist þetta lika vera full nauð- syn vegna þess, að fult útlit er fyrir, að kaupstaðabúar, að minsta kosti þeir fátækari, verði að miklu leyti að hætta að kaupa kol, þótt þau flyttust til landsins, vegna þess afskaplega háa verðs, sem á þau er komið, og er þá ekki annað, sem liggur fyrir hjá þeim til. að afla sjer eldiviðar, en að fá að taka upp mó hjá bændum, þar sem mór fæst, nema ef vera kynni að farið yrði að reka íslensku kolanám- urnar. Jeg þykist nú vita, að mörgum muni þykja það óþarfa íhlutunarsemi hjá stjórnarráðinu, að fara að skifta sjer af áburðarhirðingu í landinu, at- huga og skipa fyrirum,hvernig bænd- ur eigi að' fara með skítinn, að þeim þyki það sumum ef til vill, þeim, sem þykjast vera fínastir, nokkuð auðviröilegt. En álit slíkra hugsunar-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.