Lögrétta - 29.08.1917, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
má, aö konungurinn hefur veriö
snöggrakaSur, En þar með1 er sú sögn
hrakin, aS hann hafi engan skegg-
vöxt haft. LíkiS er aS lengd 1,76
metrar, og þar meS er líka sú sögn
hrakin, aö Karl 12. hafi veriö lítill
aS vexti. En þessar sagnir um vaxt-
arlag og skeggleysi Karls 12. kvaö
vera þannig til orðnar, aS vaxmót,
sem tekiö var af höföi konungs dá-
ins, lenti í slangur og tapaSist, en
síSan var vaxmót af höfSi annars
manns, líklega kvenmanns, kallaS mót
af höfSi Karls 12., og á þvi hafa veriö
bygöar sagnirnar sem um er getiS
hjer á undan, og hefur mikiö veriS
um þetta skrifaö, en sænskir fööur-
landsvinir tilkynna nú meS stolti öll-
um heimi, aS þessar sagnir um þjóS-
hetju þeirra sjeu risnar af versta mis-
skilningi. Á höfuökúpunni sjest far-
iö eftir kúluna, sem varö konungin-
um aö bana, og eru ljereftsumbúSirn-
ar báSumegin á andlitinu, sem myndin
sýnir, umbúöir um sáriS. Menn ætla,
aö meö nákvæmri rannsókn megi fara
nærri um, hvort kúlan hafi komiö frá
kastalanum, sem konungur sat um,
þegar hann fjell, eöa frá hans eigin
mönnum. En sú rannsókn hefur enn
ekki veriö gerS.
Landsjóðsverslunin.
Um þaö leiti sem alþing var aö
koma saman í sumar, mintist Lögr.
á helstu málin, sem fyrir þvi lægju
til úrlausnar, og þar á meöal taldi
hún fyrirkomulag landsverslunarinn-
ar, sem orSin er nú mjög umfangs-
íuikil. Þar var minst á ýmislegt í
fyrirkomulaginu og rekstrinum, sem
endurbóta þyrfti og ekki mætti ganga
áfram eins og aS undanförnu.
Því var haldiS fram, aö þingjö
yrö'i aS sjá um þaS, aS forstaöa þessa
mikla og nauSsynlega fyrirtækis yröi
lögö í hendur einhvers þess manns,
sem trygging væri fyrir aS væri henni
vaxinn; í þá stöSu yröi aS fá ein-
hvern af helstu kaupmönnum lands-
ins, sem sýnt hefSi, aS hann gæti
stjórnaS stórverslun svo aö vel færi.
Og bent var á, aö1 heppilegast mundi
reynast aS einhver hinna stærstu og
best metnu viSskiftaforkólfa okkar
tæki sæti í landstjórninni sem ráS-
herra verslunarmála og samgöngu-
mála.
SíSan þetta var skrifaö, hefur
nokkur breyting orSiö á fyrirkomu-
lagi forstööu landsverslunarinnar.
Hún hefur veriö skilin frá stjórnar-
ráSinu og fengin tveimur skrifstof-
um, sem ekki hafa öSru aS sinna.
BjargráSanefnd þingsins kom fram
meS tillögu um þetta, og stjórnin
sagSi þá, aS' sú breyting hefSi þegar
áSur veriS fyrirhuguö af sjer. Ekki
er Lögr. kunnugt um fyrirkomulagiö
á sambandinu milli skrifstofanna. En
yfir aöra þeirra var settur hr. Þóröur
Sveinsson, en hr. Olgeir FriSgeirsson
yfir hina, og hafSi sú skrifstofa
reyndar áSur veriö' til, og hann starf-
aö þar aS úthlutun landsjóSsvaranna.
ÞaS viröist svo sem þessi breyt-
ing heföi átt aö veröa til bóta, þótl
engan veginn væri hún fullnægjandi.
En hvort svo hafi veriö, er ósjeS
enn. Hitt er víst, aS enn er lands-
verslunarmálunum ekki komiS í gott,
eöa viSunanlegt horf. Báðir forstjór-
ar skrifstofanna hafa sagt starfinu
upp, eru aS fara frá því nú um mán-
aSamótin. Ekki heyrist neitt ákveðiS
um, hver sje orsökin til þessa. En
undarlegt þykir þaS. BáSir munu hafa
veriS sæmilega launaöir, svo aS or-
sökin er víst ekki óánægja út af því
atriöi. Þaö er sagt, aö Þ. Sv. hafi
verið launað með 500 kr. á mánuöi,
og þó aö þetta sje í raun og veru
ekkert tiltökumál, þá verSur þaS
skrítiö, er þess er gætt, að starfið,
sem honum var ætlaö, hvildi áöur aS
eins sem aukastarf á skirfstofustjóra
2. skrifstofu stjórnarráSsins, sem hef-
ur í árslaun 3500 kr., ‘eðá ekki fullar
300 kr. á mánuöi.
Nú er hr. HjeSinn Valdimarsson
raöinn forstöSumaSur landsverslunar
innar. Hann hefur nýlokið’ prófi í
hagfræði, getiö sjer þar góöan orS-
stír og er af öllum kunnugum talinn
mjög efnilegur maöur. En hitt getur
engum dulist, aS alla trygging vantar
fyrir því, aö hann sje þeim vanda
vaxinn, aö veita forstöðu umfangs-
mestu verslunarskrifstofu landsins.
Sú þekking, sem til þess útheimtist,
getur ekki fengist meö bóklestri ein-
Skúli alþm. Thóroddsen yngri.
//?0 -- /f/?-
Þeysir öld af öllum mætti
yfiF í lausnir duldra rúna.
Dunar hátt af hófaslætti
heiðin lífs á milli brúna.
Berja feigöar-fótastokkinn
fyllrir jafnt og kotungshnokkinn.
Flestir vilja’ að vegur sljettur
veröld sína’ á enda liggi,
forðast aura’ og allar slettur,
illuklif og gljúfrahryggi.
En sumir fara höldar heldur
heiðarslörkin, — urð og keldur.
Þeir fá elg, — og því er furða,
þegar kemur niðr’ í slakkann,
ef slíkir eiga yfirburða
orðstírs-fák með reistan makkann,
og tafarlaust í tjaldstað hinsta
taka sætið hæsta og insta.
Þú varst einn af þesskyns mönnum,
þótti ei mark að ruddum tröðum.
Slóst í för með gljúfraglönnum,
gæddir þjer á tæpum vöðum.
Brosað gatst við húmi’ og hrapi,
þó hvorugt væri’ að þínu skapi.
Þjer var fjarri að flýja og víkja
fyrir reigðum hleypidómi.
Englamyndum eftir líkja
eflaust fanst þjer hæpinn sómi.
Með sjálfs þín verðleik sæmd að finna
sýndist þjer til meira að vinna.
Engar spár er um að tala
inn í dauðans myrku sveitir —
hvar þeir horfnu aldur ala;
illa hepnast skemri leitir.
En mikill var þinn morgunroði
og merkra starfa fyrirboði.
Jak. Thor.
um saman, ekki án starfs og reynslu.
Ef landsverslunarmálin þykja fara í
rr.iklu ólagi framvegis, má atvinnu-
málaráöherrann búast viS aö heyra
skuldinni skelt á sig fyrir aS hafa
fengiS forstöSuna í hendur ungum
manni og óreyndum. Menn munu þá
segja, aS þetta hafi veriö óþarfi.
Reyndari menn heföi vel veriö hægt
aS fá, en engin tilraun hafi veriS gerS
til þess. Og hann hlýtur þá aS játa,
aS þetta sje satt. Má vera, aö vel
fari, og því fer fjarri, aö Lögr. sje
nokkurt áhugamál aS gera þetta i-
skyggilegra en þaS í raun og veru er.
En hinu veröur varla neitaö, aS ó-
varlega er fariS, og ekki búiö’ svo
tryggilega um hnútana, sem hægt
væri. Og þaö er ekki litill ábyrgöar-
hluti fyrir þingiö aö skiljast viö’ lands-
verslunina án þess aS sjá forstööu
hennar svo vel borgiS sem frekast
er kostur á. En þetta er ekki gert fyr
en settur er fyrir hana, eSá í ráS-
herraembættiS, sem hún heyrir undir,
vel reyndur og þaulæfSur maSur á
sviSi viSskiftalífsins.
Nú er Björn Kristjánsson aS fara
úr ráSaneytinu, og í hans staS kemur
þangaS Siguröur Eggerz. Ekki eykst
stjórninni verslunarfróöleikur viS’ þau
skifti, heldur þvert á móti. Lögr.
benti á þaS, meSan stóS á vandræS-
unum innan Framsóknarflokksins síS-
astl. vetur út af ráöherravalinu, aö
flokkurinn skyldi sækja sjer ráS-
herra út fyrir þingiS. Og þetta hefSi
Sjálfst.flokkurinn átt aS gera nú, er
Björn Kristjánsson sagSi af sjer. AS
binda ráöherravaliö viS þingmanna-
hópinn er ástæSúlaust meS öllu, og
þá reglu ætti sem fyrst aS brjóta, svo
aö hún fengi ekki festu.
Landsbankaútbúið
á Austfjörðum.
Ræða Jóh. Jóhannessonar bæjarfógeta
í ed. 22. ág.
Jeg verS aS segja, aS jeg er hissa
á aS mál þetta skuli hafa veriS borið
upp á alþingi, og enn meira hissa á
því, að háttv. nd. skuli hafa eytt
miklum tima til þess og látiS þaS
ganga fram, í staS þess að vísa því
þegar á bug.
Frumvarp þetta er ekki einasta als-
endis óþarft, heldur mundi alþingi I
gera sig sekt í megnasta hringlanda-
skap, og yfirgangi, ef þaS næSi fram
að ganga, og skal jeg nú færa þess-
um orSum mínum stað.
Alsendis óþarft er frumvarpiS af
því, aS enga lagabreytingu þarf til
þess aS ná þvi, sem þaö vill fá fram-
gengt, að fyrsta útibúiS frá Lands-
bankanum á Austurlandi veröi sett
í Suöur-Múlasýslu.
í 9. gr. laga um stofnun Lands-
banka 18. september 1885, var svo
ákveSiS, aS bankinn skyldi meö sam-
þykki landshöfðingja svo fljótt sem
auSiS væri, setja á stofn aukabanka
eða framkvæmdarstofur fyrir; utan
Reykjavík, einkum á Aktireyri, Isa-
firði og SeyðisfirSi.
Ariö 1912 var Landsbankinn búinn
aÖ setja á stofn útibúin á Akureyri 0g
ísafirði, en ekki á SeySisfirSi. Þótti
þinginu þá bankastjórnin vera of
bundin i því efni, hvar útibúiS fyrir
AustfirSingafjóröung skyldi sett, og
samþykti lög, er staðfest voru 22. okt.
s. á., þess efnis, aS í staS orSsins
„SeySisfirSi", í 9. gr. bankalaganna
skyldi koma „á AustfjörSum“, (ekki
á Austurlandi, eins og i frv. stendur).
Landsbankastjórnina brestur þvi síS-
ur en svo lagaheimild til þess aö setja
útibúiö á hvern þann af fjöröunum
í SuSur-Múlasýslu, sem henni sýnist,
því þaS orkar þó væntanlega ekki
tvímælis, aS firSirnir í SuSur-Múla-
sýslu teljist til AustfjarSa, en aö setja
útibúið upp á Velli eöa i Skriödal,
hefur vist engum til hugar komið.
Megnasti hringlandaskapur væri
þaS af alþingi, aS láta frv. þetta veröa
aS lögum, af því, að þingiS hefur
sjálft, þegar meS lögunum frá 1885,
ákveöiö, aS Landsbankastjórnin, aS
áskildu samþykki landstjórnarinnar,
skuli ráSa því, hvar útibú frá bank-
anum skuli sett, sem og er eðlilegt
og sjálfsagt. Þessa ákvörö'un sína
hefur þingiö endurnýjaS meS lögun-
um frá 22. okt. 1912, og aukiS vald-
sviS bankastjórnarinnar i því efni.
Veit jeg ekki hvaö er hringlanda-
skapur, ef þaö væri ekki þaö, ef þing-
iö færi 1917 aS draga úr valdi þvi í
þessu máli, er þaS hefur fengiS Lands-
bankastjórninni og þrengja valdsviö
hennar í því, sem þaö jók áriS 1912.
Yfirgang sýndi þingiS Landsbanka-
stjórninni, ef frv. þetta yröi aö lög-
um, meS þvi aS þá væri gengiö á vald-
sviö hennar, og lög sett um atriöi,
sem löggjöfin sjálf hefur ákvgSiS aS
bankastjórnin skuli ráSa, og hún í
fylstu lagaheimild hefur ráöiö tillykta
fyrir sitt leyti.
Landsbankastjórnin hefur nefni-
lega aS fengnum öllum upplýsingum
um máliö, bæöi frá oddvitum hlutað-
eigandi sýslunefnda og öörum, á-
kveöiS, aS útibúiS skuli sett á SeySis-
fjörS, samþykt reglugerö fyrir þaS
og afgreitt máliS til landstjórnarinn-
ar. Núverandi atvinnumálaráðherra
viröist hafa fallist á reglugerSarfrum-
varpiS, meS lítilli breytingu, sem
bankastjórnin hefur samþykt, og var
þá komin önnur bankastjórn en var,
þá er máliS var afgreitt í fyrstu.
Með öörum oröum, aö minsta kosti
kosti 4 bankastjórar, þeir Bj. Krist-
jánsson, O. Gíslason, J. Gunnarsson
og M. SigurSsson, og atvinnumála-
ráöherrann hafa aS fengnum nauS-
synlegum upplýsingum, ákveSið í
fylstu lagaheimild, aö setja útibúið
fyrst um sinn á SeySisfjörS. En svo
kemur þetta frumvarp, sem marið
hefur veriö i gegn um háttv. nd., ekki
meS meiri hluta atkv., heldur meö
rjettum helmingi atkvæöa þeirrar
deildar, þegar hún er fullskipuð, og
segir viS bankastjórn og landstjórn:
„Nei! Þarna megiö þiS ekki setja
útibúiö, þótt hagur bæöi alls almenn-
ings á Austurlandi og Landsbankans
sjálfs krefjist þess.“
Því miSur er viðskiftaþörf Austur-
lands eigi fullnægt meS því, þótt
Landsbankinn setji þar nú á stofn
eitt útibú, livar sem þaS veröur sett.
Viðskiftaþörfin krefur, aS útibú frá
bönkunum verði sett á VopnafirSi,
NorSfirSi, ReyðarfirSi og Fáskrúös-
firði eöa Djúpavogi, auk Seyöisfjarð-
ar, eða að minsta kosti að bankarnir
styrki öfluglega sparisjóði á þessum
stöSum. En til þess er þaS nauösyn-
legt, aö báöir bankarnir hafa aöalúti-
bú sin fyrir Austurland á miðstöS
þess, Seyðisfiröi.
Jeg er fyllilega samdóma niöur-
stöSu þeirri, sem háttv. allsherjar-
nefnd þessarar háttv. deildar hefur
komist aS í þessu máli, og hef jeg
undirstrykað nokkur atriSi í nefndar-
áliti hennar.
Ef frumvarpiö næSi fram aö ganga,
myndi bardaginn um þaS, hvar í Suð-
ur-Múlasýslu útibúiö skyldi sett, fyrst
byrja fyrir alvöru milli Sunnmýlinga
innbyrðis, því hver fjöröur hefur
heimtaS og myndi heimta, að þaö yrSi
sett hjá sjer. Á hinn bóginn hafa
sýslunefndir NorSur-Þingeyjarsýslu
og NorSur-Múlasýslu og bæjarstjórn
SeyöisfjarðarkaupstaSar krafist þess
einum rómi, aS útibúið verSi sett á
Seyöisfjörö. Sýslunefnd Austur-
Skaftafellssýslu hefur ekki látiS
spursmálið til sín taka, enda má henni
nokkuö á sama standa.
Þegar nú máli þessu verSur vísað
til stjórnarinnar, er það gert í trausti
þess, aS hún afgreiöi þaö frá sjer og
hlutist til um, að ákvarSanir Lands-
bankastjórnarinnar í því er nú hef
jeg nefnt, komist sem fyrst i fram-
kvæmd.
Frjettir.
Tíðin. StöSugir þurkar og noröan-
átt nú, kuldi á nóttum. Heyskapui
gengur vel. Síldarafli litill nyrSra og
enginn vestra.
Skipaferðir. „Gullfoss", „Lagar-
foss“, „Island“ og „Willemoes“ eru
nú öll í New-York. VeriS aS ferma
„Lagarfoss“ og „Willemoes" til heim-
ferSar. — Danskt seglskip, „Niels“,
er nýlega komið meö salt til Hoepfn-
ersverslunar. — Sökt hefur verið
iS rússnesku seglskipi, 250 tonn, sem
var á leiS frá Englandi meö kol til
hf. „Kol og salt“. — Thore-fjelagiS
hefur keypt gufuskip, sem „Geysir“
heitir, og kemur þaö' meS vörur hing-
aS til lands frá Danmörku.
Mannalát. 24. þ. m. andaöist á Gils
bakka prófastsfrú Sigríöur Pjeturs-
dóttir, kona sjera Magnúsar Andrjes-
sonar, 57 ára gömul, fædd 15. júni
1860. Hún var merk og mikilhæf kona
og hefur heimili þeirra hjóna veriS
alkunnugt rausnarheimili.
23. þ. m. andaSist Guð'rún Þor-
steinsdóttir húsfreyja í Fífilsholti í
Landeyjum.
17. ág. andaðist úr slagi Arnfríðúr
Siguröardóttir, ekkja Stefáns bónda
í MöSrudal á Fjöllum.
K. F. U. M. hafSi skemtisamkomu
inni á Bjarmalandstúni síöastl. sunnu-
dag. Var þar fjöldi barna og margir
af forsprökkum fjelagsins meö þeim.
Ljótt og óþarft uppátæki. FerSa-
menn, sem farið hafa urn Helisheiöi,
síöastl. viku, segja aS eldur sje í
stórum mosaflákum i Svínahrauni,
og aS þeir brenni stöðugt, nú í þurk-
unum. Og vist er taliS, að' einhverjir
umferSamenn hafi í fyrstu kveykt
þarna í aS gamni sínu. En slíkt er
óþarfur leikur. GróSurinn i hraunun-
um hjerna er ekki svo fljótur á sjer,
aS vert sje aö' vera aS eySa honum
151
Rjúpur
selur undirritaður í haust og vetur.
Tilboð óskast.
Jón Gruðmundsson
Ljárskógum, pr. H.h.
og tefja fyrir honum aö gamni
sínu, eldsneytiö ekki heldur svo
mikið hjer nú, aS vert sje aS vera
að eySileggja þaS til einskis, og auk
þessa er þaö ljeleg skemtun aö' horfa
á mosann sviSna.
Sjera Sig. Stefánsson alþm. í Vig-
ur kom hingað siðastl. sunnudags-
kvöld, og tók sæti á alþingi á mánu-
daginn.
Trúlofuð eru Kron, skipstjóri á
es. „Mjölni" og frk. Ása Kristjáns-
dóttir dómstjóra Jónssonar.
Stálfjalls-kolin. Kirk verkfræöing-
ur og Ól. Benjamínsson framkv.stj.
eru nýlega komnir vestan frá nám-
unni. Kolin kvaö batna mjög, eftir
því sem innar kemur í fjallið, og
renna lögin þar saman, sem yzt eru
aSskilin. Um miöjan júli hafði veriö
búiS að ná þarna upp 90 tonnum.
MegniS af kolunum hefur veriö1 flutt
til Patreksfjarðar, en búist viS aS
eitthvaS vcrði flutt hingaS i haust.
Fyrir verkinu þar er Th. Rostgaard,
sá er eitt sinn var hjer hjá Völundi,
og lætur GuSm. E. Guömundsson, sem
mest hefur viS námuna átt aS undan-
förnu, og nú var hjec i bænum fyrir
skömmu, illa yfir verkstjórn hans.
Hjónaband. 18. þ. m. giftust Niels
Anderson trúboði og frk. Nilia Hoyer
frá Drammen í Noregi, Guðm. Hjart-
arson, skrifstofustj. Adventista hjer,
og frk. Ingeborg Sörensen, cand.
phil. frá Skodsborg í Danmörk.
Njálu-leikrit Jóh. Sigurjónssonar,
sem hann las upp á norræna stúdenta-
mótinu í sumar, á aS leika í Stokk-
hólmi í haust, í konungl. leikhúsinu
þar, og byrja meS því leikáriS, segir
i simsk. til Mrg.bl.
Þórður Flygenring, sonur Aug.
Flygenrings kaupm. í Hafnarfirði,
kom til Grindavikur með1 sama skip-
inu og þeir Th. Jensen og R. Thors.
Útflutningsleyfi frá Ameríku.
Fregnir eru nú komnar um þaS frá
New.York fyrir nokkrum dögum, aS
farið sje aS ferma „Lagarfoss" og
„Willemoes" þar, útflutningsleyfi
fengiS hingaö á ýmsum vörum, þar
á meðal á steinolíu.
Alþýðufundur var haldinn hjer í
bænum eftir miSja síSastl. viku, til
umræðú um dýrtíSarráðstafanir.Hann
vildi aS þingið heimilaði landstórninni
aS selja vörur undir sannvirði vegna
dýrtíöarinnar, og að' veita kaupstöS-
um og hreppsfjelögum fje til hjálpar
þeim, sem ekki geta framfleytt sjer
og sínum, án þess aS ætlast sje til
endurgreiöslu. Ennfr. vildi hann aS
stjórnin fengi heimild til fram-
kvæmda, er hún gæti veitt mönnum
atvinnu viS.
Hagstofan. Hjeðúi Valdimarssyni
er nú veitt aöstoSarmannsstarfiö þar
frá 1. n. m. En fyrst um sinn mun
hann ekki takaviðþvístarfivegnaþess
aö hann er nú ráðinn forstööumaöur
landverslunarinnar.
Alþing er framlengt til 10. sept.
Ennþá nokkur orð
um sjóð Hannesar Arnasonar.
(Svar til próf. Ágústs H. Bjarnason).
Jeg varð alveg hissa, þegar jeg sá
í 31. tbl. Lögr. hve hraparlega dr.
Ágúst H. Bjarnason hefur misskiliö
greinarkorn mitt um sjóö Hannesar
Árnasonar. Mjer gat síst dottiö í hug,
aö nokkur færi aö firtast af svo mein-
lausum gamanyröum. Próf.Ágúst seg-
ist ætla aö leiörjetta umsögn mína
um frumstofninn aS sjóöi H. Á., og
tilfærir nokkur orð úr gjafabrjefinu,
þar sem segir, aS fjeö „hafi saman-
sparast þau ár, er hann haföi embætti
á hendi i Reykjavík.“. AuðvitaS, ef
| því heföi veriS eytt, heföi þaS ekki
samansparast. En hvaS sanna þessi
1 orS. Ekki annaS en þaö, aö H. Á. hef-