Lögrétta - 29.08.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
AfgreiÖslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti II.
Talsími 359.
Nr. 41.
Reykjavík, 29. ágúst 1917
XII. árg.
Theodor Roosevelt hvetur Bandaríkjamenn til aíi fara í striöiö. Hann
á 2 syni, og þeir eru báöir komnir í herinn.
Hlutafjelagið ,Völundur,
íslands fullkomnasta trjesmíðaverksmiðja og timburverslun
Reykjavík
hefur venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum
innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum.
Smíðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabygging-
um lýtur.
Sv. J ónsson & Co.
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu
veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips-
uðum loftlistum og loftrósum.
Símnefni: Sveinco. Talsími 420.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappir og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
lókaverslun Slglúsar Eymundssonar.
f==
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stefnsett 1888. Sími 32.
Par eru fötin saumuð flest.
Par eru fataefnin best.
I ---*
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7
Lokun skólanna.
Á þaS mál var minst í síöasta tbl.,
og þar er einnig prentuö tillaga sú,
sem fram er komin í þinginu um
heimild fyrir stjórnina til þess að
láta loka skólunum næsta vetur. í
tillögunni er ekki skipun, heldur að
eins heimild, en samt er hún skoðuð
sem bending um, að1 vilji þingsins
hnigi i þá áttina, að lokað skuli skól-
unum.
En það hefur Lögr.heyrt,að margir
af forkólfum mentamálanna hjer eru
þessu mjög mótfallnir. Svo er um
rektor Mentaskólans, hr. Geir Zoega,
eins og minst var á í síðasta tbl. Dr.
Helgi Jónsson skrifaði þar einnig á
móti till. Og í ísaf. var henni mót-
mælt siðastl. laugardag af Ág. H.
Bjarnason prófessor.
Um lokun háskólans er það fyrst
og fremst að segja, að hún mundi
verða til þess að reka alla hina yngstu
af stúdentunum til háskólans í Khöfn,
og kemur þetta illa heim við umsókn
þá, sem nýlega var send hjeðan fyrir
milligöngu stjórnarráðsins um undan-
þágu fyrir stúdentana hjeðan, sem út-
skrifuðust síðastl. vor, frá því, að
þurfa að koma til háskólans í Khöfn
á þessu hausti, en sú undanþága var
fengin, eins og áður hefur verið skýrt
frá hjer í blaðinu. Lítil eða engin bót
er að því, að láta háskólakenslu fara
fram í 2 eða 3 kenslustofum Menta-
skólans að eins fyrir þá háskóla-
menn, sem ætla að taka fyrri eða síð>-
ari hluta embættisprófs næsta vor.
Hvað er þeim vandara um en hin-
um? Hin venjulega rás skólanámsins
er með lokuninni heft um eitt ár, og
það gerir minst til, hvort áhrifin at
þessu koma fyrst niður á þeim, sem
eiga að taka embættispróf vorið 1918,
eða þeim, sem næstir koma á eftir
þeim, og ættu að taka prófið 1919,
en verða nú að bíða eftir því til 1920.
En önnur hugmmynd virðist vel mega
koma til greina, ef nauðsynlegt þætti
að losna við að hita kenslustofur há-
skólans næsta vetur, og hún er sú,
að prófessorarnir hefðu kensluna
heima hjá sjer fyrir alla þá nem-
endur, sem kenlu sækja í þvt skyni,
að taka stðar próf við háskólann. Þeir
mtinu ekki vera fleiri en svo, að þetta
mætti vel lánast. Híbýli sín þurfa
kennararnir auðvitað að hita hvort
sem er, og þann aukna kostnað við
hitttnina, sem af þessu leiddþmættivel
bæta þeim, og gætu það varla orðið
mjög tilfinnanleg fjárútlát. Þeir há-
skólafyrirlestrar, sem ætlaðir eru al-
menningi, legðust þá að eins niður,
og þeir menn og konur, sem háskóla-
fyrirlestrana sækja án þess að vera
með þvi að búa sig undir próftöku,
yrðu að ntissa af fræðslunni. Það
væri alt, sem niður væri felt. Geti
einhverjir af háskólakennurunum ekki
haft kensltt heima hjá sjer, t. d. ýms-
ir af þeim, sent kenna í læknadeild-
inni, þá mundi ntega fá rúm fyrir þá
kenslu í Mentaskólahúsinu, með nokk-
urri tilhliðrunarsemi, enda þótt full-
kontin kensla færi þar fram.
Núverandi þing er að stofna 3 ný
kennaraembætti við háskólann. Er
það ekki dálítið undarlegt, að unt leið
og það gerir þetta, skuli það rnæla
svo fyrir, að skólanum skuli lokað.
Kennaraembættin eru þá bersýnilega
til þess eins stofnuð1, að launa kenn-
urunum, en alls ekki vegna þarfar á
kenslustarfi þeirra.
1 síðasta tbl. er sagt frá uppástung-
um, sem rektor Mentaskólans hefur
sent alþingi unt sparnað við skóla-
haldið. Hann segir, að ntjög mikið
mætti spara þar eldsneytiseyðsluna
með því að leggja niður að eins leik-
fimi og smíðanám, þar sem stórir sal-
ir eru hitaðir að eins vegna þessara
námsgreina tveggja. Svo segir hann,
að> bekkina mætti hafa í vetur ein-
um færri en síðastl. vetur, 8 nú í
stað 9 þá. Hefur hann með þessu fært
áætlaða kolaeyðslu úr 35 tonnum nið'-
ur í 25 tonn. Einhverjir af þingmönn-
unum úr nefndunum, sem bera fram
tillöguna um lokun skólanna, hafa
sagt, að námsmenn utan úr sveitum
mundu ekki sækja skólana hjer í
Reykjavík næsta vetur, vegna þess,
hve dýrt væri orðið að halda sjer hjer
uppi. En rektor Mentaskólans hefur
sagt Lögr. að' milli 70 og 80 af nem.
skólans eigi heimili hjer í bænum. Svo
sjeu komnar til sín umsóknir um inn-
töku i skólann frái4 nýjum mönnum,
sem tekið hafa próf við Akureyrarsk.
og um ýmsa skólapilta úti um sveitir
veit hann það', að þeir ætla að sækja
skólann næsta vetur. Hann hyggur,
að mjög litil brögð muni verða að
því, að piltar úr sveitum sæki ekki
skólann vegna dýrtíð'ar í Reykjavík,
og honum ætti að vera það mál kunn-
ugra en öllum öðrum.
Þurfi til hitunar á Mentaskólanum
25 tonn af kolum, og sje verð kola-
tonnsins gert 300 kr., þá kostar hit-
unin alls á árinu 7500 kr. Kennara-
skólinn mun með álíka sparnaði varla
þurfa meira en helming til hitunar
móti Mentaskólanum, því skólastof-
urnar eru þar meira en þeim mun
færri, og skólatíminn miklu styttri.
Um stýrimannaskólann er sama að
segja. Yrði þá eldsneytissparnaður-
inn við' lokun þessara þriggja skóla
nálægt 15000 kr. En mundi ekki mega
finna ýmsa 15 þús. kr. útgjaldaliði
á fjárlögunum, sem mörgum við nána
athugun þætti rjettara aö fella niður,
en lialda skólunum opnum í staðinn?
í þingsályktunartillögunni stendur,
að greiða skuli öllum kennurum við
landsskólana full laun, „eftir þvi sem
verið' hefur“, þótt skólunum verði lok-
að. Um föstu kennarana er það að'
segja, að ekki væri hægt að kippa af
þeirn laununum. En það segir í til-
lögunni, að stundakennurum skuli
einnig borga full laun. Við Menta-
skólann stendur nú svo á, að þar
verður næsta vetur einum bekk færra
en síðastl. vetur. Vegna þess þarf
skólinn alls ekki eins marga stunda-
kennara nú, og hann þurfti síðastl.
vetur. En með þingsályktunartillög-
unni væri landsjóður skyldaður til að
borga i vetur komandi öllum stunda-
kennurunum, sem skólinn þurfti í
fyrra, þótt nú standi svo á, að engin
þörf væri fyrir kenslu þeirra i skól-
anum þennan vetur. Sumir kennarar
Mentaskólans og Háskólans hafa
stundakenslu í öð'rum skólum, sem
landið kostar, t. d. Stýrimannaskól-
anum. Þeir eiga þá, eftir þingsálykt-
unartillögunni, ekki að eins að fá full
embættislaun, þótt skólunum sje lok-
að, heldur einnig stundakennaralaun-
in við hina skólana, — alt fyrir að
gera ekki neitt.
í fjárlagafrv. stjórnarinnar nú eru
kennaralaun við Háskólann áætluð
49.300 kr., við Mentaskólann 34.200
kr., við Akureyrarskólann 13.800 kr.,
Kennaraskólann 9.900 kr. og Stýri-
mannaskólann 6.800 kr. Þar við bæt-
ast launaútgjöld, sem þingið er að
skapa með stofnun nýrra háskóla-
embætta. En þegar litið er á þessar
u.pphæðir, sem allar eiga að borgast
eftir sem áður, þótt skólunum sje
lokað, að viðbættum dýrtíðaruppbót-
um, þá verður úr því alveg óskiljan-
leg smámunasemi, að fara að loka
skólunum vegna 15—20 þús. kr. út-
gjalda til hitunar, enda þótt þar við
bætist kostnaður til ljósa.
Um þá skóla, sem kostaðir eru að
nokkru leyti af landsjóði er ráð fyrir
því gert, að þeim sje greiddur svo
mikill hluti styrksins úr landsjóði,
sem nemur venjulegu kaupi kennar-
anna.Einn af þeim skólum erKvenna-
skólinn hjer. En forstöðunefnd skól-
ans hefur í skjali til þingsins látið
uppi þá skoðun, að sparnaður við
lokunina komi þar að litlu gagni.
Skólinn verði hvort sem er að borga
úr sínum sjóði 3000 kr. í húsaleigu,
en gjöld til hans frá nemendum falli
niður. Er því beðið um, að skólinn
megi halda öllum þeim styrk, sem
honum er ætlaður á fjárlögunum,
enda þótt honum verði lokað. Skól-
anum hafa borist umsóknir frá 90
stúlkum, og 70 af þeim eiga heimili
víðs vegar úti um.land.
Þegar talað er um kostnað við
skólahúsahitunina hjer á undan, er
gert ráð fyrir, að eingöngu yrði not-
að til hennar dýrasta eldsneytið, þ.
e, kol. E11 að meira eða minna leyti
mundi mega nota þar, eins og annar-
staðar, mó til hitunar, og við það
minkar kostnaðurinn.
Strídid.
Kanslaraskiftin á Þýskalandi.
Þó Vilhjálmur keisari lýsti því yfir
í byrjun ófriðarins, að Þjóðverjar
berðust hvorki til fjár nje landa, held-
ur að eins til þess að verja hendur
sínar og föðurland, og þó hann síð-
asta haust tilkynti bandamönnum, að
fúsir væru Þjóðverjar til friðarsamn-
inga, þá er lítill efi á því, að i upp-
hafi ófriðarins bjuggust Þjóðverjar
við skjótum sigri, og öflugir flokkar
þar í landi hafa ætíð krafist þess, að
Þjóðverjar fengju eitthvað fyrir snúð
sinn. A 11 a r ófriðarþjóðirnar hugð-
ust að græða á ófriðnum og voru
Þjóðverjar þar engin undantekning.
En ófriðurinn hefur orðið þeim öllum
mikil vonbrigði, hugsunarhátturinn
breyst mikið í öllum löndunum, og
það má fullyrða, að allur almenningur
er nú löngu orðinn þreyttur á hörm-
ungum ófriðarins og vill nú feginn
friðinn, þó stjórnir sumra landanna
og herforingjar lifi enn í voninni um
frægð og sigur og vilji ekki slíðra
sverðið.
Að minsta kosti er nú auðsætt, að
þýska þjóðin hefur krafist þess, áð-
ur en lagt er í fjórða sinn út í vetrar-
hernað, að þing og stjórn gerði það
öllum almenningi ljóst, hvert stefnt
væri, og hvar alt þetta ætti að lenda.
Hún vildi afdráttarlaust vita, hvort
berjast skyldi til landvinninga eða að
eins til þess að verja hendur sínar,
hvort Þjóðverjar kysu að halda nú
ófriðnum áfram, eða vildu bjóða frið-
arkosti, sem líklegir væru til sam-
komulags, og ef svo væri, skyldu ó-
vinirnir í engum vafa um afstöðu
þeirra. Þýska þjóðin vildi gera hreint
fyrir sínum dyrum pukurlaust, hvað
svo sem yrði ofna á, gera öllum ljóst
hvað um væri barist.
Hjer var að gera upp mikinn reikn-
ing og þá aðallega milli þeirra, sem
væntu frægðar og fjár af áframhaldi
ófriðarins, og hinna, sem lögðu mesta
áherslu á skjótan frið og samkomu-
lag milli þjóðanna. Öflugir flokkar
áttu hjer hlut að máli, og má nærri
geta, að báðir hafa sótt sitt mál fast.
Þjóðin stóð á þýðingarmiklum tíma-
mótum. Úrslitin komu opinberlega
fram við kanslaraskiftin og ræðu
dr. Michaelis, nýja kanslarans, þ. 19.
júlí, og þau urðu á þá leið, að frið-
arsinnar báru hærri hlut. Auðvitað
fer því fjarri, að hjer sje að ræða
um menn, sem vilji frið með hvaða
kostum sem er, því öll þýska þjóðin
stendur sem einn maður gegn því,
að saminn sje friður með afarkostum
fyrir Þjóðverja. Um það er engin
deila.
Ræða kanslarans 19. júlí.
— — Með hugann snúinn til guðs,
og í fullu trausti til þreks þjóðar
vorrar, hef jeg árætt að taka þetta
erfiða starf að mjer, og mun gæta
þess eftir málefnum en ekki mönn-
um, svo sem kraftar mínir frekast
leyfa. .Yður verð jeg að biðja um ein-
læga samvinnu í sama fyrirmyndar-
anda og drotnað hefur hjá oss í þessu
þriggja ára sríði, og í anda þess göf-
uga manns, sem þjóðin á svo mikið
að þakka, og gegnt hefur þessu starfi
í átta ár á undan mjer. Starfsemi
hans hefur oft orðið fyrir bitrum á-
rásum, oft samfara heift og hatri, en
sæmra hefði það verið, að minni
hyggja, og göfugmannlegra, ef hatr-
ið og heiftin hefðu numið staðar við
lokuðu dyrnar. Það verður eigi fyr
öllum ljóst, en saga þessa ófriðar er
rituð, hvað Bethmann-Holweg hefur
unnið sem kanslari fyrir þýska ríkið.
Þá kunnum vjer fyrst allir að meta
hann. ,
Ef jeg hefði ekki óbifanlega trú á
því, að vjer berðumst fyrir góðu mál-
efni, þá hefði jeg verið algerlega ó-
fáanlegur til þess að taka þennan
starfa að mjer. Vjer verðum sífelt að
hafa fyrir augum, hversu ástatt var
fyrir þrem árum og óhrekjandi sann-
anir eru fyrir, en þá er það líka sann-
að mál, að aðrir neyddu oss út i ó-
friðinn, að Þýskalandi stóð feykna-
hætta af herbúnaði Rússa og útboði
rússneska hersins, sem hafið var með
mikilli leynd. Að taka þátt í fundar-
haMi og láta Rússa draga her sinn
saman meðan á því stóð, hefði verið
sjálfsmorð.Þó ensku stjórnmálamönn-
unum væri það fullljóst, eins og sjá
má af blábók þeirra, að herútboð
Rússa hlyti að leiða til ófriðar við
Þjóðverja, mæltu þeir ekki eitt orð
móti því, en formaður minn í embætt-
inu sendi stjórn Austurríkis þau boð
29. júlí 1914: „Sambandsskyldur vor-
ar uppfyllum vjer fúslega, en hinu
verðum vjer að mótmæla, að Austur-
ríki og Ungverjaland hleypi öllum
heimi i ófriðarbál vegna þess að þau
hafa ekki farið að ráðum vorum.“
Þannig ritar enginn maður, sem vill
kveikja alheims-styrjöld. Þannig talar
og skrifar enginn annar en sá, sem
berst fyrir friðnum, og hann barðist
lika fyrir honum í fulla hnefana. Oss
var einn kostur nauðugur: ófriður-
inn. Og eins og þetta var um sjálfa
styrjöldina, eins er það með allan
hernaðarhátt, sjerstaklega kafbáta-
hernaðinn. Vjer vísum með fullum
rjetti þeirri ásökun til baka, að kaf-
bátahernaðurinn sje ósamrímanlegur
alþjóðarjetti, og að hann komi í
bága við almenn mannrjettindi. Eng-
lendingar haf þrýst þessu vopni í
hendur vorar. Með verslunarbanninu,
sem er algerlega móti alþjóðalögum,
hafa þeir sagt oss hungurstrið á
hendur og heft verslun vora við hlut-
lausu löndin. Hinar veiku vonir um
að Ameríka, í broddi hlutlausu þjóð-
anna stöðvaði þennan ólöglega yfir-
gang urðu að engu og síðasta tilraun-
in, sem Þjóðverjar gerðu til þess að
stytta ófriðinn, að bjóða óvinunum
undirhyggjulaust friðarsamninga, bar