Lögrétta - 06.11.1917, Side 4
190
LÖGRJETTA
E.s. STERLING
(strandferðaskip landssjóðs)
fer hjeðan í strandferð
vestur og norður um land til Akureyrar
ma'nudag 12. ndvember.
Kemur við á
Vestfjörðum, Norðfirði, Reykjarfirði og Siglufirði
til Akureyrar.
Frá Akureyri til Reykjavikur nálægt 22. nóvember.
Kemur við á
Húnaflóahöfnunum og Sauðárkróki.
Nánara augýst síðar og fást þá líka áætlanir fyrir þessa ferð á
skrifstofu vorri.
H.f. Eimskipafjelag íslands.
ógeðfeldum, en því verra var aS sitja
kyr í Chigirin, því a'S þegar Bohun
var farinn þaSan meS Kósakka sína,
þurfti ekki nema hina minstu bend-
ingu frá Kmielnitski til þess aö gera
lýönn þar óöan og uppvægan, en þá
var enginn liðsafli til þess að halda
honum í skefjum. Væri þá varla að
sökum a'S spyrja, að hver pólskur
aðalsmaöur sem hægt væri aS ná til,
yröi þá tafarlaust drepinn. Zagloba
hefSi að vísu getað haldið á fund
Pototski hetmans, en það voru gildar
ástæður fyrir því, aö þangaS leitaSi
hann í síSustu lög.
Zagloba og Bohun höfSu nú um
hríð verið drykkjubræður, og voru
mjög samrýndir. Bohun borgaöi
fyrir báða, en Zagloba laug á viS
tvo, og meira en þaS. Þeir voru báSir
æfintýramenn og áttu aS mörgu leyti
vel saman.
Eftir nokkra umhugsun ákvaS Zag-
loba aS slást í förina meS Bohun.
„Jeg kem meS þjer,“ sagSi hann.
„Verið getur aS jeg verði þjer til
gagns í förinni, og ráði þjer frá ein-
hverri heimskunni. ViS eigum hvort
sem er viðlíka vel saman og snaran
og gálginn."
Bohun svaraSi engu, en litlu síöar
var lagt á stað; reið þá Zagloba viö
hlið hans.
„Gættu nú að þjer, Bohun," mælti
hann. „Sannarlega hefur þú ástæðu
til þess að vera þeim reiöur, Kurtse-
vitschunum, en þaö eru til fleiri fagr-
ar meyjar en Helena þessi.“
„Engin, sem jeg hef nokkurn tíma
skeytt um.“
„Sje þaS nú satt, aö hún elski ann-
an, auk þess sem hún er af háum
aðalsættum, þá er þar mikill hængur
á þínu ráði.“
„Fjandinn hafi alla ykkar aðals-
tign og aSalbrjef. Hjerna er ætt mín
og aðalsbrjef," sagði Bohun og sló
á sverðshjöltun. „Svivirðilega svika-
hyski. ÞiS tölduð Kósakkann vin ykk-
ar og bróður, er þið fylgduS honum
í hernað og öfluSuð ykkur þannig
fjár. ÞiS kölluöuö hann son og lof-
uöuð honum aS gifta honum meyj-
una. Undir eins og þessi pólski aöals-
strákur stingur upp kollinum, er hon-
um heitin mærin, en jeg og áSur gef-
in loforð gleymd.“
„Hvað ætlar þú nú að gera?“
„Jeg ætla að gera það, sem hverKó-
sakki mundi hafa gert í mínum spor-
um.“
„Þú vefSur að athuga það, að Kurt-
sevitscharnir eru undir vernd Jere-
míasar fursta, og hann er ógurlegut
sem ljón.“
„Khaninn er líka sem ljón, og vog-
aöi jeg samt aS koma í nánd við
hann.“
„HvaS þá? Þú ætlar þjer þó ekki
að fara meö ófriS á hendur furstan-
um ?“
„Mjer stendur á sama, hvort furst-
anum líkar betur eða miöur.“
Zagloba stundi þungan og mælti:
„Fjandinn hafi þetta alt saman. Það
hlýtur að enda hjá böSlinum i snöru
og gálga; er þáð ástand! ÞaS er tví-
sýnt, hversu langt þú kemst, en hitt
er auðsætt, hversu þú kemst hátt.
Kurtsevitscharnir munu verjast.“
„Zagloba! Jeg hef verið ástvinur
þeirra. Þeir voru sem bræður mínir,
0g frúin sem móSir. Þaö var jeg,
sem fór til Krím, þá er Tartararnir
höfðu handtekiö Vasil, og sótti hann
í hendur fjandmannamxa. Jeg hef
elskaS þá, og hlýtt þeim sem rakki,
í þeirri von, aö fá Helenu. Nú hafa
þeir svikið mig og hrundið mjer burt
af heimili sínu. Jeg ætla að draga
mig í hlje, en áður vil jeg kveðja þá
á Kósakkavísu, og þakka þeim þegn-
ar velgerðir. Jeg hef ákveöið leið
mína.“
„Ætlar þú aS ganga í liS meö Kmi-
elnitski? Er þaS sú leið, sem j>ú hef-
ur valið þjer?“
„Hefðu þau gefiS mjer meyjuna,
mundi jeg hafa gengiS í liS með Pól-
verjum, sem vinur þeirra og bróðir.
Jeg hefði þá safnað aS mjer öllum
þeim Kósökkum er jeg átti yfir aS
ráða, og hefði skoraö á hina, að fylgja
mjer að málum, og barist viS Kmiel-
nitski. —• En nú ....“.
„En nú ertu genginn af göflunum,"
sagði Zagloba.
Bohun svaráSi engu, sló í hest sinn
og hleypti á sprett. Zagloba hætti nú
að lítast á blikuna. Hann var í vafa
um, hvort þaö væri ekki hiö mesta
óráö að vera í för þessari. Bohun ætl-
aöi sjer vafalaust aS leita hefnda,
ráðast á Kurtsevitschana og nema
Helenu á braut. SvipuS atvik voru
að sönnu ekki svo fátíS í Ukrainu,
og oft var ekki gerö nein rekistefna
út af því. Var þaö og stundum til-
ganglaust, einkum væru það Kósakk-
ar, því að þeir leituðu hælis úti á
eySisljettunum miklu. En Zagloba
þótti ekki málstaöurinn góður, Skrje-
tuski var kunningi hans, og höfðu
þeir drukkið saman, — það höföu
þeir Bohun gert engu síðar, — en
það sem mestu varSaöi var þaS, aS
Skrjetuski var aðalsmaSur en Bohun
Kósakki, og átti því illa við, aö hann,
aöalsmaSurinn, styddi hann til þess-
ara mála eöa væri í miklum fjelags-
skap við hann. ÞaS gat ekki veriö
því til fyrirstöðu, að hann drykki
meS honum og lagsbræörum hans,
þegar þeir borgaSu alt, þaö gat meira
aö segja veriö hyggilegt, nú á þessum
tímum, að koma sjer vel við Kó-
sakkaforingjana, en það var mesta
fásinna að ráðast á Roslogi með Bo-
hun. Helena var festarmær Skrjetusk-
is, en furstinn hafði hann i miklum
hávegum, og voru því miklar líkur
til þess, að hann síöar kæmist að því
keyptu, ef hann hjálpaði til þess nú
að nema hana á braut. ÞaS lá þá
ekkert annað fyrir, en að ganga í
flokk Kmielnitskis. Zagloba hjet því,
aö þaS skyldi hann aldrei gera.
„Jeg, vesæll maður,“ nöldraði
hann. „Jeg hef hangið í stjelinu á
djöfsa, en nú hefur hann náö í koll-
inn á mjer. ÞaS vildi jeg aS Bohun
þessi væri nú samstundis lostinn eld-
ingu! Þaö verSa ljót lætin við þessa
svo kölluðu giftingu. Ljósti elding
alla Kurtsevitscha og alla kvenmenn!
Hvaða gagn hef jeg af þeim? Ekk-
ert. ÞaS er sama hver korniö hefur,
allir vilja mala þaö á mjer. Hvers
vegna? Ekki ætla jeg aö kvongast.
Fjárinn geri það í minn stað. Hvaö
kemur mjer annars þetta mál við?
Fari jeg nú meS Bohun, flær furst-
inn mig lifandi. Skiljist jeg viö hann,
drepa bændurnir mig, ef hann þá
ekki gerir þaS sjálfur. En sárast af
öllu er þó, aö hafa nú engan mjöS til
þess aö svala sjer á. Jeg er fallega
kominn! Jeg kysi fremur aö vera reið-
skjóti minn en Zagloba. Hættan vofir
yfir, hvaö sem jeg geri.“
ÞaS var steikjandi hiti, og gekk
feröin því seinna en Bohun vildi.
Snöggvast var áö, og á meðan sagði
Bohun liSsforingjanum fyrirskipanir
sínar. Zagloba heyrSi síðustu orðin:
„Bíöið þangað til þiö heyriö
skammbyssuskotiS."
„Já, þaö skal gert, eins og þjer
bjóöiS."
Bohun sneri sjer síöan að Zagloba
og mælti: „Nú ríðum viö á undan."
„ViS?“ spuröi Zagloba og var í
slæmu skapi. „Jæja þá. Jeg held að
fjandinn sæki okkur báða í einu, en
þaö veröur varla heitara þar niðri en
hjerna."
Þeir riðu samhliöa og voru mjög
hugsandi. Báöir þögðu. Zagloba sneri
upp á skeggiS og hristi höfuSiS. Hann
vissi ekki hvað hann átti til bragðs
að taka. Hann gaut öðru hvoru horn-
auga til Bohuns, er virtist ýmist
hryggur eða reiður; Zagloba tautaSi
fyrir munni sjer: „Hann er bæði lag-
legur og myndarlegur. ÞaS er ein-
kennilegt, aö Helenu skyldi ekki lit-
ast á hann. Skrjetuski er laglegur
maöur, en samt er hann síSri; en hann
er aöalsmaöur, Bohun er Kósakki.
ÞaS verSa annars ljótu lætin, þegar
þeir hittast."
„Bohun, þekkir þú Skrjetuski vel?“
„Nei."
„ÞaS er kall í krapinu. Þú hefðir
átt að sjá, liversu ljettilega hann varp-
aöi Tschaplinski út um dyrnar. Jeg
þekki ekki hans jafningja aS berjast
eSa drekka."
Bohun gegndi ekki, og báöir fóru
aftur að hugsa.
„ÞaS er ekki hægt að sporna viS
því,“ stundi Zagloba upp nokkru síö-
ar, eins og viS sjálfan sig.
„HvaS ertu aS segja?"
„Jeg sagði bara, aö bráöum yröi
myrkur. Er langt enn?“
„Nei."
Þeir riSu enn um stund. Það var
oröiö myrkt er þeir komu í skarSiö
og sáu ljós framundan sjer.
„Þetta er Roslogi," sagSi Bohun.
„Já, einmitt það. ÞaS er gjóstugt
hjerna í skarðinu.
Bohun stöSvaöi hest sinn. „Viö
bíðum hjer.“
Kósakkarnir náSu þeim. Bohun
hvíslaði einhverju aö liðsforingjanum
og alt liSiö stöSvaöist. Þeir Zagloba
hjeldu tveir einir áfram.
AS nokkrum mínútum liðnum voru
þeir komnir að hliöinu á Roslogi. Alt
var þögult.Hundurinn gelti ekki. En
loftið þar var þrungiö af blómailm.
DyravörSurinn kom, er hann heyröi
hófasláttinn.
Hestnr
bleikstjörnóttur, aljárnaöur og meS
kliptu M-i á hægri lend tapaSist úr
Reykjavík í septembermán. s. 1. Hver
sem yrði var viö þennan hest, er vin-
samlega beðinn að gera mjer aövart
sem fyrst.
Mayvant Sigurðsson
Grettisgötu 46, eöa í síma 214.
„Hver er þar?“
„Þekkir þú mig ekki, Maxim?“
spurði Bohun.
„ÞaS eruS þjer, guöi sje lof.“
„OpnaSu hliSiS. Líöur hjer ekki
öllum vel?“
„Jú, allir hressir. ÞaS er langt síð-
an aS þjer hafiö komið á Roslogi."
HurSin marraði á hjörunum, vindu-
brúnni var hleypt niöur og þeir fje-
lagar riöu inn í garöinn.
„Lokaöi hvorki hliöinu nje dragöu
upp vindubrúna, því aö jeg fer hjeöan
undir eins aftur. Þú bindur hestana
á meSan þarna viö staurinn."
PrentsmiCjan Rún.
kemur þaö best í ljós, hvert mikilmenni hann er. Þar kemur
hann sjálfur fram sem lifandi mynd guöstraustsins óbilandi,
sem svo fagurlega lýsir sjer í sálminum hans nokkurum árum
síöar:
„Vor guð er borg á bjargi traust,
hið besta sverð og verja,
hans armi studdir óttalaust
vjer árás þolum hverja.“
Hann sýnir þar, aö þaö voru ekki orðin tóm, er hann syngur
seinna í sálminum:
Þótt taki fjendur fjeð
já, frelsi’ og líf vort með
það happ þeim ekkert er,
en arfi höldum vjer;
þeir ríki guðs ei granda.
Daginn í Worms hefur Lúter innritaS í veraldarsöguna meS
hinni ódauðlegu játningu sinni: „Svo sannarlega sem jeg verS
ekki sannfærður meö vitnisburöi heilagrar ritningar og með
skýrum og ljósum rökum — — þá hvorki get jeg neitt aftur-
kallað nje vil jeg gera þaS, því aö hvorki er ráölegt nje ráö-
vandlegt aö breyta á móti samvisku sinni.“ Aldrei kemur þaö
betur í ljós en einmitt hjer hvílíkur afburSamaður, hvert risa-
menni andans og sálarþreksins Lúter var, og þaS var þá líka
hugrekkið, sem hann sýndi þar, og djörfungin, sem geröi þennan
sögufræga dag í Worms að fæSingardegi vorrar evangelisku
lútersku kirkju. Víst þurfti áræði til að festa greinarnar gegn
syndalausnarsölunni á hallarkirkjudyrnar. Víst þurfti áræöi til
að brenna á báli páfabrjefiö og hinar kirkjulegu lögbækur.
En til þess að frambera játningu eins og Wormar-játninguna
á slíkum staö, í viöurvist annarar eins samkomu, til þess þurfti
hetjulund, sem ekkert hræddist, og þá elsku til sannleikans
og þá festu sannfæringarinnar, sem fyllir oss lotningu og aS-
dáun. En hvaöan kom Lúter þessi hetjulund, þetta hugrekki
og djörfung, þessi sannleikselska og sannfæringarfesta, nema
frá meövitundinni um náöarhjálpræSi guðs í Kristi Jesú, fyrir
trúna, án allrar verðskuldunar af vorri hálfu?
III.
HiS endurfundna evangelium „a f n á S hólpnir f y r i r
t r ú“ er þá líka sá arfur, sem Marteinn Lúter hefur eftirlátið
oss, börnum hinnar evang. lút. kirkju. Hvernig fáum vjer
gert þann arf arðberandi fyrir líf vort?
í náöinni öölaSist Lúter lausn undan sektarþunganum, sem
á sálu hans hvildi, og hún varö honum uppsprettulind þess
óviðjafnanlega þreks, sem hann sýndi í sinni miklu og löngu
haráttu vegna sannleikans. Grundvöllur trúar hans var Kristur
Jesús, hellubjarg hjálpræöisins, og á því hellubjargi stóö hann
í allri baráttu sinni fyrir sannleikans málefni sem hin hugprúða
hetja, sem ekki kann aö hræðast.
Enginn hefur betur en Lúter fengiö aS reyna sannleika
hinna gömlu oröa Hebreabrjefsins (13, 9) : „ÞaS er gott að
hjartaö styrkist fyrir náö." En hann fjekk ekki að eins styrkt
hjarta sjálfs sín viS náö, heldur hefur hann einnig kent oss
þetta hiö sama. Hann háði sína miklu baráttu meö b ó k b ó k-
a n n a í hendinni; þar haföi hann endurfundið hiö týnda og
gleymda náöar-evangelíum; í oröi hennar haföi hann fundið
órólegu, kvíöandi hjarta sínu frið, og þetta orS varð honum
hans Gídeons-sverS í baráttunni. Og til þess að vor hjörtu
megi „styrkjast fyrir náS“, bendir hann oss öllum, erfingjum
sínum, þangaö segjandi: Leitaðu þar og muntu finna. Nú verS-
ur því að vísu ekki neitað, aS enginn vor allra lítur nú á dögum
nákvæmlega sömu augum á heil. ritningu og Lúter geröi fyrir
400 árum. Því að þótt Lúter væri í skoSunum sínum á ritn-
ingunni áö sumu leyti langt á undan sínum tíma og beygði
sig ekki fremur þar en annarsstaðar fyrir erfikenningum kirkj-
unnar, nema þar sem samviskan leyfði og sannfæringin bauS,
þá var hann þó yfirleitt barn sinna tima í skoSun sinni á ritn-
ingunni. En þótt skoðunarháttur þeirra tíma, aö því er snertir
heil. ritningu, sje nú horfinn og komi aldrei aftur, þá hefur
ritningin viö þaS engu glataö af gildi sinu. Því aö Lúter hefur
kent oss aö meta hana ekki eftir yfirnáttúrlegum uppruna
hennar, sem hann þó trúði á, heldur eftir i n n i h a 1 d i
hennar og áhrifavaldi. öllum þeim, er siðferSilega
baráttu heyja, og komið hafa auga á hina guðlegu kröfu til
vor mannanna í allri hennar hátign og veldi, öllum þeim er
ritningin enn vinurinn og leiötoginn. öllum þeim, sem hafa sann-
færst um eigin veikleika sinn og neyð, en jafnframt borið
gæfu til aö höndla guö í óumræðilegum kærleika hans, öll-
um þeim er hún og vefður hún á öllum tímum, bók bókanna,
hin gullna bók guösbarna, er flytur þeim Jesúm sem lifandi,
himneska ímynd fagnaSarerindisins um náð guðs fyrir trú.
Og til þess aö hjarta vort megi styrkjast fyrir náöina og sam-
fjelag vort viö guö i Jesú Kristi fullkomnast, er heil. ritning
oss gefin — ekki til þess aö d ý r k a hana, heldur til þess aö
n o t a hana, til þess aS taka á móti þeim gulleplum, sem þar
eru framreidd í silfurskálum, þeim vitnisburöi trúarinnar og
samlífsins viS guð í Kristi, sem heilagir guðsmenn þar bera
fram. Þar getum vjer fundiS alla þá svölun anda vorum, sem
vjer með þurfum, allan þann styrkleika 0g þrek, sem oss er
nauösynlegt í baráttu lífsins, alla þá huggun og djörfung, sem
vjer getum ekki án verið, þegar húmar aö dauðans nótt, og
vjer finnum þetta alt í boSskapnum um hina dásamlegu fyrir-
gefandi föðurelsku, sem öllu öðru fremur í þessum heimi megn-
ar að friða hjörtu og hugga mæddar sálir og flytja þeim fögn-
uö guös barna.
Þegar þvi ræöa er um, aS færa sjer í nyt blessunar-ávexti
siSbótarinnar, og gera oss sjálfum þann arf, sem Lúter hefur
oss eftirlátiö, aröberandi fyrir líf vort, þá fæ jeg ekki sjeö,
aö vjer getum þaS með öSrum hætti betur, en aö vjer gerum
oss alt far um aö láta hjörtu vor styrkjast viö náöina meS því
aö tileinka oss æ betur og betur vitnisburð heilagrar ritningar
um þetta óverðskuldaða náSarhjálpræöi fyrir trúna á guðs
föðurelsku, opinberaöa oss i Jesú Kristi. Og jafn víst er þá
líka hitt, aS meö engu fáum vjer betur heiðrað minningu Lút-
ers, meS engu betur vottað honum þakkir vorar fyrir hans
ógleymanlega æfistarf.
Látum þá, kristnu vinir, náöina vera vorn óhagganlega hjálp-
ræöisgrundvöll um tíma 0g eilifö. Látum hjörtu vor styrkjast
viö! náöina með því aö skipast undir sigurfána guSs góöa sonar
svo sem opinberara náöarinnar og gjafara náSar-hjápræöisins.
Gleymum því ekki, aö slík sæmd sem þaö er oss aS teljast til
barna hinnar evangelisku lútersku kirkju, þá verður áreiSan-
lega sú sæmd einskis viröi, nema vjer kappkostum aS eiga
sömu t r ú n a, sem gerði Lúter aS þvi, sem hann var, aö
höndla sama sannleikann, sem geröi hann frjálsan Og
eignast sömu perluna dýru, sem hann eignaðist og varð-
veitti til æfiloka.
GóSur guð gefi oss sem sönnum börnum siöbótarkirkjunnar
og erfingjum Lúters, aö halda arfi vorum oss til blessunar
og heilla. Hann gefi oss öllum aö vaxa í hjálpræSisnáðinni og
fullkomnast í tileinkun hennar fyrir lifandi og starfandi trú.
Hann gefi oss að byggja alt vort traust á Jesú Kristi einum
svo sem bjargi hjálpræSis vors, svo aö hann veröi lífiS og kraft-
urinn í öllu lífi voru. Hann veiti oss náö til þess, aö oss verði
með hverjum liSandi degi sífelt augljósari sannleikur orða
postulans, aö „ekki er hjálpræSiö í neinum öö'rum, þvi arS
eigi er heldur annaö nafn undir himninum, er menn kunna áð
nefna, er oss sje ætlað fyrir hópnum aö veröa."
Höfum Lúters nafn í heiöri og þakklátri endurminningu hans
mikla starfs, en látum þaö jafnframt sífelt minna oss á, aö
í J e s ú nafni einu ber oss hólpnum aö veröa.
Hans nafn, Jesú nafn, sje blessað aö eilifu. — Amen.