Lögrétta - 21.11.1917, Blaðsíða 4
198
LÖGRJETTA
minsta, sem hann kemst af meS, til
þess aS geta verið nýtur bóndi i sveit
sinni og boriö byröar þær, er sveitar-
fjelagiS og sýslufjelagiö leggur hon-
um á herSar. Eöa hvernig ber aö líta
á slíkan skatt? Á hann aS vera nokk-
urs konar sekt á manninn fyrir dugn-
aö hans og ráSdeild? Aftur á móti
viröist rjett aö leggja skatt á allar
eignir manna þegar þær eru orönar
svo miklar, aS eigendur gætu meS
gÓSh móti komist af meö, þótt minni
væri. Slíkur eignarskattur ætti svo aö
fara hækkandi í hlutfalli viS eignirn-
ar, og þar sem orSin er mikil auSlegSl,
viröist sanngjarnt, aS á henni hvíli
allþungur skattur.
MeS slíkum eignaskatti er eigi ólík-
legt aö fyrirbyggja mætti of mikiS
auövald.
Skattur af fríSum peningi lausa-
fjár hefur ávalt veriö óvinsæll og
leitt ilt af sjer, enda er skattur þessi
fremur ósanngjarn, eins og aliir þessir
beinu skattar á smávaxnar eigur og
erfiSa framleiSslu, eins og á sjer staö
í landbúnaSi vorum. Sjálfsagt væri
því aS afnema hann algert. Af bein-
um sköttum yröi þá eigi annaS eftir
en eignaskattur af öllum þeim eign-
um er næmu verulegum fjárhæSum,
tekjuskattur af atvinnu, og svo ábúö-
arskatturinn. Sá skattur er eigi stór-
vaxinn hjá hverjum einstaklingi og
honum fylgir sá kostur, aö þar kom-
ast engin svik aS, svo sem rangt
framtal; en sjálfsagt væri, aS hætta
aS reikna hann í meöalálnum eftir
verölagsskrá, heldur telja hann beint
í krónum eftir hundraSatölu jaröa, t.
d. 1 kr. af hverjum 5 hndr. í jöröu.
AS öSru leyti ætti aS afla lands-
sjóöi sem mest tekna meS tollum eSa
sköttum af erlendum atvinnurekstri,
svo sem síldveiSi, og meS tollum af
aSfluttum vörum, einkum þeim, sem
miSur eru nauösynlegar, svo sem tó-
baki, kaffi og jafnvel sykri og ööru
sælgæti. Hinn núverandi vörutollur
virSist mjer og gjarnan mega hald-
ast meS einhverjum lítilfjörlegum
breytingum, nema ef vera skyldi korn-
vörutollurinn. En eins og áöur ertekiö
fram kemur hann svo ljett niöur á
hvern einstakling, aS jeg get eigi sjeö
aö hann sje neinum mjög þungbær.
KomiS gæti og til mála, þótt honum
væri haldiS, aö gera eitthvaö af korn-
vöru tollfrjálst, svo sem t. d. rúg og
rúgmjöl, sem fátæklingar nota meira
af til manneldis, en hækka hann held-
ur á öörum kornvörutegundum, sem
helst eru notaöar af ríkisfólki, svo
sem fínustu tegund hveitis, sagógrjón-
um og perlugrjónum. Sjávarútvegur,
sem rekinn er í stórum stíl og meS
miklum ágóSa, svo sem togaraveiSi,
gæti aö sjálfsögSu boriS töluveröan
toll, og fyrst sjórinn í kringum land-
iö er talinn ótæmandi gullkista, virö-
ist eigi nema sanngjarnt, aö á sjávar-
útvegi hvíli tiltölulega meiri lands-
sjóösgjöld, heldur en á landbúnaöi, aö
minsta kosti eins og nú stendur. Þá
mætti og afla landsjóSi tekna meS
ýmu öSru móti, svo sem leyfisbrjefa-
gjöldum, meira en gert er. Skyldi t.
d. eigi vera syndlaust aö selja leyfi
til kvikmyndasýninga eöa leggja á
þær eitthvert sjerstakt árlegt land-
sjóSsgjald?
Margt mætti aö vísu tilnefna, er
meS skynsamlegum lögum gæti gefiS
landsjóöi tekjur, án þess þó aS lögin
skertu um of hiö eSlilega 0g nauS-
synlega einstaklingsfrelsi, er allai
sannar framfarir og þjóöfjelags-
þroskun byggist aö mörgu leyti á.
En þaö er eigi hlutverk mitt, aS gera
neinar fastákveönar tillögur um,
hvernig skattamálunum yröi fyrii
komiö, og fyrir því læt jeg nægja
aS benda á, á hverjum grundvelli þau
ættu aö byggjast. — Löggjafarnir
sjálfir ættu aö leggja þetta mikils-
varöandi mál undir atkvæSi þjóöar-
innar, svo aö hún ætti kost á, aS
skera úr, hver skattamála-vegurinn
sje hagkvæmastur og eölilegastur.
Jeg vil svo aö lokum snúa máli
minu til bænda vorra ogbúaliSs,þeirra
manna, er löngum hafa vitrastir og
framsýnastir veriö, og skora á þá aS
láta eigi blindast áf blaöri fávísra
leiötoga og flækju-mælgi og falskenn-
ingum undirhyggjumanna, er koma
vilja fjármála-löggjöf vorri út á glap-
stigu.— MótmæliS í einu hljóöi hverj-
um þeim ófrelsis-lögum, er komiS
geta landbúnaöinum og þjóöerni voru
á kaldan klaka!
Með báli og brandi.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
„BeriS hann gætilega inn i eitt-
hvert herbergjanna," sagSi Zagloba.
Hann hafði forðaö sjer sem lengst i
burt tneSan á ólátunum stóö, en rudd-
ist nú fram úr þvögunni.
Hann fór höndum um Bohun og
mælti: „Þaö er ekki hættulegt; hann
verSur oröinn aftur hress á morgun.
Jeg skal annast hann. Hvaö eru þiö
að slæpast hjer? FariS og náiS i
stelpurnar hjerna. Jeg þarf ekki á
ykkur aS halda nú. Tveir ykkar
verSa áð bera hann inn í herbergið.
Lyftið honum! Ágætt, svona! FariS
út og gleSjiö ykkur. Jeg skal lita eftir
hjer innanhúss.
Kósakkar tveir báru Bohun inn í
næsta herbergið', hinir fóru út úr saln-
um. Zagloba vjek sjer að Helenu,
deplaSi ibygginn augunum til hennar
og mælti í hálfum hljóöum: „Jeg er
vinur Skrjetuski. Verið ókvíö'in. Lát-
iö spámann yöar ganga til hvílu og
biðið mín.“
Zagloba fór síöan inn i herbergiö til
Bohuns. Hann lá þar á tyrkneskum
lagubekk. Zagloba sendi Kósakkana
eftir brauði og umbindi, er hann hafði
í sáraumbúðirnar. Hann haföi sem
aðrir aSalsmenn á þeim tímum nokk-
ura þekkingu á sáralækningum, enda
var þaS þá nauSsynlegt vegna hinna
sífeldu einviga meðal þeirra.
„Hann verður orSinn hress í fyrra-
málið, jeg skal ábyrgjast það,“ sagöi
Zagloba viS Kósakkana. „FariS og
segiö liSinu það svo að þaS þurfi ekki
að vera áhyggjufult út af því. Hann
hefur reyndar tvær skrámur á höfö-
inu, en hann veitti sjálfur stærri
skrámur. Á morgun heldur hann
brúökaup .sitt, þótt ekki náist í nokk-
urn prest. Sje hjer vín í kjallaranum,
skuluð þjer ekki spara hressinguna,
en lúkið ekki alveg úr honum.“
Þá er þeir voru farnir út, settist
Zagloba viö höfðalagiS hjá sjúklingn-
um og horföi framan í hann meS at-
hygli og tautaöi:
„Ekki hirðir fjandinn þig i þetta
skifti, en það hefur verið mjótt á
munum. BöSlinum er geymt hans ætl-
unarverk; hjá honum lendir þú fyr
eöa síðar. Þegar hann hefur hengt
þig, býst jeg helst viö aö Satan breyti
þjer í brúðu handa dríslum sínum,
því aS fríður ertu. Jeg skal gæta þess
aö drekka ekki framar meS þjer eitt
einasta staup og ekki verður þaö at-
vinnuvegur minn aö ræna og myrSa
aSalinn að næturlagi. Leita þú vina
möðal þorparanna. Böðullinn veröi
þinn leiösögumaSur."
Bohun stundi við.
„AndvarpaSu bara! Á morgun
skaltu hafa eitthvað til þess að stynja
af, þorparinn! Eitt get jeg sagt þjer,
að mærin skal aldrei verða eiginkona
þín. Hún er langt of góS fyrir þig.
Fyr skulu vaxa hár i lófa mjer en
hún giftist þjer.“
Háreysti mikil heyröist utan úr
garðinum.
„Þeir hafa þá þefaö vínkjallarann
uppi,“ hjelt Zagloba áfram. „Drekki
þeir bara eins og svín, þvi betur sofa
þeir á eftir. Jeg skal halda vörö fyrir
ýður alla, en ekki veit jeg hversu á-
nægöir þjer verðiö á morgun yfir
þeim verSi.“
Hann stóö á fætur til þess aö vita
vissu sína um það, hvort Kósakk-
arnir hefði komist í vínkjallarann.
Hann gekk út um forsalinn og var
þar ófagurt um að litast. í honum
miðjum lágu þeirbræöurnir stirðnaöir,
og úti í einu horninu lá frúin örend,
var hún þar samankeyrS í kuðung,
eftir Kósakkana, augun voru upp-
glent, en tennurnar fast samanklemd-
ar. Eldur logaði þar á arni 0g spegl-
aSist hann í blóötjörnunum á gólfinu.
Zagloba gekk út í horniö og lagöi
höndina á enni frúarinnar, en fann að
þaS var helkalt. Flýtti hann sjer síö-
an út.
í hallargarðinum var alt á ferð og
flugi. Þar haföi veriS kveikt bál mik->
ið. Kósakkarnir veltu fullum víntunn-
um upp úr kjallaranum; reistu þeit
þær upp og brutu úr botninn, jusu
þeir síðan úr þeim eins og brunni og
drukku án nokkurrar stjórnar. Sumir
þeirra hvíldu sig viö drykkjuna, og
voru aö elta kvenfólkið á staönum.
Vöröust sumar þeirra þeim eftir
mætti og hlupu jafnvel yfir eldana,
til þess aö komast undan. Aftur á
móti lofuðu aðrar Kósökkum aö taka
sig meö sköllum og hávaða, settust
aS drykkju og dönsuðu síðan viö þá
í ákafa. ÞaS var sungiö og glamrað
vínbikurum og hundagelt, hesta-
hnegg og nautaöskur kvaö viS innan
um alt þetta. Var nautum slátrað ó-
tæpt til veitslu þessarar.
Margir af nágrönnunum höfSu
safnast úti fyrir garðinum. Þeir höföu
heyrt háreystina þaSan og flyktust
þangað, til þess að vita hvaS á gengi.
Þeir hötuöu mæöginin, og hefði ekki
dottið í hug að styrkja þau. Fæbðu
þeir sig smámsaman nær, hvísluðust
á og hniptu hvorir í aðra, og horfðu
löngunaraugum á brennivinstunnurn-
ar. Slarkið í garðinum varS ávalt
meira. Kósakkarnir voru hættir aö
sökkva bikurunum niöur í tunnurnar,
heldur stungu þeir höfSinu niöur í
þær og skvettu miði og brennivíni
yfir kvenfólkið er var aö dansa. Þeir
voru orönir þrútnir mjög af vín-
drykkju og þeir reikuðu.
Zagloba horfði fyrst á þaS, er fram
fór í garðinum; siðan leit hann til
lofts með athygli og sagöi viö sjálfan
sig:
„Þaö veröur kolsvarta myrkur i
nótt, þegar tungliö er gengið undir,
og þá verða þeir allir orönir blind-
fullir.“
„Þetta líkar mjer piltar!“ sagöi
hann og gekk út í garðinn. „VeriS
ekki að spara vínið. Hjer er enginn
sem bannar. Þaö er enginn sá heigull
aö hann ekki drekki heillaskál for->
ingja síns. Lækkið í tunnunum! Leik-
iS við stelpurnar! Úha!
„Úha!“ hrópuðu Kósakkarnir him-
inlifandi.
Zagloba leit í kringum sig og hróp-
aði: „Það datt mjer aldrei í hug, að
þið væruð slíkir óþokkar, þið drekk-
ið eins og svampar en skeytiö ekkert
um þá, er vörðinn halda. SjáiS um
að þaö verði skift um veúöi!“
Þessu var hlýtt undir eins. Nokkrir
fullir Kósakkar þutu af stáð, til þess
að leysa fjelaga sína af verði; höfðu
varðmennirnir enn þá einskis víns
neytt, og tóku sjer nú duglega neöan
í því.
„HressiS ykkur nú,“ sagði Zagloba
og benti þeim á tunnurnar.
„Þakka yður, náðugi herra,“ sögöu
þeir og fyltu bikarana.
„Hafið varðmannaskifti eftir einn
klukkutíma,“ skipáði Zagloba.
„ÞaS skal gert,“ svaraöi foringinn.
Kósökkunum kom það ekki á óvart,
þótt Zagloba tæki aS sjer stjórnina í
forföllum Bohuns, því að þaS haföi
komiS áöur fyrir. Þeir höfðu heldur
enga ástæðu til þess aö kvarta undan
haröstjórn hans. Varömennirnir
drukku nú óspart með fjelögum sin-
um, en Zagloba fór að spjalla viö
bændurna úr nágrenninu. Hann vjek
sjer að gömlum bónda og spurði:
„Hvað er langt hjeðan til Lubni?“
„Það er mjög langt, náSugi herra.“
„Yröi maður kominn þangað í dög-
un?“
„ÞaS er alveg frá.“
„En á hádegi?“
„Jú, þaö væri hægt, náðugi herra.“
„Hvar liggur leiöin ?“
„Þarna eftir þjóöveginum."
Zagloba hafði veriS mjög hávær,
svo aö Kósakkarnir heyrðu hváð
hann sagöi þrátt fyrir hávaöann við
eldinn.
„Látiö ekki menn þessa vera þur-
brjósta," sagði hann við Kósakkana,
og benti á bændurna. „Gefiö mjer
samt fyrst einn bikar af miði. Mjer
er kalt.“
Honum var þegar færö stór krukka
full af miði. Greip hann hana báðum
höndum og teygaöi þar til hún var
tæmd í botn. Kósakkarnir ætluðu
ekki aö trúa sínum eigin augum.
„Sá getur bragðaö þaS!“ hvísluðu
þeir.
„Hann er ekki afleitur, þessi mjöö-
ur,“ sagöi hann. „Hann er ljúffengur,
of góöur handa ykkur. Áfengur er
hann. Jeg finn, aö hann hefur haft
góð áhrif á mig.“
Hann hvatti liðið til þess aö drekka
gekk um garöinn og leit nákvæm-
lega eftir öllu; síöan fór hann að
vindubrúnni, til þess aö vita hvernig
varömönnunum liöi. Þeir steinsváfu,
þreyttir eftir ferðalagiS 0g dauða-
druknir.
„Jeg ætla aö stela einum þessara
náunga og hafa hann aö þjóni,“ sagöi
hann í hálfum hljóSum.
Mjöðurinn hresti Zagloba mjög;
blóS hans hafði breytst í þann ágæta
vökva, sem hann hafði talað um yfir
Renzían, og sagt aö yki hugrekki og
snarræði. Hann sneri aftur inn til Bo-
huns, og þá er hann sá að hann lá enn
meSvitundarlaus, fór hann yfir aö
herbergisdyrum Helenu, opnaði þær
hljóðlega og gekk inn.
Vasil hinn blindi lá á knjám
ftammi fyrir mynd af Maríu mey, og
kraup Flelena viö hliS hans, gerðu
þau þar bæn sína. Logáð'i á litlum
lampa er stóð viS myndina. Var
þetta herbergi Vasils. Helena varö
skelkuö mjög, er hún sá Zagloba,
en hann lagði fingur á munn sjer.
„Náðuga ungfrú,“ sagði hann. „Jeg
er vinur Skrjetuskis."
„Bjargiö mjer þá.“
„Það er einmitt þess vegna, aö jeg
ei hingað kominn, ýöúr er óhætt aS
treysta mjer.“
„Hvaö er nú til ráða?“
„ViS veröum að flýja, áöúr en
þorparar þessir fá ráS sitt aftur.“
„En hvernig get jeg sloppið hjá
þeim?“
„Farið í karlmannsföt og komi'S
þegar jeg ber á dyrnar hjá yöur.“
Helena var á báöum áttum. Hún
vantreysti Zagloba.
„Er mjer óhætt að reiða mig á
drengskap yðar?“
„Þjer hafiö engin önnur úrræði.“
„Þaö er satt, en sverjiS, aö þjer
ekki ætliö aö svíkja mig.“
„Þjer eruö alveg gengin af göfl-
unum, en fyrst þjer endilega viljiö
skal jeg sverja; svo sannarlega hjálpi
mjer guð og hans helgi kross! Hjer
er úti um yður; eina bjargráðið er
að flýja.“
„Þjer segiö þaö satt.“ ,
„BúiS yöur í flýti og biðið mín.“
„Hvaö verSur um Vasil?“
„Hver er hann?“
„Bróöir minn — vitskertur."
„Það eruö þjer, sem erúð stödd í
hættu, en ekki hann. Kósakkarnir
granda honum ekki. Þeir telja hann
helgan, af því að hann er vitskertur.
Jeg tók eftir því að þeir hjeldu hann
spámann.
„Þaö er satt. Hann hefur heldur
ekkert gert á hluta Bohuns.“
Hann veúSúr áö veröa hjerna eftir,
annars er úti um okkur og Skrjetuski
líka. Flýtið yöur!“
„Zagloba sneri inn til Bohuns.
Hann lá meS galopin augu, en mjög
var af houm dregiö.
„Líður þjer skár?“
Bohun ætláöi aö svara, en gat þáð
ekki.
„Getur þú ekki talað?“
Bohun hreyfði höfuöið lítiö eitt,
sem merki þess aö hann gæti ekki
talað, og þaS var auösjeð, aö þessi
hreyfing, þó litil væri, varS honum
til mikils sársauka.
„Þú getur þá ekki æpt?“
Bohun gaf merki méð: augunum
um þaS, aö þaö gæti hann ekki.
„Og þú getur heldur ekki hreyft
þig?“
Bohun gaf aftur merki með augun-
um.
„Það er sannarlega gott; þú getur
ekki talaö nje hljóSaö nje hreyft þig,
en jeg fer meS ungfrúna til Lubni.
ÞaS ætla jeg sannarlega aS gera. Jeg
er búinn að fá mig fullsaddan á sam-
fjelagi við þig. Þú skalt vita þaö, áð
jeg ætla hvorki aS ræna nje myrða
meS þjer, þó aS þú hafir gefið mjer
margan vínseitilinn. Það veröur ekki
af því.“
Bohun opnaöi augun því meir sem
ræðan lengdist. Var hann vakandi
eða dreymdi hann, eöa var Zagloba
aö gera aö gamni sínu.
„Þú þarft ekki að glápa svona á
mig, það er satt sem jeg segi. Á jeg
aS bera kveöju þína til Lubni? Viltu
að jeg biöji furstann að senda hingaS
bartskerann, eða á þaS að vera böð-
ullinn ?“
Andlit Bohuns vanð eldiíautt og
sýndi tryllingsreiSi. Hann fjekk yfir-
náttúrlega afl, reis upp í rúminu og
hrópaöi:
„Menn, kom....“
En áður en hann gæti sagt meira,
hafði Zagloba vafiö fötum að höfði
honum og lagt hann aftur niöur í.
legubekkinn.
„Viltu nú ekki hætta aö hljóöa,
ÞaS er ekki holt fyrir þig. Jeg skal
reyna aö hlúa aö þjer, svo aö þjer;
verði ekki kalt, og þú getir sofið í
næði. Þa'ð er best aö binda á þjer
hendurnar. til þess aö þú rifir ekki
af þjer höfuðbindiö. Jeg geri þetta alt
af tómri vinsemd við þig, og þú verð-
ur mjer þakklátur fyrir.“
Meðan Zagloba ljet dæluna ganga,
batt hann hendur Bohuns með belti
hans, síðan spretti hann af sjer belt-
inu og meö því reyröi hann fætur
hans. ÞaS leið yfir Bohun.
„Sjúkum er best aö liggja hreyf-
ingarlausum, þaö er áreiðanlegt. Nú
þyrfti jeg ekki annað en stinga hnífn-
um inn á milli rifja þjer, og það væri
mjer fyrir bestu, en ekki vil jeg veröa
til þess. En vel getur verið aö þú
farir yfrum í nótt vegna sára þinna,
og það hefur áður farið þannig fyrir
ýmsum svínum. Vertu nú sæll Bohun
og minstu mín jafnan meS kærleika.
Við sjáumst ef til vill síðar, en ekki
mun jeg sækjast eftir samfundum
viö þig.“
Zagloba fór fram í forsalinn og
slökti eldin á arninum og baröi síðan
aö dyrum á herbergi Vasils. Grannur
maöur kom fram í dyrnar.
„Nei, eru þaö í raun og veru þjer,
náðuga ungfrú?“
„Já, þaS er jeg."
„Við skulum nú flýta okkur aö ná
í hesta okkar. LiðiÖ alt er fult og
sefur. Við veröum komin langt hjeö-
an, þegar þaS vaknar. Dettiö ekki!
Þarna liggja bræðurnir."
„í nafni guös föður, sonar og hei-
lags anda,“ sagöi Helena í hálfum
hljóöum.
Sálin vaknar,
2. útgáfa.
Fæst hjá bóksölum.
t>ór. B. Þorláksson.
Eggert Olaessen
yfirrjettarmálaflutningsnuiöur.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co
Austurstræti 1, Reykjavík,
selja:
Vefnaöarvörur. — Smivörur.
Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði.
Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt.
Prjónavörur.
Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla.
Smurningsoliu.
Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð.
Pöntunum utan af landi svarað um hæl.
PrentimiCjan Rún.