Lögrétta - 28.11.1917, Page 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
AfgreiSslu- og innheimtum. i
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastrzti II.
Talsími 359.
Nr. 54.
Reykjavík, 28. nóvember 1917.
XII. árg.
Sv. Jónsson & Co.
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu
veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips-
uðum loftlistum og loftrósum.
Símnefni: Sveinco. Talsími 420.
innlendar og erlendar, pappí'r og alls-
konar ritföng, kaupa allir i
Bðkaverslun Sigtúsar Eymundssonar.
• ~s
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Síml 32.
Par eru fötin saumuð flest.
Par eru jataefnin best.
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafœrslumaður.
LÆKJARGATA a.
Venjulega heima kl. 4—7 slðd.
Til kaupenda
Lögrjettu.
Svo hefur um samist, að Jón
Þorláhsson verkfrœðingur skrifi
fyrst um sinn að staðaldri íLög-
rjettu greinar um landsmál og
verkleg mdl. Ritstjðrn blaðsins
verður eftir sem dður í höndum
Porsteins Gíslasonar eins'.
Útgefen durnir.
Landsverslunin.
1.
Söguágrip.
Mönnum gerist býsna tíðrætt um
það fyrirtæki nú upp á síðkastið, og
er það eðlilegt, því að fátt eða ekk-
ert af því, sem ráðist hefur verið í
á þessu landi, hefur snert svo mjög
hagsmuni hvers einstaks manns, sem
þetta fyrirtæki gerir. Eftir því sem
til landsverslunarinnar er stofnaS, og
svo umfangsmikil sem hún er orðin,
þá verður ekki annaö sjeði, en að á
rekstri þess fyrirtækis, og á þeim
stjórnarráðstöfunum, sem eru því ná-
tengdar, velti að miklu leyti bæði
það, hvort einstaklingar þjóðfjelags-
ins komast fram úr dýrtíð styrjaldar-
innar án þess að bíða óbætanlegt tjón
á efnahag sínum, og eins hitt, hvort
landsjóðurinn kemst yfir ófriðar-
tímann án þess að sökkva svo í skuld-
ir, að framfaraviðleitni þjóðarinnar
kyrkist tim langt skeið.
Tildrög landsverslunarinnar eru
þau, að þegar styrjöldin skall á um
þingtímann X914, virtist þingmönn-
um nauðsynlegt að verja nokkru af
fje landsjóðs, eða lánstrausti hans, til
þess að útvega og flytja til landsins
forða af nauðsynjavöru, sem grípa
mætti til, ef aðflutningar stöövuðust.
Til framkvæmda í þessa átt leigði
landstjórnin siðan norskt gufuskip,
Hermod, og kom það hingað með
kolafarm frá Eglandi, og sótti síð&n
matvörufarm til Ameríku. Til að
annast innkaupin vestra sendi lands-
stjórnin hæfasta manninn, sem völvar
á.meðeiganda elstu og helstu innlendu
heildverslunarinnar, hr. Ól. Johnson
ræðismann, og með honum þáverandi
alþingismann Svein Björnsson yfir-
dómslögmann. Var ekki unt að neita
því, að hjer var vel af stað farið.
Raunasaga landsverslunarinnar
byrjar daginn sem Hermod hafnaði
sig í Reykjavík hlaðinn Ameríkuvör-
um. Þá um kvöldið snýr stjórnarráð-
ið sjer til herra Olgeirs Friðr
geirssonar, sem þá var samgöngu-
málaráðanautur stjórnarinnar, og bið>-
ur hann að annast afgreiðslu á vör-.
unum. Og jafnframt er honum tilkynt
sú furðulega ákvörðun, að' þennan
forða, sem fenginn var til þess að bæta
úr skorti er orsakast kynni af flutn-
ingateppu seinna meir, — ætti að
selja þegar í stað, og mætti
selja öllum fjelögum, hverju nafni
sem nefndust, en engum kaupmönn-
um eða einstökum mönnum.
Þess naut nú við, að hr. O. F. var
bæði þaulæfður verslunarmaður og
mesti dugnaðarmaður; bjó hann út
bókfærslufyrirkomulag, útvegaði bæk-
ur, eyðublöð og afgreiðslufólk alt i
einni svipan, og húsnæði fyrir skrif-
stofu. Mesta ekla var þá á vöru-
geymsluplássi í bænum, og tókst hon-
um ekki að fá húsrúm fyrirallanfarm-
inn, en það kom ekki að sök, því að
afgreiðslan gekk svo fljótt, að 200—
300 smálestir voru seldar og afgreidd-
ar, áður en uppskipun farmsins var
lokið, og stóðst það á endum, að þá
var húsrúm það fult, sem fáanlegt
var. Stjórnarráðið ákvað vöruverðið,
og að þær vörur, sem afhentar væru
í Reykjavík, skyldu borgaðar til versl-
unarskrifstofunnar, en jiær, sem
sendar væru út um land, skyldu borg-
aðar til sýslumanna gegn farmskír-
teini og sýslumennirnir síðan gera
skil — ekki til verslunarskrifstofunn-
ar, heldur til stjórnarráðsins. Stjórn-
arráðið ákvað í hverju einstöku til-
felli hverjum mætti selja vörur, og
hve mikiö, og tilkynti það verslunar-
skrifstofunni, en hún afgreiddi sam-
kvæmt því.
Þegar forðabúrið var orðið tómt,
þurfti auðvitað að fylla það aftur.
Kaupmenn takmörkuðú þegar í stað
aðflutninga sína, eins og eðlilegt var,
þar sem vörubirgðir þeirra hlutu að
endast þeim mun lengur, sem svaraði
forða þeim, er landsverslunin hafði
úthlutað. Var því öllum ljóst, að ef
aðflutningar teptust vegna stríðs-
ins, jiá væri ekki frekar en áður
unt að treysta því að nægar
birgðir yrðu fyrir í landinu.
Þess vegna hjelt landsverslunin á-
fram, og hjelst fyrirkomulag hennar
óbreytt í öllum aðalatriðum til loka
aprílmán. þ. á. Voru helstu drættir
fyrirkomulagsins þessir: Stjórnarráð-
ið annaðist að öllu leyti i n n k a u p
vöi unnar, einnig f 1 u t n i n g henn-
ar til landsins, hvort sem var með
útvegun skiprúms eða með leigutöku
skipa; það hafði jafnvel líka stund-
um fyrstu missirin á hendi u p p-
s k i p u n varningsins og greiðslu á
þeim kostnaði; það á k v a ð ú t-
s ö 1 u v e rð vörunnar; þangað áttu
allir þeir að snúa sjer — munnlega
eða brjeflega — sem vildu fá keypt-
ar vörur, og var þá stundum býsna
mikil erill á 2. skrifstofu stjórnar-
ráðsins, sem áður var langsamlega
ofhlaðin störfum; stjórnarráðið t i 1-
k y n t i síðan verslunarskrifstofunni
hverjum ætti að selja og
h v e m i k i ð. Allir i n n k a u p s-
r e i k n i n g a r og s k i p a 1 e i g u-
reikningar m. m., gengu til
stjórnarráðsins og voru borgaðir þar,
og loks var sumt af andvirði
hinnar seldu vöru greitt þang-
að (frá sýslumönnunum) en sumt til
verslunarskrifstofunnar. Verslunar-
skrifstofan annaðist geymslu og af-
greiðslu vörunnar hjer, sá um vá-
tryggingu vörusendinga út um land,
sendi kaupandanum reikninga, tók
við borgun frá sumum kaupendunum,
(einkum innanbæjar og nærsveitis)
og borgaði út áfallinn kostnað hjer
á staðnum.
Sá gallinn á þessu fyrirkomulagi,
sem fyrst kom í ljós, og vorkunnar-
laust hefði verið að sjá fyrirfram, var
að ómögulegt var að halda uppi
skipulegri bókfærslu yfir
fyrirtækið í heild sinni. Alt það, sem
verslunarskrifstofan gerði og af-
greiddi, var bókfært þar með mestu
nákvæmni; en úr því gat vitanlega
ekki orðið nein bókfærsla yfir versl-
unarviðskiftin í h e i 1 d s i n 11 i, j)ar
sem vantaði bæði innkaupsreikninga,
farmgjaldsreikninga og reikninga yf-
ir ýmsan annan kostnað sem var
borgaður í stjórnarráðinu. Þó tók
það út yfir alt að ekki einu sinni
borgun fyrir allar seldar vörur var
látin ganga til skrifstofunnar. Sýslu-
mennirnir sendu nær undantekningar-
laust beint til stjórnarráðsins það sem
skiftavinir út um land —- sveitarfje-
lög og aðrir — greiddu til þeirra.
Raunar á 11 i verslunarskrifstofan
jafnan að fá tilkynningu um þessar
greiðslur — til þess að hlutaðeigandi
skiftavinir stæðu ekki sem skuldu-
nautar til eilífðar í bókum verslunar-
skrifstofunnar fyrir vörur, sem þeir
væru búnir að borga — en vegna
hins sökkvandi annríkis á atvinnu-
málaskrifstofu stjórnarráðsins drógst
það oft lengi að tilkynningar um inn-
borganir til stjórnarráðsins bærust
verslunarskrifstofunni. Og enginn
skiftavinur utanbæjar þurfti að ótt-
ast „rukkun“ þó afgreiðslan dræg-
ist. Verslunarskrifstofan gat ekki vit-
að nema greiðslan væri komin til
stjórnarráðsins, stjórnarráðið gat
ekki vitað nema hún væri komin til
verslunarskrifstofunnar. Og þótt bók-
færsla verslunarskrifstofunnar væri
skipuleg og nákvæm, þ a ð s e m
h ú n n á ð i, þá þarf ekki að skýra
þeim, sem kunnugir eru starfstilhög-
uninni í stjórnarráðinu, frá því,
hvernig sá hluti bókfærslunnar muni
hafa verið, sem þar hlaut að gerast.
Á siðastliðnum vetri sá landstjórn-
in það loks, að svona mundi ekki
mega halda áfram. Fól hún þá hr.
Þórði Sveinssyni að gera upp alla
reikninga verslunarinnar — einnig þá,
sem til þessa höfðu verið geymdir í
stjórnarráðinu — frá byrjun og til
aprilloka 1917. Jafnframt var O. F.
falið að gera tillögur um fullkomið
bókfærslufyrirkomulag, sem væri
miðað við það, að allir reikningar
gengi gegnum verslunarskrifstofuna.
Og bjó hann það út með aðstoð hr.
Halldórs Eiríkssonar, sem áður var
bókhaldari Eimskipafjelagsins, og
samþykti stjórnarráðið það form,
Tók verslunarskrifstofan bókfærsluna
upp frá 1. maí þ. á.
Um sama leyti voru horfurnar um
vörubirgðir í landinu og aðflutninga
orðtiar verri en nokkru sinni fyr,
vegna hins aukna kafbáta-hernaðar,
og þótti því nauðsynlegt að hafa
meira eftirlit með skiftingu vöru-
birgða milli hjeraðanna en áður. Út
úr því fór fram talning vörubirgða
í landinu, og reglugerðum rigndi nið-
ur frá stjórnarráðinu, eins og kunnugt
er. Varð nú ókleift verk fyrir stjórn-
arráðið að ákveða í hverju einstöku
tilfelli, þegar beðið var um vörur til
kaups, hvort og hve mikiðt mætti
selja. Var upp úr því sett á stofn
sjerstök skrifstofa utan stjórnarráðs-
ins, sem var nefnd m a t v æ 1 a-
hagstofa, og átti að reikna út
og ráða hverjir gætu fengið land-
sjóðsvörur keyptar og annast af-
greiðslu skipa þeirra, sem kæmu hing-
að með vörufarma. Var hr. Þórður
Sveinsson ráðinn til að veita þessari
skrifstofu forstöðu, jafnframt því er
hann vann að því að gera upp reikn-
inga verslunarinnar. En eftir stuttan
tíma sagði hann af sjer þessum störf-
um (í júlí 1917). Um sama leyti var
hr. Hjeðinn Valdimarsson kominn
hingað frá Khöfn, eftir að hafa ný-
lokið háskólaprófi í hagfræð'i. Hafði
verið ráðgert að hann að afloknu
prófi tæki við ritstjórn blaðsins „Tím-
inn“, sem er flokksblað atvinnumála-
ráðherrans, en ekki orðið af því. Tók
hann nú við forstöðu matvælahag-
stofunnar af hr. Þ. Sv.
Nú var þá fyrirkomulagið orðið i
aðalatriðunum þannig, að s t j ó r n-
a r r á ð i ð keypti inn vörurnar, ann-
aðist flutning á þeim til Reykjavík-
ur og ákvað verðið, matvælahag-
s t 0 f a n skipaði vörunum upp, og
ákvað hverjir skyldu fá þær keypt-
ar, en verslunarskrifstofan
hafði afgreiðslu, innheimtu og bók-
færslu á hendi. En þó þessari skift-
ingu sje lýst hjer þannig í fám orð-
um, þá var verkaskiftingin í rauninni
ekki hrein eða afmörkuð. T. d. fór
það að koma fyrir, að forstjóri m a t-
vælahagstofunnar afhenti
skiftavinum vörur við skipshlið,
þegar hann var að afferma skipin, eða
gaf pakkhúsmönnum verslunarskrif-
stofunnar fyrirskipanir um aðafhenda
skiftavinum vörur úr geymsluhúsun-
um. Var þetta að vísu krókaminni
leið fyrir skiftavinina, en að þurfa
fyrst að fá leyfisbrjef matvælahag-
stofunnar upp á vasann, fara síðan
með það upp á verslunarskrifstofu og
þaðan til vörugeymsluhússins; en
auðsjeð að slíkt hlaut að baka mikla
erfiðleika á bókhaldi verslunarskrif-
stofunnar, enda ávalt mögulegt að
eitthvað gleymist þegar hinar rjettu
bækur til innfærslu eru ekki við hend-
ina. Um sama leyti stóð það ómót-
mælt í „Tímanum" og fleiri blöðum,
að hr. Hjeðinn Valdimarsson væri
ráðinn forstjóri landsverslunarinnar,
og sagði þá O. F. forstöðunni lausri
frá 18. sept. að telja, en tók að sjer
fyrir tilmæli atvinnuráðherra að vera
til 1. okt., og setti því næst eftirmann
sinn inn í starfið, en það varð hr.
H. V. Sameinaðist þá matvælahag-
stofan og verslunarskrifstofan undir
forstöðu hans. Vakti það almenna
undrun, að svo ungur maður, algjör-
lega óreyndur, ókunnugur landshög-
um, sem aldrei hafði fengist við
verslunarstörf, skyldi gerður áð for-
stjóra slíks fyrirtækis.
Verkaskiftingin milli stjórnarráðs-
ins annars vegar og landsverslunar-
innar hins vegar hefur ekki breytst,
Stjórnarráðið annast að öllu leyti inn-
kaupin, leigir skip til flutninganna
og ákveður útsöluverðið, en fær þó
tillögur forstjórans þar um. Þegar
varan er komin á höfn hjer, tekur
landsverslunin við henni. Forstjórinn
ræður starfsfólk verslunarinnar, en
ekkert erindisbrjef hefur honum verið
sett.
Um stærð landsverslunarinnar gef-
ur núverandi forstjóri þær upplýs-
ingar, að skuld fyrirtækisins við land-
sjóð sje sem stendur um 6j4 milj.,
k r. ■— og er þá meðtalið verð kola-
og saltfarma þeirra, sem seinast komu
hingað. Samanlagt útsöluverð á vör-
um þeim, s.em afgreiddar voru frá
versluninni á 6 mánuðum, frá 1. maí
til 31. okt., var um 5 m i 1 j. og 300
þ ú s. k r. Starfrækslukostnaðurinn í
Reykjavík yfir sama tíma um 70.000
kr.
Eggert Ólafsson.
Afmælishugleiðingar.
Eftir G u ð m. G. B á r ð a r s o n.
1. desember er einn af merkisdög-
um íslensku þjóðarinnar; þann dag
fæddist Eggert Ólafsson varalögmað-
úr árið 1726. í vetur eru liðin 191 ár
frá þeim atburði.
Fáir eru þeir ágætismenn, sem vjer
höfum átt, er öll alþýða manna hjer á
landi ber jafn hlýjan hug til og geym-
ir í jafn fersku minni og Eggert Ó-
lafsson, og sjaldan mun íslenska þjóð-
in hafa verið snortin af jafn djúpri
hrygð og þegar hún spurði hið svip-
lega fráfall hans. — Þetta virðist líka
vel skiljanlegt þegar þess er gætt, að
fáir eða engir hafa á þeim tíma skilið
þjóðina eins vel og hann og kunnað
eins vel að meta alt það besta, er
þjóðin átti í fari sínu.
Eggert var miklum hæfileikum bú-
inn og hafði fengið afbragðs ment-
un, bæði hjer heima og erlendis. En
utanför hans og kynni þau, sem hann
hafði af öðrum þjóðum, gerði hann
ekki, eins og svo marga í þann
tíð, fráhverfan íslenskum háttum og
menningu, heldur sneri hann öllum
hug sínum til íslands og íslensku
þjóðarinnar, og notaði hæfileika sína
og þekkingu til að halda á lofti öllu
því fegursta og besta, er þjóðin og
landið átti í fórum sínum, og vekja
eftirtekt landa sinna á því.
Á 18. öld litu margir mentamenn
vorir smáum augum á islenska tungu
og gerðu sjer lítið eða ekkert far um
að varðveita hana í ritum sínum.
Sumir töldu jafnvel þjóðinni það far-
sælast og mest til virðingar og frama
að leggja 'niður móðurmál sitt og taka
upp danska tungu í hennar stað1. Á
móti þessari skoðun lagðist Eggert
Ólafsson af alefli. Hann bar lotningu
fyrir íslenskri tungu og sýndi mikinn
áhuga í því að varðveita hana hreina
og ómengaða og sem líkasta fornmál-j
inu. Kom hann þar alþýðunni til liðs,
er sjálf hafði geymt tungu vora á
vörum sínum að mestu óbreytta í 9
aldir, með tilstyrk hinna fornu sagna-
rita. Mun Eggert hafa átt góðan þátt
í því að vekja virðingu sumra samtíð-
armanna sinna, er við ritstörf feng-
ust, fyrir móðurmál sínu.
Þó Eggert dveldi erlendis og kynt-
ist háttum Dana og að líkindum fleiri
þjóða óbeinlínis, fór honum ekki svo,
eins og stundum hefur viljað: við
brenna, að hann liti smáum augum á
íslenskar siðvenjur og teldi þá þjóð-j
inni til vansa. Við þau kynni óx virð-
ing hans og ást á þjóðlegum siðum
og háttum er hann taldi góða, og þró-
ast höfðu með íslensku þjóðinni.
Vildi hann umfram alt að þeir varð-
veittust og sætu í fyrirrúmi fyrir út-
lendum siðum hjá landsmönnum, og
gekk þar sjálfur á undan öðrum.
Þannig ljet hann haga brúðkaupi sínu
með fornum íslenskum hætti og ljet
gera sjer brúðkaupsklæði af alíslensk-
um efnum. Þetta var ekki af fordild
gert. Hann vildi með þessu, eins og
svo mörgu öðru, vekja virðingu
landa sinna fyrir því, sem íslenskt var
og gott, og beina mönnum í þá átt,
að sýna ræktarsemi þjóðerni sínu og
þjóðlegum háttum í smáu og stóru.
Hann áleit, að slíkt skapaði sjálfs-
meðvitund, sjálfstæði og festu hjá
þjóðinni, en hitt bæri vott um undir-
lægjuskap og þrekleysi, að hafna
tungu sinni og góðum þjóðsiðum
vegna erlendra áhrifa.
Sjálfsagt mun Eggert hafa haft
gleggri þekkingu á landkostum ann-
ara gróðursælli landa en flestir sam-
tíðarmenn hans innlendir, og sjeð, áð
landið okkar hafði færri gæði að
bjóða íbúum sínum í jarðargróðri en
flest nágrannalöndin. En það megn-
aði ekki að vekja hjá honum barlóms-
anda og vonleysi um framtíðarhag
þjóðarinnar, sem mjög var ríkjandi
manna á meðal í þá daga. Hann tekut
ómjúkum höndum á víli og voli
þeirra landa sinna, er alt sitt volæði
vildu kenna guði og náttúrunni. Egg-
ert rennir augum yfir landið og bendir
löndum sínum á kosti þess og gæði,
og hvetur þá til að sína dáð og dug
í því að notfæra sjer á skynsamlegan
hátt hinar margbreyttu nytjar er land-
ið hafi að bjóða, þá muni þeir með
sparsemi og nýtni geta hafið sig upp
úr fátæktinni og lifað farsælu oggóðu
lífi, sem sjálfstæðir menn. Hann legg-
ur mikla áherslu á það, að lands-
menn noti sem best alt það, sem afla
má innanlands til lífsnauðsynja, hress-
ir.gar, fegurðar og yndisauka, svo að
þeir geti sparað sjer kaup á ýmsum
erlendum varningi, er vel megi án