Lögrétta - 05.12.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheimtuöl.!
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti II.
Talsími 359.
Nr. 55.
Reykjavík, 5. desember 1917.
XII. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappi'r og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Bðkaverslun Sijtísar íymunðssonar.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Síml 32.
• ——”"
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru jataefnin best.
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafœrslumaBur.
LÆKJARGATA a.
Venjulega heima kl. 4—7 síöd.
Landsverslunin.
11.
Vöruverðið.
Þegar ákveðið var útsöluverð fyrsta
matvörufarmsins, sem • landsverslunin
fjekk með Hermod haustiS 1914, var
veröið' sett svo lágt, sem frekast var
unt til þess aö landsjóöur yrSi skaS-
laus. Innkaupin höfSu veriö1 hagfeld
og engin óhöpp höfSu hleypt kostn-
aSinum frarn. Varan var seld beint
til neytenda, enginn kaupmaSur fjekk
neitt af henni, og mun útsöluverðiö
hafa orSið heldur lægra, en þaS verS
sem kaupmenn gátu alment selt sínai
vörur fyrir á sama tíma. VarS því
úr þessu samkepni við kaupmennina,
enda er alment álitiS að kali sá til
kaupmannastjettarinnar, sem að
nokkru loSir enn í hugum margra
frá einokunartímanum, hafi ráSið tals-
verðu um þaS, að ákveSið var aS selja
vöruna á þennan hátt, i staS þess aö
geyma hana sem varaforða handa
landsmönnum ef þrengjast kynni um
aSflutninga.
Óhjákvæmileg afleiSing af þessari
samkepni varö sú, að kaupmenn tak-
mörkuSu innflutning sinn. Og þegar
frá leiS, varö' stjórnarráSinu þaS ljóst,
aö sömu aSferð mátti ekki halda á-
fram, m. a. vegna þess, aS ef hinn
venjulegi vöruinnflutningur kaup-
manna minkaSi, þá var landinu stefnt
beint í þann voSann, sem tilætlunin
var að afstýra; ef kaupmenn hættu að
birgja sig að vörum, hlaut aS veröa
almennur vöruskortur í landinu þeg-
ar i stað ef aSflutningar þrengdust,
og jafnvel fyr. Ef haldiS heföi veriS
áfram aS selja þannig án milligöngu
kaupmanna, varð landinu ekki forS-
að frá vöruskorti meS öSru móti en
þvi, að landsverslunin færSist svo í
aukana, aS h ú n e i n flytti nægi-
lega mikið af nauðsynjavörum, bæði
til útsölu og til þess að hafa vara-
birgðir fyrirliggjandi. En þá gein við
annar voðinn ekki betri, að ef striSið
hætti og verðlag lækkaöi, þá biði
landsjóSur tjón af verðfalli hinna
miklu birgða, sem hann jafnan mætti
tii að eiga -— sumpart keypta vörtt
á framleiðslustaS, sumpart skips-
farma á leiðinni, sumpart fyrirliggj-
andi birgSir í landinu —• svo mikið
tjón, að hann í einu vetfangi yrði
gjaldþrota. Auk þess hafði landsjóð-
ur hvorki handbært fje nje lánstraust
til þess aö setja upp svo stórt versl-
unarbákn, og enn margar aörar á-
stæður því til hindrunar.
Þá var snúið við blaðinu og tekin
sú stefna, að1 setja vöruveröiS svo
hátt, að þaö á engan hátt fældi kaup-
menn frá því að halda áfram innflutn-
ingi sínum, heldurgætuþeirhaftsóma-
samlegan verslunarhagnað af því aS
selja vörur í smásölu sama verði og
landsjóðsvörur; var þá einnig tekin
sú stefna að gefa kaupmönnum kost
á landsjóðsvörum meS heildsöluverði.
En svo urðu ýmsar orsakir þess vald-
andi, aS verðlag á landsjóðsvöru hef-
ur yfirleitt veriö svo hátt nú upp á
síðkastið, að' kaupmenn hafa í skjóli
þess verðs getaS fært vörur sínar
meira fram, en venjulegt er. Vöru-
verðiS hefur farið' si-hækkandi, og
landsverslunin nær undantekningar-
laust hækkað fyrst, en kaupmenn svo
komiS á eftir.
Árangur þessa fyrir-
k o m u 1 a g s h e f u r o r S i S s á,
a'S h j e r á 1 a n d i e r n ú ö 11 u
m e i r i d ý r t í 'ð;, ö 11 u hærra
smásöluverS á nauösynja-
vöru en í nokkru öðru
1 a n d i, þeirra er skýrslur hafa
borist hingað frá.
Samkvæmt afstöðu landsins hefði
þó mátt vænta þess aö verð á nauö-
synjum hjer væri ekki hærra, held-
ur lægra en í sumum þeim hlutlausu
löndunum, sem eru í mestu ófriðar-
kreppunni. Vjer höfum opna sigl-
ingaleiS til Ameriku, og vjer njótum
auk þess þeirra stórvægilegu hlunn-
inda, vegna sambands vors við Dan-
mörku, að Bretar hleypa hingað
skipsförmum af nauðsynjavörum frá
Danmörku, gegnum hafnbannslínu
sína. VerSur því afstaða vor ólíkt
betri en t. d. afstaSa Norðurlanda,
sem hafa öSru megin viS sig mið-
veldin, sem litlu geta miSlaö frá sjer,
og hinumegin hafnbann Breta. En
þrátt fyrir þetta er vöruverS hjer
hærra en á Norðurlöndum yfirleitt,
þar sem til hefur spurst.
Ekki skal því haldiö fram, aö
landsverslunin eigi e i n sök á
þessu háa vöruveröi, en hitt er auð-
sjeð, að hún og aðrar stjórnarráöstaf-
anir hafa átt mikinn þátt i því. AS
því er snertir vöruverö landsverslun-
arinnar, þá koma að sjálfsögðu fyrst
innkaupin til greina; um þau verður
mjög lítið vitaS, hversu hagkvæm eSa
óhagkvæm þau hafi verið í einstökum
atriðum, því að um þau er ekkert lát-
ið uppskátt, en að' mistök hafi g e t-
að átt sjer stað um innkaupin, virð-
ist mega ráða þegar af þvi að fram-
kvæmd þeirra er i höndum manna,
sem aldrei hafa við slíkt fengist áður,
það' eru ráðherrar vorir, og máske
aS einhverju leyti undirmenn þeirra
á skrifstofum stjórnarráðsins. Það
virðist t. a. m. mjög svo ólíklegt aö1
þessir menn hafi vitneskju um hreyf-
ingar þær, sem árlega gerast á verði
nauðsynjavöru í framleiöslulöndun-
um, og skapast af uppskeruhorfum,
uppskeru og markaðsfyrirkomulagi
þar m. m., eða geti tekið tillit til þess-
ara hreyfinga við ákvöröun innkaup-
anna. Eftir að skipaútgerS landstjórn-
arinnar jókst virðist innkaupunum
fremur hljóta að vera hagað með það
fyrir augum að1 hafa jafnan tilbúna
farma í skipin, heldur en þaö að velja
þá árstíma til innkaupa, þegar vænta
má að verðlagið sje sem hentugast.
Annað! atriði, sem hlýtur aö hafa
ráSið miklu um verðlag landsverslun-
arinnar, er skipaútgerð landsjóös.
Landsjóður hefur haft skip á leigu,
stundum mörg í einu, og hann hefur
keypt þrjú skip. Alt þangað til síðari
part siðastliðins sumars var útgerðar-
stjórn allra skipanna í höndum stjórn-
arráösins sjálfs; það er vandaverk,
ekki síst á þessum erfiðu tímum, að
haga útgerðarstjórn skipa sem sigla
til fjarlægra landa svo, aS skipin ald-
rei tefjist að óþörfu, en allar tafir eru
dýrar, þar sem skipsleigan ein nemur
máske 2—3 þúsundum króna á dag
auk annars kostnaðar. Það er með
öllu óskiljanlegt, hvernig nokkrum
rnanni gat til hugar komið, að stjórn-
arráöið, eins og þar er mönnum skip-
að, og jafnframt þeim störfum sem
þaS hefur á hendi, gæti annast þessa
útgeröarstjórn, enda hefur reyndin
því miður orSið sú, að leiguskip land-
stjórnarinnar hafa oft orðiS fyrir
stórkostlegum töfum í ferSum sín-
um, sem mönnum virðist aö; hefSi
mátt komast hjá, ef útgerðarstjórn
skipanna heföi verið i höndum manns
eSa manna, sem gátu gefið sig nægi-
lega vel viS starfinu og höföu nægi-
lega þekkingu og reynslu í þeim efn-
um. Dæmi þessu til sönnunar mætti
tilgreina, ef þörf þætti.
Eins og kunnugt er, hefur land-
sjóður nú eignast þrjú skip, „Wille-
moes“, „Sterling“ og „Borg“, og er
farstjórn þeirra nú í höndum útgerð1-
arstjóra Eimskipafjelags íslands, og
mun henni þar með svo vel fyrir
komið, sem kostur er. Kaupin á tveim
fyrstnefndu skipunum voru nauö-
synleg, og voru framkvæmd með ráöi
útgerSarstjórans, en ekki veröur betur
sjeð, en að kaupin á þriöja skipinu
sjeu ein af byröunum, sem hleypa
vöruverSi landsverslunarinnar tilfinn-
anlega fram.
Þriðja ástæðan til hins háa vöru-
verSs landstjórnarinnar er sú, að
versluninni fylgir mikil áhætta, og til
þess að fjárhagur landsjóðs verði ekki
í of mikilli hættu staddur af verslun-
arrekstrinum, t. d. vegna veröfalls á
fyrirliggjandi birgðum þegar stríðinu
linnir, þá hefur vitanlega verið ó-
hjákvæmilegt að leggja svo mikið á
vöruna, að allmikill varasjóður gæti
myndast, til aS mæta áhættunni. Og
fer því mjög fjarri að landstjórnin
sje ámælisverð fyrir það atriðið út af
fyrir sig, aS setja vöruverðið svo
hátt, sem þarf til þess aö forða land-
sjóðnum frá fjártjóni.
Loks hefur áður verið getið um
fjórðu ástæðuna, sem var sú, að ekki
þykir fært að setja vöruverð lands'
verslunar svo lágt, að það fæli kaup-
menn frá að kaupa og flytja inn vör-
ur, þvi áð þar af mundi leiða vöru-
skort. Hefur þetta orðið til þess, að
jafnvel þótt í einstökum tilfellum hafi
tekist vel til með innkaupsverð' og
flutningskostnað, þá hafa landsmenn
ekki getað fengið að njóta þess i lágu
útsöluverði.
Fleiri ástæSur kunna að vera fyrir
hendi, en þær fjórar, sem hjer voru
taldar, til þess aS verðlagiö á lands-
verslunarvörum er hærra en það ætti
áð vera eftir markaðsveröi og almenn-
um flutningsgjöldum, og skal vikiö
að einni þeirra seinna í öðru sam-
bandi. En menn eru beðnir aS athuga
þaS vel, að einungis tvær fyrstu á-
stæðurnar, sem nefndar voru, eiga rót
sína að rekja að nokkru eöa öllu til
óheppilegrar stjórnar fyrirtækisins, en
hinar tvær síðastnefndu stafa bein-
línis af sjálfu fyrirkomulaginu,
af því að landsverslun er rekin
við hliðina á frjálsri verslun, en má
hvorki baka landsjóði tap nje stöðva
frjálsu verslunina með samkepni.
III.
Afstaðan til verslunarstjettarinnar
AS framan hefur verið lýst afstöðu
landsverslunarinnar til hinna frjálsu
verslana (kaupmanna og kaupfje-
laga) að því er vöruverð'ið snert-
ir. Hún hefur verið sá s k j ó 1-
g a r ð u r, sem leyfði kaupmönnum
að taka meiri verslunarhagnáðl, en
venja er til, þ. e. a. s. þeim kaup-
mönnum, sem hafa haft dugnað til
að ná sjer í vörur frá útlöndum fyrir
annara milligöngu en landsverslun-
arinnar sjálfrar. En afstaða hennar
til verslunarstjettarinnar hefur einnig
að ýmsu öð’ru leyti verið mjög eftir-
tektaverð, og að sumu leyti óheppi-
leg fyrir landið.
Er þá fyrst að telja það' undarlega
fyrirbrigði, að landsverslunin hefur
ávalt hina mestu launung á því, hvað
hún hafi fyrirliggjandi af vörum, og
hváða vörur hún hafi útvegað sjer
eöa eigi von á. Af þessu leiðir að
aðrir vöruinnflytjendur geta aldrei
vitað' hváð þ a r f að flytja inn, og
er þó ætlunarverk þeirra í þjóðfje-
laginu einmitt það, að flytja inn þær
vörur, sem þörf er á, og ekki aðrar.
Þeir verð’a tregir til að kaupa miklar
birgðir af nokkurri nauðsynjavöru til
innflutnings, þegar þeir vita ekki
nema landsverslunin sje i þann veg-
inn aö flytja inn máske hálfs eða heils
árs birgöir af sömu vörutegundinni.
Launung þessi verður þannig til þess,
áð draga úr áðflutningunum til lands-
ins, án þess að koma nokkrum manni
að hinu minsta gagni, og er þetta
átakanlega ólíkt aðferð! þeirri, sem
fylgt er i Noröurlandaríkjunum þrem-
ur, og síðar mun að vikið.
Að' öðru leyti hefur afstaðan milli
landsverslunar og verslunarstjettar
allmjög markast af því, að atvinnu-
málaráðherrann, sem er æðsti yfir-
maður landsverslunarinnar, er alment
skoðaður sem liðsmáður nýrrarstefnu,
sem hafin var í Þingeyjarsýslu fyrir
tveim árum siðan, méð því markmiöi,
að útrýma verslunarstjett landsins og
uppræta hana. Er stefna þessi borin
fram í tímaritinu „Rjettur“, og mark-
mið’inu lýst þannig i stefnuskrárrit-
gerðinni i byrjun fyrsta heftis:
„í þessari fyrstu kveðju sinni til
þjóöarinnar vildi tímaritið áð eins
benda á markmiðin og viðfangs-
efnin, sem fyrir lægju, einkum
yngri kynslóðinni. Hún hlýtur að
halda uppi starfinu fram áð 1955.
En þá, á 100 ára afmæli verslunar-
frelsis íslendinga við allar þjóðir, á
að vera eitt kaupfjelag, og
á öllu landinu engin önnur
verslun.“
Ekki hefur atvinnumálaráðherr-
ann, svo menn viti, látið uppi opin-
berlega hvort hann fylgi þessari
stefnu eða ekki, en þaö er alkunn-
ugt, að allra nánustu flokksbraéður
hans hjer í Reykjavik eru svarnir
fylgismenn hennar.
Enginn getur láð verslunarstjett-
inni það, þótt henni sje heldur kalt til
þeirra manna, sem vilja uppræta
hana; svo mundi hverri annari stjett
fara. En nú stendur einmitt svo á,
að landsmönnum alment ríður meira
á því en nokkru sinni fyr, áð góö
samvinna sje á milli verslunarstjett-
arinnar og landstjórnarinnar um það,
að halda verslun landsins í sem þol-
anlegustu horfi; og það er m j ö g
óheppileg tilviljun, svo ekki
sje of mikið sagt, að á slíkum tím-
um skuli geta falliö sá grunur á ráð-
herra verslunar- og samgöngumála,
að hann vilji verslunarstjettina í heild
sinni feiga, því áð þessi grunur spill-
ir samvinnunni, landsmönnum til
tjóns.
Jónas Jónasson
sagnaskáld.
„Nýjar kvöldvökur“ 0. fl.
Eins og kunnugt er, ritáði Hannes
biskup Finnsson „Kvöldvökur“, á-
gæta alþýöúbók. Magnús Stephensen
gaf bókina út árið 1796; og mun
landsmönnum hafa þótt brugðiS til
breytinga, áð fá skemtibók frá „prent-
verkinu“. Framhald þeirra bókar kom
ekki og hefði þó meira átt að koma
í þeim stíl. Rúmlega öld hefur liðið
frá þessum bókmenta-viöburSi, uns
farið’ er a'ð gefa út Kvöldvökur á ný.
Það eru „Nýjar Kvöldvökur“, sem
hófu göngu sína á Akureyri 1907.
Jeg minnist ekki þess, að hafa sjeð
neitt á prenti um þetta rit; má það|
þó merkilegt heita, þar sem það kem-
ur út á þessari ritdómaöld. „Nýjar
Kvöldvökur“ eru mánaöarrit, og ef
til vill minnast íslenskir ritdómend-
t ur ekki á þær af þeirri ástæðu, þótt
mörg mánaðarrit beri meira til brunns
en einstakar bækur. •— Sjálfsagt er
mörgum það kunnugt, að aðalstarfs-
maöur Kvöldvakanna hefur verið
sjera Jónas Jónasson præp. hon. Jeg
hef sjeð af blööunum, að' sjera Jónas
sje alfarinn úr Norðurlandi, og þáð
hefur gefiS mjer ástæðu til aS minn-
ast á starfsemi hans i sambandi viö
„Nýjar Kvöldvökur“.
Jeg segi hiklaust, að fylsta þörf
hafi verið orSin á riti af því tægi,
um þáð' leyti, sem Kvöldvökurnar
komu út, og raunar miklu fyr. En
þaö er ekki vandaminna, að velja efni
til tímarits en einstakrar bókar. Miklu
fremur verður að vaka yfir því, að
leiö’a inn nýja strauma hollra hugs-
ana með hverjum árgangi. Og í öðru
lagi verður búningur nýrra hug-
mynda og frásagna að vera smekk-
legur. Sje þessa ekki gætt, versna
viðtökurnar hjá þjóðinni, og endir-
inn veröur sá, að útgáfan fer á höf-
uðiS. Einstakar bækur er fremur hægt
að selja svo að saman náist i kostnað1-
inn, þótt valið hafi mistekist.
Hefur það hent ýmsa útgefendur,
að hleypa af stokkunum „spennandi“
rómanarusli, sumu miður vel útlögðu.
Þegar valið tekst þannig, meS útgáfu
einnar sögu.má gera sjer hugmyndum
vandann, sem fylgir þvi, að velja í
framhaldsrit eins og t. d. „Nýjar
Kvöldvökur“ eru. En hvernig hefur
Kvöldvökunum tekist ferðalagið síð-
an þær lögðu á stað?
Aðalstarfsmaöur þeirra, sjera Jón-
as, hefur áð minni hyggju mótað! svo
efni þeirra og útlit, að viSa er þeim
fagnað sem kærum gesti úti um sveit-
ir og kaupstaði. Regla hefur þáð: ver-
ið, aö í hverjum árgangi hefur verið
ein áðalsaga og svo margar styttri.
Það mun hafa lent á sjera Jónasi að
velja og þýöa lengstu sögurnar í rit-
iS. Og á því velta vinsældir þess,
hvernig þáð tekst í þaS og það skift-
ið. Og afskifti hans á þessu sviði hafa
ekki brugðist mínum vonum, og jeg
vildi mega segja, kaupenda Kvöldv.
í heild sinni. Tvent virðist mjer sjera
Jónas leggja áherslu á, við söguval:
Siðferðislegu hliSIna og efnis-auö-
legðina. Og þetta hefur hvorugt
brugðist. Fyrsta hefti ritsins byrjaði
með ljómandi skemtilegri sögu um
skóladreng eftir Jónas Lie. Prúð-
menska og fátækt þessa drengs —
Egill heitir hann — verður að augna-
skopi og vekur áreitni sumra skóla-
bræðranna. Egill litli líður margs-
konar mótlæti, en barnslega sakleysið
sigrar alt að lokum, og óvinir Egils
líta til hans með áðdáun. MáliS á
sögunni er yndislega ljett og lipurt.
í fyrsta árgangi er og sagan „Vík-
ingurinn“ (Söröveren). HefSi sú saga
verið' gefin út einstök, mundi þýð-
ingin hafa fengiö góðan róm. En um
söguna sjálfa er það að segja, að tal-
in hefur hún verið' méð fremstu sög-
um Fr. Marryats. Enda fer þar saman
hrikalegt efni og auðugar lýsingar af
lífi sjóræningjanna. Mun og þessi
saga hafa fyrst vakið verulega at-
hygli á ritinu. ASalsögurnar i 2. ár-
gangi eru: „Á ferð og- flugi“ og „Ben
Húr“. Fyrri söguna tel jeg með lak-
ari sögum Kvöldv. Efniö' er frumlegt
á sína vísu, en hugmyndaflugiS er svo
taumlaust og atvikakeðjan svo óeSli-
leg, að nokkurri furðu gegnir um
upptöku sögunnar. En frásögnin er
fjörug og fróSleiksmolar töluverðir
innanum. — En hafi útgefendurnir
syndgað með vali þessarar sögu, er
bætt fyrir brotið með' „Ben Húr“.
Það er hiklaust ein hugnæmasta sag-
an og þýðingin er þannig úr garöi
gerð, áð' hún hlýtur áð! glæöa tilfinn-
ingu fyrir einföldu og fögru máli,
Saga þessi er annars orðin svo kunn,
að óþarft er að minnast meira á hana.
Þó er rjett áð taka það fram, að frum-
sagan er miklu lengri en þýðingin, en
aöalþráðurinn tapar sjer hvergi fyrir
það,
Þriðji árg. reiö úr hlaði með „Borg-
irnar“ hans Jóns Trausta. Man jeg
eftir að sumum þótti kátlegt sögpx-
nafnið, þvi enginn mintist að hafa
sjeð íslenskar stórborgir. En svo varð
alt annað’ uppi á teningnum við lestur
sögunnar: Nafniö gat átt við spila-
borgir hugmyndalífsins, en átti við
öruggar borgir kirkjulífs og rjett-
trúnaðar. Þetta var fyrsta frumsamda
skáldsagan í Kvöldv. og þvi merkari
viðburður í sögu þeirra sem sagan er
talin ein með bestu sögum höfundar-
ins. Verður því ekki sagt, aS Kvöldv.
hefðu enn þá stigið sig i söguvali.
Aðalsagan í fjórða árgangi er
„Gullfararnir“ eftir Gabriel Ferry,
þýdd af sr. Jónasi. Sagan er ágæt lýs-
ing á lifi Indíána og baráttu nokkurra
hvítra manna viS þá. MeS köflum er
sagan beint spennandi, og erfitt er að
gleyma jafn minnisstæðum og hug-