Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.12.1917, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.12.1917, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 205 Kvennaskólinn. Síð'ara námsskeiði‘8 í hússtjórnardeild skólans hefst x. mars n. k. og stendur yfir til i. júní 1918 — ef nógu margir nemendur gefa sig fram. Skólagjald 15 kr. og meögjöf 65 kr. á mánuði. Umsóknir sjeu komnar til forstöðukonu skólans í síðasta lagi fyrir 1. febr. n. k. Reykjavík 5. des. 1917. Ingibjörg H. Bjarnason. lávarðar", segir þar. — Stjórnmála- foringj ar og yfirhershöfðingj arbanda- manna sitja þá á ráðstefnu í París. Aðrar frjettir. Frá vesturvígstöSvunum eru engar fregnir markverðar síðastl. viku, og ekki heldur frá ítölsku vígstöðvunum. Bretar og Tyrkir eigast við í nánd viö Jerúsalem og hefur Bretum ekki tekist a'ð1 ná borginni enn. Áður en fregnir komu um vopna- hlje og friðarsamninga að austan- verSu, hafði heyrst, áS' Kákasus hefði lýst sig sjálfstætt ríki. Um yfirvof- andi matarskort bæði í Petrograd og Moskva hafð'i áSur heyrst, en síSustu fregnir segja, áS úr því sje bætt. Frá konungafundinu í Kristjaniu, frá 28.—30. f. m., er þaS sagt, aS samkomulag hafi styrkst þar um samvinnu og samlxand milli Norðtir- landa. Skiftar skoðanir. Eftir Sig. Kristófer Pjetursson. I. Til andmælenda guðspekinnar. Þáði er rnjög liklegt, áS1 viS sr. Ófeigur Vigfússon höfum nokkuö lengi skiftar skoðanir. Jeg fyrir mitt leyti tek mjer þaS þó ekki nærri, og meS fram af því, að mjer hefur ekki verið faliö það vandaverk á hendur aS móta skoöanir mínar aö vilja hvers manns, nje sjá urn aö allir verði á sama máli. Auk þess er þáS sannleik- anurn jafnan ávinningur, að hvert mál sje athugað sem best frá ýmsum hliö- um. Hinn heiSraði andstæðingur minn hefur nú gert sjer far um aö sýna hvert álit hann hefur á guSspekinni, og þó sjerstaklega einni kenningu hennar, endurholdgunarkenningunni. En aði þvi er jeg get sjeð, hefur hann ekki reynt að hrekja neitt af því, sem jeg sagSi í grein minni i vor. En annaö þykist jeg sjá: honum hefur sárnað þáð', sem jeg sagði um forkólfa hinna ýmsu trúarflokka. Hann segir að jeg hafi vísað sjer út í horn í vín- garöi kirkjunnar. Þetta er misskiln- ingur. OrS mín voru þessi: „En ef hin „kristilega" starfsemi forkólfanna fer áS' veröa aö mestu leyti fólgin í því aö ófrægja menn og málefni, sem þeir vita litil eða engin deili á, þá er álitamál, hvort þeim sjálfum væri eigi eins affarasælt áð setjast út í horn í víngaröi kirkjunnar og láta sem minst á sjer bera.“ Jeg get ekki sjelS' áð1 hinn heiðraSi andstæðingur minn hafi verulega ástæSu til þess aö taka þetta ti’ sín. Að minsta kosti hef jeg gilda ástæðu til að ætla, aS hin kristilega starfsemi hans snúist að öðru fremur * en áð ófrægja menn og málefni, jafn- vel þótt honum yrði þaS á í þetta eina skifti. Satt að segja haföi jeg fremur áð'ra en hann í huga, er jeg ritaði þessi orð, og ætláöist til áö þeir tækju þau til sín, sem þættust eiga. Það var ekki tilgangur minn áð' særa tilfinningar hins heiSraða andstæð- ings míns, heldur áð eins áö koma í veg fyrir að lesendur „Lögrjettu" þyrftu aS horfa til lengdar á kenn- ingar guðspekinnar í spjespegli þeim, sem hann reyndi aS sýna þær í. Sömu- leðis ætláSist jeg til aö grein þessi, • er jeg reit í vor, gæti orSið þeim mönnum, sem finna hvöt hjá sjer til þess að ófrægja guðspekisstefnuna, sem dálítil áminning um, aði fara ekki svo geyst, áð þeir gefi sjer ekki tíma til aS kynna sjer hana, áSur en þeir hefja árásir sínar eða kveSa upp á- fellisdóm yfir henni. Þeir munu hafa fremur hag en óhag af því aS kynna sjer þáö mál, sem þeir ætla aö ræða um. Ekkert liggur á; guöspekisunn- endur munu varla, fremur hjer eftir en hingáö til, leita á þá áSl fyrra bragði. Hins vegar mega þeir alt af búast viS, a'ö einhverjir verði til að taka málstaS guöspekinnar, ef þeir gera sjer far um að halla rjettu máli og árásargreinar þeirra þykja svara veröar. Annmarkar. Þáö er aðallega endurholgunar- kenningin, sem á ekki upp á háborSiö hjá sr. Ófeigi Vigfússyni. Og þegar hann fer ýmsum óvirSingarorSum um guöspekina, þá á hann, áð mjer skilst, aðallega viS þessa einu kenningu hennar.* Og liún hefur líka aö því * Menn, sem eru næmir fyrir hvassyrö- um, og þola þau illa, ættu ekki aö leggja er honurn sýnist ýmsa annmarka og þá slæma. Eitt af þvi sem hann fann henni til foráttu i fyrravetur, var þaö, áö hann var hræddur um aö hún mundi hafa siSspillandi áhrif á þjóö- irnar, mundi geta orðiö til þess aö menn kostuöú kapps um að fjölga I mannkyninu meira en góðu hófi ! gegndi. Og að því er mjer skildist, I var hann eitthváö að bera hana sam- an við mormónskuna í því sambandi. Slíka fjarstæðu áleit jeg þá ekki svara verða, enda sýnist hann sjálfur vera horfinn frá henni og kominn aS gagnstæðri niðurstöðu. Nú finst hon- um að' endurholdgunarkenningin —og sömuleiöis fortilverukenning ýmissa biblíutrúarmanna, Mormóna og ef til vill fleiri — striði gegn manneSlinu og þó sjerstaklega kveneðlinu. Þetta verður ekki skili'ö ööru vísi en, að hann haldi, aö körlum og þó einkum konum muni miður ljúft eða hafijafn- vel ímugust á aS eignast afkvæmi,sem hefð'i átt sjer einhverja fortíö. Lítiö orS hefur þó farið af slíkum ímu- gust, til dæmis í Austurlöndum eða yfirleitt meö meiri hluta mannkyns- ins, sem hefur aðhylst endurholgunar- kenninguna í einhverri mynd. En hinn heiðraði andmælandi minn sýnist eiga ilt meö aS trúa, að mikill meiri hluti mannkynsins aðhyllist hana. Þetta er þó ofur auðvelt áö sanna hverjum þeim manni, sem á annaö borö þarfn- ast slikra sannana. Frh. ferð iim Ranoárvalla eo flrnessýslu í febrúar og mars 1917. Eftir G. H j a 11 a s 0 n. 1. Yfirlit.—Jeg ætla ekki í þetta skifti aS rita neina lýsigu á sýslum þessurn, heldur aS eins lauslega geta nokkurra sveita, sem jeg fór um, svo og minnast stöku manna um leiö. ■— Jeg var 6 vikur í ferðinni og hjelt milli 30 og 40 fyrirlestra, helst í Holt- unum fyrir neðan þjóðveginn, og svo í veiðistööum Árnessýslu. Margir voru þá farnir til sjóar og sumir á förurn þangað1, svo fáment var aö veröá i sveitunum, og þeir sem heima voru áttu því örðugt meS áð fara til funda. Hjelt jeg þvínæst smáfundi fyrir fá- eina bæi í senn, sem voru nærri hver öðrum. Sótti fólk eftir vonum og við- tökur hinar bestu eins og áSur. Jeg fór nú svo sem ekkert fyrir ung- mennafjelögin, heldur upp á eigin kostnaö, En hann varS sárlítill, því bændur greiddu svo vel fyrir mjer og buðú jafnan fylgdir, og þær góðar, en þáðu enga bogun. Hús til aö tala í fjekk jeg á bæjunum, og setti þvi enga borgun fyrir heimafólkið, en tók 10, sjaldan 20, aura af hverjum að- komanda fyrir hvern fyrirlestur. Sal fjekk jeg lánaðan á einum stað' og galt þá 20 prósentur af aðgangsfjenu i húslán. Kirkju lánaöi jeg á öörum stáö og galt 33 prósentur til hennar. Efni voru ýmisleg, þar á meðál nýtt efni: Nýting íslenskra matjurta og yfirleitt um nýting alls, sem hægt er aö nota. Einnig yfirlit yfir andlegt líf hjer á landi á þessum tímum. — Fjór- ar fyrirlestraferöir hef jeg áSur far- iö um sýslur þessar og tvær hins- eigin ferðir. Fyrstu ferðina fór jeg 1881, var þá aö skoðá jurtagróöann og forna sögustáði. Næstu feröina fór jeg 1909. Þótti mjer breyting mikil orðin á þessum 28 árum og yfirleitt til hins betra. Jeg er því orðinn tals- vert kunnugur í sýslum þessum, þekki þar marga ágætismenn, og eru þess- ir þeirra mjer einna minnistæöástir af þeim er nú lifa: Valdimar biskup, sjera Kjartan í Hruna og sjera Ófeig- ur, sjera Eggert, sjera Jakob i Holti, sjera Þorsteinn á Krossi, sjera Ólafur Finnsson, Eggert bóndi í Laugardæl- um, hjónin á Búrfelli í Grimsnesi, hjónin í Klausturhólum, Ólafur ís- leifsson í Þjórsártúni, GuSjón í Ási í Holturn, Ólafur Ólafsson hreppstjóri í Lindarbæ, Þorsteinn í Moldartungu, Sigurður á Selalæk, Vigfús á Brún- um, en ekki sist hjónin i Múlakoti í Fljótshlíö og Þorsteinn á Hrafna- tóftum. Á fyrra síöast nefnda bænum er fegursti trjáplöntunargarðurinn, sem jeg hef sjeð í sveit hjer á landi. í vana sinn að fara óvirSingarorðum um málefni, jafnvel þótt þeim kunni aS vera eitthvað í nöp viÖ þau. „Gerðu ekki öSr- um þaS, sem þú vilt ekki að aSrir geri þjer,“ sagði spekingurinn mikli, Kong-tse. Höf. En í Hrafntóftum hef jeg einna oft- ast veriö. — Frá æskuferð minni þarna eystra man jeg best eftir hin- um gestrisna höfSingsbónda Þorvaldi í Núpakoti undir Eyjafjöllum. 2. Víðsýnið mikla.—Víðsýnt er víða hjer á landi, t. d. við Faxaflóa og á Breiðafirði. Og þótt mjer þyki nú fallegast í Borgarfirði af því jeg er uppalinn þar, þá get jeg ekki neitaö því, aS enn þá tilkomumeira víðsýni er í Þykkvabænum, neðst x Holtunum, og þar í kring. f norðaustri og austri rísa þessi þrjú tignarfjöll: Hekla, Tindafjallajökull og Eyjafjallajökull, þetta um 5000—5500 fet upp yfir sljettlendið, sem ekki nær nema nokkra tugi feta yfir sjávarmál viðast hvar, og neðát að eins örfá fet yfir sjóinn. Og langt er til fjalla þessara úr Þykkvabænum, svo fallega blána þau i fjarlægðinni. Eiríksjökull er að vísu jökla fallegastur, og hærri er hann yfir sjó en þessi þrjú fjöll, en mörg lægri fjöll og hálsar liggja út og vestur frá honum, og ber því minna á hæð hans en þessara þriggja tignarfjalla. —: Svo er nú útsýniS mikla í norSvestri og notðri frá Þykkvabæ: Reykjanessfjöllin, Heng- ill, Súlur og svo Árnessýslu norðúr- og austurfjöllin, alt blánar af fjar- lægðinni. í suðri rísa Vestmannaeyjar upp úr hafinu. Jafn fagurt víösýni er ekki í Evrópu nofðan- eða vestan- vert. Annars held jeg aö maöur þurfi að fara suðtir að Miðjarðarhafi, ef maSur á að fá eins fagurt viðsýni og víða er á landi hjer. 3. Þykkvibær.—Hann er eiginlega eyja, sjór á einn veg, ár á hina. Er áð mestu tóm flatneskja, a'ð! eins ein bunga eða hóll og þaöan er víösýniö mikla. Stutt er á milli bæja; og lengd bygðarinnar er eitthvað klukkutíma- gangur. Þar eru nú 28 búendur, og um 200 kýr mjólkandi, um 100 kálfar og önnur ungneyti, víst 500 fjár og um 300—400 hross. Og úr görðum fæi hver búandi aö meðaltali vel 20 tunn- ur af kartöflum og rófum, meira af kartöflum. Garðræktin hefur aukist feikna ínikið á seinni árum. Heyskap- ur er þar góðúr og hagaganga fyrir hesta. En örðugt er aS sækja þar sjó vegna brima og lendingaleysis. Afl- ast þó stundum, þegar gott sjóveöur er. — Lakasti ókosturinn, eins og viða þarna i ne'ðra hluta Rangárvallasýslu, er eldiviðarleysiS. Móinn vantar, tað- iö er lítiö, of langt að! ná sjer í hrís, þang ekkert. Verður þvi aS brenna nokkru af kúamykjunni. — Bæjar- hús eru góð, þó þau sjeu ekki stór. Vel um þau hirt, og veggjamyndir fagrar sá jeg þar. Fólkiði myndarlegt og þægilegt, sótti prýðisvel. Jeg gisti þar hjá Hafliöa GuSmundssyni, ung- um efnisbónda og formanni ung- mennafjelagsins þar. Fjelagið heitir „Tilraun" og í því eru nú 20 meðlimir, þáð! var stofnáð 1912. — Jeg hjelt fyr- irlestrana í kirkjunni. Þykkvabæjar- kirkjan er falleg. Hún er öll stein- steypt og eins turninn aö mestu og sáluhliSið líka, Þakið innanvert er blátt með gulum stjörnum. Altaris- tafla (frá 1792) me'ð' kvöldmáltíöar- og krossfestingarmynd. 4. Háfshverfi.—Háfurinn er löng hæö á láglendinu norðvestur frá Þykkvabæ. Þar eru 3—4 bæir. Er Hali helstur þeirra. Þar talaSi jeg og gisti hjá Ingimudi tengdasyni Þóröar gamla alþingismanns. Ingimundur er ungur mentabóndi, var lengi viS bún- aðarám og aðra fræðslu í Danmörk. Þórður talaði með mikilli ánægju og áhuga um veru sína á alþingi, sagði það góöan skóla og kvaSst hafa lært þar mikiiö'. Virtist mjer aö hann hafi hlotiö að vera þingmaður með lífi og sál. 5. Trjeskeri.—Svo gisti jeg og tal- aöi á Sandhólaferju. Kom svo til trje- skerans Einars bónda Bjamasonar, sambýlismanns þar. Sýndi hann mjer útskorinn kassa eftir sig. Voru á hon- um 12 niðurskornar og upphleyptar myndir: Adam, Eva og Ormurinn; Samson og ljónið, og voru rósirnar kringum þá mynd stærstar og bestar; hreindýr, kýr, hjeri og strútur; krókó- díll og ormur áð1 bítast, og eitthvað fleira. Þótti mjer vel gert. Einar hef- ur útskoriö marga kassa úr mahoni og selt. 6. Hellar.—Þessir hellar eru höggn- ir inn í móberg og haföir fyrir fjár- hús og hlöður. Eru þeir allstórir, þurrir og hlýir, og fremur viðkunn- anlegir. Væri harla gott aö eiga slika hella á fjallvegum vorum, værit þar bestu sæluhús. Nokkra hella sá jeg í Áshverfi, en flesta samt á Ægissí’ðú. Jón bóndi þar sýndi mjer 10 þeirra, voru sumir gamlir með1 letri og ár- tölum á veggjunum. En surna hefur hann búið til sjálfur. Er mikiði af slíkum hellum í Rangárvallasýslu og víöar austanfjalls. Niðurl. Ný bók. Charles M. Sheldon: í fótspor hans, Hváð mundi Kristur gera? II. Þýtt hefur Sig. Kristófer Pjetursson. KostnaSarm.: Sigurbjörn Á. Gísla- son. Rvík. 1917. Hjer kemur fyrir almennings sjón- ir seinni hluti og endir bókarinnar. Fyrri hluti hennar kom út í sumar og var getiö í Lögrjettu. Hjer er haldið áfarn meö a'S segja frá sama fólkinu og í fyrri hlutanum. Enn frernur bætast nokkrir nýjir í hópinn, er vinna sama heitið, að kappkosta að feta í fótspor Krists: Glæsilegastur allra er Játvarður bisk- up. Dýrðlegur maSur og ógleyman- I legur. Er hann ekki ósvipaSur bisk- upnum í hinni guðinnblásnu sögu „Vesalingarnir“, eftir V. Hugo. Sama er aö' segja um þennan hluta og sagt var um fyrri hluta bókar- innar. Allir, sem lesa hana með eftir- tekt, hljóta að ruinska — misjafnlega mikiö auðvitaö. En eiginlega ætti slík bók heimtingu á aö vera lesin að nxun meðal þjóöár, sem er þó — þrátt fyr- ir alt — aö! burðast viö að kalla sig kristna. Útgáfan er snotur og máliö prýði- legt. María Jóhannsdóttir. Frjettir. Tíðin. Seinni hluta síöastl. viku var hörkuvððúr um land alt, grimdarfrost, og hríðár norðanlands. Urn helgina lægði veöriö, og aðfaranótt 4. þ. m. gekk í hláku, og hefur hún haldist síöan. Skipaferðir. „Fálkinn" er nú á leiiö hingaS frá Khöfn og kemur aS lík- indum í kvöld eða á morgun. Með honum margir farþegar, þar á meðal forsætisráðherrann. — „WilIemoes“, „ísland“ og „Gullíoss“ eru á heim- leið vestan um haf. — „Fredericia" kom í síSastl. viku meö oliufarm til Steinolífjelagsins. —: „Consul Horn“, franska salt- og kola-skipiö, fór hjdði- an í gær og átti áð1 koma við á út- leið á SeySisfiríði og flytja þangað olíu o. fl. fyrir landstjórnina. —1 „Borg“ er nú komin frá Englandi til Noregs, til aSgerðar. — „Francis Hyde“ fór fyrir nokkrum dögum til ísafjarðar mdði oliu fyrir stjórnina, en fer þaöan vestur um haf. — „Bisp“ er væntanl. innan skamms með salt- farrn frá Englandi. Leikhúsið. Þar hefur „Tengda- pabbi“ veriS leikinn áð undanförnu og mikil aðsókn, en næst á eftir hon- um kemur „Konungsglíman“, eftir G. Kamban. Kvæðabók. SigfúsarBlöndals bólca- varöar, „Drotningin í Algeirsborg og önnur kvæöi“, er nú komin x bóka- verslanirnar. Jólagjöfin hetir nýútkomiö rit með þýddum smásögum o. fl., ætlað til jólagjafar. Fremst er jólakvæöi eftir sjera Fr. FriSriksson. Einar H. Kvaran hjelt fund á Akur- eyri síðastl. laugard.kvöld um áfeng- ismáliS. Var þar húsfyllir og taláö frá báðum hliðum. Á sunnud.kvöld hafði hann upplestrarsamkomu, og var hún einnig rnjög fjölsótt. — Bannvinafje- lag var stofnað á Akureyri kvöldið 3. þ. m. og voru stofnendur 45, en vænst mikillar aukningar. I stjórn fjelagsins eru Ingim. Eydal, Sig. Baldvinsson, Þork. Þorkelsson, GúS- björn Björnsson og Erl. Friöjónsson. — Hr. E. H. Kvaran kemur heim mdö „Sterling“. St. G. Stephansson. FormaSur nefndarinnar, sem stó'ði fyrir heimboði hans í sumar, hr. Steinþór Guömunds- son skólastjóri í Flensborg, hefur sent Lögr. ítarlega greinargeiJð fyrir því, hvernig varið hafi veriS því fje, sem safnaS var til þess áð kosta ferð'- ir hans og dvöl hjer. Alls fjekk nefnd- in til umráðá kr. 6057.37, Þar af 1 samskotum 5130 kr., en hitt fyrir sölu ÚrvalsljóSa eftir hann og með tekj- um af skemtikvöldum. Dvalar og feröakostnáður varð um 2000 kr., en 2500 kr. voru afhentar skáldinu í pen- ingum og rúmurn 500 kr. variö’ til minningargjafakaupa. Hitt fór til út- gáfu ÚrvalsljóSa og i ýmsan smá- kostnaö. 25 kr. eru enn í sjóði. Nefnd- in hefur leyst starf sitt vel af hendi, og fer hjer á eftir niðurl. á „Skila- grein“ formannsins, eftir aö gerð hef- ur veriö. grein fyrir meSferö sam- skotafjárins: Fyrir nefndarinnar hönd votta jeg þeim öllum bestu þakkir, er beint dðá óbeint hafa stuðlaö aS því, að St. G. St. vatö boðiS heim og hann gat haft þá ánægju af feröinni, sem raun er á oröin. Skal þar fyrst tilnefna, þá, er sent hafa fje til nefndarinnar, og þeir eru margir vxösvegar um land, í öSru lagi þá, er fluttu hann endurgjaldsJ laust lengri eöa skemri leiö á landi, eSa veittu honum annan fararbeina, og síöást en ekki síst vottar nefndin „Eimsk.fjel. íslands“ þakklæti sitt fyrir það, áö flytja skáldiö endur- gjaldslaust yfir hafiö fram og aftur. Nefndin hefur þá lokiS störfum sín- um; en eins og yfirlitsreikningurinn ber með sjer, eru nokkrar krónur í sjóði. Ef nokkur skyldi enn eiga eftir áð senda nefndinni peninga, hvort heldur samskotafje eSa andvirði seldra ÚrvalsljóSa, þá er gjaldkeri nefndarinnar, Helgi Bergs, fús á áS veita því móttöku. Á lokafundi nefnd- arinnar var það samþykt, áö því fje, sem kynni aö berast í hendur nefnd- arinnar, yrSi variS til að kaupa lág- mynd eða brjóstmynd af skáldinu, sem Ríkarður Jónsson listamáður hef- ur gert. Ef einhver vildi styðja að því, að úr þessum kaupum gæti orðiö, með því aS leggja fram fje til þess, þá veitir nefndin því móttöku með þökk- um, og gerir á sínum tíma grein fyrir því fje, er henni verður sent hjer eftir. Myndin veröur aö sjálfsögðú gefin landinu, ef nægilegt fje fæst til að kaupa hana. Gjaldkeri nefndarinnar hefur sent viöurkenningu fyrir öllu því fje, sem til hans hefur verið sent. Ef einhverj- ir hafa samt sem áður sent samskota- fje eða gjafir, án þess að fá viður- kenningu fyrir, eru þeir beSnir að til- kynna þáö formanni nefndarinnar, og skal þaö verSa leiðrjett svo fljótt sem auðið er. I umboði nefndarinnar Flensborg i Hafnarfirði 15. nóv. 1917. Steinþór Guömundson, formaður. Embætti. Settur sýslumaöur í Ár- nessýslu frá 29. f. m. er Bogi Bryn- jólfsson yfirrjettarmálaflutningsmað- ur á eigin ábyrgð. GuSm. Eggerz sýslumaSúr er nú hjer í Rvík viö fossanefndarstörf. — Sjera Jóhannes L. Jóhannesson á Kvennabrekku hef- ur fengið lausn frá embætti og setst aö hjer í Rvík við oröabókarstörf meS dr. Birni Bjarnasyni, en þeir eiga al halda áfram verki Jóns heitins Ó- lafssonar. —■ Sjera Sigurgeir Sig- urðsson, settur prestur á Isafirði, er einn umsækjandi um þaö prestakall. Úthlutunardeild heitir sú deild landsjóösverslunarinnar, sem safnar skýrslum um birgðir landsmanna af

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.