Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 13.02.1918, Qupperneq 2

Lögrétta - 13.02.1918, Qupperneq 2
26 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. Jarðaprang. Hjer i höfuðstaönum og í grend við hann er á síðustu árum komin upp ný atvinnugrein, sem mun vera einhver hin ógeöslegasta og skaöleg- asta fyrir þjóöfjelagiö af öllu því, sem leyft er eöa látiö óátaliö af lög- gjöfinni. Eru oröi svo rnikil brögö aö þessu nú upp á síðkastiö,að ekkiverð- ur hjá því komist, að gera það að um- talsefni opinberlega, enda er um fátt tiðræddara manna í milli i sveitum þeim, sem verða fyrir afleiðingum jarðaprangsins. Jarðaprangið er í því fólgið, að menn, sem hvorki ætla sjer að reka búskap sjálfir, nje heldur að gerast jarðeigendur til langframa, ná kaup- um á jörðum fyrir lágt verð, láta þær svo ganga kaupum og sölum milli sín innbirðis eða til annara fyrir síhækk- andi verð, stundum oft sania árið, og með mikilli hækkun á verðinu við hverja sölu, uns jörðin að lyktum er komin í svo hátt verð, að enginn bú- skapur getur borgað rentur af jarðar- verðinu, nerna þá helst ránsbúskapur eða jarðníðlsa, rekinn t. d. á þann hátt, að hey öll eru seld burt af jörð> unni, lítill eða enginn búfjenaður á henni hafður. Getur þetta gengið í nokkur ár, meðan jörðin er að kom- ast í algerða órækt, og jafnframt fara þá hús öll og mannvirki í niðurníðslu. Vegna jarðnæðiseklu reynir hver á eftir öðrum að taka jörðina, annað- hvort til kaups eða leigu, standast þeir eitt eða tvö ár eða skemur og hröklast svo burt, vegna þess, að nið- urnídda jörðin getur ekki með nokkru móti gefið af sjer þá upphæð, sem samsvarar vöxtum af hinu uppskrúf- aða verði. Þannig fara jarðir, sem máske hafa verið prýðilega setnar í sjálfsábúð um langan aldur, sveitinni til gagns og sóma, í algerða niður- níðslu, og í staðinn fyrir myndarbú- skap og sveitarstoð, kemur örbirgð- arluAur, sem engan párt getur tekio í því að bera byrðar sveitarfjelags- ins, en getur orðið til að auka sveitar- þyngslin hvenær sem er. Prang það, sem hjer ræðir um, hef- ur til þessa aðallega verið rekið al eins konar samvinnufjelagi (brask- araklikka er það oft kallað í dag- legu tali), sem er skipað nokkrum mönnum í Reykjavik, en nokkrir eiga heima í sveitum þeim eða hjer- uðum, sem njóta blessunarinnar af starfseminni. Ætlunarverk þessara síðastnefndu er aðallega það, að hafa vakandi auga á þvi, ef einhver jörð er likleg til að losna þannig, að kaup- um megi ná á henni; bregður hann þá við sjálfur, eða sendir einhvern af leynilegum hjálparmönnum klikk- unnar til að festa kaup á jörðinni. Sjerstaklega þykir hentugt að ná kaupum á jörð, ef eigandi vill flytj- ast í kaupstað, því að samvinnufje- lagið hefur jafnan bestu tök á því að útvega honum hentugt hús í kaup- staðnum í skiftum fyrir jörðina. Eru þá gefnar glæsilegar lýsingar á hús- inu, og samkvæmt því sett á það svo hátt verð, oft langt fram yfir sann- virði, að jafnvel þótt jörðin sje lika talin til verðs fyrir ofan hæfilegt gangverð, þá verður útkoman sú, að þegar kaupin eru um garð gengin, hefur jarðeigandi tapað mestum hluta af jarðarverði sínu, en prang- arinn eignast jörðina fyrir hátt verð á pappírnum, en í reyndinni langt fyrir neðan sannvirði. Næsta stigið er svo að ná i kaup- anda að jörðinni. Hafi ekki hepnast að skrúfa jarðarverðið nógu hátt upp á pappírrtum við fyrstu kaupin, er stundum gripið til þess, að láta jorðina fyrst ganga kaupum og söl- um milli lagsbræðranna innbyrðis, einu sinni eða oftaf, fyrir hækkað verð. Svo þegar raunverulegur kaup- andi er fundinn, þá er vísað i það, að seinast var jörðin seld fyrir svo eða svo hátt verð, og er þetta eitt- hvert besta ráðið til þess að ginna kaupanda til að bjóða hátt verð. Best gengur þetta ef kaupandi kemur úr fjarlægu hjeraði til að leita sjer að jarðnæði; þá er hann tekinn í Reykja- vík, einn lysir kostum jarðarinnar fyrir honum, og vísar honum á „áreiöaníeg'a menn", sem raunar eru* lagsbræður hans, er kunnugir sjeu og geti líka lýst jörðinni; má svo nærri geta, að lýsingunum ber sam- on, og hefur það komið fyrir, að hepnast hefur með þessu móti að fá menn til að kaupa jarðir ósjeðar fyr- ir meira en tvöfalt það verð, sem kunnugir menn telja sanngjarnt. Nokkuð af verðinu er borgað út, en skuldabrjef með veði í jörðinni tek- ið fyrir hinu. Þegar það svo kemur á daginn, að kaupandi getur ekki með búskap sínum haft upp úr jörðinni það sem hann þarf, til að standa i skilum, þá hröklast hann frá jörð- inni á einhvern hátt, og er þá lang- líklegast að prangarafjelagið fái jörð- ina aftur, svo framarlega sem það telur nokkra von um að unt sje að leika sama leikinn enn á ný, finna nýjan kaupanda að jörðinni, sem geti borgað eitthvað af jarðarverðinu áð- ur en hann gefst upp og gengur frá öllu saman. Hvorttveggja er jafn sorglegt. Að sjá unga dugnaðarmenn, sem eru hrekklausir og vöruðust því ekki hrekkjabrögð annara, berjast við fjárhagslegt ofurefli i frumbýlings- skap sínum og flosna upp frá niður- níddum góðjörðum, í stað þess að auka efni sin og þar með getu sína til að „gera garðinn frægan'. Og ekki siður hitt, að sjá jarðirnar sjálf- ar og mannvirki þeirra fara í niður- lægingu á þeim tíma, þegar allir aðrir atvinnuvegir eru á framsóknarbraut. Einhver kann að spyrja, hvort þetta jarðaprang sje þá verra en margt annað, t. d. húsabrask í kaup- stöðum. Þar er mjög mikill munur á. Segjum að hús í kaupstað hafi ver- ið sprengt svo upp, að ekki borgi sig að búa í því, þ. e. að það leigist ekki fyrir rentum, eða standi autt. Þetta er vont fyrir eigandann, og er áminn- ing til hans um að kaupa ekki of dýrt næst. En bæjarfjelaginu gerir það ekki svo mikið til, af því að mögulegt er að byggja ný hús. Sá sem verður að hröklast úr húsi, af þvi að verð þess eða leiga er spent of hátt upp, þarf ekki fyrir það að vera tapaður borgari fyrir bæjarfje- lagið, og nýtt hús getur algerlega fylt skarðið, ef gamalt hús er látið standa autt. En í sveitinni er ekki unt að búa til nýja jörð. i stað þeirr- ar, sem fer í niðurníðslu vegna prangs. Yfir höfuð er jarðaprangið einstakt í sinni röð^ vegna þess, að þar er verið að níða niður og eyði- leggja þjóðargripi, sem eru takmark- aðir að tölu og þess eðlis, að það er ekki á mannanna valdi að búa til nýja, í stað þeirra, sem eyðileggjast. Einmitt þess vegna er jarðaprangið svo skaðlegt fyrir þjóðfjelagið. Sjálfgefið má telja, að löggjafarnir taki til yfirvegunar, hvort ekki sje unt með lagaboðum að stemma stigu fyrir jarðapranginu eða hinum skað- legu afleiðingum þess. En ekki skyldu menn gera sjer of miklar vonir um að slíkt takist fyrst um sinn. Bæði er mjög erfitt að setja lög, sem hindra uppskrúfun þá á jarðaverði, sem pranginu eru samfara, þannig að þau ekki um leið beinist á móti þeirri al- veg eðlilegu og sjálfsögðu verðhækk- un jarða, sem stafar af jarða- og húsabótum, eða af verðfalli peninga og öðrum eðlilegum ástæðum, og svo munu margar aðrar ástæður gera í- hlutun löggafarvaldsins um þetta efni fremur óliklega að svo stöddu. Helsta vörnin gegn þessu hlýtur því fyrst um sinn að verða sú, að almennings- álitið sje vakandi fyrir því, að jafn- vel þó þessi atvinna, jarðaprangið, sje ekki hegningarverð að lögum, þá er hún í eðli sínu þjóðfjelaginu skað- leg, og þess vegna blátt áfram óheið- arleg. Þetta almenníngsálit er ríkj- andi og vel vakandi í þeim sveitum, sem orðið hafa fyrir starfsemi prang- aranna, og horfa daglega upp á dæmi lík þeim, sem hjer var lýst. En það er ekki nóg. Hreppapólitíkin má ekki ganga svo langt, að slíkir atvinnu- rekendur sjeu í heiðri hafðir og þeim faldar opinberar trúnaðarstöður í sínu kauptúni eða sinni sveit, að eins fyrir það, að þeir eru ámóta slóttugir og tófan, að „bíta ekki of nærri gren- inu“, fremja ekki atvinnuna innan síns eigin hrepps. Og það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að síst af öllu má ýta undir þennan atvinnu- rekstur með því, að fá einhverjum sem meira eða minna em við hann bendlaðir, í hendur yfirráð yfir pen- ingastofnunum landsins, * Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Ouðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00 og kr. 11,00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Óbundin kr. 8,00 • Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaversluu Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. Nýtt rit um ísiand. (Niðurl.) Þá koma tvær ritgerðir eftir prest- inn Arne Möller. Um margt ár hefur hann verið höfuðmálsvari vor Is- iendinga með Dönum og með ritgerð- um sínum og fyrirlestrum gert meira að því en nokkur annar að auka þekk- ingu Dana, og hinna Norðurlanda- þjóðanna jafnframt, á andlegum hag vorum. Er Möller prestur, eins og Á'ge Meyer-Benedictsen, af íslensku bergi brotinn í móðurætt, dótturson- ur Jóns Johnsens frá Ármóti, er um eitt skeið var yfirdómari hjer í bæ, en seinna bæjarfógeti í Álaborg(f 1881). Er móðir hans, systir Jóns „ritara“, fædd hjer í bæ, enn á lifi, gift sókn- arpresti í Birkeröd, Theodor Möller. Hefur Arne Möller prestur tvisvar ferðast hjer um land og er þaulkunn- ugur íslandsmálum, enda vel að sjer í íslenskri tungu. Einkum eru það þó íslensku bókmentirnar, sem hann læt- ur sig skifta.Hann mun hafaverið að- alhvatamaðurinn að stofnun „dansk- íslenska fjelgsins" og er formaður þess frá byrjun. Nefnist fyrri ritgerð Möllers prests „Ljóð og lund“ (Sang og Sind) og gerir grein fyrir vekjandi og örv- andi áhrifum ljóðskáldanna íslensku, þó aðallega þeirra þriggja skáldmær- inganna: Bjarna, Jónasar og Matthí- asar, á andlegt líf þjóðarinnar og hugsunarhátt. Efast jeg um, að betri grein hafi nokkru sinni verið skrif- uð um það efni á danska tungu, enda hika jeg mjer ekki við að telja hana fremsta þeirra ritgerða, sem bók þessi flytur, og eru þær þó ágætar allar. Sýnir hann þar fram á, hversu þjóð- arlundin íslenska hafi vaknað til fullrar sjálfsvitundar við nýju ljóð- in, sem skáldin kendu þjóðinni að syngja. í „lýríkinni" hafi ný-íslenska ljóðagerðin komist hæst og jafnframt náð mestum tökum á þjóðarlundinni. I ljóðitnum hefur hin nýja þjóðartil- finning brotist fram og eflst og styrkst með þeim, og þar sjest votta fyrir nýrri þjóðarsál, einkennilega mannlegri, hvort heldur er í sorg eða gleði, lífi eða dauða. Setur höf. sjer það markmið, að bregða birtu yfir þessa þjóðarsál og notar til þessa til- vitnanir í íslensk ljóð, er best þykja til þess fallin. Lýsir hann fyrst hinni vaknandi þjóðarkend í ljóðum Bjarna Thorarensens („Eldgamla Isafold"), því næst hinni vekjandi föðurlands- ást í ljóðum Jónasar („ísland far- sældar frón“), og loks föðurlandsást- inni í fullum þroska og sem þjóðar- eign í ljóðum Matthíasar Jochumsson- ar („Ó guð vörs lands“). Um lofsöng Matthíasar farast höf. orð á þessa leið: „Hjer syngur skáldíð ekki einn, heldur öll þjóðin með honum, og hjer birtist ættjarðarást heillar þjóð- ar, — vaknaðrar þjóðar, — sem hjer vakir í þakklæti og bæn til guðs. Hjer slær þjóðarhjartað, því hjer er fundið þjóðar-hljóðfallið“ (Folke- takten). Þessu næst leitast höf. við að gera grein fyrir „ásýnd landsins“ á öllum árStíðum, eins og hún skín fram af „íslands endurbornu ljóða- gerð“. Þar er Bjarni með veturinn („Hver ríður svo geyst“), Jónas með vorið („Fífilbrekka"), Páll Ólafsson með sumarið („Ó, blessuð vertu sum- arsól), Benedikt Gröndal og Jónas Guðlaugsson með haustið. Loks er stuttlega vikið að þjóðarlundinni, eins og hún segir til sín í íslensku ljóð- unum. Álítur höf. að eigi heima um hana, engu siður en um landið „Und- arlegt sambland af frosti og funa“. Þetta „undarlega sambland", sem ein- kenni íslenska þjóðarlund og sje hvorttveggja í senn styrkleiki hennai og veikleiki, hafi skapað henni sjer- stöðu meðal bræðraþjóðanna nor- rænu. Sundurliðunar-fýsn telur höf. vera einhvern sterkasta þáttinn í ís- lenskri þjóðarlund. Með köldu blóði og „skýrri skynsemi“ að reyna að gera sjer grein fyrir hlutunum, sje og hafi ávalt verið sjerstaklega „ís- lenskt“. Hitt sje líka „íslenskt“, að fálma sig áfram, til þess að komast á „bak við hlutina". Þaðan sje runn- inn áhuginn á hugsjálegum og dul- rænum efnum. sem einkenni íslenskt hugsunarlíf. Einnig þetta reynir höf. að sýna með dæmum úr íslenskri ljóða, sjerstaklega „Sigrúnarljóðum“ og »Oddi Hjaltalín". Telur höf. bæði þessi kvæði alveg einstök i bókment- um Norðurlanda, — „Odd“ telur hann beint til afreksverka heimsbókment- anna, ekki stærra en það er („Ver- denslitteraturens Storværker i det smaa.“) Ekkert danskt skáld ,hafi nokkru sinni samið jafnáhrifamikla sálarlýsing og Bjarni i kvæðinu um Odd, —■ og meira en það: enginn þeirra, hvorki látinni nje lifandi danskra skálda (nema ef til vill Joh. V. Jensen) mundi hafa árætt að fær- ast slíkt í fang. „Hið besta í dönsk- um erfiljóðaskáldskap bliknar alt, alt við hliðina á þessu kvæði,“ segir höf. Þá prýða ekki hvað minst þýðing- ar Ólafs Hansens á ýmsum góðkvæð- um íslenskum ritgerð þessa. Mundi það ofmælt, að enginn útlendur mað- ur hafi sýnt íslenskri ljóðagerð meiri sóma með þýðingum sínum en danska skáldið Olaf Hansen? En hjer heima virðist því starfi hafa verið lítill gaumur gefinn, hvernig sem á því kann að standa. I þessari ritgerð Arne Möllers birtast i fyrsta sinni á prenti þýðingar Hansens á „Eldgamla Isa- fold“ og „Ó guð vors lands“, báðar ágætar — hin síðarnefnda beint snild- arverk. Get jeg ekki stilt mig um að setja hjer sem sýnishorn fyrsta er- indið: „Vort Hjemlande GuíS, vor Hjem- lands Guð! Vi lover dit hellige, hellige Navn. Se,Tidernes knælende Hære en Krans af Stjerner har strakt mod din Favn! F"or Dig er en Dag sem tusind Aar, Aartusinder dage, vor Guð, en Evighedsblomst, der í Duggraad staar og tilbeder dig og gaar ud. : |: Islands tusind Aar : |: en Evighedsblomst, der í Duggraad staar og tilbeder dig og gaar ud.“ I þessari ritgerð Möllers er kristni- lífið og áhrif þess á þjóðlífið. („Kris- tenliv og F’olkelighed“) viðfangsefni höfundarins. Álítur höf., að eina leið- in til að skilja kristni íslands nú á dögum, sje að kynnast rækilega ís- lands mikla ræðuskörung, Jóni Vida- lín, og íslands mikla sálmaskáldi, Hallgrími Pjeturssyni. Hinn síðar- nefndi verðskuldi að nefnast meðal stór-sálmaskálda kristninnar. Gerir höf. ítarlega grein fyrir þýðingu þeirra beggja, betri og fullkomnari en jeg veit nokkurn hafa áður gert nokk- urstaðar. Rómar hann mjög mælsku og trúarþrótt Vídalíns — og telur postillu hans ekki að eins hina ágæt- ustu, sem á íslandi hafi birst, heldur og eitthvert einkennilegast prjedik- unasafn, sem birtst hafi á Norður- löndum. Þá er höf. ekki minna hrif- inn af Hallgr. Pjeturssyni og sálmum hans. „Mundi nokkurt sálmaskáld í heimi hafa staðið nær hjarta þjóðar sinnar ? Þótti ekki væri nema þessi einstaka þýðing Hallgríms Pjeturs- sonar fyrir íslendinga, þá hefðu Dan- ir hennar vegna fyrir löngu átt að þekkja þessa sálma........Hjer við bætist svo það, að í bestu sálmun- um sínum um pínu Krists og um andlót kristins manns, kemst H. P. svo hátt, að hann ber að telja meðal ágætustu sálmaskálda allra alda.“ Efast höfundurinn um að nokk- urt skáld hafi sungið með jafnmikilli hugró og innileika um dauðann og H. P. Er margt ágætlega athugað í því sem hof. skrifar um þessa tvo mestu agætismenn íslensku kirkjunn- ar, og slíkt hið sama er að segja um það, hversu hann gerir grein fyrir 1 l)r°un kirkjulífsins íslenska og allri mótun þess eftir þeirra dag alt til vorra tíma. En hjer er mjer að mörg leyti of skylt málið til þess að jeg geti farið frekar út í þá sálma. Síðasta ritgerðin í riti þessu er eftir landa vorn, dr. Finn Jónss prófessor, um „íslands andlegu sambönd við útlönd“. Hefur hún mikinn bókmenta- sögulegan fróðleik að geyma, það sem hún nær. Er þar einkum að ræða um útlendu áhrifin í íslensku bók- mentunum á tílnabilinu 1750—1850, og verður ritgerðin jafnframt stutt yfirlit yfir bókmentasögu vora um það tímabil. Sýnir höf. fram á, að þrátt fyrir legu landsins og fremur ógreiðar samgöngur, hafi alls ekki verið eins mikil brögð að hinna and- legu einangrun og búast hefði mátt við, svo mikið sem gert hefur verið að því af íslenskum fræðimönnttm, að ryðja nýjum straUmum braut inn í landið með íslenskum þýðingum á nytsömum hugvekjum, fræðibókunt, guðsorðabókum, og skáldskap. Þarf síst að taka fram, að ritgerð þessi er í öllu tilliti hin vandaðasta og á- reiðanlegasta svo sem búast mátti við úr þeirri átt. — Alls yfir er svo frá bók þessari gengið, af hálfu höfundanna, sem þar tala, að jeg minnist ekki að hafa rekið mig á nema eitt lítilsháttar ranghermi eða villu í ritgerðunum sem þar birtast. Á jeg þar við sögu* sögnina um „sálminn“: „Ó, guð, Je- hóva, Júpíter“, sem Magnús konfer- enzráð á að hafa ort, — aftur- göngu, sem verið hefur á ferðum bæði innanlands og utan næstliðna tvo mannsalda; rekur hún tvívegis fram trýnið í bók þessari (bls. 157 og 173) og á hjer sem oftar að sýna hve blend- inn í trúnni konferenzráðið hafi ver- ið. Hið sanna er, að sálmur með því upphafi frá hendi M. St. heíur aldrei verið til. Eini fóturinn fyrir þessil margendurtekna mishermi er fjórða ljóðhendingin í fyrsta erindi kvæðis- ins „Dagleg bæn“ eftir enska skáldið Pope, sem M. St. þýddi og er prentað fyrst í „Vinagleðinni“, bls. 322, og seinna í ljómælum M. St. En erindið hljóðar svo: Alfaðir, hvern um aldir allar áttir himins og jarðar her, viltir, helgir, vísir ákalla vor guð, Jehóva, Júpíterl alls voldug orsök æ lofuð órannsakanleg, drottinn guð. Hugsunin hjá konferensráðinu er engan veginn eins hneykslanleg og fljótt álitið mætti virðast. Honum er fjarri huga, að vilja draga úr mis- munandi gildi trúarbragðanna, því síður halda því fram, að á sama standi, hverju menn trúi, því að M. St. var miklu trúaðri maður og betur kristinn en alment er hald- ið, þrátt fyrir „rationalismus“ sinn. I erindinu er ekki annað sagt, en það, að sami alfaðirinn, sama alls volduga orsökin sje tilbeiðslu-andlag allra trú- arbragða, hvað sem guðs-nöfnunum líði, og hugmyndum mannanna um hina órannsakanlegu veru. En við þá skoðun er ekkert að athuga fr^ sjónarmiði almennrar opinberunar. — En hvað sem nú þessu líður, þá er bókin, sem hjer ræðir um, svo vönduð sem hún er, bæði að efni 0g ytra frágangi 0g prý(Jd 27 ágætum myndum, til mikils sóma fyrir fjelag- ið, sem gefur hana út, og verður vafa- laust til þess að auka rjetta þekkingtl á landi voru og jþjólS meðal þeirra,

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.