Lögrétta - 13.02.1918, Page 4
28
LÖGHJBTTX
Myndin sýnir Kínverja i franskri
vopnaverksmiöju. Hafa Frakkar nú
er á stríðið leiö, fengiS fjölda verka-
manna frá Indlandi og Kína, og frá
nýlendum sínum til og frá i öðrum
heimsálfum. Herflutningaskip franskt,
sem sökt var í Miðjaröarhafi á síð-
astliönu ári, haföi meðferðis m. a.
iooo verkamenn frá Kína.
inga þeirra,sem rannsakaö hafa jurta-
gróöurinn, eru mikil graslendi á lág-
lendinu, í dölum fram meö ánum, viö
vötn, í mýrum og flóum og i fjalla-
hlíöunum. í Eystribygð eru mikil
landflæmi þar sem vaöa má langar
leiöir i háu grasi, sem nær manni í
mjööm. í Vatnsdal hinum forna nær
grasiö mönnum undir hendur. Grasiö
vex skjótt og verður hátt, og því vel
fallið til aö slá þaö meö vjelum. Garö-
rækt hefur veriö stunduö meö góö-
um og tryggum árangri, jafnvel úti
á annesjum í Eystribygö. í dölunum
vex birkiskógur tæplega eins hár og
á íslandi. Það land, sem hærra ber á,
er þakið hnjeháu lyngi. Það eru mikil
flæmi, og þar hefur fje gengiö aö
mestu úti á vctrum til forna. Þar ci u
mikil lönd fyrir geysistórar hjaröir
af hreindýrum og moskusuxum.
Á útnesjum í Eystribygð er eyja-
loft. Hfnir leggur þar ekki á vetr-
um,því Flóastraumurinn rennur norö-
ur með ströndinni örskamt frá landi.
Inni í dölunum er meginlandsloftslag,
og þaö mjög þurt. Stafar það aö sumu
leyti af nálægð viö jökulinn, en að
sumu leyti af þvi, aö há fjöll skýla
fyrir þokum og regnvindum frá haf-
inu. Þurkarnir standa jurtagróöri
nokkuö fyrir þrifum, en hægt er aö
gera miklar áveitur með litlum til-
kostnaði. Logn eru tíðust veörátta á
Grænlandi. Þó koma, einkum að vetr-
inum, hvassir og heitir suövestan-
stormar og fylgir þeim regn og sömu-
leiðis heitir og mjög þurrir austan-
vindar af jöklinum (hnjúkaþeir). All-
mikil snjóalög geta komið úti viö
ströndina, en inni í dölunum er snjó-
ljett. í þessum dölum var það, aö
íslendingar námu land til forna.
Fiskirahnsóknir segja mikla aUð-
Iegö af lax ög silungi í ám og vötn-
um. Með því að koma veiðarfærum
fyrir í ánum, gæti hver bóndi fengiö
hundruö og þúsundir króna, sem erf-
iðislaUSan gróða. í fjörðUnum er mik-
íð af heilagfiski. Lítill vjelbátur,
sem legöi 50 hundruö af línu á dag,
múndi að jafnaði fá 1800 kr. í heil-
agfiski á dag, en auk þess mikið af
öðrum fiski. Þetta er reiknað eftir
áfla á Vonda beitu. Vjelbátur mundi
geta lagt alt að 70 hndr. innfiröis viö
landsteinana. (1800 kr. á dag yröi r/2
iililj. á ári). Heilagfiski er djúpfisk-
Ur, sem hvergi hefur fundist til muna
hema viÖ Grænland. Hann hrygnir á
miklu dýpi úti í Davissundi, en geng-
Ur, eftir að hafa hrygnt, inn á djúp-
miðin, loo—300 faðma dýpi. Þau eru
mikil áð VÍÖáttu.og þar er einnig mik-
D af vehjulegum flyðrum. Þar hefur
áidrei verið fiskað áöur (ekki á
dýpra en 100 föðmum), en þar er
húkið starfsvið fyrir íslenskan fiski-
flota, sem fær þar gott starfsnæði í
staðviðrunum að vetrinum. Þegar
fyrsta ísrekið byrjar í mars við suð-
tirödda Grænlands, er vetrarfiskið við
íslahd þegar byrjað, svo hægt er að
sigla þangað. Tunna af heilagfiski er
seld á 80 kr. í heildsölu, en á x kr. pd.
saltað og kr. I.20 reykt í smásöíu á
Með báli og brandi.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
friöartímum. Alls veröa Skrælingjar
aö sjá af 2000—2500% af verði því,
sem þeir fá, fyrir aö salta fiskinn
og fá hann seldan heim til neytenda.
Iðnaöarskilyrði eru mikil á Græn-
landi. Þar er ótæmandi vatnsafl úr
jöklinum. Þar hafa fundist um 200
málmar. Kopar, kryolit, kol og grafit
er þegar fariö aö grafa, en námu-
gröfturinn er erfiður vegna þess, aö
ekkert fólk er í landinu til aö vinna í
námunum, til aö vinna úr málminum
eöa til aö hreinsa hann, nje til aö
framleiða matvæli og aðrar nauösynj-
ar handa námafólkinu. Þó gefa nám-
urnar af sjer mikinn gróða (kryolit-
náman ein um 700,000 kr. í landsjóð
Grænlands, auk hárra vaxta til hluta-
brjefaeigenda). Steinkolalögin ná yf-
ir feiknamikil flæmi. Þau koma fyrst
aö fullum notum, þegar bygöin hefur
þokast lengra noröur og vestur í Kan-
ada og nálægur markaöur er fenginn
þar, þegar gufuskip, sem ganga hina
nyröri leið yfir Atlanthafiö, taka kol
í grænlenskum höfnum og gufuskipa-
floti gengur til fiskjar við strönd
Grænlands. Grafit- og asbestlögin eru
gríöarmikil. Járn hefur fundist þar
hreint, og þó af jarðrænum uppruna.
Gamlar heimildir geta um gnógt af
silfurmálmi á Grænlandi. Ekki alls
fyrir löngu hafa fundist hreinir silf-
ursteinar í rústum gamals skrælingja-
kofa. Leitaö hefur verið að silfur-
námu, eins og saumnál alst'aöar í
grend viö Júlíönuvon, en ekkert fund-
ist. Jón ræöur gátu þessa þannig, aö
silfrið sje innan úr Eystribygö; þar
hafi Skrælinginn fundiö þaö eitt sinn,
er hann var á hreindýraveiðum. ís-
lendingar hafi einnig boriö silfur-
steina heim til bæja. Námurnar finn-
ist fljótt, þegar hin forna bygð veröi
endurreist. Einnig bendir hann á legu
Suöur-Grænlands á sjóleiðinni til
Noröur- og Vestur-Kanada, sem höf-
nðskilyrði fyrir því, að það verði
miöstöð siglinga og mikillar versl-
unar.
Inni í Eystribygð, þar sem fisk-
auðgir firöir skerast inn í bestu land-
búnaöarhjeruðin, og þar sem margar
þúsundir Islendinga bjuggu til forna,
vill Jón láta stofna litla íslenksa ný-
lendu. Hann ætlast til, aö landnáms-
menn stundi landbúnað og fiskiveiöar
jöfnum höndum. Búskaparhættir ætl-
ast hann til að veröi nokkuð svipaðir
og á íslandi, en þó meö meira út-
lendu sniði sem svari til meiri sumar-
hita og meiri grassprettu. Úr sjó eru
auðfengnar miklar birgðir af fóöri
(loðnu). Þurkarnir greiða heyvinn-
una. Allur búskapur beri sig betur á
Grænlandi en íslandi, ekki að eins
vegna þess, að landið sje betra, heldur
einnig af því að grænlenskir fram-
leiðendur njóti tollverndar á dönsk-
um markaði, en íslenskir ekki. KjÖt
og fisk á því að sjóa niður á Græn-
landi og geta þá grænlenskir fram-
leiðendur fengið 40 aur. meira fyrir
i kg. af kjöti, og 26 aur. meira fyrir
1 kg. af fiski þannig tilbúnu, en Is-
lendingar (tollög 1908). Nýlendan á
að vera sjerstakt sýslu- eða sveitar-
fjelag og standa beint undir umdæm-
isstjóra Suðurumdæmisins. Landsjóð-
ur Grænlands á aö kosta nám og utan-
för allra ungra íslendinga, svo sem
annara Grænlendinga.
Lífsskilyrði eru nú langtum betri
á Grænlandi en í fornöld. Grænlands-
för skifti áöur árum, og skip komu
að eins með margra ára millibili. Nú
hefur skipagerð og siglingum fariö
svo mjög fram, aö til Grænlands má
fara á fáum dögum og skip ganga
þangað alt árið. Þannig eru mögu-
leikar fyrir mikilli vinnuskiftingu
milli Grænlands og umheimsins, og
þessi vinnuskifting er því gróöavæn-
legri fyrir Grænland, sem vorur þær,
sem Grænland framleiðir,hækka stöð-
ugt í verði, en þær, sem það kaupir,
hækka ekki nærri að sama skapi. Ein-1
okuninni vill hann halda, en verðlag
hennar á ekki að ná til íslendinga.
Hún á að selja vörur landnámsmanna
og kaupa inn nauðsynjar þeirra í um-
boðssölu, og fá venjuleg ómakslaun
íyrir, en má ekkert leggja á. Versl-
un nýlendumanna verður í höndum
pöntunarfjelags, sem þeir stofna und-
ir einokuninni. Eihokunin lætur flytja
vöru landnámsmanna á skipum sínum
cg fær flutningskostnaðihn endur-
greiddan hjá pöntunarfjelaginu.
(Niðurí.) A. R.
Vikowski stóö þá upp með brjef
hersisins í hendinni; hann las það
upp. Það varð steinhljóö. Brjefið
byrjaði þannig:
„Háttvirti foringi hins hrausta
Kósakkahers ríkisins; gamli og
góði vinur! Margir eru þeir, sem
telja yður uppreisnarmann og óvin
ríkisins. Jeg álít yöur enn hlýðinn
þegn þess, og hef reynt til þess að fá
hina aðra ráðherra þess á mitt mál.
Þrent er það, sem gerir mig sann-
færðan um þaö. í fyrsta lagi: Kó-
sakkaherinn hefur enn ávalt verið
hlýðinn og hollur konungi vorum og
ríkinu, en hefur þó jafnan gætt rjett-
inda sinna og eigin frægðar. í öðru
lagi: hversu her sá hefur veriö stað-
fastur í rjettrúnaði sínurn. í þriðja
lagi: þótt orðið hafi sundrung og
deilur, og jafnvel hlóðsúthellingar, —
eins og nú á sjer því miður stað, —
þá finnum vjer allir til þess, að vjer
eigum sameiginlegt ættland, þar sem
vjer erum bornir frjálsir, og hvað það
snertir, er land vort öðrum löndum
framar. Hjer getum vjer fengið leið-
rjetting á ranglætinu, er vjer kvört-
um. Eyðist ættland vort — hvar eig-
um vjer þá athvarf?“
„Það er rjett athugað!“ sagði einn
foringjanna.
„Það er hverju orði sannara, það
er rjett hjá hersinum!" hrópuðu
margir.
„Hann lýgur, mannhundur sá!“
öskraði Tjarnota.
„Þegi þú! Þú ert sjálfur mannhund-
ur!“
„Þið eruð svikarar! Niður með
ykkur!“
„Það væri heppilegast að þjer sjálf-
unt væri lógað!“
„Engan hávaða! Hlustum á fram-
hald brjefsins!“
Alt var að verða í uppnámi, en Vi-
kowski hjelt áfram lestrinum og varð
Hersinn skrifaði að Kósökkum
væri óhætt að treysta honum; þeim
væri kunnugt um, að hann væri þeim
velviljaður. Hann hvatti Kmielnitski
til þess að hætta ófriðnum og senda
Tartarana heim eða beita vopnunum
gegn þeim. Brefið endaði þannig:
„Svo sannarlega sem jeg er sonur
hinnar helgu kirkju drottins og blóð
hinna gömlu Rússa rennur mjer í
æðum, þá skal jeg gera alt, sem hægt
er, til þess að endalok alls þessa
verði góð. Mjer er það kunnugt, að
orð mín (guði sje lof) mega sín tölu-
vert í ráðinu. Án míns samþykkis er
hvorki hægt að byrja styrjöld nje
semja frið. Enginn hatar borgara-
styrjöld meira en jeg, o. s. frv.“
Þegar uppiestrinum var lokið varð
hávaði mikill. MÖrgum af foringjun-
um hafði fallið brjef hersisins vel í
geð. Það var ómögulegt þá þegar
að gera sjer grein fyrir því hvort
friðar- eða styrjaldarflokkurinn var
liðfleiri þar á samkomunni, svo var
hávaðinn og lætin mikil.
Tjarnota var hinn ákafasti. Hann
vildi ekki heyra nefndan frið og ljet
sem óður væri. Hann froðufeldi af
reiði, óð um með steitta hnefa og
ógnaði þeim sem eigi voru honum
sammála.
Kmielnitski leit engum ástaraug-
um til Tjarnota og framkomu hans,
en stliti sig þó. Þolinmæði hans var
alveg á þrotum, en þá stökk Kres-
chovski upp á bekk einn og gaf merki
um að hann vildi tala og hrópaði með
þrumurodd:
„Þið getið ef til vill verið fullgóðir
kúasmalar, en þið eruð óhæfir á ráð-
samkomu 1“
„Þey! Þey! Kreschovski hefur orð-
ið!“ hrópaði Tjarnota. Hann hugði
að Kreschovski mundi verða and-
mæltur friðnum.
„ÞÖgn!“ var hrópað hvaðanæfa.
Kósakkarnir höfðu mikið álit á
Kreschovski, bæði vegna hershöfð-
ingjahæfileika hans og eigi síður —
þó undarlegt væri — vegna þess að
hann var aðalsmaður. Það varð því
steinhljóð og öll ráðsamkoman Stóð
á öndinni, því enginn vissi á hvora
sveifina hann mundi hallast. Kmiel-
nitski sjálfum virtist órótt.
Tjarnota hafði ekki litið rjett á, er
1 hann hjelt að Kreschovski væri ó-
friðarmegin. Kreschovski sá að nú
nú mundi hann öðlast þau metorð, er
hann mundi hæst fá, og eigi var eftir
meiru að sækjast fyrir hann.
„Það er ekki í mínum verkahring,
að leggja á ráðin,“ mælti hann. „Mitt
hlutverk er að berjast. En þar sem
nú er hjer verið að ráðgast, þá vil jeg
láta í ljós skoðun mína. Þykist jeg
hafa unnið það í yðar þágu, að þjer
munið ekki varna mjer máls hjer.
Hernað þennan höfum vjer byrjað til
þess að endurvinna fornt frelsi og
rjettindi, er vjer höfum verið svift-
ir um stund. Hersirinn i Braslav lofar
oss þeim nú brjeflega. Annað hvort
fáum vjer þau eða fáum þau ekki.
Fáum vjer þau, er styrjöldinni þar
með lokið. Fáum vjer þau ekki, höld-
um vjer styrjöldinni áfram. Hví skul-
um vjer úthella meira blóði nú að
nauðsynjalausu ? Fáum vjer kröfur
vorar viðurkendar, hættir styrjöldin
og vjer kyrrum bændurna. Foringi
vor Kmielnitski hefur vel sjeð þetta,
og að vjer erum konungs megin. Hinn
náðugi konungur mun því launa oss
starf vort. Neiti aðallinn því, mun
konungurinn leyfa oss að hirta hann,
og það skal vera gert svikalaust. Jeg
er þvi mótfallinn að Tartararnir verði
látnir hverfa heim. Best er að þeir
bíði hjer, þar til útsjeð er um hvern
enda þetta hefur.“
Kmielnitski varð mjög ljettbrýnn
við ræðu þessa, og mikill meiri hluti
foringjanna hóf nú hróp sín um að
hernaðinum skyldi hætt, og sendiboð-
ar látnir fara til Varsjá, til þess að
semja um frið. Tjarnota hóf nú aftur
hróp sín um ófrið. Lenti þeim Kresc-
hovski saman í orðasennu, og lauk
því þannig, að hann rjeðst á Tjar-
nota, en komst ekki greiðlega að hon-
um vegna hinna annara, sem þurftu
líka að gefa honum ráðningu. í þeim
mælti:
„Heiðruðu foringjar! Vjer höfum
þá ákveðið að senda menn til Varsjá
og bjóða konunginum þjónustu vora
og beiðast launa. Ef hjer er nokkur
sá, er óskar eftir styrjöld, þá getur
hann fengið ósk sina uppfylta, —
reyndar ekki gegn konunginum eða
ríkinu, heldur gegn erkifjanda vorum
furstanum, sem nú öslar i blóði her-
manna vorra. Jeg hef sent menn á
fund hans með brjef, og beðið hann
að hætta fjandskap þessum. Sendi-
boðana ljet hann drepa á níðingsleg-
an hátt, og mig, æðsta foringja yðar,
virti hann ekki svars, og hefur um
leið lítilsvirt oss alla. Nú herjar hann,
Dnjeprhjeröðin og drepur hvað sem
fyrir verður, og gjöreyðir borgir og
bæi. Tartararnir þora ekki að ráðast
á móti honum. Þess mun varla langt
að bíða að hann komi hingað, og mun
þá reyna að drepa oss saklausa, þvert
á móti vilja ríkisins og konungs.
Hroki hans er takmarkalaus. Hann
er ávalt reiðubúinn til að brjóta gegn
vilja konungs og ríkis.“
Það var dauðaþögn á ráðssamkom-
unni. Kmielnitski beið að eins við,
en hjelt síðan áfram:
„Hetmennina höfum vjer þegar
sigrað með drottins hjálp, en furstinn
er þeim stórum verri. Hann er verst-
ur allra harðstjóranna. Hann er ári
andskotans og lifir á lyginni. Fari jeg
sjálfur móti honum, mun hann láta
vini sína í Varsjá halda því á lofti,
að vjer ekki viljum frið. Hann mundi
þá reyna að ófrægja oss við hans há-
tign konunginn. Það má aldrei verða.
Ríkið og konungurinn verða að sann-
færast um það, að oss sje alvara að
semja frið, og það sje furstinn, sem
fer með ófrið á hendur oss. Jeg verð
að vera hjer og semja við hersinn í
Braslav. En þessi herjans sonur má
ekki fá tækifæri framar til þess að
vinna oss tjón, því er nauðsynlegt, að
snúast gegn honum og láta hann fá
sömu útreið og hetmennina. Jeg skora
því á yður, að þjer af sjálfsdáðum
farið og berjist við hann. Jeg segi
konungi það, að jeg hafi ekki getað
spornað við þvt, enda hefði ekki orð-
ið hjá því komist, að íurstinn hefði
ráðist á oss.“
Dauðajtögn,
þá bráölcga kyrt.
cvifum etóð Kmielnitski á fsetur og
Kmielnitski hjelt enn áfram.
„Hver yðar, sem vill takast þetta
á hendur, fær nóg lið og hraust, fall-
byssur og stórskotalið, svo að vjer
getum unnið algeran sigur á þessum
fjandmanni vorum.“
„Enginn foringjanna gaf sig fram.
„Hann fær sextíu þúsundir her-
manna,“ sagði Kmielnitski.
Ekkert svar.
Gat það verið, að þarna væru sömu
ofurhugarnir, seiii látið höfðu heróp
sín drynja við múra Miklagarðs?
Ef til vill voguðu þeir ekki að hætta
fenginni frægð, og berjast við hinn
ógurlega Jeremías.
Kmielnitski hvesti augun á foringj-
ana, en þeir drúptu höfði.
„Jeg veit þó af einum Kósakka, sem
ekki bristi áræði til farar þessarar,"
mælti Kmielnitski og varð þung-
brýnn. „En hann er nú þvi miður ekki
hjer.“
„Hann Bohun!“ gall einn foringj-
anna við.
„Já, einmitt hann ! Hann hefttr strá-
drepið hersveit furstans i Vasilovka,
en særðist þá, og nú liggur hann mjög
hætt í Tscherkassi. Hjer er enginn
hans líki.“
Þá stóð upp maður lágur og rið-
vaxinn, svartblár í andliti, skaklc-
myntur, með eldrautt yfirskegg; aug-
un voru grænleit. Það var Krysovo-
nos.
„Jeg skal fara,“ mælti hann.
„Heill þjer, Krysovonos!“ hrópuðu
hinir foringjarnir.
Hann hallaðist fram á kylfu sína og
ávarpaði Kmielnitski með lágri röddu
og slitrótt:
„Þú skalt ekki halda, hetmaður, að
jeg sje smeikur. Jeg vildi ekki gefa
mig fram undir eins, því að jeg bjóst
við, að aðrir, mjer fremri, mundu gefa
kost á sjer. Fyrst það varð ekki, þá
fer jeg. Þið vinnið bæði með höfði
og höndum; jeg vinn ekki með höfð-
inu, en með höndum og sverði. Jeg ei
menskur maður og skal eitt sinn
deyja. Styrjöldin er móðir min og
systir. Furstinn drepur; það get jeg
líka. Hann hengir og steglir, það get
jeg einnig. Jeg vil að eins fá vaska
Kósakka, því að til lítils kemur að
skipa baendarusli gegn her furstans.
Jeg býst þegar af stað. Jeg skal
brenna og bræla, höggva og hengja,"
„Jeg fer með þjer, Krysovonos,"
sagði einn foringjanna.
„Tjarnota, Hlatki og Nosat fara
sjálfsagt líka,“ sagði Kmielnitski með
hæðnisröddu.
„Já, það gerum við sannarlega,“
hrópuðu þeir allir einum munni.
„A stað gegn Jeremíasi!" kallaði
öll ráðssamkoman og lýðurinn tók
undir.
Hersveitir þær, er fara skyldu móti
furstanum, drukku sig ófærar. Þess-
ir ruddalegu hermenn vissu það vel,
að þeir gengu nú út í opinn dauðann,
en þeir kunnu ekki að hræðast.
Langt fram eftir degi heyrðust
hrópin og hersöngvarnir og innanum
voru áflog og barsmíðar.
Um kvöldið skall á afskaplegt ó-
veður. Eldingarnar leiftruðu og
þrumurnar drundu án afláts. í þessu
veðri hjelt Krysovonos á stað frá her-
búðunum ásamt öllu liði sínu, sextíu
þúsundum. Var mikið af því Kósakk-
ar, einvalalið; nokkur hluti þess voru
vopnaðir bændur.
Sighv. Blöndahl
cand. jur.
Viðtalstími 11—12 og 4—6.
Lækjargötu 6B.
Sími 720. Pósthólf 2.
Steindór Gunnlaugsson
yfirdómsmálflutningsmaður.
Flytur mál, kaupir og selur fast-
eignir o. fl.
Bröttugötu 6. Sími 564*
Heima kl. 4—7.
Fjelagsprentsmlðjan. fj