Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.02.1918, Síða 3

Lögrétta - 20.02.1918, Síða 3
Strídid. Síðustu frjettir. Um friöargerð milli miöveldanna og Maximalistastjórnarinnar í Rúss- landi, sem frá var sagt í síðasta tbl., viröist alt vera á reiki enn. í sim- íregnum til Mrg.bl. hefur verið sagt frá aðalatriðunum í samningunum milli miöveldanna og Ukraine. Þar er lýst yfir, aS fullkomin vinátta sje nú aftur orðin milli Þjóðanna. Landa- mæri milli Ukraine og Ungverjalands skulu vera hin sömu og áður, en milli Póllands og Ukraine eru fastsett tak- mörk norðut' frá Tarnopol, en sá bær er á landamærum Galizíu norður frá Przemysl. Öll hertekin lönd skulu yf- irgefin, engar hernaðarskaðabætur greiddar nje gjöld fyrir hernaðar- spjöll. Herteknum mönnum báðu megin skal gefið leyfi til að hverfa heim aftur, eða staðfestast þar sem þeir nú eru, eftir eigin vild. Verslun- arviðskifti skulu þegar hafin og þjóð- irnar skiftast á þeim vörum, sem þær mega missa hvor um sig. Síðari fregn ir segja, að stjórn Póllands hafi orðið óánægð yfir þessum samningum og sagt af sjer þeirra vegna, og er þá líklega ástæðan sú, að henni hafi ekki líkað landamærasetningin milli Pól- lands og Ukraine. Um Maxinialistastjórnina er það að segja, að hún virðist hafa skorast undan, þegar til kom, að undirskrifa formlega friðarsamninga, en hún hafði lýst því yfir, að ófriðarástand milli sín og miðveldanna ætti sjer ekki lengur stað, og að rússneski her- inn yrði rofinn og sendur heim. Þó segja síðari fregnir, að Kryolenko, yfirhershöfðingi Maximalista, hafi afturkallað fyrirskipunina um herrof- ið, og eftir „Berl. Tageblatt" er það haft, að það telji ekki ófriðinn við Rússa á enda kljáðan, fyr en Kryo- lenko hafi verið tekinn fastur. Önn- ur fregn segir miðveldamenn álíta Trotzky einnig sitja á svikráðum við sig. Þeir hafa haft nefnd í Petrograd, til viðtals við Maximalistastjórnina, og nú kvað vera umtal um að kalla hana heim. Annars er hætt við að ýmsar fregnir meira og minna óá- byggilegar berist um þetta leyti frá Rússlandi meðan alt er þar á svo völtum fótum sem nú er. Ein fregn- in segir að Maxímalistar sjeu að ráð- ast með her á Ukraine, og miðveldin muni koma Ukraine til hjálpar. Síð- ustu fregnir segja opinberlega til- kynt, að ófriður sje hafinn að nýju milli Þjóðverja og Rússa. Allar fregnir frá Finnlandi segja ástandið þar afskaplegt. Rússneskir hermenn vaða þar um með yfirgangi og manndrápum og stjórn Finna tekst ekki að yfirbuga þá og banda- menn þeirra í Finnlandi, Rauðu her- sveitina. Síðustu fregnir segja stjórn Svía vera að gera út lið til Finnlands, til þess að reyna að koma þar friði á. Spurningin um yfirráð á Álandseyj- um virðist nú vera mjög bremlandi og útlít fyrir að Sviar sendi her þangað. Það er sagt, að Maximalista- stjórnin styðji „Rauðu hersveitina“ í Finnlandi og finska stjórnin hafi beð- ið Þjóðverja að skerast í málið og hjálpa sjer gegn Maximaíistum. Wilson forseti hefur í Bandaríkja- þinginu n. þ. m. svarað ræðum þeirra Hertlings og Czernins tlm friðarskil- yrði, sem áður hefur verið sagt frá. Fregnirnar segja, að hann hafi and- mælt Hertling, en mjÖg fallist á skóð- anir Czernins. Annars eru þau um- mæli, sem hjer hafa sjest úr ræðu hans, mjög óákveðin. Ensku frjettirn- ar segja hann hafa sagt að samn- ingar yrðu að byggjast á óskoruðu rjettiæti,sem kæmi fram við alía máls- aðila, að fullnægja skyldi öllum rjett- iáturn þjóðerniskröfum o. s. frv. Bandaríkin mundu halda áfram ó- friðnum þangað til hægt væri að ræða um allsherjarfrið á þeim grUnd- velli. En skýringuna á því vantar, hvað sje rjettlæti og hvað sjetl rjett- mætar þjóðerniskröfur. Á fttndinunf í Versailles, sem áður er um getið, var hafnað friðarskil- yrðtim þeirta Hertlings og Czernins. En út af því, sem þar gerðist, reís síðan óánægja í enska þinginu, sem töluvert virðist hafa kveðið að. Asq- uith beindist þar móti Lloyd George, en um ágreiningsmálin hafa ekki komiö greinilegar fregnir. Viðureign inni lauk þó svo, að Lloyd George bar sigur úr býtum í þinginu og fjekk traustsyfirlýsingu. Hann sagði í þing- ihu 12. þ. m. a$ tónnin í ræðu Czern- 3r Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00 og kr. 11,00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,oo. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. > Á Konkordíaltorginu í París er röð af myndum, sem eiga að tákna hjer- öð landsins. Á einni þeirra er alt af sorgarsveigur. Það er sú, sem tákn- ar Elsass-Lothringen, og við þá myndastyttu hafa venjulega byrjað þær athafnir, sem gerðar hafa verið til þess að láta í ljósi hug Frakka á því, að ná aftur þessum hjeröðum. Hjer á myndinni eru sýnd börn frá Elsass-Lothringen, sem safnast sam- an og falla á knje frammi fyrir mynd- inni. ins væri allur annar en í ræðu Hert- lings, en það breytti þó engu, því að í öllum aðalatriðum væri Czern- in því algerlega andvígur, að ræða nokkra hugsanlega friðarskilmála. Þar sem Hertling hafði komið fram með, að Bretar ljetu af hendi kolastöðvar úti um heim, þá taldi hann það hina mestu fjarstæðu, sem hægt væri að koma fram með, og taldi það sýna, að ráðandi menn í Þýskalandi væru ekki tilleiðanlegir til þess að ræða sanngjarna friðarskilmála. í Frakklandi hefur Bolo pasja, sá er tekinn var fastur fyrir nokkru og sakaður um að vinna að friði fyrir Þjóðverja, verið dæmdur til lífláts. Þvi er spáð, að hið sama liggi fyrir Cailleaux fyrv. forsætisráðherraj er nú situr » fangelsi. Hann á að hafa verið við riðinn víðtækar ráðagerðir i þá átt, að koma á friði við Þjóð- verja, taka sjálfur yfirstjórnina i Frakklandi og skilja það og Ítalíu út úr bandalaginu við England. Hef- ur mál það, sem reist hefur verið gegn honum, vakið mjög mikla -athygli í Frakklandi. Hann var tekinn þrátt fyrir þingmannsfriðhelgi sína, og ó- nýtti þingið hana, enda mun hann sjálfur hafa óskað þess, og ekki vilj- að nota sjer hana. En samt urðu mikl- ar umræður um það mál. Þingmaður úr sósialista-flokki, Laurent, varaði mjög við því, að rifta þinghelginni, og sagði m. a.: „Varið yður, forsæt- isráðherra! Jeg fullvissa yður um það, að alþýSa manna heimtar að þessir menn (Caillaux o. f 1., sem lík- ar sakir voru bornar á) verði líflátn- ir. Og hún mun krefjast þess um marga fleiri, því takmörkin eru eng- in. Við förum að eins og Jakóbínar. Þegar Caillaux hefur verið dæmdur, kemur röðin að öðrum. Þess verður ef til vill skamt að bíða, að þjer, hr. Clemenceau, látið af stjórn, og þá getur sama kæran komið fram gegn yður. Þess vegna krefst jeg þess, að allrar varúðar sje gætt, áður en fyrsti maðurinn er leiddur að höggstokkn- um.“ Áður hefur komið fregn um að margir hátt settir menn væruvið riðn- ir fyrirætlanir Caillaux’, og ummæli þessa þingmanns sýna, að honum hefur þegar verið ljóst, að svo mundi vera. Fregn frá Khöfn frá 12. þ. m. segir, að syndikalistar, sem er flokk- ur ungra sósíalista, skyldur í skoðun- um Maximalistunum rússnesku, hafi ráðist á kauphöllina, brotið þar glugga og valdið ýmsum skemdum. Margir þeirra hafa verið settir í varð- hald. Stórskotaorustur eru alt af á vest- urvígstöðvunum og munu vera undir- búningur til þeirrar miklu viðureign- ar, sem nú er búist við að verði þar áður en íangt um líður. Bandamenn virðast nú gera sjer mikið far um að efla sem mest flugflota sinn, og hafa þeir verið að gera á honum árásir á ýmsar borgir í Suður-Þýskalandi. Yfirhershöfðingi Englendinga( Ro- bertson, hefur látið af embætti, en við því tekið Wilson, áður formaður herstjórnarráðsins. LÖGRJETTA Athugasemd. í síðasta tölubl. Lögrjettu er birt löng grein eftir Guðm. G. Bárðarson: „Um innlent eldsneyti.“ Þar kemst hann svo að orði: „S t e i n b r a n d- urinn er hin önnur tegund surtarbrandsin s“. Vil jeg nú með nokkrum orðum sýna fram á, að steinbrandsnafnið er þar ekki rjett notað. Brúnkolalögum bæði hjer og i Þýskalandi fylgja alt af marglit leir- lög. Næst brúnkolunum, ýmist undir eða ofan á þeim, eru leirlög þessi bik- svört eða dökkgræn og mjög kol- vetnisrik. I leirlögum þessum gætir ýmissa trjáa- og jurtaleifa. — Það eru þessi leirlög, sem nefnd eru al- ment á Vestfjörðum steinbrandslög. Steinbrandurinn er eigi nothæfur til eldsneytis, og veldur því kolefnisfá- tækt hans, eins og sjest á eftirfylgj- andi samanburði: Af steinbrandi er .. 4,5-10% kolefni Af surtarbrandi er 50—75% — Brúnkol greina menn oftast í fjór- ar aðaltegundir: 1. Eiginlag brúhkd’l (Ge- meine Braunkohle). Það er þessi tegund, sem G. G. B. rangnefnir. 2. Viðarbrandur (Bituminöses Holz-Liguit). 3. B i k k o 1 (Pichkohle) biksvört og gljáamikil. (Botn Súgf., Bol- ungarvík, Rafnseyri, Stálfjalli o. fl. st.) 4. L e i r k o 1 (Erdkohle) leirmikil, vatnsdræg og losaleg. Óvíða hjer á landi. Ennfremur má nefna b la ð k o 1 (Papierkohle), mynduð úr laufblöð- um (Botn Súg.f.) og „m ý r a r k o 1“, „s’teinmó" (Moorkohle), sem í rauninni er svörður hinn besti. — Að lokum vil jeg geta þess, að dr. Þ. Th. gerir rjettan greinarmun á surtarbrandi og steinbrandi. Steinn. Ferð um Strandasýslu voriö og fyrra hluta sumars 1917- Eftir G. Hjaltason. 8. Kaldrananeshreppur.—Svo fór jeg út Selströndina sem liggur norðan við fjörðinn. Þar kom jeg meðal ann- ars að Hellu. Þar býr Ingimundur, dugnaðar búmaður. Túnið hefur hann girt, bætt og aukið svo mikið, að nú fær hann af því 200 hesta, en þegar hann kom þangað, fjekk hann að eins 50. Hann er bókamaður mikill. — Þaðan fór jeg út að Gautshamri; þar sá jeg kol; sagði fólkið þau loguðu skást nýtekin úr gilinu, en lakar er þau þornuðu. Milli Hellu og Gauts- hamars eru sjóðandi hverir rjett við fjöruborðið. — Svo út að Bæ, er þai þríbýli og útsýni fagurt til Eiríks- jökuls. Með skemtilegri bæjum. En ekki er Selströndin skemtileg yfir- ferðar, verður að ríða yfir sí,feld hamrahöft, þvi þar liggja hamrabelt- in beint þversum við það, sem þau eru annarstaðar, — liggja þvert yfir veg- inn, en ekki langs með honum, eins og víðast hvar artnarstaðar, þar sem jeg hef farið. Jeg sárkendi í brjósti um hestana, að klöngrast yfir ann- að eins. Annars finst mjer oftast, að það leggi einhver ónot í gegnum mig allan, þegar hesturinn, sem jeg ríð, er að brjótast áfram í vegleysunni. Jeg finn þá svo innilega til með hest- inum, enda tek jeg mjer alt af nærri að þurfa að slá i hest, sem jeg ríð, svo nokkru nemi — já, skammast nlín nærri þvi fyrir það, og dettur þá stundum í hug: Mikill heimsómagi er mannkynið; lifir á hreppum þeim, sem heita: Dýraríki og jurtaríki. —■ Svo fór jeg yfir í Bjarnarfjörðinn. I honum og norður af honum er norð- urhluti Kaldrananeshrepps. Fjörður þessi er lítill, og eru varpeyjar í hon- um eins og í Kollafirði. Inn af honum er stuttur og nokkuð breiðUr dalur, sem skiftist í tvo afdali. Mikill smá- kjarrskógur — eitthvað 4—7 feta hríslUr — er þar beggja megin ár, einkum norðanvert. Og á sljettlendinu í miðjum dalnum neðan við Skarðs- rjett er meiri fjalldraþagróður en jeg hef sjeð liokkurstaðar annarstaðar á Sljettlehdi. — Rósratíða mélasól sá jeg rjett hjá Kaldrananesi. Er hún og á Gufudalshálsi, en ahnars mjög fágæt hjer á landi. Fjörðurinn er annars grösugur, en snjóþungur. í Kaldrana- nesi gisti jeg; merkisbær. En jeg gisti líka á tveim smærri bæjum þar, Sunnudal og Reykjarvik; alstaðar al- úðin sama. — Þaðan fór jeg svo norð- ur að Eyjum, sá skógarrunna i Asp- ardal tilsýndar. Annars fór nú að verða heldur hrjóstrugt. Á Eyjum, til dæmis, ekkert engi nema varp- hólmar, þó land sje mikið þar. Loft- ur, bóndi þar, flutti mig sjóveg norð- ur í Kaldbaksvík. Á þeirri leið er tæp gata utan í bröttum skriðum, undir feiknahömrum, en neðan við götuna eru þverhnýpt sjávarbjörg. Hafði jeg heyrt götu þeirri lýst ægilega, en samt sýndist mjer hún skapleg núna, þegar alt var alautt og þurt. En í hálku, snjó og ofsaregni mun hún best kunnugum að bjóða. Eiríksjök- ull sjest vel frá Eyjum og svo öll Húnavatnssýslufjöllin. — í Kald- baksvík sá jeg nokkuð kjarr. En í Kolbeinsvík svo sem ekkert. Vel hýst hvar sem jeg kom, vegir eftir öllum vonum. Alt af góðar viðtökur, menni- legt og dugnaðarlegt fól. Alstaðar eitthvað í átt góðra framfara. Frjettir. Tíðin mjög umhleypingasöm, út- sunnan átt, ýmist snjókoma, stundum óvenju mikil, eða asahláka. ís rak inn á ísafjarðardjúp nú um helgina, en þó talið skipgengt inn á ísafjörð. Nokkrir af vjelbátum ísfirðinga eru nú komnir suður hingað til veiða. Skipaferðir. „Willemoes" er nú kominn austur um land og væntanl. hingað bráðum. Fór inn á Þórshöfn til að taka þar vörur. — „Botnia“ kom til Khafnar 11. þ. m., en kvað ekki væntanleg hingað fyr en í miðj- um næsta mán. — „Sterling" er til aðgerðar í Khöfn og einnig væntanl. hingað í næsta mán. — „Gullfoss" fyrir nokkru kominn til Halifax á vesturleið og „Island“ á heimleið. — „Francis Hyde“ á leið frá New York með sement. — „Mjölnir" fyrir nokkru kominn til Genúa. Dánarfregn. Frú Anna Claessen, kona V. Claessens landsfjehirðis, and- aðist að heimili sínu hjer í bænum í nótt. Hún var 71 árs að aldri og banameinið var heilablóðfall. Frú Anna var dóttir Christians Möllers fyrrUm verslunarstjóra hjer í Reykjavík og systir þeirra Jóhanns kaUpmanns á BlÖnduósi Og O. P. Möllers á Hjalteyri, sem nú eru báðir dánir, en tvær systur hennar eru enn á lífi: ekkjufrú Christiane Velschow í Kaupmannahöfn og frú Helga, kona sjera Jóns Þorsteinssonar á MÖðru- vÖllum. Símaslit. Landsíminn er sem stend- ur slitinn og staurar fallnir á nokkru svæði hjer skamt frá, í Mosfellssveit. Vöruflutningar til Ameríku. í gær barst Eimskipafjelaginu sím- skeyti frá New York þess efnis, að yfirvöldin hefðu gefið út tilkynningu um það, að framvegis þurfi að fá inn- flutningsleyfi fyrir þær vörur, sem sendast eiga til Bandaríkjanna. Án innflutningsleyfis megi ekkert flytja inn. HeiÖursgjöf. Síðastliðinn surtnudag færðu Skandinavar hjer í bænum sjera Bjarna Jónssyni dómkirkju- Síöastliðið haust var mjer dregið hvitt gimbrarlamb með sauðfjármarki minu: Sýlt bita framan hægra; hvatt vinstra. — Jeg á ekki þetta lamb. Er því rjettur eig- andi beðinn að gefa sig fram, svo hann fái andvirði lambsins að frá- dregnum kostnaði. Ennfremur semji hann við mig um markið. -Brúsholti í Borgjarfj.sýslu, 28. jan. 1918. Gísli Sigmundsson. presti veglega gjöf, i þakklætisskyni fyrir það starf, sem hann hefur unn- ið fyrir þann hluta safnaðarins. Gjöfin var mjög vandað skrifborð úr mahogni, smíðað af Jóni Halldórs- syni & Co., 300 krónur í peningum og skrautlega teiknað ávarp, sem Samúel Eggertsson hafði gert, með nöfnum allra gefenda undir. Háskólapróf. Guðfræðisprófi hafa nýlega lokið 5 guðfræðingar og hlutu þessar einkunnir: Sveinn Sigurðsson I. eink., 110 stig, Tryggvi H. Kvaran I. eink., io8ýá st., Sig. Ó. Lárusson II. betri, 97 st., Þorst. Ástráðsson II. betri 96ýá st., Eiríkur Iielgason II. betri 84Yz st. Læknaprófi, síðari hluta hafa lokið Gunnlaugur Einarsson með II. betri eink. 128yí st. og Ólafur Jónsson með I. eink. 160R3 st. Fyrri hluta prófsins hafa nýlega lokið ungfrú Katrín Thoroddsen og Kjartan Ólafsson með góðri I. eink- unn og Knútur Kristinsson með II. betri einkunn. Grískuprófi hafa þessir guðfræðis- nemendur lokið á háskólanum: Árni Sigurðsson með ágætiseinkunn (16 st.), Ingimar Jónsson með I. eink. (13 st.), og Sveinn ögmundsson með II. betri einkunn (8 st.) Klukkan. Henni verður, samkv. á- kvörðun stjórnarráðsins, flýtt um 1 klt. frá í dag. í lífsháska. Það var skÖmmu fyrir jólin að Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu í Biskupstungum lagði á stað suður til Reykjavíkur. Hann þurfti að fara yfir Tungufljót, en rökkur var komið þegar hann kom út á fljótið. Hann tekur eftir ein- hverju dökku fyrir framan sig, sem hann hjelt að væri svört sandeyri og ugði þess vegna ekki að sjer. Veit þá ekki fyr en hann gengur út i vök og finnur engan botn. Þorsteinn kunni dálítið til sunds og gat komist að vakarbarminum undan straumn- um og náð haldi á skörinni, en straumur bar hann undir ísinn, svo hann gat ekki haft sig upp á skör- ina. Hrópaði hann þá sem mest hann mátti á hjálp og heyrðust köllin á þrjá næstu bæi, því veður var stilt um kvöldið. Maður sem var við fjár- hús ekki langt frá, heyrði köllin og hljóp samstundis á stað staflaus fram á vakarbarminn og greip í hendur Þorsteins og dróg hann upp úr. — Þorsteinn er einn með efnilegttstU mönnum hjer eystra. Ó. I, jjVísir". Mannalát. Dáin er. ío. þ. m. Í Hvammi á Landi húsfrú Guðbjörg Jónsdóttir, kona Eyjólís Guðmunds- sonar bónda þar, merkiskona. Húrt átti við langan sjúkdóm að stfíða, ög lá á spítala hjer í bænum í fyrra, en fjekk engan bata. Hún var fædd 4. okt. 1864 og giftist Eyjólfi 1

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.