Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.04.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 24.04.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17- Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 17. Reykjavík, 24. apríl 1918. ZUZ. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í likiiirilin Siolíiar Eynundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0— l>ar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. t Sjera Friðrik J. Bergmann. -■ . . . j.._. Með sjera Friðriki Bergtnann er hniginn i valinn einn af langfremstu og atkvæðamestu mönnumt íslenska jtjóðarbrotsins vestan hafs, sá mað- ur, sem við hliðina á sjera Jóni heitn- um Bjarnasyni hefur verið mestur á- hrifamaður með Vestur-íslendingum og mest og best hefur starfað að efl- ingu íslenskrar kristni og varðveitslu islensks þjóðernis með löndum vorum i dreifingunni, og hiklaust má telja með bestu mönnum þjóðar vorrar, sökum gáfna, lærdóms og áhuga á öllum velferðarmálum þjóðarinnar. Sjera Friðrik var fæddur í Garðs- vík á Svalbarðsströnd 15. apríl 1858 og skorti þvi að eins fáa daga á sex- tugt, er hann ljetst. 1 Garðsvík bjuggu þá foreldrar hans Jón Jónasson Berg- mann og Halldóra Bessadóttir, en þau fluttust til Vesturheims áriS 1874. Lifir móðir hans enn vestra, háöldr- uð. I Garðsvík bjó og Jónas afi hans, en langafi hans var Sigfús á Þorkels- hóli í Viöidal Bergmann, sonur sjera Sigfúsar skálds á Felli Sigurössonar prests á BarSi Einarssonar. Kona sjera SigurSar á BarSi var Ragn- hildur GuSmundsdóttir prests á Helgafelli Jónssonar, bróSurdóttir frú Valgerðar kvinnu Steins biskups á Hólum og uppalin þar. Er þessa hjer getið fyrir þá sök, að það upplýsir um Bergmanns nafnið, sem þeir íeðgar hafa borið fjórir, hver fram af öðrum. Það nafn er komið inn í ættina sem skirnarnafn Sigfúsar á Þorkelshóli, sonar sjera Sigfúsar á Felli. Sjera Sigfús var sjálfur heitinn eftir Sigfúsi Steinssyni biskups, þeim er 14 vetra druknaöi (1723) á Skaga- firSi meö Guðmundi skólameistara á Sjávarborg, bróöur sínum, en þeir bræður, synir Steins biskups kölluðu sig allir þrir Bergmann, eftir prest- setrinu Setbergi í Eyrarsveit, þar sem þeir höfðu alist upp. Þegar svo sjera Sigfús í Felli ljet Sigfúsar-nafnið. ganga í arf til sonar sins, skeytti hann Bergmanns-nafninu viS, og varð þaö meö þeim hætti ættarnafn niöja hans.* — Jónas í Garðsvík, afi sjera Friöriks, var bróSir Guðrúnar ömmu GuSmundar landlæknis í fööurætt og voru þeir sjera Fr. og landlæknir rjettir þremenningar aS skyldleika. Einn af forfeörum sjera Friðriks var Þórður sýslumaður Steindórsson á Ingjaldshóli. Komu þar saman ættir * Þessa skoðun mína á uppruna Berg- mannsnafnsins hef jeg fengið staðfesta úr hestu átt, þar sem Hannes skjalavörður Þorsteinsson, sem er manna fróðastur i þeim efnum, hefur komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Magnúsar heit. landshöfðingja, er var 6. maður, og sjera Friðriks, er var 7. maður frá Þórði, en Þórður sýslu- maður var aftur 4. maður frá Mar- teini biskupi Einarssyni. Sumarið 1874 tók sjera FriSrik inn- tökupróf hjer í lærðaskólanum, en gat ekki sótt skóla um haustiS sökum sjúkdóms. Leiddi það til þess, að hann hvarf frá því ráði að nema skólalær- dóm hjer heima, en fór í þess stað til Vesturheims hið næsta sumar. Nam hann þar skólalærdóm allan í skóla norsku sýnódunnar í Decorah og útskrifaðist þaöan eftir 5 vetra nám 1881. Hugur hans hneigðist nú til prestskapar, enda vissi hann hve tilfinnanlegan prestaskort landar hans vestra áttu við að búa, en treysti sjer ekki til aöbyrjaguðfræðisnám viðhina amerísku synóduprestaskóla, svo and- lega mótaðir sem þeir voru af þröng- sýni gamals lútersks rjetttrúnaöar.%í þess staö hjelt hann, er hann sá sjer þaS fært, tveim árum síöar til Noregs og gerðist guðfræðisnemi við Krist- janíu-háskólann. Af ágætum guð- fræðikennurum þess skóla hafði eng- inn meiri áhrif á sjera Fr. en próf. Fr. Petersen, eftirlætiskennari allra guð- fræðinema þar,þóttmeira nýjabragös- orö færi af skoöunum hans en gott þótti í sveit rjetttrúnaðarmanna. En að tveim árum liðnum varS hann, sök- um efnaskorts, aö hætta námi þar, hjelt því vestur um haf aftur og gekk á .prestaskóla í Philadelphiu hinn næsta vetur. Lauk hann þar námi vor- ið 1886, tók prestsvígslu hjá „Pen- sylvania Ministerium“ skömmu síðar og hjelt svo um hæl til N. Dakota, til þess að gerast prestur með lönd- um þar. Settist hann að á GarSar í Pembinasýslu. Verkefniö, sem beið hans þar, var mikið og verkahringur- inn feiknarstór. Hann varð að prje- dika á 9 stöðum og aka á milli; var einn staðurinn 50 mílur enskar frá heimili hans. Hann varS aS vera á ferð og flugi um sveitirnar seint og snemma og einatt að prjedika á þrem stöðum sama sunnudaginn. ErfiSleik- arnir sem við var aS striða, voru af- skaplegir, fátækt manna þar í frum- býlingsskapnum mjög mikil og krist- indómsáhuginn lítill hjá mörgum. „1 trúmálum var heilmikiS los á hugum manna og töluverö mótspyrna,“ — segir hann sjálfur í riti sínu „Trú og þekking“, — „heilmikiö af íslensku frjálslyndi í trúarefnum annars vegar og ókirkjulegum og beint andvígum hugsunarhætti hins vegar“. Þetta á- sigkomulag. almennings, safnaðar- fólksins, sem hann starfaöi hjá, gerði að verkum, að hann varð íhaldssam- ari í trúarefnum en hann annars hefði orðið. í þeim kringumstæSum kunni hann „ekki aSra leiö að fara, en haldá fram játningunum lútersku og þeirra skilningi, en gerði það oft og tíöum með hikandi hendi“ — eins og honum segist sjálfum frá. Var stefna hans á þessu skeiöi æfinnar „nokkurn veginn öfgalaus rjetttrúnaöur“. Á þessum árum kvæntist hann ung- frú Guðrúnu Thorlacíus, dóttur sjera Magnúsar Thdrlacíusar sóknarprests til Reynistaöarklausturs, frændkonu sinni (þau systkinabörn). Lifir hún mann sinn, eftir um 30 ára innilega sambúð, og fjögur börn þeirra, öll uppkomin, tveir synir og tvær dætur. Nokkru eftir aldamótin fluttist sjera Fr. frá Garðar til Winnipeg og gerðistum5ára skeið kennariíislensku og ísl. fræðum viS Wesley-skólann þar í bænum (kostaöi kirkjufjelagið vestur-íslenska það kenslustarf) og var jafnframt til dauðadags prestur Tjaldbúðarsafnaöarins. Siðustu árin mun hann þó aftur að einhverju leyti hafa veriö tekinn að kenna i Wesley- skólanum, en kostaður til þess af skólanum sjálfum. Þótt nú prestsstarfið væri öll þessi ár meginstarf sjera Friðriks, er þó síst öllu starfi hans þessi ár meS því lýst. Síður en svo sje. Snemma prests- skapar síns, þegar á öðru ári hans, tók hann að gefa sig aS ritstörfum, en því hjelt hann áfram til dauðadags svo að segja má að varla fjelli hon- um nokkurn dag penninn úrhendi með öllu, enda eru það feiknin öll,sem eftir hann liggur prentaS, líklega meira aö vöxtum en eftir nokkurn annan ís- lenskan guSfræöing á síðari tímum. Gegnir það furðu um mann, sem jafn- framt hafði önnur eins skyldustörf á hendi og sjera Fr. og var viS jafn- mörg og margháttuö mál riðinn önn- ur og hann. Hið fyrsta, sem jeg minn- ist að hafa sjeð prentaö frá hans hendi, var ritgerð í 2. árg. Samein- ingarinnar: „Hin fjögur guðspjöll“. Eftir þaS fer ritgerðum hans ár frá ári fjölgandi og sjöunda ár þlaösins hafði hann að mestu ritstjórn þess á hendi í sjúkdómsforföllum sjera Jóns Bjarnasonar. Komu þegar á þessum árum í ljós miklir rithöfundarhæfi- leikar hans og óvenjuleg rökfimi til sóknar og varnar. Fjekk síst dulist hve mikiS bjó í manninum. En stefn- an var yfirleitt öll þessi ár „nokkurn veginn öfgalaus rjetttrúnaSur“. Og sama stefnan einkennir þá líka árs- ritið „Aldamót“, er þau fara aö koma út áriS 1891, enda var meginefni þeirra fyrirlestrar, fluttir á kirkju- þingi kirkjufjelagsins eftir sjera Fr. og þá samverkamenn hans hina. Eitt af því, sem sjerstaka athygli vekur í þessu ársriti, voru hinir einkennilegu ritdómar, sem birtust árlega meS fyr- irsögninni „Undir linditrjánum“; — jafnrækilegum ritdómum voru menn ærið óvanir hjer hjá oss. Þeir mintu aS sumu leyti á ritdómana í „Fjölni" gamla. Báru þeir allir vott um næm- ari skilning en menn höfðu áður átt aS venjast, á þeim kröfum, sem gera verður til rithöfundanútímans.ogþess verkefnis, sem þeir takast á hendur með því að rita bækur, sem koma eiga fyrir almennings sjónir. Voru þá líka margir þessara ritdóma hans hrein- ar perlur. En ritstörf sjera Friðriks, eins og þeim var farið, gerðu honum það að nauðsyn að halda sem best við þekk- mgu sinni og fullkomna hana, það þess heldur, sem enginn skildi betur en hann hver nauðsyn lestur nýrra bóka er fyrir þann, sem nokkuð á að duga sem prjedikari. Enda sýna þegar hinar mörgu ritgerðir hans og fyrirlestrar frá prestsskaparárunum í Dakota, hve óvenju mikið far hann hefur gert sjer um að menta anda sinn sem best með lestri nýrra bóka og að fylgjast sem best með í öllu sem gerðist i heimi kirkjulegu bókment- anna fyrst og fremst, þótt hann síst einskoröaði sig við þær. Aftur og aftur eru það nýútkomin ágætisrit; sem vekja hann og knýja til að grípa pennann. Því aS hjá honum fór jafnan svo fagurlega saman þetta tvent: löngun til að svala óseðjandi fróö- leiksfýsn anda síns og löngun til að miðla öðrum af þeim auSi, sem hon- um á þann veg áskotnaðist, gera hann arðberandi fyrir aðra — fyrir söfn- uði sína, fyrir landa sina yfirleitt, beggja megin hafsins. En því meira sem hann las af þvi nýja, sem barst á bókmentamarkað- inn, þess ómögulegra varð honum aS verjast áhrifum frá hinum nýju skoð- unum, sem voru óðum að ryðja sjer til rúms í heimi hinna guöfræðilegu visinda mótmælenda. En þá var vit- anlega sú hætta ávalt fyrir dyrum, að hinn „nokkurn veginn öfgalausi ijetttrúnaður“ hans fengi fyr eða síð- ar þaS rothögg sem honum yrði aö bana. Sú varð þá líka raunin á. Þyí betur sem hann kyntist ritum merk- ustu guSfræðinga sem á þessum árum voru brautryðjendur innan vísinda- legrar guöfræði mótmælenda, þvl meir þokaöist hugur og sannfæring frá hinu gamla til hins nýja. Skilja fæstir, sem það hafa ekki reynt, hví- l'ku ölduróti það getur valdið í sálu sannkærs manns, aS sjá skoöanastoö- ir sínar, sem hann treysti á, falla hvora af annari sem ónýtar. Það kost- ar ávalt baráttu aö verSa aö brenna skip sín. Það fjekk sjera Fr. aö reyna ekki síður en aðrir af sama málmi og hann var steyptur. Honum var það enginn leikur aS hverfa frá þeirri stefnu, sem hann hafði sjálfur fylgt svo lengi og barist fyrir svo ötullega, — honum var það alls ekki fyrirhafn- arlaust að slíta sig úr fjötrum síns gamla rjetttrúnaöar, þótt verið hefði nokkurn veginn öfgalaus. Honum fjekk ekki dulist hverjar gætu orðib afleiSingar þess: fyrst og fremst ó- vild og andspyrna samverkamanna sinna, og þá sjerstaklega þess sam- herjanSjSem hann matmestþeirraallra og líka var mestur þeirra allra, sjera Jóns Bjarnasonar. Er honum síst lá- andi, þótt hann í fyrstu kinnokaði sjer við að gefa sig hinu nýja á vald, sem með ári hverju fjekk meiri festu i huga hans. Er fáum kunnugra um það en þeim er þetta ritar, hve vand- lega hann hugsaði máliS, áSur en hann varpaði teningunum. En eins og sjera Fr. var skapi farinn hlaut svo aö fara sem fór. Lotningin fyrir sann- leikanum var of rík í huga hans til þess, aö hann gæti lengi hikandi stað* iS í þessum málum. Fyrsta tilefniS til þess aS hann rauf þögninavoru grein- ar nokkrar („Smápistlar um alvar- leg efni“) í VerSi ljós, áriö 1899, þar sem hafin voru mjög hógleg andmæli gegn innblásturskenningu rjetttrún- aðarstefnunnar og því haldiö fram, að ritningin væri síst óskeikul bók i ö 11 u m efnum, eins og lengst af hefði veriö haldið fram af þeirri stefnu. Þessum kenningum var þung- lega tekið af sumum samverkamönn- um sjera Fr. þar vestra, en þaö varð til þess aS sjera Fr. rauf þögnina, þó afargætilega, í grein einni i 9. árg. Aldamóta, sem hann nefndi „Nýtt kristilegt umræöuefni". Með því hófst deila sú, er siðan hefur staðið nokk- urn veginn látlaust þar vestra milli gamallar og nýrrar guSfræði. Hjei skal nú ekki rifjaður upp gangur þeirra deilumála.* Að eins skal á það mint, hve sá grunur rættist, sem mestu haföi ráðið um hik sjera Fr. í aö kveða upp úr meS sinar nýju skoðanir. Hann varð brátt í augum starfsbræSra sinna íkirkjufjelaginusá vargur í vjeum, sem alt kapp varS aS leggja á aS gera „ómögulegan“ í hin- um kirkjulega fjelagsskap, og áhrifa- lausan. Þar kom þá og aS lokum, aS samþykt var á kirkjuþingi áriö 1909 tillaga, sem geröi sjera Friðriki ó- mögulegt að haldast við innan kirkju- fjelagsins. Þar var fullri óhelgi lýst yfir þeirri stefnu, sem hon- um var nú orðið hjartfólgiS áhugamál að styðja til sigurs.En það leiddiaftur til fullkominnar klofningar kirkjufje- lagsins, þar sem þriðjungur fjelags- manna sagði sig úr lögum viS það. Allar þessar deilur voru því sorg- legri og tilfinnanlegri, sem það var hjer orðið að deiluefni, er áSur haföi veriö hvað mest sameiningar-efni meö hinum dreiföu löndum vorum vestra, — og um leiö eitt helsta meS- alið til viöhalds hinu íslenska þjóð- erni þeirra' Svo nærri sem sjera Frið- rik tók sjer þessi deilumál öll, þá tel jeg engan efa á því, aö hvergi hafi þó komið í ljós betur en þar, hvílíkt mikilmenni hann var, hvílíkur af- buröamaður að gáfum og lærdómi, eldmóði andans, rökfimi og sannfær- ingarfestu, enda vann hann frægan sigur í þeim skilmingum sem hann lenti í út af sínum frjálslyndu skoS- unum, þrátt fyrir það sem hann beint varö að líða þeirra vegna. Þótt vafalaust sje, aö allur megin- áhugi sjera FriSriks væri þar sem voru kristindóms- og kirkjumálin, þá stóö sá áhugi hans engan veginn einn sjer, heldur samtengdur lifandi áhuga hans á viöhaldi og varðveitslu hins ís- lenska þjóðernis með Vestur-íslend- ingum. Því að þótt hann kæmi ungur vestur, að eins 17 vetra, og kæmist þar inn í nýjan og öflugan áhrifa- straum nýrrar heimsálfu, þá megnaði það sist að deyfa eða veikja þjóð- erniskendina í brjósti hans. Hún varð öllu heldur með ári hverju næmari, hreinni og innilegrí. Islendingurinn i honum gat ekki dáið. Honum varð með ári hverju mætara þjóðerni sitt og helgari nauðsynin á að brýna fyrir sjálfum sjer og öörum hvilíka guðs gjöf þar væri um aS ræða. Vildi hann þó vera og var i sannleika góður borgari síns nýja lands með brenn- andi áhuga á öllum þess velferðar- tnálum. En fsland var til sÍSasta and- artaks hans sanna og eiginlega föður* land, er stóð hjarta hans næst og hann bar einlæglega fyrir brjósti. Vegna kærleika sins til fslands og sins islenska þjóðernis, hafði hanrt hinar mestu mætur á sögu lands vörs, bókmentum og tungu. Hann var mætavel aS sjer i sögu fslands að fornu og nýju, þaultesihn í íslenskum fræöum og átti ágætt íslenskt bóka- safn. í íslenskri tungu var hann prýð- isvel að sjer. f tali hans kom það varla fyrir, að hann þyrfti að bregða fyrir sig útlendu orði, sem anr^rs er engum tamara en mentuöum ís- lendingum. Og ritmál hans var óvenju hreint, lipurt og látlaust hvað svö sem hann .skrifaði um. Hontim veitti yfit höfuð mjög ljett að koma fyrir sig orði, hvort heldur hartn sat skrifandi við skrifborð sitt eöa talatldi i ræðrt- stólnum. Sterkasti þátturinn í lífi sjera Prið- riks hygg jeg þó VeriS hafa trúrækni harts. Hann vár alla tíð rrtaðrtr intli- * Þeim Sem kynfiast Vilja þeíni frekai1; vísa jeg til tíniaritsins Ðreiðabliká, seni sjera Fí. gaf út á árunuin 1906—U4 og rit£ aði að mestu leyti sjálfur, og höfuðrits hans, „Trú og þekking", er út kom i hitt eð fyrrat

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.