Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 24.04.1918, Qupperneq 3

Lögrétta - 24.04.1918, Qupperneq 3
67 LÖGRJETTS Frjettir. Tíðin hefur veriS hlý siðustu vik- una um alt land, hjer suðaustanátt og rigningar. Skipaferðir. ,,Sterling“ kom a5 austan 16. jj. m. með fjölda fólks, og fer aftur í dag suður um land og austur. „Fálkinn“ kom frá Færeyjum 18. —• „Bisp“ frá Englandi 20., með salt mest, og „Botnia“ frá Khöfn 20. —• Seglskipið „Dagny“ frá Khöfn, er fór þaðan í okt. og lengi hefur legið í Noregi, kom hingað i sí'ðastl. viku. ■—■ Til Ásgeii'sonsverslunar á fsafirði hefur komið enskt skip og hafði flutt þangað töluvert af pósti, sem hingað átti að fara. — „Gullfoss“ fer vestur um haf í kvöld, „Bisp“ til yestfjaröa bráðlega. Aflabrögð eru nú góð. Botnvörp- ungar og þilskip afla mjög vel. Gunnar Richarðsson fallinn á vest- urvígstöðvunum. Richaré Torfason bankabókari hefur fengið tilkynningu um það frá ensku herstjórninni, dags. 26. f. m., að Gunnar sonur hans sje fallinn í orustu á vesturvígstöðvun- um. Hafði skot hitt hann, er hann var að hlaða vjelbyssu sína. Gunnar hafði lengi verið i her Canadamanna i Frakklandi og hafa oft birtst í „Vísi“ brjefkaflar frá honum þaðan. Hann var efnismaður mesti. Umsóknir um prestaköll. Um Suð- urdalaþing sækir sjera Jón Guðnason á Staðarhóli einn. Um Oclda sækja: sjera Ásm. Guðmundsson i Stykkis- hólmi, sjera Guðbr. Björnsson i Við- vík, sjera Þorsteinn Briem á Hrafna- gili, Tr. Ii. Kvaran cand. theol. og Erl. Þórðarson cand. theol. — Um Sauðanes sífekja: sjera Iialldór Bjarnarson á Presthólum, sjera Vig- fús Þórðarson á Fljaltastað, sjera Hermann Hjartarson á Skútustöðum, sjera Þórður Oddgeirsson i Bjarna- nesi og Sjera Jósef Jónsson á Sauða- nesi. Bókmentafjelagið. B. M. Olsen pró- fessor biðst nú undan endurkosningu i forsetaembætti fjelagsins vegna van- heilsti. Margir hafa hug á, að fá í hans stað Jón biskup Helgason og væri vel, ef menn gætu orðið sam- taka um það. Kartöfluræktun á að reka i stórum stíl næsta sumar fyrir reikning Reykjavíkurbæjar, og á að taka á leigu 50 dagsláttur af landi í Brautar- holti i þvi skyni, en framkvæmda- stjóri er ráðinn Guðm. Jóhannsson í Brautarholti. l, _ £, Dýrar ær. Á uppboði, sem nýlega var haldið í Miðdal í Mosfellsveit, höfðu ærnar selst á 62 kr. Prófastur í Rangárvallaprófasts- dæmi er sjera Eggert Pálsson á Breiðabólstað skipaður frá næstu far- dögum. , 4 * „17. júní“ hjelt samsöng kvöldið 19. þ. m., er síðan var endurtekinn næstu kvöld, alt af fyrir húsfylli, eins og jafnan er á samsöngum þess fje- lags. Tvö ný lög voru sungin þarna í fyrsta sinn, annað eftir Árna Thor- steinsson, við „Fyrstu vordægur“ eftir Þ. G., hitt eftir Sigfús Einars- son, við „Vorkvæði“ eftir Gest. Kvæði Björnsons um fall Ólafs Tryggvasonar, með lagi eftir Reis- siger, sem oft hefur verið sungið hjer áður, var nú sungið i nýrri þýðingu eftir Gest, er fellur mjög vel við lag- ið, og þótti mönnum það betur sung- ið en nokkru sinni áður. Símon Þórð- arson söng einsöng i lagi Griegs við kvæðig „Norröna folket det vil fara“, eftir Björnson, og i þýsku lagi eftir Max Bruch, við kafla úr Friðþjófs- sögu, sem ekki hefur verið sungið hjer áðttr, og Einar Viðar söng ein- söng í norsku þjóðlagi við kvæði sem heitir „Stev fraVeggaardshejen“. Ýmisl. fleira var sungið, þar á meðal „Töframynd í Atlantsál“» eftir Svbj. Sveinbjörnsson, lag eftir P. Hellmuth við kvæði eftir Burns, „Jenny i Ru- gem“, í danskri þýðingu eftir Jeppe Aakjær. — Mjög vel var látið yfir samsöngnum. Frá útlöndum komu meö „Botniu“: Jón Þorláksson verkfræðingur, en frú hans, sem með honum fór, dvelur á- fram ytra, Gunnar Gunnarsson skáld, frú hans og sonur og bróðir Gunnars, Sigurður, Fr. Nathan stórkaupmaður og frú hans, Björn Gíslason á Ás- gautsstöðum, Ársæll Árnason bóksali, P. J. Thorsteinsson kauprn., G. Thor- steinsson listmálari, frú Margrjet Zo- ega, Herl. Clausen kaupm. o. fl. Gunnar Gunnarsson skáld ætlar að dvelja hjer heima i sumar; ráðgerir að fara austur í Vopnafjörö í næsta rnánuði og vera þar hjá föður sínum. Þingmálafundur í Vestm.eyjum. „Skeggi“ frá 13. þ. m. skýrir frá nýl. afstöðnum þingmálafundi i Eyjunum. Þar var samþ. 1. að fá lög um sigl- ingafána. 2. að fá sem fyrst útibú í Eyjunum frá öðrum hvorum bank- anna. 3. að fá lög um b(ejarstjórn i Vestmannaeyjum, sniðin eftir nýjustu bæjarstjórnarlögum annarstaðar. 4- að öllum skipum, sem í förum eru fyr- ir landsstjórnina, eða styrkt eru af landssjóöi, og leið eiga nálægt Eyj- unum, verði gert að skyldu að koma þar við. 5. að landstjórnin styrki Vestmannaeyjar til að eignast björg- unarskip. 6. að skift yrði um menn í landstjórninni. 7- óháð símalína fáist sem fyrst milli Rvíkur og Eyja. Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey hefur verið hjer lengi i vetur til lækn- inga hjá Gunnl. Claessen; hafði feng- ið krabbamein í efri vör, og hefur það verið læknað með Röntgensgeisl- um. Meinið var talið fulllæknað, er Snæbjörn fór hjeðan heimleiðis í sið- astl. viku, en þó skyldi hann koma aftur til nánari athugunar á því að 5 vikum liðnum. Snæbjörn bað Lögr. að flytja kunn- ingjum sínum hjer í bænum kveðju sina með þökkum fyrir viðkynning- una. Hjeðan fór hann til Borgarness cg þaðan landveg til Stykkishólms. Bertel Gunnlögsson dáinn. 30. jan. síðastl. andaðist í Tacoma i Washing- tonríki í Bandaríkjunum Bertel Gunn- lögsson, sonur Stefáns Gunnlögsson- ar landfógeta og Þuriöar Benedikts- dóttur Gröndal yfirdómara, bróðir Ólafs sál. Gunnlögssonar, sem lengi var ritstjóri í París. Bertel H. Gunn- lögsson var fæddur hjer i Rvik 1839, en fór ungur suður í lönd og mentað- ist þar. Ferðaðist síðan víða um heim og gat sjer mikið álit meðal menta- manna fyrir tungumálalærdóm 0. fl. 1880 fór hann vestur uni haf og dvaldi þar síðan. Hingað til lands kom hann síðast 1859. Söngskemtun frú Lauru Finsen, sem frestað var urn daginn, var hald- in kvöldið 22. þ. m. og tókst mjög vel. Einkum voru vel sungnar norsku þjóðvísurnar, sem síðastar voru á söngskránni, „Ola, 01a“, „Aagots f jeld- sang“, Bádnlát" og „Eg ser dig Ut for gluggjin“. Tvö ísl. lög söng frúitt m. a., „Sofðu, sofðu góði“, eftir Sigv. Kaldalóns, og „Nótt“, eftir Árna Thorsteinsson, og voru bæði vel sung- in. Aðstoðarmaður frúarinnar, hr, Ben. Árnason stud. theol., söng lög eftir Leoncavallo, Verdi og Wagner, og þótti vel takast, svo að þar er talið að efni sje i mikinn söngmann. Frú Ásta Einarsson ljek undir á hljóðfæri. Búnaðarsamband Kjalarnesþings hjelt aðalfund mánudaginn 15. apríl. MættU á honum fulltrúar frá flestum búnaðarfjelögunum, sem í samband- intt eru. Á fundinum urðu allmiklar umræður um það, á hvern hátt sam- bandið gæti í framtiðinni hvatt og styrkt bændur til þess að nota nýj- ustU og bestu aðferðir við jarðyrkju. Er það kunnugra en frá þurfi að segja, að þótt allmiklar umbætur hafi gerðar verið á jarðyrkjuaðferðum hjer, þá er þeim enn mjög ábótavant. Ge^a menn einkum of lítið að því að nota hestaflið. Er þó öllum ljóst, að það er miklu ódýrara en mannsaflið, og má búast við, að það verði not- hæfasta aflið, sem völ verði á hjer á landi um langt skeið. Að vísu mutt verða hægt að koma dráttarvjelum við á nokkrum stöðum, en nóg mun sanit verkefni fyrir hestana. Ekki treystist Sambandið til að ráðast í neina nýbreytni á þessu ári, en hygst að gera það strax, þegar sjest rofa fyrir degi heilbrigða tímans. Það mutt nú ekki þykja ntiklum tíðindum sæta, þótt nokkrir menn komi saman og ræði um einhver moldárverk. Ert víst mættii menn gefa slíku gaum, fremur en sUmU öðru, sem gleypir athygli martna, einkum hjer í Reykja- vík. Og eitt er víst: að væri til ein- hver svo máttug vera, að hún breytti mönnum svo, að þeir yrðu jafn sólgn- ir í að þreyta sig á umrótum jarðar- innar til endurbóta, eins og þeir eru nú ósparir á að fullnægja prjálsemi sinni, þá mundi kartöfluskortur og mjólkurleysi ekki vera jafn daglegt umtalsefni, sem það er nú. En til þess þyrfti víst meira en meðal spámann. Alþingi. Fjárhagur landsins. Samkvæmt yfirliti því um fjárhag landsins, er fjármálaráðherra gaf þinginu 16. þ. m., hafa útgjöld 1916 farið frarn úr áætlun kr. 1,179,235.40 og 1917...............— 2,314,225.35 og áætlaður tekju- halli var.............— 287,969.42 Kr. 3,781,430.17 en tekjur 1916 fóru fram úr áætlun .... kr. 1,193,708.35 og 1917 .............— 981,153.63 Kr. 2,174,861.98 og hefur tekjuhallinn á f járhagstíma- bilinu orðið kr. 1,606,568.19. Skuldir landssjóðs í árslok 1917 voru: Eftirstöðvar eldri lána ................kr. 2,415,376.95 Lán tekin á árinu 1917: Hjá Stóra norræna ritsímafjel. (eftir- stöðvar í árslok) .. — 496,323.33 Iljá íslenskum botn- vörpuskipaeig......— 2,782,533.35 Hjá Handelsbanken (með veði i skipum landssjóðs)........... — 2.000.000.00 Hjá dönskum bönk- um ................... — 6,000,000.00 Víxlar ííslandsbanka (til skipakaupa) .. — 2,360,000.00 Skuld við ríkissjóð Danmerkur .............— 3,255,007.19 Kr. 19,309,240.82 Síðan um nýár hafa veriö tekin lán í ís- lenskum bönkum .. — 2,585,000.00 Kr. 21,894,240.82 en greitt hefur verið af skuldum...........•— 2,860,000.00 svo að skuldir lands- sjóðs voru 8. apríl 1918 ................ kr. 19,034,240.82 Um nýár voru inneignir landssjóðs: Skuld landsversl. .. kr. 5,660,659.05 Eimskip landssjóðs — 3,553,417.20 Hjá bönkum, ^þinds- fjehirði o. fl. ...... — 7,479,284.00 Kr. 16,693,360.25 Samkvæmt því sem fjármálaráð- berra segir í skýrslu sinni, hefur af lánum landssjóðs, er tekin voru síð- astl. ár, eigi orðið nema í hæsta lagi um 150000 kr. eyðslufje um áramót. Á rekstri landsverslunarinnar frá upphafi er talið að orðið hafi rúm 1 milj. kr. gróði, en aftur hefur á rekstri skipa landssjóðs orðið 238.614 kr. 25 a. tap, og er aðaltapið á „Borg“, því að á rekstri „Willemoes" varð 113.720 kr. 63 a. gróði. En góðar von- ir eru um, að hagur verði á rekstri allra skipanna þetta ár. Helstu hækkanir á fjárhagsút- gjaldaliðum 1917 voru: Til æðstu stjórnar landsins kr. 118,000 kr. og stafar sú upphæð aðallega af viðgerð á stjórnarráðshúsinu; þingkostnað- ur 94,933 kr., til læknaskipunar o. fl. um 195 þús. kr., hraðskeyta- og sím- skeytakostnaður 182,232 kr. og óviss útgjöld nánm 251,425 kr., og þar af varið til rekstursTjörnesnámu 138,298 kr. og siðan um nýár um 30,000 kr. Samkvæmt lögum um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar hefur um nýár verið varið 511,620 kr. 83 a., þar af nam kolaafslátturinn kr. 462,913.37. Síðan um nýár hefur 61,250 kr. verið varið til vinnulauna fyrir grjótvinnu °g 89 þiis. kr. til Hafnarfjarðarveg- arins. Dýrtíðaruppbót til embættis- og sýslunarmanna landsjoðs hefur num- ið árið 1917 kr. 348,337.65, en fyrir árið 1916 nam hún kr. 422,344.01. En alls hafa útgjöld landssjóðls samkvæmt öðrum lögurrt en fjárlög- unum, og samkvæmt þingsályktunum og væntanlegum fjáraukalögum num- ið áriö 1917 kr. 1,806,904.74. Þingsályktanir. i-—2. Um skipun fullveldisnefnda. 3.-4. Um skipun bjargráðanefnda. Reglugjörð um ráðstafanir til að tryggja yerslun landsins. Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heim- ild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru hér með sett eftirfarandi fyrirmæli. 1. gr. Meðan samningar standa nú yfir milli Bretastjórnar og sendi- manna landsstjórnarinnar íslensku um verðlag á íslenskum afurðum arið 1918, er bannað að selja til útlanda eða gera samninga um sölu til útlanda á íslenskum afurðum, sem framleiddar hafa verið eða fram- leiddar verða á yfirstandandi ári. 2. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglugjörðar þessarar varða sektum alt að 500.000 krónum. Bæði sá, sem selur eða loíar að selja vör- ur þær, sem greindar eru í 1. gr. 0g á þann hátt, er þar greinir, og sá, sem kaupir eða lofar að kaupa þær, skal sekur talinn við ákvæði þessarar reglugjörðar. Hið selda eða umsamda er að veði fyrir sektunum. 3. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 4. gr. Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar í stað. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. — í stjórnarráði íslands 22. apríl 1918. Sigurðnr Júnsson. Oddur Hermannsson. Auglysing. í sambandi við reglugjörð þá um ráðstafanir til að tryggja verslun landsins, sem gefin hefir verið út í dag, auglýsist hér með, að landsstjórnin vegna landssjóðs getur ekki tekið neina ábyrgð á afleiðingum af ráðstöfunum eða sölusamningum manna á milli hér á landi um islenskar afurðir til útflutnings, sem framleiddar hafa verið eða framleiddar verða á yfirstandandi ári, t stjórnarráðl tslands 22. apríl 1918. Signrður Jðnsson. Oddnr Hermannason. é 5. Um sölu Ólafsvallatorfunnar. Flm.: Þm. Árn., að stjórnin noti ekki lagaheimildina til að selja Ólafsvelli á Skeiðum ásamt hjáleigrtm. 6. Um sölu Gaulverjabæjar. Flm.: Sig. Sig., að stjórnirt rtoti ekki laga- heimildina til að selja Gaulverjabæ í Árnessýslu ásamt hjáleigunni Gatð- húsum. Báðum þessum tillögum hefur verið vísað til landbúnaðarnefndar n. d. 7. Um að útbú frá Landsbankanum verði sett á stofn í Vestmannaeyjum. Flm.: Karl Ein., Magn. Törf. og Hj. Sn. S t j ó rnarf rumvö r p. 6. Um skipun barnakennara og laun þeirra. Er þar farið fram á, að kenn- arar, sein starfa við bartíaskóla eða farskóla í 6 mánuði, skuli hafa árs- laúrt, sem hjer segir: Forstöðunienn barnaskóla i kauptúnum 2000 kr. auk ókeypis húsnæðis, eða jafngildi þess í peningum, og kennarar við kaup- staðaskóla 1500 kr., og greiðast laun þessi að af landssjóðsfje, en að ^3 úr bæjarsjóði. Laun þessi hækka um 200 kr. 4. hvert ár upp að 1000 kr. —! Forstöðujmenn barnaskóla utan kaupstaða 1500 kr. og kennarar við þá skóla 1200 kr. og greiðast launirt að hálfu úr landssjóði og að hálfu úr sveitarsjóði. Laun þessi hækka um 100 kr. 4. hvert ár, upp að 500 kr. Farskólaskennarar 300 kr. árslaun, auk ókeypis fæðis o. fl. þá 5 márt- uði ársins, sem skólinn stendur, og húsnæði alt árið, eða jafngildi þeirra hlunninda i peningum. Þeir skulu fá 50 kr. launaviðbót 3. hvert ár upp að 300 kr. — Allar launaviðbætur greið- ast úr landssjóði. Eigi tekur lands- sjóður neinn þátt í kostnaði við þaU hlúnnittdi, sem kennarar hafa, sam- kvæmt lögum þessum, enda þótt þau sjeu greidd i þenirtgum. Ef barna- skóli stendur lengur en 6 mánuði á ári, hækka launin i rjettu hlutfalli við tímalengd. Frv. þessu fylgír íangt álitsskjal frá fræðslumálastjóra, og telur hanrt þingsályktun síðasta alþingis um upp- eldismál ekki framkvæmanlega, sjer- staklega það, að láta foreldra og hjer- úð sjá fyrir því, að böm hafi til- skylda þekkingu undir staðfesting- úrta, ert landið kosti ekki annað við þá kenslu en eftirlit með þrófinui

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.