Lögrétta - 24.04.1918, Blaðsíða 4
68
LÖGRJETTA'
7. Um bæjargjöld í Reykjavík. —•
Er það frv., er bæjarstjórn samþykti
í vetur.
Þingmannafrumvörp.
x. Um bæjarstjórn á Siglufirði.
Flm. Þingm. Eyf.
2. Um mótak. Flm.: Magnús Guð-
mundsson. — Nú á einhver eða hefur
umráð á landi, sem mótak er í, og er
hann þáskyldurtil að látaþaðaf hendi
til mótaks, eftir því sem nauðsyn
er á og eftir þeirn reglum, sem settar
eru í lögum þessum. Eigendur eða
leigjendur lands eru einnig skyldir til
að leyfa að þurka, hljða upp og
geyma í landi sínu mó þann, sem
þar er tekinn upp. — Sá, sem þarfn-
ast mótaks og nær eigi viðunanleg-
um samningum við eiganda eða um-
ráðamann mólands, getur krafist þess
af bæjarstjórn eða hreppsnefnd, þar
sem hann er búsettur, að hún gefi
honum vottorð um, hversu mikið
bann teljist þurfa af mó til 1 árs.
Með vottorð þetta getur hann snúið
sjer til bæjarfógeta eða sýslumanns
og fengið hjá honum kvadda 2 hæfa
og óvilhalla menn til að meta gjald
fyrir mótak það, er hann þarfnast,
samkvæmt vottorði hreppsnefndar.
Rjett er og, að fleiri sjeu sarnan urn
að fá tilnefnda matsmenn, og bæjar-
stjórn eða hreppsnefnd getur einnig
fengið tilnefnda menn til að rneta
gjald fyrir mótak handa fleiri eða
færri af íbúum kaupstaðarins eða
hreppsins, eða handa íbúum ákveðins
hluta hrepps eða kaupstaðar, en til-
greina skal þá jafnan, hversu mikið
ætla megi að þurfi af mó.
3. Urn viðauka við lög nr. 80, 14.
nóv. 1917, um breyting á lögum nr.
12, 9. júlí 1909, um breyting á lögum
um stofnun landsbanka, 18. sept. 1885,
m. m. Flm.: Þorl. J., Sig. Stef., S,v.
Ól„ Matth. Ól„ Jón J., Pj. Ott„ Pj.
Þórð., Magn. Pjet. — Þegar núver-
andi framkvæmdarstjóri Landsbank-
ans, Björn Kristjánsson, lætur af for-
stöðu bankans, fær hann árlega 4000
krónur í eftirlaun.
Fullveldisnefndir.
í báðum deildum hefur verið sam-
þykt að skipa nefnd „til þess að í-
huga og koma fram með tillögur um,
hverjar ráðstafanir gera skuli til að
ná sem fyrst öllum vorum málum i
vorar hendur og fá viðurkenning full-
veldis vors.“ Kaus n. d. í nefndina:
Magnús Pjetursson, Jón Jónsson,
Magnús Guðmundsson, Bjarna frá
Vogi, Þórarinn Jónsson, Svein Ólafs-
son og Matth. Ólafsson. En í e. d.
voru kosnir: Karl Einarsson, Jóh
Jóhannesson, Magnús Torfason, Egg-
crt Pálsson og Guðm. Ólafsson.
Bjargráðanefndir.
Báðar deildir hafa samþykt að
skipa nefnd, „til þess að íhuga þjóð-
arvandræði þau, er af heimsstyrjöld-
inni leiðir, og gera tillögur til bjarg-
ráða.“ í n. d. voru kosnir: Pjetur
Jónsson, Jör. Brynjólfsson, Sig. Sig-
urðsson, Bjarni frá Vogi, Sig. Ste-
íánsson, Þorst. M. Jónsson og Björn
Kristjánsson. í e, d. voru kosnir:
Guðj. Guðlaugsson, Sigurj. Friðjóns-
son, Hj. Snorrason, Guðm. Ólafsson
og Magn. Kristjánsson.
Fastar nefndir,
Fjárhagsnefndir:
N. d, Gísli Sveinsson, Einar Arn-
órsson, Þórarinn Jónsson, Hákon
Kristófersson, Magnús Guðmundsson.
E, d. Magnús Torfason, Halldór
Steinsson, Guðm. Ólafsson,
Fjárveitinganefndir:
N. d. Pjetur Jónsson, Þorl. Jóns-
son, Matthías Ólafsson, Bjarni Jóns-
son, Magnús Pjetursson, Jón áHvann-
á, Sig. Stefánsson. E. d, Jóh. Jóhann-
esson, Hjörtur Snorrason, Eggert
Pálsson, Karl Einarsson, Magnús
Kristjánsson.
Samgöngumálanefndir:
N.d. Þórarinn Jónsson, Þorsteinn
Metúsalem, Gísli Sveinsson, Benedikt
Sveinsson, Björn Stefánsson. E.d.
Guðjón Guðlaugsson, HjörturSnorra-
son, Halldór Steinsson, Kristinn
Daníelsson, Sigurjón Friðjónsson.
Landbúnaðarnefndir:
N.d. Sig. Sigurðsson, Einar Árna-
son, Stef. Stefánsson, Pjetur Þórðar-
son, Einar Jónsson. E.d. Sigurjón
Friðjónsson, Guðm. Ólafsson, Hjört-
uf Snörrason.
Með báli og brandi.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
XXXIII. KAFLI.
Skrjetuski frjetti að furstinn hefði
haldið liði sínu til Sbarasch og sæti
þar. Hann fór því beint þangað með
flokk sinn.
Þeim sóttist ferðin seint, þótt þeir
hvorki hefðu vagna nje farangur
meðferðis. Var land það orðið svo
eytt að mj.ög erfitt var þar að afla
matvæla og fóðurs fyrir hesta þeirra.
Þar sást hvergi karlmaður, en hjer og
þar rákust þeir á börn og konur er
voru örvinglaðar og aðframkomnar
af hungri; óskuðu þær sjer dauða eða
þá að verða herteknar af Törturum,
því að þar fengu þær þó einhverja
næringu.
Framliðar Krysovonos höfðu eytt
öllu, sem fyrir var, og hræður þær,
sem þeir höfðu ekki náð að drepa,
lifðu á trjáberki einum.
Þegar þeir Skrjetuski komu til
Sbarasch, var þar fyrir fjöldi liðs.
Furstinn var þar með alt sitt lið, en
auk þess höfðu safnast þangað hvað-
anæfa hersveitir og aðalsmenn. Her-
sveitir Póllands höfðu ótakmarkað
traust á Jeremíasi fursta. Öfundaðist
Dominik fursti, er var yfirhershöfð-
ingi ríkishersins, rnjög yfir því. Vai
og Jeremías mjög ófrægður í Varsjá.
Sbaraschbúar voru nú ærið mislitir;
þar sást fjöldinn allur af skrautleg-
um einkennisbúningum og brynjum,
blikandi, blaktandi fjaðurskúfum,
skínandi gullspennum og glitrandi
gimsteinum; þar var fult af ágætum
fákum og íburðarmiklum vögnum.
Meðal þessa skrautbúna liðs sáust
hermenn furstans og voru þeir mjög
auðkendir, því að einkennisbúningar
þeirra voru bæði rifnir og upplitaðir.
En alstaðar var þeim tekið virðulega.
Þeirvoru frægirfyrir framgöngu sína.
Enginn vissi um fyrirætlanir furst-
ans. Hann sást ekki nema þegar nýjar
liðssveitir sóttu á fund hans. Þá reið
hann til móts við þær.
Furstinn sat inni jafnan og hugs-
aði ráð sitt, en herliðið lagðist i mestu
óreglu, þar var óspart drukkið og
daðrað. Og það brást varla, að Zag-
loba var þar sem slarkað var mest.
Hann var nú búinn að ná sjer aftur
eftir pálhöggið. Þegar nóg var ölið
á könnunni voru talfæri hans jafnan
í fullum gangi. Urðu margir til þess
að bera vel á vjel þá. Stundum var
hann fullur úlfúðar og svaraði skæt-
ingi einum, en hin mesta unun hans
var að segja frá æfintýrum sinurn og
færa þau í stílinn. Sem garnall her-
maður leit hann niður á nýliðana, en
lagði þó mikið lag sitt við þá, því að
þeirVoru trúgjarnastir og hjeldu hann
hinn mesta kappa.
Skrjetuski hjelt rakleitt á fund
furstan, er hann kom til borgarinnar.
Var erindið að skýra furstanum frá
gerðum sínum og um leið fá leyfi til
þess að fara þá þegar til Bar.
Furstinn var mjög breyttur að út-
liti og torkennilegur. Skrjetuski sagði
Itonum hvernig hann hefði rekið er-
indið og bað síðan um leyfi frá her-
þjónustu í tvo mánuði. Kvaðst hann
ætla til Bar og kvongast þar Helenu
cg fylgja henni síðan til óðala sinna,
er voru langt írá ófriðarsvæðinu. Var
þá.sem furstinn vaknaði af dvala og
ástúðin skein af andliti hans. Hann
tók í hönd Skrjetuskis og mælti:
„Guði sje lof fyrir að harrnur þinn
er liðinn hjá. Farðu, og guð blessi
ykkur bæði. Jeg hefði feginn viljað
vera i brúðkaupi ykkar, en nú hef
jeg í önnur horn að lita. Hvenær
ferðu hjeðan?"
„í dag, ef jeg get komið því við,
náðugi fursti 1“
„Farðu ekki fyr en á morgun. Það
er best að vera við öllu búinn, þvi
að ræningjar og illmenni eru á öllum
vegum. Jeg fæ þjer til fylgdar 300
af Törturum Virschuls og fæ þjer
brjef til Andrjesar Pototskis, en brjef-
ið verður ekki skrifað eða Tartar-
arnir tilbúnir fyr en seinast í kvöld.“
„Eins og náðugum furstanum
þóknast; en má jeg vera svo djarfur
að biðja yður einnig um leyfi fyrir
þá Volodyjevski og Longínus?“
„Það er velkomið! Komið til mín
á morgun áður en þið farið, svo
að jeg þá geti óskað yður hamingju-
samrar ferðar. Jeg ætla og að senda
ungfrúnni dálitla brúðargjöf. Jeg
óska ykkur til heilla! Þið hafið bæði
tvö verðskuldlað að verða hamingju-
söm.“
„Skrjetuski fjell á knje fyrir furst-
anum, er endurtók nokkrum sinnum:
„Guð blessi þig!“
Skrjetuski beið í sörnu stellingum.
„Óskar þú einhvers frekar?“ spurði
íurstinn vingjarnlega.
„Náðugi fursti,“ stamaði hinn.
„Talaðu óhikað."
„Náðugi fursti! Fyrirgefiö dirfsku
mína. Mig tekur það sárt að sjá yður
llryggan, Hver er ástæða harms yð-
ar ?“
Furstinn lagði höndina á höfuð
Skrjetuskis og sagði með sorgbland-
inni rödd:
„Hana get jeg ekki sagt þjer ....
en komdu til mín á morgun.“
Skrjetuski stóð á fætur og gekk
út mjög sorgbitinn.
Alla næstu nótt var Jeremías fursti
á bæn fyrir framan líkneski Krists.
í dögun reis hann á fætur og ljet það
boð út ganga að allir foringjar hans
kæmu þá þegar á fund hans.
Að tveim tímum liðnum voru þeir
allir komnir saman í sal miklum í
húsi því er furstinn bjó í. Þeir horfðu
með óþreyju til dyranna,er þeir væntu
að furstinn mundi koma inn um.
Dyrnar opnuðust; það varð stein-
hljóð; furstinn gekk inn í salinn.
Það var auðsjeð á honum að hann
hafði ekki notið svefns um nóttina.
Hann var dálítið rauðeygður og and-
litsdrættirnir ekki eins ákveðnir og
vanalega. Yfir honurn hvíldi nú kyrð
og viðkvæmni var auðsæ á svip hans,
en fal þó ekki alvöru mikla og ó-
sveigjanlegan járnvilja.
„Herrar mínir!“ mælti hann. „í
nótt hef jeg ráðgast við guð og sam-
visku mína um það, hvort jeg skuli
berjast með þvi liði er mjer vill fylgja
án þess að viðurkenna Dominik fursta
yfirhershöfðingja. Lið streymir nú
hvaðanæfa undir merki mitt, en til
þess að komast hjá sundrungu og
stofna ríkinu í nýja hættu af þeirri
ástæðu, hef jeg ákveðið að hlýðnast
boðum hans.“
Hann þagnaði og ekkert hljóð raul
þögnina,------- —
Um hádegisbilið biðu þrjú hund-
ruð Tartarar ferðbúnir úti í hallar-
garðinum; var það fylgdarlið Skrje-
tuskis. Furstinn hafði boðið öllum
helstu foringjum sínum heim, til þess
að tæma heillaskál Skrjetuskis Og til-
vonandi brúðar hans.
Þeir sátu uppi í viðhafnarsalnum
og drukku ósleitilega; var þar öl-
teiti mikið.
Þegar glaumurinn var sem allra
mestur kom Kuschel inn í dyrnar.
Það sást varla í hann fyrir ryki, en
þó leyndi það sjer ekki, að hann var
mjög þungbúinn á svip.
„Hvaða frjettir hafið þjer að
segja?“ spurði furstinn; hann hafði
undir eins sjeð hann.
„Illar einar, náðugi furstil“
Það varð dauðaþögn alt í einu yfir
allan salinn. Þeir sem voru að setja
bikarinn á munn sjer hættu við og
störðu á Kuschel. Furstinn rauf þögn-
ina 0g rnælti:
„Talaðu! Hvað hefur nú borið að
liöndum?"
„Uppreisnar menn hafa tekið ....
T3ar.“
Sjávarútvegsnefndir:
N.d. Björn Stefánsson, Sveinn Ól-
afsson, Matth. Ólafsson, Pjetur Otte-
sen, Björn Kristjánsson. E. d. Magnús
Kristjánsson, Kristinn Daníelsson,
Karl Einarsson.
Mentamálanefndir:
N.d. Magnús Pjetursson, Jörundur
Brynjólfsson, St. Stefánsson, Bjami
Jónsson, Pjetur Jónsson. E.d. Eggert
Pálsson, Kristinn Daníelsson, Guðm,
Ólafsson.
Allsherjarnef'ndir:
N.d. Einar Arnórsson, Þorleifur
Jónsson, Einar Jónsson, Pjetur Otte-
"Sen, Magnús Guðmundsson. E.d. Guð-
jón Guðlaugsson, Magnús Torfason,
Jóh. Jóhannesson.
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1, Reykjavík,
s e 1 j a:
Vefnaðarvörur. — Smávörur.
Karlmanna og unglinga ytri og innri fatnaði.
Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt.
Prjónavörur.
Netagam. — Línur. — Öngla. — Manilla.
Smumingsolíu.
Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð.
Pöntunum utan af landi svarað um hæl.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld sparisjóðs Hafnarfjarðar frú 1. jan. til 31. des. 1917.
T e k j u r :
1.
2.
3.
4.
5.
6.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
Peningar í sjóði frá fyrra ári . . . 4343,14
Endurborguð lán:
a. Fasteignaveðlán 13130,00
b. Sjálfskuldarábyrgðarlán .... — 80,00
c. Lán gegn annari tryggingu . . . — 170832,00 184042,00
Innlög í sparisjóðinn kr. 59942,08
Vextir af innl., lagðir við böfuðstól . — 6245,54 66187,62
Tekið reikningslán í íslandsbanka — 24519,40
Vextir:
a. Af fasteignaveðlánum kr. 8325,87
b. Af sjálfskuldarábyrgðarlánum . 4 — 27,44
c. At handveðslánum — 21,67
d. Af víxlum — 3166,34
e. Af hlutabrjefi í Islandsbanka . . — 160,00 — 11701,32
Vmsar tekjur — 287,94
Kr. 291081,42
Gjöld:
Lánað ut á reikningstímabiiinu:
a. Gegn fasteignaveði kr. 23700,00
b. Gegn handveði — 500,00
c. Gegn annari tryggingu .... — 164832,00 kr. 189032,00
Utborgað af innlögum samlagsmanna — 55551,62
Borgað reikningslán til Islandsbanka — 16458,81
Kostnaður við sparisjóðinn .... — 1565,09
Vextir af sparisjóðsinnlögum . . . • , • • • • — 6245,54
Til íslandsbanka, vextir og viðskiftagjald . • — 1260,59
í sjóði 31. desbr
1917
20967,77
Kr. 291081,42
Hafnarfirði hinn 31. desbr. 1917.
Aug. Flygenring. Quðm. Helgason. Sigurgeir Qialason.
Jafnaóarreikningur
sparisjóðs Hafnarfjarðar 31. des. 1917.
A k t i v a :
1. Skuldabrjef fyrir lánum:
a. Fasteignaskuldabrjef..............kr. 145500,00
b. Sjálfskuldarábyrgðarbrjef .... — 450,00
e. Handveðslánaskuldabrjef .... — 500,00
d. Skuldabrjef fyrir lánum gegn ann-
ari tryggingu......................- 34375,00 kr_ i8OS25,00
2. Útistandandi vextir, áfallnir við lok reikningsársins . — 214,80
3. Peninga- og skjalaskápur..............................— 263,00
4. Hlutabrjef í íslandsbanka........................— 2000,00
5. I sjóði i lok reikningsársins....................— 20967,77
Kr. 204270,57
P a s s i v a :
1. Inneign 700 samlagsmanna........................kr. 157251,62
2. Fyrirfram greiddír vextir, sem ekki áfalla fyr en eftir
Iok reikningsársins.................................... 4592,47
3. Reikningslánsskuld til íslandsbanka...................— 24519,40
Varasjóður — 17907,08
Kr. 204270,57
Hafnarfirði hinn 31 desbr. 1917.
Aug. Flygenring. Guðm. Helgason. Sigurgeir Qíslason.
Reikninga þessa, bækur, verðbrjef og önnur skjöl, ásamt peningaforða
sparisjóðs Hafnarfjarðar, höfum við undirritaðir yfirfarið og ekkert fundið
athugavert. Hafnarfirði 20. marz 1918.
Mnar Þorgilsson. Böðvar Böðvarsson.
Adaliundur
i h.f. „Breiðafjarðarbáturinn" verður haldinn í samkomuhúsinu hjef i
Stykkishólmi föstudáginn 31, nxaí næstk., og hefst kl. 12 á hádegi.
Dagskrá samkvæmt 13. gr. fjelagslaganna.
Stykkishólmi, 16. marz 1918.
Sæmundur Halldórsson,
p. t. formaður.
Fjelagsprentsmiðjan.