Lögrétta - 08.05.1918, Side 2
76
LÖGRJETTX
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
Flóaáveitan o. íl.
Eitt af þeim mörgu áhugamálum,
sem nú eru á dagskrá okkar íslend-
inga, er hin svonefnda Flóaáveita.
Það eru að vísu skiftar skoðanir um
það, hvort nú sje tímabært að byrja
á henni, og skal jeg síst um það
þrátta. — Hvenær sem á henni verður
byrjað, þurfa þeir, sem mestu um það
verk ráða, að gæta þess vandlega, að
velja sem umsjónarmann við það verk
þann einn, sem örugt sje að kunni svo
til verka, að þetta mikilvæga starf
fari ekki í handaskolum af vanþekk-
ingu.
Hjer er um miljónafyrirtæki að
ræða, þar með meina jeg ekki að
verkið kosti margar miljónir, heldur
hitt, að ef alt fer með feldu á áveitu-
svæðið að gefa af sjer miljónaarð,
svoframt sem það fyrirtæki verður
tekið rjettuni_,tökum.
Jeg ætla ekki að gera lítið úr þeim
bændurn, sem nú byggja áveitusvæð-
ið, en það ætla jeg að þora að segja,
að ýmsar af þeim jörðum, sem undir
áveitu eiga að fara, gætu nú eins og
þær eru, framfleitt að mun fleiri fjen-
aði en til þessa hefur verið haft á
þeim, og marka jég það á því, að
árlega eru ónotaðar slægjur á mörg-
um þeirra.
Ástæður að þvi, að fjenaður til
þessa hefur verið svo fár á þessum
og öðrum ágætis heyskaparjörðum,
bæði hjer á hinu svo nefnda áveitu-
svæði og eins á ýmsum öðrum jörð-
um hjer austan fjalls, mun að sumu
leyti stafa af því, að bændur eru ragir
við að breyta búskaparlaginu; —>
hræddir við að hleypa sjer í skuldir
til að auka búiti, en með öðru mótl
geta þeir ekki fjölgaö fjenaði og síst
nú í hinni miklu dýrtíð, sem yfir
stendur.
Að nokkru leyti mun einnig mega
kenna um hvað fjenaður er fár hjá
bændum, að ýmsar af peningastofn-
unum landsins hafa verið ótrúaðar á
arð sveitabúskaparins, og þvi verið
tregar til að lána fje í stórum stíl
til hans; — heldur viljað leggja það
til sjávarútvegs, sem að vísu er fljót-
teknari arður af, ef hepni og ráðdeild
verða þar satnferða.
Það dylst engum, að með áveitunni
hlýtur að konta gerbreyting á það
búskaparlag, sem undanfarið hefur
átt sjer stað. Geri það það ekki, er
fyrirsjáanlegt að bænditr fá ekki stað-
ist þann kostnað, sem af áveitunni
leiðir; — framleiðslan þarf að marg-
faldast og flutningatækin að gerbreyt-
ast, að öðrum kosti verður áveitan
að ásteitingarsteini fyrir bændur og
landssjóð, og væri þá ver farið en
heima setið-
Um áveitusvæðið þurfa að leggjast
góðar akbrautir, svo aka megi heyi
og öðrum afurðum, ekki einungis til
þeirra staða, sem bændur senda af-
urðir sinar til sölu á, heldur þurfa
þeir lika að geta ekið heyjum af engj-
unum heim til sín. — Við það spar-
ast hestahald. Á flestum bæjum á
áveitusvæðinu hagar svo til, að hesta-
beit er mjög af skornum skamti, og
verður því uppeldi á hestum þar dýrt,
enda mundi liggja nær að ala þar
upp kýr, á heyjum þeim, sem þar
aflast.
Ef lag á að komast á sveitabúskap-
inn, þarf að gæta þess, að uppeldi
gripa verði sem kostnaðarminst, og
hver fjenaðartegund sje alin upp sam-
kvæmt þeim skilyrðum, sem hver jörð
hefur til uppeldis á þeim fáu fjenað-
artegundum sem við leggjum stund á
að rækta. —■
Búnaðarfjelagið hefði fyrir longu
átt að vera búið að eiga þátt í þessum
breytingum, þá mundi fjárhagur
bænda líta öðru vísi út nú, en hann
gerir, og afurðir og fjenaður í betra
ásigkomulagi.
Jeg skal játa, að bændur eru yfir-
leitt fastheldnir á gamla búskapar-
lagið en þó efast jeg ekki um, að ýms-
tinl breytingum í búskap sem öðru
má til leiðar koma, ef þeir menn, sem
við það fást, eru þess megnugir að
sjá hvar breytingar koma að rjettu
haldi. — Fyrirlestraglamur og náms-
skeiðakák kemur aldrei að því haldi,
sem stöku menn virðast halda að það
komi. —?
Viturleg samtök við bændur á sem
flestum stöðum, af þeim mönnum,
sem bændur bera traust til, mun verða
sigursælast- D. D.
Símnefni „Vidar Leith“.
Símlykill A. B. C. 5ta Útg. og einkasímlykill.
Stríðið.
Friður í nánd?
A. Gudmundsson.
Stórkaupmaður.
Sími: nr. 233, Leith.
2 Commercial Street,
Leith.
Siðustu daga hafa engar fregnir
komið um bardaga á vesturvígstöðv-
unum, og í símskeyti frá 6- þ. m.
segir, að algert hlje sje nú á orustum
þar. Nokkur von um að friður sje að
nálgast kemur fram i símskeyti frá
„Central News“ í London, frá 6. þ.
m., er birt var í gær. Þáð er svo-
hljóðandi: „Fregnir frá Haag segja,
að Þjóðverjar hafi lagt fram friðar-
tilboð, er innifeli í sjer afsþlun á öllu
tilkalli til landvinninga að vestan,
Belgía verði endurreist og að Elsass-
Lothringen fái fullveldi innan þýska
sambandsins. Ríkjaskipun að austan
haldist óbreytt. Austurríki geri til-
slakanir við ítalíu. Ríkjaskipun á
Balkanskaga og nýlendumálunum
verði ráðið til lykta á sjerstakri ráð-
stefnu. Balfour var spurður um til-
boð þetta á þingi Breta og gerði hann
lítið úr þyí. En sannleikurinn er sá,
að sendi maður Þjóðverja, Mr- Colyn,
fyrverandi hermálaráðherra Hollend-
inga er kominn til London, og búist
er við öðrum sendimanni þá og þegar.
Daginn áður var kornin fregn um,
að samkomulagsfriðartilboð mundi
komá fram frá Þjóðverjum fyrir
milligöngu hlutlausra þjóða.
Þjóðverjar og Frakkar hafa gert
samninga um skifti á herföngum, sem
veriö hafa i haldi 18 mánuði eða
lengur, og eins og kyrsetta borgara,
segir símfregn frá 3. þ. m., og sam-
kvæmt þeim samningum fá Þjóð-
verjar heim 120 þúsundir manna.
Ein símfregnin segir á orði, að
þýski kanslarinn muni segja af sjer
út af ósamkomulaginu við prússneska
þingið, sem frá var sagt í síðasta tbl.,
en hann er jafnframt forssétisráð-
herra Prússlands. Aðrar fregnir hafa
þó ekki staðfest þetta.
Sir French, sem áður var yfirhers-
höfðingi Englendinga í Frakklandi,
er nú orðinn landsstjóri á írlandi.
Það er nú farið að tala um, áð i
ráði sje að koma á konungsstjórn í
Finnlandi, 0g ensk fregn segir lik.
indi til að Adolph Friedrich stórher-
togi af Mecklenburg-Schwerin verði
konungur þar- — Þáð er sagt, að.
Rauðar hersveitir rússneskar sjeu að
safnast að landamærum Finnlands að
austan. Af annari fregn má ráða, að
Finnar vilji breyta fyrri landamærum
milli sín og Rússa, því þar segir, að
Þjóðverjar færist undan að hjálpa
Finnum til að leggja undir sig Karel-
hjeruðin, en suðurhluti Finnlands, á-
samt þeim hjeruðum, sem næst liggja
í Rússlandi, eru. nefnd Karelía, og
eru íbúar þar af finskum þjóðstofni
og nefnast Karelar.
Annars. er nú alt óljóst, sem frá
Rússlandi heyrist. I fregnum þaðan er
nú bæði talað um Bolsjevíkastjórn og
Kadettastjórn, svo að Kadettaflokk-
urinn virðist vera áð sækja í sig
veðrið. Það er sagt, að stjórn hans
hafi viðurkent stjálfstæöi Ukraine.
En nánari fregnir um það, að reynt
sje til að koma á keisarastjórn í
Rússlandi, hafa ekki borist og því
líklegt, að þær tilraunir hafi mis-
tekist, þótt eitthvað hafi verið gert
í þá átt. Korniloff hershöfðingi er
nýlega látinn.
Síðustu fregnir, er komið hafa eftir
að það var skrifað, sem sagt er hjer
á undan, segja Þjóðverja neita því,
að nokkur friðartilboð hafi komið
fram frá þeim- Þeir láti í veðri vaka,
að þeir sjeu að undirbúa nýja sókn.
Þó segir þar, að rætt sje um friðar-
umleitanir. Nýkomin fregn segir
einnig, að þýská stjórnin sje að ná
samkomulagi við andstæðinga sína í
prússneska þinginu.
f Finnlandi kvað nú Hvítflykking-
ar hafa náð síðustu stöðvum Rauð-
flykkinga, í Friedrichshavn og Kot-
ka á Suður-Fipnlandi, og höfðu tek-
ið þar 4300 fanga. s
Háttvirti herral
Vissir kaupmenn hafa látid frá sjer fara rangar skýrslur um kosti Middlesh ough saltsins til fisk-
söltunar. Ut afþví hefur heira Ward, f>amkvœmdarstjóri North-Eastern Salt Co. ritad mjer sem hjer segir:
»Hreint salt er naudsynlegt ef geyma á kjöt eda fisk svo ad vel sje. Þad kemur á ýmsan hátt í
Ijós ef Öhreint salt er notad, svo sem ad varan úldnar, sveppir myndast og hún upplitast 0. s. frv.
Middleshrough fisksalt er eins hreint og salt getur ordid med þeim framleidsluadferdum sem nú
þekkjast. Saltlögur sá, sem þad er húid til úr, er dœldur úr hrunnum, en dœlurnar eru knúdar med
rafmagni. Brunnar þessir ■ eru 1000 fet á dýpt eda meira. Saltlögur þessi er sjerstaklega hreinn, en
ádur en lumn er látinn gufa upp er honum rent í gegnum stórar og haglega gerdar siur, til þess ad
ná úr honum kornum þeim, sem í honum kunna ad fijóta. Lögurinn er þá tárhreinn og skœr sem kryst-
all vœri og er hann hefur verid hakadur vid eld og saltid rannsakad af efnafrœdingum, reynist ad í
þvi sjeu 99,34°/0 af matarsalti, nefnil.:
Matarsdlt................................ 99,340/0
Kolsúr Magnesía......................... 03—
Brennisteinssúr Magnesia . ... . 02—
Brennisteinssúrt Kalk................... 57—
Efni sem ekki leysist upp i vatni . . . 04—
ioo,oo°l0
— Efnarannsókn þessa gerdu þeW Pattinson & Stead, frœgir efnarannsóknarmenn. Af ofanritadri efna-
rannsóknarskýrslu er þad Ijóst, ad i Middleshrough-salti er sama sem ekkert annad en hreint salt og
þvi er þad sjerstaklega vel fallid til fisksöltunar.
Þad er alkunnugt ad sveppvr myndast oft í fiski, og ef s'jávarsalt er notad, er mjög hœtt vid því
ad hann taki ad rotna i hita og raka, eda ef hann er sendur til Midjardarhafslandanna eda annara
landa er hafa álíka loftslag. Astœdan til þess er sú, ad i þvi salti er mikid af kolsúru kalki, hrenni-
steinssúrri Magnesíu 0. s. frv. En efni þessi eru œtid í sjónum og festast i sáltkornurn þegar sáltid er
framleitt vid sálarhita. Kalk og Magnesía draga ad sér raka og þvi myndast sveppir i þéim fiski, sern
saltadur er rned sjávarsalti, 'med þvi ad fiskurinn dregur þá ad sér rakann úr loftinu.
Því verdur eigi á móti mcélt, ad þad er minst hœtta á því ad sá fiskur skemmist, sem saltadur
er med hreinu ensku fisksalti, og þann fisk, sem saltadur er med Middleshrough-salti, eda ödru ensku
sálti, er hœttulausara ad senda hvert á land er vera skál, en fisk sem salladur er med sjávarsalti.
1 skýrslu fiskerindreka norsku stjórnarinnar árid 1908 er medal annars komist svo ad ordi:
»En einn hlutur er áreidanlegur, ad enskt salt er hetra eji spœnskt til fisksöltunar sökum
þess, ad enska saltid varnar þvi ad maurar kornist í fiskinn, en í spœnska saltinu er mikid af
snýkjudýrum og þad hefur gert þurfiskversluninni mikinn skada. — Sökum stödugra umkvart-
ana þeirra, er versla med fisk, hefur norska stjórnin látid sérfróda menn rannsaka þetta mál,
og hefur þá sannast, ad adalorsök þeirra er saltid sem fiutt er frá Midjardarhafslöndunum.i.
— Sama máli er ad gegna um söltun annara fisktegunda, svo sem síldar 0. s. frv,
— Margir fiskverkunarmenn nota sjávarsalt sökum þess hvad þad er ódýrt, en þad er mjög efa-
samt hvort nokkur sparnadur er ad þvi, þegar öllu er á hotninn hvolft, sökum þess ad þeir kaupa ])ar
meiri raka og önnur efni, eins og ádur er sagt, og sá fiskur sem saltadur er med sjávarsalti heldur sjer
ekki. eins lengi og sá fiskur sem hreinsad enskt sált er notad i.
Þegar sveppir komast i fisk, hvort heldur þurkadan saltfisk eda óþurkadan, getur verid hœttulegt
ad nota hann til manneldis.
Henrik Bull ritar í Fiskitidindin norsku 7. nóv. 1908:
»Nú er þad) ad i ensku salti eru svo sem engin Alagnesíusölt; þegar menn þvi nota þetta
salt í sild og mákril, þá verdur ad álita þad fullsannad, ad Magnesíusölt þurfi eigi til söltun
arinnar. Þetta sýnist mjer svo Ijóst, ad ekki veidi fam hjá þvi gengid, og þetta er enn mark-
verdara fyrb þá sök, ad á Englandi er enska sáltid einnig dýrt, svo enginn efi er á því ad
Midjardarhafssaltid yrdi þar ódýrara. Þegar þvi Midjararhafssalt er notad adeins stöku sinn-
um, þrátt fyrir hid lága verd, þá verdur ad télja þad vist ad einhver kostur sje ad því ad
nota enska saltid, og þá ad likindum sá, ad salta sildin sje betri ad gœdum. Þad er áreidan-
legt ád menn sleppa vid rakann og hiturt hragd, sem þvi midur virdist fylgja sjávarsaltinu.«
Mig langar til ad vekja athygli á ordasveim þeim, sem komist hefur á loft, ad i Middlesbrough-
salti sje járn. Þad er ósatt og bláber uppspuni og virdist eiga rót sina ad rekja til íslenskra kaup-
rnanna i Kaupmannahöfn, sem selja sjávarsalt til Islands.
Þvi var haldid fram ad raudur litur á fiski kœmi af járni sem vœri i saltinu. tílíkar stadhœf-
ingar eiga sjer engan stad, þvi ad taudi liturinn i fiskinum kemur af smá sveppum Clathrocytis roseo-
persicina, sem valda rotnun.
Þegar um midja 18. öld urdu menn þess varir, ad magasjukdómar og önnur veikindi i enska
sjólidinu var ad kenna sjávarsalti. tíalt þetta var framleitt í Frákklandi og Midjardarhafslöndunum og
fiutt til Englands og úr því var saltad kjöt þad og fiskur sern sjólidsmennirnii höfdu til rnatar. Þetta
vard til þess ad fundid var upp á því ad framleida hreinsad enskt salt til ad geyma i því kjöt og fisk.
Hreinna salt en þetta getur ekki.
1 nordanverdum Noregi, á Murmannsströndinni og vid Hvitáhafid hefur Muldlesbrough salt verid
notad þvi nœr eingöngu nú i rnörg ár.«
Jeg get bœtt þvi vid, ad verslun mín med Middleshrough-sált er sifelt ad aukast, svo ad nú skiftir
hún þúsundum smálesta á ári, og mjer hefur aldrei horist ein einasta umlcvörtun urn saltid.
Ef þjer því hafid eigi notad ádur Middlesbr ough-salt, þá vœnti jeg ad þjer nú pantid talsvert af
þvi hjá mjer til reynslu, þvi ud jeg er sannfœrdur um ad þjer verdid hardánœgdur med þad.
Virdingarfylst.
I
&. írlucánU'HcAon.
Frjettir.
Tíðin er hin ákjósanlegasta um alt
land, svo að betri veðráttu um þetta
leyti muna menn ekki.
Skipaferðir. „Borg“ fór hjeðan til
Austfjarða 6. þ. m. og fer þaðan til
Englands. „Muninn“ kom frá Eng-
landi 4. þ. m. „Lagarfoss“ er til að-
gerðar í Khöfn, en búist við að hann
fari þaðan um miðjan þ. m.
Ensku sammngarnir. Þáð er sagt,
að uppkast að þeim sje nú komið
hingað frá nefndinni í Englandi, en
ckki hefur enn verið látið uppi hvern-
ig það sje.
Sambandsmálið. Sú fregn gengur
hjer, að sendimaður dönsku stjórnar-
innar, sem um þáð á að fjalla, sje
ekki væntanlegur fyr en í júní eða
júlí.
Tangsverslun á ísafEöi, með útbú-
um, er nú seld Þórði Kristinssyni
kaupmanni á ísafirði, með húsum og
öörum eignum, fyrir 210 þús. kr. að
sögn.
Einar H. Kvaran les upp sögu.
Annað kvöld les hann upp í Báru-
búð kafla úr hinni nýju skáldsögu
sinni, sem nú er í prentun. Sagan
heitir „Sambýli“, er nokkru lengri
en „Sálin vaknar“ 0g gérist áð mestu
hjer í Reykjavík. Upplesturinn byrj-
ar klukkan 5.
Málverkasýningu hefur Einar Jóns-
son opnað í Verslunarskólanum og
er hún opin daglega. Helstu og
stærstu myndirnar eru landlags-
myndir frá Þingvöllum, úr Eyjafirði,
írú Þórsmörk, úr Mýrdal, úr öxna-