Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.05.1918, Side 3

Lögrétta - 08.05.1918, Side 3
f LÖGRJETTA Nýjar bækur: Schiller: Mserin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur- Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00 og kr. 11,00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. j ón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,oo- Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. s í Saurbæ í Dalasýslu / (J4 jarSarinnar) er til sölu nú þegar. Sturla Jónsson. dal, frá Straumnesi (Goöafoss-strand- íö) o. s. frv. Hvítárbakkaskólanum var sagt upp um sumarmálin eins og vant er. Á honum hafa veriö 35 nemendur síö- astliöinn vetur, frá veturnóttum. Gert er rá'ö fyrir, aö skólinn starfi næsta vetur. Verslunarskólinn. Þaðan útskrifuiS- ust nú viö nýafstaöið próf 31, en miö- deildarpróf tóku 21 og inntöku- próf 20. Forstjóri Austur-Asíufjel- danska, Andersen etatsráö, kvaö vera væntan- legur hingaö til lands bráölega, segir símfregn frá Khöfn. Alþing'i. Stjórnarfrumvörp. 8. Um stimpilgjald. Er þaö frv. að mestu samhljóða frv- því, sem samþ. var í fyrra í n. d., en var þá vísa'Ö til stjórnarinnar. Breytingar þær, er gerðar hafa veriö á frv., miöa til aö auka tekjurnar af stimpilgjaldinu, og hafa flestir liöir verið hækkaöir um helming. — Gerir stjórnin ráð fyrir aö tekjuauki af frv. verði ekki undir 200—300 þús. kr. 9. Um hækku á vörutolli. — Gjald þaö, sem ákveðið er í i- gr. 6. og 9. málsgr. laga nr. 45, 2. nóv. 1914 skal hækka um helming (100%). Nefndarálit. Bjargráðanefnd e. d. hefur klofn- aö um frv. Sigurj. Friðjónssonar um einkarjett til verslunar með smjör og tólg. Meiri hlutinn (Guöj. Guðl., Sigurj. Friöj. og M. J. Kristj.) vilja samþykkja frv. með nokkrum breyt- ingum, en minni hlutinn (Hj. Sn. og Guöm. ól.) vilja ekki áö þaö nái fram aö ganga. ÞingmannafrumvÖrp.. 14. Um breyting á lögum nr. 49, 30. nóv. 1914. Um breyting á tilskipun 20. apríl 1872, úm bæjarstjórn í kaupstaönum Reykjavík. Flm. Jör- Brynj. — Frumv. þetta fer fram á, aö útsvarsskylda (eða tekjuskattur) til bæjarsjóös sje ekki skilyrði fyrir kosningarrjetti. í frv. er og ákvæöi þess efnis, aö þeir sem ekki hafa staðið skil á útsvari til bæjarsjóðs, sem fallið er í gjalddaga, skuli strik- aöir út af kjörskrá. „Sálin vaknar“. Sjera Friðrik heitinn Bergmann haföi skömmu áöur en hann dó skrif- að í „Heimskringlu" (frá 7. febr. siö- astl.) ritdóm um sögu Einars H. Kvarans ,,Sálin vaknar“,og segir þar: Naumast er unt að hugsa sjer göf- ugra efni til að rita um skáldsögu eöa semja. um skáldverk, hverrar tegundar sem er, en það, hvernig sálin vaknar. Vafalaust er þaö lang- stærsta atriði í æfisögu hveH manns. Líf manna og lífsstefna fer eftir því, að hve miklu leyti þeir hafa vaknað til siðferði-vitundar um sjálfa sig og að hve miklu leyti þeir hafa gert sjer grein helgi lífsins- Efnið er afar- víötækt. Þetta verður því nær með jafn-margvíslegum hætti og mennirn- ir eru margir. Það er nokkurn veginn eins ótæmandi efni og ástin, sem flestir skáldsagnahöfundar láta mynd- irnar, sem þeir bregöa sífelt upp af mannlífinu, snúast utan um. Eins og kunnugt er heytir síðasta skáldsaga Einars Hjörleifssonar: Sálin vaknar. Sagan gerist i Reykja- vík og snýst utan um mannsmorð, sem framið er. Aðal persónur bókar- innar eru ungur ritstjóri, Eggert Sölvason, og unnusta hans, Svanlaug Melan. Fram viö þau kemur vökn- unin, sem sagan lýsir. En auk þeirra er heill hópur fólks, sem viö söguna kemur, alt einkent svo skýrum dráttum, að þeim sém les, finst helst, að þetta fólk hafi hann sjeð og kynst því einhvern tíma æfi sinnar. Að minsta kosti finst honum hann vera orðinn þvi gagnkunnugur, er hann leggur bókina frá sjer. Og það er ávalt úrslitamerki listarinnar- Ekkert væri meira ánægjuefni, en að gera grein alls efnis sögunnar, benda á hið einkennilega í fari hverr- ar persónu og sýna fram .á, hver at- hugunarefni það eru, sem skáldsaga þessi lætur upp renna í lmga þess, er les, og hefur á annað borð nokkurt yndi af að dvelja meö hugann við það, sem hann les, og láta það grafa um sig í hugskoti sínu. Það yrði efni í langa og rækilega ritgerð, þar sem margt bæri á góma, ef til vill of löng lesendum Heimskringlu nú á þessum tímum, er alt stendur undir feiknstöfum styrjaldarinnar. Fyrir því verð jegfc þessu sinni aö minsta kosti, að minnast aðallega tveggja persónanna, sem fram koma í skáld- sögunni, þeirra ritstjórans og kon- unnar Álfhildar. Ritstjórinn er maður að eins tutt- ugu og tveggja ára gamall, rjett sloppinn út úr mentaskólanum. Pilt- ungur þessi hafði látið sjer hug- kvæmast, aö það ætlunarverk, sem honum mundi láta best af hendi aö inna hjer í þessari veröld, vSeri rit- stjórastörf. Faðir hans segir um hann, að hann hafi aldrei þótt neitt sjerlega greindur drengur. Honum hafi ekki gengið neitt verulega vel, þegar hann hafi gengið til prestsins. Hann skilur ekkert i þessu blaða- menskutiltæki sonar síns. „Hann hef- ur tekið að sjer að hafa vit á öllu. Jeg efast um aö hann hafi vit á nokkru- Hann kennir bændum að búa. Hann hefur aldrei búið sjálfur og sjaldan nent að gera handarvik. Hann dseíhir bækur. Hann hefur ald- rei skrifað neina bók sjálfur.> Jeg gæti best trúað því, að hann hafi sárfáar bækur lesiö. Hann dæniir um bæjarstjórnina, eins og hann væri út- lærður verkfræöingur og þaulæröur fjármálamaður og jeg veit ekki hvað. Samt hefur hann aldrei haft vit á neinu Verki; og hann hefur aldrei kunnað að íara meö peninga. Stjórn- málin tala jeg nú ekki um.' Hann gæti ekki talað borginmannlegar um þau,,þó að hann hefði verið ráðherra alla sína æfi. Mjer finst þetta svo líkt vefaranum með tólfkóngavitið. Hvaöan er honum komin öll þessi viska?“ Ritstjórinn var einn þeirra manna, sem enga lifandi vitund hugsaði út í, hvort hann hefði nokkuð innan brjósts, sem nokkurt erindi ætti til almennings- Hann virðist ekkert hafa út í það hugsað, aö nlaöur í þeirri stöðu, yrði auk mikilla mannkosta að hafa afburða mentun, mikinn fróð- leik, víötæka þekkingu á mannlífinu, mikla reynslu og fyrirtaks dómgreind til þess aö vera sá kennari og leið- togi almennings, sem ritstjóra er ætlað að vera. En hann vildi verða írægur, maður sem allra fyrst og gera blað sitt að frægu blaði. Besta ráðiö til þess virðist honum vera, að verða fyrstúr til aö ná í það, sem mestri æsingu veldur í huga almenn- ings. Ritstjórinn er því ekki seinn á sjer, þegar hann kemst aö því, að morð hefur verið framiö í bænum, að birta þá miklu fregn í blaði sínu með óhemju stórletruðum fyrirsögn- um. Hann gerir meira. Hann dróttar því beint að ákveðnum ungum manni, sem allmikið er kendur viö óreglu, að hann hafi framið morðið. Þetta gerir hann sökum þess, að hann vill verða langar leiðir á undan lögreglunni, sem hann i'er rnjög háðu- legum orðum um. Til ofurlítils sam- viskubits finnur hann í bili. Það sje ekki óhugsanda, að hann fari villur vegar, og kenni saklausum rnanni. En hann harkar af sjer. Álfhildur er gömul kona, ein af þeirn fátækustu og umkomulausustu í bænum. Pilturinn, sem dróttað er morðinu að, er sonur hennar. Hún gerir sjer ferð inn á skrifstofu rit- stjórans til þess að eiga tal um þetta við hann. Ritstjórinn bendir henni á, að sonur hennar sje slarkfenginn og , vondur við brennivín. „Já .... já“ ... .sagði Álfhildur seint og hugsandi .... „Þjer drekkið ekki, þjer eruð ekki í áflogum .... Þjer gangið eftir snúrunni, sem nrannfjelagið er að reyna að setja ástríðum mannanna og yfirsjónum." — „Finst yður það vera ókostur á mjer?“ — „Jeg veit ekki .... Nei, líklegast ekki. Jeg er svo fáfróð. Jeg veit ekki hvað er kostur eða ókostur .... í guðs aug- um .... Vitið þjer það ?“ — Ritstjór- inn svaraði dálítuð drýgindalega: „Jeg að minsta kosti get ekki hugs- að rnjer, svona til dæmis að taka, að það sje kostur i hans augum, frem- ur en annara, að fylla sig á áfengl og gera sig að svíni.“ — „En að fylla sig á eigingirni?“ sagði Álfhildur hægt- — Ritstjórinn stóð upp og ypti öxlum óþolinmóðlega. — „Nei, frá- leitt er það gott,“ sagði hann. — „En það er einmitt þetta, sem þið teljið aðalkostinn á mönnunum,“ sagði Álf- hildur og' var nú tekin að lifna. — „Hvers vegna talið þjer svona?“sagði ritstjórinn hálf-reiður. — „Af því það er satt: Þið eruð alt af að drekka ykkur drukna. Jeg gæti best trúað því, að guði sýnist þið vera að drekka ykkur vitlausa. Surnir drekka lík- ama sinn fullan í áfengi, eins og hann Bjarni minnn. Aðrir drekka sál sína íulla í gróðalöngun og valdafýsn og alls konar heimsku. Og þeir eru tald- ir sæmdarmenn. Því bólgnari sem sál ykkar verður af drykk eigingirninn- ar, því betur sem þið standið á verði fyrir hagsmunum sjálfra ykkar, því ótrauðari sem þið eruð að stjaka Öðr- um mönnum frá lífsins gæðum, því leiknari sem þið eruð í að leika á aðra, án þess að á því vyrði haft, því fim- legar sem ykkur tekst að nota aðra, til þess að klifra upp eftir þeim upp í það hásæti, sem sál ykkar er farin að þrá, þvi meira þykir til ykkar koma. Það er von, að þið sjeuð svona. Þetta hefur ykkur verið kent, öll- um, undantekningarlaUst. Allar aðrar kenningar eru hjal venjunnar, sem enginn ætlast til, að þið takið neitt mark á- Þið drekkið þessa kenningu um lífið með móðurmjólkinni. Þið andið henni að ykkur úr loftinu utan um ykkur. Hún seitlast inn í ykkur 'úr hugttm alífa, sém þið eruð sam- vistum við. Sál ykkar sýgur hana í sig nærri því úr hverri einustu línu um lífiö, sem þiö lesiíS í blööunt og bókum. Og þið, sem hafið ekki vilst út af snúrunni, þið teljið ykkur ör- ugga. Þið hlaðið utan um sál ykkar skjaldborg drambseminnar. Þið kast- ið þaðan grjóti á fáráðlingana, sem álpast hafa afleiðis .... eins og hann Bjarni minn .... Já, hvað er kostur? Hvað er ókostur? Guð veit það. Jeg veit það ekki.“ (Niðurl.) Skattamál. Svar til Jóns G. Sigurðssonar á Hofgörðum frá Þorsteini Stefánssyni. í fyrra árgangi Lögrjettu skrifar Jón G. Sigurðsson á Hofgörðum langt mál um skattamál, og er aðal- efni greinarinnar svar til Jóh. L. L. Jóhannessonar á Kvennabrekku. En svo notar hann tækifærið um leið til þess að gera nokkrar athugasemdir við grein mína um sama málefni', sem kom út í 13. tbl. Lögrjettu fyrra ár. — Athugasemdirnar við grein mína, eru að miklu leyti bygðar á misskiln- ingi, og, að mjer virðist, viðleitni til að rangfæra orð mín. Geg jeg því ekki látið athugasemdum höf. ósvarað, þó jeg líti svo á, að alt, sem i grein minni stóð, sje óhrakið af honum. Svarið til mín byrjar höfundur með því að segja, að grein mxn sje í alla staði svo „grunnúðug", að eigi þurfi að fara um hana mörgum orðum. Enda verður ekki sagt, að hann geri það, því alt svarið eru órökstuddir sleggjudómar likt og þessi fyrsta at- bugasemd. Jeg ætla mjer ekki að fara að þrátta við J. S. um það, hvað grunnúðug grein mín sje. En það get jeg sagt honum strax, að jeg þykist með jafnmiklum rjetti geta sagt um svar hans til mín, að það sje „grunn- úðugt“. En það er hvorki mitt nje hans að' dæma um það, hvor okkar sje grunnúðugri, þó við gerum skoð- anir og skoðanamun okkar að blaða- máli, heldur er það hlutverk óhlut- di-ægra lesenda að dæma þar á milli, og það skiftir okkur mestu, hvernig við stöndumst þann dóm. Þá heldur höfundur því fram, að það sje röng kenning hjá mjer, að þarfir manna standi i öfugu hlutfalli við gjaldþol þeirra. — Jeg hjelt það væri öllum ljóst, sem grein mína lesa, að jeg er að skrifa um þol manna til að bera opinber gjöld, og þá sjerstak- lega gjöld i landssjóð. Lít jeg því á það sem misskilning hjá höf., ef hann hefur lagt annan skilning í orð mín. Að hinar eiginlegu þarfir manna sjeu frá náttúrunnar hálfu sniðnar eftir hæfileikum þeirra og starísþoli að öllum jafnaði, er gersamlega rangt hjá höf., svo að það undrar mig að sjá þessu haldið fram af manni, sem jeg get ekki hugsað mjer aðekkiþekki dálítið til mannlífsins. — Hinar eigin- legu þarfir manna eru að öllum jafn- aði frá náttúrunnar hálfu þær sömu, og ef þar er einhver verulegur munur á, þá er þar um að ræða einhvern ó- eðlileg eða sjúk afbrigði, sem eru svo sjaldgæf, að ekki er hægt að taka sjerstakt tillit til þeirra í skattalög- gjöf. Allir, sem hafa ofurlitla þekk- ingu og lífsreynslu — og það geri jeg ráð fyrir að höf. hafi — vita það, að starfskarftar manna og hæfileik- ar til þess að hafa ofan af fyrir sjer, eru mjög mismunandi, svo að varla tinnast tveir þeir menn, sem alveg terða jafnir i þeim efnum. Ennfrem- ur verða aðstæður manna í lífinu til þess að bjarga sjer áfram mjög mis- jafnar. — Að höfundi er það ljóst, að hæfileikar manna eru misjafnir, sjest á því, sem á eftir kemur. Þar vitnar hann í þá reynslu, að sumir komast vel áfram með stórar fjöl- skyldur, og eru auk þess mestu mátt- arstólpar sveitar sinnar, en „mikill meiri hluti þeirra manna, sem kom- ast á vonarvöl, eru ýmist einhleypir menn eða með sárfáum ómögum.“ Hjer er höf. þá búinn að kannast við það, að hæfileikar manna til þess að bjarga sjer áfram, sjeu misjafnir, og' um leið að jeta það ofan í sig, að hinar eiginlegu þarfir manna frá náttúrunnar hendi, standist á við starfsþol þeirra. Ágreiningsatriðið er þá ekki orðið annað en það, hvort rjettlátara og eðlilegra sje að leggja landssjóðsgjöldin á þörfina eða það, sem menn bera úr býtum fyrir starf , sitt og tekjur af eigmun, 67 Jeg held því fram, og sje ekki að það sje hrakið af höf. eða sýnt að það sje skökk skoðun, að það sje óeðlilegt og ósanngjarnt að leggja opinber gjöld á ómagamanninn fyrir það, að hann hefur þunga fjölskildu fram að færa, en að þeir, sem eru framúrskarandi atorkumenn, eða hafa góðar aðstæður í lífinu, og bera þess vegna öðrum fremur mikið úr býtum, beri þar eftir meira af opin- berum gjöldpm. Þá er þaö öfgakendur misskilning- ur hjá höf. þar t sem hann segir: „Þegai\ höfundur þessi talar um „þarfir", þá er það svo að sjá sem hann eigi að eins við aðfluttar vörur, öldungis eins og alt, sem framleitt er á landinu, væri óþarfi til alls nema viðskifta við erlendar þjóðir.“ Það er ekki stafur fyrir þvi i gi'ein minni, að jeg álíti innlendar vörur ónýtar til annars en viðskifta við erlendar þjóðir. Mjer er það óskiljan- legt, hvernig höf. fer að fá þennan skilning á henni, en líklega kemur það af því, að jeg er sjerstaklega að tala um þær þarfir, sem við þurf- um að sækja til erlendra þjóða og borga toll af, og hefur það freistað hans til að misskilja grein mína eða að reyna til aö rangfæra fyrir mjer. Mjer er það vel ljóst, að við sækjum ekki nær allar þarfir okkar út úr landinu, heldur veitum okkur þær af innlendri framleiðslu, og gætum það meira en alment gerist, og þess vegna tek jeg það fram i fyrri grein minni, að allar þær nauðsynjavörur, sem við getum ekki framleitt i landi sjálfu fyrir sama verð eða lægra en þær kosta frá útlöndum, ættu að vera tollfríar, og það gat verið nægileg bending öllum skyngóðum lesendum, að jeg hefði skilning á því að við gætum að meira eða minna leyti lif- að á innlendri framleiðslu. Hjer á landi er enginn, eða svo að teljandi sje, framleiðsla á öðru en nauðsynja- vörum, og því skyldum við þá síð- ur en erlendar þjóðir geta haft þeirra not? En innlpndar afurðir eru of einhliða til þess að við lifum af þeim eingöngu. Þá kemst höf. aS þeirri einkenn- legu, öfugu niðurstöðu, að innlendar vörur verði innlendum notendum dýr- ari fyrir það að lagður væri á þær skattur. Hjer skal jeg til frekari skýringar fyrir hann taka það fram, að jeg hef hugsað mjer að fram- leiðsluskattur yrði einungis lagður á útflutta vöru en ekki þær afurðir, sem notaðar yrðu i landinu sjálfu. Þetta hjelt jeg að hefði mátt sjá af fyrri grein minni, þvi þar tala jeg um að framleiðsluskattur sje óbeinn ekki síður en tollar. En það gat hann ekki verið, ef hann var lagður á þær afurðir, sem einungis gengu í inn- lendum viðskiftum eða framleiðendur notuðu sjálfir. Þanmg framleiðslu- skattur yrði að leggjast á eftir fram- tali hvers eins, og væri þar þá sama freisting til undandráttar eins og við lausafjártíundina, og er augljóst hvað það væri óheppilegt skattafyrirkomu- lag. Að útflutningsskattur ætti, eins .og höf. heldur fram, að heita söluskatt- ur en ekki framleiðsluskattur, fæ jeg ekki sjeð. Söluskattur er skattur á einhverju óákveðnu, sem selt er, og þar með er ekkert sagt um, hvað það er; gæti jafnvel átt við toll á innfluttum vörum. En framleiðslu- skattur er skattur á einhverri fram- leiðslu, án þess að það feli i sjer að það þurfi að vera á allri framleiðsl- unni, fremur en einhverjum hluta hennar. En um þetta má auðvitað þrátta, og jeg geri það því ekki að deiluefni. Verðlag innlendrar vöru grund- vallast sem oftast á því, sem hún selst á útlendum markaði, og það verð breytist ekkert fyrir útflutnings- gjaldið. Framleiðendur fengju því þeim mun lægra verð fyrir vöru sína sem útflutningsgjaldinu nemur, og jafnmikið mundi hún þá lækka í verði í iUnlendum viðskiftum. Afleiðingin af útflutningsgjöldunum verður þann- ig' alveg þveröfug við það, sem höf- undur hefur hugsað sjer það, þannig áð öllum þeim, sem katipa innlendar vörur, yrðu þær ekki dýrari heldur ódýrari vegna útflutningsgjaldsins. Með þessum misskilningi og hugs- unarvillum er þessi merkilegi höfltnd* ur svo langt kominn, að liann þykist hafa sýnt frarn á, að kenningar mínar um skattamál sjeu ekki á marga fiska, og kallar þ?er krókaleiðir tjl *

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.