Lögrétta - 24.07.1918, Qupperneq 3
LÖGRJETTÁ
Þakkarávarp.
Jeg undirrituö votta hjer með mitt
innilegasta þakklæti öllum þeim
mörgu, bæði innan sýslu og utan,
sem sýndu rnjer og börnum minum
framúrskarandi hluttekningu og
hjálp við hiö sviplega fráfall míns
ástkæra eiginmanns, sjera Gísla Jóns-
sonar á Mosfelli. Þessi hluttekning
var svo mikil, aö engin orö geta lýst
þvi nje full-þakkað.
Sjerstaklega vil jeg geta 2ja minn-
ingargjafa, önnur var frá vinum hans
í Reykjvik og hin frá „Æsku Gríms-
nesinga“, svo og allra ástlcærra sókn-
arbarna hins látna, sem sýndu mjer
ógleymanlega samúö, og styrktu mig
og studdu i sárustu raunurn mínum.
Alt þetta biö jeg algóðan guð aö
Irlessa og launa fyrir mig og mina.
Mosfelli, 7. júlí 1918.
Sigrún Kjartansdóttir.
Orðsending
til Jónasar hreppstj. Halldórssonar
á Hrauntúni í Þingvallasveit.
Um leið og jeg þakka þjer fyrir
rúninguna á sauðunum minum á sið-
astliðnu vori, vildi jeg biðja þig þess,
ef við lifðum framvegis og kindur
frá rnjer kynnu áð bera að garði
þínum, að lofa þeim að hlaupa fram
hjá þjer órúnum. Jeg vil heldur láta
þær vera í ullinni, ef þær ekki kom-
ast vestur yíir fjöllin til Borgfirðinga,
en að borga þjer 1 krónu fyrir að
rýja kindina.
Bjarnastöðum i Grímsnesi.
Eyjólfur Símonarson.
sókn hafa þeir unnið allmikið á, svo
að Þjóðverjar hafa orðið að draga
allan her sinn aftur norður fyrir
Marne, sem yfir fljótið var kom-
inn og átti að sækja þar fram
austur á bóginn, eins og áður segir.
I. fregn frá 22. þ. m. segir, að búist
sje við árás frá Þjóðverjum annar-
staðar á herlínunni, þar sem Bretar
cru fyrir.
Aðrar fregnir eru þær, að Japanir
ætli að skerast i rnáhn í Síberíu, en
óákveðið sje enn á hvern hátt það
verði. Óeirðir sjeu i Tíbet og viðsjár
i Suður-Afríku. Brasilía hafi ákveðið,
að senda bandamönnum liðsauka til
vesturvígstöðvanna. Czernin greifi
vilji láta byrja friðarumleitanir með
forgöngu hlutlausra þjóða.
Fyrir nokkru komu fregnir um, að
Nikulás fyrv. Rússakeisari hefði ver-
ið rnyrtur, en voru þá bor.nar til baka.
Nú segir fregn frá 21. þ. m., að hann
hafi veriö skotinn í Jekaterinborg 16.
maí, og önnur fregn segir, áð Bol-
sjevikar hafi gert eignir hans upp-
tækar.
Ferð um Skaftafellssýslu
1918.
Eftir G. Hjaltason.
8. Fögur fjöll og hlíðar. — Eitt
hié fegursta og merkilegasta fjall á
landinu þykir mjer Lómagnúpur.
flann er rjett vestan við Núpsvötnin.
líann sjest svo vel um alla Vestur-
sýsluna nema úr Mýrdalsbygðinni.
Hann er nú að vísuekkimjöghár (2500
let yfir sjó). En hann er nær stalla-
laust um 1800 feta hátt standberg að
sunnan, og vestan með brekkum og
skriðum undir, og er þvi hæsta stand-
bergið á landinu, og þó víöar sje
leitað; hvergi í Noregi man jeg eftir
jafnháu stallalausu standbergi. Vest-
an í honum og innan til sá jeg i vor
4 háa smáfossa, alla með mjög fögr-
um regnbogaböndum, sem ljómuðu
langt tilsýndar, hef jeg aldrei sjeð
fegri fossa-regnboga. — Þá eru Síðu-
f jöllin fögur, einkum þau neðstu, bæði
hjá Kirkjubæjarklaustri, Keldugnúpi
og Fossi. Sljettir og sharbrattir liamr-
ar, grænar brekkur undir, og fagrir
íossar i hamraskörðvtnum. Fannhvít
pg rauð klettafrú utan í hömrunúm,
blágresi í brekkunum, sljett tún og
engjar undir, og svo grashraun, sljett-
ur og ár nokkttð fjær, og alstaðar
endalaus hafsbrún í suðri, og jökla-
keisarinn i austri, ýmist skýkrýndur,
eöa albjartur við heiöbláan himinn,
eða rósfagur af kvöldroðanum. — Þá
er Landbrotiö. Þar eru einlægir af*
langir, en oftar þó toppmyndaðir hól-
ar nteð lautum í kolli, líkt og a sum-
um höttum, eöa þá eins og trekt, ettt
þeir því likir smá-eldfjöllttm utkoln-
ttðum og 'algrömtm. Þetta er falleg-
asta fjallaland í smámynd. Öræfa-
jökttll keisari og Lómagnúpur kong-
ur fjallanna blasa þaðan i einna fal-
legastri mynd. Þá eru fagrir gras-
brekkudalir við sjóinn i Vík, viö á
í Kerlingardal og við stöðuvatn hjá
Heiði i Mýrdal. Þá er Hjörleifs-
höfði og Pjetursey, hamra- og gras-
hrekkureyjar upp úr sandhöfunum,
sjást þær langar leiðir. — Þá eru Ör-
æfin sjálf, með himtm inndæht skóga-
og- fassahltðum Skaftafells og Svína-
fells, meö lindarbrekku og stallhamra
tilíðunum hjá Hofi, og lágu hamta-
beltunum með engjunum undir, hja
Fagurhólsmýri, með útsyninu þaðati
austur fyrir Hornafjörð og vestur á
Mýrdalsfjöll, út og suður að Ingólfs-
höfða og ttpp og norður um fann-
hvitan, glampandi, eða skýklæddan
Öræfajökul. — Þá er fagurt á Mýr-
um. Túnin á klappa- og hamraeyj-
um ttpp úr sljettlendinu milli anna.
Og í Nesjum snotrar og grösugar
hantrahæðir, líkar fjöllum og dölutn
í smástíl, nokkttð líkt og i Landbrot-
inu, en gígalaust, og svo Hornafjarð-
arfjallahringurinn kring um Mýrar
og Nes, samfastir jöklar, er senda
5—6 ntikla skriðjökla milli hárra
fjallatinda alveg ofan i bygð, og
fjallakeisarinn lengst i vestri situr
við sjóinn. — Fagurt er og i Lóni,
miklir tindar, og langt inn í land að
sjá; verður þess getið siðar, því þar
k.om jeg nú i fyrsta sinn. —
9. Grjótið fágæta. — Mörg eru mó-
bergsfjöll í sýslunni, og svo blágrýti
og annaað algent grjót, einnig lípa-
rítj einkunt austan til í henni. — En
þegar kemur austur fvrir Kvísker á
Breiðamerkttrsandi, þá fer maöttr að
sjá grádröfnótta og gljákornótta gab-
brósteina. Dólerit eða grágrýti er
stundttm líka grádröfnótt og gljá-
kornótt, en dröfnttr þess og korn eru
svo miklu smærri, að það er auðþekt
irá gabbrói. Biá- og grágrýtið i sand-
inum er einlitt að sjá, en gabbró-
hnöllungarnir þekkjast vel frá því,
af hestbaki, þeir ertt oft að sjá alveg
eins og ýmisleg egg, dökk eða ljós-
grádröfnátt, og gljákornin ertt svört,
grá, hvit og græn og stundum dökk-
fjólttblá; ekki hef jeg sjeð Ijósrauð
korn í gabbrói, en þau eru það í
graníti. — Grjót þetta er fastaberg
í Miðfelli og Geitafelli í Hornafirði
og fleiri fjöllum þar, eru þatt lægri
en hin fjöllin. Lika er það í Hornun-
iitn beggja megin við Lónið. Jeg sá
það í MiS- og Geitafelli, og er það
mjög ólíkt vanalegtt islensku bergi,
stalla- og stuðlalaust og lítið hrufótt,
fremur sljettar, hólmyndaðar klappir,
er mjög hart, litið um möl og lausa-
grjót i því, frernur gróðursælt. —
En hvernig ætli það væri nú til bygg-
inga? Utanlands er suiht gabbró haft
i ker og önnur listasmiði. — Granó-
fýr, sem dr. Þorvaldur kallaði framan
nf stórkornóttan líparít, likan granít,
en seinna hinu nafninu, sá jeg þar
evstra hingað og þangað, er miklu
likari líparíti en gabbrói.
10. Skógar, fásjeðar plöntur, tún og
tngjar. — í Mýrdal er skógarlaust.
Lítil kjarrvera í Hafursey. En aftur
er mikill skógur í Skaftártungu vest-
an yið fljótið, mest í Hrifunesi, nokk-
uð í Flögu og Hemru, og í „Giljun-
um“ austan við fljótið. Svo koma
skóglausar sveitir að heita má, þang-
að til í Fljótshverfi, þar er Núpstáða-
skógur; þar kom jeg ekki, en stórar
hríslur sá jeg þaðan. í Öræfunum eru^
mestu skógar Skaftafellssýslu: Bæj-
arstaðaskógur er stórvaxnastur; i
lionum eru 20—30 feta trje, bein eins
og fánastengur, er hann um 300
faðma langur og 100 faðma breiður.
En austur af honum inn með fjöllun-
um er Hálsskógur, hann er smávaxn-
ari, en miklu stærri utn sig og er i
vexti. Svo er skógur enn lengra inn
við jökla, er Miðfellsskógur heitir.
Svo þar suður og austur af kemur
Skaftafellsskógur, nær yfir mikið
svæði og liggur eins og skeifa kring-
um Skaftafellsfjöllin neðri, og er
sumstaðar all-stórvaxinn. — Tals-
verður skógur er og í Svinafelli og
-tór trje þar í giljum. Talsvert kjarr
cr og við Kvísker, og þar eru þyrni-
rósarunnar; er hún óvíða hjerlendis.
Var 1901 fundin á þrem stöðum ann-
arstaðar. í Suðursveit er nokkur
skógur í fjöllunum suðvestan við
Kálfafellsstaö, og mig minnir, víðar
þar. — í Hornafirði er smákjarr á
einum 3—4 bæjum upp við jöklana.
()g í Lóni á mörguni bæjum. En lítið
sá jeg alstaðar af víði og fjalldrapa.
Reynitré og hríslur eru hingað og
þangað í stærri skógunum, oft stór-
vaxin. Klettafrú er víða í hömrum ;
sá jeg hana á Siðu, i Fljótshverfi,
i Öræfum og Mýrum. ár öviða ann-
arstaðar á landinu. —öngótt blómstr-
aður ljósberi (Múkahettan) er i Mýr-
dal og Öræfum, undir Eyjafjöllum
og í Fljótshlíð og líklega víöar á land-
mu. — Er auðþektur frá almennum
Ujósbera og öllum íslenskum blómstr-
um á því, að krónublöðin, sem eru
5, fagurrósrauð, eru með 4 öngum
út úr sjer, svo hvert blað er líkt hendi
íneð 4 fingrum. — Stúfa er líka i
sýslunni, hefur bláan blómkoll, nokk-
uð líkan geldingahnapp eða fífli í
lögun. —- En sumar fagrar plontur
vantar nú þar, eins og annarstaðar
fr.á Lóni til Borgarfjarðar stóra, t.
d. þrilitu fjóluna, sem gerír svo marg-
ar norðlenskar brekkur rauðbláar, t.
d. i Langadal. — Flest tún í Vestur-
sýslunni eru sljett áf sjálfu sjer. En
'■ austursýslunni sá jeg rneira af þýfð-
um túnum, og var talsvert búið að
sljetta í þeim. — Engjar virtust mjer
víðast hvar vera freniur sljettar, er
allvíða veitt vatni á þær. Vötnin eyði-
leggja þær sumstaðar, en hafa aftur
aukið þær og annað graslendi sum-
staðar, t. d,- á Brunasandi; hann er
að gróa upp. Býlum hefur fjölgað þar.
Frjettir.
Tíðin hefur verið góð síðastl. viku,
cn of þurviðrasamt til þess að gróðri
færi fram aö mun, og lítur út fyrir
að þetta ár verði óvenjulegt gras-
leysisár.
Skipaferðir. Botnia koin frá Khöfn
2i. þ. m. og fer aftur í dag. — Gull-
toss er nú i New-York. — Sterling
kom úr strandferð í gær.
Dönsku nefndarmennirnir fóru
beimleiðis á Fálkanum kvöldið 18. þ.
m. og höfðu þar að skilnaði veitslu
fyrir íslensku ráðherrana og íselnsku
nefndarmennina. Fjöldi manna var á
Hafnarbakkanum, er skipið fór, og
kvaddi það landið með 17 fallbyssu-
skotum. Skrifarar dönsku nefndarinn-
ar fóru einnig út með Fálkanum, en
aðrir ekki. — Dönsku nefndarmenn-
irnir sendu, áður en þeir fóru, lands-
spítalasjóðnum hjer 1000 kr. gjöf.
Borgbjerg, einn af dönsku samn-
ingamönnunum, flutti hjer skömmu
áður en hann fór fróðlegt og fjörugt
erindi urn jafnaðarstefnuna og rakti
þar nokkuð sögu hennar og lýsti
starfi hennar og stefnu. En hann er,
eins og kunnugt er, aðalleiðtogi
danskra jafnaðarmanna og ritstjóri
höfuðmálgagns þeirra.
Gísli Sveinsson sýslumaður fór
hjeðan alfarinn austur til sýslu sinn-
ar að alþingi loknu, 19. þ. m.
Verkfræðingarnir G. Zoega, Kirk
og Ben. Jónasson eru nýlega komnirúr
ferðalagi um Norðurland. Hafa verið
þar kuldar i júnímánuði óvenjulegir
og grasvöxtur því litilf, en sjávarafli
hafði verið þar um tíma með allra
mesta móti. í sumar er gerð brú á
Hjeraðsvötn i Hegranesinu, bogabrú
hafnarstæði og fór norður á Mel-
rakkasljettu. B. J. hefur yefið að
mæla hafnarstæði í Flúnavatnssýslu.
Nýgift eni hjer i bænum Sveinn
Hallgrímsson bankagjaldkeri og frk.
Anna Þorgrimsdóttir. — Á Þingvöll-
um giftust fyrir nokkrum dögum
Helgi Bergs verslunarmaður og frk.
Elín Thorsteinsson, dóttir sjera J. Th.
prests þar. — Haraldur Sigurðsson
pianóleikari frá Kaldaðarnesi er ný-
giftur suður í Bæheimi þýskri söng-
konu, sem Dora Köcher heitir.
Embættaveitingar. Bæjarfógetaem-
bættið á Seyöisfirði er veitt Ara Arn-
alds Húnvetningasýslumanni, en
Skagafjarðarsýsla er veitt Kr. Linnet
kand. jur. — Sig. Nordal liefur verið
skipaður prófessor i norrænu við Há-
skóla íslands í stað B. M. Olsens,
Sigfús Blöndal bókavörður fer, eins
cg áður er skýrt frá, utan með Botníu
• dag, og var hann kvaddur með sam-
sæti, sem Reykjavikurdeild Norræna
stúdentasambandsins gekst fyrir. Eu .
S. B. hefur staríað mikiö í þeim fje-
lagsskap og var einn aðalhvatamaö-
ur þess, að hann fluttist einnig hingað
til lands, en hann vinnur að „andlegri
og fjelagslegri einingu Norðurlanda“
og er nú allöflugur. —- í samsætinu
voru rnargar ræður fluttar og sungið
3 milli. Aðalræðuna flutti prófessor
Ág. H. Bjarnason fyrir minni heið-
ursgestsins, og sömul. mintist pró*
íessor Guöm. Finnbogason starfs
hans, en heiðursgesturinn svaraði.
Holger Wiehe docent talaði fyrir Is-
landi, Halldór Jónasson cand. phil.
fyrir minni Danmerkur, Sveinn Sig-
urðsson cand. theol. fyrir minni Nor-
egs, Ásg. Ásgeirsson cand. theol.
minni Svíþjóðar, Björrf Oddsson stud.
theol. minni Finnlands og Steindór
Guðmundsson cand. theol. fyrir nor-
rænni samvinnu. í samsætislok var
heiðursgestinum fylgt heim og
dönsku sendinefndirpii, sem þá var
nýfarin um kvöldið, sent svohljóðandi
loftskeyti um leið:
„Norræna stúedntasambandið í
Reykjavik, sem heldur nú samkvæmi,
sendir hinum dönsku 'nefndarmönn-
um úr samninganefndinni viröingar-
fylstar kveðjur og þakklæti. — Lifi
Danmörk ! — Lifi Norðurlönd!
Samkvæmisnefndin.“
Næsta dag kom þráðlaust svar-
skeyti á þessa leið til formanns sam-
bandsins Steinþórs Guðmundssonar:
,„Dönsku nefndarmennirnirsendaNor-
ræna stúdentasambandinu kveðju sína
og þakklæti. Þeir vona að norræn
samvinna afli sjer margra fylgis-
manna á íslandi. — Lifi ísland!
Hage.“
„Frances Hyde“ strandar. Skipið
kom fyrir nokkrum clögum frá Eng-
landi til Fáskrúðsfjaröar, fermt salti
til landsstjórnarinnar, en hjelt svo til
Seyðisfjarðar. Þar lenti það upp kl.
10 síðastl. mánud.kvold og segir í
fregn hingað til eigenda þess, O.
Johnsons konsúls og ÓI. Davíðsson*
ar útg.manns, að það hafi lent upp
í marbakka, er sje mjúkur sandur, og
muni nást út aftur. Orsökin sje að
bjöllustrengur frá stjórnpalli til vjel-
arrúms hafi bilað og skipiö því ekki
látið að stjórn. Skemdir hafi engar
orðið á því.
Skipið kom með allniikinn póst frá
Englandi, sem það setti í land á Fá-
skrúðsfirði, og er hann nú kominn
hingað með „Sterling“.
Frá útlöndum komu með „Botníu’*
um 60 farþegar, þar á meðal Kl. Jóns-
son fyrv. landritari, Matth. Þórðar-
son frá Móum, sem nú er búsettur í
Khöfn og ætlar að dvelja hjer heima
um hríð, Rich. Thors framkv.stjóri og
frú hans, O. Gíslason lögmaður og
frú hans, frú Stefanía Guðmunds-
cóttir leikkona, P. Hjaltested úrsm.,
Matth. Matthíasson kaupm., norski
fossaverkfræðingurinn Sætersmoen,
danskur blaðamaður, Helge Vellejus
ritstjóri, er ætlar að feröast hjer fyrir
ýms ,dönsk blöð.
Inflúensu-veikin er að gera vart við
sig til og frá í bænum. Farþegarnir
á „Botníu“ veiktust allir á leiðinni
hingað, en veikin er væg á öllum enn.
Frá Khöfn er sítnað, að þar breiðist
veikin meir og meir út.
Kóleran. Sítnfregnir segja, að fleiri
hafi veikst af henni í Stokkhólmi en
um var getið í síðasta tbl. -
Skipstjóraskifti. Júl. Júliníusson á
i.ú að taka við stjórn á Willemoes inn-
an skams, en við stjórn á „Borg“
hefur tekið í hans stað Pjetur Björns-
son áður 1. stýrim. á „Gullfossi".
„Þjóðólfur“. Sig. Guðmundsson
magister er nú að hætta við ritstjórn
hans, en við tekur Magnús Björnsson
cand. phil.
Kl. Jónsson fyrv. landritari kom
með ,,Botníu“ um daginn, en fer aft-
ur með henni út í dag. Það er ekki
rjett, sem áður hefur verið sagt hjer
í blaöinu, að hann sje orðinn for-
maður fossafjelagsins „Titan“, og
ekki heldiir að hann hafi hjá fjelag-
inu þau laun, sem þar voru nefnd,
en hann er í stjórn þess.
127
Fossanefndin fer til útlanda með
Botníu i dag og ætlar aö skoða afl-
stöðvar við fossa í Noregi o^'Svíþjóö.
Einn nefndarmanna, Jón Þorláksson
vcrkfræðingur, er staddur i Khöfi*
Seld verslun. örum & Wulffs versl-
utt á Þórshöfn á Langanesi er seld.
Kaupendur eru Jón Björnsson versl-
unarstj. og Jóh. Tryggvason verslun-
arm. á Þórshöfn.
Aðalfundur íslandsbanka var hald-
inn t. júlí Formaður fulltrúaráðsins,
J ón Magnússon forsætisráðherra, setti
fundinn. Fundarstjóri var kosinn
Eggert Brient yfirdómari. Atkvæða-
miðar höfðu verið gefnir út fyrir 6203
atkvæðum. —Þetta var gert: 1) For-
sætisráðh. skýrði fyrir hönd fulltrúa-
ráðsins frá starfsemi bankans síðastl.
ár og las upp skýrslu fulltrúaráðsins
hjer aö lútandi. 2) Lagður fram
reikningur áriö 1917. Tillögur um
skiftingu arðsins, eins og þær eru
prentaðar í reikningnum samþyktat
í einu hljóði. 3) Bankastjórn gefin
kvittun fyrir reikningsskilum meö
öllum greiddum atkvæðum. 4. P. O.
A. Andersen Statsgjældsdirektör, sem
ganga átti úr fulltrúaráðinu, var end-
urkosinn með öllum greiddum at-
kvæðum. 5. Háyfirdómari Kristján
Jónsson endurkosinn sem endurskoð-
unarmaður af hulthafa hálfu. 6) Rætt
var um seðlaútgáfurjett bankans.
Kom öllum saman um, að hann væri
allsendis ófullnægjandi til að full-
nægja viðskiítaþörfinni, og að úr
þessu yrði að bæta. Skoraði fundur-
inn á landsstjórnina að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til aukningar á
seðlaútgáfurjettinum eftir því sem
viðskiftaþörfin krefur. — Banka-
stjórn jafnframt gefið samningaum-
boð í þessu efni. 7) Rætt var um
aukning á hlutafje bankans, sam-
kværnt áðurgefinni heimild í því
efni.
„Óðinn“. I aprílblaði hans eru
myndir af Eggerti M. Vatnsdal, setrt
dainn er fyrir nokkrtt i Vesturheimi,
og konu hans, Soffíu Friðriksdóttur,
og hefur sjera Matth. Jochumsson
skrifað um þau. Ennfrenntr myndir
aí Þórði sál. Jónssyni á Laugabóli
og konu hans, Höllu Eyjólfsdóttur
skáldkontt, og hefur sjera Páll Ólafs-
son skrifað urn þau. Kvæði eru þar
eftir Guðm. Guðmundsson, Sigurjón
Friðjónsson og Sig. Kristófer Pjet-
ursson, grein um Dulspekissetur, eftir
.Sig. Kristófer Pjetursson, og önnur
um Nisbet lækni frá ísafirði, eftir
A. F. B.
í maíblaðinu er mynd af Sigttrði
Jónssyni ráðherra, dr. Alex. Jóhatin-
essyni, með grein eftir Jak. J. Smára,
og Jóni sál. Kjartanssyni, með grein
eftir Sig. Sigurðsson kennara á Hól-
rm. 5 kvæði eru þar eftir Sigttrj. Frið-
jónsson, stökur og kvæði eftir Hall-
gr. Jónsson, a. b. og Fnjósk og „Krít-
armolinn“, æfintýri eftir Hallgr. Jóns*
son.
í júlibl. er mynd af Guttormi J.
Guttormssyni skáldi i Nýja-íslandi,
4 kvæði eftir hann og leikrit í ein-
um þætti, sem heitir „Spegillinn“.
Myndir af Benedikt G. Waage sund-
kappa og Hjálmari sál. Helgasyni frá
Grenjaðarstað. Vísur eftir Fnjósk.
Tvö lög fylgja blöðunum, annað
eftir Holger Wiehe docent við „ís-
landsfjöll“ eftir Stgr. Thorsteinsson,
en hitt eftir ísólf Pálsson við „Lóan
er komiiT eftir Pál Ólafsson.
SSHSHHBSHBIf
Járrbraut er nauðsynleg.
Jeg hef veriS einn af þeim mörgtt,
sem hafa haft þá skoðun, að svo
franit sem ísland gæti talist til að
eiga nokkra siðmenningar- og fram-
fara-framlíð fyrir sjer, þá yrði það
sem allra lyrst að komast úr þús-
und ára samgöngukyrstöðunni.
Til eru að vísu nteun, sem halda
því fram, að við sjeum búnir að fá
stórbættar samgöngur á sjó og landi,
og skoða ógreiða og illa lagða vega-
spotta og tvíhjóluðu mykjukerrurnar
sem stóraukin samgaungu-tæki.
Jeg neita því ekki, að þetta er
skárra en hitt, þegar allir flutningar
urðu að gerast með reiðingshestum
og á ólögðum vegum, og vel get jeg
skilið, að þeim, sem notuðu þau flutn-
ingatæki um langan tírna en hafa
nú tekið upp kerruflutningsaðferðina,