Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.09.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.09.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTX ______________________________ LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. ara Schevings, að ógleymdum Páli stúdent Pálssyni, sem mörgum ár- um saman vann kauplaust að inn- bindingu handrita safnsins, og af erlendum stofnunum og mönnum skulu að eins nefnd nokkur nöfn af mörgum svo sem Rafn, Brock- haus í Leipzig, Eug. Diederichs bók- sali í Jena, yfirbókavörður Rúd- qvist í Stokkhólmi o. fl., sem gaf safninu á 2 árum á 6. hundrað ágætra sænskra ritverka, konung- lega bókasafnið í Kaupmannahöfn, sem samkvæmt gefnu fyrirheiti gaf safninu svo þúsundum skifti af tvítökum frá sjer, enn fremur Handbókasafn konungs, Friðriks- háskólinn í Kristjaníu, norska stjórnin, ýmsir enskir, skotskir og franskir menn, hæstarjettar- assesor A. F. Krieger, sem um langan aldur gaf safninu bæk- ur svo þúsundum skifti. þá verð jeg sjerstaklega að nefna bóksala W. Nygaard i Kristjaníu, eiganda hinnar góðkunnu bókaverslunar Aschehoug & Co., sem hefur sýnt safninu þá stöku rausn að gefa því forlagsbækur sínar nú í mörg ár og enn heldur uppteknum hætti, og einnig hið danska bóksalafje- lag, scm gefur safninu þær for- lagsbækur sínar á ári hverju, sem það óskar að fá, og síðast en ekki síst íslandsvininn góða, Ame- rikumanninn próf. Willard Fiske, sem gaf safninu hið mikJa skák- ritasafn sitt í 1200 bindum, auk ágætrar dánargjafar. Fyrir allar þessar gjafir þakka jeg innilega fyrir safnsins liönd og bið erlenda hjerverandi ræðismenn að með- taka þessar þakkir mínar fyrir hönd þjóða sinna. pá skal jeg að síðustu þakka ráðaneytisnefnd þeirri fyrir bóka- kaup og handrita, sem sett var með lögum um stjórn Landsbóka- safnsins 1907, fyrir alla mjer veitta aðstoð, svo og fyrverandi og nú- verandi samverkamönnum mínum við dagleg störf safnsins. pað eru nú brátt 23 ár, síðan jeg kom að þessu safni og gleður mig það, að á þessum árum hefur safnið tvöfaldast að bindatölu og er nú yfir 100 þús. bindi — liklega stærsta þjóðbókasafn álfunnar í hlutfalli við fólksfjöldann, þótt lítið sje — enda fer vel á því um þessa smáþjóð, sem í meira en 1000 ár hefur barist við einstæðings- skap, eld og ís, fátækt, stundum örbirgð og volæði og verið þrá- sinnis dauða nær af ósamlyndi, drepsóttum og liallæri og þó aldrei með öllu mist pennann úr hend- inni nje fróðleiksfýstina úr sálinni. — píi hefur safnið á þessum tíma eignast hús yfir sig,er það nú verð- ur að eiga út af fyrir sig, v e r ð u r að segja upp leigjendum sínum sem allra fyrst, því undir því er komið, að spjaldskráin, þriðja framfarasporið, komi að lialdi. pá liafa enn á þessu tímabili marg- faldast útlán bóka bæði á lestrar- sal og út úr húsinu. Og að síðustu liafa launakjör starfsmanna þess skánað, þótt enn sjeu þau óhæfi- leg. J>að er einn maður, einn af mestu snillingum 18. og 19. aldar, sem á afmælisdag í dag, Johann Wolfang Goethe. Mjer koma nú í hug tvær setningar eftir hann. Önnur er sú, a*ð takmörkun sje alt. Hún er reyndar alls ekki ný. setn- ingin sú, hún er bæði ný og göm- ul og þarf eilíflega að endurtakast fyrir mannkyninu, það cr grísku setningin: méden ágan, ekkert um of,eða latnesku orðin:aurea medio- critas, hóf er best í hverjum hlut. Hin setningGoethes er sú,aðGrikki hafi dreymt fegurst lífsins draum. Hvernig hefur oss íslendingum tekist takmörkunin og Jivernig hefur oss dreymt Jífsins draum um þúsund ár? Oss fór sem Fom- Grikkjum, gáfuðustu þjóð verald- arinnar, sem einnig var smáþjóð, >jækiu'= Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Quðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Quðm. Quðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb kr. 7,00 og kr. 1 i,oo. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,00. • > Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverelun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. þótt stærri væri en vjer; takmörk- unin, hófið varð vandratað og van- stilling og siðleysi einstaklinganna tókst að lokum að kollvarpa frelsi þjóðarheildarinnar á 13. öld, en oss hefur einnig sem Grikki dreymt fagurlega vordrauma lifs vors, því vísindalegar og skáldleg- ar hugsanir munu jafnan fagrar taldar, þótt fleira sje h o 1 t í líf- inu en þær. Sá draumur varð við- lika gamall og frelsi vort. Svo sofn- uðum vjer „viðjum reyrðir“ og sváfum sex aldir. Ekki þó draum- laust með öllu, því að oftast var einhver íslendingur uppi á þessu tímabili, sem dreymdi vel og fjör- kippirnir í líkamanum við og við sýndu, að þjóðin var ekki alger- lega sofnuð svefninunl langa. Á 19. öld fór aftur að birta og nú virð- ist vera að renna upp svo heiðskír frelsisdagur fyrir þjóðina, að hún hafi aldrei verið frjálsari. En minnumst þá frelsis vors til forna og látum víti þess oss að varnaði verða. Minnumst þess, að frelsi er tvieggjað sverð, þar sem önnur eggin veit að sverðberanum sjálf- um, að frelsið er í höndum fá- fræðinnar, heimskunnar, eigin- girninnar og vonskunnar sem vopn í höndum óðs manns og að frelsið á engan verri óvin en sínar eigin öfgar. Trúum á guð, því trú- in er von, sem nærir og glæðir, en alt visnar í vonleysinu; elskum þekkingu, því hún greiðir sannleik- anum götu, en sannleikurinn mun gera oss frjálsa. Og svo að síðustu: pú. drottinn minn og guð minn, þú sem hefur sólina fyrir boðbera í myrkum mannheimum, sem glóir í hverj- um daggardropa, glitrar í hverju tári og skín í hvcrri fagurri hugs- un, þjer fel jeg þessa dýrustu stofnun lands vors — jeg segi dýr- ustu,því bækur lifa,þótt menndeyi, því miður, einnig þær, sem hafa að geyma verstu hugsanir vondra manna — þjer fel jeg hana um næstu 100 ár og óbornar aldir og óska og vona, að hún megi blómg- ast landi og' lýð til ævaxandi bless- unar og ununar. Alþingfi. pað var sett, eins og ákveðið var 2. þ. m. Var fyrst gcngið til kirkju og prjedikaði biskupinn dr. Jón Helgason. Leit hann meðal annars nokkuð yfir sögu þjóðar- innar á umliðnum öldum, einangr- un og óáran inn á við og óstjórn og þröngsýni utan að, sem valfhð hefði lilfúð og skilningsskorti milli sambandsþjóðanná. Síðan mintist hann á frelsis- og endurreisnar- baráttu þjóðarinnar á siðustu mannsöldrum og þann langþráða og heillaríka endi, sem hún mundi nú hljóta með nýju samningunum, sem báðum aðiljum væru til hags' og heilla um leið og þeir veittu ís- landi fulla viðurkenningu frelsis síns. Vonaði hann að þeir yrðu grundvöllur nýrrar og heilbrigðr- ar, skilningsríkrar samúðar og samvinnu milli ríkjanna, sem báð- um yrði til gagus og til eflingar andlegum og verklegum framför- um og vakandi þjóðaþroska. — Ræðan mun verða gefin út sjer- staklega. Úr kirkjunni var gengið í þing- húsið og fór þar fram hin venju- lega þingsetningarathöfn og voru kosnir forsetar og aðrir starfs- menn þeir sömu og í fyrra. Undir eins seinni hluta sama dags hófust í neðri deild umræð- ur um samningana og stóðu fram undir miðnætti. Enginn varð þó til að andmæla samningunum nema Ren. Sveinsson, og þó að eins nokkrum atriðum, aðallega ákvæð- unum um þegnrjettinn og upp- sagnarskilyrðin. J?ótti mönnum á- rásin að vonum veik og vanmátta og kom þar ekkert nýtt fram, sem ekki hafði áður verið þaulhugsað og rætt og nú hrakið aftur ræki- lega af forsætisráðherra og nefnd- armönnunum Einari Arnórssyni og Bjarna frá Vogi. Um uppsagn- arskilmálana og atkvæðafjöldann sem þyrfti til að upphefja samn- ingana eftir 25 ár, ef íslendingar vildu, var bent á, að greiða mætti atkvæði í heimahúsum og safna þeim siðan saman, og gætu þá allir greitt atkvæði. En það var ein meginmótbáran, að eins margir kjósendur og gert væri ráð fyrir í samningunum gætu aldrei greitt atkvæði. — Bjarni frá Vogi mint- ist meðal annars á afstöðu sjálf- stæðismannanna gömlu og upp- kastsandstæðinganna við samning- ana. Hvað hann sjálfsagt að þeir gætu allir fylgt þeim, þar eð með þeim væri fullnægt ströngustu kröfum þeirra og með þeim rætl- ust djörfustu draumar þeirra. Gísli Sveinsson bar líka saman nýja sáttmálann og frumvarpið, þar sem sjálfstæðismenn, og þar á meðal Ben. Sv. sjálfur, settu fram kröfur sinar 1909, og sýndi fram á að nýju samningarnir væru betri en það frumvarp. Málinu var síðan vísað til full- veldisnefnda og verður enn á ný rækilega athugað þar. Virðist þá sem það ætti að vera nægilega gagnrýnt, svo að ekki þurfi að eyða miklum tíma njc fje landsins í árangurslaust skraf, sem engri nýrri birtu bregður yfir málið, þó sjálfsagt sje að vísu, að þær ein- ustu tvær bergmálslausu raddir, sem hreyfa vilja mótmælum, fái að láta til sín heyra. Stríðid. Hermenn Bandaríkjanna í Frakklandi. Til jafnaðar koma nú á hverri viku til Frakklands frá Bandaríkj- unum 75 þús. hermenn. J?eim er öllum skipað i land á sama stað og síðan dreifast þeir i flokkum út um nágrennið og eru þar við* æf- ingarj þangað til þeim er teflt fram á sjálfar vígstöðvarnar. — J?að má nú nærri geta, að ekki muni bera lítið á þessum manngrúa í þeim sveitum Frakklands, sem móti honum taka. Hjer á eftir fer stutt- ur útdráttur úr grein, sem iýsir sambúð Frakka og Ameríkumanna þarna. J?að er að sjálfsögðu tekið mjög vel á móti amerísku hermönnun- um í Frakklandi. E11 fæstir af þeim skilja frönsku, er þeir koma i land, og svcitafólkið, sem fyrir er, skilur ekki heldur þeirra mál, enskuna. Úr viðræðum verður því lítið öðru- visi en með bendingum. En samt er sagt að koma amerísku her- mannanna veki kæti í sveitaþorp- unura. Og þeir koma þarna inn í nýan heim, gerólíkan að útliti og siðum átthögum þeirra vestan við liafið. par er alt með nýtískusniði,. hús, vegir og verkfæri, en hjer er alt gamaldags. í þessum sveitum Frakklands eru mðrg eldgömul þorp mcð einkennilegum húsum, sem bygð eru úr dökkgráum, eða nærri svörtum, steini. Glugga- kisturnar eru bogamyndaðar að ofan og boginn krappur. Götur þorpanna eru mjóar og krókóttar, kirkjurnar víða gamlar og komnar að falli. í stofiun bændanna eru skápar og skatthol í gömlum stíl, og á borðunum diskar og bollar ólíkir því, sem Ameríkumennirnir hafa nokkru sinni áður sjeð. Alt þetta dregur að sjer athygli þeirra og þeir skoða og skoða. — En heimafólkið starir líka mikið á þá. pcgar þeir ganga til æfinganna í löngum röðum, tveir og tveir sam- hliða, kemur hcimafólkið út í dyr og glugga meðan þeir fara fram hjá. Miðdagsmatur hermannanna 1 er soðinn í stóru tjaldi á lorgi 1 þorpsins. J?angað ganga þeir í röð- um, eins og til æfinga, tveir og tveir samhliða. Hver maður hefur með sjer tindisk, skeið og gaffal og tinkrús, og við tjaldið fær liver sinn afmælda skamt. í krúsina er helt blöndu af kaffi og mjólk. Ann- ar drykkur er ekki veittur. Sykur, niðursoðin mjólk, kjöt og flesk, er flutt frá Ameríku. Kjötsúpa er oft til matar og oft nautastcik.' Stund- um kartöflur og syltaðar perur eða epli. Hermennirnir fá daglega 3 máltíðir. Meðan þeir borða fá þeir sjer sæti á gangstjettunum, eða á vögnum og grindum í nándinni. pegar miðdagsmáltíðinni er lokið, hafa hermennirnir fri til kvölds. pá fat*a margir þeirra með spor- vögnum til næsta þorps og er þá ekki skeytt um, þótt upp í vagn- ana hópist í einu miklu fleiri menn en lögin leyfa. Á torgum hinna stærri bæja á þessu svæði ægir saman á kvöldin, eftir að frítiminn byrjar, mönnum frá öllum heims- ins álfum, svo að bæjarlífið verður mjög fjölbreytilegt yfir að líla. Á sunnudögum leika hljóðfæraflokk- ar ameríska hersins á frönsku þorpanna, og Frakkar og Bandarikjamenn læra hverir ann- ara lög og söngva. Ein algeng söng- vísa, sem fæðst hefur þarna, er svohljóðandi: „Langt er tii Berlín, lagsi, en sækisf^samt. Onkel Sam fylgir yfir Rínfljót.“ i Bandaríkjamenn hafa komið upp mjög fullkomnum sjúkrahús- um til og frá, og hafa fengið stór veitingahús til umráða í því skyni. Starfar þar eingöngu fólk frá Ame- ríku. IJndirbúningur konungsvals í Finnlandi. Svinhufud-stjórnin hefur sótt mjög fast, að fá það ákveðið, að Finnland skyldi verða konungsriki, og að undirbúningur til konungs- vals fari fram sem fyrst. Og hún hefur komið sínu máli fram í þing- inu, eins og áður hefur verið frá sagt. En hart stríð stóð þar um málið. þegar stjórn Finna og þing lýsti landið sjálfstætt rfjd, 4. dcs. 1917, kom engum annað til hugar en að landið yrði lýðveldi. En nú hafa htigir manna snúist svo, að mikill meirí hluti kýs heldur kon- ‘ungsstjórn. ]?cssu hefur borgara- styrjöldin mikla valdið. Finskur rithöfundur, Werner Söderhielm prófessor, hefur skrifað greinar í „Svenska Dagbladet“ til skýringar á þessu. Hann minnir fyrst og fremst á ummæli Mannerheims hershöfðingja, er hann hjelt inn- reið sína í Helsingforzt 16. maí í vor og svaraði þakkarávörpunum og heillaóskunum til hins sigrandi hers. Hann sagði, og lagði áherslu á það, að sú skoðun væri föst og óbifanleg innan hersins, að landið yrðiað fá kröftugastjórn til þessað leiða það verk til lykta, setn byrjað hcfði verið á vígvöllunum og gæf- an hefði stutt þar. Hann nefndi ekki konungsstjórn, en allir skildu þá þegar orð hans svo sem þau stefndu í þá áttina, segir prófessor W. S. það var cins og sá skilning- ur lægi þá í loftinu, að ekki væri hægt að tala um ki’öftuga stjóx’n í sambandi við lýðveldisfyrir- komulag. Höfuðborgin var ný- frelsuð úr höndum uppreisnar- liðsins og allur suðurhluti lands- ins. petta hafði tekist með hjálp frá þjóðverjuin. Og Rússar voru reknir burtu úr landinu mcð þcirra hjálp. par var krafturinn, sýndist mönnum. petta hafi mikil áhrif á hugsunarháttinn. En mestu áhrifin hafði þó reynslan, sem fengin var af ástandinu í landinu meðan á borgarastyrjöldinni stóð. Menn vantreystu sjer beinlínis til þess að geta staðist án utanaðkomandi hjálpar. Einnig meðal þeirra manna, sem ljetu sjer annast xim að halda öllum afturhaldsöflum sem mest niðri, voru nú miklar | efasemdir vaknaðar gegn þeim | hættum, -sem gætu verið því sam- , fara að halda út i öldurót hins nýja ( tíma án þeirrar seglfestu, er sterkt 1 stjórnarvald eitt mætti veita. komu, gxit ckki veitt þessa nauð- synlegu festu. Og menn virtust samdóma um það, að enginn mað- ur væri til í landinu, sem í forseta- stöðu mundi geta náð trausti allra flokka, eða væri yfir höfuð þeim hæfileikum gæddur, scm nauðsyn- legir væru, segir W. S. Svinhufvud licfði aldrei látið tilleiðast, að laka það hiutverk að sjer, bælir hann við, og Stáhlberg prófessor, for- ingi lýðveldisflokksins, hefur hing- að til, þrátt fyrir dugnað sinn og hæfileika, altaf fremur orðið til þess að vekja sundrung en samtök. Og hitt var ekki fýsilegt, að taka forseta ur landbúnaðarflokknum, sem nú er þó i vexti og líklegur til að ráða miklu í þinginu framvegis. Mönnum sýndist konungsvaldið líldegast til þess xið skapa það, sem nienn fundu sárast til vöntunar á: ró og borgarafrið í landinu, virð- ingu fyrir lögunum, — að menn vildu taka á sig skyldur fyrir þjóð- fjelag sitl og fyndu til ábyrgðar í öllu starfi fyrir það. — Að nokkr- um manni, sem óskað hefur kon- ungsstjórnar, hafi þar með komið í hug endurreisn einveldis, eins og stundum hefur kveðið við frá mót- stöðumannanna hálfu, það nær ekki nokkurri átt. Afstaðan til Rxisslands er cnn aðalatriðið, segir próf. W. S„ hætlan á þvi, að lenda á ný undir yfirráðum þaðan, aðalhættan. Og þessari hættu getur Finnland ekki varist af eigin mætti. Gegn henni varð að leita styrktar hjá sterkai’a veldi og þa að halla sjer að þvi, Og asfæðurnar voru nú þannig, að um annað veldi gat ekki verið að lala til verndar og styrktar Finn- landi en þýskaland. Finnar hafa ekki hlaupið yfir til pjóðverja, segir W. S., en Finnland hefur hefur jiáð frelsi fyrir þeirra til- verknað, og viðurkenning þess, að svo sje, hlýtur að ráða utanríkis- stjórnmálastefnu Finna framvegis, °g hka að hafa mikil áhrif, er til kommgsvalsins kemur. pánnig lítur próf. W. S. á málið, og hann segir að sama álit hafi fjöldi þeirra manna í landinu, er áður hafi talist ’ Hryggileg reynsla var fengin fyr- torgum i ir þvi, að þjóðin sjálf, komandi fram í illa valinni þingfulltrúasam- U i >

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.