Lögrétta - 04.09.1918, Blaðsíða 3
LÖGRjETTA
f'SÍ
meðal hinna frjálslyndustu. En
þeir hafa á eugan hátt brugðist
eldri ^skoðunum sínum, þótt þeir
talci nú konungsstjórn fram yfir
lýðveldi og kjósi það stjórnarfyrir-
komulag heldur fyrir land sitt.
Eins og áður er um getið, var
þetta mál til lykta leitt í finska
þinginu snemma í ágúst í sumar,
eftir harðar deilur. Konungsstjórn-
arfyrirkomulagið sigraði að lokum
með 52 atkv. gegn 44. En af at-
kvæðagreiðslum, sem á undan
voru gengnar, virðist þó.sem fylgið
liafi í raun og veru yerið talsvert
meira, því ágreiningur var lika um
það, hve mikið ætti að flýta úr-
slitum málsins, og aðferð sú, sem
liöfð var til þess að knýja þau þeg-
ar fram, fjekk minna fylgi en
málið sjálft. — pess liefur enn ekki
verið getið í fregnskeytum hingað,
livenær konungsvalið eigi að fara
fram í finska þinginu. En það mun
eiga að verða mjög bráðlega.
Síðustu fregnir.
Fregnskeytin segja daglega frá
orustum á vesturvigstöðvunum.
pjóðverjar halda þar enn undan,
cn þó með hægð. Orustusvæðið er
frá stöðvunum við Aisne, skamt
frá Soissons, og þaðan norðvestur
cftir til Aillette, um Noyon, er
Frakkar «ú hafa tekið, og vestur
undir Alíjert, en þaðan hafa pjóð-
vcrjar nýlega hörfað, og svo á
svæðinu norður frá Albert lil
Arras. Fyrir norðan Arras er ekki
gctið um bardaga nú í þessari síð-
ustu hi’inu, og ekki fyrir austan
Soissons. Horfurnar hafa yfir höf-
uð ekkert breytst næstundanfarna
viku.
Um miðjan ágúst áttu keisarár
miðveldanna og helstu stjörn-
málaforingjar fund á herstjórnai'-
stöðvunum að vestanverðu. Aðal-
fundarefnið var sagt, að ræða um
mál Austur-Evrópu, þau sem enn
eru óleyst, Póllands, Lithanens,
Eystrasaltslandanna, Finnlands og
Ukraine, og urn afstöðu þessara
landa og nxiðveldanna lil Rúss-
lands. í þýskum blöðum komu um
það leyti unnnæli, er sögðu það á
engan hátt vei’a markmið pjóð-
verja og' Austurríkismanna með
friðargerðinni við Rússa, að
sundra Rússlandi. Ef Ukraine og
aði'ir landshlutar, sem nú hafa í'of-
ið sambandið við Rússland, vilja
síðar ganga í samband við það á
ný, þá sje það ekki ætlun pjóðverja
að leggja liindranir í veg' fyrir að
svo gæti orðið. pað var þá uppi
umtal um, að Ukraine yrði kon-
ungsriki og að Wilhelm erkiher-
togi frá Austuri'íki tæki þar við
konungdómi. Hann er ungur mað-
ur, fæddur í Polu 1895, en hefur
dvalið i Ukraine alllengi og er
sagður vinsæll þar. Stjórn Skoro-
padiskis, sem nú situr að völdum í
Ukraine, er sögð mjög undir hand-
leiðslu hinnar þýsku herstjórnar
þar í landinu, enda mundi land-
stjórnin án íhlutunar hervaldsins
ekki ráða við neitt. Fyi'ri hluta á-
gústmánaðar var verkfall nxeðal
járnbrautastarfsmanna um alt
land, og ætluðu sumir forgangs-
mennirnir að gera úr því almenna
uppreisn, en verkfallið var heft
með milligöngu hersins.
Meðal þcirra mála, sem enn eru
óleyst þarna austur frá, er Dob-
rudsjamálið. Hjeraðið Dobrudsja
stendur mi undir stjórn miðveld-
anna sameiginlega. Búlgai'ía átti
að fá það við friðargei’ðina milli
Rúmcníu og miðvcldanna, en
Tyrkir vildu þá fá einhverjar íviln-
anir frá Búlgara hálfu þar í móti,
og fjekst þetta ekki jafnað^ þegar
i stað, en því var skotið á frest.
pjóðverjar voru beggja vinir og
vildu ekki skera úr málinu gagn-
stætt kröfum annars hvors. Síðan
hafa gengið sögur um, að Búl-
garía mundi ekki sækja fast að fá
Dobrudsja. Hugsunin hjá stjórn
Búlgaríu hvíli miklu fastar við það,
að koma að lokum ár sinni sem
best fyrir borð suður við Grikk-
landshafið,, bola Grikkjum þar
scm mest frá yfirráðum norður á
bóginn en seilast sjálf sem lengst
suður á við.
Fyrir skömmu var þess getið, að
fyrv. innanríkisráðherra Frakka,
Malvay, hefði verið dæmdur í 5 ára
útlegð. Eftir þvi sem sjeð verður
i síðustu útl. blöðum, hefur ekk-
ert sannast á hann af því sem á
hann var boi’ið, heldur að eins það,
að hann hafi stutt fjelagsskap
manna, er koma vildu friði á. í á-
kærunni var honum m. a. gefið að
sök, að hann hefði gefið pjóðverj-
um vísbendingu um fyrirhugaða
sókn Frakka hjá Chemin des Da-
mes 16. apríl 1917. Máli var reist
af Clemenreau seint i júlí i fyri'a
og hefur staðið vfir fult ár. Cail-
leaux-málið, sem er náskylt þessu
máli, er enn óútkljáð.
nokkrir farþegar aðrir, þar á með-
al Grímur Jónsson cand. theol. frá
ísafirði. Síðan fór Fálkinn áleiðis
til Færeyja vestur og norður um
land með póst. 29. þ. m. kom
skonnortan Frigg með kolafarm
til Kol og Salt. — 30. f. m. kom
Borg frá Englandi líka aðallega
með kol.— Sterling kom úr hring-
ferð 1. þ. m. og flutti hingað norð-
an- og austanþingmenn og fjölda
annara farþega, og fer hjeðan aft-
ur um næstu helgi.
Leiðrjetting. f afmælissöngvmn
Landsbókasafnsins er prentvilla í III.
kafla 2. er. 8. vo.: frá fyrir hjá.
í frásögninni' um aldarafmæli
Landsbókasafnsins í síðasta blaSi var
þaS einnig missögn að Ragnar E.
Kvaran heföi sungið þar einsöng, það
var hr. Einar Viðar.
Til sölix.
% hlutar úr f o s s i n u m Reykjafossi í Varmá i Ölfushreppi
ásamt hjáliggjandi lóðarspildu, að stæi'ð 4260 fer. faðmar, er til
sölu, ef viðunandi tilboð fæst. — Lysthafendur sendi t i 1 b o ð til
undirritaðs oddvita sýslunefndar Árnessýslu.
Ski'ifstofu Árnessýslu, 8. ágúst 1918.
B. Brynjólfsson,
settur.
„Víking“-skilvindan
hefur hlotið lof þeii'ra manna. er reynt hafa. Skilur 120 og 220 litra
Frjettir.
Einar H. Kvaran skáld og kona
hans eru nýkomin úr ferðalagi um
Norður- og Austurland.
á klukkustund. Verð 150 og 250 krónur.
Fæst hjá
Fossanefndin kom, eins og áður
hefur verið skýrt frá, heim aftur
með Botníu. Frá Kaupmannahöfn
fór hún fyi'st lil Trollháttan í Sví-
þjóð,en þor eru notuðl66 þús.hest-
öfl og starfrækslan ríkiseign. Síðan
fór hún til Kristjaníu, Notodda og
Rjúkan; þar eru beisluð um 300
þús. hestöfl, og er það stærsta
stöð Noregs; þaðan til pránd-
heims og suður Austfold til Khafn-
ar. Hefur form. fossanefndarinn-
ar, landlæknir G. Björnson, sagt
að árangur ferðarinnar hafi verið
góður og þeir hafi kynt sjer norska
og sænska fossalöggjöf og fossa-
starfi'ækslu og hvervetna notið
gesti’isni og fúsra leiðbeininga
hlutaðeigandi manna. Segir hann
fossamál nú mjög ofarlega á baugi
víðasthvar í heiminum, m. a. hafi
allar þingkosningar i Ontario í
Kanada nýlega snúist eingöngu
um þau mál. Stefnan sje viðast-
hvar sú, að fossarjettindin sjeu
ríkiseign, eh aflið þó viða selt ein-
staklingum á leigu. Útreikning seg-
ist hann hafa fengið á því hve
vatnsaflið lijer sje mikið og sjc
það um 4 milj. hestafla nú, en vaxi
stöðugt. I Noregi var það einnig
reiknað 4 milj. um aldamótin sið-
ustu, en er nú 15 milj. hestafla.
Nefndin sat á fundi með fossafje-
laginu ísland og sömulciðis fór for-
maður hcnnar á konungsfund.
Einnig kveðsl hann hafa kynst
Andersen etatsráði og lýsir honum
sem ósjerplægnum ágætismanni,
sem íslandi vilji vel i öllu. Kveðst
landl. yfirleitt hafa hinar bestu
vonir um framtíðarhagnýting
fossaaflsins hjer og heillaríkar af-
leiðingar þess.
Húsbruni á ísafirði. Skömmu
eftir hádegi á mánudaginn kom
upp eldur í einu stærsta liúsinu á
ísafirði, húsi þeira Elíasar og Ed-
valds kaupmanna, sem áður átti
F. Thordarsen konsúll. Eldsins
varð fyrst vart uppi á efsta lofti
og er álitið að kviknað hafi þar í út
frá primuseldavjel, sem sprungið
hafi, en húsið brann alt til kaldra
kola á hálfri annari klukkustund.
Blæjalogn var og tókst því að verja
næstu húsin ágangi eldsins, en
hefði ekki verið svo, cr alt eins
liklegt að mikill hluti bæjarins
hefði brunnið, því bygðin er einna
þjettust upp frá þessu lúisi. Hjer
um bil engu tókst að bjarga úr
húsinu nje geymsluhúsunum, sem
áföst voru og einnig brunnu eða
voru rifin til að bjarga næstu hús-
um. M. a. brunnu allir reikningar
bæjarins og bækur gjaldkerans,
sem bjó í húsinu, og einnig vöru-
birgðir versluiiarinnar, sem rekin
var þar. Hjer uin bil alt mun hafa
verið eitthvað vátrygt, en tjón þó
allmikið.
Skipaferðir. Villemoes fór um
miðja vikuna með ullarfarm til
Ameríku. Um sama leyti kom
Aldali með timburfarm lil Tirnb-
ur- og kolaverslunarinnar. Fálkinn
kom að vestan þ. 28. f. m. og með
honum Vestfjarðaþingnienn og
Haraldur Níelsson prófessor er
nýkominn úr ferðalagi um Norð-
ur- og Austurland og flutti þar
fjölda fyrirlestra og prjedikana.
Steingrímur Matthíasson læknir
er nýkominn landveg frá Akureyri
með tvo unga syni. sína, Baldur
og Braga.
Jakob Jakobsen merkur færeyskur
norrænufræbingur er nýlega látinn,
fæddur 1864.
1200 hesta hlöðu er bærinn nú
að láta reisa.
Skáldsagan um rolluna
og botnlausa askjan.
í blaðinu „Frey“ stóð nýlega frá-
sögn um á, sem Dúða er nefnd, og
átt hefir heima í Mi'Sfelli í Hruna-
mannahreppi. Hún á að hafa mjólkað
eftir fráfærur sumariS 1916 83 potta
mjólkur. Svo er talið að ærin hafi
gefið af sjer um árið 29 kr. 45 aura.
En þar frá dregst kostnaðurinn, sem
er talinn 6,25 kr. Með þessu móti gef-
ur ærin af sjer í hreinan ágóða kr.
AJ>25.
Jú! Hjerna í sveitinni minni var
ær fyrir fáum árum, sem gekk með
tvo dilka og gerðu þeir um 40 kr.,
eða nokkuð meira. Þ a ð er ekki
skáldsaga. En þegar sagt var frá
þeirri á og afburðum hennar, var
þess lítið getið, að ærin stökk upp
í hlöðuna, sem var við fjárhúsið og
skamtaði sjer sjálf allan veturinn.
Sú matarbót kom fram í dilkunum.
Mjer dettur i hug, að ærin Dúða
hafi notið einhverra hlunninda, ann-
að hvort gefinna eða ræntra, þó að
þess sje ekki getið. Svo er nú matið
á afurðum og fyrirhöfn. Lambið
hagagengið er virt á 14.00 kr. Það
er vafalaust of hátt. 10.00 kr. mundi
vera nógu hátt. Og fyrirhöfnin öll,
fóður og gæsla og nytkun, er virt
6.20 kr. Það nær alls engri átt, eftir
þeim kostnaði, sem liggtir á ám Norí-
anlands. Hjer rná vel reikna fyrir-
höfn a ánni 14—20 kr., eftir því sem
árar og fellur. 16 kr. mundi vera með-
aitalið. Ær jeta hjer Norðanlands að
ineðaltali 3 vættir af heyi. Látum svo
yera, að sannvirði heysins sje 3J4
eyrir, þá kostar heyið sjálft kr 10.50.
Hirðing ærinnar met jeg á 2 kr. yfir
veturinn, vorið og haustið. Og ef
nytkunin er sannvirt, tel jeg hana 2
kr. Þetta gerir samt. kr. 14.50.
Margar vetur jeta ær hjer í sýslu
4 vættir. Og ef heyið er keypt að,
kostar það um 20 kr. handa ánni.
LIús og land kostar a. m. k. 50 au.
f) rir hverja kind á ári. Og með þeirri
viðbót er umsjá ærinnar orðin að
verðmæti 15 kr. a. m. k. En í harð-
indavetrum verður öll umsjáin 20^-
25 kr.
Þetta er nú ekki ítarlegur reikn-
ingui*, ekki þó fyrir þá sök, að mig
bresti gögnin í hendurnar, til þess að
gera hann greinilegri. Hitt er Heldur,
að jeg hef nú hvorki tóm nje lienn-
ingu til þess að fara út í smásnúna
reikningsfærslu um þessi efni.
Jeg tók þó ekki pennann eingöngu
til þess að andmæla þessari frásögrt
Jóh. Ögm. Oddssyni,
Laugaveg 63.
NB. Ýms varastykki í skilvindur fyrirliggjandi.
um ána Dúðu, sem jeg tel aö vera
muni að einhverju leyti skáldsaga.
Það er nú svo stundum, að sumir
skálda, þó að þeir yrki ekki. Jeg tók
ritfærin vegna viðtals sem jeg átti við
íáeina mæta menn i Rvík núna ný-
lega, þegar jeg var þar i gestafagn-
aðinum. Ein ágæt húsfreyja mælti
t. d. á þá leið, að bændur okruðu á
mjólkinni og smjörinu. Jeg tók þessi
ummæli ekki nærri mjer sjálfum, af
því að jeg hefi ekki haft mjólk nje
smjör að selja. Vjer Norðlendingar
seljum að eins ull og sláturfjárafurð-
ir (fáeinir hesta). Jeg skil það, að
húsfreyjurnar í bæjunum kvarti und-
an mjólkur- og smjörverðinu. Það er
vo8a dýrt orðið. En verst er, að báðir
munu komast hart niður, kaupandi
og seljandi. Og þá eru viðskiftin
Margur ætlar auð vera í annars
ínanns garði. Svo hefur það verið.
Og svo er það enn. —
Jeg kom til kaupsýslumanns í
Reykjavik, sem er ágætlega gefinn
maður í ýmsar áttir og talinn efna-
maður. Hann ljet i veöri vaka, að best
væri n ú að komast í sveit og stunda
búnað. Þetta virtist hann byggja á
því, að kaupmaður norðan af Akur-
eyri, sem einnig er vel geíinn, hafði
sagt honum,að ónefndur bóndi i Þing-
eyjarsýslu lifði góðu lifi með 10 börn
á 100 ám! —
Jeg brosti — af skiljanlegum á-
stæðum.
Látum nú svo vera, að ærin gefi
af sjer 10 kr. auk tilkostnaðar. Hún
gerir það, ef til vill í bestu árum.
En hve mörg eru þau í landi voru?
vond, þegar báðum vegnar illa. Jarða-fcÉlGerum ráð fyrir, að kýrin gefi af
verðið kring um höfuðstaðinn, kúa
verðið og vinnukrafta-verðið — þetta
alt er komið í þess háttar ógöngu-
öngþveiti, að landshættir vorir og
árferði rís ekki undir. Og það líf, sem
á að fljóta og fljúga og vera grund-
vallað á þessu teningskasti, er og
verður hálfgildings-fálm og vitleysa
cg handagangur i öskju, sem hvorki
hefur gjarðir nje botn.
Framsóknin er góð. En hún er þvi
að eins góð, að stuðning hafi af
reynslunni. Og reynslan er ekki á-
byggileg, nema litið sje yfir langt
tímabil. Jeg tek nú t. d. túnræktina
okkar. Sú skoðun hefur verið algeng,
að vel ræktað tún þyrfti ekki að
bregðast, ef hirt væri á allar lundir
vel. N ú hafa þau brugðist um alt
land, eftir því sem frjettirnar herma.
Hjer um Þingeyjarsýslu, hafa þau
mest brugðist, sem best hafa verið
hirt. Sljettur, sem hafa verið tvíslegn-
ar vanalega, eru nú með þvi dauða-
kali, sem engan á sinn lika. Þetta
kaladrep þeirra mun vara árum sam-
an, og miða jeg það við kalið, sem
var í túnum vorum á ísa-árunum
kring um 1885. Þau köl voru mörg
ár að ná sjer, og voru þó m i k 1 u
m i 11 n i en nú eru. Það veit jeg að
vísu, að á næstl. hausti varð eigi
borið á tvíslegnu túnin sökum ótíðar-
innar, sem skall yfir, áður en hey-
önnum lauk. Þess var enginn kostur,
að anna þvi. En haustbreiðslu þarfn-
ast tvíslegin tún, bæði til hlífðar, og
til endurnæringar rótinni. En þó að
svo sje, þá ber alt að sama brunni:
annmarkar lands vors olla því, að
framfarataflið verður ekki teflt eins
cg í skáldsögu má segja frá. —
Húsfreyjan kvartaði yfir mjólkur-
verði og smjörs. Og hún ljet þau orð
fylgja, að bændurnir væru samt á
kúpunni, — auðvitað fyrir amlóða-
hátt. — Já, margur hyggur, að ná-
unginn gæti lifað góðu lífi, ef hann
væri dugandi maður og ráðkænn. —
Kaupstaðarmennirnir gefa út frásög-
ui um eina á, sem líklega á að gefa
til kynna hvað hafa megi i hreinan
arð, af hverri rollu, ef vel væri á
haldið tafli landbúnaðarins, Og" al-
þýðan heldur aftur á móti, að em-
bættismenn og kaupmenn taki á þurru
landi og fyrirhafnarlaust fullar hend-
ur fjár. —•
sjer rúmar 200 kr. í ágóða á ári
hverju, til jafnaðar. Látum bóndann
hafa 100 ær og 3 kýr. Þá ætti bóndinn
að hafa 1500 kr. árstekjur, handa 10
börnum, sjer sjálfum og konu sinni
og þeirri vinnuhjálp sem þarf til að
fleyta þessu. Til þess þarf kaupa-
mann og tvær kaupakonur eða vinnu-
fólk, sem kostar alls 1000 kr. a. m. k.
— fæði og kaup, alt lágt metið.
Með öðrum orðum: rúmlega 100 kr.
á nef hvert og til útgjalda og til jarða
og húsabóta, lítilsháttar.
Háttvirti kaupsýslumaður! Og svo
þú, Indriði minn Einarsson, sem kall-
ar bóndann „þjóðmálaasna úr sveit“
(í Isafoldarritgerð i hittið fyrra):
Viljið þið leika ykkur að því að lifa
á þessu — lifa á því og varðveita sál
ykkar fyrir myglu og andann fyrir
fúa ?
Gerið svo vel, góðir hálsarl
Jú! Indriði sagði við „þjóðmála-
asnann úr sveit“ (í Isafold), að ef
bóndinn (eða landssjóður) „ljeti sig
hafa þrjár kýr (minnir mig) og hlöðu
og fjós“ (túnið nefndi hann víst ekki)
þá skyldi hann lifa betur heldur en
á 2500—30000 kr. launum.
Hann hefur víst ætlað að heyja
sjálfur töðuvöllinn og gera i fjósinu
með eigin höndum.
Maður sem svona hugsar og talar,
þarf ekki að vera „þjóðmála-asni i
sveit“. En hann gæti verið fjármála-
asni á kaupstaðarmölinni.
Og svo eru bændurnir öfundaðir
af „bændagróðanum“, og þeim hall-
mælt, ef þeir geta ekki reist rönd við
þeim vanhöldum, sem þeir verða við
að búa.
Jeg var staddur eitt kveld í Reykja-
vík, þar sem nokkrir })ingmenn voru
saman komnir og allir ráðherrarnir.
Þar bar á góma það mál, að margir
starfsmenn þjóðfjelagsins væru komn-
ir á flugstig að ganga frá embættum
sínum og starfi. Símamenn og póst-
menn væru á þeim hosunum. Og
læknarnir sömuleiðis. Kennararnir
voru og til nefndir.
Það er víst satt. að allir þessir
þjónar þjóðfjelagsins eru í vanda
staddir. Þeir hafa að vísu of lítil
laun, til þess aö geta lifað sómasam-
lega í dýrtíðinni. Jeg skil það og sje í