Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 11.09.1918, Qupperneq 1

Lögrétta - 11.09.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. Afgreiðshl- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti ix. Talsimi 350. Nr. 42. Reykjavik, 11. september 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. ■----------------—--------------■ Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. , Þar eru fataefnin best. ' : .....................‘ Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega lieima kl. 4—7 síðd. Vatnsaflið í Þjórsá. Nýtt rit eftir G. Sætersmoen verk- fræðing, með áætlunum um bygging- ar sex aflstöðva við Þjórsá ogTungná og uppdráttum af þeim. Lögr. hefur verið sent nýútkomið rit á norsku með eftirfarandi titli: „Vandkraften í Thjorsá Elv, Island. Planer forUtbygning avóKraftanlæg. Ved Ingeniör G. Sætersmoen. Krist- jania. Grönd'ahl & Söns Bogtrykkeri 1918.“ Höf. hefur fyrir hlutafjelagið lítan rannsakað fossaflið i Þjórsá i þrjú sumur, 1915, 3916 og 1917, og mælt og kortlagt landsvæðið umhverfis fossana. Segist hann hafa notið við þetta aðstoöar bæði norskra verk- træðinga, sem komið hafa með hon- iun hingað, og íslenskra * verkfræð- inga. Árangurinn af þessum rann- sóknum er sá, aö hann hefur lagt fram fyrir fjelagið áætlanir um aflstöðva- byggingar á 5 stöðum við Þjórsá, hjá Urriðaíossi, liestafossi, Þjórsárholti, Skarði og Búrfelli, og svo hjá Hraun- eyjarfossi i Tungná. Bókin byrjar á nokkrum almennum upplýsingum um ísland, veðurlag, jarðmyndun, atvinnuvegi, samgöng- ur o. s. frv. Þar næst er nákvænt lýs- ing á Þjórsá, frá upptökum að ósi, og á straumfláka hennar. En Þjórsá myndast af tveimur ám, Efri-Þjórsá, sem hefur upptök á Sprengisandi, og Tttngná, sem kemur úr Vatnajökli. Frá samrensli þessara áa og niður að Þjórsárósi eru 95 kílórn. í straum- fláka þeirra eru bæði Fiskivötn- in* og Þórisvatn, og rennur Kalda- kvisl úr Þórisvatni i Tungná. Þjórsá er vatnsmesta á íslands og mismunur á vatnsmagni á ýmsum tímum árs er tiltölulega ntjög lítill. Minst verður vatnið i mars og apríl. Þórisvatn og Fiskivötnin eiga að verða vatnsgeymirar, er tekið, sje úr þegar vatnið i ánni et minst og eru íáðgeró niannvirki tii þess að stifla útrensli úr vötriunum. Vegalengd frá Reykjavik að hin- um fyrirhuguðu aflstöðvum er þessi: að Urriðafossi 67,5 kílóm., Hesta- íossi 87,5, Þjórsárholti 94,3. Skarði 98,5, Búrfelli 118,8 og Hrauneyjar- fossi 145 kílóm. Nothæft fall á hverri um sig af aflstöðvunum er þetta: Urriðafossi 30 m., Hestafossi 18, Þjórsárholti 18, Skarði 13, Búrfelli 111 og Hrauneyj- arfossi 96 m. Samanlagt afl allra 6 stöðvanna verður 5 mánuði ársins 097,000 turbinh.kr., og 7 mánuði árs- ins 1,114,000 turbinh.kr. Nokkuð af þessu afli verður án efa notað til þess aö framleiða áburðarefni handa ís- landi sjálfu, segir höf., og er líklegt að það verði til þess aö fleygja fram búnaði i landinu, er hægt verður að framleiða þar áburðarefni ,4 ódýran hátt, eins og þarna mundi eiga sjer stað. Verksmiðjur til þeirrar fram- leiðslu hyggur hann mundu verða reistar viö aflstöðvarnar. En mestur liluti aflsins segir hann þó að verða mundi notaður til þess að framleiða útflutningsvöru, fyrst og fremst á- burðarefni. Það afl ætlai' hann, að leitt mundi verða til næstu og hestu hafnar og notað þar. Gerir hann ráð fyrir, að.það yrði leitt til Reykjavík- ur, með því að hafnargerðir yrðu of dýrar austan fjalls, og bendir þá á Skerjafjörð sent útflutningshöfn af- urðanna. Næst þessú ertt i ritinu lýsingar á aflstöðvunum, hverri um sig. Eins og áéur er sýnt, er Búrfellsstöðin ráð- gerð langstærst, og umbúnaður og ntannvirki verða þar langmest. Yrði J:að of langt mál, að lýsa lijer þeim mannvirkjaáætlunum, sem fram eru settar í ritinu. En hjer skal tekið upp aðalefni Jtess, sem höf. segir um járn- brautalagningar í sambandi við fyrir- tækið. Hann segir að Þjórsárfyrirtækiö rr.undi verða -til þess að hrinda í tratnkvænid hinum ráðgerðu járn- brautalagningum hjer á landi, eigi aö eins vegna iðnaðarins, sem rísi upp kring um aflstöðvarnar sjálfar, held- nr og vegna þeirra framfara, sem bú- ast megi við að íslenskur landbúnaður taki, er hann eigi kost á nógum á- bttrði til jarðræktar og fái fullkom- m samgöngutæki, er setji landbúnað- arhjeruðin í samband við höfuðstað- inn og góða höfn. Höí. telur eðlileg- ast, að landið og fjelagíð, setn afl- stöðvarnar ræki, legðu i fjelagi járn- braut til Reykjavikur. Annars segir hann, að bein nauð- syn sje ekki á þessari járnbrautar- lagningu í þarfir aflstöðvafjelagsins, þ. e. til flutnings á verkfærum þess og byggingarefnum, þvi að flytja mætti þetta ttpp á Eyrarbakka eða Stokkseyri og leggja siðan járn- brautir þaðan austur að Þjórsá og ttpp nteð henni til hinna fyrirhuguðu stöðva, og lætur hann fylgja áætlan- ir um þær brautalagningar. Það er gert ráð fyrir að þær kosti 3,909,000 kr. En þótt aflstöðvafjelagið legði þessar brautir í sínar þarfir, þá telur hann samt líklegt, að það einnig legði eitthvað fram til járnbrautar frá Þjórsá til Reykjavíkur. Kostnaður við aflstöðvabygging- arnar, Jiegar þær eru að fullu gerðar, er áætlaður þannig í miljónuni króna: Við Urriðafoss 24.5, _við Hestafoss 21,6, við Þjórsárholt 22,00, við Skrað 18,8, við Búrfell 66,8, við Hrauneyj- arfoss 31,6. Er þá byggingarkostnað- urinn alls 185,300,000 kr. Aflleiðslan til Reykjavíkur er áætluð að kosta 91,600,000 kr., svo að allur kostnaður- inn verður 276,900,000 kr. Það er að sjálfsögðtt ekki hugsun- in að byggja upp allai þessar stöðv- ar í einu, heldur smátt og smátt, og verður þá að líkindum byrjað á stöð- inni við Urriðafoss. Gyðingaháskóli í Jerúsalem. 24. júlí i sumar var í Jerúsalent rneð há- tíðlegri viðhöfn lagður hornsteinn að nýrri háskólabyggingu, sem Gyðingar reisa og sjerstaklega er ætluð mönn- um af þeirra þjóðflokki. Háskólinn á að standa austanvert í Skopus-hæð- inni, og er þaðan útsýn yfir Jórdan- dalinn, þar sem áin fellur í Dattða- hafið. Við þetta vont m. a. helstu em- bættismenn bandamanna þar eystra, en þeir hafa nú, svo sem kunnugt er, yfirráðin í Jerúsalem. Shackleton á Spitzbergen. í útl. bJöðtun segir, að Shackleton heim- skautsfari hafi utn miðjan siðastl. mámtð ætlað til Spitzbergen frá 1 ronisö í Noregi til þess að rannsaka járnnámur þar. Stríðið. 5. ófriðarárið. Það er nú komið fram á 5. ófriðar- árið og ekkert útlit til friðar, ekkert útlit fyrir að annarhvor málsaðila beri sigur úr býtum í náinni fram- tið, og ekkert útlit fyrir santkomu- lag án úrslitasigurs. Það er lielst út- lit fyrir það nú, eftir ummælum hinna ráðandi manna báðu megin að dæma. eð ófriðurinn muni enn standa árum saman. Hjer á eftir verða tekin upp ýms ummæli, er, helstu forkólfar ó- friðarþjóðanna hafa haft um herm aðarútlitið og hernaðarástandið i byrjun 5. ófriðarársins, og má af þeim sjá, hve fjarlægir þeir eru enn hvorir öðrum í hugsun. Ávarp frá Vilhjálmi keisara. í byrjun 5. ófriðarársins, 3T. júli siðastl., gaf keisarinn út ávarp til þýsku þjóðarinnar og segir þar m. a.: Nú eru 4 ár liðin í hörðu stríði og fylt frægðarverkum, sem aldrei munu gleymast. Öllum eftirkomandi tím- um er gefið dæmi um þaö til eftir- breytni, hvað sú þjóð megnar að vinna, sem berst fyrir rjettum málr stað og til þess að verja líf sitt og tilveru. Með þakklátri lotningu fyrir hinni guðdómlegu forsjón, er náðar- samlega hefur haldið sinni verndar- hendi yfir Þýskalandi, höfum við leyfi til að miklast af því, að við höf- um ekki álitist óverðugir til Jtess að leysa af hendi það hið mikla verk- efni, sem okkur hefur af henni verið falið. Þjóð vorri liet’ur auðnast að eignast á þessum timum hina ágæt- ustu forvígisntenn, og hún hefur nteð tryggu fylgi við þá daglega sýnt að hún átti það skilð. En ekki hefði her okkar mátt vinna hreystiverk sin á vígvöllunum, ef hver maður heima fyrir hefði eigi einnig gert skyldu sina. Hver maður, sem tinnið hefur vel að þvi verki, sem honum var fyrir sett, á þakklæti skilið, og þá eigi síst vor trygga og þrautseiga em- bættismannastjett. Landbændurnir og borgarar bæjanna eiga þakklæti skil- ið, og kvenfólkið á það líka, því þess- ir ófriðartimar hafa eigi síst komið hart niður á þvi. — 5. ófriðarárið, sem nú er að byrja, mun færa þýsku þjóðinni nýja erfiðleika og nýjar raunir. En hvernig sem þær verða, þá vitum við þó það, að hið versta er um garð gengið. Það, sem unnist hef- ur að austanverðu og nú er til lykta leitt með friðarsamningum, og' þaö, sem nú er að gerast að vestanverðu, — það gefur okkur vissu um, að Þýskaland muni komast heilbrigt og sterkt út úr þessu mikla þjóðaróti. — Með sárri tilfinningu hugsum við allir á þessum minnisdegi til þeirra tórna, sem fósturjörðin hefur krafist okknr. Djúp sár hafa veriö höggv- in öllum ættum lands vors. í þessu hræðilega striði hefur sorgin ekki gengið fram hjá nokkru þýsku heim- ili. Margir þeir drengir, sent horfðu hrifnir á, er fyrstu hersveitirnar lögðu á stað út i þetta stríð, ertt nú sjálfir komnir út í það og standa á vigvöll- rnum við hliðar feðra sinna og bræðra. Heilög skylda býður okkur að gera alt til þess, að blóði hinna föllnu sje ekki til einskis fórnað. — Við hofum einskis látið ófreistað til þess, að hin þjakaða jörð mætti fá frið. En mannúðarinnar rödd fær enn enga áheyrn í herbúðum óvinanna. I hvert sinn sem við höfum látið frá okkur fara sáttfýsileg orð, hefur háð og hatur ómað í móti okkur. Óvinirn- ir vilja ekki frið enn sem komið er. Þeir bligðast sín ekki fyrir að sví- virða þjóð okkar með nýjum og nýj- t:m rógi. Forkólfar þeirra tilkynna si og æ, að Þýskaland verði að kúgast og eyðileggjast. Þess vegna verðum við að berjast áfram, þangaö til þeir viðurkenna rjett okkar ti! að lifa. Fyrir þeirn rjetti berjumst við gegn ofurefli þeirra. Veri guð tueð okkur! Ávarp frá Lloyd George. í ávarpi, sent Lloyd George sendi út í byrjun 5. ófriðarársins segir: Sá boðskapur, sem jeg flyt hinni bretsku þjóð í lok 4. ófriðarársins er þessi: Þraukið þið við! Haldið áfram! Gef- ist ekki upp! Við eigum ekki í þessu stríði af eigingjörnum ástæðum. Við heyjum það til þess að veita aftur trelsi þeim þjóðum, sem ráðist hef- ur verið á með hrottaskap og orðið hafa fyrir ránshönd, og til Jiess að sýna, að engin þjóð, hversu voldug sent hún er, geti gefið sig á vald hinni löglausu metorðagirnd herskapar- stefnunnar án þess að verða fyrir skjótri, ákveðinni og eyöileggjandi refsingu frá hálfu hinna frjálsu þjóða heimsins. Að nenta staðar, án þess að hafa unnið sigur fyrir þann málstað, það væri synd við framtíð mann- kynsins. — Jeg segi: Þraukið þið við ! Gefist ekki upp! Þvi útlitið til sigurs fyrir okkur liefur aldrei verið eins, gott og einmitt nú. Fyrir 6 ntánuðum reituðu valdsmenn Þýskalands með ráðnum huga rjettlátum og rímileg- um úrslitum, sem stungið var upp á af bandamönnum. Og þeir hafa síðan sýnt, að þeir kunna sjer ekkert hóf; þeir hafa sýnt það með því að'sundra Rússlandi, leggja Rúmeniu í hlekki, og loks tilraun sinni til þess aö hrit'sa undir sig öll yfirráð nteð hinni síð- ustu hamslausu sókn sinni á vestur- vigstöðvunum. En þökk sje hreysti bandamannahersins! Þvi nú er auð- sjáanlegt að þessi draumur um heims- sigur, sem valdið hefur því, að þeir hafa árangurslaust lengt ófriðinn, gefttr aldrei rætst. En stríðið er enn ekki unnið. Einvaldssinnar Prúss- lands írmntt enn reyna að halda lífi i herskaparstefnunni. Við megum ekki ýta'af okkttr ógnum striðsins, til þess að skjóta þeim yfir á eftir- komendur okkar. Við verðurn að full- komna það verk, sem við höfum að ckkur tekið og ná rjettlátum og var- anlegum málsúrslitum. Einungis á þann hátt getum við trygt heiminuni að hann losni við böl herskaparins. Gefist ekki upp! Þýskar raddir. Aðalniálgagn Jiýsku stjórnarinnar, „Nordd. allgem. Zeitung", flutti um mánáðamótin júlí—ágúst hugleiðing- ai um ófriðinn á 5. ári hans. Þar er kvartað yfir að bandamannaþjóðirn- ar sjeu æstar upp með sífeldum rógi um Þýskaland. Það sje sagt, að Þýskaland sje friðarspillirinn, sem sækist eftir yfirráðum yfir öllum beiminum. Öllu sje snúið öfugt, or- sökum og afleiðingum snúið við. Það hafi verið krept að Þýskalandi úr öll- um áttuni, og það með því neytt til að hefja strið.en síðan sje sökinni fyr- ir upphaf þess skelt á það. Þjóðverjar sjeu kallaðir Húnar og „barbarar“ og hinum óþvegnustu hrakyrðum um þá beitt til þess að æsa fjöldann gegn þeim, og honum talin trú um, að Þjóðverjar hafi drýgt stór afbrot gegn heintsmenningunni. Blaðið snýr svo ummælum sínum gegn Banda- ríkjaforsetanuni. Það er kent, segir það, að stjórnarfyrirkomulag Þýska- lands eigi að vera óhafandi, keisara- stjórn þess og hermenskufyrirkomu- lag. Bandarikjaforsetinn hefur rnóti þessu sett upp annað framtíðarríkja- stjórnarfyrirkomulag, sem á að vera n.eira í samræmi við lýðveldishug- myndirnar og friðvænlegra. Blaðið kallar það, sem hann fer með, hræri- graut af hugsjónastefnu og hags- munaeftirsókn og telur þetta mjög svo ameriskt í eðli sínu. Það segir, að fyrir honum vaki, að hafa sem niest tipp úr striðinu fyrir land sitt og afla sjálfum sjer frægðar, með því að hann ætli að korna fram sem frels- ari mannkynsins. Heimslygum, sem ckki eiga sinn líka áður, sje þeytt upp ti! þess að dylja hið sanna hern- aðarmarkmið ófriðarforkólfanna, og með þeim sjeu þjóðirnar dregnar á tálar og æstar ttpp til krossferðar gegn ímynduðum óvini friðar, frels* is og rjettlætis. Engar skynsamlegar mótbárur dugi gegn þessu. Það vevði að berja það niður með vopnum. Við berjumst nú fyrir sigri sannleikans, segir blaðið. Það skulu vera einkunn- arorð okkar í hernaðinum á 5. ófriö- arárinu. — Þetta er tekiö eftir út- (irætti úr greininni i öðru blaði. Annað þýskt blað, „Lokal-Anzeig- er“, segir, er það minnist byrjunar 5. ófriðarársins, að aðalmarkmiðið vérði að vera það, að eyðileggja heimsyfir- drotnun Englands. Frá Þýskalands hálfu sje stríðið varnarstríð. England hafi neytt Þýskaland út í stríðið og England sje því valdandi, að ófriðn- ufn sje haldið áfram. í friðartilboð- um þýska þingsins hafi jafnrjetti á böfunum verið sett fram sem hernað- armarkmiö Þýskalands, en að höfin verði frjáls, þýði það, að heimsyfir- tírotnun Englands eigi að vera lokið. Blaðið „Vossische Zeitung“ segir, er það lítur fram á 5. ófriðarárið, að þrjár heimsálfur berjist nú gegn Norðurálfunni um yfirráð þeirra landsvæða, sem ekki sjeu sjálfum sjer ráðandi. England sje ekki lertgur F.v- rópuveldi og hagsmunir þess sjeu ekki í samræmi við hagsmuni Ev- rópu. Engilsaxnesk heimsyfirráð flytji völdin burt úr Evrópu. Henni sje ætl- að smátt hlutskifti í þvi þjóðasatu- bandi, sem nú sje verið að tala um í Lundúnum og Washington. Þjóð,- verjar sjett fúsir til áð ganga í þjóða- samband, en fyrsta skrefið verði að vera samband núlli þjóöanna i Ev- rópu. Blaðið segir Þjóðverja vel geta skilið tilraunir Ameríkumanna til þess að teygja áhrif sin og yfirráö sent lengst yfir, og að þeir geti vel þolað samliand hins enska heimsveld- is. Þeir óttist ekki heldur samtök með- al hins gula kynflokks. En jafnframt þessum samtökum vefði að vera til Evrópu-bandalag, er komi fram sem einn þátturinn í hinu almenna þjóða- bandalagi jafnrjetthárra samningsað- ala. — í blaðinu „Die Post“ segir, að takmark liandamanna með ófriðn- um sje meira hagsmunalegs eðlis, en eftirsókn eftir stjórnmálgyfirráðum. Eftir stjórnmálayfirráðunum sje að eins sótst til þess að ná hinu mark- inu, en það sje, að eyðileggja við- skiftasamkepnina frá þýsku þjóðinni. Til ]æss þurfi að lanta hana. Það sje þessi eyðileggingarþrá engilsaxnesku þjóðanna, sem nú neyði Þjóðyerja til franíhaldandi stríðs á 5. ófriðarárinu. En þetta sje Þjóðverjum ljóst, og þeir ætli ekki að láta bugast. Þeir vilji ekki vera þrælar enskra bagsmuna. Loks skal hjer tilfæra nokkur ttm- mæli úr þingræöit forsætisráðherrans i Bayern, er hann gaf yfirlit yfir ó- friðinn í byrjun 5. stríðsársins. Hann kvaðst vona, að samkomulagsgrund- völlur sá, sem þegar fvrir löngu hefði verið komið fram með írá Þýskalands hálfu, mundi ná samþykki, er það sýndi sig, að Þýskaland yrði ekki með vopnuni sigrað. Engin landvinn- i'tgalöngun væri því valdandi að Þjóðverjar hjeldu stríðinu áfram, heldur sjálfsvarnarþörfin. — Frakk- ar vilja taka af okkur þýskt Iand, sagði liann, og Englendingar vilja losna við samkepni frá okkar hálfu á verslunarmörkuðum heimsins. Eng- lendingar hafa nú á ófriðarárunum gert sjer far um að leggja undir sig allar þær stöðvar, sem þá áður vant- aði, til þess að geta lagt Evrópu i viðskiftagreipar sínar og útilokað hana frá höfunum, til þess að ná undir sig mikilvægum hagsmunasvæðum og til þess að geta trygt sjer yfirráð yfir landleíð til Indlands. Það er nóg að benda í lausum dráttum á töku Salo- niki, sagði hann, en þar eru dyrnar til innrásar á Balkanskagann, töku cyjanna úti fyir Dardanellasundinu. cg töku Sýrlands, Arabíu og Mesó- pótamíu, til þess að ná yfirráðum landleiðarinnar til Indlands, og svo loks það, að þeir hafa lagt undir sig Murniansströndina, en þar með á netið að vera dregið um Evrópu að norðan. Þetta eru alt ntikilvægar stöðvar og taka þeirra sýtiir, hö rán-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.