Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 11.09.1918, Síða 3

Lögrétta - 11.09.1918, Síða 3
LÖGRJETÍÁ i57 V antraustsyf irlýsing. Sig. Stefánsson og Halldór Steins- son fluttu svohljóöandi till. til þings- ályktunar i sameinuðu alþingi: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi atvinnumálaráðherra og skora á hann að beiðast lausnar, svo og aö skora á forsætisráðherra aö gera þegar fullnægjandi ráðstafanir til þess, að atvinnumálaráðherrann verði leystur frá embætti.“ Svo flutti Sig. Stefánsson einn við- aukatillögu samhljóða aðaltillögunni um vantraust á fjármálaráðherra. JÞessar tillögur voru til urrrræðu á : íánudaginn. Sig. Stefánsson • hafði tramsögu málsins og fann margt áð samsteyp ust jórnarf y rirkomulaginu, eins og þvi væri hjer háttað, en beindi árásinni þó einkum gegn atvinnu- málaráðherranum. Taldi samt fjár- málaráðherrann'honum að ýmsu leyti samsekan. lín í garð forsætisráðherra m.ælti hann vingjarnlega. Hann kvað svo að orði, að stjórnin væri þinglaus cg þingið stjórnlaust. — Þar næst töluðu allir ráðherrarnir, forsætisráð- herra um stjórnarfyrirkomulagið yf- irleitt, en hinir svöruðu þvi, sem til þeirra hafði verið talað, — þá talaði CiUðm. Björnson landlæknir og bar tram svohljóðandi rökstudda dags skrá: „Þar sem vantrausts-yfirlýsing sú, sem fram er komin til atvinnumála- ráðhcrra og' fjármálaráðherra, get,ur spilt eindrægni þeirri sem nauðsynleg Var og er fyrir framgang aðal-máls þings og þjóðar — sambandsmálsins •— sém enn er ekki útkljáð að fullu, þá þykir þinginu ekki hlýða, að bera liana undir atkvæði og tekur fyrir næsta mál á clagskra." Þar næst talaði Halldór Steinsson og var harðskeyttur í garð atvinnu- málaráðherra. 1 sömu átt, með van- traustsyfirlýsingunni, töluðu þeir Jón frá Hvanná, Eggert Pálsson og Gísli Sveinsson. En með dagskrártillögu G. B. töluðu Bjarni frá Vogi og Sv. Ólafsson og lýstu yfir, hvor frá sín- um flökki, aö þeir bæru hvor um sig tiaust til síns ráðherra, en G. B. hafði áður lýst yfir því fyrir hönd Heima- stj.flokksins, að hann bæri fult traust til fulltrúa síns í stjórninni, forsætis- ráðherrans. — Umræður stóðu til kl. 1 á þriðjudagsnótt og var þá dag- skrá G. B. samþykt með 20 atkv. gegn 12. Með dagskránni greiddu atkvæði: Jóh. Jóhannesson, Bjarni Jónsson, Einar Árnason, Guöjón Guðlaugsson, Guðm. Björnsson, Guðm. Ólafsson, Hjörtur Snorrason, Jör. Brynjólfsson, Karl Einarsson, Magnús Kristjáns- son, Matth. Ólafsson, Ólafur Briem, Pjetur Jónsson, Pjetur Þórðarson, Sig. Sigurðsson, Sigurjón Friðjóns- son, Stefán Stefánsson, Sveinn Ólafs- son, Þorleifur Jónsson, Þorsteinn Jónson. En á móti: Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Einar Arnórsson, -Gísli Sveinsson, Halldór Steinsson, Ilákon Kristófersson, Jón Jónsson, Kristinn Daníelsson, Magnús' Guð- mundsson, Magnús Pjetursson, Pjet- ur Ottesen, Sigurður Stefánsson. Ráðherrarnir allir, Ben. Sveinsson, og Magnús Torfason greiddu ekki atkv., en Björn Stefánsson og Einar Jónsson voru fjarverandi, auk Þórar- ins Jónssonar, sem ekki kom til þings. önnur mál. Auk sambandsmálsins og till. um vantraustsyfirlýsingu hafði þingið þessi mál til meðferðar: 1. Frv. um sjerstakar dómþinghár i Skarðs- og' Klofningshreppum í Dala- sýslu. Flm.: Bjarni Jónsson frá Vogi. /-fgreiddi þingið það sem lög frá al- þingi. 2. Þingsályktun iwn greiðslu á aukakostnaði af flutningi innlendrar vcru, sem stafar af fyrirmælum út- ílutningsnefndar. FJm. Ben Sveins- son. — Þessari tillögu var vísað til stjórnarinnar. 3. Þingsályktun um sölu á kjöti og fl. Flm.: Pjetur Ottesen og IJákon Kristófersson. — Neðri deiid Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að láta einskis ófreistað, sem stutt geti að þvi, að greiða fyrir sölu á kjöti og öðrum afurðum. — Tillagan var samþykt. Þingslit fóru frsni kl. 5 í gær. Forseti sam. alþ., Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, mælti um leið og hann lýsti yfiv aö störfuin þingsins væri lokið : ................. ...... 1 .. —- .——. Þetta þing, hið stytsta, sem haldið hefur verið — það hefur staðið í eina 9 daga — hefur ráðið til lykta fyrir sitt leyti hinu mikilvægasta máli, sem legiö hefur fyrir Alþingi, sáttmálan- um við sambandsríki vort, Dan- mörku, um það, að Island skuli vera viðurkent og auglýst frjálst og full- valda ríki, ævarandi hlutlaust i ófriði og í konungssambandi einu við Dan- rnörku. Þessi sáttmáli hefur af vorri hálfu, íslendinga, verið samþyktur af yfir- gnæfandi meiri hluta Al])ingis, og verður nú bráðlega borinn undir al- þingiskjósendur í landinu til sam- þyktar eða synjunar. Það er ósk og von þessa nieiri hluta þingsins, a ð þjóðin taki sátt- málanum ekki lakar en þingið og að einnig rneiri hluti hennar gjaldi já- kvæði sitt við honum, að Ríkisþing Dana samþykki hann fyrir sitt leyti og a ð sameiginlegur konungur vor staðfesti hann. Það er innileg ósk og von vor allra, að hin íslenska þjóð kunni með fullveldi sitt að fara og að gæta þess, og að það megi reynast henni í fram- tíðinni öflug lyftistóng til sannra framfara í andlegum og veraldlegum eínum. Það gefi guð. 1 Fyrsta lieftið komið út, tvöfalt. — Hefir inni að halda eigi færri en 16 greinar ýmislegs efnis; skemtigreinar, fræðigreinar, sögur, ljóð, þar á meðal snildarlega skopvísu eftir Jónas Hallgrímsson, áður óprentaða. „Nýja sambamlslagafrumvarpið11, eftir decanus iagadeiidar Háskólans, pró- fessor Lárus H. Bjarnason, verða allir lslendingar að lesa! Eimreiflin er langódýrasta ritið sem geflð er út á íslensku án meðgjafar. Kemnr út i fjórum heftum á ári, verð árgangsins 5 kr. Kaupendum hennar fjölgar svo ört, að alveg eiu einsdæmi um nokkurt rit á íslandi. Yegna álits hennar og útbreiðslu keppa ritfærustu menn þjóðar vorrar um að rita í hana, og með hinum fjölhæfa nýja ritstjóra verður því fyrir hana að eius hið besta nógu gott! Þór getið ekki gefið, sérstaklega fjarlægum vini yðar, aðra kærkomnari gjöf eD Eimreiðina. Gefið mór að eins upp nafn hans og áritun; eg sendi honum ritið og yður reikning fyrir það (út um land með póstkröfu, ef vill) og þurfið þór þvi alls ekkert fyrir þvi að hafa. Eg veiti alveg einstæð verðlaun þeim, sem safna nýjum kaupendum. Farið því strax til þess, svo að aðrir verði ekki á undan yður! Gerist kaupendur að Eimreiðinni strax i dagl Snúffl yflnr tll næsta bóksala efla útsölnmanns, efla belnt tll * Sambandsmálið Almenningsatkvæðagreiðsla 19. október. Stjórnarauglýsing' koni út í gær um aimenna atkvæöagreiöslu um sam- bandslög þaU, sem alþingi hefur nú samþykt. Atkvæöisrjett hafa allir, karlar og konur, sem kosningarrjett hafa viö óhlutbundnar kosningar til alþingis. Atkvæöagreiöslunni stýra kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir, sem um getur í 7. og 8. gr. laga um kosn- ingar til alþingis frá 3. nóv. 1915. Svo gitda og ákvæði nefndra laga um kiörstaö, kjörherbergi og atvæða- kassa. Atkvæðagreiöslan skal heíjast á há- degi laugard. 19. október næstk. Um atkvæðagreiðslu þeirra rnanna, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þ^r sem þeir standa á kjörskrá, þegar atkvæðagreiðsla fer fram, fer svo sem fyrir er mælt i lög- um frá 30. nóv. 1914 um atkvæða- greiðslu þeirra við alþingiskosn- ingar. Það er ástæða til að hvetja kjós- endur um alt land til þess, aö sækja vel atkvæöagreiösluna 19. október í haust og greiða hinum nýju sam- bandslögum atkvæði. Enda þótt sjálf- sagt megi telja, aö lögin sigri við atkvæðagreiðsluna, að engin hætta sje á því, að mótstöðumenn þeirra geti orðið þar ofan á, þá skyldu menn ekki láta þá vissti leiða sig til þess að sitja heitna og greiða ekki at- kvæði. Hjer er verið að binda enda á deilumál, sem staðið hefur yfir tnannsöldrum saman og oft hefur ver- ið sótt tneð miklu kappi af íslendinga hálfu. Og Lögr. veit ekki betur en aö almenn ánægja sje meö úrslitin. En þá á þaö líka að koma fram við at- kvæðagreiðsluna, að svo sje. Hitt væri óviðkunnanlegt, enda þótt lögin verði samþykt, aö sjá það á atkvæða- greiðslunni, að ntenn hefðu gengið til hennar með hangandi hendi og ekki lagt við máliö þá rækt, sem það verö- skuldaði. Komið því til atkvæðagreiðslunnar 19. októbar næstk., háttvirtir kjós- endur, og samþykkið þar sambands- lögin! Frjettir. óáran og grasbrestur er sögð hvað- anæfa, og mun bændur neyddir til að lóga miklu af búfjárstofni sínurn. Landsverslunin ætlar að koma upp vörugeymslu í haust á isafirði, Ak- ureyri og Seyöisíirði og flytur Lag- arfoss þangað varning þann, er hann kom með. frá Vesturheimi nú síðast. Radíumsjóðurinn hefur nýlega fengiö 200 kr. gjöf frá Hallberg veit- Bókaversl. Arsæls Arnasonar Laugaveg 4. Reykjavik. ingam. og 1000 kr. frá hf. Framtiðin t á Seyðisfiröi. Landlæknir fór á staö í eftirlits- ferð til Norðurlands, sjóveg til Borg- arness, en npröanþingmönnum þaöan samferöa landveg. Verðlagsnefndin. G. Björnson land- læknir hefur nú sagt af sjer for- mannsstörfum í þeirri nefnd, vegna annara anna, og hefur bent á Pjetur Jónsson alþm. frá Gautlöndum til þess að taka við formannssætinu í verðlagsnefndinni. Berklahæli. Einhver hreyfing virð- ist komin á það Norðanlands, að koma þar á fót nýju berklahæli, og hafa fundir verið haldnir til styrktar þvi. Trjesmiðafjelag Reykjavíkur fór skemtiför inn að Laugarnesi sunnud. 25. f. m. Kvæðið, sem hjer á öðrurn stað í blaðinu var flutt við það tæki- færi. Raflýsiag í Laugarnesspítalanum. Kvöldið 3. þ. m. var spitalinn allur raflýstur í fyrsta skifti, allur í ljós- bafi, og fólk horfði á hann með undr- un, vissi ekki hvað um var að vera. Jensen rafmagnsfræðingur var að reyna ljóstækin og virtist alt ganga vel. En í spítalanum, þar sem menn höfðu hlakkað til þessara þörfu um- bóta, voru allir á stjái og fögnuðú nýja ljósinu. G. Sveinbjömsson skrifstofustjóri varð eftir mjög mikla innivinnu og kyrsetur siðastliðinn vetur svo veik- ur síðari hluta vetrar og i vor, eins og mörgum er kunnugt, að hann varð fyrir skömmu að fara utan til að leita sjer lækninga á lækningastofu hins alkunna taugalæknis prófessor Viggó Christiansen í Hellerup við Kaup- mannahöfn. Með Botníu komu nú þær fregnir af skristofustjóranum, að hann sje þegar á besta batavegi og um það bil að komast á fætur, og hyg'gur prófessorinn að hann muni verða albata og fær til heimferðar með næst-næstu ferð Botníu, í októ- ber. Mannalát. í Árnessýslu eru nýlega látnir tveir gamlir merkisbændur: Guðni Þórarinsson, áður bóndi í Tungufelli og viðar, faðir Steinunnar konu Þorfinns Jónssonar i Tryggva- skála, Sigurðar í Borgarholti og þeirra systkina, góður bóndi á sinni t:ð og maður vandaður í hvivetna, og vinsæll. — Gunnar Einarsson á Sel- fossi, háaldraður maður, 80 ára gam- all, fósturfaðir Simonar bónda Jóns- sonar, sem þar býr nú, svo sem kunn- ugt er. Gunnar var einn af þessuni gömlu, góðu og heiðarlegu mönnum, cr ekki vildu vamm sitt vita, tryggur i lund, vinfastur og hinn áreiðanleg- asti í öllu. Hann bjó lengi á Selfossi, og jafnan góðu búi. Kona hans, Sess- elja Plannesdóttir, 87 ára gömul, lifir enn, og hefur nú veriö blind um nokkur ár. Gunnar heitinn og þau hjónin hafa, síöan þau ljetu af bú- skap, dvalið hjá fóstursyni sínum, Sí- moni á Selfossi. — Enn fremur ljetst í sumar á Vifilsstaðahælinu Ingvar Guðmundsson frá Gýgjarhóli í Bisk- upstungmn, sonur Guðmundar heitins, er áður bjó í Þjórsárholti, en stjúp- sonur Guðna Diðrikssonar á Gygjar- hóli. Hann var ungur maður, rúm- lega þritugur, búfræöir.gur frá Hól- um i Hjaltadal, og mesti efnismaður. Átti hann um mörg ár við heilsuleysi að búa, og annála allir er hann þektu þrek hans og dugnað, er hann jafnan sýndi þrátt fyrir lasleika og þráláta heilaubilun. Ingvar var góðum gáfum gæddur, tylgdist vel nieð í öllu, og hafði lif- andi áhuga fyrir framfaramálum jjjóöarinnar. Hann var hreinskilinn, tryggur i lund og drengur hinn besti. Guðm. Thorsteinsson málari hefur nú opna sýningu á málverkum og teikninguni eftir sig í Barnaskólahús- iriu, daglega frá kl. 10—6 e. ni. Þaö er fjölbreytileg sýning: landslags- myndir úr Borgarfjarðarhjeraði, Skagafiröi, Siglufirði, og frá Noregi, fjöldi mynda úr ísl. þjóðsögum og gamanmyndir og skopmyndir af ýmsu tægi. Ein af þeim heitir: „Hefurðu heyrt?“ og sýnir tvær kjaftakindur í tröllahömum, en það, sem höf. vill sýna, kemur ág'ætlega fram í mynd- inni, þótt tröllagervið sje breitt þar yfir. Þar rjett hjá er önnur skop- mynd teiknuð: „Pjetur með sturlan stærsta,“ gerð eftir smásögunni i þjóðsögunum, sem hefur þessa fyrir- sögn. Og margt er þar af líku tægi. Búkollusagan er sýnd þar í 6 stórum myndum; „Sálin hans Jóns míns“ í nokkrum teikningum. Stærsta myndin h.eitir „Stökkdans í Sætersdalnum“ og er frá Noregi; kostar 1200 kr. Annars er verð myndanna frá 10 til 400 kr. Nýtt ættarnafn. Páll V. Guðmunds- son stud. med. et chir. frá Torfalæk á Kolkumýrum hefur tekið sjer ættar- nafnið Kolka. „Góðgerðir við sjálfan sig og ná- ungann“ (ofát, kaffi, koges o. fl.) var fyrirsögn fyrirlesturs, sem Steingr. Huftárbakkasiiólaneniendur erit hjer meö ámintir um að konia í haust með k o r n- og sykurseðla sína. Tapast hefur rauður hestur með hvítri stjörnu í enni, glófextur, kliptur í síðu stafirnir P. B., aljámaður. Enn- fremur grár hestur merktur á eyra silt vinstra, kliptir á síðu stafirnir P. B., lika aljárnaður. — Finnandi þess- ara hesta er beðinn að gera kaupm. P. M. Bjarnason, Hverfisgötu 46, Rvik, er greiðir góð fundalaun, að- vart um hestana. Matthíasson læknir flutti hjer síðastl. sunnudag. Var þar húsfyllir og þótti fyrirlesturinn bæði fróðlegur og skemtilegur. Ágóðanum var varið handa örkumla manni. — Örlítið á- grip skal hjer tekið af efni fyrir- lestursins. Læknirinn taldi margt af því, sem kallað er góðgerðir, vera i rauninni misgerðir yið maga manna og melt- ingarfæri. Hjer á landi er alt of mik- iö af þess konar góðgerðasemi. Eink- um sulla menn alt of miklu í sig af kaffi á öllum timum dags. Kaffinu fylgir oftast brauð, og verða þessar aukamáltíðir til að iþyngja maganum og spilla matarlyst manna, þegar þeir borða. — Kvenfólkið er óhófssamara í þessu en karlmennirnir. í öllum kaupstöðum landsins tíðkast alt of mikið kaffi- og súkkulaðiveitslur, og hver konan keppist við aðra, að haía á borðintt sem allra-flestar og ljúf- iengastar kökur. Svo er venjulega ckki látið þar með nægja, heldur þarf að bjóða ávexti eða önnur sætindi þar á ofan, Stundum fylgir svo borðhald a eftir með margs konar krásum. Þegar þetta endurtekur sig dag eftir dag, eins og stundum, þegar kunn- tngjarnir eru margir, og hvert boðið rekur annað, þá verður of mikið af svo góðu. Þessu hafa margar konur kvartað yfir við mig, en venjan er crðin svo rík, að erfitt er að láta af henni. — Þrátt fyrir dýrtíðina hafa menn ekki lært að spara viö sig i mat og: drykk. Varla nokkurstaðar tilraun. til þess, alstaðar ofát. — Og þrátt fyrir aðflutningsbann á áfengi sjest það um hönd haft víðast hvar um landiö. Hann kvaðst í fyrstu hafa /

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.