Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.09.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 11.09.1918, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA haft töluveröa trú á aö aBflutnings- bannið yrði þjóðinni til gó8s, af því hann hjelt a8 hægt væri aö framfylgja því. En það er ööru nær en aö svo sje, sagði hann. Hvervetna sjást þessi lög brotin og litiö sem ekkert gert til aö hegna lagabrjótum. Áfengi er smyglað i ríkum mæli, og sumpart drukkið eftir læknisreceptum. Þaö er aikunnugt, að meiri hluti allra lækna cg sýslumanna er mótfallinn lögun- um. Hvaöa von er þá til að þeim sje framfylgt? Verst af öllu er að menn eru farnir aö drekka alls konar ó- þverra, eins og brensluspíritus, hár- spíritus, shellak o. s. frv. — Skyldu vera aðrir vegir til að bæta úr þessu en þeir, annaðhvort að afsetja alla sýslumenn og lækna eða breyta lög- unum? -7- Viö verðum aö læra að spara. Sleppa t. d. allri óþarfa-eyöslu í mat og drykk, því það væri okkur til heilsubótar. Það má enn fremur spara mikið með þv' að hætta aö neyta jafnmikils af heitum og krydd- uðum mat og gert er.—Allir, sem hafa verið við heyvinnu eða í ferðalögum. kannast viö að óbreyttur kaldur mat- ur getur smakkast alveg eins vel og jofnvel betur en ntestu krásir. — Þetta kemur af því að vinnan eða hreyfing- in úti undir beru lofti gerir menn matlyst igri. Menn ættu að venja sig á að borða ekki fyr en þeir eru svangir. Sulturinn er besta ráðið til að gera einíaldan, ódýran mat mesta ljúfmeti. — Allir eiga að hafast við úti einhvern tíma, ganga úti, ef þeir hafa ekki útivinnu, að minsta kosti einn klukkutíma dags- ins og hreyfa sig duglega. Einar H. Kvaran skáld hefur á terðum sinum um Norðurland og Austurland í sumar haldið fyrirlestra og upplestra á 22 stöðum. Hafa þeir alstaðar verið vel sóttir, enda þótt hann oft yrði að taka til þeirra virka daga og þetta væri á mesta annatima sveitanna. Hann fór lengst til Fá- skrúðsfjarðar. Á Sauðárkróki lá hann veikur nokkra daga. Hjeðan fór hann landveg, en seldi hesta sína á Aust- fjörðum og kom þaðan sjóveg. Frú hans var með honum alla leiðina. „Sálin vaknar“, skáldsaga E. H. Kvarans, er nú að koma út i sænskri þýðingu eftir frú Nordal, konu Sig- urðar Nordals prófessors. Þórarinn Jónsson Húnvetninga- þingmaður kom ekki til þings nú. Or- sökin er sögö sú, að kona hans hafi legið veik og þungt haldin. Hámarksverð á kartöflum kom i gildi 1. þ. m. og er 30 kr. á tunnu, og 35 au. kg. í smásölu. Úr Fljótshlíð er skrifað 28. ágúst siðastl.: „Hjeðan er að frjetta gras- brest svo mikinn að gamlir menn segja hann aldrei jafn mikinn síðan grasleysisárið 1881, og lítur sem stendur mjög illa út, þvi nú er óslitin rigningatíð búin að vera á aðra viku og í dag ekki vinnuveður. — Siðastl. sunnudag hjelt. ungmennafjel. „Þórs- mörk“ hjer í Fljótshlið samkomu á Þverárbökkum fram af Hliðarenda. Var samkoman allvel sótt. Þar prje- óikaði sjera Eggert Pálsson prófast- ur og mæltist vel að vanda. Voru svo ymsar íþróttir sýndar, svo sem kapp- hlaup og hástökk. Best glimdi Guð- jón Úlfarsson frá Múlakoti, en kapp- hlaupið og hástökkið vann Jón Árna- son í Valsdal. Einnig voru þar reynd- ir hestar. 1. verðlaun fyrir stökkhest fjekk hreppstjóri Tómas Sigurðsson á Barkarstöðum, en 2. verðlaun Jón Sigurðsson í Árkvörn. Fyrir skeið- Iiesta fjekk fyrstu og önnur verðlaun Valdimar Böðvarsson á Botni, og þóttu þeir afbragðsgóðir, og annar þó ekki nema 5 vetra. — Að þessu loknu var dansað svolitla stund. Fóru menn svo heim glaðir og ánægðir og ósk- uðu eftir að mega eiga fleiri sam- komudaga með ungmennafjel. „Þórs- rnörk". Leiðrjettingar. í ræðu landsbóka- varðar í síðasta tbl. eru þessar prent- villur, sem lesendur eru beðnir að leiðrjetta: í 45. I. a. n. á 2. dlk. I. bls. stendur: öxlunum fyrir: öxunum. í. 17. 1. a. n. á 4. dlk. 1. bls. vantar inn í á eftir nafni Jóns Þorkelssonar rek- tors: Halldór Kr. Friðriksson yfir- kennari. Þér eyðið tímanum þegar þið gangið frá einni verslun til annarar án þess að fá það sem þið Jeytið að og ykkur líkar að verði og gæðum. — Vanti ykkur föt, frakka eftir máli eða tilbúinn, og hinn góða viðurkenda Józka ullar-nærfatnað fyrir konur og karla, þá sparið þið tima og peninga við að koma strax í Vöruhúsið. Ljúkið upp augunum áður en þið kaupið fatnað til vetrarins, og standi ykkur ekki á sama hvað mikið þið brúkið til fatnaðarkaupa, þá ráðleggjum við ykkur að gera kaupin í hinni stærstu ullarvöru- og karlmannafatnaðarverslun landsins, sem ekki að eins lætur ykkur fá þær bestu vörur, heldur um leið þær ódýrustu, þar eð við höfum gert okkar mesta innkaup á vörum á síðastliðnu ári frá bestu verksmiðjum ytra, þá er verð okkar lægra en við getum fengið sömu vöru nú fyrir, og skulum við nefna hér nokkuð, og flest annað er því líkt. Nærfatnaður: Karlmanna Sokkar . . . . _frá 75 au. Bolir ... — 260 — — Bnxur . . ... _ 325 — Barnapeysur . , , ... — 215 — Kvensokkar . . . ... _ HO — Kvenregnkápur . . ... - 2000 — Saumnálar, bréf . . ... — 15 — Tvinni RI. ... ... — 28 - Ivlœðslcer’acleilclin : Afarstórt úrval af allskonar fata- efnum, verðið sanngjarnt sem fyr. Jakkaföt frá 120 til 195 kr. Svört fataefni, margar teg. Frakkaefni, Ryk- frakkaefni kvenna og karla, sterk Drengjafataefni frá 13,50 Mtr. Ahersla lögð á vandaðan frágang. Tilbúinn fatnaður: Alföt....................frá 3600 au. Inni Jakkar..............— 660 — — Búxur.................— 675 — Enskar Húfur, Hattar, Der- húfur, Manohettskyrtur . — 485 — Fiibbar..................— 65 — Fleiri hunduð Reguhlífar og Gönguslatir o. fl. 0. fl. Orð í tíma talað. Biðið ekki með að gera kaup yðar á vetrarfatnaðinum þangað til vetrarkuldinn skellur á, því þegar við höfum selt vörur þær sem við höfum nú, og verðum að gera ný innkaup, verður verðið miklu hærra og margar vörur ófáanlegar. Yið bjóðum yður nú, sem fyr, bestu vörurnar með lægsta verði. Lanum eis.ix.1 en seijum ódÝrt. Vöruhúsið. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. elsijóFaskölÍDn bypjar 1. okióber kl. 12 á háegi. Þeir, sem ætla að komast á skólann, sendi fyrir þann t'ma til undirritaðs skriflega umsókn, sem á að vera stiluð til stjórnar- ráðsins, ásamt læknisvottorði og vottorði um að hafa stundað járn- smíði í það minsta 1 2 ár og 7 mánuði, eftir 14 ára aldur. M. E. Jessen. XVI. KAFLI. Daginn eftir aS sendiboðarnir komu ' til borgarinnar ráöguðust þeir um, hvort þeir þá þegar skyldu færa Kmi- elnitski gjafir þær, er konungurinn sendi honum, eöa bíöa þangaö til aö bann auösýndi þeim tilhlýðilega virö- ingu. Þeir töldu það ekki heppilegt, aö fresta því og var ákvarðað aö færa lionum þær næsta dag. Fallbyssuskotin dundu allan morg- uninn og klukkum var hringt. Fólk sótti hvaðanæfa að torgi borgarinnar þar sem viðhöfnin átti fram að fara. Kmielnitski sat þar í eins konar há- sæti, klæddur rauöri kápu fóðraöri með safalaskinnum. Fótskör hans var þakin flaueli og gullskreytt. Reiöi og óþolinmæði voru auðsæ á svip hans. Hann var sárgramur yfir að þurfa að bíða sendiboðanna. Loks kom flokkur þeirra. Einn bar á flauelskodda hetmanssprota þann er kongurinn sendi Kmielnitski, annar bar rauðan fána með ísaumuðum erm; þá kom hinn gamli gráskeggjaði hers- ii. Hann var óglaður í bragði, því að hann fann það vel, hvílíkur yfir- skinsleikur nú var leikinn. Hann var í rayn og veru eigi kominn þar til þes's að tilkynna Kmielnitski náð kon- ungsins, heldur til þess að biðja hann griða. í sama bili og hersirinn gekk fram fyrir Kmelnitski, hljómaði harm- þrungin rödd Skrjetuskis, og var sem hún endurhljómaði í hjörtum þeirra er voru viðstaddir: „Dragónar! Snúið við I Fylgið mjer!“ Allir litu þangað er flokkurinn var. Kmielnitski hnykti við, og hann hálf- stóð upp. Sendiboðarnir fölntiðu. Það varð grafarþögn, nema jódynurinn, er dragónarnir riðu burtu. Flersirinn sá að hann eigi mátti hika eitt augnablik. Hann gekk fram fyrir Kmielnitski og hóf mál sitt á því að fullvissa hann um náð kon- rngsins. En þá greip drukkinn Kó- sakkaforingi fram í fyrir honum: „Við þurfum ekki á náð kongsins að halda, við getum bjargast af án hennar.“ „Hafið þjer, hetman, ekki betri aga á mönnum yðar?“ sagði hersirinn sár- reiður. Kmielnitski skipaði að leiða hinn tírukkna Kósakka burtu. Hersirinn fjekk nú hljóð til þess aö ljúka máli sínu og aíhenti hann síðan Kmiel- nitski hetmanssprotann, og gat þess, að frá þeirri stundu væri hann forin- lega valinn hetman, þvi næst fjekk hann honurn fánann. Sveiflaði Kmiel- nitski honum yfir höfði sjer og kváðu þá við glymjandi fagnaðaróp frá tug- um þúsunda Kósakka. Kmielnitski varð nú ærið ljettbrýnn cg sagði síðan: „Jeg þakka konginum þá miklu náð, er hann hefir auðsýnt mjer. Jeg hef líka ætíð verið sannfærður um það, að konungurinn hefur verið með mjer, en móti hinum hræsnisfullu furstum og aðalsmönnum; vil jeg því ráða þeim til þess að hlýða honum og mjer.“ „Konungurinn býður yður að stöðva nú allar blóðsúthellingar," sagði hersirinn. „Jeg úthelli ekki blóði; en heyrt hef jeg það, að Badzivik hafi eytt óð- öl mín; reynist það rjett vera, þá mun jeg gera suma af ættstærstu hei - föngum mínum höfði styttri. Nú vil jeg ekki senrja. Jeg er orðinn svang- ur. Komið og snæðið með mjer.“ Kmielnitski stóð upp og sneri til herbergja sinna. Sendiboðarnir og helstu foringjar hans fylgdu honurn. Þeir settust síðan að snæðingi. Sat hersirinn til hægri handar Kmielnit- ski, er þegar móðgaði hann. Hann benti á brennivínskrukku og mælti: „Þeir segja í Varsjá, að jeg drekki pólskt blóð, en mjer fellur brennivín betur. Hundunum er ætlað hitt.“ Kósakkarnir hlógu að fyndni þess- ari. Þegar Kmielnitski hafði drukkið nokkra brennivínsbikara spurði hann alt í einu: „Hver er foringi dragónanna?“ „Skrjetuski." „Jeg þekki hann. Hví reið hann brott?“ „Af því að jeg hafði lagt svo fyrir.“ „Hvers vegna gerðuð þjer það?“ „Vegna þess að mjer þótti ekki við- eigandi að dragónar væru við athöfn- ‘ _ (< ma. „En jeg hefi mína skoðun á því. Jeg þekki Skrjetuski." Kmielnitski drakk þar til kom á hann æði; hann barði í borðið, svo diskar og bikarar hoppuðu til á þvi. Lýsti hann yfir því, að hann hvorki vildi semja við Pólverja nje veita vopnahlje, heldur ætlaði hann þegar gegn þeim, sigra þá og selja síðan til Tyrkja. En þótt hann væri drukkinn, sá hann þó að hann hafði oftalað. Færu sendiboðarnir þegar heim, mundi styrjöldin byrja undir eins aftur, en Kósakkar voru illa undir það búnir, að berjast um hávetur. Hann drakk því heillaskál konungsins og bað hersinn að reiðast eigi vegna ölmælgi sinnar. Þá er staðið var upp frá borðum, kvaddi Kmielnitski hersinn og kvaðst mundu borða hjá honum næsta dag. Þegar Kmielnitski daginn eftir borðaði miðdagsverð hjá hersinum, var hann í mjög slæmu skapi. Sagð- ist hann vera dreginn á tálar af Pól- verjum og vildi ekkert við þá semja, og eigi kæmi það til mála, að hann ljeti herfangana lausa. Þegar hinn á- gæti mjöður hersisins var farinn að svífa á hann, varð fyrst hægt að mæla hann málum. Klukkan þrjú um nóttina ætlaði hann að ryðjast inn í svefnherbergi hersisins. Það tjáði eigi hvernig sem hann reyndi að aftra því. Hann hafði íalið Skrjetuski þar og bannað honum að láta Kmielnitski sjá sig, því að bann óttaðist að þeim mundi lenda saman í deilu þegar þeir hittust. Kmielnitski hrinti upp herbergis- hurðinni og kom auga á Skrjetuski þar inni. „Skrjetuski!“ hrópaði hann glað- lega, „hví komið þjer ekki inn og drekkið með oss?“ Hann rjetti honum hendina vin- gjarnlega. „Jeg er lasinn,“ svaraði hinn og hneigði sig. „Hví riðuð þjer svo skyndilega burtu í gær. Þjer spiltuð með því gleðinni við hina hátíðlegu athöfn.“ „Jeg hafði boðið honum það,“ greíp hersirinn franr í. „Þjer leikið ekki á núg, hersir, jeg þekki hann. Hann vildi ekki horfa á að jeg væri þannig heiðraður. Hverj- tim öðrum hefði jeg reísað fyrir slíka móðgun. En mjer er vel til hans. Hann er vinur minn.“ Hersirinn fctlaði varla að trúa aug- um sínum eða eyrum. „En vitið þjer hvers vegna mjer er svo vel til hans? Vegna jiess að liann hefur hrakið Tschaplinski, eins og hann átti líka skilið’. Hann getur beöið mig bónar, jeg mun gera hana.“ „Megi jeg notfæra mjer loforð yð- ar,“ sagði Skrjetuski, „þá beiðist jeg rjettlætis af yður. Einn af foringjum yðar hefur beitt núg órjetti ....“ „Þar fyrir skal hann týna höfði sínu. Hvað heitir hann?“ „Bohun." „Bohun ? Bohun er dáinn; hann fjell í einvígi.“ Skrjetuski rak í rogastans. Zag- loba hafði þá sagt satt. „Hvað hefur Bohun gert á hluta yðar?“ spurði Kmielnitski. Skrjetuski roðnaþi, en jragði. Hann vildi helst ekki tala um Hellenu í við- urvist hins hálffulla hetmans, því að hann gat búist við, að hann Ijeti ef til vildi sjer um munn fara einhver móögandi orð um hana. Hersirinn var því fyrir svörum og sagði alla söguna. „Leitið þjer hennar!“ sagði Kmiel- nitski. „Jeg hef leitað hennar, en árang- urslaust. Mjer er nú sagt að hún muni vera í KænugÖrðum. Fæ jeg leyfi yð- af til þess að leita hennar þar. Það er bón nún til yðar.“ „Þjer eruð vinur minn og þjer haf- ið hrakið Tschaplinski. Jeg veiti yður eígi að eins leyfi til þess að leita hennar þar, jeg skal enn fremur skipa svo fyrir að sje nokkur er varðveitir hana þar í borginni þá færi hann yð- ur meyjuna. Jeg fæ yður vegabrjef cg skipun til yfirmanna borgarinnar að leita henliar þar í öllum klaustr- um. Jeg efni ávalt það sem jeg lofa.-“ Hann ljet þá þegar skrifa og inn- sigla vegabrjefið og skipunina til yfirvaldánna í Kænugörðuin. Því næst bauð hahri tvö htindruð riddurum sínum að fylgja Skrjetuski til Kænugarða og þaðan aftur þar til hann væri óhultur. Daginn eftir hjelt Skrjetuski frá Perejaslav áleiðis til Kænugarða. •N Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.