Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.11.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.11.1918, Blaðsíða 2
i82 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi, og auk þess aukablöS við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júlí. Öskunni fylgir hjer töluveröurbrenni- steins þefur. Nú er kl. aö ganga 8 að kvöldi, og ekki ljettir öskufallinu enn, þótt nokk* uö sje minna en um hádegið — kemur nú frefnur í gusum, vaxandi og mink- andi eftir misjöfnum kalda; er því rtijög dimt úti og gætir ekki tungls. Má drottinn vita, hve lengi og mik- ið á nú að ausast yfir okkur úr þess- ari óláns-muggu, en allir óska og biðja, að verða mætti sem skemst og minst. Hver áhrif þessi ákoma hafði og hefur á fólk hjer um slóðir, má nærri geta. Það var þó mikil bót við böli, að ekki urðu hræringar að marki. Fyrir það varð fólk þó ekki eins hrætt og ella mundi — þetta fólk hjer um slóðir, ,sem áður er margskelft og stór-veiklað af fyrri jarðskjálftum. — Vegna landnyrð- ingsins voru menn hjer líka eðlilega að vona, að ekki mundi svo rjúka yfir úr þessu gosi, sem er í suðaustur átt, og hugguðu sig við það. En nú hefur sú vonin brugðist, og nú blandasr saman í brjóstum manna uggur vio öskumyrkrið í kvöld og kvíði um vandræða-afleiðingar þess.ofan á og saman við alt annað: dýrtið, heybrest og grasleysi. Menn gera eðlilega ráð fyrir, að þetta litla, vesalings gras, sem fyrir ei á jörðinni, eftir hið bága sumar, verði eitrað af öskufallinu, og nú megi enga skepnu á setja, nema ein- göngu á innigjöf o. s. frv. og sje þá sýnt um, hversu fara muni um bú- stofn og framtíðarbjargræði manna. 1 þetta að horfa er dimmlegt og dap- urlegt, næstum þvi líkt og nú í kvöld að líta út í myrkrið af ösku, sandi og nótt. Nú þyrfti því almenningur að eiga i fari og fórum sínum mikið þol og þrek, ,,trú og dáð og dug“, og ráða- gæði, og taka nú til þess, er svo mjög mun á reyna. Og vonandi veitist blessuðu fólk- inu nú þessi líkn með þraut, það þrek, sú trú og dáð, og sú drottins náð og hjálp, sem fleytir því yfir og frarn úr öllum þessum pgangi og kröggum. — En þó að hart sje nú hjer hjá oss, 0g skuggalegar næstu umhorfurnar og framhorfurnar, þá er ekki að vita, nema a ð r i r eigi við enn þá ramm- ara að rjá, út af þessu ösku- og ólyfj- ani spúandi gosi. — Sje það úr Kötlu eða hennar um- hverfi, þá liggja a ð r a r manna- bygðir miklu nær, og má þá búast við, að þar hafi orðið enn meira og fleira til raunalegri tíðinda. Við hugs- um reyndar að vindáttin hafi til þessa haldið frá þeim öskunni; en við getum varla varist hugsunum og ótt- anum um jarðskjálfta og hræöileg jökulhlaup, og ógn og slys af þeim í næstu gosbygðum, og biðum með óró frjetta þaðan. — Drottinn gæfi, að alt væri einnig mannslysalaust þaðan, eins og hjeð- an, að frjetta. — Sagt er, að „sjald- an sje ein báran stök,“ og á sjó sjeu „ólögin“ jafnan þrjú, en þá komi hlje. Hjer hefur heldur ekki ein báran orðið stök, en „ólögin“ komið þrju, og þetta hið síðasta og versta. Hið fyrsta má telja styrjaldar-stríðið alt og dýrtíðina, sem til vor hefur náð; hið annað er síðasti frostgrimdar- vetur og almenna grasleysið og hey, bresturinn í sumar; og þetta nú hið þriðja: Öskugos yfir svo eða svo mik- ið af landinu. — Það er eflaust tilsett náttúrulögmál, þetta með „ólögin“ þrjú á sjó; og mörgum sjórnanni hefur það bjarg- að, að hann þraukaði og beið eftir, að þriðja ólagið riði yfir og færi hjá» og notaði sjer svo hljeið. Það má lika ætla, að árans-„ólögin“ sjeu ein- att, og þá einnig nú, látin vera að fastsettu lögmáli þess, sem nátt- úruna hefur skapað, og að nú nægi því einnig vonast eftir hvíld og hljei, eftir'þessu síðustu rumbu. Það er líka vitanlegt, að margur hefur komist vel af áður, sá er í drottins trausti strit- aðist við að láta ekki síðustu óárans- ölduna gleypa sig, og barðist við að bíða þess, að hún færi hjá. — Þannig mun nú líka vel fara fyrir öllum þeim, sem þetta lánast að muna cg halda nú. Því eftir þetta mun bráð- um koma hlje og gott lag til góðrar hafnar. Þetta lán, þessi líkn í þraut, að vilja hefur nú aftur fyrirliggjandi miklar birgðir af allskonar unnum ogóunnum trjávið, í hús, húsgögn, báta og amboð svo sem: Margskonar lista. Heíl. og óhefl., plægð borð: * * * * 5/s» 3U> 1. H/4 og V2” á, þykt. Óunrún borð: 5/9X4”, 3/4X5 til 7”, 1X4 og 9”, n/4,X4 til 8”, H/2X5 til 7”. Planka: 2X3V2 til 7, 2V2X5 og 7”, 3X8” — 1, H/4, D/2 og 2” „prima“ í hús- gögn. hurðir og amboð. 5/8X7” úrvals og 3/4” órandsöguð bátaborð 3X9” „prirna“ í árar. Allar stærðir af trjám. Viðurinn er afbragðs góður. Verðið hvergi lægra. Nokkrar stærðir sérstaklega ódýrar. 2ES ð a* x* tl n n óskast keyptur. Tilboð sendist h|f Carl XXöepfiier Reykjavik. Símnefni Höepfner. Hjálmar Gislason, 506 Newton Ave., Winnipeg, Man. Canada, tekur að sjer sölu á islenskum bókum, tímaritum og blöðum. Hefur rekið bóka- sölu í Winnipeg tvö síðaslliðin ár. Trygg og áreiðanleg viðskifti. | og geta strítt og stritað, þolað og beð- j ið byrjar, hefur líka yfirleitt lánast mörgum einstaklingum og heilum þjóðum, samhliða sjersakri forsjá og handleiðslu æðri stjórnar, ef fólkið sjálft trúði á þessa stjórn með „dug og dáð“. Og svo mun líka vissulega fara, einnig nú, að alt mun flotast af, „§f trú og dáð og dugur eigi svíkur“, örvænting kemst eigi að, og sjálfur drottinn hjálpar þar og í því, er manna vit og máttur þrýtur. En líklega er þetta alt, öll mann- lífs-,,ólögin“ til þess, að minna oss á svo margt, sem verið hefur ýmist of eða van hjá okkur flestum að undan- fömu, og brýna til gætni og grand- varleiks, betra hófs og ráðlags í mörgum efnum. —- Nánustu fyrirsjáanlegar afleiðing- ar þessa goss og ösku yfir austur- sveitirnaí eru og verða þær, að farga verður eða þarf öllum þeim búpen- mgi manna sem ekki eru nægheyfyrir til stöðugrar gjafar allan tímann fram á næstu ný grös. Þvi telja má víst, að aska þessi sje óholl og eitri alla haga. En með því, að hey manna eru nú óvenj-lítil eftir hið aumlega síðasta sumar, segir það sig sjálft, að förgunin þarf að vera og verðu?. stórkostleg og tilfinnanleg — þó verður þessi sári haustskaði hollari en vetrar- eða vordauði skepnanna af eitrun sáralítilla haga. — Fyrirsjáanleg' er þvi nörð eina- og afkomuleg baráttaalmenníngs í næstu framtíð, þar sem gráast verður leikið af þessu öskugosi ofan á alt annað. En mestu skiftir þó, að hinu stríð- andi fólki veitist andleg og líkam- leg heilsa og hreysti og þróttur til að þola raunirnar. Því þá mun það ganga sigrandi af hólmi. Nú þarf að muna, að þótt margt og mikið gangi á, til ama og nauða, og nú sjeu sannlega dimmir dagar i flestum skilningi, þá er þó hjer um ekkert einsdæmi að ræða, þar sem grasbrestur, gos og öskufall er, heldur nokkuð, sem oft hefur komið fyrir áður, og þó úr rætist með bjart- ari dögum. Hef líka þá von og trú á fólki hjer yfirleitt, að það muni taka þessum ókjörum með góðri greind og skyn- semi, og berjast og verjast í þeim og gegn þeim með „trú og dáð og dug“, í drottins trausti og með drott- ins hjálp.--------- 14. okt-, kl. 12. — Kvöldið í gær og nóttin í nótt voru hin allra-myrk- ustu, sem jeg og aðrir hjer hafa haft af að segja. Úti í þessu myrkri var þó sem hvert duítkorn væri maurildi, og snarkaði i, en'týrði á ojdum og brún- um, t. d. efst á flaggstöng, vindhana og þakskeggjum — Eftir að slökt var inni, Var um tíma ómögulegt að greina beran glugga frá dimmustu hornum herbergja. í nótt hefur líka fallið mjög mikil aska, og er nú allþykt lag yfir öllu, sumstaðar í skóvörp, en jörð öll hjer eins og flag með puntstráum upp úr. Fjenaður hefur hvergi viðnám,og er mjög annarleg- ur og ær. Enn er átt?in sama, stinn- ingskaldi, og ber öskuna bæði niður og áfram. Er loft alt enn svo ösku- muggu fylt, að eigi sjer næstu bæja á milli, og illratfært nokkuð lengra; en nokkru ljósara og ljettara þó i loft að sjá; hefur þó verið les- og rit- bjart í dag. í gærkvöldi rákust ferðamenn blindandi á fjenaðarhús með veginum. cg Ijetu þar fyrirberast í nótt vegna ódæma-myrkurs. Sáu ekki hesta sína nje vagna lengur, og urðu að fálma þá uppi. í nótt hafði og maður einn nauðkunnugur legið hjer úti milli næstu, mjög nálægra bæja, vegna myrkursins, en komst heill til bæja í morgun. Má búast við ýmsum slík- um sögum, og þakka fyrir, ef eigi hefur að orðið meira en hjer. Annars hafa menn hjer enn ekki gerað hitsc og spurt tíðinda. Það hefur alls ekki verið og er ekki enn þá ratfært til þess, og yfir höfuð hefur ekkert enn orðið aðhafst. Lækir allir og opið vatn er nú sem öskukorgur eða grugg cg ódrekkandi, nema síjað sje. Og alt vill fyllast í húsum inni. Vonandi fer nú bráðum að birta og skýrast, og menn geta talast við 0g borið sig saman. Öskuna úr þessu gosi 0. fl., þyrftt nauðsynlega að rannsaka, og skýra sem fyrst frá, ef í henni eru banvæn efni fyrir gras og fjenað, svo að menn síður freistuðust ti) að setja nokkuð á banvæna haga, ef um eitur er að ræða. Nú, kl. 5 e. h., herðir vind af sömu átt, og tekur að feykja því, sem fyrir er. Hvessi að mun, verður sannkall- aður „öskubylur" og vandræða veður. En vitskuld fyki þá mikið af öskunni burt, og væri það gott, ef eigi bættist jafnóðum við. Ofurlítið lýsir i lofti uppi nú, en alt í kring mógrá þjeua- mugga, svo að ekkert sjest í kring, og aldrei neitt til fjalla, og ekki til sólar heldur. 1 myrkinu mikla í nótt leið, sást ekki svo mikið sem einn geisli eða blossi frá gosstöðvunum. Hefur þá sá undra-leikur þar annað- hvort verið hættur eða mikið minni en áður, dlegar öskuburðurinn í loft- inu svo mikill, að hindrað hefur leift- urgejslana. 15. okt. — 1 nótt talsvert bjartara en í fyrri nótt; sást þó vel fyrir glugga og grilti í flaggstöng fram- undan; — mistrið því eitthvað minna eða þynnra, en aldrei sá þó fyrir tungli. Var all-hvast í nótt með ösku- renningi, og mátti þá vona, að nokk- uð fyki af. En það nemur sáralitlu, að eins þynst á þúfum og hæstu harð- bölum, en leifarnar fests í rótinni. — Er sjerlegt, ef af fýkur að gagni, því askan er svo þung og steinlimsleg, að hún smýgur alt og eins og kless- ist niður í rótina. — í dag einna bjart- ast yfir, kollheiður himin, og vakar oft fyrir sól í gegnum móðuna, sem oyrgir enn alt frekara útsýn i kring cg gerír ýmist að þykna eða þynnast á víxl, eftir vindi. Er áttin enn hin sama, fremur hæg. Almenn smala- menska átti að fara hjer fram í gær og skilarjett í dag, og hefur hvort- tveggja farið í handaskolum. Hikað er hjer enn við haustferðalög, þótt þau liggi brýn fyrir; og eríitt mun nú hjá mörgum, er í ferð eru. Er varla að náð verði í fje til slátrunar, uje slátur varið fyrir öskuskemdum. Fíestar bjargir bannaðar sem stend- ur. —• 16. okt. Nú í fyrramálið er líkt og í gær, kollheiðríkt, en misturhringur í kring hátt uppi á lofti, og sjer ekki lil morgunsólar. í gærkvöldi varð einna bjartast og þynti þá svo hjer íyrir í austri að grilti í efsta hlutagos- stróksins, og mátti þá sjá, að ekki er leiftra og blossaleikurinn hættur þar enn. En líklega er hann ekki jafn- óður og æstur og fyrst. Okkur sýnd- ust eldingaleiftrin strjálli. Sagt var hjer í gær, að vatnavextir og jökul- hraup hefði orðið á söndum fram strax fyrsta kvöld, en næstu manna- bygðir ekkert sakað, öskufall ekkert og alt með feldu þar. Eru þáð góðar frjettir, og óskandi, að sannar reynd- ust,'og megi svo standa áfram í Suð- urbygðum. Nóg verður að samt. — Enn þá er hjer áttin sama, með nokkrum vindi. Blæs hann upp ösku- gusum við og við hjer og hvar, en fer þó ekki með neitt i burtu. öll jörð er enn yfir að líta líkust flagi, hálf- grónu þó. 17. okt., að morgni. Þegar fram a daginn leið í gær, varð mjög leitt veður; herti kaldann, þyrlaði upp öskunni og fylti loft af mistri, svo að skuggsýnt varð, og sá eigi til næstu bæja. Vakaði þó fyrir sól oft- ar, og fyrir tungli í nótt- Annars hef- ur, siðan eftir sunnudaginn, oftast nokkuð heitt til að kvöldi og nóttu. Og oftast verið hjer frostlaust, 3—4 gr. hiti á daginn, en í nótt var frost, lítið þó. 1 dag er líkt veður, mjög mistrað alt umhverfis, en ljett uppi í hvolfi. Aldrei sjer til fjalla. Menn eru að basla við að slátra, en ráða illa við. S. d., að kvöldi: Síðari hluta dags- ins lygnt og ljetti þá svo til, að í fyrsta sinn, siðan á laugardag, sást til austurfjalla. Sást þá allgreini- lega gosmökkurinn, álíka mikill og fyrst, en leiftur sáust dauflega. — Hæst uppi bar mökkinn til norð- austurs sem fyr, og er þá áttin þar enn hin sama. Farið að bera á skytu í sauðfje, og jafnvel í hrossum sum- staðar, að sögn, t. d. á Skeiðum og víðar. 18. okt., að kvöldi: í morgun þykt loft og mistrað í kring, svo að óglögt sást til fjallahrings. Var þá rosaleg óhrein og grænleit skýjarofsgina t austri, bak við gosstöðvarnar, og sást mökkurinneins og súla milli rofbakk- anna,en engin leiftur.Áttin hjervarþá hæg, austlæg, og færðist svo til suð- urs. Dimdi þá í suðri, og gekk norð- ur yfir ryk- og öskuflóki, er smá- þyntist og rjenaði bráðum. Annat:, dumbungsveður yfirleitt í dag með nokkru öskufalli, ‘og 5 gr. hita. Logn í kvöld og milt, og ofurlitill vætu- vottur í strjálum úðadropum, sebi líklega lítið eða ekkert verður úr. 19. okt., að morgni: Úðadroparnir 1 gærkvöldi hafa orðið að hrími. Veður stilt, hitamælir við o; heiður uppi í hvolfi, en mistrað alt í kring. Grillir í stöku næstu fjöll eins og skugga í þoku, en morgunsól skín eins og í reykjarkafi. í dag á að heyja hreppaskilaþing hjer og greiða atkvæði um sambands- málið. Eaga er hjer neitt vitanlegt fyrirfram um þá atkvæðagreiðslu, en víst má telja, að alment falli atkvæði meS samb.lögunum, og að sennilega verði sóttur fundurinn, þótt margur sje nú annars hugar. S. d., að kvöldi: Fundur var, eftir atvikum, sæmil. sóttur. Menn voru rólegir og stiltir, og æðrulausar al- veg. Var ánægja að sjá og heyra það. Blíðskapar veður í dag, en mistrað með nokkru öskufalli. Vætuýringur í kvöld úr kafþykku hvolfi, en lík- lega verður ekkert úr vætu, því nú andar við norðaustur; en logn mest- allan daginn. 20. okt., að kvöldi: Hafði vætt að mun í nótt leið og slökt alt ryk og mistur- Gott skygni þvi í morgun og i allan dag til allra fjalla, og einnig yfir austurfjöll til gosstöðvanna. í þeirri átt voru líka rofginur í morg- un. Sást þá mjög vel, að lítið lát er enn á látunum þar; því næsta mikil var gossúlan, víst litlu minni en fyrst. En leiftur hafa sjest fá og strjál. Gosmökkinn bar til norðausturs að sjá. 1 dag blítt og kyrt dumbungs- veður með suðaustan átt, og nú í kvöld komin talsverð rigning. Bleyt- ir hún öskuna og þvær grasið, sem upp úr stendur. En varla mun hreins- ast rót, nje askan ganga ofan í að þessu sinni, nema því meira rigni á þýða jörð. Því svo er askan mikil. Heldur ágerist óheilbrigði í skepn- um, og er bágt að vitá, hvað verða kann í því efni. Reyndar er nú sagt, að rannsókn dæmi að eins einn hundr- aðasta hluta öskunnar óhollan, eða eitraðan. En aska er altaf aska, og v í s t a 1 d r e i holl fyrir neinn munn og maga, lungu etc. Var við Marteinstungukirkju í dag og hafði þá ánægju, að sjá og heyra e i n n i g þar fólkið alt æðrulaust og rólegt, með allan hug á að taka mannlega á móti þessu aðkasti, og fara var- lega og skynsamlega að ráði sínu um ásetning o. fl. 21. okt. að morgni. — í alla nótt og alt til þessa slagveðurshryðjur af landssuðri. Hafa við það nokkuð skýrst hólar og þúfur; askan ýmist sjatnað niður eða runnið út af, en lautir allar, og enda öll rót alstaðar, eins og flag af öskugráu klessulagi. Vegna votviðrisins er nú alveg ryk- og móðulaust, en kafþykt loft alt og rigningarsorti byrgir fjallahring, svo að ekkert er nú "að sjá eða segja frá gosstöðvunum. Læt jeg svo hjer við lenda. Hef hripað þetta upp, og sagt frá þessu gosi, eins og það hefur verið að sjá og reyna hjer í sveit, bæði sjálfum mjer til afþreyingar og til fróðleiks öðrum annarstaðar. Væri bæði gaman og máske líka gagn, að fá og eiga samanhangandi skýrslur eða frásagnir um þetta gos, og annað í sambandi við það, úr sem flestvim sveitum. Einkum gætu slíkar frásagnir orðið til fróðleiks og hug- fróun^r síðari kynslóð, sem verða kann fyrir sams konar plágu og hjer er nú um að ræða. Að minsta kosti hefði okkur hjer nú þótt gott að eiga glögga frásögn um fyrri Kötlugos, eða hversu þau hafi sýnst og reynst í okkar sveitum. — Vonandi fer nú að draga úr þessu gosi; en eftir er að vita afleiðingar þess- Óskandi er að þær verði ekki illar; eins og ugga má. En reynslan mun skera úr því. 22. okt. — Hátíðlegt í dag; slag- viðursrigning í gær og í nótt úr suðri og útsuðri hefur gert loftið hreint og tært og hressandi. Sólskin og blíða i allan dag, með hægum norðankalda, og yfirleitt heiður himinn. Þessi dag- ur langlíkastur gosdeginum fyrsta, nema enn blíðari. — En ekki er líkt því að hann sje eða verði þess síðasti: Gosmökkurinn ■— hjeðan að sjá laust norðan við hæsta hnúk Selsundsfjalls og góðan spöl fyrir norðan hæstu klakka Tindafjalla, í suðaustur aö baki þeirra — hefur sjest mjög skýrt í allan dag, litlu eða engu minni en fyrsta kvöldið ; en öðru vísi í lögun og hrúgaldurslegri. Sýnist uppburð- urinn afskaplega mikill og óþrotleg- ur. Hrannast hann mjög ótt, þykkur og þrútinn, bæði geisi hátt upp og vítt út, og stefnir nú, að því er virð- ist, suðaustur, og niður í þá átt. Eru líkur til, að bygðirnar þar framund- aneigi nú yfir sjer eða í vændum, óskemtilegar stundir f öskumyrkri, og að auki ef til vill, áfram haldandi eða endurnýjuð jökulhlaup. Enn þá er og bjeðan að sjá, er kvölda tekur, sama leiftra- og blossadansinn innan um öskubólsturinn og út frá honum, bæði hátt og lágt og í allar áttir, i alls kyns litum og myndum, en heldur þó strjálli en fyrst. Við þessa sýn leggj- ast menn hjer nú út af í kvöld, og sofna svo út frá herlni- 23. okt. — Við hjer fengum góða nótt með leifturblik, er sáust milli dúra. Alt loft er nú, um kl. II, kámu- þykt, en kyrt og frostlítið veður, við norður átt, og sjest gosmökkurinn mjög greinilega, síst minni en áður. En nú hefur hann breytt stefnu i nótt, og teygir sig nú með blásvört- um afarlöngum hala í austnorður hjeðan að sjá. Kemur þá í hug manns, að nú eigi Skaftártunga fyrir að verða

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.