Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 2
190 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vil, tninst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. sjerstaklega útheimti elju, samvisku- semi og nákvæmni, enda kom það brátt í ljós, aS eg haföi verið þar heppinn í vali mínu, því aS engan hefi jeg þekt honum „dyggari og drottin- hollari“ öll þau 7 ár (1903—1910) er hann var í þjónustu minni og heim- ilismaSur minn. Og þótt launin væru ekki há, er hann fjekk hjá mjer, auk fæSis og húsnæöis, þá hygg jeg samt, að þetta sjö ára tímabil í lífi hans, hafi veriS einna þægilegasti og á- hyggjuminsti hluti hinnar stuttií æfi hans, eftir aö hann komst til vits og ára, því aS hann fjekk þá allmiklar tómstundir til aS gefa sig við þeim fræSum, er hugur hans hafSi snemma hneigst að, en þaS var sjerstaklega íslensk ættfræSi. Var því og svo hátt- aö, aS hann hafSi jafnan óhindraðan aðgang að ættfræöibókum þeim og heimildarritum, er jeg hafði undir höndum, og var mjer ánægja aS hvetja hann til slíkra iSkana, af því aS jeg þekti sjálfur nokkuS til .þein- ar gleSi, er þaS veitir ungum manni aS mega leggja stund á þaS, sem hugurinn sterkast hneigist aS. Því miSur eru þeir alt of fáir, sem sú ánægja veitist, meSan þeir eru í fylsta fjöri og starfskraftarnir mestir. Skömmu eftir aS Jóhann heit. kom til Reykjavíkur mun hann hafa geng- iS í GoodtemplarafjelagiS, og var á- valt ötull og áhugamikill bindindis- maSur, en laus viS alt ofstæki, og allan óvitaskap. Veit jeg, aS fjelags- bræSur hans muni minnast starfsemi hans á því sviSi, því aS mig brestur kunnugleika til þess. — Þá er eg seldi ÞjóSólf, og ljet af ritstjórn hans um nýjár 1910, varS Jóhann aSstoSar- maSur hins nýja eiganda blaSsins, Pjeturs Zophoníassonar, og ritaSj mikiS í þaS þau 2 ár, 1910 og 1911, er Pjetur hafSi þaS undir höndum. Um þær mundir varS Jóhann aSstoS- armaSur á 2. skrifstofu stjórnarráSs- ins,ráSinnþangaS af hinum þáverandi skrifstofustjóra, Jóni Hermannssyni. Þótti þaS nýlunda mikil, aS óskóla- genginn maSur skyldi tekinn á stjórn- arskrifstofu landsins, þar sem aS eins „lærSir“ menn höfSu vanalega fengiS aSgang. En Jóhann heit. sýndi jþaS brátt, aS hann var starfinu vaxinn, og leysti þaS af hendi meS þeirri alúS og skyldurækni, er honum var runn- in í merg og bein viS öll störf, er hann tókst á hendur. LagSi hann á sig mikla aukavinnu síSari árin, og mátti heita sívinnandi, því aS hin föstu laun hans í stjórnarráSinu hrukku ekki til útgjalda, einkum eft- ir aS hann kvæntist og átti fyrir konu og börnum aS sjá. Samdi hann þá meSal annars margar ættartölur fyrir einstaka menn, sumar all-umfangs- miklar, og safnaSi niSjatali nokkurra manna, þar á meðal aS nokkru leyti síra Björns Jónssonar í BólstaSahlíS og síra Þorvalds prófasts BöSvars- sonar, sem er prentaS (1913), Jóns Ólafssonar Indíafara, einnig prentaS, Gunnlaugs Briem kammerráSs o. fl. Hann vann og mikiS aS registursgerS fyrir SögufjelagiS og Bókmentafje- lagiS, og er hiS stærsta þeirra regist- ur viS 4. bindi af Safni til sögu ís- lands. Eru slík störf einhver hin versta slitvinna, sem hugsast getur og afarþreytandi. ÞaS vita þeir best, er aS þeirri þrælavinnu hafa gengiS, og flestir fengiS sig fullsadda af. Auk þessa samdi Jóhann heit. þrjú rit, er merkust eru ritsmíSa hans, og jafnan munu halda minningu hans á lofti sem fræSimanns. HiS fyrsta þeirra var Alþingismannatal 1845—T9rS. — stuttar æfisögur al- þingismanna á þeim árum, — og gaf Jóhann kaupm. Jóhannesson þaS rit út 1906. HiS næsta var P r e s t a- s k ó 1 a m e n n, — stuttar æfisögur kandidata frá prestaskólanum á ár- unum 1847—*9TOf — og er þaS prent- aS í ritum Sögufjelagsins 1910. SíS- asta ritiS var L æ k n a t a 1 1760—- 1913, meS sama fynrxomulagi og fyrri ritin, og bygt á'Læknatali eftir di. J. Jónassen landlækni, prentuSu i Tímariti bókmentafjelagsins 1890, en mikiS aukiS, endurbætt og fram haldiS til 1913. Þetta rit var einnig prentaS í ritum Sögufjelagsins 1914. Öll þessi ritverk Jóhanns heit. eru mjög samviskusamlega af hendi leyst og mjög handhæg hjálparrit, þaS sem þau ná. Þetta stutta yfirlit yfir rit- störf hans, sýnir best, hve mikill starfsmaSur hann var, því aS meiri vinna liggur á bak viS slík rit, en margur hyggur, þótt þau sjeu ekki svo fyrirferSarmikil aS vöxtum. Mundi hafa mátt mikils vænta af starfsþreki hans og ábyggilegu þekk- ingu á íslenskum fræSum, ef hin grimma örlagnorn hefSi ekki svo skyndilega klipt sundur lifsþráS hans á besta þroskaaldri. En um þaS tjáir ekki aS deila. Jóhann h|eit. var manna hæstur vexti, en grannvaxinn, ekki fríSur sýnum, en svipurinn hreinn og góS- mannlegur, enda var þaS almanna- rómur þeirra, er honum kyntust, aS þeir hefSu ekki þekt betri dreng, nje viSfeldnari í allri viSkynningu. Mun þaS og ekki ofmælt, aS óvini átti hann enga, en vini marga og kunn- ingja, er þótti vænt um hann, sakir mannkosta hans og ósjerplægni, því aS hann var jafnan boSinn og búinn til allrar greiSasemi og hjálpar, er hann gat veitt, hve nær sem liSsinnis hans var leitaS. Og vinum sínum var hann svo hollur og tryggur, aS ekki varS um haggaS, og þoldi ekki aS þeim væri í nokkru hallmælt, en tók jafnan mjög alvarlega svari þeirra, hvar sem var og hver sem i hlut átti. Áhugamál þeirra voru jafnframt á- hugamál hans, svo framarlega sem þau samrýmdust grundvallarskoS- un hans, sem hann ekki hvik- aSi frá, því aS hann var enginn flauta- þyrill, og hafSi ákveSnar skoSanir, bæSi í stjórnmálum og öSru, og jafn- an þar sem betur gegndi, því aS dóm- greindin var góS, og skilningurinn glöggur á því, er mestu skifti í hverju máli. Er vinum hans, og öSrum, er honum kyntust, hinn mesti sjónar- sviptir í fráfalli hans á svo ungum aldri, en íslensk fræSi hafa þar mist ötulan og afkastamikinn starfsmann, og mun sæti háns vandfyltara heldur eu margra þeirra, sem hærra eru settir í mannfjelaginu og meira af gumaS lifs og liSnum. Hann kvæntist fyrir nokkrum árum norSlenskri stúlku, Petru SigríSi Jónsdóttur, og eignuSust þau 2 börn, pilt og stúlku, sem bæSi lifa. 21. nóv. 1918. Htannes Þorsteinsson. Sambandslögin samþykt í Fólksþinginu. Fregn frá 22. þ. m. segir sambands- lögin hafa veriS samþykt í Fólks- þinginu danska meS 100 atkv. gegn 20. Er þaS mikiS fylgi. I Landsþinginu ma búast viS aS fylgiS verSi ekki svo mikiS, en hitt er taliS vafalaust, aS lögin nái þar einnig samþykki. Fregnir um afdrif þess þar hljóta nú aS koma mjög bráSlega, því fyrir l. des. eiga lögin aS hafa fengiS staS- festingu konungs. Zahle forsætisráSherra lagSi sam- bandslögin fyrir FólksþingiS 13. þ. m. Hann skýrSi um leiS í ræSu inni- hald frumvarpsins, einkum þau atriSi þess, sem mótstöSu höfSu mætt í Dan- niörku. SíSan skýrSi hahn frá, hve miklu fylgi lögin hefSu náS hjer á landi viS þjóSaratkvæSagreiSsluna og óskaSi aS máliS fengi svo fljóta af- greiSslu í danska þinginu, aS lögin gætu gengiS í gildi 1. des. næstk., eins og áformaS hefSi veriS. Um fánann sagSi hann: í sam- bandslögunum eru engin ákvæSi um íslenskan fána. ÁstæSan til þess er sú, aS ísland verSur, þá er lögin öSlast gildi, fullvalda riki, og hefur þar af leiSandi rjett til aS hafa fána út af fyrir sig. Þó er gert ráS fyrir aS ísland, eins og Belgia, hafi engan gunnfána. NiSurlag ræSu hans var á þessa leiS: Jeg skal aS eins bæta því viS, aS aldrei gæti þaS orSiS smáþjóS til hagsmuna aS reyna aS kúga aSra enn þá minni. Vjer verSum ákveSiS aS halda fram rjetti sjerhverrar þjöS- ar, til þess aS lifa sjálfstæSu og ó- háSu lífi. Og þegar nú íslendingar álita aS þeir, bæSi fyrir sök fjölg- unar þjóSarinnar, fjárhagsástæSna, stjórnmála- og menningarþroska, sjeu þess megnugir aS lifa sem þjóS út af fyrir sig, þá er þaS aS eins þeirra, en ekki vort aS dæma um, hvort þeir hafi rjett fyrir sjer eSa ekki. ÞaS væri ofbeldi ef aS vjer, í skjóli hins sögulega sambands Is- lands og Danmerkur, sem lengi hefur veriS óljóst, ætluSum aS neySa upp á íslendinga ríkisrjettarlegu forræSi, sem þeir álíta sig ekki þurfa meS. ViS kröfum þeim, um viSurkenn- ingu á fullveldi íslands, sem íslend- ingar hafa haldiS fram meS mikilli einbeitni síSan 1848, er ekkert svai heppilegra en þaS sem gefiS er meS frumvarpinu til sambandslaga, er samiS er af mönnum, sem einkar fróSir eru um ríkisrjett, stjórnmál og sögu. Danskri þjóSernistilfinningu er þaS styrkur, aS unt skuli vera aS varSveita samband Islendinga og Dana, og þaS er vonandi aS báSir h’utaSeigendur megi vel una viS sambandiS, (upp frá þeirri stundu, sem báSir eru jafn rjettháir. Á íslandi virSist vaxandi fara tilhneiging til, aS mæta Dönum á miSri leiS meS fullu trausti, og áhugi manna hjer í Danmörku fyrir íslandi og málefnum þess, fer mjög vaxandi. GleSilegur vottur um þetta er þaS, hve marga áhangendur dansk-íslenska fjelagiS hefur fengiS í báSum löndum. Ósjerplægnir ágæt- ismenn eru einnig aS hugsa um fjárhagslega samvinnu milli íslend- inga og Dana. Þess vegna má maSur eigi aS eins vona, heldur vera viss um farsæla framþróun Dan- merkur og jíslands í vinsamlegu rikjasambandi, á grundvelli frum- varps þess, sem hjer liggur fyrir, °S J6? vona aS ríkisþingiS sam- þykki. — Sljesvík. Þess er áSur getiS, aS danska stjórnin fór þess á leit fyrir nokkru viS þýsku stjórnina, aS Sljesvíkur- búar fengju sjálfsákvöröunarrjett um þaö, hvort land þeirra skyldi áfram vera þýskt eöa danskt, og bar fyrir s'g 5- g'r- friöarsamningsins í Prag frá 1866, er gerir ráS fyrir, aS svo skuli vera. Fregn frá 18. þ. m. segir, aö þýska stjórnin hafi viSurkent sjálfsá- kvöröunarrjett Sljesvíkurbúa, og veröur þá áSur langt um líöur gengiS til atkvæSagreiöslu um þaS í SuS- ur-Jótlandi, hvort landiS skuli aftur sameinast Danmörku. Þetta er eigi aö eins Dönum mikiS gleSiefni, heldur og NorSurlöndum í heild, því enginn efi getur á því leikiö, aS Danmörk fær viS atkvæSa- greiSsluna mikinn landauka og aS danskir menn í SuSur-Jótlandi fá upp- fyltar heitustu óskir sínar, því marg- ir þeirra hafa altaf veriS mjög óá- nægöir meS yfirráS ÞjóSverja, enda hefur þeim veriS beitt meS, aS því er virSist, alveg óþarfri harSneskju gegn danskri tungu og danskri menningu og siöum. Sljesvík hefur, svo sem kunnugt er, veriS undir þýskum yfirráöum frá 1864. Bismark hafSi upphaflega boS- iö dönsku stjórninni aS skifta landinu eftir þjóSernum, láta Danmörk halda dánska hlutanum, en suöurhlutinn, þar sem ÞjóSverjar væru fjölmenn- ari, skyldi falla til Þýskalands. E11 Monrad, sem þá var forsætisráöherra Dana, neitaöi því boSi, og svo misti Danmörk alt. HafSi hann sjeS mikiö eftir þessu síöar og sagt, aö þaS heföi veriS eins og bundiS fyrir augu sín, er hann tók þaö ráS, aö neita tilboSi Bismarks. íbúar munu vera um 150 þús. á því svæöi, sem um er aS ræöa. Þó viröist svo sem óákveSiS sje enn, hvar takmarkalinan skuli dregin. ÞaS hefur komiS fram í dönskum blöS- um, aS sumir ætla aö bærinn Flens- borg muni hallast aS ÞjóSverjum, meöfram fyrir áhrif jafnaöarmanna, sem nú byggja aö sjálfsögöu miklar vonir á nýja, þýska, lýSveldinu. Inflúensan. Þetta blaö Lögr. mun, sem betur fer, veröa siSasta tbl. sem flytur langan Hsta yfir mannalát úr inflú- ensu-pestinni hjer í bænum. Síöustu dagana hafa fáir andast, og margir, sent veikin hefur lagst þungt á, eru nú ýmist komnir á fætur, eSa þá á góöum batavegi. Líknarstarfsemin hefur veriS vel stunduS og margir hafa lagt fje fram til hennar. Enn liggja margir á sjúkrahúsunum, eigi minst á hinu nýja sjúkrahúsi í Barnaskólanum. Og barnaheimiliS þar hefur komiS aS miklu og góöu liöi.*Þangaö er safnaS til hjúkrunar eigi aS eins veikum börnum, heldur og heilbrigöum börnum frá heimil- um, sem eru illa stödd, og er ánægju- legt aS lita yfir, hve öllu er þar vel fyrir komiö. ForstöSumaSur þess hef- ur frá byrjun veriS Fenger stórkaup- maöur, en Guöm. kaupm. Ásbjarnar- son hefur mest starfaS aS því, aS ná þangaS þeim börnum, sem hjálpar þurfa. GarSar Gíslason stórkaupm. hefur meS miklum dugnaöi veitt for- stööu öllum matarútvegunum til sjúkrahúss Barnaskólans, en ÞórSur læknir Pálsson hefur veriS þar yfir- læknir. Margir hafa gefiö ríkmannlega til liknarstarfseminnar. Olafsen, eigandi Duusverslunar, hefur sent 10,000 kr. Th. Jensen framkvæmdastjóri hefur látiö útbúa mat í eldhúsi Sláturfjel. SuSurlands og veitt hann gefins 1 stórum stíl. Einnig hefur botnvörp- ungur frá Kveldúlfsfjelaginu veriö sendur á veiöar og hefur aflanum ver- iS útbýtt gefins, eSa þá aS hann hef- ur veriS seldur til ágóSa fyrir hjúkr- unarstarfsemina. GarSar Gíslason stórkaupm. hefur gefiö 1100 kr., Th. Thorsteinsson, J. Fenger, G. Gunn arsson kaupm., G. Johnsen konsúll frá Vestmanneyjum, SteinolíufjelagiS og fjel. Trolle & Rothe hafa gefiö 1000 kr. hvert, Kaabershjónin 500 kr., Jón Sveinsson trjesmíSameistari 500 kr., GuSm. BreiSfjörS 500 kr., Sighv. Bjarnason bankastj. 250 kr., M. Benjamínsson úrsmiöur 200 kr„ H. Ólafsson & Co. 200 kr„ o. s. frv. Vera má aS þeir sjeu miklu flein, sem mikiS hafa látiö af hendi rakna til hjúkrunarstarfsins, þótt Lögr hafi ekki heyrt frá því sagt nje sjeS um þaö getiS. Nefnd hefur og veriS skip- uö, sem gengst fyrir almennum sam- skotum, en þaS er enn ekki kunnugt, hve mikiS hefur safnast hjá henni. Samskotalistar hennar eru í margra höndum og mun öllum bæjarbúum gefast kostur aS á sjá þá. Úti um larftíiö er veikin aS áger- ast, einkum austan fjalls og sumstaö- ar á VestfjörSum, en frá þessu er nokkuS. sagt í annari grein hjer i blaSinu. I síSustu blöSum eru talin 130 mannalát hjer í bænum, en fi'aíuhaldst listinn yfir þau er svolátandi: Arnór Björnsson, barn, Banka- stræti 10. Magnús Jónsson, Brb.st. 8 B. Þórarinn Björnsson, Bergstaða- str. 38. Katrín Guðlaugsdóttir, gift kona, Tjarnarg. 8. Guðm. Benediktsson bankarit- ari. Guðm. Jónsson, Hvg. 58. Sigríður Guðmundsdóttir, gift kona, Skólavst. 20. Iugibjörg Jónsdóttir. Lindar- götu 14. Skarphéðinn E. Gunnlaugsson Skólavst. 16. Jónína Sigríður Jónsdóttir, gift kona, Brunnhúsum. (Maður hennar er við fiskiveiðar á skipi við Ameríku). Herdís Matthíasdóttir (Joch- umssonar), kona Vigfúsar Ein- arssonar cand. jur. Herdís Guðmundsdóttir, kona Péturs Bjarnasonar skipstjóra. María Lára Olafsdóttir, Finn- bogahúsi. Sigríður Alexandersdóttir 2 ára, Óðinsgötu 20. Margrét Svala Sigurðardóttir, 5 ára, Bergstaðastr. 34 B. S'ghvatur Árnason, 2 ára, Vesturg. 53, Guðrún Guðmundsd., Lindar- götu 19. Jón Hannesson, 2 ára, Garða- stræti 1. Bóletta Finnbogadóttir, Ing- ólfsstræti 10. StefanSa Guðnadóttir, Eskihlíð. Vilborg Gunnarsdóttir, Lind- argötu 8. Einar Þorgrímsson, Laugav. Jónína Ámundadóttir, kona Geirs Sigurðssonar skipstjóra. Jónas Þorsteinsson, verkstjóri, Laugaveg 33. Guðrún Jóhannesdóttir, Þing- holtsstr. 8. Jónanna Petrina Jónsdóttir, s. st. Guðmundur Kristjánsson.Lauga- veg 22. Guðrún Jónsdóttir, saumakona, systir Tómasar Jónssonar kaup- manns. Hólmfríður Friðfinnsdóttir, Bræðraborgarstíg 3. Sigríður Þorsteinsdóitir, gift kona, Kárastig 10. Þóra M. Hallgrímsdóttir, Lauga- veg 27. Guðleifur Jónsson, Hákoti. Guðmundur Pétursson, Litla- Melstað. Friðrik S. Welding, barn, Kára- stíg 11. Hólmfríður Eyjólfsdóttir, Vest- urgötu 34. Ragnheiður Sveinbjarnardóttir, barn, Mjóstr. Ingigerður Siðurðardóttir, gift kona, Vesturg. 46. Hulda Dagný Björnsdóttir, Grettisg. 63. Sigríður Jónsdóttir, barn, Grund- arstig 5. Sigurjón S. Scheving, Skóla- vörðustíg 17 A. Þórunn Stefánsdóttir, frá Fiat- ey- Sveinn Sveinsson, trésmiSur, Bankastr. 14. Emil Jensen, bakari. Ingileif Zoega, dóttir Geirs rek- tors Zoega. Guörún Johnson, kona A. J. Johnson, bankaritara- GuSjón Jónsson, MiSstr. 3. Steinþór Ásmundsson, Laugaveg 68. Herbert Jóhaiinésson, barn, Grettisg. 70- GuSmundur Jónsson, sjóm. á Snorra GoSa. Sveinn Pálsson, HlíSarenda. Sesselja Ellen Kristjánsdóttir, barn, eins árs, Grettisgötu 45. ValgerSur Sveinbjörnsdóttir, Grænuborg. Ingvar Þorsteinsson, formaöur Fjelagsbókbandsins. Hulda Guðmundsdóttir, Holts- götu 8. OddDý S. Jónsdóttir, Hverfis- gotu 60. Páll Jónsson, Bræðraborgar- stíg 39. Ragnheiður Gísladóttir, kona Þórðs# Erlendssonar ökumanns, Vitast. 8. Steinunn Bjarnadóttir fráMinni- bæ. Þóra Sigríður Jónsdóttir, Mjó- str. 2 (dáin 13- nóv.) Eienrína Sveinsdóttir, Fram- nesveg 30. . Carl Fondanger, prestssonur frá Jótlandi. Jensína ísleifsdóttir, Laufás- veg 47. Jón Magnússon, vökum. Helga Markúpdóttir, Túngötu 48. Gestur Einarsson, bóndi á Hæli andaðist að heimili sínu á laugardaginn. Fijettir. Tíðin hefur mátt heita mjög góS síSastl. viku, sífeldar þíöur, og er þetta til mikilla bóta í veikindun- um, ekki síst úti um sveitirnar. Jarðarfarir eru nú margar á hverj- um degi. SÍSastl. laugard. fór frarn jaröarför hjónanna Jóns prófessors Kristjánssonar og Þórdísar Bene- diktsdóttur. Jóh. Kristjánsson ætt- fræöingur veröur jarösunginn i dag og’ GuSm. Magnússon rithöfundur r.æstk. laugard. Prestskosningar. I Öræfum fór fram prestskosning 19. f. m., og fjekk hinn setti prestur þar, sjera EiríKur Helgason, öll gild atkv. I Grímsnesi fór fram prestskosn- ing 3- þ. m„ en varS ekki lögmæt, kusu 129 af 286 kjósendum, en af þeim atkv. fjekk sjera Þorsteinn Briem 114. Deuntzer, áöur forsætisráöherra Dana, er nýlega dáinn í Khöfn, segir fregn frá 18. þ. m. Botnía kom frá Khöfn 21. þ. m.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.