Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Nýjar bækur: Milli tvegg-ja elda, saga úr þjóðlífinu eftir Arthur Sowett. G-óda stúlkan saga eftir Charles Dickens. Þessar sögur eru hvor annari betri og skemtilegri bæði að stefnu og efni. Fást hjá húksölunum. lierÉn Siiiiiis jóranar, Reyljil Til kaupenda Heimilis- blaðsins. Sökum inflúensu-drepsóttarinnar, sem geisaS hefur hjer í Reykjavik, og fært hefur veikindi og dauöa inn á heimili mitt, sem víöar, get jeg ekki sent nóvember- og desemberblöö Heimilisblaösins fyr en meö fyrsta janúarpósti. Jeg vona, aö kaupendumir tak*i þessar ástæöur til greina. Reykjavík 21. nóv. 1918. Jón Helgason. og með henni margir farþegar, þar á meöal borgarstjóri, Þorv. Pálsson læknir, Forberg símastj., G. Ólafs- son símastj. í útleiö fer skipiö til Nor- egs meö kjöt. Stríðslokin. Stjórnarbyltinin í pýskalandi. í síðustu erlendum blöðum er hún aðalumræSuefniS. pýskaland er orSiS lýSveldi meS jafnaSar- mannastjórn, og hinn þýski hluti Austurríkis hefur sameinast því. Konungar, furstar og hertogar, sem fariS hafa meSvöIdiníhinumþýsku sambandsríkjum, hafa allir ýmist sagt af sjer eSa veriS sviftir völd- um, sumir áSur en keisarinn sagSi af sjer, en sumir eftir þaS. AlstaS- ar hafa veriS mynduS hermanna- og verkmanna-ráS, eftir rússneskri fyrirmynd, sem tekið hafa að sjer æðstu völdin. Alríkisstjórnin hefur verið lögð í hendur 6 manna, og . jafnaðarm.flokkarnir tveir hafa, hvor um sig, lagt til í hana 3 menn. tJi* meiri hlutanum eru Ebert, sent í fyrstu tók við kanslaraembættinu, er Max prins hafði sagt því af sjer, Scheidemann, sem sæti átti í Max- - ráðaneytinu, og Landsberg, en úr minni hlutanum Haase, Dittmann og Barth. J?eir Ebert og Haase hafa forsæti í ráðaneytinu með jöfnum rjettindum. ForstaSa hinna ein- stöku stjórnardeilda er falin ráð- herrum, sem eigi þurfa að vera úr flokki jafnaðarmanna. T. d. er dr. Solf áfram utanríkisráðherra. En 6 manna stjórnin, sem nefnd hefur verið, hefur yfirstjórnina. Æðsta valdið er þó lijá verkmanna- og hermanna-ráðinu í Berlín, og það hefur úr sínum flokki kosið 24 manna nefnd, 12 verkamenn og 12 hermenn, til forgöngu. Stefnuskrá liinnar nýju stjórnar var lýst á fjölmennum fundi, sem verkmanna- og hermanna-ráðið hjelt sunnudaginn 10. þ. m. Ebert lýsti þvi þar fyrst og fremst yfir, að sættir væru komnar á milli jafn- aðarmannaflokkanna tveggja, sem áður höfðu verið ósammála út af afstöðunni til hernaðarmálanna, og var þeirri yfirlýsingu tekið með niiklum fögnuði. Síðan fóru um- ræður fram, og að lokum var sam- þykt svohljóðandi yfirlýsing: „Hið gamla þýskaland er ekki lengur til. þýska þjóðin hefur sjeð, að hún hefur árum saman vaðiS í reyk ósanninda og blekkinga. Hin marglofaða hermenska, sem allur heimurinn átti að taka til eftir- breytni, er nú að engu orðin. Stjórnarbyltingin, sem hófst í Kiel, hefur farið sigurför um landið, rutt um koll hásætunum og sópað burt hinum ríkjandi ættum. Hinir krýndu menn hafa nú ekkert vald framar. pýskaland er orðið lýð- veldi. pað er orðið jafnaðarmanna- lýðveldi. Dýr fangelsanna hafa ver- ið opnaðar fyrir þeim mönnum, sem hafa verið dómfeldir og frelsi sviftir vegna stjórnmála-afbrota eða fyrir afbrot gegn hermálalög- gjöfinni. Stjórnmálavaldið er nú i höndum verkmanna- og her- manna-ráðanna. í öllum setuliðs- bæjum, þar sem ekki eru nú verk- manna- og hermanna-ráð, munu þau verða stofnsett sem allra fyrst. Úti um landið verða mynduð bændaráð. Verkefni bráðabirgðastjórnar- innar, sem er fastsett af verk- manna- og hermanna-ráðinu í Ber- lín, er fyrst og fremst að semja um vopnahlje og gera enda á hinum blóðugu manndrápum. Krafa stjórnarbyltingarinnar er, að fá þegar í stað frið. Hvernig svo sem friðurinn verður, þá er hann betri en áframhald blóðsúthellinganna. pjóðfjelagsfyrirkomulagið í pýskalandi er svo úr garði gert og skipulag efnahagsmála og stjórn- mála svo fullkomið, að hægt er fljótlega^ og reglulega að breyta framleiðslutækjum auðvaldsins í það horf, sem jafnaðarmenskan heimtar, og sú breyting þarf ekki að valda sterkum hreyfingum. En hún er nauðsynleg til þess, að reist verði nú á hinum blóðugu rústum nýtt hagfræðilegt skipulag, sem frelsa megi fjöldann frá þrældómi efnaleysisins og menninguna frá eyðileggingu. Allir starfsmenn, andans og handanna verkamenn, sem þessi hugsjón hefur fylt og af heilum hug vilja berjast fyrir framkvæmd hennar, eru hjer með kvaddir til samvinnu að þessu marki. Verkmanna- og hermanna-ráðið hefur þá föstu sannfæringu, að í öllum heiminum sje í undirbúningi bylting, sem fari í sömu átt og þessi. pað treystir því, að öreiga- lýður annara landa geri alt, sem í hans valdi stendur til þess að liindra það, að hinni þýsku þjóð verði misboðið nú í lok ófriðarins. pað hugsar með aðdáun til rúss- nesku verkamannanna og her- mannanna, sem gengu á undan inn á braut stjórnarbyltingarinnar. pað miklast af því, að þýskir verkamenn og hermenn hafa nú fylgt dæmi þeirra, svo að þeir haldi sínu gamla frægðarorði sem for- gangsmenn í alþjóðafjelagsskap jafnaðarmanna. pað sendir verk- manna- og hermanna-stjórninni rússnesku sína bróðurlegu kveðju og ályktar, að hin þýska lýðveldis- stjórn skuli þegar í stað taka upp hin þjóðrjettarlegu samskifti við hina rússnesku stjórn og væntir þess, að hún muni senda fulltrúa til Berlínar. í hinu hræðilega stríði, sem var- að liefur yfir 4 ár, hefur pýskaland beðið mikið tjón. Óbætanlegar eignir, bæði andlegar og líkamleg- ar, hafa verið eyðilagðar. pað er nú verkefni verkmanna- og her- manna-ráðsins að rjetta þetta við aftur eftir megni. Ljóst er því það, að glæpir og glappaskot hinna eldri stjórnarvalda og eignastjettanna verða ekki alt í einu bætt og að það getur ekki alt í einu skapaS fjöld- anum nein sældarlcjör. JafnaSar- mannalýSveldið getur að eins leyst þá krafta, sem hin alþjóðlega jafn- aðarmannastefna hefur í sjcr fólgna, til þess að skapa varanlegan frið, bygðan á lýSveldisskoðunum. Lifi hið þýska jafnaðarmanna- lýðveldi!“ Á eftir var samþykt val 6-manna- stjórnarinnar og síðan var fundin- um slitið með fagnaðarópum fyrir alþjóðaf jelagsskap jafnaðarmanna. pað er mikiS þakkað fulltrúum hermannanna, að samkomulag náðist milli jafnaðarmannaflokk- anna. peir heimtuðu að memhluta- | flokkurinn yrði jafnrjetthár hinum í hinni nýju stjórn og ógnuðu með | því, að herinn tæki valdið í sínar ! hendur, ef sú krafa yrði ekki tekin i til greina. Áköfustu byltingamenn- irnir, eða þeir, sem lengst vildu ! fara í öllum kröfum, hafa ekki ; náð tökum á verkmanna- og her- manna-ráðinu i Berlín og hafa ver- ið útilokaðir frá valdastöðunum. Liebknecht átti erfitt með að fá að tala á fundinum, sem frá er sagt hjer á undan. pað má heita, enn sem komið er, að þýska stjórnarbyltingin hafi ekki kostað blóð. Valdamönnunum hefur verið velt af stólum án þess að nokkur þeirra hafi mist lífið. Embættismannastjettin hefur, að því er virðist mótstöðulaust, tekið á móti húsbóndaskiftunum. Yfir- forngi hersins, Hindenburg, tjáði nýju stjórninni þegar, að hann sjálfur og herinn lytu yfirráðum liennar. Sendiherrar pjóðverja úti um heim hafa gert eins. pað er einnig sagt, að þýsku prinsarnir hvetji til hlýðni við hina Jiýju stjórn. Alt þetta sýnir, hve mentun þýsku þjóðarinnar stendur á háu stigi og gefur von um, að henni muni takast að koma á hjá sjer hinni miklu byltingu stórslysalaust. pað hefur áður verið sagt frá því um Wllhjálm keisara, að er um það var talað í þýska þinginu, að hann segði af sjer, fór hann vestur til herstöðvanna. Hann var á aðalherstjórnarstöSvunum i Spa, er vopnahljesskilmálar banda- manna komu þangað. pað er sagt, að keisarinn hafi lesið yfir tilboðið og litist illa á. Sendi hann þá eftir Hindenburg, tjáði honum, að pjóð- verjar yrðu að taka tilboðinu. „Jeg skrifa aldrei undir það.“ hafði keis- arinn sagt. En þá var farið að brydda töluvert á uppreisnaranda jafnvel þar á stöðvum aðalher- stjórnarinnar, og merki uppreisn- armanna, rauðu flöggin, sáust frá gluggum keisarans. Falkenhayen hcrshöfðingi tók þá að sjer að sjá um burtför keisarans frá herbúð- unum, og hjelt hann með fylgdar- liði á mörgum bílum yfir til Hol- lands. pegar keisarinn var farinn, blöktu rauðu flöggin yfir bústað hans í Spa. Hindenburg scndi boð til verkmanna- og hermanna-ráðs- ins í Köln og bað það að senda þeg- ar í stað fulltrúa sína til aðalher- búðanna. Keisarinn fór til bæjarins Arn- hem i Hollandi, en það er höfuð- bærinn í hjeraðinu Gelderland. Hann er skamt frá landamærum ]?ýskalands, í hæðadrögum, sem hallast niður að Rín, en í kringum bæinn er skógur og heiði. Margir ríkir Hollendingar búa þar, sem safnað hafa auðæfum í Austur- löndum. Kringum bæinn eru mörg auðmannasetur og meðal þeirra er herraserið Middachten, sem keis- arinn fór til. pað er eign einnar af helstu aðalsættum Hollands, Ben- tinck-ættarinnar, sem er í nánum tengdum við hollensku lconungs- ættina, og Bentinck greifi, sem nú býr þama, er gamall vinur Vil- hjálms keisara. pað er sagt, að talað hafi verið um að einn af son- um keisarans kvæntist dóttur Ben- tincks grefa. pýska stjórnarbyltingin hófst í Iviel. Hreyfingin breiddist fljótt út, gaus fyrst upp í ýmsum bæjum í Sljesvík, síðan í Hamborg, Lybck og Bremen og ýmsum fleiri borg- um í Norður-pýskalandi. Alstaðar voru mynduð verkmanna- og her- manna-ráð.Uppþotin virtust standa í sambandi hvert við annað, én munu þó hafa verið undirbúin eft- ir föstum reglum, segja fregnirn- ar. í Múnchen var fyrst lýst yfir því, af forsprökkum uppreisnar- innar þar, að myndað væri i Bay- I ern jafnaðarmannalýðveldi, og það j virtist svo sem alt konungsríkið Bayern gengi þegar undir merki þess. Uppreisnarmannastjórnin þar i Ijet þó þegar í stað uppi, að hugsun sín vær ekki að skilja með þessu Bayern frá þýska sambandinu, heldur sú, að greiða veginn til þess að þýskaland yrði í heild sinni lýð- , veldi. ASalviðburðirnir gerðust þó auð- j vitað i Berlín. Nokkrar götuóspekt- ir urðu til og frá í höfuðborginni. En Eberts-stjórnin reyndi þegar 1 að ná sambandi við flokksstjórn hinna Óháðu jafnaðarmanna, en það var hún, sem stóð að baki upp- I reisnarhreyfinganna úti um landið | og þess helst að vænta að hún ; mundi geta haft þar nokkur stjóm- andi áhrif. pað var ljóst, að meiri- hlutaflokkur jafnaðarmanna, sem nú hafði i reyndinni fengið völdin, þar sem Ebert, einn af foringjum lians, hafði tekið við ríkiskansl- | araembættinu, gat ekki látið sjer koma til hugar, að bæla niður hreyfinguna með valdi; til þess var ; hann ekki nógu sterkur. Meiri- j hlutaflokkurinn hafði jafnan tjáð í sig andvígan stefnu þeirri, sem Bolsjevikahreyfingin hafði tekið i Rússlandi, og hann vildi fyrir hvern mun reyna að stemma stigu fyrir, að hreyfingin tæki þá stefnu. það var því naumast nema um eitt að gera fyrir Ebertsstjórnina, en það var, að ná sambandi og sátt- um við stjórn Óháða jafnaðar- mannaflokksins, fá hana til sam- vinnu við sig og ná á þann hátt handleiðslu á byltingahreyfing- unni um alt ríkið. Og þetta tókst. Báðir flokkarnir urðu að gefa nokkuð eftir, til þess að samvinnan kæmist á. Óháðu jafnaðarmennirn- ir urðu að skilja við sig hinn svo- nefnda Spartacusflokk, sem var frekastur í öllum kröfum i bylt- ingaáttina og næstur rússnesku Bolsjevikastefnunni i skoðunum, en þeir Eberts og Scheidemann og þeirra flokkur urðu að viðurkenna, að valdð væri í höndum verk- ntanna- og hermanna-ráðsns. Á þessum grundvelli komust sættir á milli jafnaðarmannaflokkanna,svo að þ»ir urðu báðir um það, að lýsa pýskaland lýðvcldi. Meirihluta- flokkurinn hafði viljað fá til þessa stuðning annara stjórnmálaflokka og hafa menn frá þeim með i hinni nýju bráðabyrgðastjórn, taldi það tryggilegra og vissara til vinsælda. En minnihlutaforingjarnir vildu ekki fara inn í stjórnina nema hún yrði einlit jafnaðarmannastjórn. Hitt gáfu þeir aftur á móti móti eftir, að fyrir einstakar deildir stjórnarinnar yrðu settir menn úr öðrum stjórnmálaflokkum, er nauðsynlegiy væru þar sökum sjer- þekkingar á ýmsum málum og langrar reynslu, og á þennan hátt eru aðrir stjórnmálaflokkar með- starfandi að byltingunni, þótt yfir- stjórnin sje bjá jafnaðarmanna- flokkunum enum. Upphaflega var því slegið á frest um óákveðinn tima, að kalla sam- an þing til grundvallarlagagerðar fyrir hið nýja lýðveldi. En síðustu frcgnir segja, að ákveðið sje, að þetta verði bráðlega gert. Hugsan- legt, er að það geti valdið vandræð- um, er til samninga kæmi við önn- ur riki um framtiðarskilmála, að stjórn þýskalands væri ekki skip- uð samkvæmt ríkjandi meginregl- um um meirihlutasij órnir, fram komnar af frjálsum kosningum. Kvefpestin. (Influenza) Nú hafa borist hingað blöð bæði frá Norðurlöndum, Englandi og Ameríku, sem ná fram í nóvember- mánuð og af þeim má ráða, að gangur kvefpestarinnar liefur ver- ið fjarska líkur í öllum löndum. pessi kvefpest tók sig upp suður á Spáni í vetur sem leið, breiddist út þaðan óðfluga, var komin í öll lönd Norðurálfunnar, til Vestur- heims, til Suðurafríku og víðar á miðju sumri, urðu þá víða allmikil brögð að sóttinni, en sumstaðar — það líka hjer — mjög svo lítil, meðan sumarveðrátta hjelst; sum- staðar virtist sóttin í rjenun að á- liðnu sumri. En núna í haust, í október og nóvember, hefur þessi s a m a kvefpest blossað upp afar- i9r Til kaupenda barnablaðsins „Æskan“. Sökum influenzunnar, sem geisað hefur yfir Reykjavík allan nóvem- bermánuð, hafa stöSvast allar fram- kvæmdir viövíkjandi undirbúningi og prentun jólablaSs Æskunnar 1918. Okkur er því ómögulegt aS senda jólablaöiö og desemberblaSiö fyr en með janúarpóstunum. ViS treystum því, aS kaupendurnir taka tillit til þessa, því að það er óviðráðanlegt og þeim getur ekki fallið ver en okk- ur að svona skyldi fara. Vinsamlegast. Aðalbj. Stefánsson. Sigurj. Jónsson. skyndilega um allan heim, þar sem til hefur frjetst, farið ákaflega geist og — óhætt að segja — öllum þjóð- um á óvart, valdið miklum mann- dauða. það er sama sagan úr öllum átt- um, sama sagan og hjer: 1) Alstað- ar hefur fólk lagst í hrönnum; 2) alstaðar hafa hlotist mikil bágindi af því, að mannhjálp hefur skort, sjúklingar orðið að liggja í hirðu- leysi, skort aðhjúkrun, sjúkrahúsin fylst, orðið að taka ýms önnur hús t. d. kirkjur og skólahús handa sjúklingum; 3) alstaðar hefur sótt- in nú valdið allmiklum mann- dauða, miklu meiri en nokkur hafði búist við, en þó ákaflega mik- il hjeraðaskifti að því, svo að sum- staðar virðist sem ekki hafi látist nema 5—10—20 af þúsundi, en á stöku stöðum hafa látist 10 af hverjum 100 íbúum (t. d. i Norð- ur-Svíþjóð og Capetown, höfúð- borginni í Suðurafríku). pessi geysta yfirferð kvefpestar- innar í haust hefur í öllum löndum - eins og hjer, - slegið miklum ó- hug á fólk, og hræðslan sumstaðar afskapleg. Og alstaðar þar sem til hefur frjetst, bæði í Danmörku, SviþjóS, Englandi, Ameríku, hafa yfirvöldin — alveg eins og hjer — | orðið fyrir þungum ásökunum af hálfu hinna og þessara fyrir það, að hafa ekki sjeð þetta fyrir og haft viðbúnað til að taka á móti þcssum óvæntu ósköpum. Og al- staðar hefur eitthvað borið á þeim skakka orðróm, að þessi spanska sótt sje ekki kvefpest (Influenza) heldur einhver önnur sótt, og ekki ein sótt, heldur margar, sumar vægar, sumar strangar. En alstaðar er þetta nú borið til baka af vís- indamönnum, þeim sem færaslir eru til að dæma og fullsannað að „spanska pestin er influenza og elckert annað“ — alstaðar sama veikin; að það er eðli allra farsótta, að þær reynast oft mjög misþung- ar, mikil landaskifti og hjeraða- skifti að því. (Læknir, sem er ný- kominn úr Borgarnesi, segir nú veikina þar langtum vægari en hjer, enginn samjöfnuður, en hann scgir líka að húsakynni alþýðu sjeu þar langtum betri en hjer.) Hjer á landi hafa yfirvöld sætt þungum ákærum fyrir það, að hafa ekki varið landið fyrir þess- um veraldarfaraldri. En nú hefur frjetst, að sú spurning — um sótt- kvíun — hefur líka komið upp í Danmörku, og einn af allra merk- ustu sóttkveikjufræðingum NorS- urlanda dr. Thorvald Mad- s e n lýst yfir því, að sóttkvíun gegn spönsku pestinni sje með öllu óger- leg, óvinnandi verk. Fer hjer á eftir yfirlýsing hans i viðtali við blaðið „Politiken“ (17. október þ. á.): „Hjer í blaðnu hefur því verið hreyft, hvers vegna ferðamenn frá Svíþjóð og Noregi sje ekki settir i sótttkví, til að teppa útbreiðslu sóttarinnar, með því að spanska pcstin fer þar enn liarðar yfir en hjer og er þar líka illkynjaðri. Vjer höfum borið þessa spurn- ingu fyrir forstöðumanni „serum“- stofnunarinnar, Dr. med. T h o r- vald Madsen, sem svaraði á þessa leið: —Við gétum ckki og höfum ekki getað varnað því með sóttkvíun, (Karantæne) að sóttkveikjurnaF • bærust inn í landið. J>aS er um

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.