Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA 190 Æðardúnii óskast keyptur. Tilboð sendist h|f Carl Oöepfner Reykjavik. Símnefni Höepfner. spönsku pestina, sem allar þær farsóttir, þar sem sóttkveikjurnar eru í andardráttarfærunum, að þær úa og grúa i uppganginum, en hinsvegar afar erfitt að henda reiður á þeim. þar með er átt við það, að það myndi ekki nægja, eins og t. d. með kóleru, að halda grun- sömu fólki í sóttkví, þangað til unt yrði að fortaka, að það hefði sótt- ina. Fólk getur haft spönsku pest- ina, en svo væga, að ekki er unt að finna sönnur á því, og þó geta þær manneskjur smitað frá sjer. pá eru aðrir, sem hafa haft veik- ina og eru að sjá alheilbrigðir, en ganga þó enn með sóttkveikj urn- ar í sjer, og fyrir því geta þeir einn- ig smitað frá sjer. Og loks geta menn verið alheilbrigðir*, en engu að síður gengið með sóttkveikj- urnar í sjer, verið sóttberar (Smit- tebærere), svo að sótthætta*stend- ur af þeim. þetta merkir með öðr- um orðum, að öll sóttkvíun væri einskis nýt (illusorisk), nema svo hart væri farið í sakirnar, að stöðvuð væri öll umferð (komplet spærret for al Tilgang) yfir landa- mæri Danmerkur, bæði að norð- an og sunnan, að landinu væri blindlokað (hermetiskt tillukket) fyrir umheiminum. Og hversu lengi? — Líklega árum s a m a n. En jeg þarf víst ekki að skýra það nánar, að slik ráðstöf- un er allsendis ógerleg. — Jeg skil það svo vel, að þessi spurning hef- ur verið borin upp, hún liggur svo beint við, en það er, sem jeg segi, enginn kostur á því, að beita sótt- kvíun við spönsku pestina, svo að haldi komi.“ pessi glöggu og ótvíræðu um- mæli þessa merka vísindamanns koma að öllu leyti heim við þær skoðanir,* sem landlæknir hefur látið í ljósi í greinum sínum í Morgunblaðinu, nema að því, að landlæknir áleit, að veikin myndi ekki breiðast út með heilbrigðum. pá hefur Lögrjetta spurt land- lækni að því, hvers vegna skólum hjer hafi ekki verið lokað fyr en gert var, því fyrir það hefur hann sætt mjög hörðum ávítum í sum- um blöðunum. Landlæknir kveðst hafa átt tal um það mál við hjeraðslækni, beð- ið hann að rannsaka það málefni strax þegar veikin tók að ágerast hjer, beðið hann að ráðfæra sig við aðra lækna bæjarins, og gera tillögur um lokun skólanna þegar honum þætti ástæða til. Hann segir ennfremur, að hver maður, sem gáir vel að, geti sjeð, að í útlöndum hafi skólum yfirleitt ekki verið lokað fyr en veikin þar var orðin fult eins útbreidd og hún var hjer, þegar skólarnir hættu, og sumstaðar hafi það verið talið gagnslaust og tilgangslaust, að loka skólunum á meðan nolckur aðsókn hjeltst að þeim; svo hafi verið í Lundúnaborg, og svo hafi verið i Stockhólmi og sóttin þó reynst mjög svæsin í báðum þeim bæjum. Loks sagði landlæknir, að það væri ekki um að villast, æðisgang- ur veikinnar og óhamingjan hjer i bænum hefði hlotist — ekki af skólunum, heldur af þessu snögga kuldakasti, sem gerði alt í einu — um það leiti, sem veikin tók að magnast, og svo af híbýlavand- ræðum bæjarins. það má líka sjá það á útlendum blöðum, að þar, alstaðar í öðrum löndum, hefur mikið verið þráttað um skóla og skemtistaði, hvort þeim ætti að loka, hvaða gagn væri að því hvort það hafi verið gert of seint o. s. frv. Fer hjer á eftir frásaga úr Svíþjóð, sem stend- ur í Politiken 28. okt.: „pótt sóttin sje orðin mjög svæs- in (grasserer stærkt) i Stockhólmi hafa menn þar þó ekki viljað banna allar skemtanir. f Málmey hefur verið lokað og Gautaborg og ýmsum öðrum bæjum, og hef- ur leikfólk þar orðið fyrir miklu atvinnutjóni — sumir orðið gjald- þrota — en yfirvöldin í Stockhólmi hafa ráðið það af, að loka hvergi. Ástæðan er sú, að þar v i 1 j a menn, í stað þess að tefja sjúkdóminn, láta hann rasa út sem fyrst. Menn segja, að allir hljóti að smitast, hvort sem er, þeir sem smitast geta og halda því þá fram, að holl- ast sje að láta sóttina rasa út sem fyrst, með því, að lífshættan verði enn meiri í næstu mán.* par hef- ur kenslan verið minkuð í sumum skólum, en annað ekki gert. Heil- brigðisstjórnin í Stockhólmi hefur sætt þungum árásum fyrir þessar sakir, en prófessor M e d i w, sem er nafnkunnur maður, og átti mik- inn þátt í viðureigninni við influ- enzuna 1889—90 og síðar, hefur tekið málstað yfirvaldanna; hefur hann ritað langt mál þar að lút- andi, og segir þar, að sjúkdómur- inn sje svo næmur, að naumast sje til að hugsa, að varast hann, og að slíkar ráðstafanir, sem það, að loka skemtistöðum, sjeu þess vegna tilgangslausar (formaalslöse). — Hættan sje ekki meiri þar en í annári um- g e n g n i, segir prófessorinn. Alls eitt má að liði koma: hreinlæti, með sjálfan sig og fatnað sinn.“ Af því, sem nú er tilgreint,, má sjá, að margt hefur verið sagt hjer um kvefpestina, og yfirvöld okk- ar, sem hefði mátt vera ótalað; því Lögrjetta hefur einnig snúið sjer til stjórnarráðsins, og orðið þess vís, að stjórnin hefur sýnt mikla röggsemi i því, að styðja varnartilraunirnar úti um land, svo vonlitlar sem þær eru, og jafn- framt staðið i stöðugu sambandi við hjeraðsstjómir í þeim hjeruð- um, þar sem kvefpestin er komin, lagt ráðin á með þeim, hvernig hjálparstarfseminni verði best fyrir komið. og veitt margvíslega aðstoð. Má þar til nefna, að sent hefur verið með nauðsynleg lyf í ýms hjeruð, og læknisefni, þeir sem fengu lækningaleyfi hjer til 1 að fást við kvefpestina, sendir í ýms hjeruð, þar sem læknar hafa legið veikir, eða þurft aðstoðar, Hafa læknar þegar verið sendir í þessi hjeruð: Vestmannaeyjar, Keflavíkurhjerað, Eyrarbakka- hjerað, Rangárhjerað, Grimsness- ! hjerað, Borgarnesshjerað, Hafnar- fjarðarhjerað (upp í Kjós), þing- j eyrarhjerað og Flateyrarhjerað. j Hefur verið unnið að því af öllu kappi í stjórnarráðinu, í samráði við landlækni, að koma föstuskipu- \ lagi á hjálparstarfsemina í þeim hjeruðum, þar sem kvefpestin nú geisar, og efla undirbúning undir það að taka á mót henni í þeim hjeruðum (norðan lands og aust- an), sem eru að reyna að verja sig. c: vegna meiri kulda þá. [ Um Kötlugosið. (Framh.) 25- okt. — 1 gær, sjer í lagi seinni partinn, varS gosuppburöurinn lík- astur afarmiklu fjalli með afliðandi rótum niður og fram af Eyjafjalla- jökli, og austur og suður um, í áttina til Vatna- og öræfajökuls; en upp úr þessari heljar ösku- eöa reykjar- bungu reis tröllaukinn bálkur, úfinn og illúðlegur, éins og hraunaklungur, hátt í loft, beint upp af gosstöðvun- um, með háum og lágum bungutypr- um, hnútóttum svælu-dröngum eSa súlum, og eins og hyldjúpum skugga- legum gljúfrum og gjám á milli. En er hæst var komiö i loft, ýttust klakk- arnir fram, beygðust niður og söll- uðu mistur-jeljum niður á reykjar- bunguna miklu fyrir neöan, í aust- norður, suður og suðvestur hjeðan að sjá. En hjerna megin var alt þver- hnýpt aS sjá, nærri því sem lóörjettir hamraveggir. Þetta sást mjög vel hjeðan, því hjer var heiSríkt og skín- andi bjart. En mikiö er, hafi ekki veriS aö sama skapi dimt og ömur- legt í bygðunum fyrir austan og sunn- an gosfirnindin. í morgun var mistrað alt í kring, og lagSi móðuna þá einkum, allþjetta að sjá, suövestur um Rangárvöllu, og gerir enn, um hádegi. LofthvolfiS ei kámþykt, og skín sól í þoku og móöu. Til gosstööva sjest í gegn um mistur. Þoku- eöa gufuhrannir hylja Tinda- fjöll, og úfin ský, fjöll og jökul þai suSur af. En upp úr þessum hrönnum stendur gosstrókurinn hátt i loft, en minni um sig miklu þó en í gær, og sýnist nú slitna af honum flókar í r.orSaustur. ÞaS var einkennileg og enda fögur sjón, aS sjá til hans áSan: Sólin lýsti noröurrönd hans og leið svo hægan og hvarf á bak viö hann á miðri hæö- Eftir ofurlitla stund kemur ofurlítil kringlótt rauf í strók- inn og sólargeilsarnir brjótast þar í gegn. Var þá sem þeir rifu stólpann þarna meir og meir í Sundur, þangaö til raufin varð svo stór, aS sólin öll gat skinið þar í gegn. Á þessu stóS h. u. b. í 5 mínútur. Svo seig rifan saman, og sólin kom bráölega aftur fram undan suSurrönd reykjarstólp- ans. Ofurlítil aska hefur falliS hjer úr móðunni í morgun, svo að snjór hefur blaknaS nokkuS. Áttin enn úr land- noröri, en hæg, eins og oftast hefur veriS síðan gaus. Nokkurt frost í nótt, en nær frostlaust nú eftir hád., og birtir nú mikiS yfir Rangárvöll- um. En mikiS mistur aö sjá meö sjó fram- 29. okt. — Undanfarna 3 daga hef- ur sjaldan og óglögt sjeð til austur- fjalla og gosstöSva, vegna dimmviðr- is þar, af þoku og úrkomu, en þaö lítiS, sem þangaS hefur sjest, bendir á, aö enn sje þar alt viS líkt eöa sama. Um tíma í dag sást nokkuð þarna suöaustur, og sýndist uppgangur mik- iil og öskuþykni um alt austurloft. En oftast er nú alt þar eystra huliS snjódrífu og jeljum. NiSri i bygS er einnig snjógangur meS köflum, og má nú heita alhagalaust af öklaþykk- um jafna-snjó yfir alt. Hefur snjóaS úr hafi og útsuSri í frostlitlu og hægu veSri. Er því snjór illa gerður, deigur og klessulegur aS neðan en skeljaður að ofan. Taki ekki bráðum upp, má segja, aö snemma og illa leggist vet- urinn aS, ofan á öskuna og grasleysið — og heybrestinn eftir sumarið. 30. okt. — í nótt leiö hafði veriö hinn mesti ljósa- og leiftragangur og öskuuppgangur gríöarmikill, segja þeir, er vöknuðu og sáu út hjeöan tn gosstöövanna. HafSi jafnvel svo mjög kveöiS aö þessu, að sumstaöar fór fólk á fætur til aS sjá hrikaleikinn. í morgun sást lítt til austurfjalla, sakir dimmviSris, en gegn um skýja- rauf í gosáttinni mátti sjá mökkinn æöi hátt uppi, en um alt loft á víö og dreif blágrá öskuský. HafSi og nokkurt öskufall oröiS hjer í nótt og morgun, og er, ef til vill, nokkuö enn, um hádegi. Áttin er nú líka austlæg meö talsveröum vindi. Nú, um kl. 3, dembir yfir alt miklu ösku- falli, og þó mest aö sjá suöur og fram um Rangárvelli. Var hjer hálfrökk- ur um tíma, og er ljetti aftur til, er ! allur snjór grásvartur eöa öskugrár ! eftir. Hross híma, og engin útiskepna : nær í neitt, og verSur eigi undan komist, aS gefa í kvöld, ef þá veður leyfir- Uppstyttan varS ekki löng, því eftir stutta stund herti austanvindinn og öskufallið svo mjög, aö alt er orSiS alsvart af þuml. þykku ösku- lagi, og enn, kl. um 8 að kvöldi, er töluverður öskuslitringur, hálfblautur af vætu í loftinu. Var um tíma ekki lesbjart hjer inni, er öskuskýin og jelin byrgSu fyrir sól og gengu mest yfir. En alt af rofar þó nú nokkuð til viö og við fyrir austanstorminum. En til gosstöðvanna sjest nú aldrei; þar er alt fult af svælu og eimyrju 31. okt. — í gærkvöldi og í nótt, til kl. um 1, var hjer sögulegt næsta: Austanstormur meS miklu, blautu öskufalli, kol-niðamyrkri, eldingum og skruggum, stórum og tíðum. Upp i'ir kl. 1 hægöi og birti til, en eigi sást út fyrir öskuklíningi á rúðun- um. En meS morgninum sást, aS snjó- föl hafSi lagst ofan á öskulagiö, svo aö alt var hvítt yfir aS líta. En sje rctaö til, er alt einn grár öskugraut- ur. Haglaust meS öllu; skepnur ýmist híma eöa æöa um málþrota. Skýja- deiling er nú, og slítur blauta ösku XXI. KAFLI. Pólverjar geröu nú nýja víggarSa fyrir innan hina fyrri, og styttist varnarlína þeirra mikiö viö það. Unnu þeir aS víggöríSunum um nóttina. Kó- sakkarnir ljetu ekki sitt minna; um nóttina gerðu þeir einnig háa og mikla víggaröa fyrir framan herbúðir Pólverja. ByrjuSu herirnir skothriS undir eins og vígljóst var, og geröu hvorir öörum nokkurn skaSa. Orusta þessi stóS í fjóra sólar- hringa. GerSu Kósakkar auk skot- hríSarinnar tíS áhlaup og ætluðu á þann hátt aö þreyta Pólverja. Kmiel- nitski hafði liðskost mikinn og gat stöðugt sent fram nýjar og óþreyttar hersveitir. Pólverjar voru fámennir og eigi til tvískiftanna. UrSu þeir því stöðugt aö vera á veröi og bera af sjer áhlaup hinna. HöfSu aö eins smá- hvildir milli áhlaupanna. Heitan mat brögSuðu þeir ekki. Þeirra eina fæða var tvíbökur og vindhangiS kjöt, ól- seigt; drukku þeir brennivín blandað púSri með. Hvinu kúlurnar fram hjá höföum þeirra meSan á máltíB stóS. Þrátt fyrir alt þetta voru hermenn- irnir kátir og vongóöir. Voru þeir jafnan reiðubúnir að berjast viS fjandmenn sína. Voru þeir þess fús- astir aö ráöast aö Kósökkum í þeirra eigin herbúðum. Enginn þeirra ör- vænti um sigur. Furstinn var jafnan þar, sem mest þurfti við. Örfaöi hann menn sína. Tóku þeir honum hvervetna meö fögnuði. Hann tók eftir því kvöld eitt, er hann reiS. sem venja hans var, eftir vígstöðvunum, að hersveit hans ein, varSi slælega vigstöSvar sínar. „Hví sVariö þjer ekki skotkveðjum Kósakka,“ spurSi hann. „PúSur vort er á þrotum,“ svör- uðu þeir, ,,en vjer höfum sent eftir því heim til hallarinnar.“ „En þaS er skemmra aS sækja þaS þangaö,“ mælti hann og benti á vig- girSingar Kósakka. Hann hafði varla slept oröinu, er menn hans þutu sem kólfi væri skotiö yfir aS víggöröum fjandmanna sinna. Unnu fremsta vígið og ónýttu fjórar fallbyssur óvinanna. Komu þeir atiai eftir hálftíma meS birgðir af púöri, en tíundi hver maður var fallinn. Fjandmenn Pólverja umkringdu þá og hringur sá þrengdist jafnan. Týndu Pólverjar daglega tölunni. Treystu Kósakkar því, aS hvert á- hlaup þeirra yrði hiö síöasta, hinir væru komnir aS þrotum, og fengju ekki varist. En Pólverjar hrundu öll- um áhlaupum þeirra. Foringinn var ótrauöur. Furstinn svaf úti á víggöröunum á berri jörö- inni, og foringjar hans unnu með liðs- mönnunum. Grófu þeir jarðgöng út undir virki Kósakka og sprengdu virkin upp meö púðri. Loks ákvaS Kmielnitski aö leita samkomulags. 21 júli sendi hann menn til Pólverja og baS aö Zakvili- kovski fengi aS koma á fund sinn og ræöa um uppgjöf borgarinnar. Furstinn veitti Zakvilikovski um- boS til samningagerSar, 0g fór hann þegar á fund Kmielnitskis. MeSan úr flókunum viS og viö, en stöSugt öskufall sýnist vera fram um Kang- árvöllu. — Til eldstöövanna sjest o- glögt fyrir muggu. Þó eru rofginur þar hátt yfir, og sýnist uppgangur Kötlu spúast upp í þær. Þetta er kl. 10 aS morgni- Nú, kl. 4 e. m., er ein- kennilegt og ömurlegt út og um aS líta: Öll jörS, nær og fjær, blá- eöa grásvört, eins og ægisandur, og ekki upp úr stingandi strá, nema nokkur bleik strá efst á hæstu hólum. og á og utan í veggjum. Því snjóföliS frá í morgun hefur tekiS upp, og eftii liggur askan síöastfallna ofan á eldri snjónum, sem hefur sjatnaS og klest enn meira viS nokkra vætu í dag. Þaö er veriS aö brasaka viS aö ná saman fjenaöi og taka úr honum sár ■ asta hungriS. Stytt er upp af Rang- árvöllum og annarstaðar í kring. Sjer og til allra næstu fjalla, en ekki til gosstöövanna. (Frh.) Ó. V. varS hlje á bardaganum. Herirnir ná- lægöust og yrtust á. „ÞiS berjist eins og árar en ekki menn,“ sagöi gamall Kósakki. „Jeg hef aldrei þekt slíka vörn.“ „Komiö þegar ykkur þóknast. Alt af skuluS þiö fá varmar viötökur.“ „ViS komum þótt seinna verSi. Mjer er kært aö mega nú loksins blása. Brátt verSið þið aS gefast upp sökum hungurs." „Illa trúi jeg því. Kongurinn kem- ur senn. ViS borSuöum áSan ágæta máltíS.“ „Fari svo,“ sagði Zagloba og setti hendur í síSu,“ þá sækjum viö þaS sem okkur vantar, út í herbúöir ykk- ar.“ „Bara þeim semdi, Kmielnitski og Zakvilikovski," sagSi Kósakkinn gamli, „annars gerum viö áhlaup í nótt.“ „VeriS velkomnir! Annars væri þaS hyggilegra aö viS berSumst sam- an gegn khaninum og heiSingjum hans, en aS viS berjumst innbyröis." „ÞaS væri gaman aö berjast undir forustu furstans, því að hann er mest- ur hershöfðingi, en heimurinn rúmar ekki þá báSa, Kmielnitski og hann. ÞaS er ógæfan." Engir samningar tókust meS þeim Kmielnitski og Zakvilikovski. HafSi Kmielnitksi gert þaS tilboS aS hætta umsátinni, ef furstinn væri framseld- ur. Zakvilikovski sneri þegar aftur til herbúöanna og var hinn reiðasti. Nokkrum klukkutímum síöar gerðu Kósakkar áhlaup, en voru hraktir aftur. GerSu þá Pólverjar útrás. Brutu niöur talsvert af virkjum Kó- sakka og ónýttu margar fallbyssur þeirra. Daginn eftir gerðu óvinirnir hvert áhlaupið á fætur ööru. VarnarliSiö varS aö berjast hvíldarlaust, en fjekk ekki nema hálfan skamt, því aö mjög var gengið á matarforða Pólverja, en aldrei höfðu þeir barist betur. Kmielnitski lá við örvilnun. Hann varð þess var, að aðdáun khansins og Tartara á hinu hrausta varnarliði óx daglega og oft heyröi hann Kósakk- ana syngja í herbúöunum lofvísur um Jeremías fursta. Hann sá, aö hjeldi þessu áfram, var honum búin hætta. Ef Sbarasch varö ekki bráðlega unn- in, hlaut frægöarstjarna hans aö lækka. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlut- tekningu og hjálp viö fráfall og jarðarför föður okkar, Jóns Ei- ríkssonar á Bjóluhjáleigu, bæði með návist sinni og með því, að láta skrá nafn lians á skrá líknar- stofnana og gefa þeim margar m inningargj afir. Systir og tengdabörn hins látna. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. c: ekki fengið veikina. FjelagsprentsmiSjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.