Lögrétta


Lögrétta - 15.01.1919, Side 1

Lögrétta - 15.01.1919, Side 1
Nr. 2 Reykjavík, 15. janúar 1919. XIV. ár. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Tímamðt. L Árið, sem er nýliöið hjá, var stór- viðburða-ár, og þess verður lengi minst i heimssögunni, vegna ófriðar- lokanna og þeirra viðburða, sem sköp- uðu þau og urðu þeim samferða. Og i sögu okkar lands sjerstaklega hefur það einnig orðið stórviðburða-ár, vegna þess að lausn hefur fengist a deilumálunum um rjettindi landsins til fullkomins sjálfsforræðis. — En árið, sem nú er að byrja, getur orðið enn merkilegra og minnisstæðara ó- komnum öldum, vegna þess, að á því verða dregnar fyrstu gildu ályktan- irnar af öllu því, sem á undan er gengið, og stefnulínur markaðar nyj- um brautum, sem ætlast er til að liggi langar leiðir inn í framtíðina. Við, sem nú lifum, erum tímamóta- menn. Það getur ekki hjá því farið, að þeir viðburðir, sem hafa verið að gerast á undanförnum árum og enn eru að gerast i heiminum i kring um okkur, geri tímaskil í veraldarsög- unni, einhver hin stórfengilegustu tímaskil, sem þar hafa nokkru sinn>' orðið. Hugsum okkur nokkurt ára bil aftur í tímann, og að við þá opn- um kenslubók í veraldarsögunni. Nýj- asti höfuðþátturinn hefst þá ekki með stjórnarbyltingunni í Frakklandi. Þar fyrir aftan verður komín önnur og stærri fyrirsögn. Nýjasti höfuðþáttur- inn byrjar á frásögn þeirra viðburða, sem hafa verið að gerast og eru að gerast i kring um okkur. Afleiðmg- ar þeirra eru enn í þoku. En enginn getur efast um, að þær verði miklat og margvíslegar. Ekki einasta á þann veg, að ríki hrynja í rústir og ný rísa upp, og gamlir landainerkjagarðar sjeu rifnir og nýir hlaðnir, heldur era líka öll líkindi til þess, að hið innra skipulag þjóðfjelaganna taki miklum breytingum, nýjar kenningar ryðji sjer til rúms á því sviði og nýjar hugarstefnur komi upp yfir höfuð á ö'lum sviðum. Það tná hugsa sjer áratimabilið, sem nú er að liða, veltandi fram, í líkingu við stórfljót, ofan af öræfurn tímanna, kornið fratn af eldsumbt;ot- um þar uppi og ryðjandi sjer nýjan farveg. Það er sagt um eitt vatns- fallið okkar, Jökulsá á Sólheimasandi, að koniið hafi það fyrir, að maður hafi farið vestur um Sólheimasand án þess að verða hennar var. En er honum þótti undarlegt að hitta ekki ána fyrir, leit hann urn öxl, og sá þá flóð eitt mikið og breitt aö baki sjer. Þar rann þá áin fram. Eitthvað í lík- ingu við þetta finst mjer að hent geti okkur, sem lifum yfirstandandi stór- umbrotatíma. Áður en okkur varir, eru vegir þeir, sem við höfum gengið að undanförnu, yfirflotnir og allir í kafi, en eitt af stórfljótum veraldar- sögunnar fellur frarn með jötunafli aftan við hæla okkar. Landið, sem víð höfum áður ferðast um, er hinu meg- in, skilið frá okkur af þessum regin- straumi, sem magnaður er af náttúru- öflum, sem við stöndum alveg mátt- vana gegn. x Síðan landið okkar kom inn á sjón- arsvið mannkynssögunnar hafa nokkrar slíkar elfur áður oltið fram. tlin fyrsta er vikingahreyfingin, sem hefur áhrif um mestan hluta þess- arar álfu. í þeirri hreyfing fæðist mannlíf á íslandi. Nokkru siðar nær hingað andleg heimsbylting með lóg- leiðing Kristindómsins. Löngu síðar kernur önnur minni. Það er siðaskifta- hreyfingin. Svo koma öldur stjórnar- byltingarinnar frönsku og þjóðfje- lagabyltinganna í álfunni á fyrri hluta síðastliðinnar aldar. Það eru straumar þaðan, sem veitt hefur verið yfir lönd hugsana okkar á undanförn- um mannsöldrum. Annara, nýrri strauma hefur lítt gætt hjer. Sú alda, sem hjer er um að ræða, hefur hafið þjóðernisrjettinn hátt og skipað ættjarðarást og þjóðernisdýrk- un til sætis meðal hinna fegurstu og helstu dýgða. En það er vel hugsan- legt, að margar þær kenningar, sem hæst hefur verið hampað að undan- förnu, verði t framtiðinni að lúta í lægra haldi fyrir nýjum kenningum, sem setji þjóðunum önnur stefnu- mörk en þær hafa áður haft, kenn- ingum, sem fari í þá átt, að þurka burtu þjóðamismuninn og miði að samtökum og samvinnu þjóðanna á ýmsum sviðum, svo að alt verði að laga sig meira en áður eftir sam- eiginlegum þörfum og kröfum stærri heilda. Það bendir margt í þessa átt- ina. Nú er mikið talað um stofnun aiþjóðabandalags og alþjóðastjórnar, sem skipuð verði yfir stjórnir ein- stakra ríkja, stórra og smárra. Meðan á stríðinu stóð var oft talað um skift- ing heimsins í þjóðasambönd, mynd- uð af mörgum ríkjum, sem styrktu hvert annað og hefðu sameiginleg hagsmunamál. Margar kenningar jafnaðarmanna um víðtækari afskifti rikjastjórnanna en áður af ýmsum málum og um alþjóðafjelaggsskap og samskifti þjóða og ríkja hafa feng- ið byr undir vængi nú á stríðsárun- um. En framtíðin er í þoku. Við sjáum skamt og óglögt frani undan okkur. Og þær myndir, sem þar koma i ljós, birtast eins og í sjónhverfingum þok- unnar. Það, sem nú er í hreyfingu framundan, sýnist ef til vill rniklu hrikalegra og vanskapaðra en það er i raun og veru, og sýnir sig að vera, þegar við nálgumst það, eða þegar full birta fellur á það/ Slík hrikamynd inni í þoku þeirri, sem nú hjúpar framtíðina, eru nú Bol- sjevikarnir rússnesku, með sínum kynlegu athöfnum, glæfraframferði og grimdarverkum, sem vekja geig úti um allan heim, eins og eðlilegt er, en mestan þó hjá þeim þjóðum, sem næstar þeim eru. Hverjar kenningar Bolsjevíkaforsprakkarnir flytja vita menn alment lítið um, nema að því leyti sem þær koma fram í verkum þeirra, og þau eru þannig, að mönnum sem aldir eru upp ísiðmentuðumþjóð- fjelögum, hlýtur að standa stuggur af þeim. Samt hefur það sýnt sig, að Bolsjevíkakenningarnar er mjögsmit- andi, þar sem þær komast inn, einnig meðal þjóða, sem standa á miklu hærra menningarstigi en sagt er að rússneski almúginn sje á, Þetta virð- ist benda i þá átt, að þrátt fyrir allar hroðasögur af framferði Bolsjevíka sje enhver kjarni af viti og sanngirní í kenningum þeirra, og sá kjarni get- ur átt í sjer ódrepandi líf. Hitt er annað, að framkvæmdirnar verði eins og raun er á orðin, af því að leiðtog- arnir missi stjórnina á múgnum, hafi vakíð upp draug, sem þeir ráða síðan ekki við. Bolsjevíkar telja Leo Tol- stoi, einn af helstu spekingum og mannvinum síðustu tíma, læriföður sinn. Foringjar þeirra segjast vera brautryðjendur hans kenninga. Það er líklegt, að hans nafn og nöfn fleiri af hinum heimskunnu rithöfundum Rússa á umliðnum tíma verði fram- vegis tengdar við þessa hreyfingu á sama hátt og nöfn hinna stóru rit- höfunda Frakka á 18. öldinni hafa verið tengd við frönsku stjórnarbylt- inguna. En Bolsjevíkahreyfingin veldur því, að rnenn eru eins og á glóðum út af því, að eftir geti enn verið hjer í álfunni blóðugar borg- arastyrjaldir, þótt kallað sje aðheims- ófriðnum eigi að vera lokið. Og það er ósjeð enn, hveniig hin- ar sigrandi þjóðir í heimsstyrjöldinni muni nota sjer sigurinn. Loforðin hafa mörg verið falleg, en efndirnar eru eftir. Það getur verið, að sann- gjrni og víðsýni ráði, þegar til kem- ur. En hitt er líka hugsanlegt, að sig- urvegararnir koma svo fram, að gegn þeim rísi óvild og hatur, og það ekki að eins hjá hinum sigruðu þjóðum, heldur einnig á víðari sviðum. Hjá þeim virðast vera til sterkir kraftar, sem vinna í hvora um sig af þessum áttum. En alt er þetta í þoku enn. Úr því leysist fyrst, er fregnir fara að koma af friðarfundinum. II. Hjer heima hjá okkur eru líka tímamót. Nýtt tímabil er að byrja i stjórnmálasögu landsins. Við höfum fengið lausn á langvarandi deilumáli, og úrslitin hafa orðið okkur i vil. Lengi fram bornum kröfum um sjálf- stæði landsins hefur verið fullnægt i rýrnri mæli en kröfuhörðustu mönn- tim okkar kom í hug að fara fram á fyrir nokkrum árum. Þessu hafa valdið byltingarnar úti i heiminum. Zahlestjórnin hefur að verð’leikum fengið lof fyrir sitt skynsamlega frjálslyndi í úrlausn þessa máls. Hún hefur yfir höfuð reynst ágætlega á ófriðartímunum, bæði fyrir sitt land og i afskiftum af okkar málum. Og sá maður, sem milligönguna hefur haft á tnilli hennar og íslensku þjóð- arinnar, forsætisráðherrann okkar, hefur sýnt bæði mikla vitsmuni og lægni í allri framkomu sinni og hlýt- ur að hafa getið sjer með henni lang- varandi lof hjá íslenskri þjóð. En aðstaða okkar var líka nú önn- ur én hún hafði verið nokkru sinni áður í stjórnmálabaráttu okkar. Höf- uðatriðið var það, að nú virtist svo sem við ættum opna leið til að skilja við Dani, ef við hefðum viljað. En áður höfum við aldrei staðið þannig að vígi. Danir hafa alt til þessa getað neitað kröfum okkar, án þess að nokkurt útlit væri fyrir að neitunin leiddi til skilnaðar. En nú var sökun- um þannig komið, að þeir hefðu ekki til lengdar haldið yfirráðunum í trássi við íslendinga, síst á þann hátt, að sambandið hefði orðið þeim ábata- samt. Deila um einstök atriði, etns og t. d. fánann, gat staðið noklcur ár, en varla lengi. Margir Danir voru farnir að sjá þetta og skilja. Einmitt hinn líðandi umbrotatimi sýndi mönn- um það, bæði hjer og í Danmörk, að sambandið var ekki orðið fastara en það, að því mundi verða slitið, ef báðir málsaðilar gætu ekki orðið á- nægðir í því, þ. e. að við, sem minni máttar erum, þyrftum ekki að vera í því framvegis, ef við kysum sjálfir annað heldur. Ýmsir þóttust sjá, að við værum- á þeirri leið, að tapast Norðurlöndum, hverfa frá þeim og halla okkur vest- ur á bóginn, til Engilsaxnesku þjóð- anna. Og sannleikurinn var sá, að þessi hugsun var að vakna einmitt nú á ófriðarárunum. Vestur á við gat verið margt gott að sækja. Brot af íslensku þjóðinni er þegar komið vestur um haf og unir þar vei tiag sinum. Og almennur vilji þeirra Is- lendinga, sem þar eru, hefur það verið, að við kæmum í áttina á eftir þeim, þ. e. í«sem nánast viðskifta- og menningar-samb. hið hinn enskumæl. heim, hvernig sem ytra forminu yrðt háttða. En minningarnar og sagan draga okkur austur á við, og benda í þá áttina. Menning okkar er runn- in frá Norðurlöndum. Þar eru rætur hennar. Margs konar skyldleiki dreg- ur okkur þangað, og þangað liggja margs konar tengsl, sem fjölda nú- lifandi íslendinga væri sárt að slíta. En framhaldandi stjórnmáladeila við Dani hefði hrundið hugum okkar meira og meira vestur á bóginn, enda þótt margar ástæður sjeu til þess, að flestum okkar sje það kærara, að tengja örlög okkar örlögum Norður- landaþjóðanna en annara þjóða. Það, sem gerst hefur í sjálfstæðismáli okk- ar á síðastliðnu ári, miðar að þessu, eða jafnar úr þeirri snurðu, sem á þráðinn var komin. Og öll líkindi eru til þess, að sú hreyfing, sem nú er uppi í þá átt að efla samvinnu milli Norðurlandaþjóðanna og styrkja sambandið þeirra á milli á ýmsan hátt eigi mikla framtíð. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir hinu fengna fullveldi. En þó er það í sjálfu sjer ekki takmark, heldur meðal til þess að ná takmarki, eða leið til takmarks. Takmarkið er, að koma landinu sem mestupp efnalegaogand- lega, þjóðinni sem lengst i menning- aráttina, auka vellíðan hennar og mentun og jafnframt styrk hennar til þess að varðveita þau dýrindi, sem við höfum að erfðutn fengið, mál okkar, sögu og minningar. Nú er það meðferð okkar á hinu nýfengna fullveldi, sem alt veltur á, eða það, hvemig við færum okkur það i nyt. Stutt Idó-námskeið. Eftir Holger Wiehe. (Framh.) T ö 1 u o r ð. Frumtölur: i un, 2 du, 3 tri, 4 quar, 5 kin, 6 sis, 7 sep, 8 ok, 9 non, 10 dek, 11 dek e(d) un, 12 dek e du, 13 dek e tri, o. s. fr. 20 duadek, 21 duadek e un, o. s. frv. 30 triadek, 40 quaradek, 50 kinadek, 60 sisaaex, 70 sepadek, 80 okadek, 90 nonadek, 99 monadek e non, 100 cent, 102 cent e du, 1000 mil, 1000000 milion, 1919 mil e nonacent e dek e non. Við margföldun er bætt við eftir- skeytinu -ople: duople sis esas dek e du = tvisvar sinnum sex eru tólf; þó er líka hægt að segja: sis per du esas dek e du. — Annars er endingin -foye notuð: E1 skribis a me dufoye = hún skrifaði mjer tvisvar sinnum. Við deiling er notað sur: dek sur ktn esas du '= fimm t tíu em tveir. Raðtölur em myndaðar méð end- ingunni -esm: unesma = fyrstur, triesma = þriðji, sepadekesma = sjötugastur, duesme = í öðru lagi. Margföldunartölur með -opl-: sis- cpla = sexfaldur. Brot eru mynduð með endingunni -im: kinimo = fimtungur, duima = hálfur; duimo = helmingur; tri kin- imi = þrír fimtungar. Deilitölur eru myndaðar með end- ingunni -op-: unope = einn í einu, o. s. frv. F o r n ö f n. Persónufornöfn: me = jeg (mig mjer, mín); tu = þú (0. s. frv.) ; vu = þjer, að eins þegar þjerað er í ein- tölu; il(u) = hann; el(u) = hún ol(u) = hann, hún, það (um hluti). Ef ekki þarf að taka fram kynið, má nota lu bæði um karla (karldýr), konur (kvendýr) og hluti; -su = sig (sjer, sín); ni = við (o. s. frv.) ; vi = þið; ili = þeir; eli = þær; oli = þeir, þær, þau (um hluti) ; í sam- kyni li = þeir, þær, þau (sbr. lu); on(u) = maður, menn. Dæmi: Yen persono, qua volas parolar kun vu = hjer er einhver, setn vill finni yð- ur. — dicez a lu, ke me ne esas heme = segið þjer honum (henni) að jeg sje ekki heima. — Löngu myndirnar í eintölu eru að eins notaðar þegar áhersla er á orðinu: elu povas mentiar = sú kann nú að ljúga; en: il kom- prenas islandana = hann skilur ís- lensku. Eignarfornöfn eru mynduð af per- sónufornöfnunum með endingunni -a: me-a = minn, mín, mitt, mínir, o. s. frv.; vu-a = yðar, o. s. frv. Þegar nafnorðið er undirskilið eru þau beygð í fleirtölu, annars ekki: mea infanti esas plu olda kam la tui = mín böm eru eldri en þín. Bendifornöfn: (i)ca [ítsa] = þessi o. s. frv.; (i)co = þetta (án nafn- orðs) ; (i)ta = hinn; (i)to = hitt; 10 = það (um heila setningu). Dæmi: 11 komencis studiar Ido; lo (to studiar Ido) esas tre utila = hann er farinn að stunda ídó, það (að stunda Idó) er mjög þarft. En: Ido esas linguu iiiternaciona; ol (= Ido) esas tre utila. — 1 fleirtölu enda þessi for- nÖfn á -i, ef þau eru nafnorðslaus: (i)ci, (i)ti. Það má skeyta il, el eða ol framan við þau, til þess að tákna kynið: ilca = þessi (maður); elta = hin; olta þetta (t. d. húsið), o. s. frv., en ekki má misbeyta þessum for- skeytum. Spurnar- og tilvísunarfornöfn: qua = hver, hvert, hvaða, o. s. frv.; sem; qui = hverjir, hverjar, hver, o. s. frv.; sem (nafnorðslaust); quo = hvað; það sem. Einnig þessi fornöfn geta tekið að sjer forskeytin il-, el-, ol-: ilqua, elqua, olqua, ilqui, o. s. frv. Dæmi: La maxim richa viro en la urbo, ilqua mortis hiere, esis celibo = auðugasti maðurinn í bænum, sem dó í gær, var sveinkarl. Qua,út af fyr- ir sig myndi hjer vísa til urbo (bæn- um), en ilqua sýnir, að hjer er átt við orðið viro (maðurinn). önnur fornöfn: tala = slíkur, því- líkur; quala = hvílíkur; tala .... quala = annar eins .... og; tanta = eins mikill; quanta = hve mikill; multa = margur; plura = fleiri en einn; omna = allur, sjerhver; singla = hver einstakur; nula = enginn; ula = einhver, nokkur; kelka = = sumur; irga = hver sem er; ispsa = sjálfur; sama = sami; altra = annar; cetra = hinn; poka = fár. Það má gera þessi orð að atviksorð- um nteð því að bæta við -e í stað -a: tale = þannig; quante = hve mikið; multe = mikið; same = á sama hátt, sömuleiðis; poke = lítið, litt. Einng má gera omna, singla, isula, ula, kelka, altra að nafnorðsfor- nöfnum með endingunni -u (í eintölu) og -i (í fleirtölu): omnu, omni, nulu, nuli, o. s. frv. — Hvorkynsnafnorð verða þau með endingunni -o: omno = alt; nulo = ekkert; ulo = nokkuð, o. s. frv. — Hvor .... annan = unu .... ultru (eða l’unu .... l’altru); hverjir .... aðra = uni .... altri (l’uni .... l’altri). Föll. Föllin i Idó eru tvö: nefnifall og n-fall. Aðallega er nefnifall notað: la kavalo (gerandi) esas ajila = hesturinn er fljótur; rne kompris granda kavalo (þolandi) = jeg hef keypt stóran hest; me donis aveno a H kavalo (þiggjandi) = jeg gaf hest- inum hafra; la yuno di la kavalo (eignarfall) esas nomata kavalyuno = ungi hestsins ef kallaður folald. Að eins þegar orðaröð getur orkað tvímælis, hvernig skilja beri setning- arliðina, má bæta n aftan við orðið, og þannig kemur þetta fyrir einkum í spurnarsetningum og tilvísunarsetn- ingum, þegar þær byrja á fornafni, stm er þolandi. Dæmi: La pekunion il deziras, ne la vidvino(u) = hann girnist peningana, ekki ekkiuna. —• Quon vu deziras ? = hvers óskið þjer? — La puerino, quan tu vidis = stúlkan, ^sem þú sást. Atviksorð. Atviksorð eru annað hvort upphaf- leg, svo sem: nun = nú; tre = mjög; ja = þegar; quik = undir eins; yes = já; no = nei; hika =hjer; ibe = þar o. s. frv., eða afleidd af lýsingar- orðum, fornöfnum, nafnorðum og for- setningum: bon-e = vel (af bon-a = góður); bel-e = fallega (bel-a = fallegur); tal-e = þannig (tal-a = slíkur) ; nokt-e = um nóttina (nokt- 0 = nótt); exter-e = úti (exter = fyrir utan) o. s. frv. Atviksorö eru stigbreytt á sama hátt og lýsingarorð með plu (min) og maxirn (minim) : ofte (oft) — plu ofte (oftar) — maxim ofte (oftast). (Frh.)

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.