Lögrétta


Lögrétta - 22.01.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.01.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17 • Talsími 178. AfgreiSslvi- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastrseti II. Talsími 359. Nr. 3. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Björn M. Ólsen prófessor. Hann andaiSist aöfaranótt 16. þ. m., en hafíSi átt viö þunga vanheilsu aS stríða tvö síSastlióin ár, er mjög cyddi kröftum hans bæði líkamlega og andlega. Öðru hvoru var hann þó á ferli allan þennan tíma og sást á gangi úti, en mjög var hann þá orS- inn annar í útliti en hann haföi átiui verið, því á meöan hann naut fullr- ar heilsu var hann mjög gervilegur maöur að vallarsýn og bar sig vel, fríöur sýnum og hinn glæsilegasti í allri framkomu. Brá mönnum því mjög við, er þeir mættu honum á götu fyrst eftir sjúkdómsáfallið. Björn M. Olsen var fæddur 14. júlí 1850 á Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Runólfur Mag- nús Ólsen umboösmaöur, sonur Bjarna gamla Ólsens á Þingeyrum, og kona hans, Ingunn Jónsdóttir kam- merráös á Melum, og voru þeir sjera Jón á Stafafelli og B. M. Olsen syst- kina synir. 13 ára gamall kom Olsen í Latínuskólann, haustiö 1863, og út- skrifaðist þaöan vorið 1869, tæpra ly ára. „Hann var einn hinna allra-gáf- uöustu sinna skólabræöra, fyndinn snemma, hagmæltur vel og glaðlynd- ur. Hann var drengur góöur og varö ' fljótt vinsæll meöal skólabræðra sinna. Reglusamur var hann og rækti vel nám sitt, enda útskrifaðist hann meö besta vitnisburöi." Á þennan hátt segir Jón heitinn Ólafsson, sem var jafnaldri hans og skólabró'Sir, frá skólaveru hans í æfiágripi, sem kom út með rnynd Olsens í „Óðni“ í júlí 1910, þegar hann varS sextugur. Vegna heilsuleysis dróst það um hriö aö Olsen hjeldi námi áfram eft- ir stúdentsprófið. Hann var þábrjóst- veikur, og hafSi kvéöið mikiö að þeim sjúkdómi. En 1872 fór hann til háskólans í Khöfn og tók þar próf í málfræði og sögu 1877. ASalnáms- greinar hans voru „gömlu málin“, latína og gríska. Eitt af þessum náms- árutn dvaldi hann þó heima hjá móö- ur sinni, og þjáöist hann enn þessi ár af brjóstveikinni, en síöar batnabi hún þó til fulls. Aö prófinu loknu ferðaðist hann suöur um Evrópu, til ítalíu og Grikk- lands. En er hann kotn úr þeirri för var hann, 15. apríl 1879, settur kenn- ari viö Latínuskólann, og næsta ár var honum veitt kennaraembættiö. Hann kendi grisku og latínu, og kemur öllum lærisveinum hans saman um þaö, aö hann hafi verið ágætur kennari. Hann bjó lengi í skóla- liúsinu og hafði umsjón meö piltum, sem heimavistir höföu. En sú um- gengni við pilta ljet honum ekki eins vel og kennarastarfiö, og var stund- um róstusamt milli hans og þeirra. Hann vantaöi lægni þá, sem nausyn- leg er viö slíka umsjón, 0g var of af- skiftasamur um ýmislega smámuni. Reykjavík, 22. janúar 1919. Kom þetta enn skýrar fram, er hann varð rektor skólans, en þaö varö hann 1895, er Jón heitinn Þorkelsson ljet af skólastjórn, og gegndi embættinu í 9 ár, en sótti um lausn frá þvi 1904 vegna ósamkomulags milli hans og skólapilta, sem þá var oröiö aö vand- ræöum. Tók hann sjer þetta mjög nærri, því hann haföi tekið ástfóstri viö skólann, þótt svona færi, og vildi honum alt hiS besta. Um leiö og hann yfirgaf skólann var hann sæmdur prófessorsnafnbót og honum veitt fje af lándssjóöi til vísindaiökana, Hugur hans haföi snemma hneigst aö norrænum fræðum, þótt ekki geröi hann þau aö námsgrein sinni viö há- skólann. Og áriö 1883 varöi hann viö Khafnarháskóla ritgerð „Um rún- ir í forníslenskum bókmentum“ og hlaut fyrir doktorsnafnbót. Eftir þaö samdi hann í hjáverkum frá skóla- kennarastarfinu margar ogmerkilegar íitgerðir um norræn fræöi og bók- mentir, og er hann fjekk lausn frá skólastjóastarfinu, sneri hann sjer með öllum hug að þeim fræöum, og má svo segja, aö hver ritsmíöin ann- ari merkilegri ræki aöra frá hans hendi, ýmist á íslensku eöa á erlend- um málum. Þegar íslenski háskólinn var stofnaöur, vorið 1911, var hann siálfkjörinn til prófessorsembættis- ins í norrænu og tók þá viö því. Hann var og fyrsti rektor íslenska háskól- ans. Og er hann sagöi af sjer embætti, sökum heilsubilunarinnar, síðastl.vor, geröi háskólinn hann aö fyrsta heið- ursdoktor sínum og sæmdi hánn nýrri nafnbót, sem hann einn hefur hlotið enn sem komiö er. Var nákvæmlega skýrt frá þessu hjer í blaðinu 18. júní síðastl., og þar eru þá einnig talin fram helstu ritverk B. M. Olsens og litiö yfir vísindastörf hans, svo aö um þau atriði má vísa þangað. Hann var og heiðursdoktor háskól- ans í Kristjaníu, og ýms vísindafjelög erlendis höföu sýnt honum viöurkenn- ingarmerki. Riddari af dbr. var hann og dannebrogsmaður. Hann var konungkjörinn þingmaö- ur á þingunum 1905 og 1907, en sagði síöan af sjer þingmensku. Hann þótt- ist ekki vera þar á rjettri hillu, en kvað þingmenskuna draga hug sinn frá störfum, sem sjer væru ljúfari. Forseti Hins islenska bókmenta- fjelags var hann lengi, fyrst 1894— 1900 og síðan 1909—1917, en þá baðst hann undan endurkosningu. Undir handleiöslu hans fór fram heimflutn- ingur Khafnardeildar Bókm.fjelags- ins, og hann stjórnaöi 100 ára minn- ingarhátíð fjelagsins sumarið 1916 og sá um útgáfu Minningarrits þess. — Fyrir löngu haföi Bm.fjel. gert hann aö heiöursfjelaga sínum. Gleðimaöur mikill var prófessor B. M. Olsen alla tíö meðan hann naut sín, og bera þess vott m. a. gaman- kvæöi hans í „Söngbók Stúdentafje- lagsins“, sem út kom 1894. Hann var ókvæntur og átti ekkert barn. En mjög ungan tók hann í fóst- ur Sigurð Sigurðsson lyfsala x Vest- mannaeyjum, er faðir hans dó, og c! hann upp og kostaöi til náms. Einnig kostaði hann til nárns Sigfús Blöndal bókavörð í Khöfn. B. M. Olsens verður lengi minst meö lofi af öllum þeim, sem íslensk- unx fræðum unna. Jarðarför hans fer fram á morgun. Fullveldið. í blaðinu „Frón“ frá 11. þ. m. er skýrt frá fyrstu ráðstöfun- unum til franikvæmda fultveldis- laganna á þessa leið: Sem kunnugt er gengu lögin i gildi 1. desbr. f. á. Varð þá um leið að ákveða, að sumu til bráðabirgða, ýms útgjöld, er því voru samfara að koma fullveldinu á laggirnar. Hefur forsætisráðherra látið oss í tje eftirfarandi upplýsingar um það, er þegar er framkvæmt í þessu af hálfu stjórnarinnnar. 1. Til konungs og konungsættar var ákveðið að greiða kr. 50 þús. á ári. 2. Til utanríkismálanna kr. 12 þús. á ári. 3. Til skrifstofuhalds í Kaup- mannahöfn kr. 12 þús. á ári eða alls til þessara mála kr. 74 þús. á ári. Af formlegum atriðummánefna, að i íslenskum ríkisskjölum svo og lögum, er konungur gefur út eða staðfestir, á að standa „Vjer Chr. X. o. s. frv. konungur íslands og Danmerkur o. s. frv., og í dönsk- um afgreiðslum verður titilbnn: konungur Danmerkur og íslands. Úrskurður um uppburð íslands- mála í ríkisráðinu var feldur úr gildi 30. nóvbr. f. á. J>á hefur utanríkisstjórnin danska 9. desbr. f. á. tilkynt er- lendum ríkjum: a ð danska stjórn- in eftir efni sambandslaganna frá 30. nóvbr. f. á., hafi viðurkent ís- land fullvalda ríki, a ð Danmörk og ísland sjeu í sambandi um einn og sama konung, a ð nöfn beggja ríkjanna sjeu tekin i heiti kon- ungs, a ð Danmörk fari með utan- rikismál íslands í umboði þess, a ð ísland lýsi ævarandi hlutleysi sínu, og a ð stjórnarfáni íslands, klof- inn fáni, sje blár feldur með rauð- um krossi innan í hvítum krossi, að verslunarfáninn sje eins óklof- inn, og að ístand hafi engan gunn- fána. Vilhjálmur keisari. 1. Um engan mann hefur nú um lang- an tíma að undanförnu verið meira skr.ifaö og rætt en Vilhjálm fyrv. Þýskalandskeisara, og dómarnir um bann eru margvislegir. Hann haföi, er hann sagöi af sjer keisaradómi, verið við völd í full 30 ár. Fæddur er hann 27. janúar 1859 °S kom til ríkis 29 ára gamall, er faðir hans andaðist, en það var I5.júníi888. Það er sagt að Vilhjálmur keisari hafi veriö skynsamlega upp alinn, en þó hafi hermenskuandans prússneska allmikið gætt í uppeldi hans. For- eldrar hans voru bæði frjálslynd í skoðunum, blátt áfram í framgöngu og höfðu bæöi áhuga á vísindum og listum. Þau ljetu sjer því ekki nægja, aö hann fengi tilsögn í öllum þeim menturn, sem aö hernaði lúta, heldur sendu þau hann til háskólans í Bonn, og þar las hann rikisrjettarfræöi og sögu. Hann hafði mjög miklar mætur á afa sínum, Vlhjálmi keisara I., og hann mat verk þaö, sem hann vann, með stuðningi sinna ódeigu fylgis- manna, Bismarks og Moltkes, sam- eining þýska ríkisins, rnjög mikils. Afinn vai-ð þegar í æsku Vilhjálms keisara II. átrúnaöargoð hans. Og Bismark mat hann einnig mjög mik- ils. Það er sagt, að hann lxafi beint leitað fræöslu hjá Bismark um utan- nkismál og stjórnmál yfir höfuð Afa sinn kallaöi hann Vilhjálm hinn mikla og leit á hann sem skapara þess fyrirkomulags, sem þýska keis- aradæmið hafði fengið, en hann var, eíns og afi hans, fulltrúa á það, að keisaravaldið væri veitt af guðs náð og stæði undir hans vernd. Það var skoðun hans, aö keisarinn heföi bæði rjett og skyldu til þess, að láta skoö- anir sínar hiklaust uppi, fylgja þeim fram og hafa persónuleg afskifti af öllum málurn. í fyrstu eftir aö Vil- hjálmur II. kom til valda fór þó vel á með honum og Bismark. Keisarinn liet þá ekkert færi ónotað til þess að sýna járnkanslaranum, hve mikils hann rnetti starf hans og stjórnmála- vit. En það dálæti stóð ekki lengi. Brátt konx það í ljós, að þeir gátu ekki unnið saman, því báðir vildu XIV. ár. ráða. 20. marts 1890 sagði Bismark af sjer, og vakti það mikla athygli úti' um allan heim og mikið umtal um framferði þessa unga keisara. Eitt af því, sem þeim Bismark hafði borið á milli, var um afstööu stjórnarinnar til jafnaðarmannaflokksins. Bismark hafði átt í strði við hann og vildi taka á honum með sem föstustum tökum, td þess að brjóta hann niður. En keis- arinn vildi taka að sjer kröfur verk- mannanna og koma miðlun og sátt- urn á. í byrjun ársins 1890 kom hann því til leiðar, að alþjóðar verkmanna- fundur var kallaöur saman í Berlín, og var það gert móti vilja Bismarks. En vinátta keisarans við jafnaðar- mannaflokkinn stóð ekki lengi. Hon- um þótti sem tilraunir sínar til þess að miðla málum væru vanþakkaðar, svo að hann sneri alveg við blaðinu og varð rammur mótstöðumaöur jafn- aðarmanna, gerðist mjög harðorður í þeirra garð og kallaði þá „ættjarðar- lausan óaldarflokk“. Þegar heims- stríðiö hófst voru þó skoðanir hans aftur orðnar allmikið breyttar. Þá lýsti hann því yfir, að engin flokica- skifting ætti sjer framar stað í Þýska- landi, sjer væru allir stjórnmálaflokk- ar jafn kærir; nú þekti hann að eins Þjóðverja, en enga aðgreining þeirra í milli. Það mætti og engri mótstöðu írá hans hálfu, er jafnaðarmannafor- ingjarnir voru teknir inn í ríkisstjórn- ina og þeim fengin þar mjög áríðandi embætti á siöari hluta ófriðartímans. Vilhjálmur II. hefur verið miklu meira á ferðalagi alla sína valdatíð, en titt er um menn í slikri stöðu. Aí því hafa Þjóðverjar kallað hann „ferðakeisara“ (Reise-Keiser). Hann kom t. d. nær því á hverju sumri til Noregs á lystiskipi sínu og: dvaldi bai- um hrið. Til minningar um þær ferðir gaf hann Noregi hið mikla líkneski af b'riðþjófi frækna, sem reist var fyrii nokkrum árum í átthaga Friöþjófs þar i landi. Bakviö margar af hinum lengri ferðum keisarans lágu þýskar stjórnmálafyrirætlanir, og er för hans til Konstantínópel og Jerúsalem 1898 merkust í því tilliti, því hún átti aö undii'búa, og undirbjó, þýska start- semi og nýlendumyndun þar eystra. Það var frá byrjun skoðun keisar- ans, að Þýskaland ætti að verða eitt af ráðandi rikjum heimsins í nýlendu- málum, og að þvi væri nauðsynlegt, iðnaðarins vegna, að af-la sjer stórra nýlendna i öörum heimsálfum. í þessu máli voru þeir Bismark ósamdóma. Bismark vildi enga aðaláherslu leggja á nýlendustofnanir í öðrum álfum, en keisarinn sagði, að framtíð Þýska- lands væri á hafinu, stjórnmálatafl Evrópuríkjanna væri tafl um yfirráð heimsins og hann vildi ekki að þýska þjóðin sæti aðgerðalaus hjá, meðan heiminum væri skift, lxeldur aö hún „krefðist rúms sólarmegin". Þessi skoðun varð undirrótin að byggingu þýska flotans og víggirðinganna á Helgolandi, í Wilhelmshafen og Kiel. Flotinn var nauðsynlegur til þess að skapa og verja hið fyrirhugaða þýska nýlenduríki. En það var hinn fljóti vöxtur þýska flotans, sem mesta óró skapaði í Englandi og geröi Þýska- land aö keppinaut þess, því jafn- framt og flotinn óx, uxu einnig versl- unarviðskifti Þjóðverja úti um allan heim, og víða voru beir að bola Eng- lendingum út. Öll þessi framsókn Þjóðverja hafði á sjer það her- menskusnið, sern þeir voru aldir upp við, og það er sagt, að meðfram þess vegna hafi starfsemi þeirra ekki náð þeim vinsældum, sem þeir annars sótt- ust eftir. Keisarinn talaði samt oft eins og eindreginn friöarvinur. En hann sagði, aö sterkt hervald væri nauðsynlegt, til þess að vernda frið- inn, og hann talaði um hinn „jám- varða hnefa" sem nauðsynlegt vopn fyrir Þjóðverja til þess að ryðja sjer braut í heiminum. Hann var hermað- ur út í ystu æsar, þótt hann lofaði oft friðinn og ávexti þess starfs, sem hann skapaði, og hefði víðan sjóm deildarhring og nxargvísleg áhuga- mál, því það hafði hann jafnan. Og enginn efast um ást hans á landi sinu Skólabladid. Eigandi þess, Jón Þórarinsson jrœSslu- rnálastjóri, hefur látið hlaSið af hendi viS mig, og mun jeg, ef auðiS verSur, gefa það út framvegis, í líku sniði og áSur, Blaðið byrjar því aftur að koma út í þess- um mánuði, ng verður sent öllum þeim, sem voru kaupendur þess 1916, er útgáf• unni var frcstað; enn fremur kaupendum „Varðar", scm jeg hef kcypt af útgefand- anum, Hallgrími Jónssyni, kennara. Aðrir þeir, sem kynnu að vilja gerast kaupendur „Skólablaðsinsgeri svo vel að láta mig znta. 19. janúar 1919. HELGI HJÖRVAR. Reykjavík. Pósthólf 84. og þjóð. Hann var án efa mestur hæfileikamaður allra þeirra, sem kór- ónur báru samtímis honum. Sjálfsagt á hann erfitt með að sætta sig við hin snöggu umskifti hamingjunnar, og er liklegt, að þau reynist honum þungbær. Samskot til Hailgrímskirkju. Á siðustu prestastefnu, i sumar sem lfcið, var skorað a alla presta iandsms aö gangast tyrir samskotum i presta- köilum þeirra, nu i vetur, tit Hall- grnnskirkjunnar. Má ætla, að prest- um hafi verið þetta ljúít, eins og mál pecta heiur tengio gooar unairtekttr hja almenningi, og enaa tals'verö samskot þegar komm i fyrra, Ur nokkrum prestakoilum. En ekki er vtð að buast, aö enn sjeu komnar iijettir aí samskotunum, sem væntan- icga veröa a stnum tima send biskupi tii umsjónar, þangað til þar að kemur, að tarið verour að byggja hina fyrir- huguðu kirkju. Jeg byst við, að prest- ar sendi út samskotansta, með goðum meðmælum, i sókn hverja, einn eða tieiri, ettir þvi sem til hagar, og skrifi menn á þágjaíirsmar,ersiðanafhend- ist sóknarpresti við tyrstu hentugleika. Alt þetta getur tekið talsverðan tirna, eins og vioa tilhagar uti um sveitír landsins, þar sem strjalbýli og tiðar- íar hindrar ott samkontur vorar, en í vor ættu þó öil samskot að vera kontin til biskups. :— Geta vil jeg- þess, að jeg heí sent út lista hjer i sóknirnar (Saurbæjar- og Leirár- sóknir). Eru iistarmr að visu ekki kommr attur, en undirtektir og lof- orð ntanna eru mjög góð; vil jeg sjer- staklega nefna ein hjón, Eirik Guðj mundsson og Guðriði Jónsdóttur frá Hlíðarfæti, nú búsett i Skarðsbúð a Akranesi, er afhentu mjer kr. 50,00 til Hailgrímskirkjunnar, ótilkvödd, áður en samskot voru hafin; kann jeg þeim, fyrir hönd kirkjunnar, bestu þakkir fyrir hina rausnarlegu gjöf þeirra., Sú tillaga hefur kontið fram (Lögr. 23. des. 1918), að byggja 2 Hallgríms- kirkjur, aðra í Saurbæ en hina í Reykjvik; getst mjer vel að þvi, og mun full þörf vera á, að bæta þriðju kirkjunni þar við; núverandi kirkjut þa og sanikontuhús K. F. U. M. ntunu ekki taka nenta um 2 þúsund manns, og er það litið af öllunt þeim fjölda (15 þús.), og má nærri geta, aö ntargir fara þar á mis við kirkju- göngur. — Þess væri óskandi, að sam- skotin gætu gengið svo greiðlega og vel, að hægt yrði að byggja tvær kirkjur í minningu Hallgr. Pjeturs- sonar, þó ntjer finnist sjálfsagt, að kirkjan í Saurbæ sitji fyrir hinni; það bæri óneitanlega vott um vaxandi áhuga og kristilegt líf, ef söfnuðir landsins heiðruðu þannig minningu hins mesta andans manns síns að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.