Lögrétta


Lögrétta - 12.02.1919, Page 1

Lögrétta - 12.02.1919, Page 1
Utgefandi og ritstjóri: ÞORST. GISLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum. ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 7. Reykjavík 12. febrúar 1919. XIV. ár. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Laun norskra presta. ÁriS 1917 haföi stórþingiö norska launakjör presta til meöferöar og af- greiddi sem lög ný ákvæöi, þar aö lútandi, sem til muna hafa bætt launa- kjörin eins og þau voru áður. Þar sem blátt áfram veröur aö telj- ast óumflýjanlegt, aö launakjör is- lenskra presta, ekki síöur en annara embættismanna hins íslenska ríkis, veröi á næstunni endurpkoöuö flrá rótum og þær breytingar til bóta á þeim gerðar, sem breyttir timar heimta, skal hjer stuttlega skýrt frá þeim umbótum, sem i Noregi hafa gerðar verið í þessu tilliti góöum mönnum til athugunar og leiöbein- ingar. J r+íl Þessi nýju prestalaunalög hafa hækkaö lægsta launatakmark sókn- arpresta og sjálfstæðra aöstoöai- presta (residerende Kapellaner) úr 2400 kr. upp í 3000 kr. En þar viö bætist svo arður af embættisjörö (prestsetri) og leigulaus bústaður eöa húsaleigugjald, þar sem ekki er neitt fast embættissetur, hvort heldur er í sveit eða í kaupstaö. Hins vegar hefur efsta launatak- mark sóknarpresta til sveita veriö hækkaö úr 4000 kr. upp í 5000 kr., en í kaupst. úr 6000 kr. upp í 7000 kr. fyrir aðalsóknarprestinn, en úr 5000 kr. upp í 6000 kr. fyrir sjálfstæöa aöstoðarpresta, alt auk arös af prest- setrinu eða húsaleigugjalds. I þessum upphæðum eru meðreiknuð gjöld fyr ir aukaverk, sem i Noregi eru víðast „afleyst" meö árlegu aukaverka- gjaldi, er greiöist úr sveitarsjóöi. Þaö, sem vantar á aö tekjur prestakalla nái lægsta launatakmarki, greiðist af almannafje úr svonefnd- um fræðslusjóði (Oplysningsvæsens Fond). Og það sem tekjurnar yfir- stíga efsta launatakmarkiö, greiöist í fræðslusjóð eða er ráðstafað til ann- ara þjónandi presta.Nú hefur einhver prestur persónulega launaviöbót úr sveitar- eða safnaðarsjóði, er laun þessi ganga í gildi (en slikt er alsiða í Noregi og í lögunum ráð fyrir því gert, að sú venja fremur aukist en leggist niður), þá fær hann eins fyrir því úr launasjóðnum þaö sem mats- upphæðin er undir lægsta launatak- marki. Hins vegar er efsta launa- takmarkið ekki svo rígbundið við áð- urnefndar upphæðir, að ekki megi setja þaö enn hærra, ef sjerstakar ástæður mæla með því. Það er sem sje konungur einn, sem á hverjufn stað ákveður hve mikiö skuli gjalda í launasjóð af því, sem tekjurnar fara fram úr efsta launatakmarki. Þá er enn fremur öllum prestum ákveöin launaviðbót eftir 5, 10 og 15 ára þjónustu: 300 kr. í hvert skifti, en þjónustualdurinn reiknaður frá þeim tíma er presturinn fjekk fyrst sjálfstætt embætti eða leyfi til aö taka vígslu til prestskapar (annars en ósjálfstæðs aðstoöarprestskapar). T. d. eru þar með talin þatt ár sem þeir hafa veriö sem prestar í þjón- ustu norksa heiðingjatrúðboðsins, sjó- mannatrúboðsins eða heimatrúboös- ins, eða haft á hendi prestsþjónustn hjá viöurkendum Norðmanna-söfnuö- um í Vesturheimi (þ. e. söfnuöum er standa í sambandi við norksu ríkis- kirkjuna). Greiðsla fyrir útskriftir úr embætt- isbókum, vottorð o. þvíl., telst til persónulegra tekna prestsins, en ekki til embættistekna. Loks á presturinn heimting á að fá ferðakostnað greiddan fyrir ferðii allar í embættisþarfir, svo og fyrii feröir sem hann fer eftir sjerstaki beiöni (t. d. sje hann sóttur til að skíra eöa þjónusta). Greiðist sá ferða- kostnaður úr sveitarsjóöi, hafi hann ekki fengist greiddur á annan hátt. Svo telst til, að þessar umætur á launakjörum norskra presta hafi í för með sjer gjaldaauka, er alls nemi 576.900 kr. á ári. En ríkiskirkjuprest- ar i Noregi eru alls ca. 700 og koma þá að jafnaði 800 kr. í hlut hvers prests, sem þeir fá laun sín bætt um eftir þessum nýju lögum. Auk þess njóta þeir dýrtíðaruppbótar, eftir sömu reglum og aörir embættismenn ríkisins, meðan dýrtíöin stendur. Arðurinn (hreinn arður) af norsku prestsetrunum til sveita er vitanlega mjög misjafn: frá ;c. 400 kr. upp í c. 2000 kr., og enda þar yfir, eftn því hve mikill búhöldur prestur- inn er. Lægstu embættislaun norskra sveitapresta, er verið hafa 15 ár í embætti, veröa eftir þessu: 3000 kr. (föstu launin) + 400 kr. (aröur af embættisjörð) + 3 X 300 kr. (þjón- ustuára-uppbótin) eða samtals 4300 kr. En hæstu embættislaun sveita- presta geta aftur orðið : 50ookr.(föstu launin) + 2000 kr. (arður af embætt- isjörð) + 3 X 300 kr. (uppbótin ettu þjónustualdri) — eða sem næst 8000 kr. Þá njóta þjónandi prestar í út- kjálka-prestakölum (t. d. í Tromsö- stifti, á Finnmörku) ýmissa íviln- ana og sjerhlunninda, sökum sjer- stakra erfiðleika, er þeir eiga við að búa öðrum prestum fremur (t. d. fá þeir allan embættisferöakostnað greiddan eftir reikningi). Svona ferst frændum vorum í Nor- egi við sina presta, en hvernig ferst oss við vora? Skal sú spurning athuguð — ef guð lofar — í næsta blaði. Dr. J. H. Aftur um fsL orðabókina. Herra A. J. ritar utn ísl. orðabók- ina í 5. tbl. ísafoldar þ. á. og er það að mestu leyti svar á móti ritgerð minni í Lögr., 3. tbl. þ. á., um þetta eíni. En af því að höf hefur misskilið nokkuö mál þetta og orð mín, verð eg aö rita dálítið um þetta á ný. A. J. hyggur að öngvar norðlensk- ar orðabækur nema hin danska, sem kend er við Verner Dalerup, fullnægi þvilíkum kröfum, sem oss beri að gera til vísindalegu orðabókarinnar ísl., og hann viröist halda, .að eg hafi skoðaö norsku sveitamáls oröabæk- urnar eftir þá I. Aasen og Hans Ross sem boðlegar fyrirmyndir handa oss fyrir vísindalega orðabók. (Aörar norskar bækur nefnir A. J. ekki). En þetta er allt undarlegur misskiln- ingur, svo sem auðsætt er þegar á því, að þær bækur vantar (eins og A. J. líka segir), flesta þá liöi, sem eru nefndir í stefnuskrá okkar dr. Björns heitins og tekin var orörjett upp í Lögréttugrein minni. Svo Björn heitinn hefir að minsta kosti verið laus við þessa meinloku, hvað sem um mig er. En þarna er nú stefnuskrá fyrir vísindalegu oröabókinni, sem al- þingi 0g stjórn gekk að, þegar fé var veitt til starfsins, og henni ber í aöalatriðunum að fylgja. Þaö má alls eígi í neinu verulegu hvika frá henni eða rugla með hana sitt á hvaö, eftir ýmislegum misgóðum og oft afar- sundurleitum tillögum, sitt á hvaö. íra hinum og þessum er uni þetta vilja ræða. Því slíkt hringl frá réttu horfi, myndi valda því ógagni, að gera vitleysu úr öllu verkinu og ónýta það. Nei, við Björn áttum við vís- indalegu orðabækurnar hjá Noregs- j mönnum, sem eru þessar: „Nynorsk etymologisk ordbok af Alf Torp 1915“ og „Falk og Torp: Etymolo- gisk ordbog over det norske og danske sprog 1900—1906“. Það eru beinlínis þessar bækur og bók Dahle- rups, sem að mjög miklu leyti geta verið fyrirmyndin að ísl. oröabók'- inni, þótt áformað hafi verið að ganga nokkrum fetum framar betur en þær gera. Þá segir A. J. aö hugmyndir min- ar urn vísindalegar oröabækur séu cflaust rangar, og aö nákvæma skil- greiningin i bók Grimms hafi þar leitt mig á glapstigu. En þarna fer and- mælandi minn villur vegar. Út af skil- greiningunni á orðinu „sól“, sagði eg að þetta væri fremur alfræði en orða- bók í vanalegri merkingu, þó vís- indaleg sé. Eins og ailir hefði mátt sjá, átti eg nefnilega þarna við það atriði, að hér væri farið út fyrir það, sem er strangmálfræöilegt einvörð- ungu (ið eiginlega fílólogiska), enda sýnist vissulega flestum, að undir uppflettuorðinu „sól“ heyri þaö frem- ur öðrum vísindagreinum til, en hreinni og beinni málfræði, að upp- lýsa mann um stærð sólarinnar, fjar- lægð hennar og fleira þess kyns. En um þetta skal eg eigi lengi deila, því minn heiðraði andmælandi, er alls eigi fjarri því, að einfaldari skilgreining geti verið heppilegri í isl. oröabókinni. Hitt gerir mér minna til, hversu fá- fróðan í þessu efni hann telur mig. Enn fremur segir A. J. aö eg sé of vísindalegur, þar sem eg vil aö orðabókin sýni fornaldarframburð- . mn eftir því sem næst verður kornist, en telur góöan þann liðinn hjá mér, að bókin eigi aö rekja uppruna orð- anna til sörnu orða i indgermönsku málunum, og vel sé kleift að full- nægja þeirri kröfu. Þarna skjátlast andmælanda mínum talsvert. Því að um fornaldarframburðinn i vestnorð. rænu eru málfræöingarnir í höfuð- atriöum aö flestu sammála, en aft- ur þegar til samanburðarmálfræðinn- ar kemur, og skyldleika orðanna að uppruna, eru skoðanirnar oft afar fjarlægar hver annari. En eigi að síð- ur á samt kihlaust að taka báða þessa liöi til greina i visindalegri oröabök íslenskrar tungu. Þá sný eg mér að því, sem mestur er ágreiningurinn um, nefnilega hvort orðabókin á að ná yfir málið að fornu og nýju, eins og til var ætlast í upp- hafi, eða aðeins yfir nútíöarmáliö. Það hefir aldrei verið tilætlunin við bók þessa hingað til, hjá neinum er afskifti hafa af þessu máli haft, að orðtaka allan þann argrúa, eflaust yfir fullan tug þúsunda, af óprent- uðum handritum, skjölum, embættis- prótukollum og alls kyns öðru dóti, er liggur í landsbókasafinu, þjóðt- skjalasafninu og öðrum söfnum víðs vegar út um heim, heldur að eins sem flestar prentaöar bækur, og svo tal- málið eftir því sem í það næst. Aö orðtaka t. d. allar óprentaöar em- bættisbækur opinberra starfsmanna og stofnana og alt óútgefið bréfa- rusl í söfnum, hefir engin þjóö enn látið sjer til hugar koma, þegar oröa- bækur hafa samdar verið. Þar munu inar stóru orðabækur Englendinga og Þjóðverja varla vera undantekning. Einmitt um þetta orðtökuatriði sagöi dr. Björn heitinn við mig i sumar að það kæmi eigi til nokkurra mála að fara út í slíkt, og eigi heldur urn ým- islegt prentað rusl; það gerði engin þjóð nje gæti, að ná gjörvöllu tal- máli sínu, og eigi heldur hverjum snepli, sem á prent hefði komist. Að eins ætti sjer stað, i stöku tilfellum, aö mjög merkileg rit, er lægi í hand- ritum óprentuð, væru tekin fyrir til reglulegrar orðtöku. Væri nú málinu skift í þrent með orðabækur, svo sem A. J. virðist vilja: 1) forníslensku, 2) miðíslensku 3) nýíslensku, þá myndi niöurstað- an, hvað orðtökuna snertir, verða svipuð. Ef til dæmis væri heimtað, að orðtaka allt óútgefið ritað mál í söfn- um, þá yröi alveg eins að gera það, þótt orðabókin næði að eins yfir mið- íslenskuna, um þær aldir, sem hún nær yfir, og á sama hátt yrði í ný- íslensku orðabókinni að taka til með- ferðar öll skrifuð plögg, frá öllum þeim öldum, er hún nær yfir. Hér held eg að farið sé fram á fjarstæðu þá, er engum dettur i hug að láta íramkvæma, hvorki nokkurri lands- stjórn né nokkru vísindafélagi, um aöra er varla að tala. Þegar sú vísindalega krafa hefur verið gerð, að orðabókin næði yfir „a 111 málið að fornu og nýju“, þá hefir eflaust verið aöallega átt við allflest prentað mál frá fornum tíma og nýjum, og þá jafnt í ljóðamáli sem lesmáli og svo talmálið og að sem mest ætti að reyna að taka. Má þá segja, að orðið „a 111“ sé þarna vill- andi, enda víst engum manni auðið að ná, bókstafíega talað, ö 11 u m á 1- i n u í neinu landi, þótt orðabók þess tæki eigi yfir meira en eitt til tvö hundruð ára. Annars man eg eigi tiþað neinn hafi enn komið með þessa kröfu, um allt málið, heldur um malið að fornu og nýju, eftir því sem framkvæmanlegt er. Og þess má vel gæta, aö ritað mál er í eðli sínu engu rétthærra en talað mál, sem auðvitað er sjálfur kjarninn. Bæði vegna málfræðinnar og sagm- fræðinnar er mesta nauðsyn á, aö hraða sem best að fá prentuð mörg merkileg rit frá fyrri tímum vorum, sem enn liggja óútgefin í söfnum, og þegar litið er á tungumálið sjálft, þá er víst brýnust þörfin á, að fá nýtilega orðabók fyrir miðaldar rit- in, því þar finnast furðumörg orð, sem almenningi, og jafnvel meöal lærðra manna er erfitt að skilja, en um nýtíðarmálið er þar allt öðru vísi ástatt, sem við er aö búast, og yfir fornaldarmálið hjálpa islenskar orða- bækur á útlendum málur öllum þeim, er þau kunna. Eitt, meö mörgu ööru, sem er á móti því, að skifta málinu svona í þrent er það, að þetta yröi rnarg- verknaður i staðinn fyrir einverkn- að. Og sú vísindalega oröabók i ný- íslensku, sem ættleiðir orðin inn í önnur mál og rekur sögu þeirra í málinu sjálfu aö nokkru gagni, hlýt- ur sí og æ aö taka upp orðin i þeirri mynd og merkingu, er þau höfðu í miðöld og fornöld, og er þá auðsær óhagur að þrískiftingunni. Suma menn hefi eg heyrt tala í þá átt, að réttast væri aö skifta málinu og oröabókinni í fernt: 1) söguís- lenskan til 1300 eöa þar um bil, 2) skjalaíslenskan þaðan til 1560, hér um bil, 3) niðurlægingarislenskan til 1760, og svo 4) viðreisnaríslenskan þar frá til vorra daga (segjum 1920). Þessi uppástunga hefir vissulega við fullt svo góð rök að styðjast sem hin með þrískiftinguna. Hún á að hafa það til sins ágætis, að þá verði minna samsull af góðu máli og illu á einum stað; en alt kemur þó þarna til skila aö lokum, svo þar ber þá aö sama brunni, og engan veginn get eg fallist á þá tillögu. En það er sjálfsagt að miða viö fast ártal að neðan, þegar svona orðabók er sam- in, og orðtaka engin rit lengur en aö því. Aðrir hafa talað um það i mín cyru, að vísindalega orðabókin eigi ekki að koma út fyrr en einhverntíma eftir að almennar orðabækur yfir mál- ið að fornu og nýju hafi samdar veriö, og þannig hafi þaö gengið meö. öðrum þjóöum. Það á að vera nauð- synlegra og réttara, en þessi vísinda- lega orðabók, að semja stóra almenna orðabók lika þeirri sem Jón heitinn Ólafsson var byrjaður á. En það er óvíst,. að þessir menn hafi rétt aö mæla og yfirleitt má telja það hégóma að vera að metast á um, hvor bókin eigi fyrri að koma, og þvi skal eg eigi fjölyröa um þetta. Annars'vil eg í sambandi við þessa tillöguna taka þaö fram, að last þaö, sem Jón heit- inn og bók hans fær hjá sumum, er yfirleitt algerlega rangt. Þótt gailar séu á verki hans, (sem vist eru á öll- um orðabókum, þótt mismiklir telj- ist), þá er þar margt gott. Lakast er, að hann var altof nákvæmur með klúryrði og svo finnast stundum sér- viskublandnar smekkleysur hjá hon- um, en hitt, að nokkur kunn orð vanti hjá honum inn í, og fleira þess kyns, má engu síður kenna þeirri kröfu sem fylgdi fjárveitingunni, að skila viss> um arkafjölda á ári (eins og verið væri að taka eftirrit úr bréfabók), heldur en óvandvirkni hans. Maður- inn hafði margt til þess, að geta samið almenna orðabók vel boðlega, því hann var skarpur maður að viti og vel að sér i málinu, einkarvel rit- fær og þar með mjög sýnt um að gefa glöggvar skýringar á hugmynd- um og skilgreiningar á orðum; eg bendi rétt til dæmis á orðið „a f“ og orðið „b i n d a“ í bók hans. Frá þeim má telja vel gengið og svo er um fleira þar. TJndarlegt er það í meira lagi, að einmitt nú, þegar dr. Björn er dáinn, þá rísa menn upp með ýmsar nýjar tillögur um orðabókina, en miklu nær hefði sýnst að koma með þær strax 1 upphafi, um það leyti sem þingið veitti féð til verksins og stjórnin skip- aöi okkur Björn til starfsins. Þá var hentugri og réttari tími, en nú, til að finna að stefnuskránni og koma með þessar fjölmörgu bendingar. Andmælandi minn leggur til, að skipuð sje yfirnefnd i þessu orðabók- armáli, er hafi eftirlit með öllu verk- inu. Nefndirnar yrðu þá eiginlega 2 : vinnunefndin og eftirlitsnefndin, er ræður vinnunefndina og aðra starfs- menn. Um þetta atriði skal eg ekk- ert segja, þvi eg hefi eigi hugsað nægilega vel um það. Það getur vel verið, að það yrði til mikils góðs, að bafa þetta svona. Kostnaðarauki hygg eg þaö hlyti samt að verða, en ef það miðar til að bæta verkið og flýta því, þá má alls ekki í slíkt horfa. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Islensk Iramtfð 09 önnur. iii. Ekki þarf langt mál til að setjá fram yfirlit yfir heimsfræði þannig að það geti þó orðið til að greiða fyrir skilningi á aðalatriðinu. Óendan- legur verundur, óendanlegur þannig aö hann bætir altaf viö sig, hrindir frá sjer hinu ófullkomna, möguleika eða verðimegund hins illa. Þannig er „hyle“ til komin, efni heimsins. Það er undirstööulögmál, að frá hverri veru, hinni stærstu og marg- brotnustu til hinnar smæstu og ein- földustu, stafa geislar, sem miða að því að framleiða aftur þá veru sem þeir stafa frá; og jafnskjótt sem „hyle“ er til orðin, leitast hinn óend- anlegi verundur við að framleiðasjálf- an sig i hinu ófullkomna efni, magna efnið áleiðis til sín. Hinn fullkomnt verundur vill ekki að neitt sje ófull- komið, og leitast þvi við aö eyða verðimegund hins illa. í allri fornri heimsfræði, sem framkomin er fyrir vitsamband, Indverja, Persa, Grikkja, Gnósismannanna, er eitthvað af þess- ari kenningu. Er þar sjerlega merki- leg kenning Empedoklesar us sfairos, hnöttinn, (sem annars vanalega er á grísku nefndur sfaire), og kosmos. heiniinn. Og vjer verðum ef til vill að hugsa oss hnött, nokkurskonar sól, svo mikla, aö vetrarbrautin sje þar smáræöi hjá, og að sú sól hafi hrundið frá sjer því efni, sem vetrar- brautirnar hafa skapast af. Ogværiþó ekki komið að frumverunni. Mun sagt nánar frá þessu í annari ritgerð. En það sem oss ríður mest á að skilja nú, er að framsóknarbrautirnar eru tvær, og að framsóknin á jörðu hjer hefur ekki verið í rjetta átt. Hjer hefur verið tekin the infernal line of evolu- tion er jeg nefni svo; framsóknin hefur verið til vaxandi þjáningar,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.