Lögrétta


Lögrétta - 12.02.1919, Síða 2

Lögrétta - 12.02.1919, Síða 2
22 lögrjetta LÖGRJETTA ketnur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vit, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á íslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. Liögfrjettu 1918 verða keypt á afgreiðsl- unni háu verði. þaö er aS segja í Vítisáttina. Þar sem er þjáöst og dáiö, þar er hel- víti; framsóknin áleiðis til hinnar fullkomnu veru hefur mistekist, verSi- megund hins illa er þar oröin aö veruleik, komin fram. Sýkisteflar, iöraormar, eiturnöörur o. s. frv., eru infernalar eöa helvitlegar verur, urð- ur hinnar illu veröimegundar, nokk- urs konar djöflar i jurta- ög dýra- ríkinu. Sá sem heldur aö þetta sje eitthvert trúartal, er ekki byrjaður að skilja mig. En meö því að skilja þetta er fengiS nýtt samhengi, með þessu yfirliti, er náttúrufræðin flutt yfir á svæði trúarbragSanna. Oken og La- marck, Darwin og Spencer, hinir á- gætu menn, sem kendu oss breyti- þróunar- eSa framsóknarfræSina, komu ekki auga á þaS höfuSatriSi, aS framsóknarleiSirnar eru tvær. Hina frægu setningu Darwins og Spencers, um the survival of the fit- test (þaS lifir sem lífhæfast er), verSur aS auka þannig: The survival of the fittest, in a Hell means the survival of those fittest for Hell. ÞaS er ekki ólíklegt, aS ástandiS í Rúss- landi nú t. a. m., kynni aS skýra þaS nokkuS, hvaS þessi viSbót er þýS- ingarmikil. IV. Þegar vjer höfum áttaS oss á því, hvar vjer erum, veröur auSveldara aS finna hina rjettu leið. ÞaS er oss ákaflega mikils virSi aS vita, aS í þessum heimi verSur aS sækja fram ti! sigurs; þaS er þessi heirnur, sern hinn óendanlegi verundur er aS magna áleiSis til sín. Engin kenning er eins vel löguS og þessi, til aS vekja mönnum hinn sanna framfarahug. Hjer er leiöin fram. Menn hafa veriS aS gera sjer hugmyndir um þaS, serri þeir hafa kalla himnaríki og guös ríki. Einnig á staS, eins og þessi vor merkilega jörS er, veröa slíkar hug- myndir aS rætast. Og betur en svo. ÞaS sem orSiS getur, er langtum betra en þaS, sem menn hafa verið aS ímynda sjer. Vel má sjá, hvernig þetta getur orSiS. Og aS sjá þaS, er fyrsta sporið á rjetta leiS. Dýrin og jurtirnar eru frumufjelög. Þessar furSulegu verur, sem snúa hinni líflausu náttúru til lífs, jurtirnar beinlínis og dýrin fyrir tilstyrk jurtanna, hafa orðið til upp úr einfrumungnum, fyrstlingnum, fyrir þaS, aS frumurnar sem til uröu er einfrumunganir æxluðust, skildu ekki, lifðu ekki hver sínu sjálfstæða litla lífi, heldur gerðu meS sjer fje- lag. Fíll eða hvalur eða maöur eða skógartrje, eru fjelög, sem í eru bil- jónir af frumum; frumuríki, Celle- stat, hefur þaS veriS kallaS. Á líkan hátt geta nú mennirnir gert með sjer heildarfjelag, en þó þannig, aS sjálf- stæði einstaklingsins á ekki aS tap- ast, heldur einmitt verSa fullkomn- ara fyrir sambandiS. Aftur og aftur hefur í trú og heimspeki veriS bent í áttina aS þessum höfuðsannindum; að þessu lúta orS Krists: VerSiö allir citt; á þessu diyggist sú frásögn Swedenborgs, aS Himaríki sje eins cg einn maður (maximus homo) en einnig, og það er áríöandi aS skilja þaS, kenning franska spekingsins Comte um mannkyniS sem hina miklu veru, og ríkisfræSi (Staatslehre) He- gels. En meS því aS finna vitsam- bandið, orkusambandiS, víxlíleiS- inguna, er þetta lagt undir verksviS náttúrufræSinnar. NáttúrufræSin hafSi áöur kent oss aS skilja þaS sem mætti nefna to proanþrópínon, rööina af lifandi verum upp að manninum, Nú kennir náttúrufræöin oss aS skilja to metanþrópínon, þaS sem er fram yfir tilverustig slíkt, sem mannkyniS er á nú á jöröu hjer. Því meira sem er af hinum rjetta skilningi og af hin- um rjetta vilja, því fremur magnast hver af öSrurh. Fyrir slíkar megin- gjarðir munu mennirnir fá þátt og betri þátt í lífi fullkomnari vera á öðrum hnöttum, fyrirmyndanna sem Piaton talaSi um, ideanna sem vjer erum ófullkomnar eftirlíkingar af. Öll guSsdýrkun hefir snúist um þaS aS fá þess háttar samband; en meS litlum árangri, af því aS þekkinguna hefur vantaS. Homósis eða henósis dulspekinganna, unio mystica, hin dularfulla sameining, mun fást miklu betur en áSur hefur veriS á jörðu hjer, og er nú ekki dularfull framar. Unio mystica eða samadhi, er aS eins sjerstök tegund svefnsambands- ins, óvanalega vær og styrkjandi svefn. Öll draumvitund er fengin fyr- ir unio mystica og munum vjer, þegar þekkingin er fengin, geta bætt sam- bandiS svo,aö vjer sjeum, þegar lík- aminn „liggur sofinn“, sem í ferSa- lagi um aðrar stjörnur; mun oss auk- ast viS þaS bæði vit og afl, einsog mjög þarf meS á jörðu hjer, þvi aö mikið er aS vinna. En í því aS hafa rnátt til aS vinna sem mest og í því aS hafa þekkingu til aö vinna sem best, mun mikill hluti af sælu guSs- ríkis vera innifalinn. Meira. Helgi Pjeturss. Athugasemd. í grein minni siðast var minst á þá furSulegu athugun, aS ef maSur lætur upp í sig salt, þá getur öðrum fundist sem saltið komi á sína tungu. Þessir menn, eru orSnir eins og sam- sála, taugastarf annars ræður í hin- um, maSur sem svafiS hefur annan hefur framleitt, induceraS, sína sál í honum. I greininni hafSi á undan „salt“ skotist inn orðið „viS“. Önnur misprentun var: andrer fyrir anderer. H, P. Ræða flutt 4. ág. 1917 á Allsherjarmóft ungmennafjelaga Borgfirðinga. Eftir sjera Eirík Albertsson á Hesti. Hátvirta samkoma! „Hver hjeraösdis, sem heldur vörð viS hnjúk og strönd um Borgarfjörð“ kvaS eitt skáldiS vort liðiS vor. ÞaS var þjóStrú, að dísir, kvenleg- ar verur, góðar og tryggar, hollvætt- ir, verndarvættir,, ættu sjer dvalar- staS viS hóla og hnjúka, lundi og strönd, — verur, sem ælu önn fyrir mönnunum og vernduðu þá, því aS þær voru þeim vitrári og máttkari. Og þaS er alt af eitthvaS satt og rjett í þjóðtrúnni, enda „lýgur sjald- an almannarómur", segir gamalt mál- tæki. Jeg trúi því heldur ekki, aS nokkur sá BorgfirSingur sje hjer staddur, er alveg skilyrðislaust neiti því, aS einhverjar hollvættir, tryggar og velviljaSar dísir, kunni aS „halda vörS viS hjúk og strönd um Borgar- fjörð,‘“ — disir, er láti heill og heið- ur falla þessu hjeraði í skaut, en bægi hjeðan óhappa- og vá-gestum og ill- viljuðum nornum. Og trúum vjer á slrkar dísir, eða vættir, aS þær sjeu til og hafi slíkt verk aS vinna, mun engum af oss blandast hugur um, aS þær sjeu himnesks eölis, aS ofan úr ljósheimum. ÞaS er alheimstrú, aS til sjeu tign- ar og fríðar himinbornar verur — jeg kalla þær svo — er vjer nefn- um hugsjónir. Og aS hugsjónir sjeu eitthvað meira og verulegra en þoku- kend ímyndun, höfum vjer órækan vott um. Allir þeir menn, er sagan geymir og eitthvaS kveður aS, þeim hefir hitnaS um hjarta viS faðmlög þeirra. AS þær hafa komiS til þeirra, annaS hvort laSandi og lokkandi eða þá ögrandi og ávítandi, hefur ætrS reynst það, er gaf byr undir báða vængi, efldi þróttinn og þorið, skap- aSi manninn. Enda er þaS einkenni og aðall mannsins aS eiga hugsjónir. ÞaS er einmitt mark á manninum, aS einhverjar þeirra hafi birst honum. Sú opinberun er þaS, sem greinir manninn frá dýrunum, lyftir honum upp frá hinum lægri sviöum og lætur hann eignast ljósheimaþrá. Opnar fyrir honum himininn og ókunnar e>i víðar og glæsilegar lendur þar sem lífiS blasir viS í öðrum fegurri litum en fyr. Og þá er þaS, aS vonirnar fæðast, þær koma fram hver af ann- ari viS hina ytstu brún. Færast svo nær, sumar, en hvarfa aldrei allar, viS hina fjærstu sjónbrún. ÞaS virSist vera ofureöilegt, þegar jafnmikill mannfjöldi er saman kom- inn og hjer er, að spurt sje: HvaS veldur þvi, aS slíkur mannsöfnuður hefur flyktst hjer saman? Og væri spurningunni svaraS, mætti vafalaust svara henni rjett á margan hátt. Hvatirnar hafa veriS ýmsar og mis- munandi. En vera má þó, aS þaS svariö láti næst og eigi viS flesta, þegar öllu er á botninn hvolft, aS vjer sjeum hjer saman komin af þvi aS til eru hugsjónir. Eins og allir viðstaddir vita, er þaS fyrir til- stilli ungmennfjelaga þessa hjeraðs, aS þetta mót er hjer háö, og það sem borið hefur ungmennafjelögin uppi, gefiS þeim byr undir báSa vængi og liug til aS hefja sig til flugs, er ein- mitt það, að þau hafa átt, og eiga vonandi enn, hugsjónir i ríkum mæli. Og þaS er ekki aS undra, aS svo sje. Æskan er allajafna aS engu öðru auSugri en hugsjónum og vonum. Hún leggur af stað — oft óðfluga — yfir eySisanda veruleikans, til þess aS komast inn á blómavelli vonanna og hugsjónanna. Þar eru hennar círaumalönd. Ungur hugur er óþreyt- andi og sístarfandi aS því aS reisa sjer háreistar hallir hugsjóna og vona. Hann þráir svo mjög bjartari liti og fegurri, aS hann unir ekki á grágrýt- isurSum og brunasöndum veruleikans Hann leitar lengra eftir fegurri sjón. Og þegar hann hefur fundið hana — eitthvaö það, sem á við hans skap — langar hann til aS flytja eitthvaS af því, sem hann sá fegurst og bést yfir á löndum hugsjónanna alla leiS niður á grágrýtisuröirnar og brunasandana, sem hann lagði frá, svo aö þeir taki á sig unaSslegra útlit. Hann vill láta yi hugsjónanna færa lif í haröan steininn. En slikt er erfitt verk. Þaö hefur mannkyniS frá öndverðu fengiS ör- ugga reynslu um. En til þess, aS hver einstakur gæfist ekki upp í þeirri viS- leitni, hafa mennirnir sameinaS kraft- ana, bundist samtökum um þaS að flytja hugsjónirnar niður á jarðríki. Þeir hafa fyrir löngu fundiS og finna enn sannindi þess, sem skáldið „af guðs náð“ kvaS: „HvaS rná höndin ein og eín? Allir leggi saman.“ Því aS ef planta skal „rein viS rein“, hvort heldur er í gróöurmoldinni eða hugum og hjörtum mannanna, þarf andi ósjerplægninnar og samúSarinn- ar aS vera þar aS verki. Og ef sú rein á aS standa óbrothætt í hugans túni, verSur örfandi hönd æskunnar aS leggja þar liS — æskunnar, sem vinnur saman; og vökvast verSur sú rein, ef þörf gerist, hjartablóð hinnar fórnfúsu æsku. Ýmsum, sem hafa átt hugsjónir og þaS i ríkum mæli, hefur hætt til aö falla í nokkurs konar draumleiöslu, halda að sjer höndum og láta síg dreyma — dreyma. Þeir hafa tekiS sig út úr fjöldanum, leitaS til afvik- inna staða, til þess að fá aö vera þar í næði meS dagdrauma sína um hug- sjónalöndin. Slík er leiS meinlæta- eða heimsflótta-stefnunnar. Aðrir eru og þeir, sem hugsjónir kunna aS eiga, en bera þær sífelt á vörunum, fimbul- famba um þær í tíma og ótíma, en lengra en á tungubroddinn komast hugsjónirnar aldrei. Slík er leiö ves- almenskunnar og uppskafningshátt- arins. — En þriSja leiöin er það, aS eiga hugsjónir og láta þær koma fram í lífinu, prúSbúnar og glæsi- legar. — ÞaS er leiS drengskap- arins og þreklyndisins. Þá leiS ganga afkasta- og afburöamennirnir — allir þeir, er eiga góðan og þróttmikinn vilja. Þá leiö hafa ungmennafjelögin ásett sjer aS ganga. En leiöin kann oft aS vera erfiS. ÞaS mun standa í stefnuskrá ung- mennafjelaganna, aS þau byggi fje- lagsskap sinn og starf á kristilegum grundvelli. ÞaS eitt lýsir því, hvert stefnt er, ef rjett er skiliS. Færu fje- lögin aS skilja þetta ákvæSi þannig, aS til þess aS þau veröi þessu ákvæði trú, hljóti þau aS skipa sjer annað- hvort í flokk gamal- eSa ný-guöfræð- inga, og þann veg ef til vill lenda í deilum og hártogunum um trúar- játningar og trúarsetningar, er kirkj- unni hefur áskotnast á þróunarferli sínum, þá geiguSu þau áreiSanlega fram hjá markinu. En eigi þau há- fieygar og göfugar hugsjónir, — hug- sjónir er hafi eilíft gildi, og leggi þau alt í sölurnar til þess aS gera þæi aö veruleik í lífinu, þá hafa þau skil- iö ákvæSið rjett og eru um leiS sjálf- um sjer trú. Skilji þau og viti, aS Kristur er enn starfandi í hugsjóna- leit mannanna, þrá þeirra eftir meira ljósi og sannari gleði og gangi þau þar í liS meS honum í því starfi, tak- andi á móti hans hjálparhönd, þá eru þau leitandi aS og um leið finna þau verðmæti, er aldrei glatast. — Og þá lenda þau hvorki í draumleiðslu beimsflóttastefnunnar nje fimbul- fambi uppskafningsháttarins, heldur vinna þau þá verk, er hefur eilíft gildi. Vinna aS því að kveikja eld úr ís og líf úr höröum steini, eigi aS eins hið ytra í náttúrunni heldur og — í mannssálunum. Þingeyska góSskáldiS, GuSmundui á Sandi, hefur í 4. hefti Skírnis 1916 látiS birtast kvæöi eftir sig, er hann kallar „Tunglskinsnótt". Hann er þai einn úti „í næturljóma þögn“ og vit- und hans er næm á fyrirburöi, enda viröist honum jöröin öll „meS svip og sál“. „I fossi lít jeg tungu, auga í ál og andardrátt i kaldavermslu- lind,“ segir hann. Og vættir og dísir sjer hann klæðast vafurloga í jökli, gljúfri og ós. Svo gengur hann burt frá dísunum og vættunum og „til lendunnar, sem lægsta þakiS á“. Hann nemur staöar „aleinn utanvert viS op- ið sáluhliö" og stendur þar „ meS tveggja heima þrá“. — Og þaS er vafalaust, aS Guðmundur FriSjónsson á tveggja heima þrá, bæSi í þéim skilningi sém hann notar þau hug- tök í þessu kvæöi, og einnig þrá eftir hugsjónaheiminum í almennari rnerk- ingu, og þrá til aS flytja gullsand þess heims niSur á grágrýtisurðir og brunasanda jarðarheimsins. Slíka þrá hafa allir átt, er eitthvert mannsmót var aS — og þaS er mannsmót aS Guðmundi. Hann er enginn miðlungs- maSur. Og þegar orka og kapp mannsins, er á slíka tvíþætta þrá, beinast í þá átt, aS sækja þaS feg- ursta og besta úr hugsjónaheim- inum og færa það niSur í jarSlífiS, eignumst vjer menn, sem bæta fyrir brek heillar aldar, og vinna jafn- framt endurleysandi starf fyrir kom- andi kynslóSir. Mættu borgfirsku ungmennafjelögin verða svo giftu- drjúg, aS eiga slíka tveggja heima þrá í ríkum mæli og orku og þrek til þess, aS fylgja henni fram til sig- urs, þá mundu hjeraSsdísirnar, „sem halda vörS viS hnjúk og strönd um EorgarfjörS", gleöjast og fagna, því aS þá mundi hjeraSið fríkka og prýkka frá hnjúki til strandar. ÞaS finst hjer viSarangan og skóg- arilmur*, en sú angan og sá ilmur er daufur. Og ef aS er gáS, er þaS ilmur af deyjandi hlyna — viSa, sem vanta rætur. Unaðslegra væri, að frjómögn vaxtarþroskans streymdu um þá út í ytstu blaöbrodda. Þá væri ilmurinn lifandi viðarangan, angan þeirra viöa, er vantaöi ekki rætur. Því er líkt fariS meS hugsjónirnar. Þær geta bæöi veriS deyjandi og lif- andi. Og af deyjandi hugsjónum legg- ur daufan ilm. En hafi þær fest rætur í hjarta og huga mannsins, leggur af þeim þann ilm, er fylt getur alt musteri tilverunnar. Jeg vil vona, að þessi daufi ilmur deyjandi trjálimsins hjerna bendi ekki til þess, aS meS borgfirsku ung- mennafjelögunum sjeu hugsjónirnar að deyja út og kulna. En ánægjulegra heföi veriS, aS á allsherjarfundarstaS ungmennafjelaga þessa hjeraðs heföu þau komiS sjer upp lifandi trjám, en ekki dauöadæmdum. En sjerhvaS bíSur síns tíma og einnig þetta.Og trú mín er sú, aS innan skams finnist ilmur hugsjónanna í ilmi lifandi viða á allsherjarfundarstaö þessara fje- laga. Jeg trúi því og treysti vegna þess, aS jeg hef óbilandi trú á „örf- andi hönd“ æskunnar — æskunnar, sem vermist viS glóS hugsjónanna, og einnig af hinu, að jeg trúi því, að til sjeu hollvættir, góðar dís- ir, vitrari og mátkari en mennirnir, ljósenglar, er leggi þeim liS í leit þeirra og baráttu upp á viS til sann- ari gleöi, meiri feguröar og göfgari þroska. Og vegna þess á jeg líka þá trú, að ilmur hugsjónanna eigi eftir aö leika um mann þar sem ólík- legra er, — aS hann eigi eftir aS fylla svörtustu og myrkustu afkima tilverunnar. * Umhverfis ræöupallinn var trjá- limsgirSing, en hún átti ekki rætur í jaröveginum, og var því tekin aS fölna. Mjer undirritaðri var dregið hvítt hrútlamb í Snartatungurjett síðastliðið haust, með mínu hreina marki, sem er heilrifað gagnbitað hægra. j?ar eð jeg á ekki lamb þetta, getur rjettur eigandi vitjað andvirðis þess til mín, og fær hann það þá, að frádregnum kostnaði. Víðidalsá í Strandasýslu 7. janúar 1919. María Sumarliðadóttir. Síminfl ^Skagafirði. Úr Skagafirði er Lögrjettu skrif- aS 29. desember síðastl.: Hvað skyldi l’Sa langur tími uns allar sveitir landsins hafa fullkomin not af sím- anum? Síminn er þó aS vaxa saman viS alt viðskiftalíf. Og því betur blómgast landiö, sem framfaratækin grípa lengra, og leggja undir sig hjeruSin. Samgöngutæki allskonar. eftir nýjustu og fullkomnustu þekk- ingu, þarf ísland að eignast jafnóSum sem því vex efnalega fiskur um brygg. Vegi og brautir veröur aS bæta, og leggja fyrst þar sem þörfiri er mest. Og síminn er fylgifiskur þeirra verka. Stóránægjulegt er þaS fyrir sýsluna — og auðvitað fyrir hverja sveit sem er — aS sjá hvert framfarasporið stigiS af öSru. Öllum þykir vænt um akbrautina fram hjer- aðið að vestan, og feikna gagn og þægindi flytur hún með sjer, þegar henni er lokiS. En reyndar mi&ar henni býsna hægt. Enda er í mörg horn aS líta fyrir landsjóS. Ókunnugir mættu halda aS jafn ásjáleg sveit,sem SkagafjörSur er, hefSi fullkomiS símasamband. ÞaS er þó ekki. Allur meiri hluti- hjeraðsins hefur veriö settur hjá, aS þessu, þegar um það inenningartæki er aS ræða. Á öllu svæSinu vestan HjeraSsvatna, er ein einasta símastöö. Þetta er ótrúlegt, en satt.Og þó eru þar flestar og þjett- býlustu og blómlegustu sveitirnar, ÞaS gefur því aS skilja, aS símaþörf- iu er mikil. Bæta má því viS, aS VíSi- mýri er ein þeirra fáu póstafgreiðslu- stöðva landsins, sem ekki hefur síma. ÞaS er auðvitaS stórbagalegt, að mörgu leyti, þótt ekki verSi þaS rak- iS hjer. Og það er ekki vansalaust, aS liöfuSstöðvar póstanna fari á mis við síma, þegar fjöldi aukastöðva, brjef- birSingastöSva o. fl„ víSsvegar um land, hafa fengið hann. Heyrst hefur þaS, aS fyrirhugaö sje aS leggja sím- ann inn Langadal frá Blönduós, um VíSimýri, og noröur ÖxnadalsheiSi, þegar Kolugafjalls-síminn er ófær ei'Sinn til notkunar. Þannig heföi átt að leggja símann upphaflega. Og miklu hyggilegra, aS setja línu frá VíSimýri og út á Sauðárkrók. Með- fram póstleiS nýtur síminn sín best aS öllu leyti. ÞaS vita póstar og feröa- menn, hversu þaS er ómissandi. — En betra er seint en aldrei. Og fyrir aila munf má ekki binda framkvæmd áöurnefndrar simalagningar við end- ingu símans um Kolugafjall. ViShald hans hefur kostaö ærna peninga, og hitt væri, auk þægindanna, stór hagn- aðarvon aS símalínu fremra. — Nei, þetta má ekki bíða. ÞaS má ekki gera þjóSráS aS óráði meS endalausum frestunum og drætti. Ef til vill, er fyrirhuguS ráðabreytni aS eins óljós hugsun hjá símastjórninni enn þá. En hvaS um það. Fyrst verkiö er þarft, þarf aS framkvæma þaS sem fyrst. Og til þess munu flestir treysta henni. Ekki þarf aS óttast fjárhagslega tjón- iS við slíka menningarbót, því nú er svo komið, aS ekkert fyrirtæki í landi voru ber sig eins vel og síminn. Auk allra hinna víötæku þæginda, sem honutn fylgja. En veröi nú símalína lögS eftir þessari leiS, hlýtur þörfin að stór- vaxa, um samband milli frainsveit- arinnar og Sauðárkróks. Og þá væri eitt menningarsporiS stigiS. Hvenær þetta veröur, er að sjálfsögSu mikiS korniS undir áhuga hjeraSsmanna sjálfra, auk dugnaðar þeirra þing- manna, sem meS málið fara í fram- tísinni. HiS fyrra hlýtur aS fara vax- andi, þegar þörfin eykst. Og ættum vjer því láni aS fagna, að þessi hug- mynd lenti í höndum Magnúsar skrif- stofustjóra GuSmundssonar, sem al- þingismanns, þarf ekki aS efast um hiS síðara. M. J.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.