Lögrétta


Lögrétta - 12.03.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.03.1919, Blaðsíða 2
38 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. jútí. Ktirl Liebknecht og Rósa Luxemburg. I. Danskur blaSamaSur, Anker Kirke- by, hefur, eftir dauöa Liebknechts, skrifaö í Politiken um heimsókn sína hjá honum í Berlín í vetur, meðan mest gekk þar á. Veröa hjer sögö aöal- atr. úr þeirri grein. Hann hyggur, aö nafn Liebknechts muni í sögunni geymast í framhaldsröö af nöfnum þeirra Cromwells, Mirebeaus, Robes- pierres og Lenins. Liebknocht var lugfræöingur og fyrir stríöiö var hann kallaður „málfærslumaöur fátækling- anna“. Heimskunnugt varö nafn hans, er hann aleinn reis upp í þýska þing- mu, og greiddi atkvæöi á móti fjár- veitingu til ófriðarins. Þar meö reis hann einn gegn öllum valdhöfum landsins, gegn straumi tímans, gegn dægurþytnum og gegn flokks- bræðrum sínum. Og hann hjelt sjerskoðunum sinum á lofti í blindri trú á hugsjón sína. Síðar var hann ciæmdur í 4 ára fangelsisvist, og fyrir stríðið haföi hann setið í fangelsi á annaö ár. Þegar stjórnarbyltingin hófst haföi hann setið iy2 ár í fang- elsinu en þá voru dyr þess opnaðar og hann gekk út úr fangaklefanum upp á þak keisárahallarinnar, og dró þar upp rauða flaggið. Jafnframt var skorað á hann, að taka sæti í ráðu- ” neytinu, en hann svaraöi: „Ráðherra vil jeg gjarnan vera, en ekki meö þeim mönnum, sem á stríðstímunum .hafa ofurselt sósíalistaflokkinn til auðvaldsins.“ í staö þess að taka sæti í bráðabirgðastjórninni, stofnaði hann þá í fjelagi við Rósu Luxem- burg minsta dagblað Berlínar: „Rauða íiaggið“. Hann skrifaði greinar í livert tölublað þess, og jafnframt kom hann daglega fram í mannþyrping- um á götum og torgum borgarinnar og hjelt ákafar ræður. „Rauða flaggiö“ haföi bækistöð sina í bakhúsi í Königgrátzerstrasse 40, hjá prentsmiðju á 3. lofti. Þangaö var Liebknecht vanur að koma á hverju kvöldi kl. 7 og lesa prófarkir Nú fór danski blaðamaðurinn þangaö til þess aö reyna aö hitta hann, sat þar lengi á trjekassa á miðju gólfi, beið og skemti sjer við aö horfa á myndir, sem afgreiðslustúlkurnar höfðu klipt út og límt á veggina. En I.iebknecht kom ekki þaö kvöld. Hús- rannsóknirnar voru þá byrjaöar í Berlín, og hann var öðru hvoru tek- inn fastur, er liðsmenn andstæðinga hans mættu honum á götu. Blaða- maðurinn sá hann fyrst í ræðustom- um og fylgdi honum frá einum fund- inum á annan. Hann lýsir sunnudegi i úthverfi Berlínar. Loftið er drunga- legt, þrungið þoku og regni. Á auöu almenningssvæði bíöa 10 flutninga- bílar. Þaö eru ræðustólar, og kringum þá hafa safnast um 20 þúsundir manna. Það eru fylgismenn Lieb- knechts. Menn biðu tímum saman. Byltingamannaforsprakkarnir koma ekki á ákveðnum tímum, og ekki eítir ákveðnum vegum, fremur en Kússakeisari áður fyrri. En loks koma nokkrir bílar, þjettskipaðir sjóliös- mönnum og ryöjast eins og skriö- drekar inn á völlinn. Rjett á eftir sjest þar í lyftingu Rósa Luxemburg. Hún er lágvaxin, en digur, af Gyð- ingaættum, meö langt nef Og stóran munn, og veifar gamalli regnhlíf, ti! þess að vekja eftirtekt. En þar, sem hópurinn er þjettastur, má sjá grann- vaxinn mann, á að giska um fimtugt, í slitnum frakka, og stendur lykkjan upp úr hálsmálinu aö aftan. Hann reisir höfuðiö og lyftir upp öörum handleggnum með skipandi tilburö- um. Þetta er Liebknecht. Hann er hálf-Júdi. Frá fangelsisvistinni er höfuð hans vjelklipt. Andlitið er ó-. frítt, með óreglulegum dráttum, oy hörundsliturinn grábleikur, en hakan órökuð, meö úfnum skeggbroddum, og ber alt útlitið enn vott um fangels- isvistina. Fötin fara illa, og á fótun- um hefur hann gamla fjaðraskó. Hann minnir töluvert á alþýöutrú- boða. Það er ekkert aðlaðandi í fasi hans eða framkomu, og röddin, sem rýfur þokuna, er ófögur og hás, eins og frá ryðguðu sagarblaði. En Lieb- knecht er æföur ræðumaður. Inni- fyrir brennur hatursins eldur. En hann lætur hann ekki fá vald yfit sjer. Með yfirburðaró kuldans drotn- ar hann yfir áheyrendunum og segir þeim skoðun sína án nokkurs tauga- titrings. Hann fer ekki með neinar utan að lærðar setningar; liann opn- ar aö eins fyrir því, sem innifyrir er, og glóandi loginn stendur fram úr munni hans. Meö æsingaþrótti gremjunnar hvæsir hann hvert orö fram, tilgerðarlaust og hljómlaust). Hann á ekkert af hinum skáldlega guömóöi Jauré’s, ekkert af hinum hlýja söng Björnson’s, ekkert af hinni titrandi samkend P. Sabroe’s. Þat> koma fyrir hjá honum háfleygar setn- ingar, en þær lyfta honum ekkert. Og hreyfingar hans eru alt af þær sömu upp aftur og aftur. Venjuieg ast heldur hann sjer við ræöustólinn íneð annari hendinni, en með hinni heggur hann út í loftið, meö einum útrjettum fingri, eins og til þess aö slá föstu hverju orði, sem hann segir, En af því aö yfirfrakkinn er orðinn honum ofstór eftir fangelsisvistina, fellur frakkaermin oft fram yfir höndina, svo að menn sjá stundum ekki annað en tóma ermi með fing- urgómi eða nögl fram úr. Eftir ræöuna fylgdu um 30 þus- undir manna honum inn í miðja Ber- Hn og fagnaðarópin dundu í sífellu alt í kring um hann. Liebknecht rjeð í raun og veru þetta kvöld öllu í Berlín. Ein af fylgisveitum hans rieðst þá á borgarkastalann og Lieb- knecht kom sjálfur til og leysti yfir- foringjann úr höndum sinna manna. Hann kom í veg fyrir, aö kanslara- böllin væri tekin. Tveir flutningabíl- ar, sem 80 vopnaðir menn fylgdu, voru stöðvaðir á götunni af múgnum og mennirnir afvopnaðir, en bílamir voru fullir af byssum. í mannþröng- irxni kringum þá segist blaðamaður- inn hafa mist sjónar á Liebknecht. Um kvöldið beiö hann hans enn á bækistöð „Rauða flaggsins", en Lieb- knecht kom ekki. Honum var þá vís- að á, hvar hann mundi nú vera að hitta, og um nóttina hitti hann Lieb- knecht loks í híbýlum Spartacus- tjelagsins í Wilhelmsstrasse 74. Þetta var venjuleg 6 herbergja íbúð á 2 lofti, sem breytt var í skrifstofur. Þar voru borö og stólar, og á borö— unum blekbyttur. Liebknecht tók á móti gestinum í því herberginu, sem áður hafði verið eldhús. Hann var þar að skrifa. Upp úr brjóstvasa hans stóð heil röð af gulum blýöntum. Hann var ófratnfærinn í látbragði og bros hans bar vott um feimni. Ilann fiktaði vandræðalega við úr- festi sína og blaðam. segist aldrei hafa fundið eins til þess og þarna, að hann væri óvelkominn gestur. Lieb- knecht afsakaði, að hann væri for- ugur um fætur, en það segist hinn lika hafa verið, því hann hafði elt Liebknecht allan daginn. Annars var I.iebknecht ekki hjegómlegur, segir hann. Blaðamaðurinn baö um í nafni þriggja Norðurlandablaða og tveggja heimsblaða, að mega tala við hann og birta samtalið. Liebknecht kvaöst hafa neitað öllum, sem til sín hefðu komið í þeim erindum, og sagðist ekki geta gert þar nokkra undantekn- ingu. „Jeg vinn að stjórnarbyltingu, annað ekki“, sagði hann. Blaðamað- urinn bað um ljósmynd. Liebknecht sagðist ekki hafa látið ljósmynda sig síðustu 20 árin. Blaðamaðurinn bað þá um nokkrar upplýsingar um einka- líf hans. „Jeg á ekkert einkalíf“, svar- aði Liebknecht. „Jeg vinn aö stjórn- arbyltingu, annað ekki.“ Þá dró blaðamaðurinn upp meðmælabrjef frá Stauning ráðherra. „Jeg þekki liann," sagði Liebknecht, og bandaði hendi móti blaðinu; „hann er ekki minn vinur.“ Blaðamaðurinn bjóst þá til að kveðja og fara, en tautaði um leið eitthvað í þá átt, að í Danmörk gætu menn ekki skilið, að Liebknecht skyldi vera á móti því, að þjóðþing væri kallað saman; það virtist þó vera það eina rjetta, að lofa þjóðinni, eíns og eftir ensku og frönsku stjórn- arbyltingarnar, að ákveða sjálfri framtíð sína. — En þarna hafði hann hitt lagið á Liebknecht, og hliðið var opnað til viðtals við hann. „Jeg skal segja yður það, án þess að jeg ætli það til birtingar opinber- lega,“ sagði hann, „að engin af hin- urn borgaralegu byltingum, sem sag- an hefur frá að segja, hefur komið stjórnmálahugmyndum sínum í fram- kværnd með þvaðri og ræðuhöldum, heldur með valdi. Og hvernig ætti það nú að takast fjórðu stjettinni, ör- eigasjettinni, sem ekki hefur tekist j.'ríðju stjett hins borgaralega þjóð- f ielags. Það væri barnaleg hugmynd, að ætla sjer að koma fram þjóðfje- lagsskipun þeirri, sem fyrir okkur vakir, með atkvæðagreiðslum. Þjóð- fundurinn verður ekki annað en frarn- hald af þingskúmaþvaðrinu. Þegar stjórnarbyltingin varð í Englandi 1649, var henni ekki hrundið fram með ræðum í þinginu, heldur var geröur út her til þess að ryðja hin- um nýja tíma braut. Og sigurinn fjekst, ekki með orðaglamri og at- kvæðagreiðslum, heldur með sverðum bændariddaranna, og loks með ein- ræðisvaldi Cromwells. Og hvernig var frönsku stjórnarbyltingunni 1789 hrundið áfram? Var það í ræðustói- um þingsins, sem byltingamennirnir sigruðu þá? Nei, það var með stofn- t'ti einræðisvaldsins, sem endaði í skelfingarstjórninni. Og þó höfðu byltingamennirnir bæði í Englandi og Frakklandi þingmeirihluta til þess að framkvæma byltinguna. En það nægði ekki. Og hvað voru svo þess- ar óverulegu borgarabyltingar í sam- anburði við þá þjóðfjelagsbyltingu, sem hjer er umaðræða? Þaðvoruekki nema smáværingar, sem þá skildu aðalinn og borgaraflokkana, hjá því takmarkalausa og ósættanlega hatri, sem nú skilur auðvald og vinnulýð. Hjer er um að ræða síðustu stórstyrj- cld veraldarsögunnar, styrjöldina um það, hvort peningavaldið skuli standa tða falla. Við stöndum á tímatak- mörkum, þar sem ekkert samkomu- lag getur komið til mála, engir útúr- krókar, engin málamiðlun. Annað- hvort sósíalistaríkið eða ekki. Auð- vald og vinnulýður hafa ekki framar um neitt að tala hvort við annað á þingsamkomum. Nú er ekki um ann- að að tala, en úrslitastríð á hólm- göngusvæðinu upp á líf eða dauða. Blaðamaðurinn skaut því inn í, að sjer virtist stjórnin nú þegar hafa gert töluvert í því, að koma hugsjón- um sósíalista í framkvæmd, þar sem hún hefði sett keisarann frá, rofið herinn, sett framkvæmdalífinu reglur samkvæmt kenningum sósíalista, lög- leitt 8 tíma vinnudag og hækkað verkalaunin. „Hún hefur, þvert á móti, nú þegar eyðilagt byltinguna," svarði Lieb- knecht. „Hún hefur látið gamia skipulagið halda sjer, og notar sömu starfsmennina, sem áður voru verk- íæri Hohenzollanna og Ludendorffs. Hún lætur borgaralegt þing koma í stað verkmannaráðs með fullkomnum sósíalista-sniði, og hún heldur uppi gömlu sjettaskiftingunni, með yfir- stjett, sem á alt, og undirsjett, sem á ekkert." „En hvernig hugsið þjer yður þá, að reisa hið nýja þjóðfjelag?.' spurði hlaðamaðurinn. „Með valdi,“ svaraði Liebknecht. „Með því að láta fyrst um sinn bylt- ingamenn verkmannaflokksinsog her- mannaflokksins eina ráða öllu. Þeir vilja ekki annað en rjettlæti gagnvart öllum, vilja gera að virkileik hug- myndina um hið upplýsta einveldi. Annars eiga allir að hafa atkvæðis- riett, þótt herforingjar og auðmenn -"erði undanskildir, meðan þeir eru til. öll stjettaskifing, allar orður 0g titl- ar hverfa. Konur og karlar hafa jafn- rjetti. Til þess að allir geti fengið atvinnu, styttist vinnutíminn; sex tímar á dag eiga að verða lengsti vinnutimi. íbúðum, matreiðslu, upp- eldi og heilbrigðismálum verðut þannig fyrir komið, að allir fái að- gang að nauðsynlegustu gæðui^i lífs- ins. Eignir keisarans verða gerðar upptækar. Ríkisskuldirnar feldar úr gildi. Herlán sömuleiðis, ef þau yfir- stiga vissa upphæð. Allar stærri jarð- eignir verða teknar eignarnámi, og þeim skift niður í húsmannalóðir, og búsmennirnir mynda samvinnufjelög. AJlir bankar, allar námur, skipa- smíðastöðvar, verksmiðjur og hluta- fjelög, sem reka iðnað eða verslun skulu tekin úr einstakra manna hönd- um og rekin af rikinu. Verkamenn i hverri iðnaðar- eða atvinnustofnun skulu sjálfir kjósa hina nýju stjórn- endur stofnananna. Allar sjereignir, sem fara fram úr ákveðinni upphæð, skulu gerðar upptækar ... Blaðamaðurinn segir, að sjer hafi ekki hugkvæmst annað betra til svars við öllu þessu, en að leiða fram gegn Liebknecht mest metna flokksbróður hans i Þýskalandi, Kurt Eisner for- sætisráðherra í Bayern (sem síðar var myrtur). Það hafi verið sagt, að síðast þegar Kurt Eisner var í Berlín, hafi hann reynt að stilla Liebknecht 0g draga úr ákafa hans, en að lokum hafi hann sagt, er honum varð lítt ágengt: „En góði vinur, haldirðu svona áfram, þá sundrarðu öllu Þýskalandi.“ Þá átti Liebknecht að liafa svarað: „Betur að svo færi.“ Þessi saga segir blaðamaðurinu að gengið hafi meöal þýskra stjórnmála- rnanna, en Liebknecht gerði hvorki að játa henni nje neita. Svo kvaddi blaðamaðurinn, en bað Liebknecht um leið, að lofa sjer aö heiEa upp á Rósu Luxemburg, sem hann vissi að var í næsta herbergi. —- „Vinkona mín talar ekki mikið,’* svaraði Liebknecht. „Hún skrifar. Jeg skal sjá um, að þjer fáið greinar hennar.“ Svo rjetti hann fram hönd- ina til kveðju, litla og mjúka, eins og kvenmamíshönd, og þótt kveðjuhand- takið væri fast frá blaðamannsins hálfu, var engan kraft að finna á móti. í næsta herbergi fyrir framan varð dálítil viðstaða, því Liebknecht lagði svo fyrir, um leið og hann fylgdi gestinum til dyra, að hann fengi með sjer vissar greinar eftir Rósu Luxemburg, sem komið höfðu í „Rauða flagginu". í þessu herbergi sá blaðamaðurinn seinni konu Lieb- knechts og átti tal við hana. Hún er rússnesk gyðingastúlka, fríð sýn- um og gáfuleg. Þegar hann kvaddi, lofaði hún að senda honum bók, sem nýkomin var út á sænsku, um mann hennar. Blaðamaðurinn segist svo alla nótt- ina hafa verið að lesa greinar og flugrit eftir Rósu Luxemburg heima í herbergi sínu í gistihúsinu. Hann segist ýkjulaust geta kallað hana fremsta blaðagreinahöfund Þýska- lands, meistara í sinni grein; hugsan- ir hennar sjeu skarpar sem sverð og ljósar sem fægðir demantar, og tak- markið hið eilífa rjettlseti. Þau Lieb- knecht og hún sjeu nú bæði dauð þemi dauðdaga, sem sje hlutskifti þeirra, sem fæðist fyrir tímann. Um Lieb- knecht hafi margir undrast það, að hann hafi fengið að lifa svo lengi sem raun varð á. í „Rauða þinginu“. b. e. á samkomu hermanna- og verk- manna-ráðanna í Berlín, segist hann hafa setið við hliðina á undirforingja írá Königsberg, sem sendur hafi verið ti! Berlínar sem fulltrúi hermanna- og verkmanna-ráðs þeirrar borgar, fjörugum manni, sem bar heiðurs- merki fyrir hraustlega framgöngu, og eindregnum byltingamanni. Hann sagðist hafa orðið að lofa því, áður en hann fór að heiman, að skjóta I.iebknecht. Svo var hann á samkomu hjá honum, þegar til Berlínar kom, Og heyrði hann tala. Segist hann þá hafa sagt við þá, sem í kring stóðu. að annaðhvort tali Liebknecht í þetta sinn alt öðruvísi en hann sje vanur, eða þá, að alt sje lýgi, sem um hann sie sagt. En honum var sagt, að Lieb- knecht talaði alveg eins og hann væri vanur. En þá kvaðst hann hafa sím- að heim: „Get ekki skotið Lieb- knecht", og hann bætti við, að ef menn heyri hann tala, þá hljóti menn aí elska hann. Danski blaðamaðurinn endar grein sína með þeim ummælum, að Lieb- knecht sje dáinn þeim fegursta dauða. sem mönnum sje unt að deyja, dáinn fyrir stóra hugsjón. En hann segist skrifa um hann með þurrum tárum, eg það vegna þess, að hann hafi bar- ist fyrir sínum kristilega fagnaðar- boðskap, ekki knúinn af kærleika, heldur af hatri, ekki af því, að hann elskaði þá fátæku, heldur af þvi, að hann hataði þá ríku. II. . Þau Liebknecht og Rósa Luxem- burg voru bæði drepin kvöldið 16. janúar. Um morguninn hafði komið út í „Rauða flagginu" óvenjulega hvöss grein eftir Liebknecht og hafði stjórnin látið gera alt upplag blaðs- ins upptækt. Það virðist svo, sem út- sendarar stjórnarinnar hafi undan- farna daga alt af verið á hælum Lieb- knecht’s, því það er sagt, að hann hafi enga nótt sofið heima, heldur alt af úti í gistihúsum, og sína nóttina á hverjum stað. Einnig er sagt, að alt af hafi beðið hans bíll á götunni, úti fyrir hverju húsi sem hann steig inn í, búinn til þess að þjóta á stað með hann, ef hann þyrfti að flýja. En það hafði kvisast, að hann kæmi dag- lega, þessa síðustu daga, til fjölskyldu i Mannerheimstræti 43. íbúar hússins aðrir höfðu veitt því eftirtekt og sagt frá því á lögreglustöðinni. Maðurinn, sem Liebknecht heimsótti, heitir Markussohn og sonur hans var rit- stjóri „Rauða flaggsins". Þetta kvölu, rjett fyrir kl. 8, kom tilkynning um það á lögreglustöðina, að þau Lieb- knecht og Rósa Luxemburg væru bæði inni hjá Markussohn, 0g flokk- ur af hinu svonefnda borgarvarðliði, sem er sjálfboðalið, var þegar sendur þangað. Alt hafði gengið fljótt, og nú brutust hennenn inn í íbúðarhei- bergi Markussohns. Húsbóndinn og kona hans voru b.æði heima, og innj í stofunni hjá þeim voru, eins og frá hafði verið sagt, þau bæði, sem leit- að var að. Rósa Luxemburg lá þar á legubekk, en Liebknecht stóð á gólf- mu. Þau voru bæði þegar handtekin. Meðan á þessu stóð, lcom Markus- sohn yngri heim. Þegar hann sá, að húsið var umkringt af hermönnum, ætlaði hann að flýja, en hermennirnir kölluðu til hans og sögðu, að ef hann stæði ekki kyr, yrði hann skotinn. Hann hlýddi, og var þá einnig hand- tekinn. í herbergjunum fanst allmik- ið af skjölum, snertandi starfsemi Spartacus-flokksins, og einnig stór peningaupphæð. Var lagt hald á hvorttveggja. En þau Liebknecht og Rósa voru flutt af hermönnum í „Ho- tel Eden“, og samstundis var öllu símasambandi við hótelið slitið. Það hvisaðist þó von bráðar, að þau væru liandtekin, og nú þarna niður komin, svo að mannfjöldi þyrptist að hótel- ínu, og vildu ýmsir þegar í stað brjót- ast þar inn og ráðast á þau. Voru þau þá leidd út um hliðardyr og átti að koma þeim þaðan í bílum undan. En þar var þá orðið fult fyrir af íólki. Rósa Luxemburg var barin, svo að hún fjell meðvitundarlaus niður á götuna. Síðan var henni lyft upp í bíl og átti að flytja hana i fangeiss. En skamt frá hótelinu var bíllinn stöðvaður. Þar var enn mannþyrp- iug, og flaug sú fregn um, að Rósa Luxemburg væri fangi í bílnum. Mað- ur einn hljóp þá upp í bílinn og skaut kúlu gegn um höfuð henni. Síðan ruddust fleiri upp í bílinn, rifu líkið úí úr honum og fóru burt með það. Iíefur það ekki fundist síðan; en haldið er, að því hafi verið fleygt í skurð, sem þar er nálægt. Liebknecht var einnig fleygt inn í bíl hjá „Hótel Eden“ og haldið á stað með hann áleiðis til Moabitfangels- isins. En á leiðinni gegnum Tiergart- cti stöðvaðist bíllinn, og varð að fá annan í hans stað. Liebknecht var beðinn að koma út og ganga nokk- urn spöl. En er Liebknecht kom út, tók hann til fótanna og hljóp burt. Hermennirnir hrópuðu og sögðu hon- um að standa kyrrum, en hann skeytti því ekki, og voru þá send 5 skot á eftir honum. Eitt af þeirn hitti hann milli herðablaðanna, og fjell hann þegar dauður niður. For- inginn, sem flutti hann, kveðst hafa sagt honum, er hann stje inn í bíl- mn, að ef hann gerði tilraun til að fiýja, yrði beitt vopnum gegn hon- um. Hafði hann í mannþyrpingunm við hótelið fengið högg aftan á háls- inn og var þar með blæðandi sár. Út úr þessu tvöfalda morði reis álcöf æsingaralda eftir á. Fylgismenn þeirra Liebknecht’s heimtuðu hefnd- ir og hótuðu öllu illu. Þungar sakir voru bornar á þá, sem verið höfðu við að handtaka þau Liebknecht og Rósu og þá, sem áttu að flytja þau til fangelsisins, og þótti þeim alt hafa illa tekist. Margar sögur gengu um öll atvik, sem að morðunum lutu, aðrar en þær, sem hjer eru sagðar. Stjórnin fyrirskipaði opinbera rann- sókn í málinu, svo að þeirn yrði hegnt, sem sekir reyndust, ef til þeirra næðist. En um árangur af þeim rannsóknum hafa ekki komið l’ingað fregnir enn. III. Karl Liebknecht var 47 ára gam- all. Faðir hans var hinn nafnkunni sósíalistaforingi, sem ásamt Bebel stýrði lengi þýska sósíalistaflokkn- um. Liebknecht yngri varð stúdent og do.ctor í lögfræði, og síðan mála- fiutningsmaður í Berlín. 1902 var hann kosinn inn í prússneska þingið Hann skipaði sjer í flokk hinna kröfu- börðustu sósialista, og það er sagt, að hann hafi stundum þótt vandræða- maður við að eiga í flokknum. Nokkru síðar var hann dæmdur í I y2 árs fangelsisvist. Að henni lokinm fór hann til Ameríku. En 1912 er hann korninn heim aftur, og var þá kosinn af sósíalistunum í Potsdam inn í Ríkisþingið. Varð hann bar cinn af forsprökkunum í ákærunum gegn stjórnendum Kruppsverksmiðj- unnar 0g vakti með því almenna eft- irtekt á sjer. Þegar heimsstríðið byrjaði, fylgdi hann í fyrstu flokki sínum. 3. ág. 1914 hjelt flokkurinn fund, til þess að taka aístöðu til ófriðarins, og var það fyr- irfram samþykt, að í þingsalnum skyldi flokkurinn koma fram óskift-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.