Lögrétta


Lögrétta - 16.04.1919, Side 3

Lögrétta - 16.04.1919, Side 3
LÖGRJETTA XEBEJ var, aö Clark yröi í kjöri, æptu fylg- ismenn hans gleöióp samfleytt i emn ki.tíma og 5 mínútur, en fylgismenn Wilsons geröu enn betur, er tilkynn- ing kom um, að hann yröi í kjöri, og æptu látlaust í einn kl.tíma og 15 núnútur. Þegar til atkvæöagreiösl- unnar kom, sigra'öi Clark samt sem áöur viö fyrstu tilraun. Hann fjekk 440 atkv., en Wilson 324. En kosn- ingin er ekki gild fyr en einhver frambjóðanda fær % atkvæða, svo aö kjósa varö á ný, og svo upp aftur og aftur. Atkvæöagreiöslan stóö yfir í 4 daga, og var kosiö alls 46 sinn- um. Þá náöi Wilsons loks /3 atkv., og haföi atkvæðatala hans veriö aö smástíga. Var það mikið þakkaö at- fylgi W. J. Bryans, hins gamla for- ingja Demokrataflokksins. Ettir þessa atkvæöagreiöslu var Wilson oröinn forsetaefni Demokrata, og nú voru þeir, sem þar höfðu staðið móti honum, allir orðnir hans fylgismenn. Við forsetakosninguna fjekk hann síðan meira fylgi en nokkur Banda- ríkjaforseti hefur náð síöan Washing- ton var þar í kjöri. Wilson fjekk 435 atkv., Roosewelt 88 og Taft 8. 4. marts 1913 fluttist Wilson inn í „Hvíta húsið“, sambandsforsetabú- staðinn í Washington. Dómsforseti hæstarjettar Bandaríkjanna setur rík- isforsetann inn í embættið, og fer sú athöfn fram undir berum himni. Venjan er, að um kvöldið sje dans- samkoma hjá hinum nýja forseta. En Wilson braut þá venju og auglýsti. aö ekkert yrði úr danssamkomunni. Vakti það óánægju sumstaðar, en aörir ljetu vel yfir. Ástæðan til þess. að venjan var brotin, var sú, að við siðustu forsetaskifti haföi oröið svo mikið kapp um, að ná í aðgöngumiða að danssamkomunni, að út úr því urðu óspektir og illindi. Stefnuskrá sú, sem Wilson haföi birt, var í xo liðuni, og var þar efst á blaði rýmkun tollverndunarinnar. í byrjun valdatíma síns átti Wilson í þjarki út af því máli, og haföi þar, aö minsta kosti að nokkru leyti, sín- ar tillögur fram gegn auðfjelögun- um. Síðan varö hann að beina at- hygli sinni meira út á við. Fyrst gegn Mexikó. Þar komst Huerta til valda, eftir að hafa drepið Madero, og fjekk viðurkenningu yrnsra Evrópuríkja, þar á meöal Englands. Amerískir fje- sýslumenn áttu mikið í ýmsum fyrir- tækjum í Mexikó og voru hræddir um það fje í þeim róstum, sem þá gengu á út af valdabardaganum.Vildu þeir láta stjórn Bandaríkjanna viður- kenna yfirráð Huertu og reyna á þann hátt að sefa óeirðirnar. En Wil- son kvað ekki nærri því komandi, aö morðinginn fengi viðurkenningu hjá sjer. Fjesýslumennirnir heimtuöu þá af honum, aö Bandaríkin segðu Mexi- kó stríð á hendur. en þaö vildi Wil- son ekki heldur, og gekk í mesta þófi um þetta lengi, en svo hefur jafnast úr deilunum smátt og smátt. f byrj- un heimsófriöarins þótti Wilson vera hikandi og afstaöa hans óljós. Hans hugsun var þá, aö Bandaríkin ættu aö hald sjera utan við stríðið og verða sáttasemjarinn, þegar til þess kæmi. En síðan urðu Bandaríkin sá ófriöar- aðilinn, sem baggamuninn reið, eins og kunnugt er. Snjóflóð á Siglufirði. Aðfaranótt 12. þ. m., nál. kl. 4, fiell snjóflóö úr Staöarhólsfjalli, aust- ;an Siglufjarðar, niður yfir ströndina gegnt kaupstaðnum óg út í sjó. Var þetta þungt og mikið flóð, því lengi hafði snjóað. Það tók með sjer síldar- stöð Evangers þar á ströndinni. Alls íóru þar 10 hús, að sögn, en eitt hús lítið stendur þar eftir. 9 menn liafa farist. Flóðið fór yfir bæinn Neðri-Skúta, en fólk náðist þaðan án stórvægilegra skemda, 7 manns. Kaupstaðar megin geröi flóöið stór- tjón á eignum, eða flóðaldan, sem það skóp, er það fjell niður í fjörð- inn. Þar brotnuðu eða skemdust flest- ar bryggjur meira og minna. í flóðinu fórust umsjónarmaður Evaugersstöðvarinnar, Sæther að nafni, gamall maður norskur, og kona hans, Og tvær fjölskyldur í þurra- búðarhúsi, sem stóð þar nálægt: Frið- björn Jónsson, kona hans og fóstur- sonur, og Benedikt Sveinsson, kona hans og börn þeirra tvö. Stórhríð var, þegar snjófjóðiö fjell, með stormi og miklum snjóburði, svo að erfitt var að rannsaka það, sem gerst hafði, fyrst i stað, og voru þvi fyrstu sögurnar, sem af þessu bárust, ekki rjettar. Fólkið á Neðri-Skúta var grafið upp úr flóðhrönninni á laugardaginn, þ. e. daginn, sem flóð- ið fjell. Prjettir. Tíðin. Hjer sunnanlands hafa að undanförnu verið bjartir sólskinsdag- ar meö norðanandvara. En í Noröm- landi, á Austfjörður og Vestfjörðum, liefur tíðin verið í versta lagi, sífeldar norðanhríðar og fannkyngi nú í rúrna viku. Frá Seyðisfiröi og Siglufirði er sagt, að þar hafi hlaðið niður óvenju- lcga miklum snjó. 1 gær var breyting í veðri, hlýrrá en áður um alt land og hjer sunnan-andvari. í morgun var hjer þó föl á jörð. Snjóflóð hafa, auk hins mikla flóðs á Siglufirði, fallið bæöi á ísafirði og Seyöisfirði. Úr fjallinu andspænis ísafjarðarkaupstað, austan fjarðar- ins, fjell flóð, eyðilagði hús á strönd- inni þar fyrir neðan og drap nokkr- ar kindur, sem þar voru. Á Seyðis- fiði fjell snjóflóð utan við Búðareyr- ina og færði i kaf hús, sem fólk var nýlega flutt úr. Inni í kaupstaðnum óttast menn snjóflóð og hafa flutt sig úr þeim húgum, sem talin eru í mestri hættu. Mjóafjarðarprestakall er veitt sjera Þorsteini Ástráðssyni, settum presti þar síðastl. ár. Lögreglustjóri á Siglufirði. Sú staða er veitt Guðm. Hannessyni lög- fræðingi á ísafirði. Sóttvamarlæknir hjer í bænum er Davíð Sch. Thorsteinsson skipaður samkv. hinum nýju sóttvarnarregl- um, sem áður hefur verið minst á hjer i blaðinu og auglýstar hafa verið í Lögb.bl. Lausn frá prestskap hefur sjera Sigfús á Mælifelli fengið frá næstu fardögum. ' Fisksala til Þýskalands. Enska stjórnin hefur nú gefið leyfi til þess, að selja megi saltfisk þann, óverk- aöan, sém hjer liggur, til Þýskalands. Þilskipaafli mun vera hjer meiri nú en dæmi eru til áður. Nýl. höfðu þessi skip aflað eins 0g hjer segir: Ása 50 þús., Björgvin 42, Hákon 34/4, Keflavík 46, Milly 42%, Sea- gull 30, Sigurfari 38, Sæborg 40J4, Valtýr 62/2, Hafsteinn 41, Sigríður 41J4, Kristján 19 og Helgi 20 þús. Kirkjufjelag íslendinga í Ameríku hefur sent S. Á. Gíslasyni, ritstjóra „Bjarma" köllunarbrjef til að koma vestur og taka að sjer prestsþjónust- ur 9 mánuði ársins í Gimli-presta- kalli á Nýja íslandi (hjá söfnuðun- um á Gimli, Árnesi, Húsavík og Mikl- ey), en vera ferðaprestur Kirkjufje- lagsins hinn hluta ársins. Hann hef- ur engu ákveðnu svarað um það enn þa, en býst þó fremur við að fara ÁV. Hafið þjer gerst kaupandi að Eimreiðinni? vestur annað hvort í ágúst í sumar eða seinni hluta næsta vetrar. Mælifellsprestakall í Skagafirði er auglýst laust. Heimatekjur 146 kr. Vreitist frá fardögum 1919. Umsókn- arfrestur til 17. maí. Landssjóðsskipin. Samkv. reikn- ingi yfir útgerð þeirra síðastl. ár, hefur gróði á þeim orðið 533.911 kr. Á „Willemoes“ hafa græðst 315.452 kr. og á „Borg“ 414.668 kr., en a „Sterling" tapast 196.209 kr. Olymþisku leikarnir 1920 eiga að fara fram í Antwerpen. Sextugsafmæli á dr. Jón Þorkels- son landsskjalavörður í dag, og halda margir bæjarmenn honum samsæti í Iönaðarmannahúsinu í kvöld til minn- ingar um það. Botnvörpungar við Vestmannaeyj- ar. „Vísir“ sagði þá írjett frá Vest- mannaeyjum nýlega, að botnvörp- ungar hefðu þá einn daginn eyðilagt veiðarfæri fyrir eyjamönnum, sem næmu 30 þús. kr. Sjera Jónmundur Halldórsson á Stað í Grunnavík er hjer nú staddur. Hann lætur vel yfir veru sinni þar nyrðra, hefur nú»þegar bygt upp bæj- arhúsin á Stað, sem öll voru í rústum, og komið upp töluverðu búi. Dánarfregn. Þau Klemens Jónsson fyrv. landritari og frú hans urðu 7. þ. m. fyrir þeirri sorg, að missa dótt- ur sína, sem Alma hjet. Sir Edw. Grey, áður utanríkisráð- herra Breta, hefur lengi verið augn- veikur, en er nú fyrir skömmu orð- inn alveg blindur. Hann er þó ekki gamall maður, fæddur 1862. Frá Khöfn. Þaðan er símað 10. þ. m., að 5000 byggingamenn, sem vísað var frá vinnu, hafi komið saman úti- fyrir rikisþingshúsinu og gert þær kröfur, að ríkið tæki í sínar hendur öll byggingafyrirtæki, rjeði í sína þjónustu múrara, trjesmiði og aðra þá, sem að byggingum vinna, og tæki eignarnámi tígulsteinaverksmið j ur, sögunarmyllur og aðrar verksmiðjur sem vinna að húsagerð. — Látinn er sagður Amundsen hæstarjettardóm- ari. 5? Stríðslokin. Síðustu frjettir. Ensk fregn segir, aö Churchill hafi sagt í ræöu í London 12. þ. m., að innan nokkurra vikna yröu birtir friðarskilmálar þeir, sem Þjóðverjum yröu settir, og mundi svo bráðlega af- gert, hvort þeir vildu að þeim ganga, eða hvort bandamenn yrðu að grípa til nýrra ráöa. Felst í þessu sú hugs- un, að svo geti farið, að Þjóðverjar neiti að undirskrifa. I annari enskri fregn segir um fjárkröfurnar, sem gera eigi til Þjóðverja, að þeim muni veröa jafnað niður á 30 ár, frá 1. maí 1921, en fyrsta greiðsla eigi að verða 1 miljarð sterlingspunda. Þriðja enska fregnin segir, að þeim muni ætlað að greiða 10—12 þús. miljónir sterlings- punda, er greiðist á nálægt 50 árum. I' rakkland eigi að fá umráð yfir kola- námurnar í Saardalnum, en eftir 15 ár eigi að fara fram atkv.greiðsla um, livort þjóðernið íbúarnir vilja aðhyll- ast. Danzig eigi að vera sjálfstæð borg í nánu tollsambandi við Pólland. Enn er talaö um, að krafist verði framsals Vilhjálms keisara, svo að hann verði undir eftirliti banda- manna. Hins vegar er sagt, að friðar- þingið hallist að þvþ aö'láta einhverja eina þjóð, t. d. Belga, höfða mál gegn honum og öörum einstökum mönnum, sem talist geti sekir um brot á ai- þjóðasamningum í byrjun ófriðarins. Frá Bayern heyrist um sífeldar ó- eirðir. Það er nú sagt, að Bolsjevíkar og svo nefndur kommúnista- eða sameignarmanna-flokkur berjist þar um völdin. Her bandamanna hefur yfirgefiö Ódessu. Englendingar ráð- gera, að reka alla Bolsjevíka þar úr landi. Sagt er, að útlit sje nú fyrir samkomulag milli verlcmanna og vinnuveitenda í Englandi. Grænland. Eftir Jón Dúason. X. Einangrun og óhagstæð verslun voru hinni ungu nýlendu á Grænlandi hið mesta mein. Grænlendingum hin- um fornu var varnað allra andlegra áhrifa frá nágrannalöndutium, og af þvi leiddi andlega úrkynjun. Fyrir l'kamlega vellíðun og fyrir atvinnu- lif landsins var samgönguleysið hið mesta böl. Loks varð það orsök i þvílíkum ósköpum, sem gereyðing þjóðarinnar. En nú er öldin önnur hvað siglingar snertir. Skipagerð og siglingafræði eru nú komnar á marg- falt hærra stig en þá. Erfiðleikar við siglingar til Grænlands eru nálega engir i samanburði viö það sem þá var. Skip má nú gera nálega eins stór og vera skal. — Áöur töldu menn tímann til Grænlandsfarar i árum, en nú er ekki nema vikusigling til Græn- lands frá Khöfn. Flutningar frá landinu og til landsins eru einnig margfalt meiri en þá. Einkum eru það námufjelögin, sem hafa mörg skip i förum og mikið þurfa að flytja. Eins og getið hefur verið um, eru námurnar í Eystri-bygð. Þá er og nokkur verslun við 14 þúsund Skræl- ingja í landinu, enda þótt viðskiftin cg gróðinn af versluninni gæti orðið margfalt meiri. Öll skip, sem ekki fara til Eystri-bygðar sigla þar fyrir fram- an og svo norður með landi. Nefnd, sem sett var eftir aldamótin (1908) til þess að rannsaka einokunarversl- unina á Grænlandi, lagði meðal ann- ars til, að gerð yrði höfn á sunnan- verðu Grænlandi (Eystri-bygð) og þangað og þaðan yrðu vörurnar flutt- ar á stórum hafskipum, og lagðar þar upp í vörubyrgi, en síðan væru hafðir minni gufubátar í ferðum norð- ur með ströndinni. Skyldu þeir flvtja vörurnar á hinar ýmsu hafnir og taka þar grænlenskar vörur og flytja suð- ur í aðalhöfnina, sem svo yrðu fluttar með stórskipum til Danmerkur. Thor E. Tulinius kaupmaður var í þessari nefnd, og má vera, að hann eigi upptökin að þessari tillögu, sem vafa- Iaust mundi bæta stónim samgöngur á Grænlandi, og gera flutninga að og frá landinu miklu ódýrari en nú. En þessi tillaga fær nú aukið gildi vegna þess, að fram hefur komið önnur siálfstæð tillaga um hafnargerð í Eystri-bygð, til að fullnægja alt ann- ari og stórkostlegri samgönguþörf. Tillögúmaðurinn er Alfred J. Ravad, einn af áhugamestu og víðsýnustu mönnum Dana, íslandsvinur og af ís- lensku bergi brotinn, bróðir Thor

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.