Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 07.05.1919, Qupperneq 1

Lögrétta - 07.05.1919, Qupperneq 1
Útgefandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 19 Reykjavík 7. mal 1919. XIV. ár. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —o— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Þingvellir við Öxará Þingvallasveit er meS einkenni- legustu og fegurstu sveitum hjer á landi. í fornöld mun hún líka hafa verið meö bestu búsældarsveitunum, sem marka má af þjettbýlinu, sem j)ar hefur veriö. Nú er hún ekki nema skuggi einn hjá þvi sem áður var, hvað búsældina snertir, — á þeim tima er hún öll var gróöri vafin og skógi skrýdd. í sveitinni er nú skóg- urinn takmarkaður á litlu svæöi, á hrauninu norður af Þingvallavatni milli Almannagjár og Hraínagjár. Og alstaðar bera þessar skógarleifar vott um, að þeim er ofþjakaö af fjárbeit. Hraunylurinn, jarövegurinn og veð- ursældin hafa haldið skóginum við — þar sem hann er, annars væri hann fyrir löngu upprættur, og bæirnir lcomnir í eyði, sem mest nota hann. En allar líkur eru til að samt reki að því, fyr eða síðar, að hann hverfi með öllu, ef ekki veröur tekið bráð- lega í taumana. Engar brigður er hægt að bera á það, að Þingvallasveit hefur öll ver- ið skógivaxin í fornöld, og það jafn- vel alla leið norður undir Skjald- breið. Það sannar bæði landslagið jarðvegurinn og loftslagið. Sveitin liggu langt frá sjó, en þó ekki hærra en 100—200 metra yfir sævat- flöt. Saltir sævarvindar hafa ekki náð að blása inn á þetta svæði, er skap- að hafi skóginum aldur. Ekki staf- ar skógeyðingin heldur af eldgosum eða skriðum. Hún á eingöngu rót sina að rekja til óskynsamlegrar að- ferðar mannanna sjálfra, sem búið hafa við skóginn. Þeir hafa rifið hann upp með rótum, höggið hann tak- markalaust og ofboðið honum með fjárbeit. Mörgum hefur verið illa við skóg- inn, þótt hann tefja fyrij smala- mensku og rýra ullina á sauðfjenu á vorin, og óskað honum því norður cg niður. Þess eru dæmi enn í dag, að bændur á skógjörðunum hafa haft það á orði, og þeir væru búnir að kveikja í skóginum og brenna hann til kaldra kola, ef þeir vissu það ekki fyrirfram, að landið mundi blása upp á eftir og breytast í gróðurlausa auðn. Hræðslan við þetta hefur hlíft skóg- inum á einstaka stað á landinu. En menn hafa þó ekki alstaðar verið svo skynsamir að sjá þetta — fyr en eft- ir á, — þess vegna hefur verið herj- að á skóginn með fjárbeit, eldi og járni, — gengdarlaust og fyrir- hyggjulaust, hann upprættur á stórum svæðum og landinu breytt í eyði- mörk. í Þingvallasveit hlaut skógurinn fyrst að hverfa af bersvæði, hálsum, hæðum og halllendi, þar sem ekkert skjól var í neinni átt, og minst var mótstöðuaflið gegn eyðingunni. Jafn- skjótt og skógurinn hvarf breyttust skilyrðin fyrir hann að vaxa Upp aft- ur, enda hafði hann ekkert næði til þess vegna sauðfjárbeitar. Og þegar skógurinn var horfinn alstaðar í sveitinni, nema á litlum bletti í Þing- vallahrauni, fengu allir bændur í sveitinni samt undantekningarlaust aðgang að skóginum til fjárbeitar, kolagerðar, eldiviðar og raftviðar. Vegna þess hve mikið orð fór af skógargæðunum í Þingvallahrauni, náðu bændur úr öðrum hjeruðum í- taki í honum, gerðu þar til kola, og sóttu þangað óspart eldsneyti. í ema tíð átti Skálholtskirkja ítak í Þingvallaskógi. Þá var og sóttur við- ur í Þingvallaskóg neðan úr Grafn- ingi, hjeðan af Suðurnesjum og vest- an úr Kjós. Engan þarf því að furða þótt skógarleifarnar í Þingvalla- hrauni sjeu nú rýrar, eftir alt sem á undan er gengið. Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir í Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur liafði Á. M. það eftir munnmælum, aö 30 bæir hefðu verið í sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi stað- ið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargarklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og ber- blásið hraun að kalla má. Bygöabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir vist að voru í ábúð fyr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarða- bók Á. M. Og eru þau þessi: 1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, cn norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þver- spyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst bygt áriö 1684, og var í ábúð að eins 8 ár og lagðist svo í eyði. 2. Griinastaðir eða Grímakot var skamt fyrir norðan Bárukot. Arm 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henrn enn. Bær þessi mun áður hafa heitið Grimsstaðir og kendur við Grím hinn litla, sem getið er um i Harðarsögu og Hólmverja, og bygöi hann pai fyrstur og hafði stórt bú. 3. Múlakot, af sumurn nefnt Mosa- staðir, var sunnan undir Sleðási norð- ur við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær bygður upp úr fjárhúsum ira Svartagili. Ekki haföi það verið i ábúð nema eitt eða tvö ár. 4. Litla-Hrauntún stóð langt norð- vi á Þingvallahrauni hjer uín bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá. 5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir cfan Hliðargjá upp undan svoköll- vðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Jr'ar sjest enn fyrir mannvirkjum. ö. jboövarsholi er örneini i skogin- um skamt ira Veliankötlu. Býli þetta > ar komið i eyði longu tyrir 1700. — £jagt er aö byiið hati tekið nafn af Toövan nokkrum, sem kvað hafa bygt það fyrstur. Um 1680 er sagt, aö maour nokkur að nafni Sætinnui nafi búið þar rúmlega hálft ár eða .->vo, og hafi þar dáið. 7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir aust- an Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun sá bær hafa dregið nafn af Þórhaii- ölkofra, sem Ölkofra-þáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi til fjár sjer. Hann kveikti í Goðaskógi i Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaöir í Bláskógum. Rær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist bygður dða í eyði. 8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist 1 eyði í Svartadauða, en löngu seiniís er sagt, að bærinn hafi veriö bygöur upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Fljer virðist eitthyað blandað mál- um með eyðibýlin. Að líkinduin hafa Lórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenclur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer gcti verið um tvo bæi að ræða. 9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæiar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eirixs- stöðum var einn þeirra rnanna sem glimdu á Hofmannafleti. 10. Fiflavellir áttu að hafa verið ’ landsuður frá Skjaldbreið. Getið er uin þenna bæ i Ármannssögu. 11. Rótólfsstaðir voru norðan und- ir Miðfellsfjalli. 12. Kárastaðakot var bygt úr Kára- staðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það í eyði. 13. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir girðingum og tottum. 14. Hólkot var i landsuður frá Stíflisdal. Þar var bygð fyrir Svarta- tíauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyru> toftum og garðhleðslu. '15. Móakot var bygt á 19. öld, milli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var i ábúð að eins sárfá ár. Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, hafi staðið i miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að- svo hafi verið, því að Skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til aö bygðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru íornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað. Hafi bygð verið áður í Þingvalla- hrauni, á skóg'lendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirn- ir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jaröirnar lögðu^t í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur meö öllu, en landið1 bljes upp og varð óbyggilegt. Aö líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heit- ið Bláskógar til forna. Hefur það verið mjög víðáttumikið land, og alt skógi vaxið. í útjöðrum skógarins, þar sem bygðin náði lengst til fjalla, var jarðvegurinn, að líkindum, mjög þunnur ofan á hrauninu, þar var hætt- an mest fyrir uppblæstri. Enda byrj- aði uppblásturinn þar. Vindurinn skóf jarðveginn alveg ofan á hraun, þar sem skógurinn var upprættur, og jafnt í kringum býlin sem annai- staðar. Skógarkjörrin sem stóðu eftir hjer og hvar i afdrepi hjeldust ekki við til lengdar. Þegar alt var berblás- ið í kring um þau. Vindur og vatn svarf að utan, þangað til allur gróð- ur var upprættur. Túnkragarnir kringum kotin stóðu lengst, því að þar var ofurlítil rækt í jarðveginum. og gróðurmoldin þjettari fyrir, en urðu þó að lokum vindi og vatni að bráð, svo ekki sást örmull eftir af þeim heldur. Skógeyðingin og upp- blástur landsins færðist smámsaman stiður eftir Þingvallahrauni og tók með sjer hvert býlið á fætur öðru cg jafnaði þau að jörðu. Það er þvi ekki að undra, þótt litlar eða engar menjar sjáist eftir horfnu býlin í Þingvallasveit. Nú eru að eins eftir 4 býli í Þingvallahrauni; verður ekki annað sjeð, en að þau eigi fyrir hönd- um sömu útreið og horfnu býlin. Skóginum er spilt enn i dag á þessu svæði, og landið blæs árlega upp. Og upp koma snoðnir, gráhvítir og bei- blásnir hraunkollar, sem áður báru grænan og þjettvaxinn skóg og lit- fögur blóm. Þegar hraunið er orðið bert og nakið, verður það smámsaman mosa- vaxið. Með timanum fúnar mosinn og myndar nýjan jarðveg, — nýja gróðurmold. — Jurtafræ berst á ný yfir á jarðveginn og festir þar rætur, cg hraunið klæðist aftur grösum og skógi. Náttúran ræktar sig sjálf á þennan hátt, ef hún má vera sjálfráð ; en til þess þarf hún að njóta algerðr- ar friðunar um langan aldur. Skógurinn hefur hingað til verið lifæð býlanna á Þingvallahrauni. Jafnskjótt og hann hvarf, hurfu býl- iu líka. Og þessir 4 bæir: Þingvellir, Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot, sem telja má að sjeu leifar af heilli sveit i Þingvallahrauni, standa og íalla með skóginum. Þeir hverfa úr sögunni fyr eða síðar, af sjálfsdáð- um, þegar skógurinn er horfinn. Ef ekki tekst að halda í skóginn, verður fornheigi þingstaðurinn — hjarta landsins, sem kallað er — svo útleik- inn i framtíðinni, að þar sjást engar minjar fornra mannvirkja, og um- hverfi hans eintóm gróðurlaus eyði- mörk. Það var níðingshönd, sem breytti skóglendinu í gróðurlausa auðn og öræfi. Og það þarf volduga verndar- hönd til að hjálpa náttúrunni að græða og bæta aftur það, sem spilt hefur verið. Verður það ekki gert með öðru mót, en að afgirða svo vítt svæði, sem skógur vex á í Þingvalla- hrauni, eða svæðið frá Ármannsíelli, milliAlmannagjár og Hrafnagjár,suð- ur að Þingvallavatni. Gera síðanÞing- velli að friðlýstum þjóðskemtigarðiís lands til gagns og gleði fyrir þjóð- ina, og hafa þar griðastað öllum ís- lenskum jurtategundum, sem þar geta þrifist og aukið kyn sitt, óáreitt um aldur og æfi. Þetta getur ekki komist í fram- kvæmd, nema því að eins að búpen- ingsrækt sje útrýmt á þessu svæði. Og þá verður að taka ábúð af 4 býl- um, sem eru á Þingvallahrauni, og áður eru nefnd. Þeim verður að férna undir þjóðgarðinn. Þau hljóta að fara í eyði, hvort sem er, þegar skógur- inn er upprættur. Og að því rekur fyr eða siðar, ef búskapur á þeiin verður rekinn hjer eftir sem hingað til, og með sama fyrirkomulagi. Meðan landið var gróðursælt og skógurinn blómlegur, voru stórbú á jörðunum. En búskapnum hefur alt af fariö hnignandi öld eftir öld á jörðum þessum. Því til sönnunar má geta þess, að árið 1397 voru 14 kýr á Þingvöllum, en 1711 voru þær ekki orðnar fleiri en 7, Nú mun ekki hægt að hafa þær fleiri en 3. Hrauntún var 1711 selstöð frá Þingvöllum. Þar var ekki sjálfstæð ábúð fyr en á 19. öld. Má þar nú hafa 1—2 nautgripi. Á Skógarkoti voru árið 1-711 9 nautgripir. Nú munu þar vera 2—3. Á Vatnskoti voru þá 4 kýr og 3 geld- neyti. Túnkraginn gefur nú ekki at sier hálft kýrfóður, hvað þá meira. Enda hefur kotið lengi verið i eyði. En fyrir nokkrum árum síðan var það tekið í ábúð. Á þessum 4 jörðum eru engar út- heysslægjur, eða hafa verið, aðrar en þær, sem sækja verður langt út fyrir Þingvallahraun, víðsvegar út um fjallahaga. Af þessu má sjá, að búskapnum hefur farið hnignandi að sama skapi og skóginum. Jarðirnar gefa nú ekki al sjer meira ræktað fóður en ein litilfjörleg jörð annarstaðar á land- inu. Víðsvegar um lönd eru stofnaðir garðar i líkingu við þjóðgarðinn inikla og fræga við Gulasteinsá í Bandaríkjunum. Flestir af slikum görðum eru í Ameríku. Garðarnir eiga að sýna hvað náttúran getur af eigin ramleik náð miklum þroska, án þess að mennirnir grípi inn r verkahring hennar, að öðru leyti en því, að friða hana og varðveita frá skemdum. í garðana er safnað öll- um jurtum og viltum dýrum, sem til eru í náttúru þess lands, er þeir eru i. og þar geta þrifist. Einkum eru varðveittar á þessum reitum tegundir, sem fágætar hafa orðið, vegna gegnd- arlausrar ofsóknar frá mannanna liálfu. Náttúran veröur þar sem lík- ust því, er hún var í öndverðu, áður cn mannshöndin greip inn í verka- hring hennar. Þessir garðar eru frið- helgir, og svo stranglega varðir, að þar má ekki skerða hina minstu jun eða dýr. Á Þingvöllum er fjölbreyttari og einkennilegri náttúra, en í nokkurr! annari sveit á íslandi. Auk þess er staðurinn svo frægur úr sögu lands- ír.s, að þjóðgarður á þessum stnð mundi bera órækan vott um ræktar- semi íslendinga til sögu þjóðar sinn- ar, engu siður en til náttúru landsins. Um leið og þjóðgarður er stofnað- ur á Þingvöllum, verður að taka það fram með lögum, að hann skuh veia eign þjóðarinnar um aldur og æfi. Itngum „prívat“-manni eða fjelagi má leyfa að reisa þar nokkur mann- virki eða reka atvinnu fyrir eigin reikning. Inn á garðhelgina verður að safna öllum íslenskum jurtateg- undum, sem likindi eru til að geti þrifist þar vilt. Komið gæti það til greina, að flytja þangað útlendar blómjurtir eða trje, sem vissa er fyrir að samþýðist þar jarðvegi og lofts- lagi. Yfir höfuð verður að hyllast til þess að laða innlenda sem erlenda ferðamenn og gesti að Þingvöllum og gera þeim dvölina þar viðunandí. ísland er fátækt að viltum dýrum sem hægt væri að friða í þjóðgarðin- um, að undanskyldum fuglum; og er sjálfsagt að þeir og egg þeirra sjeu friðhelg innan þjóðgarðsins. Tækist að hafa á Þingvöllum einhver vilt dýr, iiinlend eða erlend, sem mönn- um væri nýstárlegt að sjá, mundi það anka að miklum mun ferðamanna- straum að garðinum. Annað aðaltakmarkið með stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum er friðun fornu mannvirkjanna og viðhala þeirra, frá sögulegu og fornfræðis- legu sjónarmiði. Fáar þjóðir gætu horft á aðra eins niðurníðslu á forn- helgum söguminjum og fornleifum í sínu landi eins og íslendingar cru sjónarvottar að á Þingvöllum, án þess að blygðast sín, minsta kosti fyrir útlendingum, sem skoða þing- slaðinn. Það hefur þó ekki borið á öðru en að menn hjer hafi, þrátt fyrir m'ðurníðsluna, verið furðulega hreyknir af sögustaðnum, og með á- riægju vísað þangað kærkomnustu gesturn landsins, sem að líkindum fyrst hafa rekið augun í, hve sví- virðing eyðileggingarinnar getur komist langt, á fornhelgum sögustað hjá söguþjóð. Mönnum er nokkurn veginn ljóst, hvar merkustu og helstu sögustað- irnir eru á Þingvöllum. Þar verður að setja glögg merki, sem sýna við hvaða menn og atburði þeir eru tengdir, svo að menn, sem koma á þingstaðinn, geti áttað sig á þeim. Veitingahúsin og önnur þau ný- virki, sém nú eru á Þingvöllum, og sem staðnum eru hvorki til prýðis eða sóma, verða að rýma í burtu. í stað- inn fyrir þau verður að byggja veg- legt og reisulegt gistihús, þar sem vansalaust er að taka á móti erlendum sem innlendum gestum er lcynnu að vilja dvelja þar, lengri eða skemri tíma. Smíði hússins og rekstur verður að kosta af opinberu fje. Því að mannvirkin innan þjóðgarðsins eiga að vera þjóðareign engu síður en garðurinn sjálfur. Þjóðgarðurinn mikli í Bandaríkj- unum er undir stjóm Sambandsþings- ins í Washington. Það hefur samið lög um garðinn og skipað vopnaða hermenn til þess að gæta hans. Þeir eru nokkurs konar kerúbar, „með sveipandi sverði“, er varna þess að r.okkurri plöntu eða dýri sje gert mein, á því svæði sem garðurinn nær yíir. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum á að vera undir stjórn alþingis. Það á að semja lög og reglur um garðinn, og ráða menn til þess að sjá um, að þeirn lögum sje dyggilega og strang- lega fylgt. Eins og áður er drepið á, verður að taka ábúð af jörðunum í Þing- vallahrauni, til þess að þjóðgarðs- stofnunin geti náð tilgangi sínum. Að- ur hefur líka verið bent á, hvað jarð- irnar hafa gengið úr sjer og búskapn- um hnignað, og að ábúð á jörðunum mundi hverfa af sjálfu sjer, þegar fram í sækir, ef búskapur yrði rek- inn þar áfram, með sanra sniði og verið hefur. Jarðirnar gefa tæplega af sjer jafnmikið af ræktuðum af- urðum og ein lakleg meðaljörð í öðr- um sveitum. Við það að taka af á- búðina, mundi landbúnaðurinn einskis sakna í framtíðinni, en mikið unnið við að friða og varðveita skóginn frá gereyðing. Þing 0g stjórn verður að hlutast til um, að því atriði í þjóð- garðsstofnuninni verði ráðið farsæl-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.