Lögrétta


Lögrétta - 09.07.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 09.07.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Steingrímur hefur tekiö próf meö mjög góöum einkunnum í því, sem aö ofan er taliö. Og hefur hann meö- feröis skírteini fyrir því. Nú á hann eftir eitt ár, til þess aö ná í háskólaprófið. Steingrímur feröaöist suður í Vir- giníu. Þar er Hamton Institute, einn allra besti alþýðuskólinn, þar sem nýjustu hugsjónir eru best fram- kvæmdar. Talaði hann þar fyrir mörgum þúsundum manna, og sagöi frá íslandi. í Northfield, skólasetri miklu, mætti Steingrímur sem fulltrúi fyrir alþýðuklúbbinn í Columbíu-háskól- anum. Á þingi þessu mættu fulltrúar 30 til 40 þjóðerna. Stóö þingiö í tíu daga. II. Steingrímur Arason var oröinn þektur maður hjer á landi, áöur hann fór utan. Hann er fæddur aö Víði- geröi í Eyjafiröi 26. ágúst 1879. For- eldrar hans voru Rósa Bjarnadóttir og Ari Jónsson. Rósa lifir enn, gáfuö kona og skáldmælt. Ari var og gáfu- maöur, kvaö hann kvæði og samdi Sigríði Eyjafjarðarsól. Skáldgáfu hefur Steingr. tekið aö erfðum frá foreldrum sínum. Hann var fljótt bókhneigður og las mikiö. Gekk hann í Möðruvallaskóla og á- vann sjer þar hiö besta álit. Síöar gekk hann í Kennaraskóla íslands og lauk prófi meö ágætri einkunn. Eftir þaö kendi hann nyrðra, bæöi viö barnaskóla og unglingaskóla. Þá fluttist hann á Suðurland, og varð kennari við barnaskóla Reykjavíkur. Steingrími ljet kensla mætavel, og var honum auövelt aö vinna hylli nemenda sinna. Talsvert hefur Steingrímur ritaö, bæöi í bundnu máli og óbundnu; ein- kennir hann sjerstaklega innileiki, al- vara og glöggsýni. Um nokkur ár hefur hann verið útgefandi og með- eigandi Unga-íslands, og á enn þá Vi í því. III. Nú er Steingrimur hjer staddur til aö litast um. . Er hann fús til þess aö leiðbema löndum sínum í skólamálum. Og óef- aö getur hann miðlað þeim miklu. Hann hefur sjeð margt og kynst mörgu þar vestra, þessi ár, og glögt er gests augaö. Um þaö yerður ekki deilt, aö skól- ar vorir allir eru verri en þeir ættu aö vera. Þaö er meira af dauðu bók- stafsþvögli í skólum vorum, en lif- andi orði. Skólunum er brugöið um, að þeir arepi andlegan þroska og andlega framför barna' og unglinga, — frá barnaskóla og upp úr mentaskóla, — dómurinn er harður, en hann er aö nokkru leyti sannur. Einkunna-stál- klafinn særir „gæsastoppið", blindar og ágripa-tjóöurbandiö takmarkar sjóndeildarhring! — Nú er að vita, hvort vjer íslending- ar berum gæfu til aö nota krafta Steingríms. Hjer vill hann vinna, hvort heldur hann tekur til starfa nú þegar eöa eftir eitt ár. Bæjarstjóm Reykjavíkur og skóla- stjórn barnaskólans i Rvík trygöu sjer starfskrafta Steingrims, áöur en hann fór. Var honum heitiö 1200 kr. árslaun- um viö skólann aö loknu námi og utanför. Er þetta vert þess, aö því sje haldið á lofti. Sýnir þaö ljóslega þröngsýni þeirra og fastheldni á fje, er meö skólamál vor fara. Eru nú goldin hærri laun í landi þessu fyrir mokstur en mentir. — í hvaöa stööu nýtur Steingr. sín* best hjer? Því er fljótsvarað. Hann á aö veröa skólaumsjónarmaður, líta eftir kenslu, leggja á ráö og vera kennurum leiðtogi og bróðir. í umsjónarmannsstöðunni yröi starfssviö hans víötækara en þótt hann fengi stööu við kennaraskóla, eöa hann yröi gerður aö skólastjóra viö einhvern skóla, sem reistur yröi. Vjer kennarar, sem fariö höfum til annara landa og kynst skólum þar og skólahaldi, höfum aö visu haft mikið gagn af því sjálfir daglega, en vjer hefðum getaö gert miklu meira gagn, ef vjer hefðum haft rýmri verkahring. — —■ Færustu skólamenn eiga aö ráöa skólamálum, en ekki óvitar á skóla- málasviöinu, þótt þeir hafi þaö til síns ágætis aö spara. H. J. Um skipulag sveitabæja. Eftir Guðmund Hannesson. Skilvindan „Sylvia“ I. íbúðarhúsið. (Framh.) c. Kjallaraherbergi. 1. Stigagöngin (kjallaragöngin) i kjallajanum eru björt og rúmgóö. Stæröin er bundin við stigagöngin uppi á lofti, því aö múrarnir verða að standast á. Úr góngunum liggja dyr inn í öll kjallaraherbergin nema eitt (sláturbúr). Veggir eru hjer sem annarsstaðar i kjallara burstaöir út graut af sementi og sandi svo yfirborðið verði sæmilega sljett og þokka- Iegt og síðan kalklitaðir* 2. Búr tvö eru i suðurenda'vestanveröum. Ytra búrið (mjólkurbúriö) er ætlað fyrir mjólkurgeymslu o. þvíl. Er þar markaö fyrir borðum meöfram tveim veggjum. Innar af því er sláturbúr. Þar er geymt slátur og kjöt. Er markað fyrir því rúmi, er tunnur taka og einu borði við vegginn. Stærö búranna er af skornum skamti, en ætti þó að nægja hverju meðalheimili. • 3. Smíðastofa er vænt herbergi nefnt i suðurenda hússins austanverð- um. Þar er ætlast til aö vinna megi aö ýmsu smíði á vetrum og annari karlmannavinnu, sem lakari þykir að starfa að inni í baðstofu, gera við áhöld og amboð, dytta að reipum, raka gærur o. fl. Þar má og setja upp vefstól, ef lakara þykir aö hafa hann í baðstofunni. Slíkt herbergi þykir, ef til vill, óþarft en er þaö ekki, sjerstaklega ef ýmislegur heim- ilisiönaöur fengi hjer byr í seglin. Úr slíkri vinnu verður ekki neitt, ef hvergi er skaplega hlýtt herbergi til aö vera í, og inni i vinnústofu verö- ur hvorki hafður hefilbekkur nje smíöatól. Tólin yröi auðvitaö aö geyma í sjerstökum, lokuöum skáp svo eigi lægju þau á glámbekk. Ef til vill væri þaö hyggilegra, aö hafa einnig glugga á austurhlið, svo aö her- bergið yröi sem bjartast. Brunahætta yröi lítil af herberginu þó eitthvað væri þar eldfimt viö og viö, hefilspænir eöa þvíl., svo framarlega sem loftið yfir því er úr steypu. Ef herbergið er ekki notaö fyrir smíðastofu, liggur næst aö hafa þar þvotthús og steypibað. Nokkur sparnaður fylgdi því og mætti eigi aö síður vinna sum verk þar, t. d. raka gærur. Gólfið yröi þá aö sjálfsögöu vatnshelt steypugólf meö frárensli og við reykháfinn kæmi stór þvotta- pottur, sem einnig mætti nota til slátursuðu o. þvíl. Þó er sá hængur á þvi, aö gufuháfur er þar enginn. Aö því leyti væri þvotthús betur sett í eldiviöarhúsi. En hversu sem þessu yrði komið fyrir, þá eru ýms vand- ræöi viö aö hafa þvotthús í kjallaranum. Vatnsgufa berst þaðan um húsiö og getur valdið raka. Þvottinn þarf að bera burt til þerris og hann er engin ljettavara. Og hvar á svo að þurka hann ? Ef veður er gott eru útistög best til þess, en óhentug ef illa viörar. Víöa er þá siður aö þurka á háalofti, en erfitt er það að flytja blautan þvott þangað: 4. Baðklefi, lítill, er fyrir miöri vesturhliö. Er þar gert ráö fyrir ein-- földu steypibaði og aö heitt vatn renni gegnum pípur frá eldavjelinni í eldhúsinu. Má ýmislega um það búa svo vel fari. Veggir klefans ættu helst aö vera vandlega sljettaðir .og öll horn íhvolf. Best væri að þeir væru olíumálaöir meö ljósum lit. 5. Eldiviðarhús er í norðurenda kjallarans vestanveröum undir eld- húsi ög búri. Á því eru útidyr og er þá gengiö gegnum eldiviðarhúsið til þess að komast út. Nokkur óþægindi fygja þessu en þó svarar tæp- ast kostnaöi aö gera sjerstök göng út. Þar mætti og geyma garðávexti, ef til vill í sjerstakri garögryfju svo alerlega væri sjeö um aö þeir frysu ekki, hversu sem viðraði. 6. Salerni er í norðausturhorni og gluggi á mót austri. Klefi þessi þarf beinlínis aö vera aö öllu hinn vandaðasti og öll hirðing hans ágæt, ef ekki á alt að lenda í óþrifnaöi. Veggir eiga aö vera sljettaöir og annað hvort kalklitaðir eöa oliumálaðir, öll horn íhvolf og gólfið annaöhvort úr sterkri eggsljettri steinsteypu eða vatnsheldum gólfhellum (tíglagólf). Hentugast er, aö sauriratiö sje stór, galvaniseruð vatnsfata,_ en ekki stærra íiát, þó oftar verði þá aö tæma þaö. Utan um fötuna er best aö hafa umgerð ur hvítum leir með sethring á hjörum yfir. Englendingar búa slík salerni til og líta þau mjög líkt út og venjuleg vatnssalerni, eru mjög þrifaleg og litlu dýrari en góöur kassi úr timbri. Til þess aö eyða sem mest ólykt er gert ráö fyrir, aö þurri ösku sje blandað saman við saurindin í hvert sinn sem salernið er notaö. Er þá dálítill öskukassi (fata) í salerninu og hæfilega stór sleif í honum til þess aö hún nægi sljettfull í hvert sinn. Askan þurkar þá þvagið upp aö mestu og drýgir auk þess áburöinn. Aö sumu leyti er það þægilegra, aö þvag og saur safnist hvort fyrir sig og má þá hella þvaginu burtu. Saurindin veröa þá miklu fyrirferöar- minni og sjaldnar þarf aö losa fötuna. Er þetta auðvelt meö salernis- fötum, sem til þess eru gerðar. Þó fylgja þessu nokkrir ókostir og auk þess spillist áburðurinn, sem er hvaö mestur í þvaginu. Sje ekki horft í áburðinn og vatnsveita í húsinu er sjálfsagt aö hafa vatnssalerni, sem er miklu þrifalegra. 7. öskuklefi er viö hliöina á salerninu. Má geyma þar svo mikið af ösku sem þarf til salernisins. Vissara væri að hafa steinsteypta brík þvert yfir klefann, svo aö neistar gætu síður hrokkiö aö hurðinni, ef eldur kynni aö leynast í öskunni. d. Háa loft. Háa loftið er fyllilega manngengt og má því hafa mikla geymslu þar, þó ekki sje hún allskostar handhæg. Ætlast er til, aö stigi liggi upp á háa loftiö úr loftsgöngunum og leiki á kengjum, svo draga megi hann meö taug upp aö loftinu og hleypa honum niður eftir vild. I viölögum mætti, ef til vill, nota loftið til þe%s aö hengja þar þvott, en annars er margt aö geyma á sveitaheimili, bæði fyrir hjú og húsbændur, svo rúm þetta ætti að koma til ýmsra nota, sjerstaklega fyrir hluti, sem ekki eru notaðir hversdagslega t. d. innri gluggar. Þeir væru þar óhultir aö sumrinu. Auöveít væri þaö og aö hafa baggagat á öörum enda loftsins og umbúnaö svo draga mætti upp þungavöru. Gæti þá komið til tals aö geyma þar matvöru (mjöl) því þar væri hún óhult fyrir raka. Frh. * Einfaldur kalklitur hefur þann mikla kost, að hann er afar ódýr og þrifalegur, en þarf oft að endurnýjast. Þakkarorð. Góðir menn í Austur- og Út-Landeyjum í Rangárvallasýslu hlupu drengi- lega undir bagga síðastliðinn vetur meö þeim Skaftfellingum, er einna verst uröu úti af völdum Kötlugossins, með þvi aö taka af þeim skepnur til íoðurs á miðjum vetri, og þágu enga eða litla borgun fyrir. Þetta vil jeg fyrir hönd allra þeirra, er hlut eiga að máli, þakka þeim mikillega, um leiö og jeg vil að almenningi veröi þessi drengskapur kunnur. Mýrdælir ýmsir í Vestur-Skaftafellssýslu veittu 0g góöa aðstoð Skaft- ártungumönnum, er fóðurskortur varö þegar út á fór aö líða, sem einnig er þakkarvert. P. t. Reykjavík, í júlí 1919. fra Stokkhólmi cr í miklu áliti 3 stærðir. Ein skilur 60 lílra á klst. önnur — 90 — - — þriðja — 130 — - — Reynið þessa skilvinda. Allir hrésa henni, sem reynt hafa. Aðalumboð á íslandi hefur: Árni Einarsson & Co., Laugaveg 28, Reykjavík. \ i- ■Notið eingöngu F R Y S TIV J E L A R \ frá THOMAS THS. SABROE & CO., AARHUS, sem eru nolaðar um allan heim og þykja alstaðar bestar. Hafa lilotið mikið lof og fjölda hæstu verðlauna. Hjer á landi eru vjelar þessar notaðar hjá Bláturfjelagi Suðurlands, Reykjavík; Sameinuðu íslensku verslununuin, Akureyri, og ísfjelagi Vestmannaeyja: Eimsliipafjolag íslands Og Samoinaöa gufusltipafjolagiö nota eingöngu þessar frystivjelar i skipum sínum. 2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar/ Hiðjið um upplýsingar og verðlista. Einkasall á íslandi Ct. J. Johnsen Vestmannaeyjum. ,rrederikshavn er besti fjórgfeng'ismótorinn. Þorsteinn Jónsson járnsm. Reykjavík fyrir vestur- og suðurland. Ilann brennir steinolíu og er mjög sparneytinn. Vjelin er afar vönduð og ábyggi- leg, gangviss og hæg meðferðar. Nánari upplýsingar um vjelina og hið afarlága verð gefa umboðs- mennirnir Karl Nikulásson konsúll Akureyri fyrir norður- og austurland. Gísli Sveinsson. Fj elagsprcntsmiö j an. 2700 frystivjelar frá eixmi verksmiðju!

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.