Lögrétta - 23.07.1919, Side 1
UtgefaiKli og ri'j'ióri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 30
Reykjavík 23. júlí 1919.
XIV. ár.
■Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
—o—1
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Alþýðumentun
og þýðingar.
Dr. Sigurður Nordal hefur ný-
tega rita'ö grein um alþýðumentun,
sem hann kallar „^ýöingar" (Skírnir
1919, bls. 40—63). Grein þessi ætti
að vekja umhugsun og umræöur um
þýöingarmikið mál. f ritgerð þessari
er margt gott og vel sagt, én þar
er líka ýmislegt, sem fáir munu fall-
ast á. Um það munu flestir samdóma
að hlúa beri að alþýðumenningunni
eins vel og hægt er, en mjög munu
skiftar skoðanir um aðferðina til
framkvæmda.
. Jeg er samdóma höfundinum í því,
að alþýðumenning þroskast og skap-
ast ekki eingöngu af skólum, þó eru
skólarnir nauðsynleg undirstaða, sem
engiri alþýða getur án veriö. Heimil-
iskenslan forna er með breyttum lífs-
skilyrðum því nær liðin undir lok.
Hvernig í ósköpunum eiga einyrkj-
arnir íslensku, og það eru flestir
bændur nú á fslandi, að hafa tíma
til að kenna börnum sínum. Yfirleitt
held jeg hinum yngri mentamönnum
sje ekki fullljóst hve sveitaheimilin
nú eiga við mikla örðugleika að
striða. En þegar skólarnir hafa lagt
grundvöllinn verða unglingarnir að
fá hollar og hentugar bækur.
Um aldamótin þegar alt horfði til
breytinga var hin mesta þörf á góð-
um bókum og ritgeröum í öllurn
greinum menningarinnar, en hin nýja
kynslóð hafði að eins áhuga á póli-
tík og kveSskap, íslenskar bókment-
ir hafa því aðaílega snúist um ljóöa-
gerð og skáld«ögur; franileiöslan
hefur verið mjög misjöfn aö gæð-
um, en skáldskapurinn verður að vera
af besta tægi, ef hann á að hafa
verulegt menningargildi. Hina miklu
oftrú á þýSingu skáldskapar, sem
lýsir sjer í íslenskum blöðum og
tímaritum, hafa stúdentar flutt með
sjer til íslands frá Kaupmannahöfn,
en þar hefur hinn „estetiski" átrún-
aður um langan aldur veriS kreddu-
fastari en í nokkru öðru landi, einkum
hjá blaSamönnum, sem jafnan hafa
mikil áhrif á lýðinn. Hins vegar hafa
íslendingar altaf verið miklir ljóða-
vinir, enda margir hagmæltir, og það
er samgróið tilfinningu allra íslend-
inga að elska fögur kvæði. En skáld-
skapurinn verður að halda sjer á af-
mörkuðu svæði fegurðar óg siðgæ'S-
is, hann rná ekki spilla smekk manna
eðahindra þróiuiog þroskun hagnýtr-
ar menningar. Það getur enginn neit.
að því, að á þessari öld hefur miklu
fje verið eytt til þess að prenta út-
lent og innlent rusl, sem hefur verið
til skaða fyrir smekk mánna, dóm-
gretnd og siSferði og líka hindraö
gágnlega bókagerð, en á vorum litla
bókamarkaði ‘ ættu menn að eins að
gefa út góSar bækur og þarflegar.
Þrátt fyrir töluverða bókagerð er enn
mjög tilfinnanleg vöntun á mentandi
bókum x öllum fræðigreinum, og
fróðleiksfúsir alþýðumenn fá fátt að
lesa, sem nokkur veruleg undirstaöa
er 5. Ef þeir ekki kunna eitthvert
útlent mál geta þeir svo sem enga
almenna fræðslu fengið. Þegar hugs-
að er til þess hve óendanlega marg-
brotnar og þýðingarmiklar uppgötv-
anir vísindanna eru orðnar á vorum
dögum, þá er þaö raunalegt aS vita,
að jafn fróSleiksfús álþýSa eins og
hin íslenska skuli ekFi eiga neinn
kost á að útvega sjer hina minstu
fræðslu um framfarir nútímans, og
lærðu mennirnir eru flestir jafn ófróð.
ir i þeim greinum. Það er enginn efi
á því, aS þaS er mikil þörf á aö ís-
lensk alþýða fái góðar bækur í hag-
nýtum fræðum, í náttúruvísindum,
þjóðfræði og sögu og ekki síst leið-
beinandi bækur um hagfræði og al-
menna borgaralega siðmenningu.
Hvort fleiri eða færri skáldrit eru
þýdd eða frumsamin virSist fremur
þýðingarlitið fyrir þjóðarmenning.
una, nema það sjeu afbragðs rit, sem
gripa og laga hugsunarhátt almenn-
ings og hefja hann á hærra stig.
Meginiö af þess konar ritum eru vana-
lega aS eins til skemtunar og dægra-
styttingar.
Það er einkennilegt að bera saman
tvenn hin síðustu aldamót. Á 18. öld
og um aldamót 18. og 19. aldar voru
læröu mennirnir leiötogar lýðsins í
öllum greinum, en alþýðan var þá
treg til snúninga og hálfsofandi,
niðurbæld af allskonar andlegu og
líkamlegu volæði. Leiðtogar íslend-
inga voru þá fjölmentaðir menn, þeir
höfðu eigi að eins nákvæma þekk-
ingu á högum og hugsunarhætti is-
lenskrar alþýðu, þeir höfðu líka
mikla almenna mentun eigi að eins
i bókfræðum, heldur einnig í nátt-
úruvísindum þeirra tíma. Foringj-
arnir, menn eiiis og Eggert Ólafsson,
Björn Halldórsson, Skúli Magnús-
son, Magnús Ketilsson, Ólafur Olav-
ius, Jón Eiríksson, Ólafur Stephen-
sen, Hannes Finnsson, Sveinn Páls-
son, Magnús Stephensen o. fI., rituðu
ágætar alþýðubækur um verkleg og
andleg efni, sem voru í miklu uppá-
haldi um alt ísland langt fram eftir
19. öld og höfðu smátt og smátt mik-
il’ áhrif. Þessir menn ræktuðu jarð-
veginn og undirbjuggu þær framfar-
it, sem síðar urðu. í byrjun 20. ald-
ar voru ástæðurnar alt aðrar. Leið-
togar bókmentanna höföu miklu
minni þekkingu á högum alþýðu en
hinir fyrri menn, enda voru þeir
flestir kaupstaðabúar, áhugi þeirra
á skáldskap og bókfræði var yfir-
gnséfandi, en flestir höfðu lítinn hug
á verklegum framförum og atvinnu-
málum, nema þegar þau stóðu í sam-
bandi við pólitísk flokksmál. í nátt-
úruvísjndum voru flestir þeirra alveg
ófróðir og það ekki nema hálfment-
aöir í samanburði við leiðtoga 18. ald.
ar. En þar við er að athuga, ,að bók-
mentir og vísindi eru orðin miklu
yfirgripsmeiri en áður, og einstak-
lingarnir verða flestir aö sökkva sjer
niður í sjerfræði, en missa þá oft
sjónar á hinu almenna. Annars hef-
ur á seinni tímum verið tilfinnanleg
vöntun á framúrskarandi mönnum og
góöum leiötogum.
{ Samt hafa á þessari öld verið mikl-
ar verklegar framfarir og voru til
! þeirra ýmsar orskakir. Hinar helstu,
| að starfsfje hafði ílutst inn í landiö
miklu meira en nokkurntíma áður, og
að alþýðan var vöknuð. Það voru
sjaldnar en áöur lærðu mennirnir,
sem voru forsprakkar á þessum
svæðum, alþýðan sjálf, þ. e. bænda-
stjettin, sem jafnan hefur verið kjarni
þjóðarinnar og nátengd og samtengd
embættisstjettinni, tók nú til sinna
ráSa, Og hefur myndarlega rækt þau
störf, sem nýjar kringumstæður
heimtuðu. ÞaS hefur hvorki vantað
efni í góða búfræðinga, nje kaupmenn
skipstjóra, vjelastjóra, símamenn 0.
m. fl. verklegt sem á þurfti að halda.
Þetta sýnir að það er góður og á-
byggilegur grundvöllur í íslenskri al-
þýðu. •Það er því sjálfsagt, að ríkið
sjái fyrir því, að álmenningur eigi
kost á góðum undirbúningi undir
störf sín, alþýðan verSur aS fá góða
skóla og góöar bækur ef hún á aö
geta unni'ð sjer og landinu alt það
gagn sem hún getur, og sýnt þá
hæfileika sem í henni búa. Á þess-
ari öld hafa íslendingar oftast haft
blásandi byr, en nú eru eflaust örð-
ugir tímár fyrir höndum, margarblik-
ur í lofti og boðar og blindsker fyr-
ir stafni, þá þarf þrautseiga skips-
höfn . og skynsama stýrimenn.
Dr. Sig. Nordal ætlar að hiS besta
og vissasta meðal til alþýðufræðslu
Hví skyldi’ jeg ei syngja þjer söngva?
Hví skyldi’ jeg ei fagna þjer frelsistíð
og fjörgjafi aettarlands!
og leggja eyraS viS óma
frá Edenskógum hins fyrsta manns?
Hví skyldi’ jeg ei söng láta sál mína fylla,
er sól þín fær hnjúkana efstu að gylla
og drauma í dalina’ a3 leiSa
um dagsverk svo ljómandi fríS?
Hví skyldi’ jeg ei syngja þjer söngva
þú sólfagra, nýja tíS!?
Hví skyldi’ jeg ei fagna þjer frelsistíð!
og fagna æska! með þjer,
sem „nóttlausa voraldar veröld“
á vegum öllum hið fremra sjer? —
Hví skyldi’ jeg ei kasta burt kvíðanum þunga
og kenna nú til með þjer, þjóðin mín unga?
og rjetta þjer hönd yfir höfin
um hljómlöndin töfrandi fríð? —
Hví skyldi’ jeg ei syngja þjer söngva
þú sólfagra, nýja tíð!?
Hví skyldi’ jeg ei fagna þjer freisistíð
og fjörgjafi ættarlands!
sem vonir æskunnar elur
og eldinn kveykir í brjósti manns,
er sýnir í hyllingum hetjanna sögur
og hjalar um vaxtarskeið Ijómandi fögur,
um mentunarsólskin og samúð,
er sigrar hvert hugsana stríð? —
Hví skyldi’ jeg ei syngja þjer söngva
þú sólríka vonatíð!?
S. F.
á íslandi, sje að þýða útlendar bæk-
ur og gefa þær út með styrk af lands.
fje. Eftir því sem mjer skilst hugsar
hann helst um skáldrit og listfræðis-
rit, en vill þó líka láta þýða almennar
fræðibækur. Um þýðingar er jeg á
annari skoðun en höfundurinn, Eftir
minni reynslu eru beinar þýðingar
sjaldan til mikils gagns fyrir alþýöu.
Jeg hef veriö alþýöukennari á Möðru-
völlum í 5 ár og í 17 sumur daglega
umgengist íslenska alþýðumenn í öll-
um hjeruðuni landsins og skrafað við
þá um margskonar efni. Þeir eru
móttækilegir fyrir allskonar fróðleik,
tn þeir verða að fá hann í því formi,
að hann sje við þeirra hæfi og þeim
skiljanlegur. Nú eru útlendar fræði-
bækur um vísindi og listir því nær
allar ritaðar fyrir skólagengna mið-
stjett og mentamenn, og þó þær sjeu
vel ritaðar, þá eru þær sjaldan við
hæfi íslenskrar alþýðu. Þar er gert
ráð fyrir ýmislegri þekkingu, sem all-
an þorrann af íslenskri alþýðu vant-
ar, og lnin getur eigi veitt sjer,
en langar skýringargreinar gera
bækurnar leiðinlegar og örðugar viö-
fangs. Fræðibækurnar verður því að
frumrita eða endurrita á íslensku;
cfnið verður að vera svo auömeltan-
legt að hver og einn geti ákilið og
hafi gaman og ánægju af að lesa.
En þá koma örðugleikarnir, það er
lítill vandi að þýða bækur ssémilega,
en mikill vandi að frumsemja eða
endursemja ritin fyrir alþýðu; höf-
undurinn verður að vera vel fær í
þeirri grein er hann ritar um, og hafa
lag á að rita alþýðlega og skemti-
lega, en til þess þarf sjerstaka nátt-
úrugáfu. Nú sem stendur eru mjög
fáir á íslandi sem geta samið alþýð-
legar ritgerðir, sem bæði eru áreið-
anlegar og skemtilegar aflestrar.
Höf. minnist á Sjálfsfræðarann
sællar minningar, hann átti ekki að
vera lesbók fyrir alþýöu, heldur
kenslubókasafn, lauslega þýtt úr
cnsku. Jón Ólafsson, sem stóð fyrir
útgáfunni, hafði þá hugmynd, að slík-
ar kenslubækur mundu fá mikla út-
breiðslu hjer á landi eins og í hinum
ensku löndum. Jeg réyndi að sann-
færa hann um, að betra væri að semja
ítarlegar og alþýölegar ritgeröir, en
hann vildi ekki sinna því. Eins fór
ineð kenslubókaþýðingar Bókmenta-
fjelagsins. Stafrof náttúruvísindanna
eru ágætar, vel samdar kenslubækur
eftir fræga rit* *höfunda og hafa þær
selst í mörgum miljónum. eintaka um
allan hinn enskumælandi heim. Þó
unnu bækur þessar ekki almenna al-
þýðuhylli, þó stöku menn læsi þær.
Sama er að segja um „Hversvegna
— vegna þess“, „Ættgengi og kyn-
bætur“ og fleiri þýSingar, sem í sjálfu
sier eru ágætar bækur. Það mun líka
sýna sig, að fáir íslenskir alþýðu-
menn mundu lesa fagurfræðis- og
heimspekisbækur eftir fræga útlenda
rithöfunda.* ÞaS eru helst skáldsög-
* Fáir alþýðumenn munu t. d. lesa
og skilja „Frelsið" eftir John Stuart
Mill og „Ódauðleika mannsins“ eftir
* William James og þó hafa orðhagir
ur og rit um almenna sagnfræði, sem !
óhætt væri að þýða, og yrði þó að
velja meS varúð. Hvað margir al-
þý'ðumenn mundu lesa Garlyle eða
Emerson sjer til gagns og það er
jafnvel vafasamt hvað mikil not þeir
mundu hafa af Renan, Taine eða
Brandes, slíkar bækur þyrftu langa
formála og skýringargreinar, því
margt er nú þegar úrelt hjá þessum
alkunnu höfundum; aöalrit þessara
manna eru líka svo stór, að ekkert
viölit er að koma þeim út á islensku
í heilu lagi. Skólagengnir menn geta
lesið þessa höfunda, samið rit um þá
og þýtt kafla úr hinurn helstu ritum
þeirra.
Miðstjettir erlendis og mentamenn
lesa fremur sjaldan leikrjt, sjá þau
að eins á leiksviðum, þá*c.r varla að
búast við, að íslensk alþýöa lesi þýð-
ingar slíkra rita. Það er því t. d.
lítil þörf á að þýða Henrik Ibsen, all-
ir þeir íslendingar, sem á annað borð
geta skilið rit hans, geta lesið þau
á frummálinu ; þýðingar slíkra rita
eru líka stundum torskildari en frum_
ritin. Þó að oss fyrir fordildar sakir
þyki vænt um ef heimsfræg rit eruvel
þýdd á íslensku, þá er ekki þar með
sagt að almenningur geti brotið þau [
til mergjar. Það væri fróðlegt að vita
hve margir alþýðumenn hafa lesið
þær hinar islensku þýðingar, sem til
cru af leikritum Shakespeare’s; þau
voru lítið seld og lesin er þau komu
út og eru nú i fárra manna höndum.
Það er svo langt frá þvi, að jeg sje
því móthverfur að útlendum menta-
straumum sje veitt inn yfir landið, að
mjer e’r það einmitt jafnmikið áhuga-
mál, en það verður að velja vel, ís-
lendingar eiga heimtingu á, að leið-
togar þeirra útvegi þeim það sem best
er og mest menningargildi hefur fyr-
ir þjóðina, og hún verður að fá það
í þvi formi, sem henni er hentugast. >
Jeg hef á mxnu svæSi reynt að stuöla
nokkuð að alþýðufræðslu, en hef oft
rekiö mig á örðugleika, fyrst og
fremst er fjárhagshliöin til fyrir-
stöðu, fræðibækur borga sig sjaldan
í hinum minni ríkjum, hvað þá held-
ur á Islandi. Svo eru ýmsir sem af
einþykni spyima móti íslenskum
fi'æðibókum, geta ekki skiliö að neitt
gagn sje í öðru en sjerfræði þeirri,
sem þeir sjálfir fást viö; þetta hefur
lengi brunnið við hjá íslendingum.
Það lægi næst að Bókmentafjie-
lagið bætti nokkuð úr skorti alþýðu-
bóka, nú þegar það er orðið eitt og
óskift. Þetta mun líka hafa vakað
fyrir stjórn fjelagsins þegar Tírna-
ritið var algt niSur 1904. Þá reis
Skírnir upp i nýju gerfi, og er það
tekið fr^m í nefndarálitinu (Guðm.
Björnson, Guðm. Finnbogason, Þor-
steinn Erlingsson), að tímarit þetta
skuli framvegis „flytja alþýðu rnanna
frjettir af verklegum framfönun
annara þjóða, breytingum á siðmenn.
rnenn þýtt bæði þessi rit. Miklu fleiri
lesa „Yfirlit yfir sögu mannsandans“
eftir Ágúst H. Bjarnason, því að það
eru alþýðlega skráðar ritgerðir frum-
samdar eða endursamdar á íslensku.
ingu þeirra, lífskjörum og lífsskoð-
unum, fregnir um merkar vísinda-
nýjungar, þær er á einhvern hátt miða
að því að ljetta mönnum baráttuna
fyrir lífinu og víkka sjónarsviö
mannlegs anda.“ Skírnir átti enn-
fremur að fræða alþýöu um merk-
ustu bækur innlendar og útlendar og
flytja „gullkorn úr nútíðarskáld-
skap."** Hefur nú Skírnir fylgt þess.
ari stefnuskrá. „Eitt einstakt lit í
Sunnanpóstinn mun sýna þjer það
mótsetta."
Bóknxentafjelagið er svo fátækt og
lxefur í svo mörg horn að líta, að það
sem stendur varla getur tekiö að sjer
íilþýðufræösluna ; en þá verðxir lands-
sjóður að leggja fje til eða miljónar-
sjóðurinn. Di-. Sig. Nordal vill láta
prenta 100—150 arkir af þýðingum
á ári; til þess þarf allmikið fje. Þó
ekki væru borguö meiri ritlaun 'en
hingað til hefur tíðkast (30 kr. fyr-
ir örkina), yrði kostnaðurinn með nú-
tiðarverðlagi á pappír og prentun
12—20 þús. kr. á ári og þó líklega
meira ef nauðsynlegar myndir væru
cg vel væri gengið frá bókunum. Af
þessu fje fengist líklega til jafnaðar
varla nxeira en þriðjungur inn fyrir
sölu ritanna. Þá yrði líka að launa
ritstjórann sæmilega. En hver á hann
að vera? Ef hann á einn að ráða út-
gáfunni verður hann að vera vel
nxentaður og fjölhæfur nxaður, bera
skynbragð á gott mál og lipran rit-
hátt og hann verður að þekkja vel
ástæður alþýðu og hugsunarhátt;
hann má ekki vera einhliöa listfræð-
ingur, málfræðingur, heimspekingur,
jarðfræðingur o. s. frv. Slíkir menn
eru ekki á hverju strái. Forstjóri
bókaútgáfunnar á að sögn Sig. Nor-
dals að vera „smekkvís á íslenskt
mál, hafa næman skilning á andleg-
um þörfum þjóðarinnar og vera víð-
sýnn rnaður og fjölmentaður. En svo
gæti hann líka orðið einn af varð-
mönnum íslenskrar menningar" (bls.
55). En hvar á nú að finna þessa ger_
s.emi? Hingað til hefur enginn slíkur
komið fram á sjónarsviðið á þessari
öld. En það er enginn efi á því, að
nógir mundu bjóða sig til þessa starfa
og embættis, því sjaldan vantar
sjálfstraust eða forustusótt. óheppi-
legur rnaður í slíka stöðu gæti orðiö
til nxikils meins, sjerstaklega ef hann
væi-i einvaldur, það gæti líka komið
fyrir, að hann hefði gallaðan smekk
eða ankannalegt innræti, og gæti þá
c.rðið beinlínis hættulegur. En hver
á að hafa eftirlit með forstjóranum, ef
hann forpokast, eða hver á að dæma
um það, hvort hann er hæfilegur í
stöðu sína? Þing og stjórn getur eðli-
lega ekki haft ábyrgð á slíku.
Ef útgáfur alþýðubóka væru
styrktar af opinberu fje, væri það að
minni hyggju mjög viðurhlutamikið
að fela*einum manni slíkan starfa á
hendur. Það væri miklu heppilegra,
að skifta fjenu milli bókaútgáfufje-
laga og bóksala og láta þá keppa um
hver gæti gefið út hentugastar bækur
** Tímarit Bókmentafjelagsins 25.
árg. 1904, bls. 204—205.