Lögrétta - 03.09.1919, Blaðsíða 3
L ö G R | E 1 T A
3
,Frederikshavn‘
er besti fjórgfengrismótorinn.
Til Guðjóns Guðlaugssonar, alþingismanns.
Kveðja frá Strandamönnum, í samsæti síðasta vetrardag 19x9.
Þorsteinn Jónsson
járnsm., Reykjavík,
fyrir vestur- og suðurland.
Hann brennir steinolíu og er mjög
sparneytinn.
Vjelin er afar vönduð og ábyggi-
leg, gangviss og hæg meðferðar.
Nánari upplýsingar um vjelina og
hið afarlága verð gefa umboðs-
mennirnir
Karl Nikulásson
kon>úll, Akureyri,
fyrir norður- og austurland.
skapurinn hámarki sinu í upprisu-
kenningunni. Upprisan verður þar að
þeirri þungamiðju, sem alt snýst um,
aðalviðburðurinn, sem alt stefnir að.
„En nú á dögum, eftir margra alda
prjedikun og biblíuskýringar, er
kristindómurinn — eins og hann er
i:ú venjulega skýrður og skilin.i —
miklu fremur siðfræðikerfi en kenn-
ing, er fái blásið oss í brjóst, hvori
sem er á blómaskeiði lífsins eða and-
látsstundinni, sannfæring um veru-
leik þess lífs, er tekur við þegar eftir
dauðann.......Það hefur orðið hlut-
skifti rnitt síðastliðin fimtán ár að
ræða um þetta mál við kristna menn
af alls konar trúarflokkum. Og sjald-
an eða aldrei hef jeg fundið hjá þeim
þá algeru vissu um framhald lifsins,
sem ætti þó að vera sjerkenni allra
kristinna manna.“
Og rjett á undan niðttrlaginu kveð-
ur höf. svo að orði:
„Sannanir þær, sem fengist hafa
nú á dögum, bera tvímælalaust vitni
um .... veruleik, hins andlega heims,
og breyta efasemdum vorum í fasta
og fulia vissu og getgátum vorum
i sannreynda hluti. Það er til engis
að halda því fram, að vjer þörfnumst
ekki nýrra sannana. Jafnóðum og
l.ver kynslóð kemur fram á vígvöll
lífsins, krefst hún þessara sannana
íyrir sjálfa sig, og tekur ekkert annað
gilt og fullnægjand i.“
Af þessum tilvitnunum sjá rnenn,
hvert höf. er að stefna.
Hann er visindalega mentaður
maður, enda einkar-varkár i vali sinu,
notar að langmestu leyti þau fyrir-
brigði, rnáli sínu til sönnunar, sem
bretska sálarrannsóknafjelagiðtelurá.
reiðanleg, eftir nákvæma rannsókn.
eða merkir vísindamenn hafa fengist
við. Fyrir því er bókin einkar-sann-
færandi. En mestan sjerkennileik fær
bókin af þvi, að höfundur hennar er
prestur. Rauði þráðurinn í henni er
sá, að sýna mönnum samræmið i dul-
arfullum fyrirbrigðum heilagrar ritn-
ingar og þeim fyrirbrigðum, sem hafa
haft svo gagngerð áhrif á hugsanalíf
vorra tíma. Höf. er hákristinn og á-
kveðinn kirkjumaður. Fyrir því er
h.onum það svo mikið áhugamál að
koma mönnum í skilning um að fynr-
brigði spiritismans sjeu framar öllu
öðru staðfesting á þeim sannleika,
sem fornkristnin hafi boðað, og að
óðru leytinu að vara kirkjuna við þvi
að amast við slíkri staðfesting, og
að hinu leytinu að vara þá, sem hina
nýju opinberun aðhyllast, við því, að
snúa bakinu við kirkjunni, því að
„sannleikurinn getur ekki orðið til
þess að fella úr gildi þann sannleika
sem áður hefur verið opinberaður,
heldur til þess að fullkomna hann,“
segir hann.
Allir, sem hafa kynt sjer sálarrann-
sóknirnar nokkuð að ráði, hljóta að
veita því eftirtekt, þegar þeir lesa
þessa bók, að í hana vantar mikil-
vægar sannana-tegundir. Dæmi svipa-
sýnanna, sem tilfærð eru í bókinni,
eru mörg, og flest ágæt. Þá er og
nokkur grein gerð hinna svo nefndu
íýsisku fyrirbrigða, lyftinga, ljós-
mynda af ósýnilegum verum, mann-
gerfinga o. s. frv., og lítið minst ann.
ars af því tægi en fyrirbrigða, sem at-
huguð hafa verið af heimsfrægum
mönnum. Alt er það einstaklega ljóst
og skilmerkilegt, enda skýringar og
athugasemdir höfundarins ágætar. Og
svo sannfærandi er það, að svo mætti
virðast, sem það ætti að Vera nóg
hverjum manni, sem ekki hefur fengið
hug sinn sýktan af efasemdum, til
þess að ganga úr skugga um, að ann-
ar heitnur sje til, og að samband hafi
fengist við hann. Samt er megn sann-
ananna, sem komið hafa .því máli til
íslensk frimerki
kaupir hæsta verði
óskar Sæmundsson,
Eystri-Garðsauka.
Skrifið eftir verðskrá áður en þjer
seljið þau öðrum.
selja ódýrast í heil.dsölu
ÞÓRÐUB SVEINSS. & 00.
Reykjavík.
stuðnings, miklu meira en ráðið verð-
ur i af þessari bók. Þar er ekket skýrt
frá hinurn margháttuðu tilaunum,
sem gerðar hafa verið með vísindal.
nákvæmni, til þess að fá sannanir
þess, að ósýnilegu verurnar, sem gera
vart við sig, sjeu þær sömu sem þær
segjsat vera, nje heldur frá vixlskeyt-
unum svo nefndu, sem munu hafa
verið rjett í byrjun, þegar bókin var
gefin út (1909). En það er einmitt
at þessum tegundum sannana, að þeir
menn hafa látið sannfærast um málið,
sem voru svo gerðir, að þeir gátu
ekki ^annfærst af neinu öðru.
Það er einkar skiljanlegt, og fjarri
því að vera ámælisvert, að höf. hefur
ekki farið út fyrir þær sannana-teg-
undi, sem um er fjallað í bók hans.
Hann ritar einkum cg sjerstaklega
ívrir þá menn, sem telja heilaga ritn-
ingu „bók bókanna", taka hana meira
til greina en nokkra aðra bók. Hon-
um er það áhugamál, að sýna, hvern-
íg. frásögur ritningarinnar koma heim
við því nær hvert og eitt atriði, sem
skýrt er frá í bókinni, en að þar sem
um mismun sjo að ræða sje hann alt
af „stigmunur, en ekki eðlismunur“.
Það liggur í augum uppi, að tilraun-
itnar til þess að fá endurminninga-
sannanir og hin afar-flókna viðleitnl
-ið það að girða fyrir, að fjarhrifa-
skýringunni verði beitt við skeytin,
sem tjá sig koma handan að, komast
ekki fyrir i þeirri umgjörð.
Bókin er einkar-skemtileg og auvi-
skilin. Tæplega getur hjá því farið,
að henni verði vel tekið og margan
langi til að lesa hana. Úti um alt þetta
land er vaknaður mikill áhugi á því
að kynna sjer, hvað þeir menn hafa
að segja sínu máli til stuðnings, sem
tdja annað líf sannað. Enda er óneit.
anelga minna vert um hitt og annað,
sem mönnum leikur forvitni á að fá
eitthvað að vita um. Ekki eru það
síst prestarnir, sem búast má við að
telji þessa bók kærkominn' gest. Það
er nokkuð örðugt að hugsa sjer, að
þá fýsi ekki að sjá, hvað gáfaöur
og hálærður embættisbróðir þeirra,
sem telur fullar sannanir hafa fengist
fyrir öðru lífi, hefur fram að færa
um slíkt mál. Mjer finst ekki fjarri
lagi, að álykta svo, að þeir prestar,
sem ekkert hafa af slíkri forvitni, sjeu
ekki sem hentugastir til þess að vera
kennimenn þessara tíma.
Það er orðið þjóðkunnugt, hve þýð-
andinn ritar lipurt og alþýðlegt mál,
og ekki hefur honum brugðist sú list
i þessari bók. Það skiftir litlu máli,
að á einstöku stað kynni að hafa mátt
hefla orðfærið betur. Jeg tek til dæm-
is, að hann lætur fyrirbrigðin nokkuð
víða „eiga sjer stað“ (á dönsku:
„íinde Sted“); betri íslenska, og alveg
eins alþýðleg, er að þau „gerist“. Á
slíkum smágöllum er' naumast orð
gerandi, og þýðandinn á hinar bestu
þakkir skilið.
* Einar H. Kvaran.
Horfa nú daprar dísir Strandabúa
Dvalins hallar turnum háum frá
á eftir þjer, sem frá oss ert að snúa
en frægð þó vanst um langa stund oss hjá.
Þú vanst með trú, þú vanst með dugnað sönnum,
vildir í öllu þessa hjeraðs hag.
Það seinni tíðar mun ei dyljast mönnum,
að mörgu hjá oss kiptir þú í lag.
Þú hræddist ekki ís nje storminn kalda,
sem andar tiðum svalt við íshafs strörtd;
þú vildir fram en undan aldrei halda
og engin þola á hollu frelsi bönd,
og það var ár Um þína .bestu daga,
er þróttur svall og móður brjósti í,
en þá var margt, er þurfti hjer að laga,
og þú varst kjörinn til að starfa að því.
Þökk fyrir alt, sem þú hefur gagnlegt unnið
í þarfir hjeraðs vors um liðna tíð,
þú stóðst sem Ketja, og hefur aldrei runnið
en haldið velli í margri orrahríð,
í þjóðarmálastriði löngu að standa
á stundum virðist ærin kraftaraun;
það eru fáir vaxnir slikum vanda
og vanþökk líka tíðast helstu laun.
Þó frá oss gangi furðulítil saga
um forna tíma, og margt sje nafnið gleymt,
jeg veit, að þitt mun lifa langa daga;
í ljúf.ri minning skal það hjá oss geymt.
Líka hátt á segulstóli situr
sögudís með gulli fáginn skjöld,
þó aldir hverfi, fram í ljós hún flytur
fortíðarmanna nöfn og verltafjöld.
Þig kveðja vinir, saknað lostnir sárum,
sveinar og meyjar, kvenna og manna drótt;
kveðja þig blóm og gráta gullnum tárum
við geisla sólar eftir svala nótt,
kveðja þig svásu sólarljóði bæði
svanur og lóa, komin að boða vor.
Spinni þjer nornir góðar gæfuþræði
úr guðmagnstoga hvert ógengið spor.
Guðl. Guðmundsson.
Búsetuskilyrðið
í stjórnarskránni.
Ðeila hefur orðið um það, svo sem
kunnugt er,hvers konarbúsetuskilyrð’
ætti að setja í stjórnarskrána fyrir
kosningarjetti og kjörgengi. Hefur
meiri hluti neðri deildar Alþingis hall-
ast að því, að hafa búsetuskilyrðið
5 ár; en minni hluti er þvi hlyntari
íið i stjórnarskránni sje að eins 2ja
ára búsetuskilyrði, en nð auki heimild
tii að herða það og setja önnur fcek-
an skilyrði með einföldum iögum
Um þetta mál er þess fyrst að gæta.
að sökum þess, að ríkisborgararjeLtur
er aðalskilyrðið fyrir kosningarjetti
og kjörgengi, snertir búsetuskilyrðið
ckki aðra en íslendinga sjálfa (þ. e.
ísl. ríkisborgara)og í öðru lagi Dani,
vegna jafnrjettisákvæða sambands-
1 iganna. Að slíkt búsetuskilyrði sje
ekki brot á sambandslögunum, svo
fremi það gangi jafnt yfir báða máls-
aðila, íslendinga og Dani, mun mega
fullyrða. En þá er spurn, hver þörf
á þvi er, og hve langt hún nær, því
að þarflausu verður að ætla'að enginn
setji þessi eða önnur skilyrði fyrir
kosningarjetti. Aðal-ástæðan ti! að
setja búsetuskilyrðið er sú, að ekki
hlýði að þeir menn hafi kosningav-
rjett og kjörgengi i landinu, sem ekki
skilja n.ál þjóðarinnar, nje hafa sam-
Lendir með henni, og vantar þannig
aðalrxilyrði þess að geta gert sjer
grein fyrir því, sem með henni ger-
ist. Þessi ástæða er í sjálfu sjer 1 jett
cg góð; en hún takmarkast og fellur
í gildi af ýmsum mótástæðum. Sam-
kvæmt eðli sínu og öllum atvikum
stefnir búsetuskilyrðið aðallega að
Dönum; og þar sem nú til þess er
ætlast í sambandslögunum, að öll
meiri háttar mál, sem báðar þjóð;rn-
ar varða, sjeu borin upp í ráðgjafar-
riefnd áður en þau eru komin á þann
rekspöl að tæplega verði aftur snú-
ið, þá mun mörgum sýnast það i bága
\ ið anda sambandslaganna og al-
r.iennar kurteisisskyldur að setja um
búsetuna strangari skilyrði, Dör.um
að óvörum, og á þessu stigi máls. en
1-riýjandi nauðsyn er til. Á það er líka
að líta, að hart búsetuskilyrði ktm-
ur illa niður á þeirn íslending-unt,
sem utan fara og sleppa hjer heim-
ilisfangi um stundarsakir; og rjett-
mæti búsetuskilyrðisins fer því mjög
eftir þeim hlutföllum, sem útflutn-
ingur íslendinga og innflutningur
Dana eru í. Sje innflutningur Dana
lítill, eins bg verið hefur hingað til,
verkar búsetuskilyrðið aðallega sem
rjettarmissir á útflrtta íslendinga.
F.n komi til mikill innflutningur af
Djönum, getur nauðsyn á ströngu bú-
í'ctuskikyrði, eða þá þekkingarskil-
yrði, sem því gæti jafngilt, orðið
svo mikil að rjettarmissir íslendinga
cerði svo að segja hverfandi móts
við hana. Og þetta eru gildar ástæð-
t.r til að hafa búsetuskilyrðið hrcyf-
nnlegt. Líkur til að Danir flytji hing-
að í stórurn stíl, að svo stöddu, v’rð-
ast ekki vera miklar. Verslun þeirra
kjer á landi hefur hnignað og það er
nú sú eina atvinnugrein, sem þeir hafa
stundað hjer að marki. Landbfmað-
ur hjer á landi mun alls ekki viö
jicirra hæfi, hvorki loftslag nje bún-
aðarhættir, og sjávarútveg geta þeir
stundað hjer án búsetu. Hið eina.
sem hugsanlegt má kalla að gæti
dregið þá hingað til búsetu að veru-
legum mun, er iðnaðarrekstur í stærri
stíl og þá einkum rafmagnsiðnaður
í sambandi við virkjun vatnsfalla.
En nú virðast ekki miklar líkur til
að flýtt verði jress háttar iönaðar-
fyrirtækjum; og þó einhver byrjun-
artilraun yrði gerð áður langt líður
og hingað flyttist eitthvað af útlend-
um verkalýð, þá er líklegra að hann
yrði fremur frá oðrum löndum en
Danmörku, sem meiri stund hafa
lagt á rafmagnsiðju.
Þar sem nú það, að setja í stjórn-
arskrána, á þessu stigi máls, hart bú-
setuskilyrði D'önum að óvörum, vrð.
ist vera í bága við anda sambands-
laganna og altnenna kurteisisskyidu;
þar sem það getur komið illa nið-
ur á íslenskum mönnum og engum að
gagíii; og jxar sem verulegur ínn-
f'útningur frá Danmörku er ekk: sjá-
anlegur á næstunni nje líklegur, og
vörn við hættum af honum því ekki
bráðnauðsynleg — þá er í rauninni
að eins ein gild ástæða til að setja nú
þegar hart búsetuskilyrði fyrir kosn-
ingarrjetti og kjörgengi í stjórnar-
skrána, sú ástæða, að þjóð og þmgi 1
sje ekki treystandi til að vera við
hættu búin og setja varnirnar þegar
þörfin kallar að. Slíkt vantraust er
skiljanlegt; en það er óviðkunr.an-
leg ástæða.
Þingmaður.
Þess skal getið, sem gert er.
f vor, þegar Guðm. Hannesson iög-
reglustjóri á Siglufirði var hjer
staddur, áttum við tal saman. Jeg ósk-
aði honunt til hamingju með embætt-
ið, en sagði um leið, að við bannmenn
litum ekki vel til hans; hann rnundi
sjálfsagt verða eins og hinir, ónvtur
og afskiftalaus. „Jeg er á móti lög-
unum,“ sagði hann, „en sem lögreglu-
stjóri mun jeg gera alt, sem mjer
bera að gera, til þess að þau lög verði
baldin eins og önnur. En hvað get ieg
gert á stað eins og Siglufirði, t. a.
um veiðitímann, með einum lögreglu-
þjóni? Jeg og margir aðrir halda að
Siglufjörður leggi til mest alt áfengi,
sem á Norðurlandi er drukkið óleyfi-
lega. Það er því mikil ástæða til að
þar sje vel passað upp á óleyfilegan
innflutning. Landið þyrfti að leggja
mjer til fjóra lögregluþjóna yfir síld.
artímann.“ — Mjer datt þá í hug, að
setja þetta samtal okkar í eitthvert
blaðið, en hætti við það, bjóst satt
íið segja við, að þrátt fyrir þann góða
vilja, sem hann virtist hafa, mundi
verða lítið úr framkvæmdum, eins og
nianni finst vera yfirleitt hjá flestum
eða jafnvel öllum, sem laga og reglu.
semi eiga að gæta í þessu landi, og
hvað bannlögin snertir, eru þeir
margir hverjir -brotlegir sjálfir, og
sumir fleirum -sinnum, þó hörmulegt
sje til að vita. En lögreglustjórinn
á Siglufirði, Guðm. Hannesson, er,
að mjer virðist, undantekning, eftir
brjefi, sem kunningi minn skrifar
mjer af Siglufirði. I brjefinu stendur,
að lögreglustjórinn hafi fengið alla
kaupmenn þar til að hætta að.selja
suðuspritt öðruvísi en eftir seðlum.
því hönum blöskrar, hvað mikið er
drukkið þar af því. I brjefinu stendur,
að hann (lögreglustjórinn) álíti, að
um 90 af hundraði, sem ölvaðir eru,
sjeu það af suðuspritti; hans gerðir,
að fá kaupmenn til að selja ekki suðu-
spritt nema eftir seðlum, muni hafa
mikil áhrif á drykkjuskap þar. Einnig
stendur í sama brjefi, að hann hafi
stutt mjög þá tillögu, sem samþykt
var þar á þingmálafundinum síðasta,
að skora á þingið að gefa öllum
sveita- og bæjar-valdhöfum heimild
til að gera samþyktir um úthlutun
á suðuspritti.
Þó þetta sje ekki nema það, sem
hver lögreglustjóri og hver annar,
sem laganna á að gæta, er skyldug-
ur til að gera, þá fanst mjer rjett og
sjálfsagt að koma þessu í blað, hon-
um til verðugs heiðurs, og svo ef það
gæti orðið einhverjum til uppörfunar,
ef ekki þeim gömlu, sem við höíum
nú, þá þeim yngri, sem koma.
Sveinn Jónsson.
Gömul vísa.
I 46. tbl. „Lögrjettu“, 13. árg., í
Eiríksjökuls ferðasögu Guðm. sál
þannig frá sagt: — „Á einum stað
inn með fjallinu (c. Kalmannstungu-
Strútnum) er leiði, með letruðum leg-
steini. Er þar grafinn hestur, og er
leiðið frá þeim tíma, er fjárkláðinn
geisaði og vörður var settur á heið-
arnar.“ — Hjer þykir mjer vanta í
ftásögnina hver þar hjelt vörð og
hvað á steininn er letrað, og vil jeg
reyna að skýra nánar frá þvi.
Á þeim fjárkláðatíma hafði þar
varðstöðu Jóhannes, faðir Sig. Júl.
Jóhannessonar ,læknis og skálds, i
Ameríku. Varðsvæði Jóhannesar var
trá Kalmanstungu og fram i „Torfa-
bseli“ eða Hvítárdrög. Það mun því
hafa verið eitt hið allra erfiðasta, bæði
\egna vegalengdar og ógreiðrar leið-
ar, og því þeim einum fært, er var
rngur og ósjerhlifinn, árvakur og
skyldurækinn. Vegna hinna miklu erf-
ioleika á varðsvæðinu, hafði hann hest
hjá sjer, er hann átti, og sem hann
hvíldi sig á stöku sinnum. Hestinn
misti hann um sumarið af slvsförum.
tíysjaði hann og hlóð upp leiði ytn
lionum. Jóhannes var gáfumaður og
skáldmæltur vel; orti hann því erindi
við þetta tækifæri, hjó það á stein
og ljet á leiði hestsins -— því Jóhann-
es var dýravinur og í einverunni hafði
hann fest vináttu við hestinn, og vildi
því reisa honum þenna minnisvarða
Því miður er nú leKið á steininum
fyrir löngu ólæsilegt. En áletrunin er
J.essi:
Áður á ísa-láði
örðugt að manna vörðum
stóðu feður þar flóðin
fram hrundu jöklum undan.
Seinni öld öðru valdi
örlögs bundin á grundu
vakir hjer von með spaka
varnar sauðum til nauða.
Frásögn þá, sem hjer er á undan
skrifuð, sagði mjer Guðmundur Sig-
mundsson, gTeindur maður og greina-
góður, er oft var í vinnu i Kalmanns-
tungu hjá Stefáni Ólafssyni. Var
Guðm. Sigmundsson í Kalmannstungu
það sumar, er Jóhannes var á verðin-
um, og vissi því vel að segja frá um
tddrög hins áðurumgetna leiðis, og
um letrið á steininum.
Grisartungu í júlí 1919.
Narfi Jónsson.