Lögrétta


Lögrétta - 03.09.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.09.1919, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi, eg auk þess aukablöð viS og viS, VerS kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júlí. Sendiherrann og sjálfstæðið. Svar til „Sigurðar okkar Eggerz“. I. „Fróni“, blaði fjármálaráðherrans, hefur brug'ðið illa við grein mína í L.ögrjettu 30. júlí, um sendiherra í Kaupmannahöfn. 9. ágúst flytur það grein, sem heitir „Sendiherrann og iíogi okkar Melsteð". Kunnugir menn fullyrða við mig, að hún sje eftir fjármálaráðherrann sjálfan, herra Sígurð Eggerz; hann skrifi mikið i Frón, nafnlausan þvætting, sem hann fái annan mann til þess að bera á- byrgð á, því að hann þori eigi sjálfur að kannast við það, sem hann skrifar; alt sje það froðukent eða innihalÖs- laust þvaður, og sjálfur risti hann eigi tiltakanlega djúpt i neinu máli. Svo er líka grein þessi. Það er engin upplýsing í henni um málefni það, sem um er verið að ræða, heldur gjálf- vr og gum, og er auðsjeð að höfund- inum er alls ekki ljóst, hvað um er verið að ræða. Hann byrjar t. a. m. grein sína með þvi að segja, að jeg sje „ekki kröfuharður í sjálfstæðis- málinu“, af því að jeg vilji ekki senda „veglega sendimenn til út- !anda“, rjett eins og það sje krafa í sjálfstæðjsmáli íslands, að senda ó- þarfa og dýra sendiherra til Kaup- mannahafnar og útlanda. Er greinar- h.öfundurinn svo skyni skroppinrf, að halda, að ríkissjóður Dana eigi að bera kostnaðinn af sendiherra frá ís- landi? Veit hann eigi, að ísland á að bera þann kostnað? Eða heldur hann, að það sje sjálfstæði, að ausa út landsfje í óþarfa, hleypa landinu í botnlausar skuldir og láta ríkissjóð íslands verða gjaldþrota? Að eins eitt atriði er rjett í grein þessari; það er það, að jeg hafi nú 800 kr. á ári á fjárlögunum til sagna- ritunar, og að ,)mikið mætti hjálpa einu eða tveimpr fátækum börnum með því.“ Mín tillaga er sú, að al- þingi skipi nefnd til að rannsaka, hvað unnið hefur verið fyrir það styrktarfje, sem veitt hefur verið ur landssjóðrá síðustu 30 árum, bæði til ritstarfa, utanferða og annara starfa. Þá getur þjóð og þing fengið fulla vitneskju um, hvað hver hefur unnið fyrir það fje, sem hann hefur fengið, og hverjir hafa unnið vel og trúlega og hverjir illa. En það skal sagft af roinni hálfu í eitt skifti fyrir öll, að það er ekki á valdi fjármálaráðherra fslands nje Alþingis, að loka á mjer munninum, þótt jeg hafi 800 kr. styrk úr ríkissjóði til sagnaritunar. Jeg hef látið styrk. þann fjúka fyr, í sjc ár samtals, þá er hinir gömlu Valtý- ingar, sem tóku síðar að kalla sig sjálfstæðismenn og enn kalla sig svo, vildu hefna sín.á mjer fyrir það, að jeg reis upp á móti Valtýskunm og annari eigingirnd, fjáraustri og græðgi. Og jeg læt styrkinn fjúka enn einu sinni, ef svo vill verkast. Slíkt fær ekkert á' mig. Jeg mun ganga upprjettur eins og hingað til, á meðan guð gefur mjer krafta til þess. Já, það er satt, sem greinarhöf- undurinn segir, að mikið má hjálpa einu eða tveimur fátækum börnum með 800 kr., en heldur hann að eigi megi hjálpa fátækum börnum me'ð neinu fje nema þeim 800 kr., sem jeg hef fengið? Ef svo væri, ætti eigi að veita mjer þær lengur. Held- ur hann eigi, að hefði mátt hjálpa fátækum börnum með þeim 5°°° til 6000 kr., sem fjármálaráðherrann, Sigurður Eggerz, eyddi í vor úr rikissjóði íslands til gjörsamlega ó- þarfrar utanferðar? íslandi vann hann að mínu áliti ekkert gagn í þeirri ferð. Hann fór utan 5. apríl og kom heim aftur 8. júní. Hann eyddi þannig rúmum tveim mánuðum frá skyldustörfum sínum, og svo vanst honum enginn tími til þess að gera skyldu sína og búa fjárlaga- frumvarpið sæmilega úr garði, eins og hann sjálfur segir á bls. 44 í því frumvarpi. En fjármálaráðgjafann langaði utan til þess áð lyfta sjer upp, — það hefði hann átt að gera á eig- ín kostnað, — svo hjet það svo, að hann færi utan í landsins þarfir, til þess að fá lán fyrir ríkissjóð, og hann borgaði ferðina. Hann fór eigi að eins til Kaupmannahafnar, heldur og til Noregs og Sviþjóðar i lántöku- erindum, en í þeim löndum gat hann ekkert lán fengið með viðunandi kostum. Svo útvegaði Jón Krabbe lán, um fimm miljónir kr. i stærstu bönkunum í Kaupmannahöfn, með betri kjörum. Alt þetta hefði Krabbe getað gert betur en hr. Sigurður Eggerz, og alt að kostnaðarlausu fyrir ísland. En þarna má sjá ráð- lag fjármálaráðherans. Hvað segir nú Frón um þetta? Hið mesta áhugamál fjármálaráð- herrans var að róa að þvi, að Danir sendu sendiherra til Islands. Ef þeir gerðu það, væri hægra að fá Alþingi til að samþykkja það á eftir, að sendur væri sendiherra hjeðan til Kaupmannahafnar. Einnig var ráð- herrann að reyna að breiða yfir og bæta fyrir framkomu sína hjerna um árið, þá er hann var einn ráðherra. Hann var sáriðrandi og auðjnjúkur. Danir ætluðu að senda fulltrúa eða umboðsmann til íslands. Þeir hafa hjer enga skrifstofu, og er þar ólíku saman að jafna og um ísland, sem bæði hefur skrifstofu i Kaupmanna- höfn og sendir þangað æðsta ráð- gjafa sinn við og við, er þörf kref- ur. Aftur á móti ætluðu Danir alls eigi að senda sendiherra’ til íslands. Þeir hugsuðu um hið nauðsynlega, en ekki um neitt tildur. En er þeir heyrðu Sigurð Eggerz segja, að ís- lenska þjóðin ætlaðist til þess að þeir sendu sendiherra, og að annað mundi jafnvel skoðað sem þeir vildu eigi tyllilega viðurkenna Island sem sjálfstætt ríki, þá tóku þeir að hugsa um að breyta þessu. Danastjórn hef- ur drengilega viðurkent sjálfstæði íslands, og ntun nú eigi á nokkurn hátt reyna að gangá á jafnrjetti Is- lendinga i Danmörku; væri betur, að allir leiðandi menn á Islandi væru jafn rjettlátir (loyale). En hins vegar er það annað fyrir Danmörk, að senda hingað sendi- herra en fyrir ísland að senda ser.di- herra til Kaupmannahafnar. Hjer á landi eru engir sendiherrar frá öðrum ríkjum (diplomater), en í Kaupm,- höfn eru margir sendiherrar. Dansk- ur sendiherra þarf því ekki að hafa hjer þann kostnað, sem íslenskur sendiherra þarf að hafa í Kaupm.- höfn, af því að umgangast þar sendiherra annara rikja, og veita þeim, eins og þeir mundu veita hon- i'ra. Ríkissjóður íslands fengi að kenna á því síðar, ef ísland tæki að senda þangað sendiherra. Jeg hef áður í Lögrjettu skýrt frá kostnað- inum, og hann yrði varla minni, en þar er sagt, heldur er hætt við, að hann yrði miklu rneiri. Þá er sá hátt- ur væri upp tekinn, að senda sendi- herra til Kaupmannahafnar, er hætt við að einhverja mikilsmegandi menn mundi langa til a ð komast til annara höfuðborga, og það væri þá barið fram í þinginu að senda menn }<angað; gæti svo farið, að á þennan hátt yrðu smátt og smátt lögð hálfr- rtr miljón kr. óþarfa útgjöld á þjóð- ina. Island á enga auðuga aðals- inannastjett til þess að gerast sendi- herrar og bera hið mesta af kostn- aðinum; en hins vegar er það kunn- rgt, að sendiferðir frá íslandi á síðustu árum hafa kostað stórfje, og hefur þó hvorki verið um „veglega sendimenn" nje stórmenni að ræða. II. ísland á að hafa fulltrúa (repræsen- tant) eða umboðsmann í Kaupmanna- höfn. Það hefur það nú, þar sem Jón Krabbe er. Þótt hann heiti einungis skrifstofustjóri, tók þó konungur á móti honum á nýári á undan öll- um sendiherrum annara rikja. Þá er konungi eru á nýársdag færðar heillaóskir, tekur hann fyrst á móti ráðgjöfum sínum, og síðan sendi- herrum annara rikja. En í ár, er Is- land var orðið sjálfstætt ríki, tók hann fyrst á móti Jóni Krabbe, sem íúlltrúa íslands, næst á eftir ráð- gjöfunum. Það er algerlega rangt, sem gefið ei í skyn í greininrii í Fróni, að Is- land hafi nú engan mar.n erlendis (þ. e. í Danmörku), sem eigi alt af „sem fylstan aðgang að þeim, sem mestu ráða.“ Krabbe hefur aðgang að h’ erj- um þeim manni, sem fjármálaráð- herrann, eða hver annar, mundi fá aðgang að, ef hann yrði gerður að sendiherra. En það er í raun rjettri minst undir nafninu komið, heldur undir manninum sjálfum, þá er um gagnið er að ræða. Fulltrúi er fag- nrt nafn, forníslenskt, og sæmir sjer vel. Umboðsmaður er líka gott orð, þótt á íslandi sje það yngra. Sendi- herranafnmu fylgir kostnaður mikill og veitsluhöld, og slikir menn eru „svo hátt settir“, svo að jeg noti orð greinarhöfundarins, að eigi má nota þá til nefndarstarfa eða til þess að mæta á almennum fundum m.illi hinna norrænu rikja, sem nú eru oft baldnir til þess að ræða ýms mál; en á slíka fundi verður Island að senda hæfa menn, eftir að það er orðið kon- ungsriki; væri það oft mikill sparn- aður fyrir Island, ef það ætti þann fulltrúa i Kaupmannahöfn, sem væri svo vel að sjer, að hann væri fær um að mæta með sæmd á slikum fundum fyrir landið. En á öllu þessu virðist greinarhöfundurinn ekki liafa vit nje þekkingu. III. Greinarhöfundurinn í Fróni hefur eigi getað Svarað spurningu minni um það, hvað ísland ætti að gera við sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann hefur eigi hcldur getað fengið neina tipplýsingu um það hjá hr. Sigurði Eggerz, því að hann vissi það eigi, er hann bjó til fjárlagafrumvarpið og veit það varla enn. En það er þó algild regla í öllum siðumum löndum, að allir þeir ráðgjafar, sem eru stöðu sinni vaxnir, gera grein fyrir því, bver tilgangurinn sje með nýmælum þc-im, er þeir bera fram. Greinarhöfundurinn spyr mig, livaða ráðherra hg.fi komið tillögunni um sendiherra inn á fjárlögin. Hann þykist ekki vita það, en lætur þó ínikið yfir þekkingu sinni um það atriði. En jeg get irætt hann um það, að það gerði sá hinn sami ráð- herrra, sem sagði ráðandi mönnum í Danmörku, að íslenska þjóðin vildi að Danir sendu hingað sendiherra og að landsmenn vildu senda sendiherra til Danmerkur. Fjármálaráðh'errann býr til fjárlögin eins og kunnugt er. Að vísu heyrir þetta mál undir for- sætisráðherrann, og það er kunnugt, að hann hefur eigi talið það nauð- synlegt, að ísland hafi sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann er bæði vitr- ari maðúr og þekkingarmeiri en svo. En málið hefur eigi legið fyrir Al- þingi til ákvæðis fyr en nú. Fæstir þingmenn hafa átt kost á að íhuga þetta mál fyr en nú. I annan stað munu tveir eða þrír þingmenn úr sjálfstæðisflokknum í fyrra hafa lát- ið í ljós þá skoðun, að þeir vildu senda sendiherra til Danmerkur, en flestir munu ekkert hafa sagt um það. Það var nú nokkur ástæða til þess íyrir forsætisráðherra að banna eigi að setja þetta á fjárlögin, þótt það væri í óheppilegu formi, — málið átti og sð koma fyrir Alþingi hvort sem var. — Það er svo margt ófullkomið i fjárlagafrumvarpinu í ár, og það á landið fjármálaráðherra sínum alt að þakka! En það er ómögulégt með nokkurri sanngirni að heimta það aí forsætisráðherranum, að hann endursemdi alt fjárlagafrumvarpið, eins og þurft hefði að gera. Þá er fjármálaráðherrann hafði túlkað það fyrir ráðandi mönnum í Danmörku, að hin íslenska þjóð æskti þess endilega, að senda sendiherra til Danmerkur og að Danir sendu sendiherra til íslands, kom íslenska s imbandslaganefndin til Danmerkur. Það er kunnugt, að þriðjungur nefnd- arinnar hefur verið þvi mjög fylgj- andi, að ísland sendi út viðskiftaráða- naut og sendimenn víða um lönd, og hann studdi eðlilega fjármálaráð- herrann í þessu máli. En í sambands- laganefndinni var- engin sampykt gerð um þetta mál, eins og sjá má af gCrðabók nefndarinnar. Þó var svo um hnútana búið, að leiðandi menn Dana fengu þá skoðun, að það væri almennur vilji hjer á landi, að þeir sendu sendiherra eða ráðgjafa til íslands, og fyrir því breyttu þeir áformi sínu, í raun rjettri einungis að bænarstað ísLendinga. Eftir þetta var tekið að nota orðið ,,sendeherre“ í Danmörku, og minnist jeg pess ekki, að jeg hafi sjeð það orð fyr í aönskum blöðum. En þrátt fyrir þetta er Alþingi á engan hátt bundið við það að senda sendiherra til Dan- merkur. Al])ingi hefur algerlega frjálsar hendur í þessu máli af Ðana hálfu. Ef einhver segir annað, þá er það eigi rjett, eða eintómur mis- skilningur. Jeg þekki svo vel frjáls- lyndi ríkisráðgjafa Zahles í garð ís- lands, og fleiri hinna mest ráðandi manna í Danmörku, að jeg þori að fullyrða að þetta er rjett, og að ís’and < r eigi bundiö þar við neinn samning. Ef íslendingar vilja kynnast öðr- um löndum 0g viðskiftum milli ann- ara ríkja, og búa sig undir það, að taka sem bestan þátt í utanríkismál- um, ætti Alþing að veita styrk þiem- ur eða fjórum ungum og efnilegum mönnum, hverjum 5000 kr. á ári í ein 4 ár, til þess að vera við danskar sendiherrasveitir og ræðismannaem- bætti í öðrum ríkjum. Á þann hátt gæti landið eignast hæfa menn, til þess að senda til annara landa; en auðvitað þurfa slikir menn einnig að vera kunnugir íslandi, atvinnuvegum þess og öðrum málefnum. Bogi Th. Melsteð. Nokkur orðj u m s k i p u n A1 þ i n g i s. Eitt af því, sem til greina kemur nú við endurskoðun stjórnarskrárinn- ar, er fyrirkomulag á kosningum til alþingis og skipun þess. Svo sem kunnugt er, eru nú 6 þingmenn af 40 kosnir hlutfallskosningum um land alt, en 34 eru kosnir ein- földum meirihluta kosningum, þ. e. óhlutbtyidnum kosningum, ým- ist í einmennings eða tvímenn- inga kjördæmum. I orði kveðnu er rjettur allra kjósenda jafn, til full- trúavals á þing. En að þvi leyti, sem til þingsins er kosið óhlútbundnum kosningum, er þessu öðru vísi varrö i reynd, þvi tiltölulega verður rjettur lcjósenda þvi minni, því fleiri, sem þeir eru um hvern þingmann, eða fulltrúa. Og Reykjavík, sem er lang- fólksflesta kjördæmi landsins, en hef- ur þó eigi fleiri þingmenn en sum kjördæmi önnur, verður að þessu leyti lang-harðast úti. En vilji nú þingið bæta úr þessu, sem vera mun, þá rekur það sig á annai* agnúa á kjördæmakosningun- um, eða rjettara sagt: óhlutbundnum kosningum yfirleitt. Fái Reykvíking- ar lagarjett til að kjósa 4 þingmenn, cða fleiri, og kosna óhlutbundn. kosn- ingum svo sem verið hefur, er likleg- ast, að meiri hluti kjósenda hlyti þá þingmenn alla, er til kosninga kæmi, og minnihlutinn yrði fulltrúalaus, jafvel þó hann nálgaðist helming kjósendanna. Þetta bendir ljóst a eðli óhlutbundinna kosninga, það eðli, að þær sjá illa fyrir rjetti minni hlutans. Hlutföll meiri og minni hluta eru nú að vísu alt af breytileg, og þar á með- al eftir lartdsháttum, svo að minni hluti verður sumstaðar meirihluti.eða getur orðið, og því fremur því smærri sem kjördæmin eru. Úr órjettlæti ó- h.lutbundinna kosninga verður því nokkuð bætt með smækkun kjördæm- anna. En á slíkum stöðum sem Reykjavík er, verður þó best sjeð lyr- ir jafnrjetti kjósenda með hlutfalls- kosningum. Og þá er spurn, hvort svo muni ekki vera yfirleitt. Það mun mega teljast vafalaust, að hlutfallskosningar tryggi jafnrjetti kjósenda betur yfirleitt, eða geti trygt, cn óhlutbundnar kosningar. En í staö Jiess að óhlutbundnar kosningar nálg- ast rjettlætishugsjónina því meira, því smærri sem kjördæmin eru og fleiri. ná hlutfallskosningar þeirri hugsjón að vissu leyti því betur, því stærri sem kjördæmin eru. En þá kemui fram sá annmarki, að þekking kjós- enda á frambjóðendum verður tiltölu- lega minni. Af þessu leiðir aftur bæði þá hættu, að hlutfallskosningar verði meira á valdi flokksstjórna, og Jiað að þær verða erfiðari leið á ping þeim mönnum, sem eru á byrjunar- stigi þjóðmálastarfsemi. Það er þvi hægt að skoða landskosningar sem þröskuld í vegi hinna gróandi fram- scknarkrafta þjóðfjelagsins. Þeim, sem svo líta á, má benda á það, að þingmenn festast einatt í sessi í smá- um kjördæmuín, og ekki ætíð af heppilegum ástæðum. En hvað sem því líður, er líklegra að það fái ekki fylgi, að svo stöddu, að leggja niður hinar óhlutbundnu kjördæmakosning- ar, og að hitt sje nær, að færa þær til betri vegar, þannig, að landinu sje skift upp og í sém jöfnust einmenn- ingskjördæmi. En af slíkri breytingu þarf engan veginn að leiða það, að fjölgað sje J eim þingmönnum, sem kosnir eru ó_ hlutbundnum kosningum. Hugsanlegt er jafvel að þeim mætti fækka. Þess vegna er hún heldur ekki því til fyr- irstöðU, að landskosningum sje hald- ið og landskjörnum þingmönnum jafnvel fjölgað, ef það sýndist heppi- legt. Og ýmislegt mælir með, að það sje gert. Því auk þess, að hlutfalls- kosningafyrirkomulagið er í sjálfu sjer rjettlátara gagnvart kjósendum, má færa þá ástæðu fyrir því, að það tryggi betur vald hinna þektari og reyndari manna á löggjöfinni, þvi þeir einir geta búist við almennu fylgi. Og ennfremur má nefna það, að iandskjörnir þingmenn verði óbundn- ari gagnvart kjósendum og þeim því auðveldara að lita óhlutdrægt á mál- efni; enda auðveldari sú leið á þing þeim mönnum, sem þjóðnýtir eru og þjóðkunnir, en eigi hafa lag nje vilja til að kaupa sjer fylgi með „hreppa- pólitík“, eða fagurgala við sjerstök kjördæmi. Á því landskosninga-fyrirkomulagi, sem nú gildir, er sá annmarki, að um alt of fáa er að velja. Það má búast við að slík kosning verði alt af mikið á valdi flokkastjórna, sem mestu ráða um framboðslistana, og að af þeirri ástæðu og fleirum, muni verða erfitt að fá almennan áhuga á kosningunum og þátttöku í þeim; enda dýrt að setja alt kosningalið landsins í hreyf- ingu vegna kosningar svo fárra manna. En um kostnaðarástæðuna er •þó það að segja, að hana má fella niður, með þvi að ákveða sama kjör- dag fyrir landskosningar og kjör- dæmakosningar. Og úr áhrifum flokkastjórna á kosningarnar verður dregið, í fyrsta lagi með þessu sama þ. e. með því að sjá úm, að sem flestir geti notað' kosningarrjettinn sjer að meinfangalausu, og í öðru lagi með fjölgun landskjörinna þingmanna og auknu valfrelsi kjósendanna. Sje á annað borð viðurkend sú þýð- ing landskosninga, að þær stefni að því að tryggja þinginu þekta menn, cg að góðu reynda, þá verður að líta svo á, að það fyrirkomulag, sem nú gildir, sje að eins spor í áttina, og að nauðsyn sje að fjölga hinum lands-' kjörnu þingmönnum. Eðlilegast virð- ist, að öll efri deild yrði skipuð á þann hátt. Á móti því verður tæplega færð önnur gild ástæða en sú, að af tvískifting þings í deildir, bygðar sín á hvorum kosningagrundvelli, leiði áiekstra í þinginu, sem tefji störf þess, og jafnvel geti eyðilegt mál í bili. En þetta er ástæða ýmist með eða móti, eftir því frá hvaða sjónar- rniði málið er athugað. Töf mála er þeitn ókostur aðallega, sem bráðlátir eru, en hinum einatt kostur, sem var- færnir eru og iheldnir. Og með tvi- skifting þings er einmitt sjerstaklega að þessu stefnt: að önnur deildin sjái einkum um íhugun málanna og íhald, enda sje henni trygð sem best þekk- ing, varfærni og óhlutdrægni; en að h.nni deildinni sje einkum ætluð framtakssemi og yfirtök i þinginu, Jiegar milli ber og á herðir, og henni trygðir sem best hinir gróandi fram- sóknarkraftar þjóðlífsins. Þingmaður. Ný bók. út yfir gröf og dauða. Svo heitir bók, sem nú er nýútkom- in. Hún er eftir prest í ensku biskupa- kirkjunni, sem heitir C h a r 1 e s L. 1 w e e d a 1 e. Þýðingin er eftir Sig. Kristófer Pjetursson, og Þorsteinn Gíslason hefur gefið hana út „að til- hlutun Sálarrannsóknarfjelags ís- iands“. Prófessor Har. Níelsson hefur ntað formála fyrir bókinni. Bókin er — Jiað sem hún nær — einkar gott yfirlit yfir ýmsar hliðar sálarrannsókna vorra tíma, þær rann- sóknir, san veitt hafa óteljandi fjölda iuanna vissu um tilveru annars heims. Höf. kemst meðal annars svo að orði í innganginum, þar sem hann er að gera þess grein, hvað fyrir sjer vaki með samning bókarinnar: „Firntán ára starfsemi mín með öll- um stjettum: í fátækrahverfum stór- borganna, á íandssetrum auðmann- anna og í hinu kyrláta sveitalífi, hef- ur fært mjer heim sanninn um það, að öflug og. lifandi trú á upprisuna og sannanir fyrir lifinu eftir dauðann, eru ekki að eins yfirleitt nauðsynlegar 1Ú1 á tímum, heldur og að vel kristnir menn og konur þarfnast þeirra engu síður en hinir, sem álitið er að standi utan vjebanda kirkju og kristindóms. Því eins og allir vita, er ekki unt að loka augunum fyrir þeim sannleika, að munurinn er orðinn ærið mikill á kristinni trú nú á dögum og þeirri trú, sem blasir við oss í guðspjöllun- um í sögu frumkristninnar. Því að í þeim er upprisan eða lífið eftir dauð- 1 ann gerð að gundvallaratriði því, er ! mest ber á, enda nær fagnaðarboð- 1

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.